Heimskringla - 16.11.1938, Page 5

Heimskringla - 16.11.1938, Page 5
WINNIPEG, 16. NÓV. 1938 HEIMSK.RINGLA 5. SÍÐA á athyglisgáfu hins snarvilta manns,” ef gesturinn á ekki að þurfa að endurtaka þessi óum- ræðilega ömurlegu hugtök: — “Hér er ekkert. Hér hefir aldrei verið neitt.” S. E. Björnson JóLA-MERKI Eftir E. L. Ross, M.D. Medical Superintendant, Sana- torium Board of Manitoba Heilbrigðisástandið var bág- borið í þessu fylki fyrir 50 ár- um. Það er ekki sízt með það fyrir augum, sem vér ættum nú, þegar við kaupum jólamerkin á árinu 1938, að gera okkur ræki- lega grein fyrir hinum miklu umbótum, sem orðið hafa á heil- briðisástandinu nú. Fyrir sex- tíu árum vissu menn ekki einu sinni um að berklaveiki væri smitandi. Þó gerillinn, sem sýk- inni olli, væri uppgötvaður '1882, leið langur tími áður en menn gerðu sér verulega grein fyrir útbreiðslu veikinnar. Það er ekkert ýkjalangt síðan, að hver maður, sem sýktist af berkla- veiki, var álitinn dauðanum ofurseldur. Og þegar aðrir í fjölskyldunni tóku sýkina, var ekki verið að gera sér grein fyrir því, að þeir höfðu smitast; það var haldið að berklaveikin væri ættgeng. Nú eru dauðsföll af berkla- veiki ekki einn þriðji af því sem þau voru í byrjun þessarar ald- ar. Færri og færri af uppvax- andi kynslóð smitast; heilsu- verndin er nú það meiri en áður. Hvernig hefir henni verið komið við? Með því að fræða almenn" ing og fá hann til samvinnu, með því að koma við vernd í sem flestum greinum, með því að skoða sjúklingana í tíma og með því að koma upp fullkomnari stofnun með fullkomnari áhöld- um — og í því öllu hefir sala joiamerkjanna *— (Chr|istmas Seals) átt mikilsverðan þátt. Umferða berklaveikis kliniks, sem veita ókeypis skoðun hinna sjúku, hafa síðast liðin tólf ár haldið uppi merkilegu ,og miklu fræðslustarfi í þessu efni í Manitoba. Kostnaður þeirra hefir allur verið greiddur með arðinum af sölu jólamerkja; hefir ekki eitt cent af arðinum verið til annars notaður. Á þessu ári fóru 50 kliniks um fylkið og skoðuðu um 5,000 manns. Af þeim höfðu 150 berklaveiki. — Lækningar var með þessu hægt að byrja snemma og um leið að vernda fjölskyldurnar frá að smitast af hinum sjúku. Berklasýkis lækningin er mál sem alla varðar. Launin sem þér berið út býtum fyrir það að kaupa nokkur jólamerki, er heilsa og hamingja margra, sem annars hefðu orðið að líða þján- ingar og sorg. •—Manitoba Sanatorium, Ninette, Man., 15. nóv. 1938. FORSETAÁVARP á samkomu Sumarheimilisins í Winnipeg 8. nóv. 1938. Háttvirta samkoma: Mér er það ánægja að setja þessa samkomu og bjóða ykkur öll velkomin. Eins og áður, höfum við verið heppin með prógram og fengið ágætisfólk til að skemta, og er það einn vottur um velvild þá sem orðin er almenn fyrir Sum- arheimilismálinu. Mitt hlutverk er ekki að flytja hér ræðu og vil eg því aðeins segja frá í fá- um orðum hvernig starfið gekk á síðast liðnu sumri. Annars geri eg ráð fyrir að nákvæm skýrsla verði birt í blöð- unum þessu viðvíkjandi. En þó það verði gert þá verð- ur aldrei hægt að greina frá því 'með tölum hve mikið fagnaðar- efni það er börnunum að geta ! dvalið niður við vatnið um: tíma í sumarfríi sínu, né heldur hversu uppbyggilegt það er fyrir |þau á allan hátt. En lauslega frá sagt þá komu, 70 börn á heimilið frá 7. júlí til 15. ág. og dvöldu þau um 10 daga hvert, ' og sum sem virti^st þarfnast lengri dvalar þarna fengu að ! vera 20 daga. Flest börnin voru , íslenzk eða af íslenzku foreldri í aðra ætt; 56 alíslenzk, 8 hálf-ís- ilenzk og 6 af ensku eða skozku fólki komin, einnig voru þau flest frá Winnipeg. Af þessum börnum tilheyrðu 22 Sambands- kirkjufélaginu, 26 Lúterska kirkjufél. 5 tilheyrðu United og Methodist Churches og 17 sem voru ekki talin til neinnar kirkj udeildar. Aldur barnanna var frá 5—14ára, af þeim voru 35 drengir og 35 stúlkur, svo ÓSKAÐ ER EFTIR ÞÉR STYÐJIÐ Ald- Garnet Coulter til endurkosningar í Bæjar- ráðið fyrir 2. kjördeild Fæddur í Manitoba. Búsettur í 2. kjördeild í þrjátíu og fimm ár. Hefir setið í skólaráði bæj- arins í þrjátíu ár, og skipaði þar forsæti árin 1930-31. Full- trúi í varasjóðs nefnd Winnipeg bæjar. Hefir verið fulltrúi fyrir 2 kjördeild í tvö ár. Forseti fá- tækra nefndar bæjarins árin 1937-38. Ráðunautur fylkis- nefndarinnar er koma á fólki fyrir út á landi. Það er áríðandi að þér merkið atkvæði yðar fyrir hann numer 1. Coulter, Garnet 1 Auglýsing þessi birt af kosninganefnd hans Greiðið Atkvæði Með Skóiafjarlögunum FÖSTUDAGINN 25. NóVEMBER Skólaráðið biður um leyfi skattgjaldenda um að taka til láns $300,000.00. Af upphæð þessari verða um $200,000.00 til þess að setja inn hitaleiðslu, loftræstingu og vatnsleiðslu í eldri skólahúsin, til öryggis og heilsubótar fyrir börnin. Einnig þarf fé: til þess að vernda börnin fyrir slysum með því að girða í kringum skólaleikvellina með hlekkja-girðingu; ' Til þess að koma upp líkams-æfinga áhöldum og herbergjum til þeirra nota; Til aukabyggin<ja á sumum stöðum í bænum þar sem skóla-þrengsli eru mest, og Til þess að kaupa nauðsynleg kenslu áhöld. Með tilliti til heilsu barnanna, og bættri kenslu. greiðið atkvæði með skólaf jórlögunum. WINNIPEG PUBLIC SCHOOL BOARD það var algert jafnrétti í þessu tilfelli. Forstöðukonur voru fyrst Mrs. Halldóra Thorseinsson frá Winnipeg og seinni partinn Mrs. E. J. Melan frá Riverton, en Miss A. Sigurdson frá Árborg annaðist matreiðsluna allan tím- ann. Aðrir sem gáfu hjálp sína voru Mrs. Albertína Benson, Winnipeg, Miss I. Jakobson, Ár- borg; Miss Svafa Einarsson, Ár- borg; Miss M. Johnson, Árnes; Mrs. P. S. Pálsson, Winnipeg; Mrs. E. J. Melan, Riverton og Mr. J. K. Laxdal, Gimli. Einnig var Lloyd Torfason frá Gimli þar í 10 daga til að kenna drengjunum sund. Yfirleitt má segja að alt gengi að óskum, en fyrir það má að mestu leyti þakka þessu góða fólki sem hér hefir verið talið, sem var fúst og viljugt að leiðbeina börnun- um á allan hátt, og sjá um allra þeirra þarfir. Börnin voru líka vel ánægð með allan aðbúnað og bústjórn og hefðu flest þegið að vera lengur en því miður var ekki hægt að bæta úr því í þetta sinni nema í fáeinum tilfellum. öll börnin þyngdust eitthvað og sum eins mikið og 7 pd. en öll voru þau miklu hraustlegri og sællegri eftir veruna niður við vatnið. Ofurlítið sýnishorn af þeirri vinnu sem í þetta fer, er að 3,488 máltíðir voru frambornar á þessum stutta tíma sem starf- að var. Út í að skýra kostnað- inn af þessu verður ekki farið að þessu sinni, mun það alt koma fram í skýrslum á sínum tíma. En eg vil aðeins geta þess að nauðsyn ber til þess að halda þessu máli vakandi ekki einungis yfir þá mánuði sem starfað er, heldur alt árið í kring, ef það á að geta haldið á- fram í framtíðinni. Eg veit að fólk sem hefir haft börn sín á Sumarheimilinu er mér fyllilega samdóma um þörfina á því að halda uppi starfinu og helst að færa það út svo fleiri gætu notið þess en verið hefir. En til þess að það geti orðið þarf þátttaka fólks að vera nokkuð almenn og áframhaldandi. Heimilið er í raun og veru eign barnanna sem þeir fullorðnu þurfa að leggja rækt við bæði í orði og verki ef vel á að fara. En börnin eru framtíðin — kynslóð okkar góðu landa, og því verða þeir að álít- ast beztir borgarar hvers lands sem leggja haldbeztan grundvöll fyrir framtíðina með góðu og heilsusamlegu uppeldi þeirra. — Eins og bóndinn brýtur landið sitt í von um uppskeru að súmri, verður hver kynslóð að finna hvöt hjá sér til þess að leggja framtíðinni tii verðmæti þau sem mest gildi hafa bæði fyrir einstaklinga og þjóðina í heild. Það að við teljum okkur í ætt við aðalsmenn og konunga forn- aldarinnar hækkar okkur ekki um hársbreidd ef að við ekki um leið finnum okkur sjálf, sem starfandi meðlimi í þjóðfélagi því sem við tilheyrum, til var- anlegs hagsmuna fyrir komandi kynsíóðir. Um það atriði væri hægt að halda langa ræðu sem verður að bíða að þessu sinni. Aðeins má geta þess að sá að- all sem má álítast séreign ís- lendinga hvar sem er, er að finna í þrautseigju þeirra í bar- áttunni við fátækt og aðra örð- ugleika og sem landnámssaga Vestur-fslendinga mun ein- hverntíma skýra frá. En það voru einmitt þessir fátæku þrautseigu landnámsmenn sem lögðu grundvöllinn undir þann myndarlega stofn sem nú hefir tekið við stýri. Og eg veit að dæmi þeirra er svo skýrt í hug- um ykkar að lengra þarf ekki að leita til að finna þá fyrirmynd sem óhætt er að byggja á þegar talað er um að láta starfsemi okkar hafa heillarík og sígild áhrif fyrir kynslóðir þær sem taka við þegar okkar vinnu er lokið, til áframhaldandi starf- semi sem miðar til almennings heilla. Af því nú er alment við- isku deildarinnra við háskólann urkent að staður eins og sumar- heimilið er, til hvíldar og hress- ingar börnum eftir 10 mánaða innisetu í luktum herbergjum skólans, sé nauðsynlegur fyrir heilsu barnanna, þá er það aug- ljóst að nauðsyn ber til að leggja rækt við það. Og þar sem það er hið eina af þessu tagi sem tilheyrir fslendingum hér vestra þá virðist eðlilegt að þeir sem flestir láti það njóta þess í hvaða tilgangi það var stofnað og með hvaða árangri það hefir nú verið starfrækt í síðast liðin tvö sumur. Að endingu vil eg fyrir hönd stjórnarnefndar Sum- arheimilisins þakka öllum þeim mörgu fjær og nær, sem á ein- hvern hátt hafa lagt okkur lið á síðast liðnu ári, og gert okkur mögulegt að halda þessu vel- ferðarmáli ^áfram. Marja Björnsson í Norður-Dakota. Prófessor Richard Beck er pinn af útvörðum ílslenzkrar mennigar í Ameríku, sívakandi í starfi sínu og semur ritgerðir og flytur fyrirlestra um íslenzk- ar bókmentir og íslenzka menn- ing víðsvegar í Ameríku af meira kappi og dugnaði en títt er um stéttarbræður hans, enda er hann í miklum metum meðal þeirra, er við þessi fræði fást. Má oss því ljúft vera, að benda íslenzkum lesendum á þessar síðustu ritgerðir hans og tjá honum alúðarþakkir fyrir. A. J. —Vísir, 2. okt. NÝ LJÓÐABÓK HALLDÓR GfSLASON (Dánarminning) Halldór Gíslason er búið hefir um lengri tíma í Selkirk, Man., andaðist á almennasjúkrahús- inu þar í bænum sunnudaginn 6 þ. m. útför hans fór fram þriðjudaginn næstan eftir 8. s. m. frá íslenzku Lútersku kirkj- unni; séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. — Líkmenn voru: E. Johson, G. Johnson, S. fsfeld, Ó. Ólafsson, S. Skaftfeld og K. Ben- son. Halldór heitinn var fæddur á íslandi og var rúmt sextugur að aldri. Hann vann að skósmíði eftir að hann settist að í Selkirk. Hann lætur eftir sig ekkju og fjögur börn tvo sonu, Gísla og Bjarna, er heima eiga við Poplar !?ark, og tvær dætur; Mrs. önnu Hanson og Mrs. Sigríði Watts er báðar eru búsettar í Winnipeg. Fjölskyldan öll, —ekkjan, og oörn þeirra hjóna, óska að láta ljósi þakklæti sitt til vina og ættingja er sýndu þeim innilega íluttekningu í þessum sorglega missir þeirra einnig vill hún ?akka læknirnum Dr. Johnson fyrir alla hans góðu hjálp og alúð er hann sýndi þeim meðan á veikindunum stóð. Þá þakkar íún blómagjafirnar mörgu og fögru. Guð blessi ykkur vinir! Ekkjan og börnin. ÍSLENZK MENNING 1 AMERÍKU “Ómar” heitir ný-útkomin ljóðabók hér vestra eftir Jó- hannes H. Húnfjörð. Hafa oft áður birst kvæði eftir hann í vikublöðunum svo hann er les- endum þeirra vel kunnugur. — Kvæðin í bókinni eru mörg ort við ýms tækifæri og um ýmsa þjóðkunna menn, er mörg skáld hafa ort um; eru kvæði Jó- hannesar hvorki verri né betri, en alþýðuskáldskapur af því tagi gengur og gerist. Og um kvæð- in yfirleitt, er svipað að segja. Bókin er 145 blaðsíður að stærð í allstóru broti, prentuð á góðan pappír og lítur smekklega út. Verð hennar er $1.25. HITT OG ÞETTA Þér aem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðlr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 562 Skrltatafa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Nýlega er út komið í New York allstórt rit er nefnist: — “The History of the Scandinav- ian Literatures”, 407 bls. (Dial Press Inc., New York 1938). Að- alhöfundur þess er dr. Giovanni Bach, en meðal meðritstjóra hans er hinn ötuli landi vor prófessor Richard Beck við há- skólann í Norður-Dakota. Bók þessi veitir yfirlit um bókmentir Norðurlandaþjóðanna og ritar próf. Rich. Beck kaflann um ís- lenzkar bókmentir (bls. 233— 280) og fylgir honum sérstakt yfirlit um íslenzkar bókmentir í Ameríku (281—287). Kaflinn um íslenzkar bókmentir nær yfir alt tímabilið frá fornöld og fram til vorra tíma og er greinargóð lýsing á þróun íslenzkra bók- menta í aðaldráttum, þótt eðli- lega verði að fara fljótt yfir sögu á jafn takmörkuðu svæði. Bókmentasaga þessi er í raun- inni aðeins 327 bls., því að 80 bls. er varið í bókaskrá, sem er mikils virði fyrir enska lesendur um útgáfu bókmentarita og þýð- ingar þeirra á ensku. ísland er því sízt fyrir borð borið í riti þessu, enda afsakar aðalhöfund- ur í formála, að íslenzki hlutinn nái yfir jafnstórt svæði eins og raun ber vitni um, en nauðsyn hafi verið að fá yfirlit um ný- íslenzkar bókmentir, sem erfitt sé fyrir ameríska lesendur að öðlast annarsstaðar. Próf. Beck hefir og einnig samið kaflann um finskar bókmentir, enda er hann forstöðumaður skandinav- Mismunandi lit eyðublöð Fyrir skömmu birtist grein í blaði einu vestan hafs, þar sem stungið var upp á því, að síminn tæki upp þá reglu, að nota mis- munandi lit eyðublöð undir sím- skeyti, eftir efni skeytisins. — Vildi greinarhöfundurinn, að notuð væri rauð eyðublöð, þegar skeyti flytti viðtakanda gleði- fregnir. Undir venjulegar frétt- ir (þ. e hvorki tiltakanlega góð- ar né slæmar) vildi hann láta nota gul eyðublöð, en blá þegar um sorgleg tíðindi væri að ræða. Hugmyndin er sú, að með þessu móti verði fólk ekki fyrir eins snöggum geðshræringum og ella, því að litur skeytisins gefi bend- ingu um það, hvers viðtakandi þess megi vænta. * * * Austur í Kína er þorp eitt, er heitir Kwai Tong, sem‘ bygt er eintómu kvenfólki. Ástæðan til þess, að þetta þorp hefir risið! upp er sú, að Kínverjar kæra sig oft ekki um að ala upp stúlku- börn, sem þeim fæðast, heldur bera þau út. Trúboðar hafa margskiftis tekið þessi yfirgefnu börn að sér og fóstrað þau. Á fullorðins ár- um hafa þó mætt þeim erfiðleik- ar, þar eð kona, sem ekki til- heyrir neinni fjölskyldu, getur ekki gifst. — Fyrir alllöngu síð- an keypti ameríkanskt trúboðs- félag stórt landflæmi og lét reisa þar bæinn, sem getið var um í upphafi máls þessa. Nú búa þar 3,500 konur, sem miskunnarlaus- ir foreldrar báru út. Þær hafa ræktað akra umhverfis þorp sitt, reist háa og trausta múra til varnar gegn ræningjum og bygt virki búin vélbyssum og öðrum nýtízku vopnum. íbúum þorps þessa fer fjölgandi, því að Kín- verjar hafa enn ekki lagt niður hinn forna sið, barnaútburðinn. Kínverji kom inn til mála- færslumanns í San Francisco. Hann hneigði sig djúpt fyrir málafærslumanninum og bar því næst fram erindi sitt. Hann ósk- aði eftir að vita, hvað vörn í morðmáli myndi kosta — helst vörn, sem leiddi til þess, að á- kærði yrði sýknaður. — Fimm þúsund dollara, svar- aði málafærslumaðurinn. — Kærar þakkir, svaraði Kín- verjinn og lagði fimm þúsund dollara á borðið. —Nú mig fara og drepa mann. * * * — Eg held að mér sé óhætt að segja, að eg sé dugleg. Eg hefi fengið fjölda verðlauna fyr- ir lausn á krossgátum o. þ. u. 1. —En mig vantar manneskju, sem er dugleg á skrifstofunni. — Eg gerði þetta alt í vinnu- tímanum. * * * Hún: Henry, eg treysti þér til að koma heim stundvíslega kl. 9 í kveld. Hann: Góða mín, eg var nú að hugsa um að koma kl. tíu------ Hún: Hvað segirðu? Hann: Kl. tíu mínútum fyrir níu. GJÖRIÐ JOLA PANTANIR YÐAR SNEMMA /^EFIÐ SANTA CLAUS hvíldarfrest—og gef- ið yður sjálfum jafnframt hvíldarfrest — með því að gera póst-pantanir yðar, til jólanna, SNEMMA. Með því móti getið þér verið vissir með að fá fljót- ustu afgreiðsluna, og með því komist þér hjá jóla kaupaþvögunni. Þá eruð þér líka vissir með að alt er til sem þér pantið og þér getið gengið frá jólasend- ingum yðar í kyrð og næði. Eaton’s hausts og vetrar Vöruskráin er full af upp- lýsingum um gjafir sem gleðja myndu bæði gamla og unga, þegar jólahátíð- in fer í hönd. Sendið pant- anir yðar snemma. EATONS KARLAKÓR ÍSLENDINGA f WINNIPEG SÖNGSKEMTIKVÖLD og DANS í Góðtemplarahúsinu, Miðvikud. 16. nóv. n. k. Kórsöngur—Kvartettsöngvar—Gamansöngvar Einsöngvar—Upplestur, o. fl. Fyrir dansinum leikur ágæt hljómsveit gamla og nýja dansa. Aðgöngumiðar kosta 35 cent og eru til sölu hjá með- limum karlakórsins og Steindóri Jakobssyni, West End Food Market. Hefst kl. 8.15 e. h.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.