Heimskringla - 23.11.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.11.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle §C inite. » J^ DEPENOABIeJ ¦*! $» DYERS6CLEANERSLTD. FIRST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 23. NÓV. 1938 NÚMER 8. HELZTU FRETTIR Winnipeg flugskip ferst vestur af Regina Eitt af flugskipum Trans- Canada Air Lines, er póst og léttavöru flytur daglega milli Winnipeg og Vancouver, fórst eina mílu vestur af Regina s. 1. föstudag. Báðir flugstjórarnir fórust. Flugskipið var á leið vestur og var komið til Regina. Þaðan hóf það flugið í vesturátt og virtist ekkert að því. En þegar það var komið aðeins rúma mílu út úr bænum, fellur það til jarðar og brotnar í spón. Menn- irnir sm í því förust voru frá Winnipeg og hétu David D. Imrie, 28 ára gamall og John Herald 29 ára. Skipið er ætlað að ekki hafi varið nema um 200 fet frá jörðu, er það fórst. Kynvillingar læknaðir með uppskurði Við læknadeild Johns Hop- kins háskólans í Baltimore er læknir sem Hugh H. Young heit- ir og heimsfrægur er fyrir rann- sóknir á kynvillingum, og upp- runa kynjanna. Á fundi sem 500 læknar frá Baltimore og Washington héldu s. 1. viku tilkyntil hann, að ung- um manni hafi á stofnuninni sem hann stjórnar, verið breytt í konu og ungri konu í mann. Þau voru skorin upp sama dag- inn og kyntust vikurnar sem þau voru á sjúkrahúsinu. Þegar þau voru orðin heil heilsu sinn- ar giftust þau. Læknirinn kvað það oft hepn- ast að lækna kynvillinga og sýndi myndir af útliti nokkurra bæði fyrir og eftir lækninguna. Hann kvað vissa kirtla (ad- renal glands) undir nýrunum valda miklu um kynið. Fóstur sagði hann alveg óákveðið nokk- uð fram eftir, en færi svo að breytast eftir áhrifum nefndra kirtla meira en nokkuð annað. Og við fæðingu væri barnið að öllu eðlilegu annað hvort piltur eða stúlka, en þetta ætti sér þó ekki ávalt stað. Ekki hélt læknirinn fram, að þetta væri það eina, 'sem réði uppruna kynjanna, en með því að draga úr áhrifum þessara kirtla sem truflunum valda, hefðu kynvillingar oft læknast. Nýir strætisvagnar Sjðast liðinn mánudag byrjaði Winnipeg Electric félagið að . nota nýja tegund fólksflutnings- vagna á Sargent Ave., svonefnd Trolley Buses. Vagnarnir eru sem aðrir fólksflutningsbílar, en eru knúðir með rafmagni, eins og sporvagnarnir voru áður. Renna þeir fast upp að gangstéttinni °g nema þar staðar fyrir far- þega, eins og hverjir aðrir bílar. Járnbrautasporin verða eflaust tekin burt af strætinu næsta vor. Stærð vaganna er svipuð og sporvagnanná, en þeir eru miklu fullkomnari og fínni flutnings- tæki. Á götunum er prýði að þeim. Hávaði stafar enginn af ferðum þeirra. Þeir hafa lægra 'við sig en nokkrir bílar, komast auðveldara og skjótara á fulla ferð. Winnipeg Elctric félagið hefir aðeins keypt 6 af þessum vögn- um. Kostuðu þeir $16,000 hver. En alls hefir breytingin í £ör með sér um $140,000 kostnað. í Montreal eru 7 af þessum vögnum í notkun. Þetta er1 því önnur tilraunin sem gerð er í Canada til að nota þá. Sargent stræti, sem stundum er kallað Aðalstræti íslendinga, getur því stært sig af því, að hafa nú fullkomnari flutnings- tæki og hin nýjustu, sem þekkj- ast í bæjum þessarar álfu. Bennett flytur bráðum alfarinn til Englands Rt. Hon. R. B. Bennett, fyrr- um leiðtogi íhaldsflokksins, kom til Ottawa s. 1. sunnudag frá Englandi. Hefir hann verið þar í þrjá mánuði sér til hvíldar og hressingar. Skýrði hann fregn- riturum frá því, að hann hefði keypt húseign í Surrey á Eng- landi, um 20 mílur frá London og hann byggist bráðlga við að flytja þangað alfarinn. Húsinu er verið að breyta og um leið og hann fær skeyti um að því sé lokið, flytur hann í það. Kvað hann það geta orðið fyrir jól. Mr. Bennett hefir í 18 ár ver- ið sambandsþingmðaur og for- sætisráðherra í fimm ár. Hann var óefað einn af fremstu stjórn- málamönnum Canada. Vestur til Calgary, en það er kjördæmi hans, fer hann bráð- lega til að kveðja kjósendur sína og vini. Heimili hans var þar áður. $50,000,000 til hermálanna Frá Ottawa hefir fregn borist um að gert sé ráð fyrir $50,000,- 000 veitingu til herútbúnaðar í Canada á komandi ári (1939). Á yfirsetandandi ári nam veit- ingin $35,000,000. Er það flug- herinn sem aðallega á að efla. Bakkus hélt velli Atkvæðagreiðslan um héraðs- bann í Bifröst-sveit, sem fram fór s. 1. föstudag, fór þannig, að vínliðið vann. Drykkjuskól- unum verður því ekki lokað þar næstu þrjú árin, hvað sem öðr- um skólum líður. Palestína óeirðunum í Palstínu linnir ekki. Uppþot eru þar tíð og hafa Bretar iðulega orðið að bæla þau niður með hervaldi. Um tuttugu eða fleiri hafa verið drepnir í leinu uppþoti. Til þess að ráða bætur á þessu var nefnd kosin 1937, til þess að íhuga hvort ekki væri ráðlegt að skifta landinu helga upp og veita Aröbum ráðin yfir nokkrum hluta þess, Gyðingunum nokkr- um og ennfremur Bretum. For- maður þessarar nefndar var Peel lávarður. Leist Bretum vel á þetta í fyrstu og tóldu það einu vonina um að stilla til friðar. En Gyðingar og Arabar vildu hvorki heyra það né sjá og þingið lagði málið á hilluna. En vegna stöðugra árása á Gyðinga í Þýzkalandi, jukust vandræðin æ meir og á þessu ári var nefnd á ný kjörin til að íhuga skiftingu landsins. En sú nefnd kom sér ekki saman um hvernig henni skyldi háttað, svo það mál má heita úr sögunni. í stað þessa eru Bretar nú að boða til fundar í London með Aröbum og Gyðingum til skrafs og ráðagerða. Gerðu Bretar það sama bæði í Indlandsmálinu og máli Egypta og hepnaðist vel. Sinni Gyðingar eða Arabar ekki þessu fundarboði eða verði eng- J in kostur á að koma sér með þessum ráðum saman um málin, ætla Bretar að taka til sinna ráða. Til þessa fundar hefir Aröb- um og Gyðingum í Palestínu ver ið boðið, Egyptum, Iraq-, Sandi-, Trans-Jordan- og Yemen-Aröb- um. Með þessu er öllum Aröb- um, sem hlut eiga að máli í Palestínu boðið til fundarins. En sjá ljóður þykir þó á ráði þessu enn að byltinga-foringjum Araba er ekki boðið, svo sem Mufti frá Jerúsalem, sem nú er útlagi. Taldi nýlendumálaritari Breta, Malcolm MacDonald hann óhafandi á fundi sem þessum. Bretar tóku fram í fundarboð- inu, að þeir myndu leitast Við að leysa úr þessari þrætu á sem sanngjarnastan hátt og í fullu samræmi við það vald, sem þeim hafði af öðrum þjóðum verið fal- ið, er þeim voru yeitt umráð eða eftirlit landsins; þeir mundu og gæta skyldunnar, er þeim um- ráðum fylgdu. En fyrir þtta, að uppreistar seggjum Araba er ekki boðið, er haldið að svo geti farið, að ekk- ert verði af fundinum. Samt gerir MacDonald ráð fyrir að hafa bráðlega sérstaka fundi með Aröbum og Gyðingum, hvor um um sig og fá þá til að senda fulltrúa til London. Þetta Palestínumál, er sagt al- varlegasta málið, sem Bretar hafi nú með höndum annað en mál þeirra við Japani. Hertogi með öllum rétti Windsor-hjónin hafa ráðgert að heimsækja æskustöðvar her- togafrúarinnar í Baltimore á komandi vori, en vegna þess að Breta-konungur og drotning hafa nú ákveðið að sækja Bandaríkin heim um Ieið og þau koma til Canada, og það kann að þykja óviðeigandi, að fyr- verandi og núverandi konungur komi á sama tíma, er búist við að Windsor-hjónin verði að breyta freðaáætlun sinni. Hertoginn og hertogafrúin af Gloucester voru nýlega á ferð í Afríku. Á leiðinni heim komu þau við í París og heimsóttu Windsor-hjónin. Er það í fyrsta sinni sem nokkur úr konungs- fjölskyldunni hefir á fund þeirra farið og var ferð þeirra með leyfi Bretakonungs gerð. Var sagt að hertogafrúrnar hefðu glaðst mjög innilega af því að finnast. Með fréttina af þessari heim- sókn var ekkert dult farið í Lon- don. Og yfirleitt virðist hún skoðuð sem fyrirboði þess, að Windsor verði ef til gerður að hertoga með fullum réttindum á Englandi (working Duke). Byrjað að víggirða Rússland Að víggirða Rússland, eins og Joseph Stalin lét byrja á fyrir ekki fullum mánuði, land, sem þekur einn þriðja af Evrópu og Asíu, má eflaust heita eitt stærsta fyrirtæki, sem ráðist hefir verið í af nokkurri þjóð. En þetta eru nú ráðstjórnar- ríkin að færast í fang. Hug- niyndin er, að gera hernaðar- svæði (No Man's Land) á landa- mærum Rússlands bæði að vest- an og sunnan, margra mílna breitt, sumstaðar jafnvel hundr- að mílur út frá landamærunum, til varnar óvinaþjóðunum, sem Rússland telur sig nú umkringt af. Enginn vissi um þetta fyr en verkamennirnir voru komnir á vettvang og byrjuðu að brenna skóga, brjóta brýr, sprengja upp vegi og rífa niður og jafna við jörðu heil þorp. Undrandi og daufir í bragði hipjuðu bænd- urnir sig burtu lengra frá landa- mærunum, til staða sem þeim höfðu verið ætlaðir. Bændabýl- um, sem ekki voru rifin niður, á að breyta í vígi og í þau flytja þeir hermenn með fjöl- skyldur sínar sem trúandi er fyrir.að vera þar á verði. Á þessu hernaðarsvæði lengst frá landamærunum, eru aðrir verkamenn önnum kafnir við að koma upp hergirðingum (Mag- inot Lines), ramgerðum og út- búnum með flugstöðvum. Á vesturlandamærunum öllum frá Rúmaníu og norður með öllu Póllandi og Eistlandi, er nú starf þetta rekið með krafti. Síðar verður því haldið áfram norður með Finnlandi og austur til Asíu á landamærum Persíu. Þegar austur til Kína kemur taka við eyðislétturnar í Tíbet og Mon- golíu, sem her heldur frá að sækja Rússland heim og víg- girðinga er ekki þörf á. En svo halda þær áfram austur að Man- chukuo, en þar eru nú þegar víg- girðingar, sem Vassily Bluecher, foringi hersins eystra lét gera. Hafast hermenn Rússa við í þeim og eru reiðubúnir að stökkva á Japani, þegar pabbi Stalin segir svo. Frá Kremlin höllinni í Moskva þar sem Stalin ræður ráðum sín- um, berast ekki oft fréttir um það sem fyrir honum vakir fyrirfram, en þetta er þó talið víst, að hann telji samvinnuleit- ina við lýðríki Evrópu mishepn- aða og lokið af sinni hálfu. Að smá draga sig út úr málum Evrópu sé því það farsælasta. Gyðinga ofsóknirnar í Þýzkalandi Það er ekkert nýtt að heyra ljótar fréttir af Gyðinga ofsókn- um í Þýzkalandi. En árásin, sem nazistar gerðu á Gyðingana 10. nóv., er ein hin svæsnasta og ósvífnasta, sem nokkru sinni hefir heyrst. Um alt Þýzkaland og Austur- ríki var að Gyðingunum vaðið með barefli í höndum þar sem þeir eru við vinnu sína og þeir hrjáðir og hraktir svo þeir verða að flýja til að forða lífi sínu. í búðum þeirra eru gluggar og þil bortin, vörunum þeytt hingað og þangað og miklu af þeim stolið af þeim er síðar koma að öllu eins og það er. Ennfremur voru samkunduhús þeirra brend, ein sjö af tólf, sem þeir áttu í Þýzkalandi eftir ósködduð og 21 í Austurríki. Helgirit þeirra, bæna- og lögbækur voru brendar á götum úti. í einu samkundu- húsinu í Berlín, var eldur kveikt- ur undir sáttmálsörkinni. Að þessu loknu var farið að elta Gyðingana uppi og voru 25 til 30 þúsundir handteknir. Þúsundir af þeim voru sendir í fangaverbúðir (concentration camps) stjórnarinnar. Af ógninni sem af þessu öllu stóð, sviftu um 20 Gyðingar sig lífi. Hálft dúsin var drepið af skrílnum. Þegar þessu hafði undið fram um hríð, var loks í útvarpinu skipað að hætta árás- unum. Hermdarverk þessi stöfuðu af því, að daginn áður hafði 17 ára gamall Gyðingadrengur í París gengið inn í sendiherraskrif- stofu Þjóðverja og skotið einn af riturum sendiherran; hét hann Von Rath. En drengurinn var Mr. og Mrs. Björn S. Líndal á 55. brúðkaupsafmæli þeirra 9. nóvember 1938 Fyrra miðvikudag 9. þ. m., áttu þau hjónin Björn Sæmunds- son Líndal og Svava Björnsdótt- ir fimtíu og fimm ára brúð- kaupsafmæli. Þau voru gefin saman í hjónaband í Winnipeg 9, nóv. 1883, af Rev. Mr. Silcox presti við Congregational kirkj- una. Fór hjónavíxlan fram á heimili þeirra í bænum. Afmælisdaginn sendi blaðið Tribune fréttaritara sinn heim til hinna öldnu hjóna og flutti langa grein út af samtali hans við þau, ásamt mynd þeirri er að ofan er birt. Eru þar rifjaðar upp margar fornar minningar frá fyrstu árum þeirra hér í landi. Svava kom hingað ung að aldri 1876, með móður sinni Kristrúnu Sveinungadóttur. — Settust þær mæðgur að í Winni- peg, er þá var aðeins smáþorp á vesturbakka Rauðár, og ógreitt yfirferðar. Það var á þessum árum að hún vistaðist til fylkis- stjóra hjónanna, Hon. & Mrs. Alexander Morris, og vann hjá þeim um hríð. Björn kom nokkru síðar til þessa lands, nam fyrst staðar í Ontario, fór þaðan til Minnesota og síðan til Winnipeg. Eftir að þau giftust bjuggu þau um 7 ára skeið hér í bæ. Árið 1890 nam Björn land austan við Grunna- vatn og kallaði að Marklandi. Fékk hann þar setta póstaf- greiðslu, var skipaður póstmeist- ari en varð að taka að sér póst- flutning, er þá var ærið erfiður, því hvergi var nokkur vega- spotti, en hvarvetna yfir ófærur að fara og átján mílur til næstu póststöðva. Heimili þeirra varð snemma helzta stöð eystri Grunnavatns- bygðar, enda bjuggu þau rausn- arbúi. Björn var hraustmenni mikið og sístarfandi, var oft til þess tekið og getið dugnaðar hans og framsýni á nýlenduár- unum. Eftir 32 ára myndar búskap fluttu þau sig aftur til Winni- peg, og búa nú hjá dóttur sinni Mrs. L. Hart, 446 Maryland St. Bæði hafa þau' sérstakt orð á sér fyrir greind og réttsýni. — Munu þau aldrei, um æfina, hafa brugðið orð sín við vini sína eða viðskiftamenn. Björn er talinn vel hagorður en dult fer hann með kveðskap sinn. Hann ér nú 87 ára gamall og kona hans sjö árum yngri. Sjö börn hafa þau eignast er til aldurs komust en aðeins 4 eru nú á lífi, — þrír synir og ein dóttir. Auk þess eru á lífi sextán barnabörn og 4 barna-barnabörn þeirra. Þau hafa verið gæfumenn/ alla æfi, og óskar Heimskringla þeim árnaðar og blessunar við þessi tímamót. R. P. pólskur Gyðingur, Herschel Grynszpan að nafni. Höfðu for- eldrar hans nýlega verið hraktir úr Þýzkalandi og höfðust við austur við landamærin og var heimili þeirra vagnskrípli. — Drengurinn er auðvitað í varð- haldi. Sagði hann við yfir- heyrsluna, að hann hefði heitið að drepa tyrsta Þjóðverjann, sem hann hitti fyrir meðferðina á foreldrum sínum. Ellefta nóvember kallaði Hitl- er eina fjóra eða fimm ráðgjafa saman til að hugleiða þetta mál. En áður en því lauk varð hann að fara heim til sín til Berchtes- geden og fól þeim málið. Hafði Göring forustuna og kvað upp þann dóm daginn eftir, að Gyð- ingar greiddu í manngjöld fyrir Von Rath eina biljón marka (1,000,000,000 m.). í öðru lagi skyldi Gyðingum eftir 1. jan. 1939 bannað að eiga eða starf- rækja nokkur búða viðskifti. — Engum Gyðingi skyldi veitt stjórnarstaða. Hefði hann slíkt starf nú fneð höndum, yrði hann frá því rekinn innan sex vikna- Skemdir á eignum sem urðu meðan ofsóknin stóð yfir, skyldu Gyðingar greiða. Vátrygging skal engin greidd fyrir skemdir á eignum Gyðinga eða nokkrar skaðabætur fyrir neitt sem naz- istar ihafa gert. Við þetta bætti svo Gobbels af eigin hvöt því, að banna Gyð- ingum að koma í leikhús, hreyfi- myndahús, samkomur eða sýn- ingar. Ennfremur bætti Bern- hard Rust mentamálaráðherra því við, að Gyðingum yrði ekki leyft nám í háskóla eða við æðri kenslustofnanir. Göring hefir ekki tilkynt enn- þá, hvernig hann ætlar sér að innheimta þessar sektir. Eignir Gyðinga í Þýzkalandi voru fyr- ir daga nazismans metnor á 20 biljón mörk. Fyrir aðgerðir nazista eru þær nú ekki tald- ar nema meiru en 8 biljón mörk- um. Og við þetta síðasta áfall, er alveg óhætt að gera ráð fyrir, að þær hafi mínkað um eina biljón. Auk þessa hafa 100 efnaðir Gyðingar í Berlín verið kvaddir til að greiða 150,000 mörk hver, ekki sem sekt, heldur skaðabæt- ur fyrir fátækari viðskifiamenn- ina. Hverjar sem eignir Gyðinga kunna að vera, mun ekki royn- ast f jarri, ekki sízt þar s^m Gör- ing er að vinna að því, að Aríar einir reki viðskifti í Þýzkalandi innan skamms og sem þröngva mun Gyðingum til að selja eign- ir sínar á hvaða verði sem er, að sektin nemi einum þriðja eða einum fjórða eigna allra Gyð- inga í landinu. Hún nemur vissulega eins miklu og féð, sem þeir hafa handa á milli nú í peningum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.