Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 30. NÓV. 1938 RISADALURINN I. Kapítuli Sumarið 1850 sigldi skonnorta ein inn á víkina við Trinidad höfðann og varpaði atker- um rétt við marhálms svæðin. Fimtán mínút- um siðar var litla skipsbátnum róið að landi og flutti hann þangað mann einn. Maður þessi hafði kúlubyssu að vopni, öxi og brúnan striga poka með fötum og matvælum. Hann stóð eftir á ströndinni og horfði á eftir bátnum, sem hélc aftur til skipsins. Skonnortan létti svo atker- um og var borin af norðvestan staðvindinum a brott. Er hún var horfin, lyfti hann farangr- inum upp á hið breiða og hraustlega bak sitt og gekk ákveðnum skrefum inn í skóginn er óx á bökkum litla fljótsins, sem rann út í víkina. Maður þessi hét John Cardigan. Hann var fyrsti frumbýlingurinn í þessu einmanalega og óvingjarnlega landi, og hér hefst sagan um þennan Cardigan og son hans, því að í landinu, sem hann kaus sér að byggja og gerast braut- ryðjandi í, beið hans hið refiða verk að ryðja menningunni veg. Við það starf lá það fyrir honum að reyna unað konu ástar, þar kyntist hann einnig föðurástinni. Þar reyndi hann einnig þá sorg að missa konuna sína. Einnig átti það fyrir honum að liggja, að reyna hina djúpu sigurgleði yfir sigruðum þrautum og kynnast veraldar velgengninni, sem laun fyrir mikið erfiði, og á kveldi æfinnar að horfast í augu við gjaldþrot og örbirgð. Vegna alls þessa, er hægt að segja söguna um son Cardigans, er hélt baráttunni áfram, er faðir hans beið lægra hlut, til þess að bjarga arfleifð sinni. — Það er svolítil saga af mannlífinu, af ást þess og hatri, baráttu þess og sigri, ósigrum, gleði og sorg þess, en einkum er það saga hinnar sigrandi æsku, er knúði Bryce Cardigan til að berjast mót allri von, ekki vegna auðs né fjár, heldur fyrir hugsjón. Hlustið því á söguna úr rauð- viðarskógunum hans Cardigans. Eftir ströndum Californíu í leynidölum hennar og eftir ásum og hálsum þeim, sem liggja upp að hlíðum Klettafjallanna, liggur skógarbelti, sem er að jafnaði um þrjátíu míl- ur á breidd. Ef farið er inn í þennan skóg norðan að frá Oregon-ríkinu sézt fyrsta tréð út við sjóndeildarhringinn, rétt frá landamærun- um. Það stendur þar eins og útvörður og vakir þar yfir jötnafylkingu, sem nær næstum því fjögur hundruð mílur suður í landið, þar sem hinn síðasti jötunn fylkingarinnar heldur vörð um ár og aldir á fjallsbrúninni við Montery- flóann. Lengra inn í ríkinu, á bak við hinn frjósama San Joaquin dal, er annar her þessara risa og í bandalagi við megin herinn, og stend- ur sá skógur í vesturhlíðum hinna háu Sierras. Þetta- eru rauðviðar skógar Califomíu. Hin einu tré þeirrar tegundar, sem til eru á þessari jörð, og finnast hvergi í þessu ríki nema á þessum tveim stöðum. Skógurinn, sem nær er ströndinni, er á máli grasafræðinga nefndur sequoia sempervirens, en hinn, sem lengra er inni í landinu sequoia gigantea. Eins og nafnið bendir til er sá skógur stórvaxnari, en viðurinn úr honum er grófgerðari og lausari og þar af leiðandi iakari !verzlunarvara en sequoia sempervirens, sem nú er næstum gjör- eyddur í Santa Cruz, San Mateao, Marin og Sonoma sveitunum, var það vegna þess, að svo auðvelt var að ná til hans þar. í norður hér- uðunum Hendocina, Humboldt og Del Norte, virðist sextíu ára skógarhögg tæplega hafa gert rjóður í skóginn svo er hann tröllaukinn að víðáttu. Þrátt fyrir hina óskaplegu árás á fylkingar risanna, eru þar tugir þúsunda af dagsláttum sem aldrei hafa verið snertar, og trén þar voru orðin risavaxin á þeim tíma sem Kristur fæddist. f hinu skuggalega landi þeirra, þar sem sólgeislinn smýgur gegn um limið tvö hundruð fet fyrir ofan jörð, heyrist ekkert hljóð nema ógnarþungi þagnarinnar er aldirnar liðu hjá. Á þeim stað, fremur öllum öðrum stöðum í tilverunni, finnur maðurinn ó- mótstæðilega til sjálfs síns smæðar og dýrðar skapara síns. Stærð þessara trjáa er frá fimm upp í tuttugu fet þvert í gegn um þau. Stofnarnir vaxa þráðbeint upp í loftið níutíu til hundrað og fimtíu feta, áður en nokkurt lim tekur við, en það er oft miklu stórvaxnara en stærstu tré austur í landinu. Dreífð á meðal risanna eins og hirð um konung sinn, eru hátignarleg furutré, greni og hvítfura, svört eik og rauð, pipartré, ýviður og sedrusviður. f maí og júní er rjómagulir blómknapparn- ir spretta út á limi hins kræklótta madrón viðar, en hin hvítu blóm kjarrviðarins á lækj- arbökkunum springa út og rósa tréð blómgvast, og hin mörgu smáblóm skógarbotnsins skjóta sínum skrautlituðu kollum gegn um barrviðar- nálamar og rauðviðarkvistina á jörðinni, þá nær þessi dásamlegi skógur eins og töfrahaldi á manni. Hafi maður séð hann þannig prúðbú- inn, þráir maður ætíð að sjá hann aftur og aft- ur, og harmar' það að óhjákvæmilega verða þessi tré að falla fyrir öxi skógarhöggs mann- anna. John Cardigan settist að í Humboldt- sveitinni þar sem sequoia sempervirens nær há- marki dýrðar sinnar. Og með því að framsókn- arlöngunin brann honum heit í brjósti, nam hann sér skógarland næstum því .niður við sjávarströndina — land sem síðar átti að verða grundvöllur borgar. Með tvíeggjuðu öxinni og þverskeru sinni feldi John Cardigan fyrsta rauðviðartréð ,til jarðarinnar, sem það hafði gnæft yfir í tuttugu aldir. Hann klauf það upp í ása undir járnbrautarteina, og í girðing- arstaura. Hann ók viðnum, á uxum niður að ströndinni og sendi hann méð skipum til San Francisco. Þar var trénu skift fyrir töfra- mátt verzlunarinnar í dali og cent sem fluttust aftur til Humboldt sveitarinnar til þess að aðstoða John Cardigan, að gera konungsríki úr auðninni. Á þessum tímamótum í sögu Californíu, var hægt að fá þennan auð aldamía, fyrir sama sem ekki neitt, svo að John Cardigan kaus sér það, sem aðrir vörpuðu frá sér. Að hans skoðun voru hin frjósömu hveitilönd og aldingarðarnir í hinum brosandi dölum Cali- forníu eða gullið í fjallshliðunum hennar, eða beiti og engjalandið með hné háu grasi, ekki eftirsóknarvert. Því að hann hafði sezt fyrst að í Humboldt héraðinu og orðið hugfanginn af stærð, forneskju, hátign og fyrirheitum þessa fyrirbrigðis jarðarinnar. Hann var mikill mað- ur, hjartahreinn og hugsjónamaður, og þess- vegna var þetta land, er hann nam sér hæfur bústaður fyrir hann. Á þeim óhófs og eyðslu tímum, var viðar- höggsleyfi ekki talið mikils virði. Verðið á fermílu af skóglandi var smáræði og skilyrðin þau einu, að kaupandi þess skyldi setjast þar að um tíma og reisa sér þar kofa, sem sönnun þess, að hann meinti eitthvað með þessu, gagn- vart stjórninni, er var alt annað en ströng í eftirlitinu og sóaði með hirðuleysi arfi fram- tíðarinnar. Af þessu leiddi, að margir keyptu sér viðarhöggsleyfi, en þegar þeim buðust betri tækifæri og fjárþröngin krepti að þeim, var það venja þeirra að selja rétt sinn fyrir fáein hundruð dali, og innan skamms gerðist það venja, að “afferma” þennan rétt, og sá sem við réttinum tók var hinn framsýni John Car- digan, sem altaf virtist þurfa að fá meiri skóg- arleyfi. Hann kunni líka vel að meta hvers virði þau voru. Með hinni rólegu fullvissu sjáand- ans, rannsakaði hann hvert héraðið á fætur öðru, og keypti hér og þar bletti af hinni mestu dómgreind. Þrátt fyrir þá staðreynd að hlíða skógurinn er bestur, þá kaus John Cardigan ætíð dalbotninn. Hann sá það, að þegar skógurinn í hlíðunum yrði feldur varð að flytja bolina til svávar gegn um dalbotninn, en það var ekki auðið meðan hann átti þar ósnert skóglendi. Áður en langt um liði, mundu eigendum hlíðaskógarins verða þetta ljóst, og selja John Cardigan eignarrétt sinn fyrir gjaf- virði. Tíminn leið. John Cardigan sveiflaði ekki öxinni lengur, né sargaði þverskeru söginni gegn um fallna viðarbolina. Hann var nú orð- inn vinnuveitandi og alkunnur í San Francisco, sem framleiðandi margskonar tegundar timb- urs, sem unnið var úr rauðviði, með því að kljúfa viðinn. Kaupendurnir sendu skonnort- urnar sínar eftir viðnum. Dag einn veðsettí John Cardigan öll viðarleyfi sín í banka einum í San Francisco, setti alt féð á eitt spil, og það var fyrsta sögunarmylnan í Humboldt hérað- inu. Stórviðirnir í mylluna voru höggnir með öxi en borðin og plankarnir handsagað. Þetta var lítil sögunarmylna, samanborin við það, sem nú gerist, því á hverjum degi þar, sem vinnutíminn var fjórtán stundir, gátu þeir John Cardigan og menn hans ekki sagað meira en tuttugu þúsund fet af viði. Engu að síður svall Cardigan móður í brjósti, er hann leit á mylnuna. Uppi í skóginum í lóni einu þar sem hann geymdi trébolina, afbirktu menn hans þá og síðan voru þeir dregnir af uxum eftir mílulangri timburrennu heim að myln- unni. Skipin komu svo að hafnarbryggju Car- digans, þar sem þau gátu legið örugg um fjöru á tuttugu feta dýpi, og var bryggjan nægilega langt inni til þess, að hinar háu öldur, sem ultu utan af hafinu inn í Humboldt flóann yrðu þeim ekki að grandi. En upp frá bryggjunni var flatlendið til skógarins skoðað sem hið eina bæjarsvæði þar um slóðir. Þegar John Cardigan heyrði hjólsögina hvína, er hún beit í hinn fyrsta rauðviðarbol, sem flett hafði verið síðan heimurinn varð til, sagði hann: “Hérna skal eg reisa borg og hún skal heita Sequoia. Á morgun mun eg hafa sagað nógan við til að byrja á henni. Fyrst mun eg reisa betri hús handa vinnufólki mínu, en hreysin sem það býr nú í, því næst byggi eg sjálfum mér hús, með sex herbergjum og her- bergið, sem snýr út að sjónum skal verða setu- stofan. Þegar eg hefi efni á, mun eg reisa stærri mylnu og fleiri hús, eg mun hvetja iðn- aðarmenn og kaupmenn til að setjast hér að í Sequoia og síðan mun eg gefa bænum kirkju og skólahús. Við munum stofna slökkvilið með sjálfboðum, og ef guð lofar mér, þá mun eg síðar meir ná mér í löng furutré og byggja með skip, svo að eg geti flutt sjálfur viðinn minn til markaðar. Það skip skal hafa þrjú siglutré í staðinn fyrir tvö, og geta flutt hálfa miljón feta af við, í stað tvö hundruð þúsund feta. Fyrst má eg til að byggja mér gufubát til að draga seglskipið mitt út fyrir Humboldt- rifið. Og svo — o, jæja! Þetta er nóg í bráð- ina.” II. Kapítuli Þannig drauma dreymdi John Cardigan á meðan hann vann. Sequoia bærinn varð fyrst til úr sex herbergja stórhýsi smíðuðu úr óhefl- uðum rauðviðarborðum og eitthvað tólf þriggja herbergja kofum, með áföstum skúrum við fyrir eldhús. Verzlunarmennirnir komu líka og John Cardigan, sem svipaði að stórmensku til rauðviðartrjánna sinna, gaf þeim bæði lóð- irnar undir húsin og viðinn í þau, til þess ao hvetja þá til að setjast þar að. Skólahúsið og kirkjan urðu líka að veruleika eins og gufu- báturinn og skonnortan með þremur siglutrján- um. Mylnan var stækkuð þangað til hún gat sagað fjörutíu þúsund fet á tólf tímum, hefill og vél til að búa til grófa klæðninga bættust líka við, einnig vélar til að hefla gólfborð og panel. Fleiri akneyti komu til sögunnar og drógu bolina, sem þurfti nú að flytja meira en mílu. Hrópin í skógarhöggsmönnunum og hin- ir þrumandi dynkir, er risabolirnir féllu á jörð, urðu daufari eftir því sem skógurinn fjarlægð- ist flóann, og að síðustu þaggaði sagarniðurinn þessi hljóð fyrir fult og alt inni í Sequoia. John Cardigan var fertugur, yngri en flestir eru um þrítugt; þótt hann starfaði fjórtán tíma á dag, svæfi átta og varði tveimur til máltíðanna. En um öll þessi ár árangurs- mikils starfs, gat hann altaf dreymt drauma, og töfrar rauðviðarskógnana höfðu aldrei slept taki sínu á honum. Hann var altaf að kaupa bletti í skógarsveitunum, en allir þeir blettir voru lyklar áð skóginum á bak við þá, sem hann ætlaði sér einhverntíma að eignast. En hann fékk líka keppinauta. Aðrar sögunar- mylnur risu upp við flóann og aðrar skonn- ortur, þrísigldar, fluttu rauðviðinn úr Hum- boldt héraðinu út fyrir rifið og út um heim- inn fyrir handan það. John Cardigan fagnaði samt yfir þessu. Hann var fyrsti maðurinn í Humboldt héraðinu og bæjarstæðið og margra mílna strandleggja, þar sem aðdjúpt var, var hans eign. Þessvegna varð hver æfintýramað- ur, sem þangað flutti til þess að draumur hans rættist um borgina við flóann. Fjörutíu og tveggja ára gamall varð John Cardigan fyrsti borgarstjórinn í Sequoia. — Fjörutíu og fjögra ára stóð hann á hafskipa bryggjunni sinni dag einn, og horfði á gúfu- bátinn sinn draga stórt hafskip inn að bryggj- unni, átti það að flytja farm af rauðviði til erlendra hafna. Skipstjórinn var glaðlyndur maður frá Austurríkjunum og ekkjumaður. Með honum var dóttir hans og hafði hún siglt með honum suður fyrir Horn. John Cardigan sá Iþessa stúlku koma upp á þilfarið og standa með fangalínuna í hendinni. Hún leit rólega á hann og er skipið nálgaðist bryggjuna, þá varpaði hún til hans kaðlinum. Hann greip taugina, sem var mjó og dór með henni þungan kaðal og smeygði lykkju hans yfir stólpa aftast á bryggjunni. “Þér þurfið menn til að draga inn kaðal- inn á vindunni, herra minn,” kallaði hann til skipstjórans. “Stúlkan getur ekki dregið hann ein.” “Get það ekki vegna mannfæðar. Stöktu um borð og hjálpaðu henni.” Cardigan stökk langt stökk yfir í skipið. Hann vafði kaðlinum, sem skipið átti að bind- ast með um vinduásinn og sneri síðan vindunni. Hann gekk hringinn í kring um vinduna og vatt upp kaðalinn. Augu stúlkunnar stóðu galopin af undrun, því að hann vann þannig þriggja manna verk. Þegar hann var búinn að draga skipið að bryggjunni og landtaugin fest, sagði hún: “Gerið svo vel og hlaupið fram á skipið, þér eruð jafnoki þriggja háseta. Eg hefði sízt ætlað að hér fyndist sjómenn í þessari höfn.” “Eg varð að sigla í kring um Hornið til að komast hingað, ungfrú,” svaraði hann, “og þegar einhver hefir ekki fé í fargjaldið verður hann að vinna fyrir því.” “Eg er annar stýrimaður á þessu skipi,” sagði hún til útskýringar. “Við lentum í slarni og ofviðri frá Fálklandi til Evangelistas. Þar tók skipið inn svo mikla sjóa, að átta mönn- um skolaði út. Þar sem við vorum svona liðfá, gátum við varla komið upp neinum seglum að gagni — löng ferð eins og þér vitið — og hinir hásetarnir isem eftir voru fengu skyrbjúg.” “Þér eruð hraust stúlka,” sagði hann. “Og þér eruð ágætis sjómaður. Ef yður leikur hugur á að fá skipsrúm, mun faðir minn taka yður með mestu ánægju.” “Því miður getur það ekki orðið,” sagði hann og hélt upp stigann. “Eg er Cardigan, og á þessa sögunarmylnu og verð að vera hér til að líta eftir henni.” Þessum miðaldra manni var mjög létt í skapi, er hann gekk fram eftir þilfarinu. Stúlk- an hafði dásamlega fagurt, brúnt hár og brún augu og mjallhvítan litarhátt, sem hvorki sól né vindur höfðu unnið á, og þótt ung væri, var hún fullorðin kona — komin af hans eigin þjóð- stofni, sem sækir þrótt og hugrekki í hætt- urnar. Hvílíkur förunautur! Og hún hafði horft á hann með velþóknun.- Þau voru gift áður en búið var að ferma skipið og á hól einum á landi því, sem rutt hafði verið á bak við þorpið, þar sem gott út- sýni var yfir flóann, og framan við nýgræðings- rauðviður, bygði hann henni fallegasta húsið í Sequoia. Hann hafði geymt sér þennan stað með þeirri óljósu von, að hann kynni að þurfa hans með í þessum tilgangi. Þarna bjuggu þau saman í þrjú ár og voru yndislega ham- ingjusöm. Þarna fæddist Bryce sonur hans, og tveimur dögum síðar lézt hin unga móður hans. p í hálfan dag eftir þetta hrun hamingju hans, sat John Cardigan eins og steingerfingur hjá líki konu sinnar. Hin stóra og harða hendi hans, strauk blíðlega um brúna höfuðið hennar, sem í þrjú ár hafði eigi átt aðra hugsun, en að vera honum til hamingju og gleði. Þá kom læknir til hans og mintist á jarðarförina. Cardigan horfði á hann eins og í leiðslu. “Jarðarför,” tautaði hann. “Jarðarför,” og strauk hinni hnýttu hendi um ljósmakka sinn. “ójá, eg býst við því. Eg skal sjá um það.” Hann stóð upp og fór út úr húsinu og hélt álútur út úr bænum, upp eftir hinum hrörlega vegi, sem trjábolirnir voru fyrrum dregnir eftir, gegn um hin nýsprotnu Sequoia tré, í átt- | ina til hins græna þyknis, sem var frumskóg- urinn. Það var maí og náttúran var að endur- nýja sig, því að vorið kemur seint í Humboldt héraðinu. Þiðurinn gall í sífellu úr skógar- þykninu, korn hænsnin, þar og þar, unnu ó- sleitilega að hreiðurgerðinni, úr Manzanita runninum horfði hjörturinn á Cardigan með forvitnis augum, en hann hélt áfram fram hjá hinni miklu dráttarvél, sem nú starfaði í slóð uxanna, sem áður voru notaðir, og í staðinn fyrir trérennuna var nú mílulöng járnbraut til að flytja bolina eftir til sögunar. Hann hélt framhjá mönnunum, sem afbirktu trén, og mönnunum sem söguðu þau í vissar lengdir, inn í grænan skóginn, þar sem formaðurinn og menn hans feldu trén. “Komdu með mér, McTavish,” sagði hann við formanninn. Þeir fóru í gegn um þiföngt skarð milli tveggja hæða og komu inn í langan dal og þröngan, þar sem skógurinn var þéttur mjög og hin minstu tré voru ekki minna en fimtán fet að þvermáli, og tvö hundruð og fimtán feta há. McTavish fylgdist á eftir hús- bónda sínum er þeir héldu inn í þennan lund, sem þeir urðu að gera með mestu erfiðismun- um, því að undirskógurinn var svo þykkur, þangað til þeir komu inn í rjóður eitt, rétt eins og hringleikhús, eitthvað hundrað fet að þvermáli en aflangt og umkringt slíkum trjám, að McTavish, sem þekti vel skógana undraðist stærð þeirra. Jörðin í rjóðri þessu var þakin af fet djúpu lagi rauðviðargreina, en nálarnar héngu á þeim enn þótt dauðar væru, lagði ilm af þeim, en upp á milli þeirra spruttu fíngerðir meyjarhárs burknar og blágresið hafði brotist í gegn, út úr hinum brúnu holum í rauðviðnum uxu skógar sóleyjar í frjósömum klösum, en í gegn um hinar risavöxnu greinar, þessa út- verði aldanna, síaðist sólskinið í dreifðum geislum. Þarna í hálfrökkri hins þykka skóg- ar, varð sólskinið eins og dýrðarljómi, og þar sem það snerti jörðina, stansaði John Cardigan. “McTavish,” sagði hann. “Hún dó í morg- un. ” “Eg samhryggist þér af öllu hjarta, herra minn,” svaraði formaðurinn. “Það var hvíslað í gær á meðal skógarhöggsmannanna, að stúlk- an væri hætt komin.” Cardigan sópaði dauðum greinunum frá með fætinum. Farðu með tvo menn hingað, McTavish og láttu þá grafa hérna gröf handa henni,” sagði hann, “því næst skaltu höggva götu gegn um undirsóginn og út að veginum, svo að við getum flutt hana hingað. Jarðar- förin fer fram í kyrþey.” McTavish hneigði sig til samþykkis. — “Nokkuð meira herra?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.