Heimskringla - 04.01.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.01.1939, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. JANÚAR 1939 STEINARMR TALA Fyrirlestur, fluttur í “Septímu” 4. febrúar 1938 Inngangsorð Einhversstaðar í Nýja-Testa- mentinu er haft eftir Jesú Kristi eitthvað á þá leið, að þó að þeir sem hann til tekur, þegðu. mundu jafnvel steinarnir tala. Til eru þeir, sem halda því fram, að alt hið sýnilega, — alt, sem nöfnum tjáir að nefna —, sé ekkert annað en tákn og líkingar. — Til er einnig sérstök heimspekistefna, sem stundum er nefnd : :Transcendentalismi”, og stór þáttur hennar er einmitt þessi kenning um þetta alveru- mál, þáknmálið, og mætti ef til vill kenna stefnuna við þessa kenningu og kalla hana tákn- hyggju. Einhver mesti andleg- ur höfðingi þessarar stefnu, var ameríski spekingurinn Emerson. Það er ekki hlutverk þessa er- indis að rökstyðja þessa heim- speki eða lífsskoðun, eða hvað vér eigum að kalla það, sem hér er um að ræða, en þó kemst eg ekki hjá því að benda á það, sem veigamikla jákvæða röksemd, að sennilega mun enginn neita því, að því vitrari sem maður verður og andríkari, því skygnari verð- ur hann og yfirleitt á hið tákn- ítena í tilverunni. Þetta á vit- anlega ekki hvað sízt við um skáldin og listamennina. f þeirra augum er það í raun og veru ekkert dularfult fyrirbrigði, að steinarnir geti talað. Hví skyldu þeir ekki geta talað og haft sinn boðskap að flytja eins og alt annað ? Einar Jónsson myndhöggvari Eg ætla nú í þessu erindi að leiða fram fyrir áheyrendur mína mann, sem áreiðanlega skynjar þenna boðskap stein- anna, og getur jafnvel sjálfur látið þá tala mjög fagurlega. Þessi maður er Einar Jónsson myndhöggvari. Hann er sá af íslenzkum listamönnum, er eg veit einna táknrænastan, og hef- ir hann að mörgu leyti sérstöðu meðal þeirra. Tveir eru þeir staðir á íslandi, þar sem að mín- um dómi er auðveldast að kojn- ast í samband við sál íslands. Annar þessara staða er Þingvell- ir. Hinn er listasafnshús Einars Jónssonar. Því enda þótt Einar Jónsson sé “international” lista- maður þ. e. a. s. hafi boðskap að flytja öllum heimi — er hann þó fyrst og fremst íslendingurinn, sem mótaður er og innblásinn af íslenzkri náttúru, jafnframt því sem hann fer þó mjög sinna eigin ferða um alla meðferð við- fangsefna sinna. Hver einasti íslendingur ætti því að fara einskonar pílagrímsferðir til annarshvors þessara staða — og helst beggja. — Gildi Einar3 Jónssonar sem íslenzks lista- manns liggur því fyrst og fremst í því, að hann getur kent íslend- ingum að sjá og kunna að meta það, sem sérkennilegt er við fs- land og íslenzka náttúru. ísland | endurfæðist í list hans sem það óskaland sem það í raun og veru er og vér fyllumst hrifningu yfir því að vera íslendingar. Og er hér komið að aðalatriðinu í list Einars, — því, sem gefur honum gildi sem alþjóðlegum listamanni. — Því yfir allri hans list gæti staðið sem yfirskrift eitt orð, og þetta eina orð er: Endursköpun Allir listamenn, þeir sem ann- ars eiga skilið að heita því nafni, eru að sjálfsögðu skap- arar. En þeir eru ekki allir endurskaparar. Og því minni listamenn sem þeir eru, því meir um endurtekningar, endur- speglanir, bergmál. — Einar Jónsson er aftur á móti svo mik- ill endurskapari, að hann getur naumast tekið nokkurt viðfangs- efni til meðferðar án þess að fara með það upp á ummyndun- arfjall síns skapandi anda, þar sem hann lætur það ljóma í nýrri geisladýrð. Það eru að vísu ekki allir, sem geta fylgt honum upp á þetta ummyndunarfjall, meðal annars vegna þess, hve táknrænn hann er. En þeir, sem komast þangað upp, fá mik- ið og merkilegt útsýni yfir mannlífið og verða margs vís- ari um ýms hulin rök tilverunn- ar. Eg ætla nú að taka nokkrar höggmyndir Einars til meðferð- ar, — lýsa þeim í mjög stórum dráttum og leitast við að af- hjúpa sál þeirra eða hið and- lega innihald. Þetta er að vísu erfitt verk og ekki við því að búast, að það takist nema að litlu leyti. En auk þess vil eg taka það greinilega fram, að í mínum augum, og þá af sjálf- sögðu ekki síður í augum lista- mannisns sjálfs, er það einskon- ar virðingarleysi gagnvart verk- um hans — og eiginlega hálf- gerð goðgá — að ætla sér með orðum einum að afhjúpa öll þau sannindi, er felast í þeim. Mynd- höggvarinn mótar myndir sínar — og það á ekki hvað sízt við um Einar Jónsson — til þess að láta þær tala sínu þögla máli i og gefa í skyn ýmislegt, sem , ekki er hægt að segja með orð- : um. Og um list Einars Jóns- j sonar er það alveg sérstaklega íað segja: Hún bendir, gefur í j skyn og er jafnvel að sumu jleyti eins og sannleikur, sem er sagður undir rós, eins og það er nefnt. — Krishnamurti sagði einhverju sinni, að menn ættu ekki að lýsa hugsunum sínum og hugmyndum alt of nákvæm- ! lega, til þess að fjötra ekki eða takmarka líf þeirra. Stór og lifandi hugsun þolir ekki miklar umbúðir og getur jafnvel dáið, ef mjög miklar tilraunir eru gerðar til þess að gera hana hlutræna, sýnilega eða skiljan- lega. — Eg er viss um að Einar Jónsson er samdóma Krishna- murti um þetta, enda munu þeir um margt andlega skyldir. — En nú er bezt að snúa sér að þeim myndum, er eg hefi hugsað mér að taka til meðferðar. — Myndirnar eru þessar: 1. “Sorg”. 2. “Vatnsspegillinn” 8. “Sindur”. 4. “Hvíld”. 5. “Upprisa”. 6. “Páskaliljan”. Byrja eg þá á myndinni “Sorg”. Maður situr á stein- palli. Byrgir hann andlit sitt í annari (hægri)) olnbogabót sinni, en með vinstri hendi seilist hann upp á við, og nemur hönd hans staðar við konulík, sem hvílir þar á skör nokkurri. Auð- séð er þó, að þetta er í raun og veru ekki neitt lík, heldur aðeins mynd, sem greipt er inn í vegg- inn. Hönd hins hrygga manns nemur að vísu staðar við þessa mynd, en finnur ekki annað en strik. — Konan, sem hann unni, er honum svo gersamlega horfin, að hann hefir ekkert af henni til að festa hendur á annað en dauð strik á köldum steinvegg. Hann finnur hvergi konuna, sem. hann unni. Er ekki þetta góð áminn- ing um það, að óhjákvæmilega hljóti vonlaus sorg að bíða þeirr- ar ástar, sem að öllu eða mestu leyti var bundin við hið áþreif- anlega hjá þeim, sem elskaður var? Er ekki sem þessi mynd hrópi: Elskið fyrst og fremst hið ósýnilega og óáþreifanlega hjá ástvin|inum yðar, svo að yður verði það síður á, þegar þér hafið mist þá, að fálma í vonlausri sorg eftir því, sem var í raun og veru aldrei þeir sjálfir. — Fyrir aftan hinn syrgjandi mann sjást á öðrum steinpalli karl og kona, sem dansa saman. Er hér alveg vafalaust um að ræða endurminningar hins syrgjandi manns frá samvistar- dögum hans og þeirrar -konu, er hann unni. Þetta er mjög góð líkingarmynd, því til grund- vallar hamingj usömu samlífi karls og konu liggja nákvæmlega sömu lögmál og fyrir þeirri í- þrótt, sem nefnd er dans. Þ. e. a. s.: Bæði verða að kosta kapps um að komast í “takt” hvort við annað. — Þessi smámynd af hinum dansandi elskhugum er full af lífi, og sker sig mjög úr sorginni og dauðanum, sem sýnd er á næstu grösum. Þessar tvær mótsetningar, lífið og dauðinn, hamingjan og sorgin, mætast í þeirri mynd á mjög áhrifamik- inn hátt, svo 'að úr verður það, sem kallað er á dönsku máli “stærk Kontrastvirkning’’^ þ. e. a. s.: Heildaráhrif myndarinnar verða miklu sterkari vegna þess- ara tveggja andstæðna, sem magna hvor aðra, en eru þó í raun réttri ein heild, eins og maðurinn og konan, sem dansa saman, eru ein heild. — Kem eg þá að “Vatnsspeglinum” Aðal- atriði þeirrar myndar er hinn “glataði snour”, sem næstum því stendur á höfði og er að seðja sig á svínafæðu. En fyrir ofan hann er mynd af honum í svip- uðum stellingum, en þar er hann að seilast mað hendur upp í ský eða þokuslæðing. Til vinstri sjást tvær konur, og heldur önn- ur þeirra á barni. Þær loka aug- um sínum og heldur önnur þeirra einnig fyrir andlit barns, ins svo að því verði það ekki á, að horfa niður til hins glataða sonar. Andlit kvenna þessara lýsa meistaralega vel vandlæt- ingu Fariseans og samúðarskorti kaldra, innantómra sálna, sálna, sem aldrei voru nógu lifandi til að geta syndgað. — Til hægri sézt ung kona, sem kemur niður klettaeinstígi nokkurt, heldur á lampa, og horfir, að vísu með forvitni, en með áhuga og sam- úð, niður til syndarans. Mundi hún ekki tákna hinn fórnandi kærleika, sem stígur niður til að hjálpa og leiðbeina? — Allar þessar konur speglast í vatns- fleti, sem fyrir neðan þær er. Og ósjálirátt vaknar sú hugsun hjá áhorfandanum, að niður- lægingarástand hins glataða sonar sé í raun réttri líka ekki annað en einskonar vatnsspegill, að því leyti að m. k.? að myndin, sem fram kemur á vatninu, verð- ur öfug. Boðskapur myndar- innar verður þá eitthvað á þessa leið: Jafnvel hið mesta niður- lægingarástand mannssálarinn- ar er í rauninni ekki verulegra en endurspeglun í vatni. Jafnvel meðan maðurinn er dýpst sokk- inn, teygja hinar andlegu þrár hans sig upp á við, — og þær eru hið sanna eðli hans. — Hinn glataði sonur er að afla sér reynslu, og frá æðra sjónarmiði séð, er þessi reynsla ekki annað en þokuslæðingur eða ský, sem sál hans er að brjótast 1 gegn- um, til þess að geta séð til sólar. — Mynd þessi er merkileg frá- sögn um óveruleik og blekkingar efnisins. Komum vér þá að myndinni “Sindur”. Smiður stendur við steðja sinn og hamr- ar á járnfleini nokkrum, og er járnfleinn sá að nokkru leyti í mannsmynd. Hamarinn hvílir á hjartastað þessarar mannveru, sem er að verða til, og frá hamr- inum þjóta neistar, sem verða svo að mönnum. Smiðurinn tákn- ar lífið sjálft eða lífsreynsluna sem er hinn eini raunverulegi smiður eða skapari mannssálar- innar. Og þetta, að hamarinn hvílir á hjartastað, er snildarleg táknræn frásögn um það, að það er ekki sízt þjálfun og ræktun tilfinningalífsins, sem á einna mestan þáttinn í þessari sköpun mannssálarinnar, og að það er fyrst og fremst tilfinningalífið Þegar þú þarfí að senda peninga eitth ið- Vér gerum allar ráðstafanir með peninga- sendingar fyrir yður, hvort heldur þér þurfið að heimta peninga heim frá útlönd- um eða senda þá til einhvers staðar í Canada eða Bandaríkjunum. Kostnaðurinn er mjög lítill, og þér getið verið vissir um að peningarnir eru greiddir réttum móttak- anda. the ROYAL BANK O F CANADA T.~~ Eignir yfir 8800.000.000 . Til Einars Bjarnasonar Þú aldni vin sem hylli nægrar nýtur Og næsta mikil ennþá hefir ráð, Virðing góðum höldum þín ei þrýtur Og þróttur fríður þína hvetur dáð. f stormi lífs þú stendur hvergi veikur Þótt stundum að þér næði gustur stór Því eins og barn þú oft þér lipurt leikur Á léttu hjarni lífs þíns hugar-rór. Mig vantar orð að lýsa í ljóði smáu Listum þínum góði vinur minn, Mig vantar orð að stuðla stefin háu Því sterkan mátt ei hjá mér til þess finn, Og þótt eg allur væri af vilja gerður Og vönduð bera fram hér kynni mál, Mér finst eg smár og mjög ei mikils verður Á móti þinni fögru og góðu sál. Með beðju fríðri búi að gerir hlynna Bóndi ríkur vel í hagur mund, Er blíðu nýtur barna mætra sinna Þau blessun styðji hverja aldurs stund. Þau leiði gæfan gegn um þungar þrautir, Og þýði ávalt hvert það klaka spor Er þeirra jafnan vilja byrgja brautir, Þeim blessun ljáist gleði, afl og þor. Svo lifðu heill: Eg bið sem lítill bróðir, Að burtu frá þér víkji sérhver hrygð, Þig leiði vinir gegn um grýttar slóðir Og gæfa að hlúi þinni fríðu bygð^ Og nær þú loks af köldum hverfur brautum Og kærleiksríku sundur slitna bönd Þá lýsi guð að loknum lífsins þrautum í ljósið bjarta að hinni miklu strönd. Magnús Vigfússon, Þórólfsstöðum, Dalasýslu, íslandi eða kærleikurinn, sem notaður er til þess að senda frá sér þá lif- andi neista, sem eiga að verða efniviður í þessar verur, sem kallaðir eru menn, og eiga að byggja þessa jörð. Til vinstri við steðjann sézt óglöggt mesti sægur af mannshöfðum, og virð- ast þau horfa á smiðinn við verk hans. Þetta eru sálir framlið- inna manna( — herskarar himn- anna — sem sjálfir hafa verið mótaðir á þenna sama hátt, og eru farnir að skilja og hafa á- huga á þeim lögmálum, sem hér eru að verki. — Þess vegna læt- ur listamaðurinn þá horfa á smiðinn við verk hans. — Mynd þessi getur .einnig táknað þann sannleika, að vér mennirnir er- um hvers annars skaparar, að því leyti sem vér verkum hver á annan, bæði beint og óbeint með innbyrðis viðskiftum og allri vorri afstöðu yfirleitt hver til annars. En yfirleitt er myndin frásögn um hinn skapandi og, mótandi mátt reynslunnar. Næst skulum vér virða fyrir oss mynd- ina “Hvíld”. Hún er stórt manns- höfuð, sem er að hálfu leyti mót- að mjög fagurlega, en að hálfu leyti ómótaður steinn. Mynd- höggvarinn stendur undir höku höfuðsins og styðst fram á ham- ar sinn. Hér er verið að segja frá þeim merkilega sannleika, að fegurðin og fullkomunin er og hefir alt af verið til á einhverju ósýnilegu tilverustigi. Það, sem listamaðurinn og umbótamaður- inn gerir, er í rauninni ekki ann- að en það? að hann afhjúpar þá fegurð og fullkomnun, sem alt af var til. Hver mannssál er innst inni fögur og full'komin, — meira að segja guðdómleg. Til- gangur jarðlífsins er enginn annar en sá, að leiða í ljós þessa innri fegurð, — höggva hráefnið utan af hinni góðdómlegu mynd, sem inni fyrir býr og bíður þess eins að koma betur og betur í ljós. Og þegar oss finst þetta afhjúpunarstarf ganga illa og erfiðlega, og höldum jafnvel að endanleg stöðvun sé orðin á starfinu, og fyllumst örvænt- ingu, höfum vér gott af því að minnast þess, að hér er aðeins um hlé eða bið að ræða. Mynd- höggvarinn er að hvíla sig.---- Er þá komið að myndinni “Upprisa”, sem af ýmsum á- stæðjum er ef til vill merkileg- asta mynd Einars Jónssonar. — Vér sjáum Krist^ þar sem hann er að lyfta manni á herðar sér. Til hægri á myndinni er stór maður, hálfliggjandi. Hann er sem ímynd sorgar og vonleysis. Hann horfir á það, sem fram fer, og í augum hans er efi og spyrjandi óvissa^ En í faðmi hans er barn, sem réttir aðra hönd sína upp á við, og í svip þess lýsir sér örugt traust og vongleði barnsins. — Þessir 4 menn, Kristur, maðurinn, sem hann er að lyfta, barnið, og maðurinn, sem er ímynd sorgar og örvæntingar, hafast allir við í lægð nokkurri, gili eða gljúfri^ en á barminum liggur barnslík, hjúpað líkblæjum. Er það tákn hins glataða barnseðlis, en ein- mitt vegna hins glataða barns- eðlis nær sorgin og syndin tök- um á mönnunum, og þess vegna verður Kristur, þ. e. a. s. hinn fórnandi kærleikur, að stíga nið- ur í “dal sorganna” til þess að frelsa mennina. Það er þá líka barnseðlið, sem táknað er með barninu, er lyftir upp annari hendinni, sem felur í sér þá von- gleði, bjartsýni og traust, sem nauðsynlegt er til þess að þetta björgunarstarf geti tekist. — Það er eftirtektarvert, að Krist- ur og maðurinn, sem hann er að lyfta, mynda til samans haka- krossmerki með þeim stelling- um, sem þeir eru í. Nú hefir hakakrossinn eða Þórsmerkið frá alda öðli verið tákn dauða og endurfæðingar og er stundum talið upprunalegasta merki efn- isins. Listamaðurinn er því með merki þessu að segja þann merkilega sannleika, að það sé fyrst og fremst efnið og efnis- hyggjan, sem dregur mennina niður og heldur þeim þar. Uppi á gilbrúninni sjást fjöll í fjarska Þau tákna hið háa vitundarstig andlegs þroska. “Lífsins fjöll” mætti nefna þau. f þessari merkilegu mynd eru sýnd öll helstu lögmál dauða og upprisu, andlegs ófarnaðar og andlegra heilla, niðurlægingar og upphefð- ar. Þessi mynd er einskonar sálmur, greyptur í stein, um lyftandi mátt Kristseðlisins, ein- ingareðlisins, í mannssálinni. Er þá loks komið að síðustu myndinni, sem eg hefi kosið að taka til meðferðar, hinni svo- kölluðu “Páskalilju”. Vér sjá- um 4 blóm, og tákna þau æsku og elli, dauða og upprisu. Það er hin venjulega upprisuleið mannssálarinnar. En á milli þessara blóma sjáum vér kross? og á efri enda hans situr stærsta blómið, páskaliljan sjálf. Sézt þar Kristur upprisinn, ásamt tveim- ur englum. Krossinn verður að stofni páskaliljunnar. Það er eftirtektarvert, að krossinn er í raun og veru myndaður af 4 mönnum. Bilið á milli þeirra myndar krossinn. Það gæti lit- ið svo út, sem þeir væru að streitast við að þrýsta þessu auða rúmi saman, en það tekst ekki, og þeir verða nauðugir viljugir að láta mótast eftir þessu formlausa formi, krossin- um. Krossinn er óefniskend, andleg staðreynd í tilverunni, og gegn þeirri staðreynd þýðir ekki, að berjast. En krossinn, þ. e. a, S. þjáningin og fórnin, er líka leiðin til þeirrar upprisu, sem beið Jesú Krists, til sigurs yfir synd og dauða. Krossinn er því stofn hinnar eilífu morgunfögru páskalilju. Eg mintist á hina venjulegu upprisuleið, — leiðina, sem liggur í gegnum æsku og elli, líkamsduaðann og upprisu hinum megin grafar. Hér er um að ræða hina stærri upprisu- leið, raunverulega andlega þró- unarbraut, sem liggur til sigur- hæða mannlegrar fullkomnunar. Á bak við páskaliljuna virðist vera þríhyrndur flötur, sem vafalaust á að tákna hina þrjá góðdómlegu eðlisþætti vitundar- lífsins^ vilja, kærleika og vits- muni, en mannleg fullkomnun er einmit í því fólgin, að allir þessir eðlisþættir nái fullum vexti og starfi saman sem ein heild. Boðskapur Einars Jónssonar Jafnvel þeir listamenn, sem segja, að listin eigi að vera fyrir listina (“l’art pour l’art”), og leggja þar af leiðandi meginá- herslu á formið, — jafnvel þeir hafa þó einhvern boðskap að flytja, sem kemur fram í verk- um þeirra^ — svo framarlega sem alt hið sýnilega er æfinlega tákn einhvers, sem er ósýnilegt, hið ytra æfinlega tákn einhverra innri staðreynda. Jafnvel sú list, sem er í raun og veru lítið annað en eftirhermur, hefir sinn boðskap að flytja: — boðskap þess, sem eftir er hermt. — Það, sem gerir Einar Jónsson svo sér- stæðan meðal íslenzkra lista- manna, og eg vil segja — meðal listamanan yfirleitt —i er nú ein- mitt það, hve óvenjumikinn og háleitan boðskap hann hefir að flytja, og hve sá Jioðskapur er fluttur á frumlegan og sjálf- stæðan hátt. Guðmundur Finn- bogason kallar Einar “kenninga- skáldið” meðal íslenzkra mynd- hyggvara og rekur ætt hans sem listamanns til hinna fornu drótt- kvæðaskálda. Þetta er mjög gáfulega athugað, og vafalaust rétt, hvað formið snertir. Einar lætur andlegar staðreyndir birt- ast í viðhafnarbúningi líking- anna og fara í skrúðgöngum, ef svo mætti segja, um hugheima þeirra, sem skilja boðskap hans. List hans er óvenju “transcend- ental”, — yfirskilvitleg, tákn- ræn. Honum tekst að fara þann-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.