Heimskringla - 04.01.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.01.1939, Blaðsíða 4
4. SÍÐA heimskrincla WINNIPEG, 4. JANÚAR 1939 I ^eimskríttgla | (StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 00 SS5 Sargent Avenue, Winnipeg TalsimiB SS 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst y tyriríram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. g 311 viðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendlst: j K -nager THE VIKINO PRESS LTD 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by ITHE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man Telephone: 86 537 WINNIPEG, 4. JANÚAR 1939 YIÐSKIFTI CANADA 1938 Svörin Við því hvernig liðna árið (1938) hafi verið í Canada, eru flest þau, af ný- ársútgáfum blaðanna að dæma, að það hafi verið sæmilegt og sitt af hverju beri vott um batnandi tíma. Sambandsstjórn- in býst við auknum viðskiftum á næsta ári. Yfirmaður CNR félagsins einnig. Og í viðskiftahöldum mörgum er hljóðið gott. Ef eftir þessu mætti nú fara, væri það ekki amalegt. En gallinn er, að það er svo ófrávíkjanleg venja stjórna og viðskifta- manna, að vera bjartsýna meðan hátíða- víman er á þeim, að mann furðar á hvar þeir hafi augun. Á árinu 1938, er í raun og veru lítill vottur til þess, að tímar séu að batna. Þau fáu merki, sem á árinu 1937 voru til þess, urðu flest eða öll að vonbrigðum árið 1938. Hjá einum af viðskifta-jöfrum þessa lands, kveður þó við annan tón við þessi áraskifti. Það er hjá Sir Edward Beatty, K.C., stjórnanda C.P.R. félagsins. Bendir hann skýlaust á, að ástandið í Evrópu hafi kollvarpað þeim vonum á árinu 1938, sem menn gerðu sér um viðreisn iðnaðar og viðskifta í þessu landi í lok ársins^ 1937. Og sitji við sama keip á komandi ári, sé ekki neinna verulegra framfara að vænta. Stjórn þessa lands taki ekki neitt tillit til þessara ástæða og geri ekkert til þess að bæta úr þeim heima fyrir; hún auki stjórnarkostnaðinn og hækki skatta, án þess að efla á nokkurn hátt tekjur almenn- ings, sem raski öllu jafnvægi og hafi þær aflei’ðingar, að ávalt kreppi meira og meira að þjóðinni. Auðslindir þessa lands eru yfirf 1 jótanlegar. Þegar þjóðinni lærist að notfæra þær sér í hag, lærist að búa að sínu, þá fyrst á hún einhverja viðreisnar- von; fyr ekki. Og réttinn og tækifærið til þess hefir þjóðin, þegar augu hennar opn- ast fyrir því, að hún á við lýðræði að búa, en ekki einræði. Það er bjartasta hliðin á málefnum þessarar þjóðar þessa stundina. Þannig líta nú menn, því Sir Edward Beatty mun ekki einn um þessa skoðun, misjöfnum augum á horfurnar við þessi áraskifti. Til þess að gera sér sem ljós- asta grein fyrir þeim, er nauðsynlegt að athuga skýrslur um viðskiftin á liðnu ári. Og skal þá halda sig að því, er fjárhags- fræðingur Canadian Press fréttafélagsins gefur í ársyfirliti sínu. En þar er meðal annar þessu haldið fram: Hnignun á viðskiftum, eða afturför, hef- ir ekki átt sér stað síðan 1933 fyr en á ár- inu 1938. Þrátt fyrir þó atvinnuleysið virðist mikið til hafa staðið í stað, hafa viðskifti verið að smá aukast ár frá ári síðan 1933. Og það er nokkuð til í því, að að því undanteknu, hafi menn minna fundið til kreppu á þessu ári en áður. Þó verð á bændavöru væri lágt, var uppskeran mikil. Og af korni og ávöxtum var meira selt út úr landinUj en árið 1937. Námu- iðnaðurinn hefir aukist á s. 1. ári og gull- framleiðsla aldrei verið meiri. Sykur- ræktin var og meiri en 1937. Fiskveiði var litlu minni og viðartekja. Þó verk- smiðju-iðnaður yrði alt að 14% minni en árið áður, bætti að sumu leyti nýr iðn- rekstur það upp. Eftir skýrslum sambandsstjórnarinnar að dæma, var viðskiftamagn árið 1938, sem næst 8% minna en árið 1937, en þá voru viðskifti hér nærri eins mikil og 1929, sem var talið. veltiár. Á 11 mánuðum af ný- liðnu ári, nam viðskiftamagnið 112.8 (bor- ið saman við meðal ár = 100) en á sömu mánuðum á árinu 1937, var viðskifta- magnið 122.9. Viðskiftin jukust er fram á haustið kom og máttu góð heita yfir sep- tember og nóvember mánuð. Þegar des- ember-skýrslurnar birtast, er þó hætt við að munurinn á viðskiftum s. 1. árs og árs- ins 1937, vegði meiri en hann er fyrstu 11 mánuðina. Þessi viðskiftahnignun, sem hér um ræðir, byrjaði hér skömmu seinna en í Bandaríkjunum, alveg eins og viðreisnin hér 1937? byrjaði nokkuð seinna en þar. Hnignun viðskiftanna á árinu 1938, hófst með verðlækkun á bændavöru. Sú verðlækkun er mikill hnekkir í landi sem eins mikið þarf af bændavöru að selja út úr landinu og Canada. Hún hjó mikið skarð í viðskiftahag sambandsstjórnarinn- ar við önnur lönd, dróg úr ferðamanna- straumnum til Canada og hnekti gullfram- leiðslu landsins. Vísitalan á vöruverði var í október 1938, 74.1 (borið saman við 1926 = 100), en í sama mánuði 1937 var hún 84.7. Á árinu 1938, var því um 12.5% lækkun á verði að ræða frá því árið áður. Bezta hveiti lækk- aði úr $1.42 á árinu niður í 61 cents, hafr- ar úr 53 í 28 cents, fyrsta flokks nautpen- ingur úr $7.50 hver 100 pund í $5.70, ket og húðir úr 16 í 13 cents og viður til papp- írsgerðar úr $26.90 hvert tonn í $20.85. Afleiðingin af þessu var að sala á út- fluttum vörum frá Canada nam 14.4% minna að verði til , á fyrstu 11 mánuðum ársins 1938, en á sama tíma árið áður. öll útflutt vara nam nú $885,422^000, en árið 1937 $1,034,850,000. Innflutt vara mínk- aði á sama tíma um 16%, eða úr $755,- 766,000 árið 1937 í $633,176,000. Þetta lækkaði tekjuafgang sambandsstjórnar- innar um nærri 30 miljónir dollara á 11 mánuðum á árinu 1938. Öll kornvara útflutt, nam á 10 mánuð- um ársins 1938 $77,552^000. Á jafnmörg- um mánuðum á árinu 1937, nam hún $108,172,000, um . $30,620,000 meira eða 28.3%. Mjölvara mínkaði um 15%, fiski- útflutningur 5.3%, nautpeningsútflutning- ur 53.3%, kjöt 14.3%, unninn viður 25%^ ostur og málmar einnig all-mikið. Það er námaiðnaðurinn, sem mestur veigur virðist nú í. Gullframleiðsla í Canada óx um 15% á árinu 1938 og nemur nú $160,000,000. Gullhreinsunar-millur eru um 150 í landinu; hafa um 12 af þeim farið af stað á árinu 1938. Eir eða kopar framleiðslan jókst um 17% á árinu, en útflutningur á nikkel mínkaði um 4%. Málmútflutningur mínkaði yfirleitt. Verksmiðju-iðnaður fór alt hægara vegna daufs markaðar. Undir lok ársins, jókst hann þó í vissum grenium. f nóv- ember-mánuði var bifreiðasmíðin um 8% meiri en í sama mánuði 1937. Pappírsgerð mínkaði fyrstu 10 mánuði ársins um 29%, skógerð 12%, framleiðsla á fatnaði frá 8 til 10%, og járnvörufram- leiðsla um 21%. Járnbrauta-vöruflutningur var um 185,000 vögnum minni í ár, en árið 1937. Samt voru 75,000 fleiri vagnar af korni, en s. 1. ár. Flutningur á öðrum varningi hef- ir því mikið mínkað. Allar tekjur C.N.R. félagsins eru upp til 7. desember um 8.3% minni en árið áður og C.P.R. félagsins 1.8% minni. Hreinar tekjur (net rev- enue) C.N.R. hafa lækkað um 84% og C.P.R. um 23%. Verðmæti allrar kornuppskeru í Canada á árinu 1938, eru í sambandsstjórnar- skýrslum metnar á $527,419^000. Það er 6% minna en kornuppskeran 1937. Ost- framleiðsla var 11 mánuði af árinu 1938 alls 118,370,162 pund, en á sama tíma árið áður 127,323,578 pund. Á sömu 11 mánuð- um ársins nam smjörframleiðsla 8% meira, en árið 1937. Sala svína í gripakvíum Canada fyrstu 50 vikur ársins 1938, var 40% minni, en árið 1937. Sala nautgripa mínkaði um 22% og sauðfjár um 4%. Samkvæmt skýrslum kjötskoðunar- manna stjórna var á 48 vikum ársins 1938, slátrað 802,907 nautgripum, en árið 1937 á sama tíma 870,099. Slátrun svína 2,901,835 árið 1938 en árið áður 3,476,070. Nautgripasala til Bandaríkjanna fram í miðjan desember 1938 nam aðeins 90,863 gripum, en á sama tíma 1937 189,868 grip- um. Til Englands var dálítið meira selt en árið 1937, en ekkert á móts við þetta mikla tap. Yfirlit þetta er nú eflaust orðið nógu langt og leiðinlegt fyrir þá sem ekkert vilja lesa nema skrítlur. Eigi að síður er það eftirtektavert á margan hátt. Það sem einkennilegast er við það, er þó ef til vill það, að það sýnir að á þessu nýliðna ári hefir kreppa byrjað þrátt fyrir það þó framleiðsla yfirleitt væri eins mikil og nokkru sinni áður. Náttúran hefir verið eins gjöful og ávalt í þessu nægta landi árið 1938. Og borgararnir hafa ekki legið á liði sínu, sem þess hafa átt eða eiga enn kost. En það eru nú að vísu ekki allir. Og hvað hefir svo að því leitt? Nýja kreppu, með flestum sömu ummerkjum og kreppan 1931 og 32, og sem jafnast gæti fyllilega á við hana, ef óviðráðanlega mikil uppskera yrði nú aftur á þessu nýupp- runna ári. Og við hverju má ekki ávalt búast í öðru eins nægta landi og Canada? Ef það er gagnstætt einhverju heilögu lögmáli ,að stjórna þjóðfélaginu þannig, að almenningur geti skammlaust fætt sig og klætt, er ráðið hollast að leita til landa þar sem lífsskilyrðin eru verri en hér. Og það land er nú ekki langt burtu. Það er hér rétt fyrir norðan okkur. Eskimóarnir lifa þar góðu lífi. Hví skyldu ekki þeir, sem ekki geta neina atvinnu fengið meðan beðið er eftir að selja framleiðslu lands- ins, fáeinum mönnum í hag, geta farið norður í land og haft ofan af fyrir sér eins og Eskimóar? Til hvers höfum við ment- að æskuna, ef hún getur ekki bjargað sér eins og vankunnandi villimenn? Norðrið og vetrarmyrkrið er vingjarnlegt. Og hversvegna á þá að vera að hlusta á Mosh- er, verkamannaforingja, er í nýárs-ávarpi sínu bendir á, að hagur almennings, sé að verða hræðilega líkur því hér vestra, sem hann var í Þýzkalandi, þegar þjóðin setti Hitler yfir sig. Hitler-stjórn viljum við ekki í þessu frjálsa landi. Synir og dæt- ur verkamanna og bænda, sem ekki geta fengið stjórnarstöður af því, að þær bíða sona og dætra okkar, hugsa margir vald- boðarnir, gera því bezt í að fara norður í frelsið og þægindin sem þar bíða hinnar hraustu og mentuðu æsku landsins. Við höfum nógu marga eftir fyrir því að skatta, svo við getum einhvernveginn lif- að það af meðan kreppan stendur yfir. Án alls ósættis við liðna árið^ er það þetta sem nú hefir verið minst á, sem oss finst að meira hefði mátt bera á í á- vörpum bæði sambandsstjórnarinnar og annara við áraskiftin. Það hefði verið í meira samræmi við stjórnarfarið og aldar- andann hjá þeim, sem fyrir okkur öllum sjá. Að óska þjóðinni meiri uppskeru, er að óska henni áframhaldandi atvinnuleys- is og kreppu. Sir Edward Beatty, K.C.: “Eg vil segja, að ef helmingur fjárins, sem af almenningi er tekið vegna eyðslu- semi og óþarfa kostnaðar í stjórharrekstri í Canada, væri notað til að kaupa almenn- ar nauðsynjar, þá mundum við lítið heyra talað hér um atvinnuleysi og ennþá minna um erfiða eða harða tíma.” ‘ ‘ GA NGLERI” Það er nafnið á riti, sem Guðspekifélag- ið á íslandi gefur út. Sendi útsölumaður þess hér vestra, Magnús Peterson, Heims- kringlu nýlega annað hefti 12. árgangs ritsins og mæltist til, að ritsins væri getið, því hann teldi það eiga það skilið. “Þar er alt skrifað með þroskuðum skilningi og góðvilja til allra manna, enda á Gretar Fells fáa sína jafningja á ritvelli nú hjá íslenzku þjóðinni”------- segir í bréfi út- sölumannsins er hann sendi með ritinu. Gretar Fells, ritstjóri “Ganglera” mun vera ein af forvígismönnum Guðspek- ingafélagsins á íslandi. Um stefnu eða starf þess félags er sá er þetta ritar ekki svo kunnugur að hann geti nokkuð um það dæmt. Hin sögulega guðspeki eldri að minsta kosti talar um einn alheimsanda er alt dautt og lifandi sé hluti af og telur auk þess tilverustig mannsins mörg, og eitt þeirra er jarðneskt líf hans. Þó þetta geti verið góð' og gild heimspeki, eða fagur skáldskapur, mun það ekki enn að minsta kosti eiga samleið með raunvísindunum. Hvort að nútíðar-guðspekin heldur sig að öllu leyti að “hinni helgu speki” Indverja, skal ósagt látið. Guðspekifélagið sem stofnað var í New York 1875 og sem ís- lenzka guðspekifélagið er deild af, heldur sér ef til vill meira að leit eftir því sanna og raunverulega en eldri guðspekin og þá er öðru máli um það að gegna. Óhlutlaus rannsókn andlegra mála, sem sálarfræði getur orðið til aðstoðar, er ekki einungis æskileg, heldur og í fylsta máta eftirsókn- arverð. Og að um það sé að ræða fyrir guðspekingunum íslenzku, má ætla af mörgu því, er þeir leggja sérstaklega til þessara mála í ritinu. En hvort sem menn líta sömu augum og guðspekingarnir á andlegu málin, sem í ritinu er hreyft eða ekki, er það eitt víst, að þar er margt fróðlegt og fagurlega sagt. Auk þess flytur ritið greinar um ýms önnur mál en andlegs efnis, sem eins og annað þar eru mjög vel skrifaðar. f þessu áminsta riti er t. d. grein um Einar Jónsson listamann, er Heimskringla gat ekki neitað sér um að birta; er hún um leið gott sýnishorn af því er rit- stjórinn ritar. Þreyta, heitir góð grein og eftirtektaverð eftir Jónas Krist- jánsson læknir í þessu hefti. — Ennfremur skrifar Jón Árnason prentari langa grein um “Þjón- ustu” og segist margt ágætlega. Ritið er alt hið læsilegasta. í skýrslu konungslegu nefnd- arinnar sem er að rannsaka efnahag Canada er þannig kom- ist að orði á einum stað: “Stjórnarkostnaður er meiri í Canada en í nokkru öðru landi í heimi. Það er erfitt að mæla því bót eða réttlæta það, að við höfum 9 fylkisstjónir, 4,390 sveitastjórnir og bæja, 23,000 skólaráð, auk sambandsstjórnar og fjölda stjórnarnefnda í landi sem hefir aðeins 11 miljón íbúa.” SVEITAKONAN—MÓÐIR OG AMMA VOR ALLRA íbúarnir í veröld þagnarinnar eru að sjálfsögðu óteljandi og að sama skapi torvelt að finna þá að máli, hafa upp á þeim. Fræði- menn og skáld velja sér það hlutskifti að leita að þessum ein- staklingum. Og þeirra metnaður er það að draga einstaklingana fram í dagsljósið, eða gera grein fyrir þeim á einhvern annan hátt, ýmist til varúðar, eða þá til fyrirmyndar, ellegar til skýr- ingar viðfangsefnum. Til dæmis er ættfræðin gerð út af örkinni í þeim vændum að finna undir- rót kynkvísla og kynstofna. Því þögulla er í ættfræðinnar álfu, sem f jær dregur lifandi einstakl- ingum. En leitin eftir uppruna gefur útsýn yfir djúpa dali og langar strendur forfeðra og mæðra þeirra, sem lifa. Og sú leit gefur bendingar um hæfi- leika, sem leggjast í ættir. Og spor einstaklinganna, ef þau verða rakin,. gefa til kynna bar- áttu, sigra og ósigra þeirra ein- staklinga, sem götuskorningana hafa gert, eða hleðslurnar þær, sem vallgrónar tóftir sýna lítils háttar til minja um líf, sem er horfið fyrir löngu. Þegar litið er yfir mosavaxnar hleðslur eyðikots — og þau eru mýmörg í landinu — vaknar upp í hugskoti mannsins, sem litast þar um, spurningar hver af ann- ari og þessi þó fyrst: Hvenær var manna bygð hér? Þeirri spurningu kann jarða- bók að geta svarað, eða þá mál- dagar. En annari spurningu verðúr naumast svayað með þeirra orð- um — þessari spurningu: Hverjir bjuggu á þessu koti, sem hér er að sjá og nú er í eyði? Og hvað dreif á daga þess fólks, sem hér bjó, fæddist, háði baráttu, féll? Hver spurningin rekur aðra. En enginn getur með vissu svar- að þeim spurningum. Skáldgáfan kann að geta farið nærri um baráttuna, sem þarna er háð, ef hún er vel að sér ger. En um fóstur skáldgáfu er svip- að að segja sem um þau egg, sem tilbúin eru í verksmiðjum — þau kunna að vera eggjum lík að næringarefnum. En þeim verð- ur aldrei ungað út. — Aldrei kemur fugl úr þeim — aldrei fleygur fugl. En getspeki á vítt svigrúm í veröld eyðikotanna. Og hún á einnig þann kostinn, að henni sé gefið undir fótinn á stræti borg- arinnar t. d. þegar glöggur mað- ur mætir stúlku, sem hefir svo litaðar varir og kinnar, að þau litbrigði sjást álengdar — þá verður þeim glöggskygna manni sú spurning á ólituðum vörum, þó að hann tali aðeins við sjálfan sig — spurningin þessi:: Hverrar ættar ertu, stúlka litla? Ertu út af kounni, sem fyrrum bjó í kotinu, sem nú er í eyði? Veiztu hvað dreif á daga hennar og mannsins hennar? Hún heyrir ekki spuminguna, sem varla er von, því að þarna er um þagnarmál að tefla. Og þó að hún heyrði spurninguna, myndi hún alls ekki líta við spyrjandanum. Eg fer nærri um svar hennar við spurningunni — ef hún annars gegndi: Hvað varðar mig um líf þeirrar konu og hennar manns, enda þó að eg væri út af henni komin ? Forvitni fræðihugans hugsar á aðra leið. Það er hans for- vitni að þakka, að sögur t. d. forfeðra vorra voru skráðar. Og þó mkilar eyður séu í þær sögur, eru þær samt ómetanlega dýr- mætar. Þegar eg tek svo til orða, að miklar eyður séu í sögurnar, á eg m. a. við það, að þær minn- ast varla á innan bæjar málefni. Þegar vér lesum þær, vaknar spurning þessi í huga vorum: Hvernig hagaði kvenþjóðin sér á liðnum öldum, þegar hetj- ur riðu um héruð með hjálm á höfði og skjöld við hlið? Jú, við vitum, að Hallgerður sat í .dyngju og konur hjá henni og töluðu margt gáskasamlegt, þegar Sigmundur varð eggjun- arfífl hennar og kvað skopið um feðgana að Bergþórshváli. Það er og í frásögur fært, í Laxdælu, að Guðrún ósvífursdóttir spann vefjargarn í ákafa, daginn þann, sem bræður hennar og Bolli unnu bana Kjartani Ólafssyni. Þar áður og löngu áður bar þeim á milli út af vatni — út af árvatni, Brynhildi Buðladóttur og Guðrúnu Gjúkadóttur, eftir því seni Völsungasaga hermir. Um þessa og því um líka atburði er getið í sögunum vegna þess, að þessir atburðir urðu þess valdandi, að bani höfðingja hlautst af hátterni og orðum kvennanna. — En þögula sagan, sem gerðist innan bæja og sem konurnar lögðu til efnið í — hún er ekki samin eða skeytt inn í styrjald- arsagnirnar — því miður. Einn þáttur þeirra hljóðu sögu, sem gerst hefir innan bæj- ar í landi voru forðum tíð, einn- ig í þeim híbýlum, sem eyði- rústirnar eru nú til vitnis um, er um tóvinnuna, sem þjóðin af rekaði á liðnum tííma. Svo er að sjá á Njálu, að sérstök vefj- arstofa hafi verið til á bæjum. Hún er nefnd í brunarústum Bergþórshvols. En hvað sem því líður, sýna sögurnar marg- sinnis, að menn, sem fóru utan, höfðu vanalega til fararefna vað- mál, stundum 20 hundraða mó- rend eða þá einlit. 2400 álna! Þvílík vara. Vera má, að höfi’ ingjar hafi sópað saman vörunni hjá landsetum sínum að sumu leyti, en ekki er það þó sjálf— sagt, og ef eitt og eitt heimili hafði þessa vöru afgangs heima þörfum, má af því draga dæmi, sem gefa í skyn, að mikið hafi verið unnið innan bæjar úr ull- inni. Og hverjir afköstuðu þessu verki? Þessum hannyrðum? Kvenþjóðin að sjálfsögðu, all- tént að miklu leyti. Karlmennirnir voru í herför- um, eða fyrst og fremst her- æfingum, við fjárgeymslu, út- róðra o. s. frv. Vinna kvenþjóðarinnar segir til sín sjálf, eða hefir sagt til sín, alt til vorra daga. í Noregi var griðkonum, þar f sveitum, sett fyrir, hve miklu þær skyldu afkasta af vefnaði á viku, að sögn manna, sem þar dvöldu fyrir síðustu aldamót. Sú fyrirskipun var svo ströng, að stúlkurnar urðu að berjast um í vefstólnum 12—14 klst á degi hverjum, til þess að geta lokið vikuverkinu. Þetta bend- ir til gamallar venju, sem nú mun vera að leggjast niður. Og hér á landi eru þær konur nýgengnar til moldar, sem af- köstuðu svo miklum tóskap, ein- ar síns liðs, að furðu gegnir. Milli 1910 og 1920 hitti eg á Austurlandi móður dr. Björns Viðfirðings, þá um áttrætt. Hún hafði átt -— þau hjónin — 12 börn, ef eg man rétt, og bjuggu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.