Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINCLA VANDAMÁL GYÐINGA Ræða eftir P. M. Pétursson “Lát réttinn vella fram sem vatn og réttlætið sem sírennandi læk.”— (Amos 5:24) Svo mælti spámaðurinn Amos, fyrir mörgum öldum. Hann á- samt öðrum mönnum sem fylgdu háleitum hugsjónastefn- um á hans dögum, — dreymdi um það, að einhverntíma mundi heimurinn verða svo fullkominn að hann fyltist réttlæti og rétt- vísi. Á öllum öldum síðan hafa menn vonast eftir þeirri guðs- ríkisöld, þegar menn gætu lifað saman í friði og sátt. En ekki sýnast menn geta ráðið við sitt dýrslgea eðli, eða vilja ráða við það, — og þar af leiðandi eru í heiminum á vorum tímum mörg hræðileg tákn þess, að mennirn- ir eru siðaðir aðeins á yfirborð- inu, en í insta eðli sínu, eru þeir enn glepsandi vargar sem ráða sér oft ekki fyrir ofstæki og hatri, og heimurinn sýnist ekki skilja hvað það er, að láta rétt- inn vella fram sem vatn, og rétt- lætið sem sírennandi læk. Fyrir rúmum tveimur vikum framdi ungur gyðingapiltur hræðilegan glæp. Hann varð manni að bana með því að skjóta hann. En maðurinn var þýzkur sendiherra, og fanst piltinum hann vera að hefna sín á Þjóð- verjum fyrir það, sem hann og foreldrar hans höfðu orðið að þola og líða af þeirra völdum. Þau höfðu orðið að setja upp bú sitt á landamærum Frakklands og Þýzkalands. Þau áttu hvergi heima, vegna þess að þau höfðu verið svift borgararéttindum, og höfðust við sem bezt þau gátu í vögnum ásamt öðrum Gyðing- um sem voru einnig flóttamenn. Drengurinn, aðeins 17 ára að aldri, fyltist svo mikilli gremju út af því, hvernig farið var með foreldra hans og aðra Gyðinga, að hann ákvað að hefna sín á fyrsta Þjóðverjanum sem varð á vegi hans. Og hann gerði það með því að skjóta þennan sendi- herra í Parísarborg á Frakk- landi. Hann framdi þannig ófyrir- gefanlegan glæp, glæp sem engin maður ætti að leyfa sér að fremja. En í bræði sinni gerði pilturinn þetta, og hugði, ef hann hafði nokkra rænu á að hugsa, að þannig væri hann að hefna sín fyrir þjóð sína. Hann var tilbúinn að leggja niður líf- ið ef hann gæti aðeins komið því við, að koma einu höggi á þá sem höfðu ofsótt hann og þjóð hans. En út af þessu atviki hafa risið á ný hinar hræðilegustu ofsóknir sem þekst hafa í heim- inum síðan Tyrkirnir ofsóttu Ar- meníumenn eftir heimsófriðinn. Þjóðverjamir hafa, á undan- förnum dögum vaðið um land alt og hnept Gyðinga í varðhald, líflátið aðra, og pínt og kvalið ótai marga, bæði karla og konur. Og þó að vér köllumst ef til vill engir sérstakir Gyðingavinir, getur oss ^kki annað en hrylt við öðrum eins dýrshætti eðí villlimensku og þeirri sem geis- ar nú um Þýzkaland! Vér getum varla trúað því, að sama sagan sé nú einu sinni enn að endurtaka sig, sem átti sér stað á miðöldunum og þar áður þegar ofsóknir gegn Gyðingum þektust um næstum því alla Evrópu. En þessar síðustu ofsóknir enda ekki með því að pína eða að kvelja Gyðingana. Þar að auki hefir óhugsandi mikil sekt verið lögð á herðar þeim, sem þeir eiga að gjalda í nokkurs- konar skaðabætur fyrir sendi- herran sem dó af völdum byssu- skotsins sem drengurinn hleypti af. Als nemur þessi sekt $406,- 000,000 dollara, þ. e. a. s. $700 doilara til jafnaðar á hvern mann, á hverja konu og hvert barn sem er af Gyðinga-ættum í Þýzkalandi, þar að auki eiga vissir ríkis Gyðingar að gjaida $60,000 hver, nú þegar. Og til þess að tryggja þessa borgun, og hina upphæðina, hafa meira en 50 þúsund Gyðingar verið teknir fastir, með það fyrir sjónum að halda þeim þangað til síðasti eyrir sektarinnar er borg- aður. Engin af oss getur fyllilega ímyndað sér hvað þetta þýðir, hvað það þýðir að lifa í landi þar sem þessháttar aðferðir geta átt sér stað. En skilning- urinn eykst ofurlítið hjá oss er vér fréttum það, að margir Gyð- ingar hafa fyrirfarið sér heldur en að þurfa að lifa undir þessu oki. Dauðitin hefir verið þeim sælli en lífið undir harðstjórun- um sem þannig ofsækja fólkið og tortíma því. Heil þjóð hefir verið gerð sek vegna gerða eins manns, og heil þjóð er látin gjalda þess, að einn maður misti vald á sjálfum sér og framdi glæp. Það var ekki nóg að hann væri tekinn fastur, og dæmdur til dauða. — Heldur urðu allir sem kölluðust Gyðingar, einnig að gjalda þess og borga fyrir glæpinn. Eg veit að mörgum er ekki vel við Gyðinga, margra ástæða vegna, og ekki ætla eg við þetta tækifæri að reyna að breyta skoðunum þeirra. En eg vil að- eins benda þeim og öðrum á hvernig farið er að í dag, og leggja spurninguna fyrir þá, og alla menn, hvort að hugsanlegt sé að réttlætishugmyndir fari vaxandi, eða aukist í heimi, þar sem að svona lagað óréttlæti get- ur átt sér stað, og ekki aðeins átt sér stað, en fundið samþykki í hugum margra manna í lönd- um þar sem lýðræði enn þekkist, og jafnvel hér á meðal vor, í þessu landi og í þessari borg. Sagt er að vér séum allir guðs- ættar — að allir menn séu bræð- ur. Ef að svo er, hverngi geta menn þá hugsað að réttlæti, frið- ur og hugmyndir um guðsríki á jörðu framkvæmist á meðan að ein þjóð — eða einn trúarflokk- ur heims, verður að þola ofsókn- ir líkaf þeim, sem Gyðingarnir hafa orðið að þola á öllum öld- um, og verða að beygja sig undir enn þann dag í dag. Ýmislegt er án efa athugavert við Gyðingaþjóðina. Hún er án efa, ófullkomin að mörgu leyti. 'En hvaða þjóð er ekki ófullkom- in? Og hvaða þjóð, hvað ófull- komin sem hún kann að vera, verðskuldar slíka refsingu og Gyðingarnir hafa orðið að þola á næstum því öllum öldum ? Alt frá því fyrsta, sem sög- ur fara af Gyðingunum, hafa þeir verið ofsótt þjóð. Sumir halda því fram að allar ofsókn- irnar stafi af því að Kristnir menn kenni Gyðingum um dauða Jesú. Og getur það verið að nokkru leyti, orsök sumra of- sóknanna. En ofsóknirnar voru byrjaðar löngu áður en Jesús kom til sögunnar, og halda á- fram á meðal þeirra sem afneita öllu trúarlegu sambandi við Kristnina. Til dæmis á fornöldunum varð Gyðinga þjóðin fyrir árásum Assyríumanna, Babylóníu og Egypta. Seinna náðu Grikkir tökum á þjóðinni, og enn seinna komu Rómverjar til sögunnar. Altaf urðu Gyðingar fyrir hrakn ingi af ýmsu tagi. Og jafnvel gátu þeir ekki sjálfir lifað sam- !an friðsamlega. Þeir deildu sín á milli. Ríkið þeirra skiftist í tvent og annar helmingurinn gerði herferðir á hinn. Árið 70 e. Krists burð, féll Jesúsalem fyrir herliði, Róm- verja og voru hryðjuverkin þá bæði mikil og mörg, og tvístruðu þá Rómverjar Gyðingunum á víð og dreif, og með því hvarf Gyðingaþjóðin sem ein heild úr sögu heimsins, þó að flest ein kenni hennar varðveittust í Gyð- ingunum sjálfum. En þetta átti sér stað áður en Kristnin var búin að ná föstum |tökum á nokkrum nema aðeins örfáum einlægum mönnum sem bjuggu í Gyðingalandi, þ. e. a. s. það var ekki af þeirra völdum sem Gyðingarnir urðu fyrir þessari tvístrun, eða að land þeirra var lagt undir fætur her- valds. En ávalt síðan hafa Gyðingar orðið fyrir ofsóknum. Þeir hafa flæktst um allan heim, þeir hafa sezt að í nærri því hverju landi í heiminum, og alstaðar hafa þeir fengið orð á sig fyrir að koma ekki fram eins og aðrir | menn, að þeir hefðu einhver :| eðliseinkenni sem gerðu þá ó- viðfeldna öðrum þjóðflokkum; : að þeir voru öðrum ósamrýman- j legir og að þeir vöktu andúð og jósamlyndi á meðal manna. | Hvað sem því líður, vitum . vér að saga þeirra, hefir verið öll önnur en saga nokkurs ann- TIL LEIÐBEININGAR VIÐ J0LAKAUP Vér viljum benda safnaðar og klúbb skrifurum á, er ráða þurfa fram úr löngiím gjafalistum, að í þetta sinn, eins og á liðnum ántm, býður, The Eaton Shopping Service aðstoð sína við að velja gjafimar. Höndlunarmenn vorir, er hafa langa reynslu að baki, við að leita uppi óvanalegar en afar nytsamar gjafir, eru vel undir það búnir að velja það sem bezt á við hvarvetna. Auðvitað veitum vér einnig þessa aðstoð, við að velja gjafir fyrir hina nákomnari hópa sjálfrar fjölskyldunnar. Segið oss hvað miklu þér megið eyða í þessar gjafir og látið lista fylgja ásamt nafni og aldri móttakanda. Hitt önnumst vér, umbúning, áritun og sendingu gjafanna. Hvílíkur léttir, þegar jólakvöldið kemur, að vita að öllu er borgið og lenda þá ekki í hringiðu þeirri er hraða þarf kaupunum á síðustu augnablikunum. EATON C?, MITED ars þjóðflokks. Þeir hafa orðið að flýja hvað eftir annað undan reiði annara þjóða og sýnast hvergi hafa komið sér vel. Þeir hafa orðið fyrir ofsókn- um á Fraklandi, á Spáni, í Rúss- landi, á Póllandi, í Þýzkalandi og á Englandi. Á miðöldunum til dæmis, er saga gyðingaþjóð- arinnar að mestu leyi, ein ofsókn á fætur annari, þangað til að búið var að reka þá næstum því alla úr vesturhluta Evrópu. Á þrettándu öldinni voru þeir allir reknir úr Englandi, og í næstu fjórar aldir á eftir þektist ekki Gyðingur í því landi. En á syetjándu öldinni fóru þeir að flytja þangað aftur og hafa átt heima þar síðan. Mörg ár liðu áður en þeir fengu jafnrétti við aðra menn. En samt voru þeim veitt þessi réttindi áður en sum- ir aðrir flokkar, eins og t. d. sumir frjálstrúarmenn, hlutu full borgararéttindi. En þrátt fyrir þennan hrakn- ing sem Gyðingarnir hafa orðið fyrir á næstum því öllum öldum síðan að þjóðin fyrst þektist í sögu heimsins, hefir hún með þrautseigju haldið sér við, hald- ið trúnni sinní á meðal þeirra sem þeir kölluðu á fyrstu öldum kristninnar og kalla ef til vill enn, villutrúarmenn. Þeir hafa haldið siðum sínum og varð- veitt mörg önnur þjóðareinkenni. Þeir hafa tekið sér bólfestu í næstum því hverju landi í heiminum, og í öllum löndum þar sem þeir hafa búið hefir mikið borið á þátttöku þeirra í viðskiftalífi þjóðanna, og oft hafa þeir sýnt það, að þeir væru borgarar hinir beztu. Þeir festu trygð við landið sem þeir bjuggu í, og í mörgum tilfellum, nú, eftir margra alda avöl í vissum löndum, birta þeir einkenni sem benda skýrt til landsins sem þeir koma frá. Margir þeirra hafa orðið mikl- ir fræðimenn, heimspekingar, vísindamenn, stjórnmálamenn o. m. fl. Þeir hafa átt mikinn þátt í viðskiftum þjóðanna og hafa verið með þeim framtaks- sömustu mönnum í heiminum. Þeir hafa komið upp miklum og ágætum stofnunum og hafa sýnt það á margan hátt að þeir væru það sem vér köllum “public spirited.” Til dæmis, svo eg nefni aðeins fáeina, hafa Gyðingar verið til eins og Disraeli, stjórnmálamað- urinn mikli á Englandi og Rothschilds fjölskyldan, auðkýf- ingarnir miklu. í Bandaríkjun- um hafa verið menn eins og Brandeis, æðstaréttardómari, og Cardogo einnig æðstaréttardóm- ari. Michelson var vísindamaður mikill í Bandaríkjunum sem hlaut Nobeís-vterðlaun/Ín fyrir vísindalegar uppfyndingar. Svo er Einstein, sem er helzti vís- indamaðurinn í heiminum á vor- um tímum, og er hann Gyðingur af þýzkum Gyðingaættum. Þá er Sigmund Freud, sálarrannsókn- armaðurinn sem bjó í Austur- ríki, en er nú kominn til Eng- lands. ótal marga aðra mætti nefna, eins og S. O. Levinson. lögfræðing mikinn í Chicago, Lil- lian D. Wald, mannvininn sem stofnaði hæli í fátækrahverfi einu í Bandaríkjunum og hjálp- aði ótal mörgum fátækum og allslausum sem bjuggu þar. — Einnig má telja danska Gyðing- inn, Georg Brandes, rithöf- undinn mikla og ótal marga aðra hljómlistamenn og skáld. Á sama tíma, auðvitað, má telja upp Gyðinga, þó ekki með nafni, sem eru að öllu leyti ólíkir þessum mönnum, sem eru í beinni mótstöðu við alt sem þessir menn eru. Þeir eru t. d. óhreinlátir, hávaðasamir, prett- óttir, svíðingslegir, óáreiðan- legir, o. s. frv. Þeir fremja sitt hvað er verðskuldar alla þá fyrirlitningu sem menn bera fyrir þeim. En er um ó- hreinlæti er að ræða, há- vaðasemi, óáreiðanlegleika, nízku, o. s. frv., éru Gyðingarn- ir ekki hinir einu sem birta þessi einkenni. Mér finst þau þekkjast hjá öllum þjóðum og öllum þjóðflokkum, alveg eins og mörg ágæti þekkjast hjá öðr- um þjóðum eins og hjá Gyðing- um. Sagt hefir verið að Gyðing- arnir hafi náð of miklum völd- um, en ekki er hugsað um að tortíma Þjóðverjum í nokkru landi vegna þess. Sagt hefir Verið einnig að Gyðingar hafi -of mikið peninga- vald í heiminum. Svo getur ver- ið, en í þjóðinni sem ríkust er, í Bandaríkjunum, eru auðkýf- ingarnir þar menn eins og Rockefeller, Ford, Mellon, Hark- Jness, Vanderbilt, Dupont, Whit- ney, McCormick, Baker, Fields, o. fl., sem eru ekki Gyðingar, en neðst á listanum koma Gyðing- arnir: Guggenheim, Lehmann, Kahns, Rosenwald o. fl. Þ. e. a. s. að í auðugasta landinu í heimnium, þar sem að Gyðing- arnir aru fjölmennastir, að und- anteknu einu landi, Rússlandi, eru allir ríkustu mennirnir ann- ara þjóða en Gyðingaþjóða. — Hugsunin þessvegna að Gyðing- arnir hafi mesta auðvaldið í heiminum getur ekki annað ver- ið en fjarstæða. Einu sinni voru Gyðingar fyr- irlitnir og ofsóttir vegna þess að þeir afneituðu Kristninni — og vegna þess, eins og sagt hefir verið, að þeir voru valdir að því að Jesús væri krossfestur. En enginn maður ætti að láta sér detta það í hug nú, á vorum dögum, að fyrirlíta nokkurn mann vegna trúar hans, né held- ur vegna nokkurs verks sem framið var af forfeðrum hans fyrir tvö þúsund árum. Varla er því hægt að segja nú að þetta sé ástæðan þegar ofsóknir gegn Gyðingum eiga sér stað. Hvers vegna fyrirlíta menn þá Gyðinga? Hvers vegna vilja þeir engin mök við þá eiga? Vér vitum að margir menn vilja síð- ur nokkur viðskifti við þá hafa. Maður sem vinnur fyrir vá- tryggingarfél. hér í bænum sagði mér um daginn að þó að hann hefði sjálfur viðskifti við Gyð- inga, vissi hann af félogum sem engin viðskifti við þá vildu hafa og að stundum ættu Gyðingar erfitt með að fá vá- tryggingar. Einnig sagðist hann miklu síður vilja sjálfur nokkuð i við þá eiga. Austur í New York, eru stór gistihús sem taka aldrei Gyðinga inn til gistingar, og til eru sumarbústaðir bæði hér í þessu fylki og víða annar- staðar sem leyfa engum Gyðing- um að koma þangað. ótal mörg Jdæmi þessum lík mætti telja upp, og benda þau öll á eitt, eða | sýnast benda, að Gyðingarnir hafi einhver einkenni, eitthvað við sig, sem aðrir geta illa felt sig við. Þeir eru ekki sam- rýmanlegir við aðra þjóðflokka, og stafar þetta ef til vill af ein- kennilegri trú þeirra, meðal annars, þar sem þeir halda því fram, eða trúa því, að þeir séu guðs útvalin þjóð, og að þeir séu einhvernveginn æðri eða fremri flestum eða öllum öðrum mönn- um. Auðvitað eru til margar und- antekningar. En nóg ber á þess- um einkennum til þess að maður getur kallað þau þjóðareinkenni Gyðinganna, og að maður fellur sig ekki við þau, hve mikið og frábært sem ágæti þjóðarinnar kann að vera að öðru leyti. En þó að eg bendi á þetta, þó að eg viðurkenni það að eg felli mig ekki við alla Gyðinga, þýðir það alls ekki að eg sé samþykkur ofsóknunum, eða villimenskunni sem hefir átt sér stað í Þýzka- landi. Eg felli mig ekki heldur við alla sem eru ekki Gyðingar. — Jafnvel eru íslendingar til sem eg vil síður þurfa að umgang- ast. En'þó að svo sé, dytti mér aldri í hug að ráðleggja nokkr- um það, að ofsækja þá menn, eða að styðja að ofsóknum gegn WINNIPEG, 30. NÓV. 1938 þeim. Það er alger misskiln- ingur í heimi sem kallar sig kristinn að láta nokkuð þess- háttar koma sér í hug. Jesús sagði: “Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: ‘Þú skalt ekki morð fremja,, en hver sem morð fremur skal verða sekur fyrir dóminn. En eg segi yður, að hver sem reiðist bróður sínum er sekur fyrir dóminum !” Það er því kristileg skylda vor, að mótmæla allri harð- stjórn, öllum ofsóknum, öllum ó- réttindum í heiminum. Eg skil alls ekki í því, hvernig nokkur maður getur samþykt stefnuna sem nú er fylgt í Þýzkalandi, því þar sýnast valdhafendurnir ekki lengur vera menn, heldur villidýr, sem ráða ekki sjálfum sér, en fólkið sem verið er að ofsækja og tortíma, er varnar- laust og allslaust. Það á engan að, sem það getur flúið til, og ef farið væri með skepnur í þessu landi eins og þar er verið að fara með menn, væru þeir sem valdir væru að því, teknir fastir og hneptir í fangelsi. En þeir sem ofsækja Gyðing- ana í Evrópu hafa sjálfir valdið þar og ráða því öllu. En eg get ekki annað en hugs- að, eða trúað, að eitrið sem þeir eru að breiða út með afstöðu sinni í þessu máli, muni á sínum tíma verka á þá sjálfa, því guð lætur ekki að sér hæða, og menn geta ekki framið ranglæti til lengdar án þess sjálfir að gjalda þess! En í millitíðinni, get.ur oss ekki annað en hrylt við því, sem nú gerist á Þýzkalandi og vér geutm ekki annað en mót- mælt því. Því aðeins þannig, getum vér stutt að því, eða stefnt að því að einhverntíma í framtíðinni þekkist ekki þess- konar hryðjuverk framar í heim- inum, en að rétturinn velli fram sem vatn, og réttlætið sem sí- rennandi lækur. GRJóTÁ RENNUR . . . Eftir Guðmund Friðjónsson /"'RJÓTÁ rennur gegnum þorp- ið svo að segja atvinnu- laus, og fram af snarbröttum stalli nður í flæðarmál. Sá stallur heitir Þönglabakki og þorpið heitir að réttu lagi Þönglabakkaver. Einn íbúi þessa þorps heitir Þrándur í Götu. Hann er hálf- gildings landnemi þarna, ekki borinn né barnfæddur í verinu; því að hann var fram á miðjan aldur bóndi inni í sveitinni, þar sem heitir í Dal. Þar var hans föðurleifð. Hann var atorku- maður “og vann nótt með degi”, eins og sagan hermir um Gísla Súrsson. En meinleg örlög hrjá margan íslending. Örlaganorn eða illviljuð draumkona bægði Gísla frá hlutskifti hamingj- unnar. Og þannig lék ógæfan Þránd, að hún lét innýflaorma og sóttkveikjur hálfdrepa og steindrepa sauðfé hans að vor- lagi og lenti hann með því móti á “kaldan klaka”. Gamalt hreysi, sem einsetu- kona bjó lengi í — og andaðist í að lokum, húkti framna í Þöngla- bakkanum og var hálfgrafið inn í hann. Þetta býli hét í Götu vegna þess, að þar lá sjávargata þorpsbúa niður í naustin smá- bátanna. íbúð gömlu konunnar var boðin upp að henni andaðri og Þrándur hrepti hreiðrið. — Honum var nauðugur einn kost- ur að hopa á hæli úr Dalnum sínum, þegar bústofninn brást og freista hamingjunnar á nýj- an leik. Hann var lagtækur á tré og járn. Og hann lét sig dreyma um, að nota mætti foss- inn í Grjótá til smávika og jafn- vel stórræða. Fyrsta árið bjó hann í greninu ásamt konu og fjórum stálpuð- um börnum og leitaði að hlaupa- vinnu í þorpinu. En þá voru margir um lítið starf. Hann var um haustið með annan fótinn inni í dalnum við-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.