Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle Q0 itiabi* » J dependableJ S. fí s» DYERS6CLEANERSLTD. •£, FIRST CLASS DYERS & DRV CIÆANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 30. NÓV. 1938 íslendingar vestan hafs minnast fullveldis íslands Fyrsta desember verður full- veldis íslands víða minst vestan hafs. í Winnipeg fer fram útvarp frá CJRC stöðinni kl 10.15 að morgni. Hefir ekki gefist tæki- færi að auglýsa þetta sem skyldi, en þeir sem línur þessar verða búnir að sjá fyrir þann tíma, ættu á það að hlusta. Þess- ari skemtiskrá verður á hljóm- plötum aftur útvarpað kl. 5.00 að kvöldi; það útvarp hefir áður verið auglýst. Að nauðsyn rak til að hafa útvarpið fyrst að morgni, var ekki vitað um fyr en of seint var að auglýsa það með nægum fyrirvara. En auð- vitað er það sama útvarpið og kl. 5.00 að kvöldinu. Þjóðræknisfélag yngri íslend- inga í Winnipeg, efnir til vold- ugrar samkomu í Embassy Hall, er byrjar kl. 6.45 að kvöldi. — Verða ræðumenn þar Mr., F. Stevens, Mr. G. S. Thorvaldson Dr. A. Blöndal, o. fl. í Chicago verður útvarpað ræðu og söng í tilefni af full- veldisdeginum kl. 3.45 e. h. frá útvarpsstöðvum WCFL; bylgju- lengd 970. Syngur Guðm. Kristj- ánsson þar: "Ó guð vors lands" og próf Sveinbjörn Johnson flyt- ur ræðu. í Norður Dakota birtist í öll- um málsmetandi blöðum fylkis- ins á fullveldisdaginn ritgerð um Réttarstöðu íslands, eftir Guð- mund dómara Grímsson í Rug- by, N. Dak. Vestur í Seattle höfum vér frétt að fullveldisdagsins verði minst, en á hvem hátt, "er oss ekki kunnugt um; verður þar líklegast um samkomu að ræða, en ekki útvarp. f Wynyard var í síðustu Hkr. auglýst samkoma og verður út- varpið frá Winnipeg hluti af skemtiskránni þar. Vel getur verið að fullveldis- dagsins verði víðar minst með samkomum, þó það hafi ekki verið auglýst í blöðunum eða þeim hafi fregnir af því borist. FAGNAÐAR MÓT Mánudagskvöldið þann 28. þ. m., var skáldinu og íþróttamann- inum hr. Magnúsi Markússyni haldið veglegt samsæti í Em- bassy veitingaskálanum á Por- tage Ave. Á annað hundrað manns sóttu fagnaðarmót þetta, sem var hið virðulegasta í alla stað. Skemtu gestirnir sér hið bezta við mat og drykk, söng, frumort kvæði, og ræðuhöld. Að lokinni máltíð stóð dr. Rögnvaldur Pétursson upp úr sæti sínu og flutti sköruglega ræðu fyrir minni heiðursgests- ins, hvar í hann mintist átthaga hans og ættar, ásamt æfistarfs. Þar næst flutti skáldið Þ. Þ. Þorsteinsson frumort kvæði til heiðursgestsins. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson mintist heiðursgestsins sem skálds og lauk lofsorði á form- fegurð og braglistar hæfilegleik hans. Næs1<' talaði G. E. Eyford fyrir minni heiðursgestsins, sem íþróttamanns og mintist hinna mörgu sigra er hann vann í kappgöngum og kapphlaupum, fyr á árum. Því næst las Mr. G. E. Eyford frumort kvæði, sem dr. Richard Beck sendi heiðursgestinum, þar eð hann gat ekki verið viðstaddur. Þá flutti Mr. E. P. Johnson heiðurs- gestinum einkar hlýtt og f jörugt ávarp. Milli ræðanna voru sungnir ís- lenzkir alþýðusöngvar, undir stjórn Mr. Péturs Magnús. Hin velþekta söngkona Miss Lóá Davidson, söng nokkra ein- söngva. Á píanóið lék fyrir söngnum Mr. Gunnar Erlends- son. Samkomunni stýrði Mr. Jón J. Samson, og fórst það mynd- arlega að vanda. Þegar skemtiskránni var lokið avarpaði samkvæmisstjórinn heiðursgestinn, og færði honum dálitla peningaupphæð, sem hann kvað vera hinn áþreifan- lega vott um virðingu og vinar- hug gestanna hans, Að því búnu þakkaði heiðurs- gesturinn þá velvild og virðing er sér væri sýnd með þessu virðulega samsæti. Var því næst sungið "ó Guð vors lands" og "God Save the King." AUir fóru heim glaðir í hug yfir því, að hafa haft tækifæri til að sýna þessum aldraða, en þó andlega unga og fráa vini sín- um Mr. Magnúsi Markússyni þakklæti og velvildar vott. G. FRÓNSFUNDUR Ársfundur þjóðræknisdeildar- innar "Frón" verður haldinn í efrisal Góðtemplarahússins — mánud. 5. des. n. k. kl. 8.15 e. h. Það er mjög áríðandi að allir félagsmenn sæki þenna fund því ársskýrslur verða lagðar fyrir fundinn til athugunar og sam- þyktar og stjórnarnefnd kosin. Fundurinn hefst með einsöng Örn Thorsteinssonar. — Aðal skemtiatriði fundarins verða skuggamyndir forkunna fagrar er dr. Lárus Sigurðsson hefir látið búa til, og verða þær skýrð- ar af Thorvaldi Péturssyni og mun mörgum forvitni að sjá þessar myndir af gamla heima- landinu. Það er margt sem bendir í þá átt að samtök okkar Vestur-fslendinga eigi blómatíð fyrir höndum. Nú nýverið var útvarpað yfir þvert og endilangt Canada íslenzku útvarpi frá Vancouver og nú á fimtud. út- varpið til fslands. Þá má og nefna sigurför Jónasar Jónsson- ar um bygðir vorar og greinar Francis Stevens í Free Press og sönghátíðirnar s. 1. sumar í Dakota og Nýja-íslandi. Allir þessir viðburðir hafa haft mikil áhrif í þá átt að efla og örfa menningarviðleitni okkar hér í álfu. "Frón" hefir því ástæðu ¦ til að líta björtum augum á framtíðina og ef samtök og dugnað skortir eigi ættu næstu árin að verða sigursæl. Nú á þessum vetri verður "Frón" tuttugu árá og væri því vel viðeigandi að minnast þess með aukinni starfsemi og efl- ingu félagsins. Það er því von- andi að þenna fund sæki sem allra flestir og komi viðbúnir að ræða mál félagsins, hag þess og framtíð. Munið að sækja fund- inn. Stjórnarnefndin Engin orusta er geigvænlegri og enginn sigur aðdáunarverðari heldur en þegar maður berst við sjálfan sig og sigrar. Herbert N. Casson Skipbrots-maðurinn (Með viðurkenningu til Thorv. Péturssonar) Hefðir þú sjón, þá hér þú mundir sjá við hlið hans standa engil, — drottni frá. Á sandinn hljóða starir stjörnu-mergð, en stunur hafsins leika undir-spil við hugsun manns, sem himins mænir til með höggvinn skjöld og brynju—og slitið sverð. Sem brotið skip, af brim-sjó rekið lífs, er bárur kaldar hafa leikið við, hann liggur hér við ömurleika alls, og ekkert sem að veitir honum grið. En þá er eins og einhver rödd og mund hann endur-reisi: "Tak þú sæng og gakk, þú lifir enn, — þú aðeins féllst í blund — og ávaxta og margfalda þitt pund". Hann stendur upp. Mót austri er ganga hafin mót austri og sól, — en skip-brots sagan grafin. Páll S. Pálsson Skáldið Magnús Markússon áttræour Ljóðlínur fluttar að kvöldskatti, er samferðamenn héldu honum til heiðurs, 28. nóvember 1938. Heill sé þér, Magnús Markússon, sem mistir aldrei þá dýru von, að morgundagur só mætari þeim, sem maðksmoginn kvaddi þenna heim.— Við heiðrum þig, vorsól, vörmu geði, og vígjum þig okkar Sléttu sól, og ófæddum söngvum og sumargleði, og sólskini handan við Tindastól. Með miðaldra andlit og unglings svip frá ætt þinni berðu menja grip: Þær glöðu vonir og léttu lund, sem lífinu endast að hinztu stund. Teinréttur enn og frár á fæti, fullgildur jafnt í starfi og leik, áttræður skiparðu æsku sæti öldunganna í vorri sveit. Þótt blési á norðan svalt um sund, og svellbunkar þektu varma grund, þú aldrei barst hrakviðrin utan á þér, né aumkvaðir þig við hvern sem er, en reifur og ljóðglaður röddu hófstu um roðin sundin og blóma grund, og inn í þau söngvanna sumarlönd ófstu það sólskin, er friðar á torreks stund. Og kvæðin þín lipru með léttan hreim, er lo'fsöngur fagnandi stjórnara þeim, sem trúin gefur að treysta á, þá taugarnar slitna jörðu frá.— Og margt var starfið og mikið unnið og mörg þín verkefni á landnáms öld, sem átti þá vita, sem bezt hafa brunnið og bjarmanum kastað á vestur-tjöld. Þín samferð, er þökkuð, elzt og yngst.— Þótt ef til vill hafi sporin þyngst, þá berðu samt enn þá höfuð hátt, og hælkrók á Elli setur þrátt.— Við hyllum þig, vorsól, vörmu gerði, og vígjum þig okkar miklu sól, og ófæddum söngvum og sumargleði, og sólskini handan við Tindastól. Þ. Þ. Þ. Magnús skáld Markússon áttræður Þökk fyrir vor og lóukvak í ljóði, léttstíg var'ætíð kvæða þinna dís. Fegurðarástin brennur þér í blóði, bragsnildin þín er jafnan áttavís. Þökk fyrir kvæðin kærleikshlý og fögur, kveðjumar færðu margar þennan dag. íslandi varstu ávalt góður mögur, erfðum þess trúr í lífi og í brag. Þökk fyrir sól og sumartrúna björtu; sjónum þú lyftir yfir gröf og hel. Söngvanna fræ, er sáðir þú í hjörtu samferðamanna, geyma nafn þitt vel. Richard Beck NÚMER 9. Símskeyti frá forsætisráðherra Islands Reykjavík, 20. nóv. 1938 Icelandic National League, 45 Home St., Winnipeg Fjölment samkvæmi að hótel Borg haldið af Fram- sóknarfélögunum í Reykjavík til þess að fagna heim- komu Jónasar Jónssonar. Sendir fslendingum í Vestur- heimi hugheilar kveðjur, þakkar þeim fyrir hið mikla starf sem þeir hafa unnið fyrir ísland og óskar að ferð Jónasar Jónssonar vestur um haf megi verða upphaf enn nánara samstarfs og samhygðar fslendinganna beggja megin hafsins. F. h. samkvæmisnefndar, Hermann Jónasson, forsætisráðherra JÓN BLÖNDAL DÁINN í morgun um kl. 3 lézt að heimili sínu í Wpg. Jón Ágústs- son Blöndal, maður~ um hálf áttrætt, úr hópi fyrri ára ís- lenzkra vesturfara og víðkunnur á meðal Vestur-fslendinga. — Hann skilur eftir sig konu, Jón- ínu og tvö börn, Theodore og Láru. Jarðarförin fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju n. k. föstudag kl. 2 e. h. Jón var mikils metinn maður, hafði ýms vandasöm störf hér með hönd- um, þar á meðal um langt skeið umsjónarstarf í pósthúsi Man. þinghússins. Ráðsmaður Lögb. í rúm 10 ár. Gefst hér ekki tími að skrifa um æfistarf hans, en væntanlega verður það gert síðar. ÚRSLIT bæjarstjórnar kosninganna í Winnipeg Queen endurkosinn í bæjarstjórnarkosningunum í Winnipeg sem fóru fram s. 1. föstudag, var fyrverandi borg- arstjóri, John Queen, endurkos- inn. Verður hann því borgar- stjóri tvö næstu ár 1939 og 1940. Um borgarstjórastöðuna sóttu þrír; fór atkvæðagreiðslan sem hér segir: Fyrsta talning John Queen .......l-29,406 atkv. T. Sweatman............20,235 atkv. E. D. Honeyman -.11,484 atkv. önnur talning Nú var atkvæðum Honey- mans skift milli hinna tveggja umsækjendanna. Hlaut Queen 2,157 atkvæði af þeim, en Sweat- man 8,073. Af atkvæðum Hon- eymans voru 1,254 aðeins merkt einni tölu og komu því ekki til skifta. Alls hafði þá Queen 31,563 atkvæði, en Sweatman 28,308. Til að ná kosniingu þurfti 30,563 atkv. Mr. Queen hefir áður verið þrjú ár borgarstjóri. Bæjarráðsmenn f bæjarráðið náðu kosningu í Suður-Winnipeg: Ald. R. A. Sara Ald. Harry C. Morrison Hugh MacKenzie Enginn þessara nýkosnu, er úr verkamannaflokki. Hinir þrír fulltrúarnir úr þessari kjör- deild, sem ekki sóttu (C. E. Simonite, Mrs. McWilliams og F. G. Thompson) eru það heldur ekki. í mið-Winnipeg voru þessir kosnir: Ald. Garnet Coulter Ald. James Simpkin Ald. C. Rhodes Smith Einn þessara nýkosnu, Mr. Simpkin, heyrir til verkmanna- flokkinum. Af þeim fulltrúum þessarar deildar, sem fyrir voru, eru tveir verkamannasinnar, T. Flye (óháður) og M. W. Stobart. Hinn þriðji, Paul Bardal, er sem kunnugt er liberal. f bæjarráð- inu eru því 3 úr verkamanna- flokki í þessari kjördeild, og 3 úr öðrum flokkum. í Norður-Winnipeg hlutu þess- ir kosningu: Ald M. J. Forkin Ald. M. A. Gray Ald. Dan McLean Fjórði maðurinn í þessari deild sem kosinn var til eins árs í stað D. M. Elchesen, var An- drew Bilecki. Af þessum eru 2, hinn fyrst og síðast taldi, kommúnistar. Gray tilheyrir verkamannaflokk- inum. ' McLean er utanflokka. Þeir sem fyrir voru í þessari kjördeild í bæjarráðinu, eru J. Penner, kommúnisti og J. Blum- berg, verkaflokkssinni. Bæjarráðið árið 1939 er því skipað 3 kommúnistum, 5 úr ó- háða verkamannaflokkinum (þar með talinn T. Flye) og 10 úr öðrum flokkum. Að öðru leyti en því að kommúnistar hafa nú bætt einum við, er styrkleiki flokkanna hinn sami og áður. Verkamannaflokkurinn er enn í minni hluta. Victor Anderson, eini landinn sem í þessum kosningum sótti, hlaut við fyrstu talningu um 2,800 atkvæði; hann var aðeins 200 atkvæðum fár í að ná í at- kvæði sín við aðra talningu; nutu þar aðrir góðs af. Og sjálfsagt hafa þeir íslendingar nú góða samvizku, sem ekki greiddu honum atkvæði sitt, af að hafa fengið annað þeim þókn- anlegri í hans stað. Skólaráð í skólaráðið hlutu þessir kosn- ingu í Suður-Winnipeg: R. B. Maclnnes, K.C., og J. W. Hall, báðir nýir fulltrúar. (Aðrir úr þessari kjördeild í skólaráðinu, eru W. A. Cuddy, E. F. Freer, Mrs. R. F. Rorke). Engin verkamanna-sinni er úr þessar kjördeild í skólaráðinu. f Mið-Winnipeg voru kosnir: H. B. Smith, endurkosinn, verkaflokkssinni og James Black, nýr, flokksleysingi. Aðrir fulltrúar: Mrs. Jessie Maclenn- an, verkaflokkssinni, Mrs. R. W. Queen-Hughes, verkafl.sinni, Adam Beck, flokksleysingi). í Norður-Winnipeg voru kosn- ir: W. C. Ross, kommúnisti og W. Scraba, utanflokks, báðir endurkosnir. (Aðrir fulltrúar í þessari kjördeild: A: Bilecki, kommúnisti, E. McGrath og M. Averback, báðir verkaflokks- sínnar). í skólaráðinu er styrk- leika-hlutfall flokkanna svipað og í bæjarráðinu. Um $300,000 veiting til ýmsra umbóta á skólum og viðgerða, var feld. Með veitingunni voru greitt 8,386 atkvæði, en 8,233 á móti. Þrjá-fimtu atkvæða þurfti með veitingunni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.