Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK I Good Anytime In the 2-Glass Bottle QC ÍtUtlft* m f ÐEPENDABLE/ -< DYERS6CLEANERSLTD. FIRST CLASS DYEBS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. DES. 1938 NÚMER 11. Bylting innan liberalflokksins Canada í Hepburn segist verða á móti King í næstu kosningum Á fundi, sem liberalar héldu s. 1. mánudag í Port Arthur, héldu tveir af ráðgjöfum sam- bandsstjórnarinnar því fram, að forsætisráðherrar Ontario og Quebec-fylkja, hefðu myndað leynisamtök eða samsæri um það, að koma MacKenzie King forsætisráðherra Canada frá stöðu sinni, sem formanni liberal flokksins og um leið frá stjórn- arformensku. Það hefir um tíma verið á flestra vitund, að samkomulagið hefir ekki verið sem bezt milli Hepburns og Kings. En það hef- ir ekki verið haft hátt um það, að minsta kosti ekki af hálfu Kings. Ófriðurinn byrjaði milli þeirra um sama leyti og jap- anska stríðið braust út og hann hefir haldið áfram eins og það, án þess að stríði hafi verið lýst yfir, fyr. en nú, að ráðgjafarnir gerðu það á Port Arthur fund- inum. Það getur ekki heitið ann- að en yfirlýst stríð, þegar flokksfélagarnir eru farnir að kalla hvorir aðra samsærismenn, þó ekki sé gott að komast hjá, að brosa að því. Ráðgjafarnir sem upp úr kváðu með þetta, voru Norman McL. Rogers verkamálaráðherra og C. D. Howe, vegamálaráðherra. Hepburn er King reiður fyrir margt, en ekki sízt fyrir að fá ekki að selja raforku til bæja í Bandaríkjunum, sem Ontario hefir ofmikið af eins og flestu öðru. Að öðru leyti þykir Hep- burn King ómögulegur sem for- ingi liberalflokksins vegna að- gerðaleysis og hann spáir illu fyrir Canada innan skamms tíma verði King við völd. Alla atvinnuleysis-aðstoð sem King veiti Ontario, telur Hepburn ekki meiri en atvinnuleysiskostnað- urinn nemi í borginni Toronto einni, þrátt fyrir þó Ontario- fylki greiði um 60—70% af öll- um tekjum Sambandsstjórnar- innar. En það nýjasta, sem varð til þess að upp úr logaði, var að King hafði sent Gardiner, búnaðarmálaráðherra tvisvar sinnum á fund Hepburns til að bjóða sættir og fríðindi; segir Hepburn að hann hafi í bæði skiftin orðið að segja Gardiner, að hann styddi ekki liberal- flokkinn, meðan King væri leið- togi hans hvað sem í boði væri. Stjórnina í Ottawa sagði hann lifa á alt öðrum tíma, en við lifðum á; hún væri svo langt á eftir tímanum, að hann vissi ekki hvort hún væri í þessum heimi eða öðrum. Út af þessu öllu ætlar nú Kings-liðið að verða fljótara til og ræðst á Hepburn og kallar hann samsærismann, sem vinna sé að því, að sundra þjóðinni. Og á móti þeirri stefnu gangi hann ósmeikur á hólminn í næstu kosningum. Hann og hans lið ætli að vinna að sameiningu, en Hepburn að sundrungu. Þessu svarar Hepburn á þá leið, að það auglýsi hve gjald- þrota King sé, að finna upp nokkuð sem vit sé í til að koma með fyrir kjósendur í næstu kosningum, því það skilji hver maður, að það sé King en ekki stjórnarskrá Canada, sem um sé hér að ræða. Hitt segir hann og jafn vandræðalegt, að bera á sig að vera í samsæri við Du- plessis forsætisráðherra í Que- bec. Hann hafi ekki í marga mánuði átt tal við hann, hvorki um stjórnmál né annað. Þeir sem kunnugir eru, telja ekki efa á því, að Hepburn hafi alla í fylkisstjórninni og mikið af liberölum í fylkinu á sínu máli. Þar sem Quebec-fylki mun nú andsættt King, spáir þessi upp- reisn flokks hans í Ontario ekki góðu fyrir um gengi hans í næstu kosningum. Og þær verða að öllum líkindum á næsta sumri. Enda er auðséð, að stríðsyfir- lýsing Rogers og Howe, ráðgjaf- anna, er gerð út af því, að King þykir í meira lagi í óvænt efni komið. Þingið í Lima Fyrir einni öld og þó nokkuð betur, skrifaði Simon Bolivar, frelsishetjan mikla sem þá var útlagi í Jamaica, að sig hafði dreymt um það, að allar þjóðir Ameríku mundu halda sameigin- legt þing til að ræða um frið- armál sín og afstöðu þjóða í hinum þrem fjórðu hlutum heimsins til þeirra. Og hann hafði ekki fyr velt oki Spánverja af Suður-Ameríku, en hann fór að reyna að koma hugmyndinni í framkvæmd. Þetta var vísirinn til þess að koma á samvinnu milli allra þjóðríkja í Ameríku. Fyrsta tilraunin mishepnaðist honum hraparlega. Á þingið sem hann boðaði til 1826 og haldið var í Panama, komu aðeins fulltrúar frá Columbia, Peru, Guatamela og Mexikó. Hann valdi þennan stað meðfram til þess, að ræða hvort ekki væri hægt að fá sam- vinnu þjóða Vesturheims um að gera skurð yfir Panama-eiðið. Bandaríkin voru þá ekki spent- ari fyrir .skurði þessum, en samvinnu við aðrar þjóðir, en þau höfðu þá fyrir þrem árum samþykt Monroe-stefnu sína. — Seint og síðar meir sendu þau samt þrjá fulltrúa á þetta þing. En einn þeirra dó á leiðinni og hinir tveir komu ekki fyr en þingið var afstaðið. Og hug- myndinni um samvinnu milli þjóða Vesturálfunnar, yar lögð á hilluna þar til í lok 19. aldar. En árið 1889 varð James G. Blaine, ríkisritari Bandaríkjanna þess áskynja, að það væru miklir viðskiftamöguleikar í Mið- og Suður-Ameríku og kallaði til fyrsta alþjóða þingsins í Ame- ríku, sem haldið var í Washing- ton. Síðan hafa sex þing verið haldin: í Mexikó 1901, Rio de Janeiro 1906, Buenos Aires 1910, Santiago de Chile 1914, Havana 1928 og Montevideo 1933. Ein- hvern árangur báru þessi þing um aukna samvinnu milli þjóð- ríkja Ameríku, en það sem úr henni dró, var þó það, að smá- þjóðirnar margar óttuðust, að Bandaríkin ætluðu sér að rýja þær efnalega 1með þessu og blanda sér ofmikið í utanríkis- mál þeirra. Fyrsta verulega tilraunin að bæta andrúsmloftið, var ferða- lag Hoovers forseta um Suður- Ameríku 1928. Og svo kom þar á eftir Roosevelt forseti með sína utanríkismálastefnu er mæltist mjög vel fyrir í Mið- og Suður-Ameríku. Og 1936 ferð- aðist Roosevelt í því skyni um Suður-Ameríku að tala þar máli samvinnu og samhugs. í Buenos Aires var hann á friðarfundi, er þann árangur hafði í för með sér, að farið var að gera uppkast að samningi um samvinnu og frið milli allra þjóða í Ameríku. Þó uppkast þetta hafi ekki verið samþykt, er með því góður grundvöllur lagður til frekara samstarfs, og Chaco-deilan fyrir skömmu var leyst með uppkast- ið fyrir augum. Þetta er nú í stuttu máli það sem á undan er gengið í sam- vinnumálum þjóðríkjanna í Ameríku. Nú stendur fjölment þing þjóðanna í Vesturheimi yfir. Það kom saman 9. des. og er haldið í bænum Lima í Peru, sem er sex mílur frá Kyrrahafs- ströndinni og er á stærð við Winnipeg að fólksfjölda. Þingið, sóttu 11 fulltrúar frá Banda- ríkjunum og sjö hraðritarar auk þess. Foringi þeirra er Cordell Hull ríkisritari. Frá yfir 20 þjóðrikjum í Suður- og Mið- Ameríku er þar einnig fjöldi fulltrúa, auk hópa af fregnrit- um frá blöðum og snata frá ýms- um öðrum þjóðum í forvitnis- skyni, svo sem Þjóðverjum, í- tölum og Japönum. Um verk- efni þingsins má segja, að svip- að sé og áður. Fyrir Ameríku- þjóðunum vakir, að stofna ame- rískt þjóðabandalag. Mun það Til J. H. Johnsons —við lát konu hans— Sú gata, sem gengu saman í gleði og sorgum tveir, er grafin úr gleymsku þegar við gröfina skilja þeir. Og hann, sem er hérna megin, fær hugsýni þúsundfalt: s Hvert spor verður letruð lína, hann les það og skilur alt. Hve ljúfur er slíkur lestur, ef lífsskeiðið hlýtt var alt.— Hve vonlaus, ef andlega veðrið á veginum dimt og kalt. Frá gröfinni einn þú gengur, og grátinn er hugur þinn. Eg rétti þér hlýja hendi í huganum, vinur minn. Eg veit þú ert himins hugar, þó hér eigir lengri vist; eg veit þínar vökunætur, eg veit hvað þú hefir mist. Eg veit hvað 'hún löngum létti í lífinu alt þitt stríð; eg veit hún var ljós og lampi á leið þinni alla tíð. Og líf þitt var engin lýgi, þú lifðir ei bak við tjöld; og því ertu sæll, þótt saknir, og sólríkt þitt heiða kvöld. Já, þú átt svo margt að þakka, og þér blasir heimur nýr, er sameinar sálir ykkar og sorginni í gleði snýr. Sig. Júl. Jóhannesson Tón-hrif Á tóna vængjum sál vor svífur er söngva dísin loftið klífur. Hún flytur gullið guða mál og græðir það í vorri sál. Og sálar augun líta ljóma, er lífsins æðstu tónverk hljóma laus úr böndum ljóðmál við og lyfta sér í almættið. , Og sál var laugast alvalds anda undir röðlum tóna banda.— Sem litblóm fögur, laus við tál laðar oss það helga mál. Þá tvinnast saman flest sem finnum fegurst, best og heitast unnum. Þá finst oss að vér elskum alt, sem andað hefir til vor kalt. 4 Það afl, sem berst á bylgjum tóna og bræðir ís við hjarta stóna er æðra því, sem augað sér og andi hversdags lífsins er. Frá styrkum hreima strengja arni streymir lífsins helgi kjarni. Þar glampar eilífð yfir list, sem engill mannsins skilur fyrst. Davíð Björnsson mál verða tekið til alvarlegrar íhugunar á þessu þingi en áður, vegna ástandsins í heiminum nú. Vesturheims þjóðunum er farið að lítast þannig á blikuna, að tími sé kominn til að gjalda var- hug við áhrifum Evrópu og Asíu þjóðanna og reisa rönd við að þau verði ekki of mikil. Það er enginn efi á, að þar ber á á- sælni og ágengni frá þeim Ev- róþu og Asíu þjóðum, sem nefndar voru (Þjóðverjum, ftöl- um og Japönum) og að viðskifti þeirra eru mikil í Suður-Ame- ríku. í Brazilíu kveður mikið að áhrifum Þjóðverja, enda eru þeir þar f jölmennir. Fyrir ekki löngu gerðu þeir uppreist þar og ætluðu að myrða forsetann Vargas, en hann varð nazistum ofjarl og hefir minna borið á þeim síðan. Auk mála sem þessara verða á þinginu athuguð viðskifti milli Ameríku þjóðríkjanna innbyrðis og yfirleitt hvernig þau geti lagt grundvöll til meiri samvinnu bæði í efnalegum og pólitískum skilningi. Erfiðleikar Suður- Ameríku eru miklir á því að slíta sambandi við Evrópu algerlega vegna mikilla viðskifta við hana og svo hins að þangað eiga margar þjóðirnar ætt sína að rekja. En um það að vernda lýðræðið, eru þær allar sammála. Frá þessu þingi mun eitthvað meira heyrast síðar. „ F R É T T I R Brezkir hveitimylnueignend- ur, keyptu fyrstu vikuna af des. 20 miljón mæla af hveiti í Bandaríkjunum. * * * í bænum Vancouver hefir hundi verið reist minnismerki. Hundurinn var varðhundur við höfnina og bjargaði 27 manns frá druknun. Sumum bjargaði hann með því að gelta og kalla á menn til aðstoðar, en öðrum með því að kasta sér í höfnina og synda með þá sem voru að drukna í land. * * * Stjórnin í Ástralíu hefir á- kveðið að veita 315 miljón doll- ar til aukinna hervarna á þrem- ur komandi árum. Stjórnin lít- ur svo á, að friðurinn hangi á þræði, en eyjarnar sem Ástrlía hlaut í Kyrrahafniu og Þjóðverj- ar áttu áður, ætlar eyja-álfan ekki að láta af hendi með góðu. Bretar eru einnig að senda ný- smíðuð herskip til Singapore til verndar, ekki aðeins Ástralíu og Nýja Sjálandi, heldur einnig eignum þeirra í Kyrrahafinu og Austur-Indlandi Hollendinga. dó úr botnlangabólgu, undir upp- spurði, sem gerður var í Morris. Hinn látni var efnismaður, var umsjónarmaður á skrifstofu lán- félags í Morris og naut bæði vinsældar og virðingar allra sem honum kyntust. Skyldmenni hans á lífi eru hinir öldruðu for- eldrar hans og tvær systur. NÖFN SKIPVERJANNA er fórust á togaranum ólafi, 2. nóv., eru þessi: FJÆR OG NÆR Ingvar Ólafsson, einn af frum- herjunum íslenzku vestan hafs.i lézt s. 1. sunnudag í Pince Al- bert, Sask. Hann kom til vest- urheims 1887 og bjó fyrst í Churchbridge, Sask., en flutti síðar til Winnipeg og stundaði húsasmíði. Fyrir fimtán árum tók hann sér aftur bólfestu í Saskatchewan og hefir stundað þar húsasmíði síðan. Hann læt- ur eftir sig konu og tvö börn, uppkominn og fjóra bræður; búa þrír af þeim í Leslie, en einn vestur á Kyrrahafsströnd. Síðast liðinn þriðjudag lézt suður í Morris, Man., Guðmund- ur Arthur Gíslason, maður um þrítugt, ógiftur, sonur Mr. og Mrs. Sveinbjarnar Gíslasonar, 706 Home St., Winnipeg. Hann Sigurjón Mýrdal, skipstjóri, f. 2. marz 1890 að Bakkakoti í Gerðahreppi. Lætur eftir sig konu og 5 böm stálpuð. Gísli Erlendsson, fyrsti stýri- maður, f. 20 júní 1907 í Reykja- vík. Kvæntur. Barnlaus. Guðmundur Þorvaldsson, ann- ar stýrimaður, f. 14. des. 1906 í Rvík. ókvæntur. Ólafur Pétursson, bátsmaður, f. 25. nóv. 1889 í Rvík. Lætur eftir sig konu og tvö börn upp- komin. Jón Hjálmarsson, fyrsti vél- stjóri, f. 1. okt. 1889 að Stakka- dal í Sléttuhreppi. Lætur eftir sig konu og þrjú börn uppkomin. Halldór Lárusson, 2. vélstjóri, f. 9. okt. 1911 að Breiðabálsstað á Skógarströnd. Lætur eftir sig konu og tvö ungbörn. Kristján Eyjólfsson loft- skeytamaður, f. 11. sept. 1913 að Miðhúsum í Reykhólasveit. Ókvæntur. Sigurður Árni Guðmundsson, matsveinn, fæddur 8. sept. 1907 að Vörum í Gerðahreppi. Lætur eftir sig konu og tvö ungbörn. Bárður Lárusson, kyndari, f. 7. m'aí 1903 í Rvík. (Bróðir Halldórs 2. vélstj.). Bjó hjá móð- ur sinni. Björn Friðriksson, kyndari, f. 22. júní 1910 að Stóra-ósi í Ytri-Torfustaðahreppi. ókvænt- ur. Friðleifur Samúelsson, háseti, f. 4 marz 1896 að Bæ í Miðdöl- um. Lætur eftir sig konu og fimm börn ung. Halldór Vilberg Júlíus Jóns- son, bræðslumaður. Fæddur 26. áes. 1905 í Winnipeg. Ókvæntur. Guðmundur Elentínus Guð- mundsson, háseti, f. 16. marz 1917 að Helgastöðum í Ge'rða- hreppi. Bjó hjá foreldrum sín- um. Guðmundur Magnússon, há- seti, f. 23. okt. 1899 að Hrauni í ölfusi. Ókvæntur. Guðmundur Sigurðsson, há- seti, f. 24. júní 1894 að Teigabúð á Akranesi. Lætur eftir sig konu, eitt barn og aldraða móð- ur. Hún misti annan son sinn í sjóinn áríð 1925. Guðmundur Þórarinsson, há- seti, f. 6. ágúst 1900 í Reykja- vík. Lætur eftir sig konu og þrjú ung börn. Guðni Ólafsson, háseti, f. 9. febrúar 1894 að Ytra-Hóli í Vestur-Landeyjum. Bjó hjá móður sinni á níræðisaldri. Lárus Björn Berg Sigur- björnsson, háseti, f. 17. des. 1909 að Höfða í Dýrafirði. Lætur eftir sig konu og eitt ungbarn. óskar Gísli Halldórsson, há- seti, f. 17. júní 1903 að Klöpp á Akranesi. Lætur eftir sig konu. Sigurjón Ingvarsson, háseti, f. 7. júní 1912 í Reykjavík. Lætur eftir sig konu og eitt ungbarn. Sveinn Helgi Brandsson, há- seti, f. 9. ágúst 1905 að ísólfs- skála í Grindavík. Lætur eftir sig konu og eitt ungt barn. Þessir menn láta alls eftir sig þrettán ekkjur og átján börn innan við sextán ára aldur. —Tíminn, 8. nóv.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.