Heimskringla - 04.01.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.01.1939, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle J)C itigte. S J ' ÖEPENDABLE/ . S U J* DYERS6CLEANERSLTD. L FIIÍST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 4. JANÚAR 1939 NÚMER 14. G. S. Thorvald*on, lögfræðíngur Við byrjun þessa árs tilkynti Mr. G. S. Thorvaldson, er lög- fræðisstörf hefir stundað í Win- nipeg síðan 1925, og sem um nokkur ár hefir haft skrifstofu í 705-6 í Confederation Life bygg- ingunni og hefir enn, að hann og Árni G. Eggertson, K.C., frá Wynyard hefðu myndað félags- skap með sér, sem undir nafninu Thorvaldson & Eggertson gengi. Reka þeir því frá þessa ársbyrj- un lögfræðisstörf saman á áð- urnefndri skrifstofu Mr. Thor- valdsons. Mr. Thorvaldson er orðinn svo kunnur á meðal fslendinga fyrir árvekni og dugnað bæði í lög- fræðisstarfinu, þátttöku í félags- málum og opinberum málum, að hann þarf ekki að kynna þeim. Hann byrjaði lögfræðisstarf sitt ungur, aðeins 25 ára gamall, því honum sóttist námið vel sem frændum hans. Og þegar á fyrstu árum lögmannsstarfsins hafði hann áunnið sér traust manna svo starfið óx og varð brátt að því er vér ætlum um- fangsmeira en flestra jafnaldra hans í þeirri stöðu. Og það mun álit flestra er hann þekkja, að hann muni eiga eftir að láta til sín taka á öðrum sviðum er tím- ar líða, eigi síður en í lögfræðis- starfinu. Mr. Thorvaldson er fæddur í Riverton, Man., árið 1901; hann er sonur Sveins Thorvaldsonar, M.B.E., er að dáð og framtaks- semi má telja í hópi fremstu Vestur-fslendinga, og fyrri konu hans, Margrétar heitinnar Sól- mundsdóttur. Mentastigið B.A. tók hann í Saskatchewan-há- skóla 1922, en lögfræðisstigið (LL.B.) í Manitoba-háskóla 1925. Æfingu sína í lögfræðis- starfinu hlaut hann hjá J. W. Craig, K.C., er um skeið var dómsmálaráðherra þessa fylkis. Mr. Thorvaldson er giftur hér- lendri konu og á 3 börn. Óskum vér honum og hinu nýja lögfræðinga félagi heilla. HELZTU FRÉTTIR Móðir og 5 börn farast í bruna Síðast liðinn fimtudag kvikn- aði í íveruhúsi í St. James (í Winnipeg) og brann þar inni kona og fimm börn. Bóndinn Lyle Robson og elzti sonur hjón- anna björguðust með því að brjóta glugga í húsinu og kasta sér út. Fólkið var alt í svefni er eldurinn braust út. Feðgarn- ir voru á náttklæðunum og þeim nokkuð brunnum, er þeir sluppu út úr eldinum; hár þeirra var einnig brunnið. Húsbóndinn er á sjúkrahúsi. Yngsta barnið af þeim er f ór- ust var tveggja mánaða gamalt, hið elzta 10 ára. Hjónin voru ung og voru af nágrönnum þeirra talin bezta fólk. Eldur- inn kviknaði út frá reykháf. Marcus Hyman dáinn Marcus Hyman, K.C., einn af þremur verkamannaþingmönn- unum á fylkisþinginu í Mani- toba, dó s. 1. laugardag í Winni- peg. Hann var 55 ára, hafði verið þingmaður síðan 1932. — Árin 1930 og 31 sótti hann um brogarstjórastöðu í Winni- peg, en tapaði í bæði skiftin. En hann var skólaráðsmaður frá 1923 til 1928. Gyðingur var hann að ætt, fæddur í Vilna í Rússlandi (nú Póllandi) 1883. Hann var mentamaður mikill', sílesandi og báru ræður hans þess mikinn vott. Hitler rekur sig á Sú fyrirætlun Hitlers að gera Ukraníu að óháðu ríki undir yfirstjórn Þýzkalands, rak sig illa á s. 1. viku. Eins og kunnugt er, lýtur land þetta Sovét Rússlandi, Póllandi, Rúmaníu og Tékkóslóvakíu. — Hitler hafði lengi haft augastað á því og hann skoðaði ávalt fyrsta sporið að ná því væri að hremma Tékkóslóvakíu. Vladimir hertogi, sem nýlega hefir verið lýstur erfingi Rom- anoffanna, fór nýlega á fund Hitlers, en neitaði með öllu að erindið væri að tala við hann um stofnun konungsríkis í Ukraníu. Varaði Anton Denikin hers- höfðingi hann við því, er hann fór af stað, að eiga ekki við Hitl- Verið samtaka, Islendingar! Eins og gerð var grein fyrir með "Áskorun til fslendinga Vestanhafs", er birt var í íslenzku blöðunum 14. des. síðastl., var ákveðið að fara af stað með almenna fjársöfnun til þess að kosta afsteypu í eir af Leifs Eiríkssonar líkaninu fræga, er Bandaríkjaþjóðin gaf íslandi 1930, til að prýða með framhlið og til að vekja eftirtekt á íslands skálanum á heimssýningunni í New York á komandi sumri. Það var eftir ósk Sýningarráðsins íslenzka, til Þjóðræknis- félags íslendinga í Vésturheimi, að hér skyldi skipuð nefnd til samvinnu við Sýningarráðið, til þess að aðstoða það við-að gera fslands sýninguna sem sérstæðasta og eftirtektaverðasta á vett- vangi þjóðasýninganna. Að skreyta og skruma sýningarskálann sjálfan, um það gat fsland ekki kept við aðrar þjóðir, enda engin löngun til þess. En hitt var, að láta skálann, hið ytra og innra, benda á hið mikla framlag þjóðarinnar til þekkingar og sögulegra vísinda, fram yfir það sem flestar aðrar þjóðir höfðu að sýna, það gat komið til mála, og að því ráði var horfið. Því var það, að allir féllust á þá skoðun, að utan veggja yrði þessu takmarki á engan hátt betur náð, en með því að reisa afststeypu af þessu fræga minnismerki utanbúðar, með áletran þeirri er því fylgir, hinni sögulegu viðurkenningu Sambandsþings Bandaríkjanna, fyrir Vinlands fundi Leifs Eiríkssonar. Áletranin er þessi: "Leifr Eiricsson, a son of Iceland, discoverer of Vinland in 1000, presented in 1930 by the United States Congress to Iceland on the occasion of its Millennial Celebration of the founding of Althing". Nefndin var skipuð. Áður var Sýningarráðið búið að út- nefna þrjá menn sér til aðstoðar, þá Guðmund dómara Grímsson, Dr. Vilhjálm Stefánsson og séra Rögnv. Pétursson. Til viðbótar voru nú kosnir Dr. B. J. Brandsson, Gunnar B. Björnsson, fyrver- andi skattstjóri Minnesota-ríkis, Árni Eggertson og Á. P. Jó- hannsson. Það var að tilhlutan og með samþykki þessarar "Aðstoðar- nefndar", að ofannefnd "Áskorun" var samin og birt. Sýningar- ráðið íslenzka óskar ekki eftir neinum fjárhagslegum stuðningi öðrum en þessum, en á því ríður íslandssýningunni mikið, að þessu takmarki verði náð. Að sýningunni lokinni verður mynd- inni komið fyrir á hinum virðulegasta stað, íslandi til ævarandi kynningar hér í álfu. En slíkrar kynningar þarfnast íslenzka þjóðin sem nú er að leita sér markaðs, og viðskiftasambands við Bandaríkin og Canada. Samskotin eru hafin. Á öðrum stað er birt gjafaskrá, $349.00. Söfnuninni þarf að hraða! Gefið eftir beztu getu. Gefið stórt eða smátt. Engin upp- hæð of stór eða of lítil. Verið samtaka um þetta mál! Bregðist ekki yðar gamla f öðurlandi! Aðstoðarnefndin. er um þetta. Denikin er 66 ára, útlagi sem Vladimir og var hinn síðasti, er á móti rauðliðum stóð í Hvíta-Rússlandi 1918. "Rúss- land er föðurland okkar og að taka peninga frá nokkrum óvini þess, til þess að vinna því mein, ætti að vera okkur f jarri',, sagði hershöfðinginn gamli. Hann gaf og til kynna, að Hitler hefði fyrir tveimur árum boðið Maxim Gourko hershöfðngja og sér til Þýzkalands að ræða um þetta mál, en hann hefði þverneitað að sjá Hitler. Gourko hefði að vísu á fund hans farið, en hefði hafnað boði Hitlers með öllu. Denikin segir að það eitt vaki ekki fyrir Hitler að ná Ukraníu með þessum ráðum, heldur einn- ig Georgíu og Azerbaijan og bægja Rússum með því frá Svarta-hafinu. En síðast liðna viku tóku Rússar að hreinsa til í Ukraníu og ráku eina átta af valdsmönn- um sínum úr stjórnarstöðum. Ef Hitler kæmi áformi sínu fram þarna, tapaði Rússland um 35 miljónum úkraniskra þegna sinna og Pólland um fimm milj- ónum. En í það skjól er nú fokið fyrir Hitler fyrst um sinn. Pólland og Rússland, sem í erj- um hafa átt síðast liðin 19 ár, hafa nú sæzt og gerðu viðskifta- og pólitískan samning með sér síðast liðna viku. Lönd þessi hafa ekki til muna átt nein skifti saman, en gera nú ráð fyrir að skiftast á vörum, svo að 30 miljón dölum nemi á ári. — Kaupir Pólland málma af Rúss- um, en Rússar aftur klæðavöru af Pólverjum. Með þessari samvinnu Rússa og Pólverja, er líklegt talið, að sú ætlun Hitlers að herja í aust- urveg í marzmánuðí, er Mus- solini og Frakkar væru upptekn- ir við mál sín í Norður-Afríku, farist nú fyrir. Pólverjar, sem heldur hafa verið með Þjóðverj- um til þessa, hafa gert þarna rugling í reikning Hitlers. Árni G. Eggertson, K.C. Árni G. Eggertson, K.C., er um 17 ár hefir rekið lögffæðis- starf í Wynyard, Sask., er fyrir skömmu fluttur til þessa bæjar. Hefir ráðist svo milli hans og Mr. G. S. Thorvaldsonar lög- fræðings, að þeir starfi sem fé- lagar frá byrjun þessa árs að lögfræðisrekstri á skrifstofu þeirri, er Mr. Thorvaldson hefir starfað, 705-6 Confederation Life Building, 457 Main St„ Winnipeg. Mr. Eggertson er fæddur 10. jan. 1896 í Winnipeg og er hér uppalinn. Mentun sína hlaut hann og í Manitoba og útskrif- aðist í lögum frá háskóla þessa fylkis 1921. Hóf hann hér lög- fræðisstörf sama árið, en hvarf brátt til Wynyard, Sask., og hefir starfað þar sem lögmaður til þessa. Hann er sonur Árna fasteignasala Eggertssonar í Winnipeg og fyrri konu hans Oddnýjar heitinnar Jakobsdótt- ur. Mr. Eggertson nýtur góðs á- lits, sem lögfræðingur og er þess utan, ötull og áhrifamikill fé- lagsmaður. Þó hann sé nú seztur að í þessum bæ og tekinn til starfa, heldur skrifstofa hans í Wyn- yard áfram starfi undir stjórn bróður hans. Einnig gerir nú Eggertson ráð fyrir að verja einni viku, síðustu viku hvers mánaðar, á skrifstofu sinni í Wynyard. Árið 1937 var hann sæmdur K.C. nafnbót af fylkisstjórninni í Saskatchewan. Kona Mr. Eggertson er Maja, dóttir Gríms Laxdals fyrrum kaupmanns og konu hans Svein- bjargar heitinnar Torfadóttur. Eiga þau 3 börn. Heimskringla óskar hinum nýja félagsskap þessara ötulu og vinsælu íslenzku lögfræðinga góðs gengis. NÝÁRS HUGLEIÐINGAR Fluttar við aftansöng á gamlárs- kvöld í Sambandskirkjunni í Winnipeg af séra Philip M. Pétursson "Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnlega eilíft." —2. Cor. 4:18. Sagt hefir verið að eilífðin umkringi oss, að tákn hennar séu umhverfis oss á öllum stund- um. En augu vor eru oft blind fyrir þeim, og vér sjáum þau ekki. Skilningur vor er ekki svo fullkominn að hann skynji þýð- ingu eilífðarinnar, eða hvað hún sé. Þessvegna segjum vér að eilífðin, eða hið eilífa sé ósýni- legt. Því ekki aðeins lokum vér augum fyrir táknum þess eilífa, heldur ná hugsanir vorar, eða skilningur ekki nema mjög skamt, þegar um eilífðina er að ræða. Fyrir nokkrum vikum las eg stuttan kafla úr bók Hendrick Van Loon um mannkynssöguna. Þar reyndi hann að gera grein fyrir eilífðinni, og sagði: "Lengst upp í norðrinu, í land- inu sem kallað er Svíþjóð, stend- ur gríðarhár klettur, sem er hundrað mílur á hæð og hundrað mílur á breidd. Einu sinni á hverjum þúsund lárum kemur lítill fugl, til að skerpa nefið á honum. Þegar kletturinn hefir þannig eyðst, svo að ekkert er eftir af honum, þá er liðinn einn dagur af eilífðinni." Þetta hjálpar oss ef til vill til að skilja eilífðina betur, en mest af öllu eykur það skilninginn hjá oss um hve óhugsanlega mikill leyndardómur hún er, í raun og veru, og hve örstutt augnablik hvert ár, eins og vér mælum tímann, er í samanburði við hana, og hennar óumræðilega miklu víðáttu eða tímalengd. Er vér hugsum um þetta læs- ist einhver töfrakraftur um huga vorh og vér verðum gagn- tekin af mörgum mismunandi hugsunum og helzt á þeim stundum er vér staðnæmumst um örlitla stund við áramót. Þá finst oss vér vera einhvernvegin nær, eða í nánara sambandi við eilífðina en á nokkurri annari stund ársins. Og þó að vér séum oft blind fyrir táknum eilífðar- innar, eða verðum lítið vör við þau á öðrum stundum ársins, þá finst mér að maður geti ekki hugsað neitt alvarlega um endir ársins og byrjun þess nýja án þess, að verða fyrir áhrifum þessa töfrakrafts. Og á stund- um líkum þessari, finst mér vér geta næstum því þreifað á eilífð- inni, að vér séum einhvernvegin nær, eða í nánara sambandi við leyndardóma heimsins, að vér sjáum, með einhverju innra auga, og með æðri og fyllri skiln- ingi, inn í víðáttu hennar, niður í hennar djúp og upp í hina ó- mælanlegu hæð hennar. Vér verðum fyrir áhrifum dýrðar, og óumræðilegrar fegurðar, sem svífa yfir hugum vorum eins og svalur blær úr hinum ytra heimi. Vér stöndum í lotningu og undrun. Vér gleymum tilveru vorra sjálfra^ vér gleymum um- hverfinu, vér gleymum heimin- um, og öllu sem truflað getur þessa lotningartilfinningu, sem grípur oss, er vér stöndum, eins og segja mætti, á tímamótum lífs og* eilífðar. Hugir vorir eru gagnteknir af leyndardómum og mikilleika sköpunarverksins, af þess miklu tign og undri, og vér gleymum öllu vegna þráar vorr- ar til að sameinast því, á sem fylstann og fullkomnastan hátt, í samræmi við þess miklu tign og mikilleika. En þá, er vér erum í mestum Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.