Heimskringla


Heimskringla - 16.11.1938, Qupperneq 4

Heimskringla - 16.11.1938, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 16. NÓV. 1938 HíicimsUriiuila 1 (StofnuB 18SS) Kemur út á hverjum miSvíkudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeo Talsimia 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlrm borglst tyrlríram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. gg 011 vlðskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: |j K 'nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla” ls publlshed and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. j| Telephone: 86 537 ImUHIHIIilH.,iiimmimii)iiiiiiiHi!uiii[imii]iiikiiiiiii:iimiiuiiinntlliHllllllllUllillllimflMmMMlllllllllJllilltlP WINNIPEG, 16. NÓV. 1938 BÆJA- OG SVEITAKOSNINGAR OG ÞJÓÐMÁLIN Canada-menn tala að líkindum sprettum saman eins mikið um stjórnmál og hverjir aðrir, en þau liggja þeim ekki til lengdar þungt á hjarta. Sambands- og fylkja-kosningar fjórða og fimta hvert ár vekja talsverða athygli meðan þær standa yfir, en þess utan hættir mönnum við að gefa þeim lítinn gaum og stefnuskrár, kosningar og þingmanna-efni gleymist eins og veðrið. , Reynslan hefir sýnt, að þetta er vatn á millu hagsýnna þjóðmálagarpa og há- spentra stjómmála-afla, en óheill öllum öðrum. Því sem oft er gleymt, er að bæjar og sveita-kosningar eru alveg eins mikils- verðar og sambands- og fylkiskosningar, þó það sé sjaldnar á orði haft og minna um það ritað í blöð. Ástæðan liggur J þessu: Forsætisráðherra landsins verður þegar til alls kemur í starfi sínu að styðj- ast við þingið. Fylkis-stjórnarformenn einnig. En mennimir sem á þing eru kosnir, eru úr þessari eða hinni sveit eða bæ í landinu og það eru þeir, sem lög- gjafarnir eru í raun og veru og sem á- byrgð bera á stjómarfarinu í þjóðfélaginu. Og þessir menn byrja oftar en hitt þjóð- málastarf sitt í sveita eða bæjarstjórn- um. Ef mönnum er það því nokkurt áhuga- mál, að þeir sem með þjóðmálin fara á þingum í landinu, séu hinir mentaðri og virðingarverðari þegnar þjóðfélagsins, ættu þeir að gefa því rækilegri gaum, en vanalega virðist gert, hverjir kosnir eru í sveita- eða bæjarstjórnir. Og það verður ekki fyr en kjósendur gefa því að minsta kosti eins mikinn gaum og hverjum þeir spila á móti í bridge hvern þeir kjósa, að þeir hafa nokkurn rétt til að kvarta undan því, þó þeir hafi menn í fulltrúarstöðum þjóðarinnar á þingum, sem meira hugsa um sinn eigin hag og vissra einstaklinga og vildarvina, en þjóðfélagsins. Vegna áhuga- og afskifta-leysisins sem ríkir hjá almenningi í sveita- og bæja- kosningum, leiðir miklu meira ílt en það, serp beint áhrærir hag og heill bæjar og sveitarfélaganna sjálfra. Það er vegna hins sama, að stjórnir í fylkjum og land- inu sitja við völd, sem eitt kjörtímabil eftir annað hafa sýnt, að þær eru óhæfar til að stjórna. Það er vegna þess, að stjórnar sníkjumar (lobbyists) í Ottawa hafa eins mikið vald og áhrif og reynslan ber vitni um. Og það er vegna þess, að fylkis- og sambandsþingið er svo setið mönnum, sem hag einstakra manna, iðju- hölda og fjárplógsfélaga meta meira, en heill alþýðunnar. Sú ríkjandi venja, að láta bæja- og sveitakosningar hólkast eins og verða vill, er að vera þjóðfélaginu dýrt spaug. Hvað getur almenningur gert? Hann getur út af fyrir sig íhugað mál sín og síðan haft borgarafundi um þau og ráðið á þann hátt fram úr vandamálum sínum. Ráðslag einstakra manna, flokka eða klíka, hverju nafni sem nefnast í slíkum málum blessast aldrei. Það er nú þegar að koma sveitunum og bæjunum á kné efna- lega . Og með því er frelsið, sem almenn- ingi er veitt með bæjar- og sveitastjórna- skipulaginu fyrir borð borið. Og hvað er þá eftir? Ofanskráð grein er lauslega þýdd eða samin með hliðsjón af ritstjórnargrein í blaðinu “Winnipeg Tribune” s. L laugar- dag. Þar sem bæjar- og sveita-kosningar fara fram í þessu fylki síðari hluta þessa mánaðar (í Winnipeg 25. nóv.), álítum vér hana orð í tíma talað. Af afskiftaleysinu og kæruleysinu sem oft kemur fram í bæja og sveitakosning- um, er ekki að sjá að menn geri sér mikla grein fyrir þvi, að það stjóraskipulag, sem þar um ræðir, sé undirstaða lýðræðisins, sem nú er svo mikið skrifað um. f litlu kveri, sem ”Baugabrot” heitir og gefið var úr fyrir nokkru, og innheldur ágrip af stjórnartilhögun Canada, er þannig komist að orði um tilgang bæja- og sveitastjórná: . . . Bæja- og sveitastjórnir eru stofnaðar vegna breytilegra staðhátta. Staðhættir eru, eins og öllum er ljóst, óvíða hinir sömu. En af því leiðir að umbótastörfin og áhugamálin verða einnig ólík. Þau störf sem bundin eru við staðhætti, er erfitt eða ólkeift að mestu fyrir sam- bandsstjórnina og að miklu leyti einnig fyrir fylkisstjórnina, að láta sig miklu skifta. Þessvegna eru sveita og bæjar- stjórnir stofnaðar. Þær fullnægja því þörf, sem hvert þjóðfélag, er umbóta- möguleika og einstaklingsfrelsi lætur sig nokkru skifta, hlýtur að taka til greina.” Um vald bæjar- og sveitastjórna segir ennfremur: “Bæja- og sveitastjórnir eru stofnaðar af fylkisstjórnunum, eða sam- kvæmt lögum, er þær hafa samið þar að lútandi (Municipal Act). í þeim lögum er tekið fram vald sveitastjórnanna og í hverju starf þeirra er fólgið. Er skráin yfir þau störf svo löng og verksviðið svo vítt, að hér er ekki kostur að birta hana. Sem lítið sýnishorn skal bent á þetta: lagningu vega og gatna, framræslu, stofn- un skemtigarða, eftirlit með því að mat- vörur og drykkir er búðir selja, séu ó- skemdar eða séu ekki heilsuspillandi, lög- regluvernd borgaranna o. m fl. Yfirleitt má segja, að öll störf þjóðfélagsins, sem ekki koma í bága við vald fylkjanna, séu í höndum bæja og sveitastjórna. Með þeim réttindum, sem þeim stjórnum er veitt, ræður hvert sveitar- eða bæjarfélag sér að miklu leyti sjálft. íbúarnir eiga það undir sjálfum sér komið hvernig lífi þeir lifa, hvort þeir hafast nokkuð að eða ekki, hvernig þeir svo að segja spinna sinn eigin örlagaþráð. Verksvið þessara stjórna liggur mjög út á meðal íbúanna og er þeim nær, en verksvið fylkja og sam- bandsst j órnarinnar.” Spuraingin sem í hugum manna vaknar, er sú, að hve miklu leyti almenningur í sveitum eða bæjum hefir nú látið sig sjálfs-ákvörðunarréttindin og frelsið, sem þessu sveitastjórnar skipulagi er samfara, skifta. Svarið við því eru gjaldþrotin mörgu og skuldafargan bæja og sveita. Að ástæðunni fyrir því, hvernig fjárhagn- um er komið, er sjaldnast spurt. Þegar gjaldþrot sveita verður ekki umflúið, er vanalegast talað um, að afhenda fylkinu sveitarreksturinn. Og það er jafnvel talinn búhnykkur. Hagnaðurinn sem í því er falnin, er sá, að fylkinu gefst þá ráðrúm til að innheimta skuldirnar, sem það ber ábyrgð á hjá einhverju lánfélag- inu, á kostnað allra framfara eða umbóta í sveitinni. Skattar lækka auðvitað, þegar ekki er nema um lítilfjörlegan skólaskatt að ræða. En hvar væru sveitir þessar staddar, ef að þeim lægju ekki sveitir, sem samgöngur gera þeim mögulegar til mark- aða eða kaupstaða og þetta hvorttveggja hafa komið með að landamærum þeirra? Þeim yrði ekkert úr þeirri litlu fram- leiðslu, sem þar væri um að ræða og önnur þjóðþrif og menning færu eftir því. En hvað veldur þessum sveita-gjald- þrotum? Það eitt og ekkert annað en hvernig þeim hefir verið stjórnað. Vegna afskiftaleysis almennings, hafa til sveita- foringja valist síngjarnir einstrengingar, sem ekkert hafa átt sameiginlegt með sveitabúum, en sem tól lánfélaga eða ann- hafa gerst sem eins góða lyst hafa haft á því og sjálfir þeir, að mata krókinn á sveitarrekstrinum. Eftir að þessir menn eru einu sinni í sessinn komnir, safnast utan um þá nógu stór klíka til þess, að halda þeim við völd, ár eftir ár, meðan almenningur sefur og uggir ekki að sér, þó deginum sé ljósara, að sífelt sígi á ógæfuhliðina. Eftir því sem vald þessara foringja tryggist og skuldirnar og ófarir sveitarinnar aukast, eftir því verða þeir mannýgðari og illari viðureignar og hækka skatta, hvað sem getu sveitar búa líður og án þess að spyrja nokkurra ráða. Á þenn- an hátt er lýðræðinu oft snúið upp í ein- ræði í sveitunum og utan að komandi öfl ráða þar öllu fyrir aðgerðir þessara for- ingja-Ieppa, en þeir sem hita og þunga dagsins og skuldirnar og kostað stjórnar- rekstursins bera, eru núllin í þjóðmálun- um. • Hvað á lengi að halda áfram á þessari braut með leyfi og samþykki almennings ? Það er efnið sem umhugnusarvert er í þessum komandi sveitakosningum. Það mun nú margur segja, að frelsis- vinirnir Abraham Lincoln og Thomas Masaryk séu ekki á hverju strái. En það að dáðst er að þeim út um allan heim, sannar ekkert annað en það að það eru hvarvetna til menn, er hugsjónum þeirra unna og berjast mundu trúlega fyrir þeim, þó innan smærri verkahrings væri, ef til þess kæmi. Það eiga flest sveitafélög fleiri menn en ætlað er, sem almenningi fýsti fremur að þjóna, en burgéisum þeim, er á ekkert líta nema sinn eigin hag. Þegar Dr. R. J. Manion, leiðtogi íhalds- manna var á ferð hér vestra fyrir skömmu, gat hann þess að ein miljón manna væri í þessu auðuga landi, Canada, á framfærslustyrk og önnur hálf miljón, mest ungra manna, væri atvinnulaus. — Lögberg fann að þessu við dr. Manion; hefir eflaust litið svo á, að oft mætti satt kyrt liggja. ATKVÆÐAGREIÐSLA UM HÉRAÐSBANN f sveitinni Bifröst fer fram atkvæða- greiðsla næstkomandi föstudag um hér- aðsbann. Það er orðið svo fágæft að heyra að nokkuð sé aðhafst í þessa átt, að mann furðar á svo góðum fréttum. Sannleikurinn er sá, að herferðir gegn Bakkúsi í víðtækum skilningi, hafa verið talsvert erfiðari síðan fylkisstjórain tók vínsöluna í sínar hendur. Með því var áfengissölu með öllu sem henni fylgir sýnd sú virðing að vera viðurkend sem hver önnur nytja-viðskifti í þjóðfélaginu. Til þess að hugsa sér að fá fylkis-bann löggilt, þarf ekkert minna með en að mynda flokk á móti stjórninni. Áður var við wínliðið eitt að eiga. Nú eru það stjórnmálaflokkarnir, sem forustuna hafa með herskara frá víngerðar og vínsölu húsunum sér að baki. Með stjórnarsöl- unni hefir ekki einungis andlegt heldur einnig virkt samband myndast milli vín- berserkjanna og stjórnarinnar. f síðustu kosningum í þessu fylki, var það gert að blaðamáli, að pólitískir fundir stjórnar- innar í þessum bæ, hefðu lítið annað verið en drykkjuveizlur. Ef svo hefir verið, er það gott sýnishom af því hve happasæl stjórnarsala á áfengi er og hvort að eng- inn þörf sé á að taka í taumana þar sem þess er_nokkur kostur eins og Goodtempl- arar halda fram og aðrir frömuðir góðra siða. Stjórnmálin voru ekki of virðuleg, þó þau legðu ekki lag sitt við vínliðið. Eina reynandi leiðin til að losna við á- fengi, er því héraðsbann (local option), þó seinvirkt sé. f Bifröst-sveit eru tvö hótel, sem ölsölu reka. Um þau er ekkert sérstakt að segja af vorri hálfu annað en það, sem vér álítum öllum hótelum sameiginlegt, en það er að þau eru drykkjuskóli. Það er í ölstofum hótelanna, sem drykkjusiðurinn er oftast lærður. Og það er á móti hon- um 3em þessu ölsölubanni er stefnt, sem atkvæði er greitt um 18. nóvember. í sveitum þeim, sem héraðsbann hafa löggilt í þessu fylki, og þær eru nokkrar, hefir viðkvæði ölsalanna oftast verið, að algerðu áfengisbanni fylgi leynibrugg. — En nú er oss sagt, að þrátt fyrir ölsöluna í Bifröst-sveit, eigi talsverð leynisala sér stað. Og hana sé erfitt að uppræta, meðan önnur vínföng eru seld. Er ætlun margra sú, að ölstofurnar séu þar einnig skóli vegna þess, að þegar menn séu þar orðnir sætkendir, og séu búnir að tapa talsvert bragónæmi, leggi þeir leið sína á leyni- knæpuna í leit að sterkara áfengi. Á öl- stofurnar fellur því að minsta kosti óbein- línis nokkur ábyrgð einnig í þessu efni. Sá er línur þessar ritar átti á bannár- unum heima í þessari sveit, er atkvæða- greiðslan fer fram í. Um leynibrugg var þá talsvert talað, en það var ekki útbreitt og ungir menn ólust upp til tvítugs og þrí- tugs aldurs, án þess að hafa bragðað áfengi. Frá þessu var varla nokkur und- antekning. Vér ætlum þetta talsvert hafa breyzt síðan ölsalan hófst á ný eins og ann- ar staðar varð raun á. Þegar áfenginu er haldið upp að vitunum á æskunni, er ekki von að öðru vísi fari. Það er ekki gert til þess að ala upp bindindislýð. Eitt sem í fari áfengissölunnar flaut, er bannið var afnumið í þessu fylki, var það, að stúlkur byrjuðu að drekka. Segj- um vér ekki að til þess sé neitt meira takandi en þó karlmenn drekki. En það var óvanalegt og bar vott um aukin áhrif áfengis postulanna eftir að stjórnarvínsalan hófst. Það er stundum bent á haginn af áfengissölunni í þjóðfélag- inu. Það er satt að hagurinn af henni er mikill, þó fyrir almenn- ing sé hann í því einu fólginn, að greiða frá nokkrum centum eða dollurum alt upp í aleigu sína fyrir að láta ræna sig vitinu. Neyzla áfengis hefir að vísu ekki ávalt þær hörmulegu af- leiðingar í för með sér, sem ein- stök dæmi af henni oft sýna. En hættan er ávalt sú sama yfir- vofandi af henni fyrir því. Og að nokkur sé betri fyrir það að neyta áfengis hvort sem er í smáum stíl eða stórum, er ekki auðvelt að hugsa sér. En þá er heldur ekkert unnið við, að halda þeim stofnunum við, sem skóla drykkjusiðarins má með öllum rétti nefna. Og ábyrgðar- skylda þeirra foreldra gagnvart börnum sínum eða æskunni er ekki rík, sem að því stuðla með atkvæði sínu. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson var einu sinni sóttur til sjúklings, er kvartaði meðal annars undan því að eiga bágt með að sofna á kvöldin. Við þeirri umkvörtun sagði læknirinn: Lestu eftir að þú ert háttaður, lestu eitthvað leiðinlegt, lestu biblíuna. HJÖTUR HALLDóRSSON Af því sá maður sem hér um ræðir var á ferð hér í Nýja-ís- landi fyrir stuttu síðan og eg kyntist honum persónulega lang- ar mig til að minnast hans með örfáum orðum. Hjörtur Halldórsson kom til Vesturheims frá Kaupmanna- höfn í júní í sumar í heimsókn til móður sinnar sem er nú bú- sett í Saskatoon. Hygst hann og að hverfa heim aftur innan skamms. Á þeim tíma sem hann dvaldi hér í Nýja íslandi hélt hann hljómleika bæði í Árborg og Riv- erton og fórst honum það ágæt- lega úr hendi. Las hann einnig frumsamda sögu eftir sjálfan sig sem hlaut góða dóma hjá þeim sem á hlýddu. Af því fáir kunna deili á þess- um listamanni hér, þá má geta þess að árið 1936 komu út smá- sögur eftir hann sem hann sjálf- ur þýddi á íslenzku og kallar “Hraun og rnalbik”. Eru það sjö sögur, sem voru frumsamd- ar á dönsku, og höfðu áður kom- ið út í ýmsum dönskum blöðum. Heitir fyrsta sagan “íslands er það lag”, og lýsir hún mjög átakanlega, í skýrum dráttum afdrifum hins vilta, á öræfum íslands þegar þokan skellur á og maðurinn veit ekki lengur fótum sínum forráð. Þokunni lýsir hann á þessa leið: “En þá finnur Þórir skyndilega úrsval- an gust leggja fyrir vitin og snýr sér við. Með hryllingi sér hann hinn hræðilega óvin allra fjallgöngumanna á hælum sér — þokuna. Rólega, en þó svo ægúlega hraðfara velta þoku- mekkirnir áfram; sleikja gráð- ugum tungum um hóla og hæðir og gleypa þau að síðustu alveg. Himin og jörð renna í eitt og hann sér ekki tuttugu skref frá sér. Hægt og hægt skýtur því upp í lamaða vitund hans að viðhorfið hafi breytst. Það er ekki lengur um það að ræða að komast heim með einhverjar rolluskjátur, heldur hitt að kom- ast- heim sjálfur, að rata heim. Það er kannske um lífið að ræða.” Og Þórir heldur áfram unz hann kemur að læk, sem hann veit með sjálfum sér að muni renna til mannabygða. Og hann heldur áfram niður með lækn- um. “En það var gamla sagan, þessi velþekta bilun á athyglis- gáfu hins snarvilta manns. Hon- um hafði glapist svo hræðilega sýn á straumlínum vatnsins að hann hafði haldið upp á við — á móti straumnum. Hann stóð á bakkanum á stöðuvatni við upptök lækjarins. Þokan veltist hljóðlega yfir létt- gáraðan, dimmgráan vatnsflöt- inn, sem er svo auður, tómur og sviplaus eins og þokan sjálf. — Samanþjöppuð þoka. Ofurlitlar bárur gutla við bakkann, hljóð- lega og óendanlega: Hér er ekkert. Hér hefir aldrei verið neitt.” Fleiri dæmi þarf ekki að sýna til þess að gefa mönnum hug- mynd um þenna unga og efni- lega höfund. Á bak við allar sögunar liggur þungi alvörunn- ar eins og streymandi vatn til sjávar, sem engum höndum tekst að leggja hömlur á; en þó eru upptök hins þunga straums eigi annað en “samanþjöppuð þoka þar sem ekkert er, og aldrei hefir verið neitt.” Lærðir menn geta spreitt sig á að hrekja þessa heimspeki en sá er kemst þannig að orði hefir óefað meira til brunns að bera sem rithöfundur en alment ger- ist. Ennfremur má geta þess að stíllinn á þessum sögum er léttur og viðfeldinn: ekkert tildur né óhóf í orðavali, en blátt áfram eðlileg frásögn þess efnis, sem um ræðir. Þá er ekki gildi þeirra á neinn hátt hnekt með ádeilum á menn né málefni eins og stundum á sér stað, en sögurnar eru hver um sig sjálfstæðar frá listarinnar sjónarmiði. Þær eru að sínu leyti eins og náttúru- málverk sem skapast fyrir eftir- tekt málarans og list að draga rétta mynd með réttum litum. Og það sem að ofan er sagt má heimfæra á sinn hátt viðvíkj- andi pianospili Hjartar. Og, ef til vill ef þekking mín næði nógu langt í musik, myndi eg geta tekið þar enn dýpra í árinni, því hann lék mjög prýðilega stór verk eftir ýmsa fræga höfunda. Um manninn sjálfan er það að segja að hann er af góðum ættum kominn. Langafi hans var Halldór Friðriksson yfir- kennari í Reykjavík, en afi hans var Júlíus Halldórsson læknir í Húnavatnssýslu, bróðir Dr. Mor- itz Halldórsson í Park River, N. Dak., sem flestir Vestur-ís- lendingar kannast við . Faðir Hjartar er Halldór Júlíusson sýslumaður, sem nú er yfirdóm- ari í Reykjavík en móðir hans er Ingibjörg Hjartardóttir Líndal, en H. Líndal var alþektur at- orkumaður og flestir Húnvetn- ingar og Vestfirðingar munu kannast við hann. Hjörtur Halldórsson er skemtilegur í viðræðum og hefir óvenjulega aðlaðandi viðmót. — Hann hefir fengið góða mentun eins og raun ber vitni um, og er víða heima í heimsbókment- um og sérstaklega bókmentum norðurlanda, og kann frá mörgu að segja skemtilega. Hann er listrænn með afbrigðum, og hef- ir lagt mikla stund á musik með ágætum vitnisburði. Vil eg enda þessar línur með því að þakka Hirti Halldórs- syni fyrir komuna til Nýja fs- lands og óska honum allrar hamingju í framtíðinni á braut listarinnar þar sem hann nú þeg- ar er orðinn þjóðkunnur bæði á íslandi og í Danmörku og ef til vill víðar, en sem mér er ekki kunnugt um að svo stöddu. — Vona eg að hann þurfi ekki að segja um Vesturheim og Vestur íslendinga að loknu ferðalagi sínu hér í álfu eins og Þórir sagði í sögunni “íslands er það lag”: Hér er ekkert, hér hefir aldrei verið neitt”, enda yrði það ekki sannleikur, því hér eru straumar sem hann þarf að þekkja og þreifa á, meðal Vest- ur-íslendinga. En straumarnir eru einnig fyrir þá sjálfa að þekkja ef gamla sagan á ekki að endurtaka sig. “Þessi bilun

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.