Heimskringla - 16.11.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.11.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA mEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. NÓV. 1938 Ljóminn af bálinu lýsti upp loftið í kring- um hann, og hann klifraði hærra og hærra upp, stall af stalli þangað til hann sá elds- tungurnar sleikja himininn. Hann hafði farið styztu leið upp á klettinn, og þegar hann komst upp á hann, varð hann að fleygja sér flötum og bíða dálitla stund til að ná andanum. Bálkösturinn hafði verið bygður í kring- um dauft grenitré og logaði nú tréð Hundrað fet upp í loftið. Hann fann hitann af eldinum. Þetta tröllaukna blys lýsti hnúkinn frá einni brún hans til anriarar, og hann litaðist um eftir Jeanne. í fyrstu gat hann ekki séð hana og ætlaði að kalla á hana, en hætti við það, því að hann kom auga á hana, þar sem hún stóð yst út á brúninni og horfði í suður og vestur. Hann kallaði á hana og hún sneri sér að honum og hljóðaði upp af hræðslu. Philip stóð við hlið hennar. Andlit stúlkunnar var fölt og tekið og varir hennar drógust til af þjáningu er hún leit á hann. Hún mælti ekki orð frá vörum, örvæntingarsvipurinn sást skýrt í augum hennar í bjarmanum frá bálinu. í eitt augnablik stóðu þau þannig og Philip reyndi að tala. Alt í einu greip hann hana og vafði hana að sér. Þetta gerðist svo fljótt að hún hafði engan tíma til undankomu. Andlit hennar lá upp við brjóst hans eins og um kveld- ið er þau stóðu undir myndinni í Goðaborg. Hann fann að hún reyndi að slíta sig af honum; hann sá óttann í augum hennar og reyndi að tala rólega, en hjarta hans barðist eins og það ætlaði að springa af öllum þeim ástarorðum, sem hann óskaði að hvísla í eyru hennar. “Hlustaðu á mig, Jeanne,” sagði hann. “Pierre hefir sagt mér alt og sent mig til þín. Hann hefir sagt mér alt, ástin mín. Þú hefir engin laungarmál framar. Eg þekki þau öll — og skil þau. Og eg elska þig — elska þig, hjartans unnusta mín, Jeanne”. Hún skalf frá hvirfli til ilja við þessi orð hans. Hann fann hvernig hrollur fór um hana og augu hennar störðu á hann spyrjandi og forviða, full af einkennilegum efasvip, en hún mælti ekki orð frá vörum. Hann dró hana fastar að sér þangað til andlit hennar var fast við andlit hans og hlýja vara hennar, augna og hársins eins og varð hluti af honum sjálfum og gagntók hann með mállausum fögnuði. “Hann hefir sagt mér alt Jeanne mín litla,” hvíslaði hann svo lágt að það rétt heyrðist yfir snarkið í grenitrénu, sem var að brenna. “Alt. Hann sagði mér það vegna þess, að hann vissi að eg elskaði þig og vegna þess-----” Orðin köfnuðu og Jeanne sveigði sig aftur á bak og studdi höndunum á brjóst hans og horfði inn í augu hans. Hann sá þar hina sömu tilfinninga baráttu, en samfara henni birtist þar hik, eíns og átakanleg grátbeiðni til hans, og trún- aðartraust, sem varð skelfingunni í sál hennar yfirsterkari og varir hennar titruðu eins og í grátandi barni. Hann hallaði höfði hennar aft- ur á bak og kysti titrandi varir hennar og fann að hún reyndi ekki framar að hrinda hon- um frá sér, heldur lagði hún höfuðið að brjósti hans og grét. Þama í viðurvist hinnar brenn- andi eikar, sem blikandi sendi logana langt út í náttmyrkrið, stigu þögul orð frá hjarta hans, þakkarbænir, og hann þrýsti Jeanne fastar að sér og hvíslaði aftur og aftur yfirkominn af hamingju: “Jeanne, Jeanne! Ástkæra Jeanne!” Grátur Jeanne smá rénaði og Philip hleypti í sig kjarki til að færa henni hinar hræðilegu fréttir af Pierre. Hann vissi að í eigingirni gleði sinnar, hafði hann eytt dýrmætum tíma, og nú tók hann andlit Jeanne milli handa sér og horfði framan 1 hana. “Pierre hefir sagt mér alt Jeanne,” endur- tók hanna. “Alla söguna — alt frá þeim degi, sem hann fann þig fyrir mörgum árum síðan, til þess tíma, sem faðir þinn fór að kvelja þig.” Hann talaði rólega jafnvel þótt hann fyndi hvemig hún titraði af sorg og geðshræringu. Núna í kvöld gerðust vandræði niður i verbúð- unum. Pierre er særður og langar til að þú vitjir sín, en Thorpe — er — dauður.” í stundarkorn óttaðist Philip um afleið- ingar þessarar fréttar. Jeanne eins og hætti að draga andann. Hún virtist hafa dáið, þar sem hún lá í faðmi hans. Skyndilega rak hún upp ofboðslegt vein og sleit sig af honum og stóð andspænis honum, andlit hennar var náfölt. “Hann — er — dauður—” “Já, svo er það.” “Og Pierre — Pierre drap hann ?” Philip rétti fram hendumar, en Jeanne virtist ekki taka eftir því. Hún las svarið úr andliti hans. “Og Pierre er særður?” bætti hún við og leit aldrei af honum þessum skæru glitrandi augum. Áður en hann svaraði greip hann um báðar hendur hennar, eins og hann vildi með því taka á sig eitthvað af byrðinni, sem á henni hvíldi. “Já, Jeanne,” svaraði hann. “Hann er særður og við verðum að hraða okkur, því að eg óttast að við megum engan tíma missa.” “Hann er kominn að bana?” “Eg er hræddur um að svo sé, Jeanne.” Hann beið ekki eftir að sjá hvaða áhrif þessi frétt hafði á hana, en sneri sér við og hélt af stað, hálfhring í kringum eldinn að þeim stað, sem leiðin lá niður að sléttunni. Alt í einu staðnæmdist Jeanne og tók fast utan um fingur hans. Hún starði út í hina takmarka- lausu auðn í vestri. Langt í burtu — mílu eða tvær mílur í burtu, sást annar viti rjúfa með logum sínum hið þykka rökkurtjald næturinnar, sem umkringdi þau á alla vegu. Jeanne leit á hann. Ást og harmur, kvöl og gleði blandaðist í svip hennar. “Þeir eru þarna,” sagði hún og það var eins og orðin köfnuðu. “Það er Sachigo og þeir eru að koma — koma — koma—” Einu sinni enn, áður en þau fóru af stað ofan hæðina, faðmaði hann hana að sér og kysti hana. Og í þetta sinn fann hann, að hún svar- * aði ástaratlotum hans. Þögul í sorg sinni, en með þá tilfinningu, að þau væru eitt í samúð og í ást leiddust þau niður fjallið, gegn um gisna greniskóginn og inn í upplýstan kofann, þar sem Pierre lá dauðvona. MacDougall var inni í herberginu þegar þau komu inn, en stóð hljóðlega á fætur og fór inn í skrifstofuna. Philip leiddi Jeanne að rúmi Pierres, og er hann laut yfir hann og talaði blíðlega til hans, þá opnaði hann augun. Hann sá Jeanne, og í augum hans birtist dásamlegur gleðibjarmi. Hann bærði varirnar og reyndi að lyfta sér upp. Jeanne kraup á kné við hlið hans og er hún þrýsti hinum köldu höndum hans að brjósti sínu skein skínandi ljós skilningsins úr augum hennar. Hún tók höndunum utan um vanga hans og laut fast niður að andliti hans svo að andlit beggja voru hulin, en hár hennar var eins og geislabaugur umhverfis þau. Philip barð- ist við að bæla niður grátinn, sem steig upp frá brjósti hans. Þögn dauðans ríkti í kring um þau, og hann þorði ekki að hreyfa sig. Honum virtist langur tími líða þangað til Jeanne leit upp, hægt eins og hún væri hrædd við að vekja sofandi barn. Hún leit á hann og hann las fréttirnar úr svip hennar. Rödd hennar var lág og róleg, full af blíðu og afli, sem aðeins er eign konunnar á hinum þungu augnablikum djúprar sorgar. “Philip,” sagði hún, “lofaðu okkur að vera einum . Pierre er dáinn.” XXIII. Philip laut niður svolitla stund, svo hvarf hann hljóðlega út úr herberginu án þess að mæla orð. Er hann lét aftur hurðina þá leit hann á Jeanne og sá að hún var að biðjast fyrir. Annari sýn brá eins og leiftri fyrir hugskots- sjónir hans, af atriði sem gerst hafði fyrir mörgum árum síðan, þegar Pierre hafði kropið í snjónum við hlið hennar, og hafði flutt ófull- komna og hálfhugsaða bæn úti í helkuldanum á öræfunum. Og þetta voru laun hans, að Jeanne kraup við hlið hans, er sál hans, sem hafði elskað hana, hóf sig til flugs frá þessum heimi fyrir fult og alt. Philip sá ekkert þegar hann kom inn í skrifstofuna. Sorgin náði nú í fyrsta skiftið yfirhöndinni yfir honum og hann þurkaði úr augum sér tárin með vasaklútnum. Hann vissi að MacDougall sá þessa veilu á karlmensku hans, en hann sá ekki hinn manninn í fyrstu, er sat hjá verkfræðingnum. Hinn maðurinn stóð ^ fætur til að heilsa honum, en MacDougall sat kyr og gat Philip nú varla trúað sínum eigin augum. Það var Gregson. “Mér þykir leiðinlegt að hitta svona illa á, Phil,” sagái hann lágt. Philip starði á hann og gat ekki áttað sig á að hann sæi rétt. Hann hafði aldrei séð Gregson eins og hann leit út nú. Listamaður- inn nálgaðist ekkert meira og hann rétti honum eki hendina, og enginn gleðisvipur var á and- liti hans. Augu hans skimuðu flóttalega að hurðinni, sem lá inn í herbergið, sem líkið var í, en svipurinn á honum var eins og á dauða- dæmdum manni. Philip rétti hinum gamla vini sínum hendinai en Gregson hörfaði undan. “Nei — ekki núna. Bíddu þangað til þú hefir heryt sögu mína.” Eitthvað undarlegt í rödd hans vakti undr- un Philips. Hann sá að Gregson horfði í átt- ina til McDougalls, og skildi hvað hann átti við. Hann gekk til verkfræðingsins, lagði hendina á öxl hans og hvíslaði að honum. “Hún er þarna inni Mac — hjá Pierre. Hún vildi vera ein hjá honum í fáeinar mínútur. Viltu bíða eftir henni fyrir utan dyrnar og fara með hana til konu Cassidys. Segðu henni að eg komi eftir henni að stundarkorni liðnu.” Hann fylgdi MacDougall að dyrunum og mælti við hann í hálfum hljóðum og sneri sér svo að Gregson. Listamaðurinn settist hinu megin við litla borðið, en Philip settist and- spænis honum og rétti honum hendina á ný. “Hvað gengur að þér Greggy ?” “Nú er ekki tími til langra útskýringa,” sagði hann og bjóst ekki til að taka í hendi Philips. “Þær geta komið síðar. En núna verð eg að útskýra það fyrir þér, hversvegna eg get ekki tekið í hendina á þér. Við höfum verið vinir um margra ára skeið. Eftir fáar mínútur hér frá, verðum við óvinir, eða þú verður óvinur minn. En eitt ætla eg að biðja þig um, já, krefjast af þér. Hvað sem í kann að skerast á milli okkar hin næstu augnablik, þá mátt þú ekki álasa Elinu Brokan. Eg get verið þér sammála um það, að um tímabil, þá var hún á slæmum vegi og hafði næstum biðið tjón á sál sinni, en hún hefir fundið sjálfa sig á ný og er hrein og göfug. Eg elska hana. Forlögin hafa hagað því svo undarlega til, að hún elskar mig líka, þótt eg sé óverðugur. Hún hefir lofast til að verða konan mín.” Philip rétti hendina yfir borðið á ný. “Greggy — Greggy — guð blessi ykkur!” hrópaði hann. “Eg veit hvað það er að elska og vera elskaður. Því skyldi eg gerast óvinur þinn, þótt Elin Brokan hafi reynst að vera perla af konu að vera, og hún hafi heitbundist þér? Hérna er hönd mín!” “Bíddu nú við,” sagði Gregson með hásri rödd. “Phil. þú safnar glóðum elds að höfði mér. Hlustaðu nú á. Þú fékst bréf mitt. En eg sveik þig ekki eins skammarlega og eg þótt- ist hafa gert. Eg fann nokkuð út síðasta kvöldið, sem þú varst í Churchill. Eg fór til Elínar Brokan, og á morgun eða einhverntíma ef þú vilt, þá mun eg segja þér hvað þá kom fyrir. En fyrst og fremst verður þú að fá að vita þetta. Eg hefi fundið hvaða máttarvöld eru að berjast gegn þér þarna suður frá. Eg veit hvaða maður bruggar svikráð gegn félagi þínu. Það er maðurinn, sem ber ábyrgð á glæp- um Thorpes og á — þessu — sem þarna er inni.” Hann hallaði sér fram á borðið og benti á lokaðar dyrnar. “Og sá maður------” Hann virtist ætla að kafna. “Er Brokan, faðir tilvonandi konunnar minnar.” “Guð komi til!” hrópaði Philip. “Ertu gengin af vitinu Gregson?” “Eg varð næstum óður er eg fann þetta út,” sagði Gregson með ískaldri ró. “En nú er eg með fullu viti. Ráðagerð hans var sú, að láta stjómina afurkalla fiskileyfið þitt, Thorpe og menn hans áttu að eyðileggja þessa veiði- stöð og drepa þig. Peningarnir, sem í sjóði voru, hefðu lent í vasa Brokans. Það þarf ekki að orðlengja þetta framar, því að þetta er þér auðskilið. Hann þekti Thorpe og fékk hann í sína þjónustu. Thorpe tók sér þetta nafn af einhverri sérvizku. Þrem mánuðum áður en Brokan kom hingað norður, þurfti hann að senda ákveðnar skipanir til Thorpes, en þorði ekki að trúa neinum fyrir þeim, svo að hann sendi Elínu. Hún var í Goðaborg í heila viku og kom svo til Churchill, þar sem við sáum hana. Þau fengu skipið til að koma við á stað nokkrum á ströndinni og þar tók, það þau Elínu og Thorpe, svo að þau komu með því til Chur- chill. Eins og þú manst þá sá stúlka frá Goðá- borg Elínu . Til þess að koma ekki upp um sig við þig, þá lézt hún ekki þekkja stúlkuna. Síðar sagði hún föður sínum frá þessu, og sáu þeir Thorpe og Brokan þar tækifæri til að framkvæma fyrsta Jiðinn í ráðagerð sinni. — Brokan hafði flutt með sér tvo menn, sem hann gat treyst og Thorpe hafði fjóra eða fimm með sér í Curchill. Afleiðingin varð árásin á höfðanum. Áætlunin var að drepa manninn, en ræna stúlkunni ómeiddri. Sendiboði átti svo að fara til Goðaborgar og kæra menn þína, sem höfðu farið til Churchill um þennan glæp. Hendingin var þér hjálpleg það kvöld, og þú eyddir áformi þeirra. Hendingin var mér einn- ig haganleg, og eg hitti Elínu. Það væri til- gangslaust fyrir mig að fara að greina frá því, sem bar við eftir það Elín vissi ekkert um þessa árás og einnig var henni ókunnugt um hin svívirðilegu vélráð gegn þér. Hún var næstum jþví samskonar verkfæri í höndum föður síns og þú, Phil---” Bænarsvipur kom á andlit Gregsons, er hann hallaðist fram á borðið. “Phil, væri það ekki vegna Elínar, þá væri eg ekki hér í kvöld. Eg hélt að hún mundi fyrirfara sér, er eg sagði henni alt sem eg vissi um þetta mál. Hún sagði mér hvað hún hefði gert. Hún játaði hvað faðir hennar hefði gert. Á þeirri raunastund gat eg ekki leynt ást minni. Við lögðum réð saman. Eg falsaði bréf, svo að mér varð mögulegt að fylgjast með Brokan upp Churchill fljótið. Það var ekki ætlun mín að hitta þig, svo að Elín þóttist verða veik. Við settum tjöldin okkar langt frá fljótsbakkanum, og eg sendi báða Indíánana okkar aftur til Churchill, því að við Elín vildum vera ein með Brokan á þessari óttalegu reikningsskapar stund, sem fyrir höndum var. Þetta er alt og sumt. Alt er nú opinbert gert. Eg hefi hraðað för minni á fund þinn, eins mjög og mér var auðið, en náði ekki í Thorpe á lífi. í eigingirni minni mundi eg hafa hlíft Brokan. Eg áleit að hann hefði getað borgað Thorpe og starfað svo heiðarlega framvegis, og þú hefðir aldrei orðið neins vísari, það er því Elín, sem gerir þessa játningu, en ekki eg. Síðustu orð henn- ar við mig voru á þessa leið: “Ef þú elskar mig, þá segir þú honum frá þessu. Ef hann að því búnu, fyrirgefur okkur, sem við eigum ekki skilið, þá get eg gifst þér, annars ekki.” Hér er aðeins einu við að bæta. Eg hefi bent Brokan á svo lítinn vonar neista og hann er þessi: Hann á að afhenda þér öll sín réttindi í félaginu og þau sex hundruð þúsund, sem eru eftir í sjóði. Hann á að afhenda þér allar eigur sínar, sem eru hálf miljón dala til að þú getir keypt inn öll þau hlutabréf, sem þú óskar að innleysa. Hann hverfur sjálfur af sjónarsvið- inu, algerlega og fyrir fult og alt. Við Elín finnum okkur einhvern stað í nýju landi og þú munt aldrei sjá okkur framar. Þetta höfum við ákveðið að gera ef þú sýndir okkur vægð.” Philip hafði ekki mælt orð frá vörum með- an á þessari ljótu frásögn stóð. Hann sat eins og hann væri steingerfingur. Reiði, undrun og skelfing brendu hjarta hans með logandi sviða og kæfðu niður öll ytri merki um til- finningar. En hann var vakinn upp af þessum dvala, svo að blóðið þaut fram í vanga hans, því að það var barið hægt á lokuðu dyrnar og hurðin var opnuð og Jeanne kom inn. Gegn um tárin sá hún aðeins manninn, sem hún elskaði og grátandi rétti hún honum hendurnar eins og barn og þegar hann hljóp til hennar og greip hana í faðm sinn þá strauk hún vanga hans og hvíslaði nafn hans í sífellu. Ást og trygð var í öllum atlotum hennar og er hún lyfti andlit- inu til að kyssa hann og fá huggun hjá honum í hrygð sinni og söknuði, varð honum litið á Gregson, sem með lotnu höfði leitaði dyranna, eins og lamaður maður. Á því augnabliki hvarf heiftin, sem hafði brunnið í brjósti hans, og hann lyfti hendinni yfir höfuð sér og mælti blíðlega: “Tom Gregson, gamli vinur minn, hafir þú fundið slíka ást sem eg þá þakka þú guði fyrir. Ef eg svifti þig hamingju þinni ætti eg skilið að vera sviftur minni hamingju. Farðu til Elínar. Segðu Brokan að eg taki tilboði hans. Og þegar þú kemur til baka eftir fáa daga, þá komdu með Elínu með þér. Jeanne mín mun elska hana.” Og Jeanne leit af andliti Philips og sá Gregson þá fyrst er hann hvarf út um dyrnar. XXIV. Bæði Philip og Jeanne þögðu um hríð eftir að Gregson var frainn. Þau stóðu hreyfingar- laus nema að hann strauk blíðlega með hend- inni yfir hið mjúka hár stúlkunnar. Þeim bjó of margt í skapi til að mæla, en samt vissi hann, að á honum hvíldi alt nú. Það sem Gregson hafði sagt honum, batt enda á alla ofsókn gegn honum persónulega, en það var í hugsun hans smámunir hjá því, sem beið Jeanne. Pierre og faðir hennar voru dánir og að Jeanne undantekinni vissi enginn þau leynd- armál, sem höfðu dáið með þeim. Hann fann í hvílíku hugarstríði hún' stóð. Hann sagði ekki neitt, en faðmaði hana að sér með slíkri alúð, að hún leit upp og horfði í augu hans staðfast- lega og spyrjandi. “Þú elskar mig,” sagði hún sakleysislega en með slíkri ró að hann fann einkennilegan hrifningar hroll fara um sig allan. “Framar öllu í heiminum,” svaraði hann. Hún hélt áfram að horfa á hann þegjandi, eins og hún ætlaði að kanna með augunum sál hans að neðsta grunni. “Og þú veist,” sagði hún ofur lágt eftir stutta stund. Hann vafði hana svo fast að sér að hún gat ekki hreyft sig og lagði andlit hennar undir vanga sinn. “Jeanne — Jeanne — alt er eins og það ætti að vera,” sagði hann. “Mér þykir vænt um að þú varst fundin í snjónum. Mér þykir vænt um að þú ert dóttir konunnar, sem myndin er af þarna í Goðaborg. Eg vildi ekki hafa neitt öðru vísi viðvíkjandi þér, en það er, því ef Það væri það, værir þú ekki sú Jeanne, sem eg þekki og elska svona heitt. Þú hefir reynt mikið ástin mín og eg hefi fengið minn hluta af raunum lífsins, en guð hefir verið okkur góður og látið okkur hittast og alt fer vel á endanum. Jeanne ástin mín—” Gregson hafði skilið útidyrnar eftir hálf lokaðar og vindurinn hafði opnað þær meira. f gegn um þær heyrð- ust skothvellir og létu þeir Philip hætta við hálfsagða setninguna. Það voru riflaskot langt í burtu. Þau þutu bæði út í dyrnar. “Þetta er Sachigo!” sagði Jeanne og stóð á öndinni. ::Eg var búin að gleyma þessu — þeir eru að berjast. MacDougall kom (þaðan sem hann hafði beðið eftir Jeanne. “Þeir eru að skjóta þarna úti,” sagði hann. “Hvað þyðir það?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.