Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.12.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. DES. 1938 RISADALURINN En svo fór silungurinn að ganga upp í Álafljótið, og hið yndislegasta fyrirbrigði, sem hent getur nokkurn dreng—að vakna skyndi- lega til að sjá dásemd og fegurð lífsins, sem birtist honum í ljósri mynd fyrir áhrif hinnar fyrstu ástar — hvarf sjónum hans. Mánuði síðar hafði hann gleymt þeim viðburði, og hálfu ári síðar hafði hann alveg gleymt Shir- ley Sumner. IV. Kapítuli Næstu æfiár Bryce Cardigans þangað til hann hafði lokið unglingaskóla námi og fór austur til Princeton háskólans, voru svipuð og annara drengja í litlum og hálfbygðum mylnu bæ. Hann fór oft til San Francisco með föður sínum með gufuskipinu, sem fór á milli Se- quoia og höfuðstaðarins, eins og “Vörðurinn”, blaðið í Sequoia kallaði San Francisco. Hann var ágætur fiskimaður, og bezta skyttan hvort sem hann skaut með rifli eða haglabyssu. Hann unni öllum íþróttum og sýndi vakandi áhuga á viðskiftum föður síns, sem gladdi gamla manninn mjög. Á þessum hamingjuríku upp- vaxtarárum drengsins, jók faðir hans mjög umsetningu sína. Hann hélt áfram að stækka og endurbæta mylnuna, bygði fleiri skonnortur og keypti fleiri skógarspildur. Landakaupin, sem fyr meir höfðu komið nágrönnum Cardig- ans til að efast um dómgreind hans, reyndust nú þýðingarmikil og viturleg. Vegna þessara kaupa, gat hann nú eignast svæði, sem honum voru nauðsynleg til að sameina skóglönd sín, og hann eignaðist þau með því verði, sem hann sjálfur setti, en aðrar eignir hans, sem stóðu í vegi annara sem þurftu að koma við sínum til markaðar, seldi hann þeim með því verði, er hann sjálfur ákvað. Vfir höfuð reyndust fyrir- ætlanir hans vel þegar á reyndi — allar nema ein, og þar sem þetta atriði hefir þýðingu fyr- ir þessa sögu verður að geta þess hér. Fyrir austan og norðan skógarlönd Car- digans, í kringum Sequoia, og tiltölulega ná- lægt var skógarsvæði eitt eitthvað tvö þúsund ekrur að stærð. Það var hinn ágætasti skógur. Eðlilegasti, auðveldasti og styzti vegurinn að flytja trén þaðan, var í gegn um Risadalinn. í þrjátíu ár hafði John Cardigan beðið eftir tæki- færi að fá þetta svæði hjá eiganda þess. Eig- andinn var viss um, að hann gæti selt Cardigan hver 'þúsund fet viðarins í þessum skógi á hálf- an annan dal. En Cardigan var sannfærður um að hann gæti fengið þau fyrir einn dal — þegar tíminn kæmi. Hann reiknaði það eins og eigandi þessa skógar gerði líka, að sá tími kæmi einu eða tveim árum áður en skógur Car- digans þar í grendinni væri upp urinn. Loksins kom sá tími, og morgun einn er Cardigan mætti þessum nágranna sínum á göt- unni, mælti hann við hann á þessa leið: “Sjáðu nú til, Bill. Er ekki kominn tími til að við förum að semja um þessa skógar- spildu þína? Þú veist að þú hefir geymt hana til þess að neyða mig til að kaupa hana af þér á því verði sem þú vilt selja hana.” “Eg keypti hana til þess,” svaraði hinn brosandi. “En áður en eg gat áttað mig á því, hafðir þú sett mér stólinn fyrir dyrnar með því að kaupa Risadalinn og síðan hefir hvorki gengið né rekið með kaupin.” “Eg skal gefa þér einn dal fyrir þúsund fetin, Bill.” “Eg vil fá hálfan annan dal.” “Dalur er alt, sem eg greiði fyrir þau.” “Þá ætla eg heldur að eiga skóginn minn.” “Og eg peningana mína. Þegar eg hefi lokið við skóginn hérna flyt eg mig héðan og byrja skógarhögg tuttugu mílur héðan suður með ströndinni. Eg á tíu þúsund ekrur hjá San Hedrin ánni, eins og þú manst, Bill. Sá sem kaupir skóginn þinn verður að draga trén gegn um landið mitt, og eg ætla ekki að höggva skóginn í Risadalnum, þess vegna er hvergi hægt að koma trjánum þá leið.” “Þú ætlar ekki að höggva hann. Hvað þá ? Hvað ætlarðu að gera við hann ?” “Eg ætla bara að láta hann standa þar sem hann er þangað til eg dey. Þegar erfðaskráin mín verður lesin upp, færðu að vita hvað við hann verður gert — en ekki fyr.” Hinn hló og sagði: “Heyrðu nú John. Þú hefir ekki hugrekki til að flytja þig héðan þegar skógurinn þinn hérna er urinn, og flytja þig tuttugu mílur suður. Það verður of kostn- aðarsamt. Þú ert bara að berja höfðinu við steininn. Láttu nú undan og borgaðu mér hálfan annan dal, John.” “Eg fer aldrei með blekkingar, Bill. — Mundu það, að flytji eg mig héðan til San Hendri, og yfirgefi eg skógarhöggið hér, þá flyt eg mig ekki hingað aftur til að saga þinn við. Það væri of kostnaðarsamt. Þessvegna ættir þú að selja fyrir dal, Bill. Það er gott verð og sanngjarnt eins og verðið er nú, og þú græðir hundrað prósent á fénu, sem þú lagðir í þetta. Mundu eftir því, Bill, að kaupi eg ekki skóginn þinn, þá munt þú aldrei fella hann, né nokkur annar. Þú situr með hann næstu fjöru- tíu árin og skattamir eru ekkert að lækka, og auk þess er mikið af furu og greni í skóginum, og þú veist hvað skógareldarnir geta .gert.” “Eg býst við að eg haldi í þetta dálítið lengur.” “Eg býst líka við því,” svaraði John Car- digan. Og um kvöldið, eins og venja hans var til, jafnvel þótt honum væri það ljóst, að Bryce gæti ekki skilið til fullnustu öll þau vandamál viðskiftanna, sem hann átti að erfa, þá út- skýrði hann fyrir honum þessi áætluðu kaup og sagði honum frá samtalinu við eiganda skóg- arins. “Eg býst við að hann haldi að þú sért að ginna hann,” sagði Bryce. “Það gerði eg ekki. Eg geri það aldrei — það er að segja eg læt það aldrei koma fram. Og það skalt þú heldur aldrei gera. Mundu það drengur minn. í hvert sinn sem þú gerir opinbera ákvörðun, þá vertu áður viss um að aðstaða þín sé þannig, að þú þurfir ekki að taka hana aftur. Eg lýk við skóginn í haust, svo ef að eg held mylnunni áfram verð eg að flytja til San Hedrin.” Bryce hugsaði sig um og sagði svo: “Væri þá ekki betra að gjalda honum það, sem hann setur upp, en að flytja og byggja tuttugu mílna langan veg niður til sjávar?” “Það væri betra sonur minn ef eg þyrfti að byggja svo langa járnbraut. En til allrar lukku þarf eg þess ekki. Eg renni bolunum niður hæðirnar ofan í San Hedrin fljótið og fleyti þeim niður fljótið og safna þeim í fleka á höfninni.” “En það er ekki nægilega mikið vatn í San Hedrin ánni til að fleyta rauðviðarbolum, eins og þú veist pabbi. Eg hefi veitt fisk þar og veit það.” “Það er rétt — á sumrin og haustin. En þegar á veturinn liður, og snjórinn fer að þiðna uppi í Yola Bolas, þaðan sem San Hedrin áin kemur, munum við fá nægilegt vatn til að fleyta viðinum, og þegar við komum með þá í ósinn byggjum við úr þeim fleka og flytjum þá hingað í mylnuna. Af þessu sérðu Bryce að við þurfum ekki í bráðina að byggja neina járnbraut.” Bryce horfði með aðdáun á föður sinn. “Eg býst við að Dan Keyes hafi rétt fyrir sér, pabbi. Hann segir að þú sért eins ruglaður og refur. Nú veit eg hvers vegna þú hefir verið að kaupa skógarlönd í San Hedrin.” “Nei, það veistu ekki, en eg skal segja þér það núna hvernig stendur á því í raun og veru. Humboldt héraðið hefir engar járnbrautir, sem tengja það við umheiminn, þessvegna verð- um við að flytja viðinn á skipinu. En ein- hverntíma kemur járnbraut að sunnan — frá San Francisco, og eini staðurinn, sem hún verð- ur lögð eftir er San Hedrin dalurinn, gegn um skógarlöndin okkar. Eg hefi keypt þessar tíu þúsund ekrur handa þér, sonur minn, því að járnbrautin kemur aldrei um mína daga, en kann að verða bygð meðan þú ert uppi, en eg er orðinn þreyttur að bíða eftir henni, og af því eg neyðist til þess ætla eg að höggva skóginn þar suðurfrá. Það gerir ekkert til, sonur minn. Þú verður að fella við þar fimtíu árum eftir þennan tíma. Og þegar járnbrautar félagið kemur til þín og biður þig um rétt til að fara um land þitt með járnbrautina, þá gefðu þeim réttinn. Settu þeim ekki einn eyrir fyrir það. Það hefir ætíð verið stefnuskrá mín, að styrkja allar framfarir í þessu héraði og mig langaði til, að þú yrði framsýnn og hjálpsamur borgari, sem berð almennings heill fyrir brjósti og fórnir ein- hverju fyrir hana. Þessvegna ætla eg að senda þig austur í ríkin á einhvern háskóla. Þú ert fæddur og uppalinn í þessum bæ, og verður að sjá meira af heiminum. Heimskt er heima alið barn, og það vil eg ekki að þú verðir. Þú átt að verða víðsýnn en ekki þröngsýnn. Eg er að draga saman handa þér drengur minn, mörg ábyrgðarfull atriði og langar til að menta þig, svo að þú getir mætt þeim með dugnaði og hugrekki.” Hann þagnaði og horfði á drenginn alvarlega og blíðlega. “Bryce, drengurinn minn,” sagði hann alt í einu, “veistu hversvegna eg vinn öllum stund- um og gef mér naumast tíma til að fara í úti- legu með þér fáeina daga á ári?” “Því ferðu ekki hægar, pabbi? Þú vinnur sí og æ og hefi eg oft furðað mig á því.” “Eg verð að vinna mikið, sonur minn, vegna þess að fyrir mörgum árum síðan, þegar starfið -var mér létt byrjaði eg á því, sem eg má nú ekki láta niður falla. Eg hefi marga menn í þjónustu minni, sem eg verð að sjá um. Þegar þeir ætla að gifta sig, reisa sér kofa eða kaupa sér stofuorgel, þá verða þeir að taka mig með í reikninginn. Eg vissi ekki fyr en í gærkveldi, hvaða nafni eg átti að nefna mig í þessu sambandi, en eg fann það, þegar eg var að hjálpa þér með bókstafareikninginn þinn. Eg er óþekta stærðin.” “Ó, nei,” sagði Bryce. “Þú ert þekt stærð.” Cardigan brosti. “Jæja, kannske eg sé það. Eg hefi altaf reynt að vera það, og ef eg er það, þá ert þú óþekta stærðin, Bryce, því að ein- hverntíma verður þú að taka sætið mitt, og þeir verða að byggja traust sitt á þér þegar eg er farinn. Hlustaðu á mig sonur minn. Þú ert bara drengur og getur ekki skilið alt, sem eg segi þér núna, en einhverntíma munt þú skilja það. Þú mátt aldrei bregðast þeim, sem vinna fyrir þig, sem líta til þín sem varðar og verndara síns, og byggja á hreysti þinni, gáf- um og ráðkænsku, sem á að gefa þeim tæki- færið til að lifa, frjálsum og hamingjusömum. Þegar þú ert yfirmaður Cardigans mylnunnar, þá verður þú að láta hjólin snúast. Þú mátt aldrei loka henni á daufum tímum til þess að komast hjá tapi, sem þú getur mikið betur bor- ið en verkamennirnir.” Hin harða skjálfandi hendi gamla manns- ins laukst um hendi drengsins. “Mig langar til þess að þú verðir hraustur maður og heið- arlegur maður,” mælti hann að endingu. Samkvæmt áætlun sinni flutti John Car- digan viðarhöggsmenn sína suður til San Hed- rin, er hann hafði lokið við allan við sinn í I kring um Sequoia. Þá fyrst sá Bill Hender- son, að hann hafði ekki verið að gera að gamni sínu, og ásakaði hann sig nú þunglega fyrir heimskuna og mannþekkingarleysi sitt. Hann hafði reynt að kúga hann, en mistekist það og nú var of seint að iðrast. Hepnin var samt með Henderson, því að stuttu síðar kom til Sequoia maður einn að nafni Seth Pennington, ofursti að nafnbót og miljóna mæringur. Hann hafði verið timburkóngur í Michigan, og þar sem skógar hans þar voru þrotnir og þar sem hann vildi helst kaupa ódýra skóga, en vissi til þess að verðið gat stigið tíu sinnum, þá lang- aði Pennington eins og Oliver Twist, “í meira af þessu sama.” Þegar hann hafði verið fyr meir í Sequoia, hafði hann séð tækifærið bíða sín í hinum sífallandi markaði rauðviðarins, og hlufallslegri svartsýni framleiðendanna. — Þessvegna fór hann heim til sín, ráðstafaði eigum sínum þar og kom aftur til Sequoia, gráðugur í öll rauðviðar tækifæri. Eitt sinn er hann sat á svölunum í gistihúsinu í Sequoia, hafði hann heyrt um hvernig skógarkaupin milli hins þrálynda Johns Cardigans og Bilt Hendersons höfðu farið út um þúfur. Penning- ton lézt því vera að veiða og fiska næstu dag- ana þar í nágrenninu, en í raun og veru var hann að fá sér býsna nákvæma þekkingu, hversu mikils virði skógur Hendersons væri. Að því búnu keypti hann skóginn af hinum hamingjusama Henderson, og borgaði einn dal og tuttugu og fimm sent fyrir þúsund fetin. Hann galt þessa upphæð með staðfestri ávísun. Er Henderson hafði tekið við ávísuninni spurði hann: “Ofursti, ætlið þér að láta vinna þennan skóg?” Pennington brosti. “ó, eg ætla ekki að láta vinna hann. Þegar eg læt fella skóg verður að vera auðveldara að komast að honum. Eg er bara að kaupa þetta til þess að leika á fyrir- rennara minn í sambandi við þessi kaup. Hann John Cardigan. Hann þarfnast þessa skógar. Hann verður að kaupa hann og einhvern þess- ara daga mun hann gjalda mér tvo dali fyrir þúsundið.” Bill Henderson skók útréttan vísifingurinn rétt undir nefinu á Pennington. “Heyrið þér ókunnugi maður,” sagði hann í aðvörunar rómi. “Þefear þér þekkið John Cardigan eins vel og eg geri, munið þér breyta um skoðun. Hann segir altaf eins og hann meinar.” “Já, það er líklegt,” sagði Pennington og hló kuldalega. “Hvað ætli það! Þessi flutning- ur hans yfir til San Hedrin, var hið mesta bragð, sem leikið hefir verið í þessu héraði.” “Gott og vel, herra minn. Þér bíðið og sjá- ið til.” “Eg hefi þegar séð það. Eg veit það.” “Hvernig vitið þér það?” “Eg get t. d. bent á það að Cardigan hefir bygt mjög vandlega yfir vagnana sína, hann hefir ekki rifið niður fimm mílna langa járn- braut og þriggja mílna langt hliðarspor.” Bill gamli tugði tóbakið sitt hugsandi um I stund, spýtti síðan út úr sér ofan um rifu í gangstéttinni. “Nei, svaraði hann. Eg skal játa, að hann er ekki byrjaður að rífa sporið ennþá, en eg veit fyrir hendingu að hann hefir selt vagnana og sporið öðru timburfélagi og býst eg við að þeir rífi það fyrir hann áður en langt um líður.” Það var auðséð að þessar fréttir fengu mjög á Pennington. ‘Sé þessi frétt sönn, verð eg líklegast að byggja mylnu sjálfur hérna niður í fjörunni og fella skóginn sjálfur.” “Það mundi ekki borga sig eins og við- arverðið er nú.” “Mér liggur ekkert á, eg get beðið betri tíma.” “Jæja, þegar þessir betri tímar koma, sannfærist þér um, að John Cardigan á alla I fjöruna hérna megin við fjörðinn, þar sem nógu aðdjúpt er til þess að hlaða megi skip hættu- laust.” “Það er nógu aðdjúpt hinu megin við fjörð- inn, og nógir staðir til sölu. Þar fæ eg mér stað fyrir mylnuna og dreg viðarbolina yfir fjörðinn.” “En þér verðið að fleygjá þeim í sjóinn hérna megin, og hver einasti blettur, þar sem það er hægt tilheyrir Cardigan. Ef þér veltið trjábolunum út þar, sem of grunt er, sökkva þeir í leðjuna og fljóta ekki út um háflæði.” “Það er ekki mjög hughreystandi að hlusta á yður,” sagði Pennington ömurlega. “Eg býst við að þér segið mér næst að eg geti ekki unnið þennan 'skóg án þess að fá leyfi frá Cardigan til þess.” Bill gamli spýtti niður um aðra rifu, og hin fölnuðu bláu augu hans tindruðu stríðnislega. Veljið úr mununum sem City Hydro hefir til sýnis fyrir jólin og þér getið verið þess vissir, að það eru munir sem vert er að eiga. Þeir eru þessir: SANDWICH TOASTEBS fullgerðir með streng, frá . STBAUJARN Chromium finish, frá . TOASTEBS TUrnover model, frá... VÖFLUJARN Twin Waffle Type, frá. $3.95 $1.65 $1.95 $11.95 LAMPAB (Boudoir and Radio models), frá. GLER KAFFI KÖNNUB Halda 7 bollum, allar með stó, frá.. KRULLUJABN Mikið firval, frá............ EGG COOKERS Sjóða 4 í einu. Kjörkaup..... $1.85 $4.95 65c $2.95 Gleymdu ekki að fá setta inn rafstóna, kæliskápinn eða þvottavélina sem þú þarft með fyrir jólin. Sérstakir skilmálar. Síimið 848 131 til skjótrar afgreiðslu Skoðið jóla- tré ljósin, sem við höfum. BOYD BUILDING

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.