Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 14. DES. 1938 !iimminniiiHi!!ini!iiiiii!uiiiiiininin!minfflniHi!iii!!i!i!inuiiiniHHimiHii!iaHiiiiHini!iuiii!mmi!iBiiHii!fln!iitit)iiiiiiH!i'‘j ittcimskríniila | (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum mtSvikudeai. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist g| B fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. p 311 vlðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendlst: j K-nager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ......... WINNIPEG, 14. DES. 1938 F AGN AÐ ARHÁTIÐIN Jólin, fagnaðarhátíðin mikla, fer í hönd. Hvernig fáum við notið hennar og verið glaðir í hjarta eins og ástatt er í heim- inum? Friðarhugsjónin, sem er ein af þeim fögru hugsjónum, sem felast í jóla- boðskapnum, hefir sjaldan verið eins fótum troðin og nú í heiminum. Við kennum nú ef til vill Hitler það meira en sjálfum oss. En megum vér spyrja, hvort að það sé einnig Hitler að kenna, að ungur maður í þessum bæ sá sér ekki annað vænna fyrir skömmu en að bjóða að selja annað augað úr sér til þess að fá nokkra skildinga fyrir það til að ná sér um tíma í bráðustu lífs-þarfir sínar? Að æskumað- urinn, 23 ára gamli, sem þrátt fyrir það þó vel gefin væri og hefði notið sæmilegrar barnaskólamentunar, sá sér engan annan veg til að lifa en þennan, er ófagur vottur um hvemig högum er hér háttað og hvað æskan verður að horfast í augu við, er atvinnu leitar sér. Það getur verið að þetta sé fasistum að kenna, en það eitt er víst, að þeir fasistar eru nær okkur en þeir sem í Evrópu ala aldur sinn. Jólin eru stundum kölluð hátíð æskunn- ar. Þau eru það að sjálfsögðu, en ekki eingöngu. En jafnvel þó svo væri, er höggvið nærri því að svifta hana jólagleð- inni, meðan dæmi finnast því lík, sem á hefir verið minst um kjör hennar. En jólin eru öllum fögnuður. Þau eru fögnuður fullorðnum eigi síður en börnum. Á hann’skyggir oft, því er ekki að neita. Með stefnu þeirri sem fylgt er af vel flestum stjórnum í heiminum, hernaðar- stefnunni, dregur ský fyrir gleðisól jól- anna. Og þar til mætti einnig margt fleira telja, eins og alt það er vott ber um órétt- læti og kærleiksleysi. Það er ef til vill ekki alt stjórnum að kenna, en mikið, og sumum þó meira en öðrum, því á því mis- jafna, getur verið tröppustig, eins og öðru. Það helzta, sem að nokkra von gefur um, að siðmenning nútímans eigi ekki eftir að leggjast í rústir, er ef til vill það, að al- þýða allra landa er annarar skoðunar en stjórenðurnir sjálfir og er ekki eins ofur- seld því vonda og flestir þjóðstjórar eru. Og ef það væri ekki fyrir þennan auð- fundna vilja alþýðunnar, hefði heimurinn að líkindum síðustu 10 árin átt í stórkost- legustu stríðum. Það er ótti stjómenda við innanlands byltingar gegn þeim, sem haldið hafa heiminum í skefjum eða frá þátttöku í styrjöldum milli einstakra þjóða. Við gerum stundum lítið úr frið- arstefnum, jólaboðskap, lýðræðis- og frels- is-hugsjonum og öllu því háfleygasta og bezta, sem mannsandinn skynjar, en það eitt er víst, að það er fyrir þessar hug- sjómr, fyrir það að almenningur tileinkar sér þær, að heimurinn er ekki allur orðinn að vargabæli, fyrir ríkjandi stjórnmála- siefnur. ÍSlikt kraftaverk hefir gerst vegna þess, ao hugsjónir beztu manna lifa, eru í íyisLa ss.nningi eilífár, og koma fram í verivi pegar minst varir; hafa meira að segja hait meiri áhrif á þjóðlífið dagsdag- lega, *en vio gerum okkur grein fyrir. Það er þessi lagnaðarboðskapur, sem jólin færa OKKur og við höfum fulla ástæðu til að gieðjast yfir nú, eins og gert hefir verið í feiri aldir, þrátt fyrir öll vonbrigð- in og heimsku mannanna í að geta ekki lært að lifa í fullu samræmi við sitt insta og bezta eðli. f meðlæti og mótlæti eru jólin í hugum manna hátíð fagnaðar, friðar og kærleika. Þau eru lífvaki gleði og bræðralags, er menn hvorki geta né vilja án vera. Það yrði eitthvað tómlegt og óviðfeldið við það, ef jólin legðust niður. Jafnvel í hinu ytra, vafstrinu, sem kallað er, þegar hver og einn er að huga eftir einhverju, sem hann heldur að gleðji vin sinn, gætir umhyggju og ástúðar til vina og kunningja fram yfir það sem við þekkjum á nokkrum öðrum tímum. Til hvers er það alt? Samleið manna í þjóð- félaginu er nú einu sinni svo háttað, að þeir eru sífelt að þiggja eitt eða annað hver frá öðrum, jafnvel án þess að þeir veiti því eftirtekt. Það er mikil gæfa að kynnast og umgangast góða menn og göfuga; því er ekki aðeins ánægja sam- fara, heldur einnig þroski. Er það ekki viðurkenningarvert ? Hvernig sem heilla- óskirnar á jólunum eru orðaðar og í hverju sem þær birtast, er það þessi viðurkenn- ing sem í þeim er fólgin. Að svo mæltu óskar Heimskringla kaup- endum sínum og öðrum stuðningsmönn- um óblandins fagnaðar á komandi jólum. MANNSKAÐINN Á ISLANDI Um leið og íslenzku vikublöðin hér vestra voru að fara í pressuna s. 1. viku, bárust blöð heiman frá íslandi, sem dag- sett voru 7. nóv., með þeim sorgartíðind- úm, að togarinn “Ólafur”, eign Alliance útgerðarfélagsins í Reykjavík hefði farist 2. nóv. með 21 manns áhöfn. Ágrip af þessari frétt var birt í síðasta blaði. Eru nú á öðrum stað í þessu tölublaði birt nöfn mannanna er fórust. Frá slysinu er svo skýrt, að skipið hafi komið frá Þýzkalandi og farið beina leið til veiða út af Vestfjörðum. Annnan nóv. skall á ofsaveður cg var botnvörpungur- inn “Ólafur” þá ásamt fimm öðrum skip- um á leið til lands út af svonefndum Hala- miðum. Skiftust skipin á skeytum af og til, en um miðnætti hættu að berast svar- skeyti frá togaranum “ólafi”. Va,r hans leitað nokkra næstu daga af fjölda skipa, stundum 11 í einu, en alt árangurslaust. Togarinn hafði vikuforða af kolum með sér, svo eldsneyti hefir hann ekki brostið. Skipshöfnin öll voru menn á bezta aldri, elzti maðurinn 48 ára, en sá yngsti 21 árs; flestir milli 25 og 40 ára aldurs. Þeir láta eftir sig 13 ekkjur og 26 börn, þar af 18 óuppkomin. Ennþá einu sinni hefir íslenzk þjóð liðið mikið afhroð vaskra sona sinna við strend- ur landsins. Þó margt hafi verið gert á síðari árum til þess að draga úr hættunni, sem sjómensku er samfara, virðist enginn mannlegur máttur geta bjargað, þegar eins stendur á og hér virðist hafa gert. íslendingar hvar sem eru, harma það sem orðið er. Og Vestur-fslendingar votta um leið og þeim berast þessi sorgartíðindi, ástvinum hinna látnu sérstaklega og ís- lenzkri þjóð í heild sinni, fylstu samúð sína. KRAFTAVERK Þegar eg var lítill drengur las eg sögu er byrjaði á því að segja frá ríkum kaup- manni \ Brimum sem ætíð brosti í kamp þegar presturinn lagði út af sögunni af ríka manninum í guðspjallinu, því honum fanst ríki maðurinn hafa verið smá nurl- ari í samanburði við sig sjálfan. Líkt þessum manni verður mér er eg heyri lagt út af kraftaverkasögum biblí- unnar, því mér finst þau bæði fá og fá- tækleg í samanburði við öll þau tákn og stórmerki, kynstur og kraftaverk sem al- staðar er að líta og hver maður getur séð ef hann aðeins hefir augun opin. Það er kraftaverk að hlutir falla til jarð- ar. Ekki er nóg að setja upp háðbros og segja þyngdarlögmálið! það er sama kraftaverkið sem enginn getur fyllilega útskýrt fyrir því. Því hver hefir samið það lögmál eða er nógu stór til að sjá um að því sé framfylgt ? — Sagt er að nógur kraftur sé falinn í einum bolla af vatni til að knýja stórskip yfir þvert Atlantshaf, og getur hver maður reynt það sjálfur með því að láta einn dropa af vatni falla á steðja og slá hann svo þungu höggi með glóandi hamri; verður þá sprenging með háum hvell því hitinn og höggið losa bönd súrefnisins og vatnefnisins í vatnsdrop- anum. Með þetta fyrir augum hefir ný- lega verið reynt að smíða hreyfivél er notar vatn fyrir “eldivið”, og er ekki ólík- legt að það takist með tímanum. Enginn kallar það kraftaverk að lyfta tíu pundum með réttum handlegg en tíu pundin eru aðeins örlítill partur af þeirri þyngd er axlar vöðvarnir lyfta, afl vöðvanna er svo mikið að ef sú þyngd er þeir geta lyft væri á þá lögð mundu þeir merjast svo þeir biðu þess aldrei bætur og þó er engin vís- indaleg útskýring til á því hvemig vöðv- inn vinnur, sellumar dragast saman — og þar við situr. > Þannig má lengi telja, en hugkvæmust allra kraftaverka eru þau sem framin eru af því stórkostlega stórmerki er vér köllum líf. Einu þvílíku kraftaverki ætla eg að segja frá þó ekki sé efnið stórvægi- legt: f fyrra haust kom dóttir mín einn dag inn með ljómandi fallegan tólffótung. — Hann var feitur og bústinn, ljósgrænn á lit með mörgum liðum, fjórum dökkgræn- um hornum og tveim fagurrauðum. Hún lét maðkinn í niðursuðu flösku (sealer) batt léreftspjötlu yfir opið og setti flösk- una upp á hillu. Daginn eftir var tólffótungurinn kom- inn efst í flöskuna og búinn að binda sig þar. Græn bönd voru komin í allar áttir jafnvel þvert yfir flöskuna, þriggja þumlunga löng og þar yfir, sem engin vísindi geta útskýrt, hvernig hann hafi myndað eða fest út frá sér. Gljáinn var af honum horfinn. Næsta dag var hann orð- inn sléttur og daginn þar á eftir var hann búinn að mynda hýði utan um sig. Hýðið varð svo dökk brúnt á lit og böndin með sama lit strengd eins og strengir á hljóð- færi. Nú bar ekki til titla né tíðinda þangað til í apríl í vor þá varð mér einn dag litið á flöskuna er staðið hafði upp á hillu all- ann veturinn og nú brá mér í brún því komið var op efst á hýðinu og út úr því komið stórt og ljómandi fallegt fiðrildi, brúnt að lit, með stórum sporöskjumynd- uðum fjólubláum flekkjum á vængjunum, svo hreint og aðdáanlegt, að eg gat ekki annað en starað á það steinhissa. Það er í fyrsta sinn að eg hafði séð kraftaverk myndbreytingarinnar eiga sér stað og verður hún mér sannarlega minnisstæð. Darwin segir frá því í einni af bókum sínum að fyrir hundrað árum síðan hafi Þjóðverji einn í Suður-Ameríku haft það sér til gamans að klekja út fiðrildum. Komust fregnir um það óhæfi til yfirvald- anna og var þá viðkvæðið: “Hver trúir því að maðkur geti orðið að fiðrildi ?” Var þá sent eftir Þjóðverja garminum, hann tek- inn fastur og sakaður um trúleysi. Er þetta gott dæmi upp á það hvernig nýjum sahnleika er tekið á öllum tímum. Hver kynslóð drýgir heimskupör, er sú næsta hlær að — og gerir svo það sama á einhverju öðru sviði. Maður að nafni George Elwood Jenks, er heima á í Los Angeles, hefir nýlega rit- að mjög merkilega ritgerð í National Geo- graphic Magazine sem hann nefnir Mar- vels of Metamorphosis, undur mynd- breytinga, þar sem hann lýsir athugunum sínum á kóngulóm (eða kóngulófum, sem mun vera elsta mynd þess orðs), sérstak- lega þeirri tegund sem nefnd er kjallara- loks kónguló (trapdoor spider). Þessar kóngulær byggja sér hreiður úr mjög þéttum leir (adobe) sem eru lík nokkurra þumlunga langri pípu sem stungið er niður í jörðina og fóðruð innan með silki, yfir er lok á hjörum á stærð við 25 centa pening og fellur það svo vel að ekki kemst dropi af vatni niður í hyeiðrið. Þetta mundi nú þykja óhultur og ákjósanlegur verustaður, en það bregst mjög oft. Fluga svört að lit og vel brynjuð lyftir stundum upp lok- inu, eða ef hún getur það ekki grefur sig í gegn um þ^ð. Kemur svo sem blásvört elding og ræðst á kóngulóna. Hún er ekki meira en einn tíundi að stærð á við kóngu- lóna en samt hefir hn oftast nær sigur. Stingur hýn kóngulóna svefnþorni oft nokkrum sinnum þangað til það er víst hún vakni ekki, leggur hana svo á bakið, verpir eggi á kvið hennar og fer. Eftir fáa daga kemur ormur úr egginu og tekur hann strax til óspiltra málanna að éta kóngulóna lifandi. Er hann að því í sex mánuði en altaf lifir fæðan, hún deyr ekki fyr en hún er uppétin og ormurinn yfirgefur hana. En nú er hann orðinn stór, bindur sig innan í hreiðrið, hylur sig með hýði, verður smámsaman að flugu í hýðinu og kemur úr því fullvaxinn á sínum tíma. Önnur ormategund ásækir líka þessar kóngulær. Mæour þeirra verpa eggjum sínum á flugi og koma úr þeim örlitlir ormar sem skríða undir kjallara lokin þó vatnið komist það ekki, læsa sig inn í hold kóngulóarinnar í stórhópum og éta hana upp lifandi. Verða svo að hýðormi og síðan að fullkominni flugu. Þetta er aðeins örlítill útdráttur úr því, er greinin segir frá og fylgja henni fjölda ljós- mynda. Sagt er að til séu tvær miljónir skor- kvikinda tegunda og þó þau séu smá muni vigt þeirra samanlögð vera fyrir fjölda sakir, meiri en vigt allra æðri dýra að manninum meðtöldum. Hvergi sézt betur nema ef vera kynni í lífstegundum hafsins hvílík ótæmandi uppfyndinga uppspretta forsjónin er, og hve styrka hönd þarf til þess að hafa stjórn á öllum þessum grúa teg- unda og einstaklinga, því altaf helzt jafnvægið nema þegar maðurinn í heimsku sinni og fávizku skekkir það. Vér menn erum sjálfsagt æðsta dýr jarðar- innar en þó taka skorkvikindin oss fram á ýmsan hátt. Vér er- um miklir bygginga meistarar en hver getur eftirleikið snild kjallara-loks kóngulóunnar með sömu efnum og aðeins sex fót- um að vinna með? Vér dáumst að 40—50 lyftum byggingum, en hvað eru mörg loft í 30 feta há- um maura þúfum eins og finnast í Afríku? Vér erum miklir í- þróttamenn en ef vér hefðum vöðva flóarinnar eða engisprett- unnar gætum við stokkið yfir háar hallir! Eitt er víst, vort er ekki ríkið, ekki mátturinn og því síður dýrðin, og engin hlutur fer oss ver en sjálfhælnin. Einn munur kaþólsku og mót- mælenda kirknaijna er sá að þær fyrnefndu, bæði sú gríska og rómverska, afdráttarlaust haldá því fram að kraftaverk eigi sér enn stað en mótmælendur neita. Sannar kaþólskan mál sitt með fjölda af dæmum frá ýmsum helgum stöðum sem ekki er til neins að neita, enda er ekki ein um þetta því frá mörgum stöð- um svo sem Indlandi, Tibet og víðar að koma sögur um að menn gengi berfættir á glóandi steinum eða dýfi hendi og hand- legg niður í sjóðandi vatn án þess að brenna sig, fari hamför- um og fleiru er jafnvel vísinda- menn hafa séð og sannað, en öll þessi kraftaverk eru lítil í sam- anburði við það mikla krafta- verk sem er hin sýnilega veröld að oss sjálfum meðtöldum. M. B. H. BRÉF Seattle, 9. des. 1938 Kæri dr. Pétursson, Mér datt í hug þér kynni að leika hugur á að vita hvað hér hefði verið gert í tilefni af 1. des. á ættjörðinni. — Einnig hefi eg ver’ð beðin fyrir tvö smávegis frétta atriði, sem þú máske finnur pláss fyrir í Hkr. Þann 1. des. flutti eg stutta útvarpsræðu á íslenzku um þýð- ingu dagsins á ættjörðinni. Á undan söng Mrs. Ninna Stevens frá Tacoma “Ó guð vors lands” — og á eftir “Draumalandið”. — Tímann eftirlét okkur verzlun- arfélag í Seattle sem útvarpar á skandinavisku málunum á hverju kveldi. — Des. fundur lestrarfélagsins “Vestri”, þann 7., var helgaður fullveldisdegi fslands. Séra K. K. ó. flutti ræðu, Mrs. Stevens söng ættjarðarsöngva og eg las upp, í sama anda. Þannig vakti dagurinn talsverða athygli, og dró hugi okkar að sameiginleg- um kærum minningum. íslenzku blöðin hafa jafnan verið fús að geta þess, ef náms- fólk af ísl. stofni getur sér góð- an orðstýr, — þessvegna sendi eg eftirfylgjandi: Á s. 1. hausti tók hér fullnað- ar próf í lögum ungur maður að nafni William H. Goucher. — Móðir hans er íslenzk, Ingibjörg Bjarnadóttir, ættuð úr Miðfirði og Þingi, í Húnavatnssýslu. — Hún varð ekkja þegar William var á barnsaldri, en hefir nú komið upp stórri og mannvæn- legri fjölskyldu sem jafnan held- ur hópinn. William er fæddur 3. okt. 1913. Hann útskrifaðist af High School 1932. útskr. af University of Washington (B.A. degree) 1936, og tók þá strax að lesa lögfræði. Árið 1937 hlaut hann “The Manson F. Bachus Scholarship in Law”. — Sama ár hlaut hann einnig “The Western Printing Co., Prize in Law, for outstanding work on the Washington Law Review.” Hann var í ritstjórnarnefnd lög- fræðisdeildar háskólans, meðlim- ur í Delta Theta Phi og í stjórn- arnefnd þess sambands, s. 1. ár. Nú er hann nýlega tekinn til starfa á skrifstofu hjá vel þekt- um lögfræðingi hér í borginni. William er bæði góður drengur, og svo stiltur og stefnufastur, að hann hlýtur að eiga góða framtíð í stöðu sinni, — þess óska líka allir sem þekkja hann. í s. 1. mán. héldu íslenzku kon- urnar hér fjölment og ánægju- legt samsæti, til heiðurs Mrs. Thóru Arnbjörnsson Wall. Hún hafði nýskeð gengið að eiga amerískan lögmann, vel þektan í þessum hluta Seattle, sem flest af löndunum byggir. — For- eldrar Mrs. Wall, Þorgrímur Arnbj.s. (d. 1936) og Sólveig Halldórsdóttir, bæði úr N.-Múla- sýslu, hafa búið hér yfir 30 ár, og getið sér almennings hylli. Thóra dóttir þeirra er með af- brigðum vinsæl, því hjá henni fara saman ágætir hæfileikar og miklir mannkostir. — í samsæt- inu var mælt fyrir minni hennar af Mrs. H. S. Christianson, Mrs. B. O. Jóhannson og undirritaðri. Söng og hljóðfæraslátt lagði yngri kynslóðin til af mikilli prýði: Erna Johnson piano solo; Kristín Jónsson fíólín solo; Marie Johnson einsöng, en Elin Matthíasson Bauta lék undir- spil. Heiðursgestinum var afhent að gjöf “Myndir” Einars Jóns- sonar, bæði heftin, bundin í ís- lenzkt band, til minnis um ætt- landið norður í höfum. Svar hennar var bæði fallegt og hlýtt, — og árnaðar óskir gestanna eindregnar. — Eg man ekki ef t- ir jafn fjölmennum ísl. kvenna- fundi hér — nær 80 sátu til borðs. — íslendingar hafa svo veð- urnæmt geð eins og St. G. St. nefndi það, að ekkert bréf er fullkomið nema tíðin sé eitthvað umgetin. — Það sem af er vetr- ar í Seattle hefir verði milt og gott. — Snjóhret í nóv. — en tók strax upp. Nú raka loft, enginn kuldi, og algræn jörð. Með vinsamlegri kveðju, Jakobína Johnson FYRSTI DESEMBER í WYNYARD Á tuttugu ára fullveldisafmæli hins íslenzka ríkis var haldin samkoma í Wynyard. Var upp- haflega til hennar stofnað af stjórnarnefnd þjóðræknisdeild- arinnar í bygðinni, en að öðru leyti hefir allur undirbúningur verið í höndum íslendinga al- ment. Eftir að vissa var fengin fyrir því, að fólk væri hlynt þeirri hugmynd, að hafa veizlu með íslenzkum mat, var tekið til óspiltra málanna, aðallega símleiðis, að fá loforð frá heim- ilunum um vatmælatillög til veizunnar. Lögðu sumir til hangikjöt, aðrir skyr, slátur, rúllupylsu, mysuost eða brauð eða annað, sem til þurfti. Það var ákveðið í upphafi að'hafa ekkert bakkelsi”, annað en ís- Ienzkt, svo sem vöfflur, kleinur og pönnukökur. Kvenfólkið í Wynyard og grendinni hafði því áreiðanlega nóg að gera dagana fyrir samkomuna. — Þeir, sem vildu, gátu samt greitt inn- gangseyri í peningum. Veðrið hefir verið hið ákjós- anlegasta undanfarnar vikur, og var mikið undir því komið, að blíðan héldist fram yfir mánað- armótin. Þær vonir brugðust ekki. Hinn 1. des. var veðrið milt og stilt. Skömmu eftir há- degið fór fólkið að drífa inn í bæinn með matarpinkla og rjómaflöskur. Um tvöleytið var orðið fjölment í samkomusaln- um og klukkan hálf-þrjú var samkoman sett með því að sung- ið var hið alkunna samkomu- kvæði landans bæði heima og hér: “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur”. Þá bauð forseti samkomunnar, séra Jak.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.