Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 30. NÓV. 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA kemur eftirminnilega fram í1 æfintýrinu “Þegar veturinn varð andvaka”. — f æfintýrunum “Vörðurnar” og “Fjallið, sem altaf var að kalla” er aðdáun skáldkonunnar á fslandi, ís- lenzkri menningu og sögu, og trú hennar á framtíðarmöguleika þjóðarinnar, hinn sterki undir- straumur frásagnarninar. Þá er ást Huldu, á íslenzkum fræðum og menningarverðmætum eigi síður færð í fagran búning og skáldlegan í æfintrýinu “Perl- urnar”. Holt er börnum og unglingum — og fullorðnum líka — að lesa æfintýrin “Sunnudagur kisu” og “Snati lærir að syngja”, því að þau glæða ást þeirra til dýranna j og alls, sem lifir. Með mikilli nærfærni og jafnframt með hæglátri en notalegri kýmni er lýst lífi fuglanna í æfintýrinu “f Bláhrauni”. Fögur og raun- trú er þessi náttúrulýsing úr æfintýrinu “Fjalldrapinn ang- ar”. “Dásamléga angar fjalldrap- inn á viðarheiðunum norðlenzku eftir gróðrarskúr í júníbyrjun. Blöð hans, dimmgræn og örsmá, eru sem þrungin sælu og von, þegar sólin skín á þau, vot og vökvarík. Ilminn leggur langar leiðir. Gulvíðirinn ber gylta humla og grávíðirinn silfurlita, með gullblæ yfir. Einirinn er æ hinn sa-mi, en ber hans, blá og bragð- sterk, sýna að hann veit þó af vori, eins og alt annað, sem lifir og grær á heiðunum. — Beiti- lyng og sauðlaukur láta lítið á sér bera. Það er ekki fyr en í ágúst, að þau láta blóm sín skarta, eins og rósbleikar stjörn- ur á dökkgrænum grunni, líkt sem þau vildu segja: Seinna koma sumir dagar — og koma þó! Þessar yndislegu heiðar, sem engir þekkja til fulls nema þeir, sem þar hafa smalað og týnt ber í æsku — þær eru eitt af því fegursta og f jölbreyttasta, sem ísland á. — Hvert vor þrá börn þeirra viðarilminn og friðinn, hunangsþrungna humlakollana, spóasöngilnn og lóukvakið — hvar sem þau eru og hvert sem þau fara.”------- Nóg hefir þá sagt verið þeim ummælum til staðfestingar, að þessi bók sé lofgerð um íslenzka náttúrufegurð og það, sem fs- land á bezt að bjóða menningar- lega. ísland blasir hér við sjón- um, séð með augum draumlyndr- ar og djúpskygnrar skáldkonu. Ekki er þess að dyljast, að ýms- ir nútíðarmenn telja slíkan skáldskap lítilsvirði; hann er ekki “innlegg” í stéttarbarátt- una. En er það einskisvirði, að glæða hjá landslýðnum fegurð- arást, samúð með mönnum og málleysingjum og framtíðartrú ? Það er svo ofur auðvelt, að stara sig staurblindan andlega með því að festa augun aðeins við ytri og dekkri hlið lífsins. En listamönnunum er æðra hlut- verk ætlað heldur en að rótast um í pólitískum moldarflögum; þeim er ætlað, eins og Einar skáld Benediktsson orðaði það, að: “eiga sjón út yfir hringinn þröngva og vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngva”. Þetta skilur Hulda skáldkona fyllilega og því segir hún á ein- um stað í þessari bók sinni: “Listamennirnir eiga að ekapa perlur, er lýsi bræðrum og systrum þeirra og vermi þau á jörðu og séu’samboðnir ódáins- gróðri himinsins”. Áætlaðar messur um næstu sunnudaga: 4. des., Geysir, kl. 2 e. h. 4. des., Riverton, kl. 8 e. h., ensk messa. 11. des., Víðir, kl. 2 e. h. S. ólafsson LÆKNIGAKRAFTUR H VERAGUFUNN AR OG HVERALEIRSINS Flestir þeir, sem farið hafa til útlanda hafa af eigin raun kynst gufuböðum og hollustu þeirra og hressingu, og á síðari árum hef- ir mönnum hér í bæ einnig gef- ist kostur á að kynnast þeim. íþróttafrömuðurinn Jón Þor- steinsson hefir komið upp slíku baði í húsi sínu við Lindargötu, og eins og skýrt var frá hér í blaðinu um daginn, hefir Golf- klúbbur fslands einnig komið fyrir slíku baði í húsi sínu. En þótt menn þekki ekki af eigin raun dásemd gufubaðanna hafa margir hverjir lesið lýsingu Þór- bergs Þórðarsonar á þeim, og hafa fengið um það nokkra hug- mynd, að hér er um meira en venjuleg vatnsböð að ræða. Þeir, sem hafa átt leið austur yfir Hellisheiði hafa efalaust veitt því eftirtekt, að rétt ofan við rústirnar af húsi Höyers í Hveradölum hefir risið upp lít- ill og snotur kofi. Yfir hann og alt um kring leggur eiminn frá brennisteinshvernum, en rör liggja úr hvemum sjálfum og inn í húsið og út um það að nýju, en þetta mun vera fyrsta baðhús á íslandi, þar sem ein- göngu er notast við hveragufu til að orna mönnum og baða þá. Þetta er nýjung, sem verðskuld- ar fulla athygli, ekki sízt fyrir Reykvíkinga, sem búa í ná- grenninu pg geta auðveldlega orðið baðanna aðnjótandi, og þá einkum skíðagarpar vorir, sem þarna iðka íþróttina mikinn hluta vetrar. Hús það, sem hér um ræðir er liðugar 6 álnir á lengd og 4 álnir á breidd, og er því ekkert stórhýsi, en það nægir því hlut- verki, sem því er ætlað að leysa. Þegar inn í húsið kemur verður fyrst fyrir búningsherbergi, og er þar bekkjum fyrir komið, þannig að menn geta legið þar og fengið nudd sér til heilsubót- ar og hressingar, hvort sem um íþróttamenn eða sjúklinga er að ræða, en að því verður vikið síð- ar. Innar af beðherberginu ér gangur, sem liggur inn í bað- klefann og er þar komið fyrir köldu steypibaði, en það er ann- ar þáttur gufubaðsins og engu ónauðsynlegri til þess að baðs- ins verði notið til fulls. Inst í húsinu er svo baðklefinn sjáif- ur. Hann er ekki stór, en nógur til þess að nokkrir menn geta tekið bað í einu. Liggja rörin frá hvernum í gegnum hann og á þeim er handfang, þannig að hægt er með einu handtaki að hleypa frá göfunni eða loka fyrir hana að fullu eða tempra hana eftir vild. Ef svo skyldi fara, að gufan yrði fullmikil má hleypa henni út um loftsgat í herberginu, þar til hún er orðin hæfileg að nýju. Sveinn Steindórsson frá Ás- um í Hveragerði hefir reist bað- skála þennan og gengið hagan- lega frá öllum útbúnaði hans eins og að framan greinir. Ýmsum hefir gefist kostur á að reyna þetta nýja gufubað og láta þeir mjög vel af. Sá er þetta ritar átti tal við einn þeirra manna, sem dvalið hefir í Skíðaskálanum sér til hress- ingar í sumar, og hefir hann að staðaldri notið hveragufunnar. Þegar hann kom upp eftir þjáð- ist hann af taugagigt, og var m. a. orðinn svo máttlaus í hend- inni, að hann gat ekki haft vald á smæstu hlutum, og réði als ekki yfir hreyfingum handar- innar. Hafði hann leitað ýmsra ráða til úrlausnar, en litla bót fengið á þessum vankvæðum. Þegar hann hafði notið hvera- gufunnar um nokkurt skeið, tók að rakna úr fyrir honum og líðan hans að batna, og nú er svo komið, að hann hefir fengið það j mikinn styrk í hendina, að hann getur notað hana til allra starfa, þótt hann sé enn ekki búinn að fyrir Kínverjum heldur en vér fá fullan bata. Skýrði maður Evrópumenn berum fyrir nú- þessi svo frá, að læknar teldu! tímamönnum í Grikklandi, þó að það að gufuböðin við brenni- steinshverinn væri eflaust margra meina bót, og mætti vænta alls góðs af þeim, enda hafa þau lengi verið notuð sjúkl- ingum til hressingar í öðrum löndum, þótt þau hafi lítt tíðk- ast til þessa hér í landi. f Tékkóslóvakíu og ef til vill víðar eru leirböð einnig mjög tíðkuð í lækningaskyni, einkan- lega við gigt, lömun og tauga- sjúkdómum. Streymir fjöldi fólks árlega til baðstaðanna þar í landi og dvelur þar yfir sum- artímann. Þykja böð þessi hafa mjög bætandi áhrif á heilsu manna, en skilyrði til slíkra leir- baða eru svipuð í Tékkóslóvakíu og hér á landi. Hér á landi höf- um við litla reynslu af slíkum böðum, en þó munu þau nokkuð hafa verið reynd í Hveragerði í ölfusi. Góður og gamall Reyk- víkingur, Helgi Árnason safn- húsvörður, hafði lengi átt við erfiða vanheilsu að búa er hann fluttist til Hveragerðis, en eftir nokkra dvöl þar hafði hann fengið fulla bót meina sinna og er nú heill heilsu og hinn hress- asti. Þakkar ihann heilsubót sína böðunum og hveragufunni þar austur frá. Prófessor Magnús Jónsson, Sveinn Björnsson sendiherra, og ef til vill ýmsir fleiri hafa opin- berlega rætt um þá leið, að kom- ið væri upp baðstöðum við hvera- svæðin hér á landi. Þess ber að gæta, að til þess að vænta mætti mikillar aðsóknar erlendra manna að slíkum baðstöðum, myndi allur undirbúningur þar kosta mikið fé, ef þeir ættu að standa jafnfætis erlendum hress- ingarstöðum, en til þess að við íslendingar sjálfir gætum not- fært okkur þau gæði, sem jörðin hefir gefið okkur, ætti ekki að þurfa að leggja^ í ýkjamikinn kostnað, af þeim sökum að við erum öllu vanir og gerum engar óhófskröfur til lífsins. Ef það sýnir sig að dvöl við jarðhita- svæðin er jafn heilnæm, og talið er af ýmsum, fást með reynsl- unni öll önnur skilyrði til frekari athafna, og mætti þá - vel svo fara að ísland yrði hressingar- staður erlendra manna, sem færði þeim flestra meina bót, og væri þá auðveldara uxh öll vik eftir en áður. Það væri æskilegt að læknar gerðu opinberlega grein fyrir á- liti sínu á þessum málum, enda ætti það fyrst og fremst að vera innan þeirra verkahrings að beita sér fyrir framkvæmdum þessu aðlútandi, ef mikils má af vænta fyrir ýmsa sjúklinga. —Vísir. JAPAN OG KÍNA Bak við styrjöldina milli Jap- ana og Kínverja er fólgið rót- gróið gagnkvæmt hatur þessara miklu Austurálfu-þjóða. Kín- verjar, sem eru eldri að menn- ingu, líta niður á Japana eins og hverja aðra óstýriláta uppvöð- sluseggi og vanþakkláta læri- sveina . Japanir urðu menning- arþjóð undir verndarvæng Kín- verja og drukku á tiltölulega skömmum tíma í sig kínverska menningu með tröllaukinni á- kefð. Að vísu líta Kínverjar svo á, að Japanar séu í menn- ingarlegu tilliti sníkjudýr á alt nema herbrögð og örgustu klæki- verk nútímans. Og næsta fáir Kínverjar kunna nokkur skil á því, hve meistaralega Japanar hafa á furðu skömmu tíma til- einkað sér það haldkvæmasta í vestrænni og austrænni meningu og brætt þar saman fornt og nýtt. Margir Japanar líta hinsvegar þannig á, sem vafalaust er rétt, íað Kína hafi fyrrum verið menningarlegt leiðarljós Aust- urálfu-þjóða. En nú á tímum bera þeir ekki meiri virðingu endur fyrir löngu hafi risið há menningaralda þar í landi. Jap- anar segja, að Kínverjar séu orðnir úrkynjaðir. Þar sé ekki lögð stund á að ala börnin upp í öðru en hatri á Japan. Skólarn- ir í Kína skili fólkinu uppþembdu af óánægju, og JCínverjar ali sér upp hópa af 4. flokks stjórn- málamönnum, en hvorki viljí né geti alið upp kynslóð, er k^unni skil á verzlun og stóriðju eða hagkvæmri pólitík. Kínverjar segja hins vegar, að Japanar hugsi ekki um annað en að ala sér upp auðsveipar her- mannakindur. Þeir amist við því, að þjóðin kynnist þjóðfé- lagsfræði eftir eigin vild, En hins vegar séu lægri stéttir þjóðfélagsins hneptar í þræl- dóm. Segja Kínverjar, að slíkt ásigkömulag sé næsta ömurleg- ur prófsteinn á heilt keisara- dæmi. Flestir Japanar líta með megnri fyrirlitningu á þær stað- reyndir, að í sögu Kínverja hafa uppreisnir verið tíðar, og draga af því þá ályktun, að Kínverjar kunni ekki að stjórna ríki, svo að í lagi sé. En kínverskt skap- lyndi telja þeir furðu ólíkt þeirri skapfestu, er japanska þjóðin geti stært sig af. Segja Japan- ar, að Kínverjar geri ekki ann- að en nöldra og vera með ólund og að hjá þeim sé hver höndin upp á móti annari. Sé ekki nema um tvent að ræða: Annaðhvort lokki Kínverjar Breta eða Rússa til þess að vinna Japönum tjón eða þeir opni, vegna aumingja- skapar síns, valdasjúkum stór- veldum í vesturátt leið til þess að ráðast á Japan. Kínverjar saka Japana hins vegar um ólæknandi þjóðernis- gorgeir. Segja þeir, að hin svo nefnda löghlýðni og samheldni Japana sé ekki annað en blind hlýðni við einhverja keisarahug- sjón, sem alin sé upp í þjóðinni af frekum hershöfðingjum. En Kínverjar eru í raun og sann- leika næsta fáfróðir um menn og málefni í Japna, eins og auðsætt má þykja af því, sem nú hefir verið rakið. Þeir þekkja trauð- lega aðra Japana en hershöfð- ingja þá, er unnið hafa Kína mest tjón á síðari tímum. Eng- inn japanskur kaupsýslumaður, rithöfundur, heimspekingur, trú- málaleiðtogi, listamaður né upp- fyndingamaður er þjóðkunnur í Kína. Svipuðu mláli gegnir um Japana gagnvart Kína. Ment- aðir Japanar kannast við merk- ustu menn Kínverja á fyrri öld- um. Af síðara tíma Kínverjum kannast þeir hins vegar ekki við neina, nema þá helst fáeína hershöfðingja. f fjárhagslegu tilliti líta Jap- anar á Kína með samblandi af öfund og fyrirlitningu. Sjálfir hafa þeir á síðari tímum gerst mikil iðnaðar- og verzlunarþjóð og rutt með hinu mesta harð- fylgi vörum sínum inn á yfir- fylta markaði annara landa. — Einnig hafa þeir litið hinum mestu ágirndaraugum til hrá- efnalinda í nágrenni sínu. í þessari baráttu hefir sú skoðun skapast í Japan, að Kínverjar lúri á gulli. Þess vegna segja Japanar: — í Kína er ekkert gert til þess að efla innlendan stóriðn- að. Þar ríkir slen og aðgerðar- leysi, en jafnframt er þeim mönnum bægt frá hinum ónot- uðu auðsuppsprettum landsins, sem líklegir væru til þess að nota þær þjóðinni til hagsbóta. Hví skyldu yfirráðin í Kína leng- ur vera falin dáðlausum stjórn- málamönnum, sem haldnir eru af spillingu, þegar öll kínverska þjóðin stynur undir oki aðgerða- leysisins og hrópar á framfarir? Og hver skyldi vera færari um að skapa þróun í atvinnumálum kínversku þjóðarinnar en ein- mitt Japanar? Kínverjar hafa einhverja hug- mynd um, að Japanar eigi við örðugleika að stríða á sviði at- hafnalífsins, en þeir eiga örðugt með að sætta sig við þá tilhugs- un, að úr þessum örðugleikum verði bætt með því, að Japanir seilist til kínverskra auðlinda. Japanar álíta, að Kínverjar hneigist mjög að kommúnisma vegna tillátssemi þeirra við Rússa í Mongólíu. En í Kína er engin hrifning á Rússlandi, þó að Kínverjar sætti sig frem- ur við nábýli Rússa en Japana. , Ástandið, sem markar baksýn hinnar miklu styrjaldar í Aust- urálfu, byggist á hatri og fnis- skilningi hinna tveggja voldugu, gulu þjóða. Þar sem Japanar sjá hvítt, sjá Kínverjar svart, eins og jafnan á sér stað, þar sem herguðinn nær að blinda valdhafana.—Samtíðin. HITT OG ÞETTA Þér sem notiS— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgölr: Henry Ave. Ea*t Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA f sumar andaðist í Varsjá í Póllandi læknisfrú Krassowski, fertug að aldri. Á banabeði sínu sagði hún frá því að hún væri stórfurstafrú Tatjana Roman- ova, dóttir Nikulásar Rússakeis- ara, sem bolsévikkar myrtu. Hin deyjandi kona lagði eið út á að hún færi með rétt mál og maður hennar hafði í fórum.sínum dag- bók með skjaldarmerki keisara- ættarinnar og fleiri skjöl máli sínu til sönnunar. Stórfurstafrúin sagði frá því, að systkini hennar hefðu verið myrt í kjallara í Jekaterinsburg, en að hermaður einn hefði bjarg- að henni nokkru áður en keis- arahjónin voru myrt. Síðan komst hún í samband við greifa- fjölskylduna Radicheu og flutt- ist með henni til Póllands. Árið 1934 giftist hún lækninum í Varsjá.—Mbl. * * * Þýzki ,herforinginn Falken- hausen, sem verið hefir í þjón- ustu Kínverja síðan áður en stríðið við Japani braust út, hefir fyrir nokkru verið kallaður heim frá Kína ásamt fleiri þýzk- um liðsforingjum, sem voru í þjónustu Kínverja. Einn hinna þýzku liðsforingja í Kína, Wal- ter Stennes kapteinn, hefir þó neitað að hverfa heim við svo búið. Hann hefir sagt eftirfar- andi við blaðamenn í þessu sam- bandi: — Eg hefi gengið í þjónustu Chiang-Kai-Shek sem hermaður og þess vegna yfirgef eg hann ekki fyrri en yfir lýkur. Það er skylda mín sem hermanns .... Walter Stennes var áður fyr stormsveitarforingi, en fór frá Þýzkalandi 1934. Hann var 16 ára gamall er hann tók fyrst þátt í heimsstyrjöldinni og fékk járnkrossinn fyrir hreystilega framgöngu. * * H= Fyrsta armbandsúrið, sem sögur fara af, var smíðað árið 1572 og gefið Elísabetu Eng- landsdrotningu. Sagan segir, að drotningin hafi látið setja úr- smiðinn í fangelsi til þess að hann smíðaði ekki fleiri slíka kostagripi. Jótar eru orðlagðir fyrir létt- lyndi, en á banabeðinum eru þeir alvörugefnir ekki síður en aðrir menn. Um það vitnar eftirfar- andi saga. Óli gamli lá fyrir dauðanum og presturinn var kominn í heim- sókn til hans. Klerkur sagði við Óla: — Getur þú fryirgefið öllum óvinum þínum? — Já, svarið Óli, öllum nema Mads Iversen. — Af hverju geturðu ekki fyrirgefið honum, Óli minn?’ sagði prestur. — Vegna þess, að hann hefir leikið mig grátt í hestakaupum. — Þá gagnar þér ekkert að fyrirgefa öðrum. Óli hugsar sig um litla stund og segir síðan: — Jæja, eg get fyrirgefið hon- um líka — það er segja ef eg dey — en ef eg lifi stendur alt við það sama! * * * Fyrsta landabréfið af öllum heiminum var gefið út um alda- mótin 1500. Kort þetta gerði landkönnuðurinn Sebastian Ca- bot, sem fann meiri hlutann af Norður-Ameríku. Kort þetta var, eins og nærri má geta, harla ófullkomið og m. a. vant- aði alveg Ástralíu á kortið. * * * Nýlega hefir verið sett á stofn ástarmálaskrifstofa í Parísar- borg. Starfsmenn skrifstofunn- ar veita allskonar aðstoð í ástar- málum, en aðalverkefni /irmans er þó að skrifa ástarbréf. Hver sem þess óskar getur látið skrif- stofuna annast ástarbréfavið- skifti sín gegn vægri borgun. — Skrifstofan hefir meira en nóg að gera. * * * Parísarblöð, sem hafa átt við- töl við sjálfboðaliða úr her rauð- liða á Spáni, skýra frá því, að mikill fjöldi sjálfboðaliða frá Norðurlöndum hafi fallið síð- ustu vikurnar. M. a.' hefir hin svokallaða Hjalmar Blranting- hersveit stráfallið í einni orustu, en í þeirri deild voru nær ein- göngu Norðurlandabúar. Bridge Drive til arðs fyrir sjúkrasjóð st. Helku nr. 33, I. 0. G. T. verður haldið í G. T. hús- inu fimtudagskv. 1. des. n. k. * * * Ársfundur þjóðræknisdeildar- innar “Frón” verður haldin 5. des. n. k. Fara þá fram em- bættismanna kosningar fyrir næsta ár. Eru félagsmenn beðn- ir að muna það og fjölmenna. Stutt skemtiskrá fer fram á eftir kosningunum. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi Bridge Drive “Bridge” undir umsjón “The Saturday Night Cluþ” verður haldin í samkomusal Sambandskirkju, LAUGARDAGSKVELDIÐ þann 10. DESEMBER í stað þess að gefa verðlaun«fyrir hæstu vinninga Verða gefnir happa drættir, svo allir hafi jafnt tækifæri. Fyrstu verðlaun er stór Turkey. Einnig fleiri verðmæt verðlaun. Þetta er árleg skemtun hinna yngri kvenna safnaðarins, og var húsfyllir síðasta ár, svo fólk er ámint um að fá aðgöngumiða í nægan tíma. Forstöðunefndin. IIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.