Heimskringla - 04.01.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.01.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 4. JANÚAR 1939 RISADALURINN “Eg er Miss Sumner,” sagði Shirley við hana, og þetta er þjónustu kona mín, sem Marcelle heitir. Hjálpið henni inn með farang- urinn. Ú-húh! Nunki-dunk!” “Skip á ferðinni,” var svarað úr borðstof- unni hinu megin við forstofuna og augnabliki síðar kom Seth Pennington ofursti fram í dyrn- ar. “Hamingjan góða! Ert það þú, góða mín?” hrópaði hann og kom á móti henni. “En hvernig gast þú komist hingað, Shirley? Eg hélt að þú hefðir ekki náð í fólksflutnings vagninn.” Hún rétti honum vangann til að kyssa. “Það gerði eg líka frændi, en viðfeldinn, rauð- hærður, ungur maður, Bryce Cardigan að nafni, fann mig í raunum mínum þar í Red Bluff, tók mig með sér í bílnum sínum og flutti mig hing- að.” Hún þefaði, og gerði sig dásamlega skrítna um leið og hún sagði: “Eg er svo svöng og kem líka rétt í miðdegisverðinn. Fæ eg nokkuð að borða?” “Við bjuggumst ekki við þér Shirley, en úr því verður bætt. En hvað mér þykir vænt um að þú ert komin aftur til mín góða mín, og hvað þú ert orðin falleg og stór síðan eg sá þig síðast! Hvað þá, þú hefir verið að gráta. Eg hafði enga hugmynd um að þér þætti svona vænt um að sjá mig aftur.” Hún gat ekki gert að sér að brosa dálítið að þessum misskilningi sem spratt af eigin- girni hans. “Þú lítur ágætlega út Seth frændi,” sagði hún til að eyða þessu. “Já, mér líður líka alveg ágætlega. Þetta er dásamlegt land, Shirley, og mér gengur alt vel heim. En vel á minst, hver sagðurðu að hefði flutt þig hingað?” “Bryce Cardigan. Þekkirðu hann?” “Nei, við höfum aldrei sézt. Eg er viss um að hann er sonur gamla Johns Cardigans. Eg hefi heyrt um hann. Eg held hann hafi verið í burtu um langan tíma.” “Já, hann hefir verið erlendis í tvö ár síðan hann útskrifaðist frá Princeton.” “Hum-m! Jæja, það er mál komið til að hann kæmi heim til að líta eftir þrákálfinum honum föður sínum.” Hann hringdi og yfir- þjónninn kom inn. “James, legðu á borð fyrir Miss Shirley,” bauð hann þjóninum. “Thelma vísar þér á herbergið þitt Shirley.’ Eg var rétt að setjast að ’borðinu, en eg skal bíða eftir þér.” Meðan Shirley var inni í dagstofunni var svipurinn á Pennington eins og á æðsta presti, en þegar húji var farin hvarf hinn föðurlegi velvildarsvipur með öllu. Andlit ofurstans var nú eins og það átti að sér að vera: kulda- legt, slægðarlegt og hálf fráhrindandi. Hann ygldi sig dálítið. “Er þetta nú ekki fjandans óhepni?” taut- aði hann. “Þessi ungi Cardigan er sennilega eini maðurinn í Sequoia. Skrambi óheppilegt ef þau feldu huga saman um þetta leyti. Allir í þorpinu hafa sagt mér hvílíkur ágætismaður, Bryce Cardigan sé. Þeir segja að hann sé fríð- ur og þá held eg hann sé mentaður og sið- fágaður á heimsins vísu — alveg þesskonar maður, sem Shirley mundi lítast á og aðhyll- ast í þorpi eins og þessu. Margt getur skeð á einu ári og það verður ár þangað eg get steypt Cardigan feðgunum af stóli. Fjandinn hafi það!” VIII. Kapítuli. Bryce Cardigan og faðir hans leiddust heim eftir strætunum í Sequoia, er Bryce þekti svo vel. Oft voru þeir stansaðir á þeirri leið af hinum vingjarnlegu og forvitnu borgurum bæjarins, sem vildu endilega heilsa hinum nýkomna gesti með handabandi. f viðurvist þessara aðkomumanna, náði gamli maðurinn brátt jafnvægi sínu, og er þeir komu út úr þétt- bygðasta hluta bæjarins, inn í afskektari götur, snerust tilfinningar hans í hæga gleði, sem kom í ljós á þann hátt, að hann varð léttari í spori og beinni í bakið, eins og hann væri að reyna, þrátf fyrir sjötíu og sex árin að baki, að vera ekki alt of frábrugðin í útliti syni sínum. “Eg vildi að eg gæti séð þig greinilegar,” sagði hann alt í einu. Rödd hans og orð báru vitni um langvarandi og niðurbælda eftirsjá, en lýstu engri örvæntingu né trega. Bryce, sem hingað til hafði varast að minn- ast á þessar raunir föður síns, dró hann nær sér og spurði: “Hvað gengur að augunum í þér félagi?” Venjulega ávarpaði hann ekki föður sinni á sama hátt og aðrir synir sína feður, með “föður” eða “pabbi”, eða “daddy”. Þeir voru einhvernveginn of samrýmdir til þess. Honum fanst enia rétta nafnið vera “félagi”. Þegar þeir áttu í stælum saman, eða Bryce ætlaði að virða gamla manninn þá kallaði hann hann John Cardigan. “Ský á augunum, sonur minn,” svaraði faðir hans. “Það er gjöld ellinnar, ekkert annað.” “En er ekkert hægt að gera við þessu?” spurði Bryce. “Geta þau ekki læknast á einn eða annan veg?” “Já, víst er það hægt, en eg verð að bíða þangað til þau eru fullgróin og eg er orðinn steinblindur, þá getur sérfræðingur skorið upp á mér augun, og eg fæ sennilega sjónina aftur um fáein ár. En eg hefi ekki íhugað það mjög mikið. Á mínum aldri er ekki svo örðugt að taka flestu með þolinmæði, og eg er albúinn að hætta nú. Mér mundi í raun og veru falla það bezt. Eg er orðinn þreyttur.” “ó, þú mátt ekki þætta fyr en þú hefir séð skógana þína á ný,” sagði Bryce. “Eg býst við að nú sé orðið langt síðan þú heimsóttir Risadalinn. Hin langa fjarvera þín frá skógar- öndunum hefir gert þig þunglyndan, er eg hræddur um.” John Cardigan hneigði höfðið til sam- þykkis. “Eg hefi ekki séð hann í hálft annað ár, Bryce. Seinast þegar eg var þar uppfrá, datt eg á gömlu brautinni og var nærri búinn að hálsbrjóta mig, en það var mér ekki nóg viðvörún, heldur hélt eg áfram og viltist í skóginum.” “Viltist? Aumingja gamli félaginn! Og hvernig fórstu svo að?” “Á þann eina skynsamlega hátt, sem hægt var. Eg settist bara niður hjá einu trénu og beið þar eftir Georg Sæ-Otri að finna mig og fara heim með mig.” “Og fann hann þig þá? Eða varstu úti alla nóttina?” John Cardigan brosti ánægjulega. “Nei, það varð ekki af því. Hér um bil um sólsetrið fann Georg mig. Hann vissi alt af hvar eg var, býst eg við, og þegar eg settist niður beið hann hjá mér því að hann vissi ekki hvert eg var viltur eða var að hvíla mig þarna.” “Eg hefi falið Indíána að uppfylla mínar skyldur,” sagði Bryce raunalega. “Nei, nei, sonur minn. Þú hefir aldrei brugðist undan merkjum skyldunnar við mig,” svaraði gamli maður ákveðinn. “Hversvegna lézt þú ekki byggja veginn með timburrusli, svo að þú dyttir ekki í gegn um hann? Og þú hefðir getað látið skógar- höggsformanninn leggja nýja slóð gegn um skóginn og girða hana bæðu megin, svo að þú gætir ratað.” “Já, það er nú alveg satt,” svaraði gamli maðurinn. “En nú á tímum eyði eg ekki pen- ingum eins örlátlega og fyr meir. Eg hugsa mig vel um, áður en eg eyði hverjum dalnum.” “Félagi, það var ekki sanngjarnt af þér, að láta mig vera svona lengi í burtu. Hefði eg aðeins vitað. Hefði eg bara haft minsta grun um þetta------” “Þá hefðirðu auðvitað skemt alt saman. Ávítaðu mig ekki sonur minn. Þú ert alt sem eg á. Og eg gat ekki hugsað til þess að boða þig heim fyr en þú hafðir séð þig um til fulln- ustu.” Hann lagði titrandi hendi sína á hendi sonar síns, sem var svo sterkleg, en laus við merki stritsins. “Þetta var mín gleði, Bryce,” bætti hann við, “og þú mundir ekki neita mér um svolitla gleði. Mundu eftir því drengur minn, að eg átti aldrei æsku; eg gekk aldrei í lærðan skóla, og eina ferðalagið sem eg fór í var þegar eg vann fyrir fargjaldinu mínu suður fyrir hornið, sem háseti á seglskipi, og alt sem eg sá á þeirri leið var haf og hrakningar; alt sem eg hefi séð hér í hinum takmarkaða heimi mínum er Sequoia og San Francisco.” “Þú hefir fórnað nógu og ofmiklu fyrir mínar sakir, pabbi.” “Það gladdi mig að geta gefið þér öll þau tækifæri sem eg fór á mis við, og gat ekki veitt mér fyr en eg var orðinn of gamall og önnum kafinn til að muna eftir þeim. Við gerðum áætlanir fyrir þér áður en þú fæddist, og eg lofaði henni Ó, jæja — til hvers er að klökkna ? Eg vissi að eg mundi geta stjórnað þangað til þú værir tilbúinn að taka við. Og þér hefir þótt gaman af þessu ferðalagi þínu?” “Já, pabbi,” svaraði Bryce og hin stóra hendi hans tók utan um háls gamla mannsins að aftan og hann hristi hann. “Þú ert þrá- látur gamall skógarmaður,” sagði hann eins og til að stríða honum. John Cardigan hló. Honum þótti alt af svo gaman að er sonur hans fór þannig að. Bryce hafði fundið það út af þeirri þekkingu, sem hann átti af gamla manninum að með- aumkvun var ekki meðalið, sem við átti þetta kvöld til að lækna hinn særða anda gamla mannsins; þessvegna talaði hann um sjónleysi hans, eins og veikindi, sem aðeins mundu vara um stund og voru ekki alvarleg. Og það var einkenni hans, að þegar hann hafði útrætt eitt- hvert mál þá mintist hann ekki á það framar. Hann slepti tökum á hálsi gamla mannsins og strauk á grátt hárið á kolli hans og skelti í góm um leið. “Hæ, þetta hélt eg,” sagði hann. “Eftir að þú hefir fengist við timburframleiðslu í fimtíu ár, er höfuðið á þér fult af sagi.” “Talaðu nú við mig í alvöru Bryce.” “Eg ætti að láta þig fara í rúmið matar- lausan. Tala við þig? Þú mátt reiða þig á að eg skal tala við þig, John Cardigan. Á morgun skal eg fá þér kollu með feiti í og klæða þig í strigaföt og láta þig læðra á renn- urnar. Þú hefir farið í kringum mig félagi.” “Ó, hvaða rugl. Ef eg hefði farið að veina, mundi alt hafa skemst.” “En samt neyddist þú til að senda mér símskeyti um að flýta mér heim.” “Eg kallaði þig heim jafn skjótt og eg þurfti þín með.” “Nei, það gerðir þú ekki, John Cardigan. Þú kallaðir mig heim vegna þess að þú varst hræddur um það í fyrsta sinni á æfinni, að þú værir að missa tökin á sjálfum þér.” Faðir hans kinkaði kolli til samþykkis. “Og þú hefir ekki náð þér enn,” bætti Bryce við og talaði nú ekki lengur í spaugi heldur í blíðlegri alvöru. “Hvað gengur að pabbi? Dragðu þegar vandræði þín út í dagsljósið og láttu mig líta á þau. Þau hljóta að vera mjög raunveruleg, þegar þú hörfar fyrir þeim.” “Já, Bryce þau eru það í raun og veru. Eins og eg gat um áðan, þá hefi eg tapað arf- leifð þinni.” Hann stundi. “Eg beið þangað til þú kæmir heim, til að taka til starfa, en þegar þú ert kominn heim, þá er ekkert til að starfa að.” Bryce hló. Hann var hreint ekkert á- hyggjufullur yfir verzluninni. Sálarfriður föður hans var hans aðal áhyggjuefni. “Jæja,” svaraði hann. “Faðir minn hefir tapað pen- ingunum sínum og við verðum að láta þjónana fara og missa gamla heimilið okkar. Það er áreiðanlegt. Og hinn veiki blóðlausi aum- ingi, hann Bryce Cardigan, verður að leggja pokann sinn á bakið, og fara út í skógana til að leita sér að skógarhöggsvinnu. Farnir á höf- uðið. Heyrði eg eða heyrði eg ekki eimpípuna blása til heimferðar klukkan sex í kvöld? Eg skal veðja dal við þig að eg heyrði það.” “ó við höfum svolítið eftir í pokahorninu ennþá — en —” “Hvernig verð eg þá að grafa eftir góðu fréttunum! Það lítur þó út fyrir, að verzlun okkar sé ekki alveg þrotin; og við getum alt af haft einhverja verzlun, vegna þess að hún er ennþá við lýði, en ekki alveg úr sögunni, en á meðan hún er ennþá til, gætum við kannske fundið ráð til að bjarga henni.” “Æ drengur minn, þegar eg hugsa til alls j míns strits og allra minna fyrirætlaana, til hinna miklu drauma, sem mig dreymdi-------” “Hvað sem því líður! Ef við getum bjarg- að nægilega miklu úr þessu skipsbroti, til að tryggja þér hið gamla heimili þitt og þægindi, þá fæst eg ekkert um mig, félagi. Já, eg á bót af sauðarskinni þar sem skrifað er á að eg sé bæði rafmagns og verkfræðingur.” “Hvað þá!” “Eg var að segja þér það, eg er rafmagns- fræðingur og verkfræðingur; fór í kring um þig þegar eg var í háskólanum, John Cardigan, þegar þú hélst að eg væri alt af að leika mér, þá nam eg þetta. Hélt eg það gæti komið sér vel einhverntíma.” “E—e—en.” “Eg tryllist alveg þegar menn fara að stara framan í mig. Eg er rafmagnsfræðingur og verkfræðingur, eins og eg hefi sagt þér, og þessi tvö ár, sem eg hefi dvalið erlendis, notaði eg til að kynna mér hvernig stórar myllur voru settar á stofn.” Hann hélt áfram að hlægja. “Eg hefi vitað það árum saman, að mylnan þín var aflóa kaffikvörn, og það yrði að endur- nýja hana. Mig langaði til að vita hvernig ætti að fara að því, og árum saman hefir mér verið það ljóst, að einhverntíma yrði eg að byggja veg til að flytja stofnana eftir---” “Elsku drengurinn minn! Og þú hefir útskrifast í þessu?” “Félagi góður. Eg hefi langa rófu af stöf- um á eftir nafninu mínu. Það er rétt eins og halastjama. “Þú hressir hug minn,” sagði gamli mað- urinn látlaust. “Eg hefi ásakað mig fyrir þá heimsku mína að hafa alið þig upp einhliða, með það eitt fyrir augum, að taka við mínu starfi — og þegar eg sá að þetta starf þitt var að ganga úr greipum mér-------” “Þótti þér sárt að eg gat ekki tekið eitt- hvert embætti eða hvað- Eða þú óttaðist, að þú hefðir alið upp ónýtjung, auðugt efirlætis- barn. Ef þú hélst hið síðarnefnda, gerðir þú ekki mikið úr mér félagi. Eg hefi aldrei gleymt hversu mjög þú brýndir fyrir mér þýðingu þeirrar ábyrgðar, sem á mér hvíldi, er eg gerð- ist eftirmaður þinn.” “Hvað ertu nú orðinn hár,” spurði faðir hans alt í einu. “Já,” svaraði Bryce og varpaði frá sér allri óframfæmi föður síns vegna, “eg er tvö hundruð pund án reifisins. Eg er fjörutíu og átta þumlunga um brjóstið og get þanið það út fimm og hálfan þumlung og er eins hand- leggja langur og gorilla. Eg hefi góðar fætur og styrka leggi og hefi kúft brjóst. Eg get hlaupið hundrað skref á tíu sekúndum; eg er klaufi að synda og fékk orð fyrir hnattspyrnu við Princeton. Þrátt fryir það hefi eg sterkt hjarta.” “Þetta er mjög gott að heyra drengur minn — mjög gott. En hefir þú nokkurntíma æft hnefaleik.” “Já, svolítið. Eg er býsna góður í þeirri karlmannlegu íþrótt að verja hendur mínar.” “Gott er það. Og eg býst við að þú hafir æft glímur í leikfimissölum háskólans?” “Auðvitað. Eg reyndi að taka þátt í öllu, sem hinn stóri skrokkur minn þoldi.” Gamli maðurinn vaggaði höfðinu ánægju- lega og þeir voru komnir að hliðinu á heimili sínu, áður en hann tók til máls á ný. “Það er heilmikill bokki, þessi formaður skógarhöggs- mannanna hans Penningtons. Hann er fransk- ur Canada-maður og kom hingað frá norður Michigan. Eg held að hann sé eini maðurinn hér um slóðir, sem jafnast á við þig að vallar- sýn. Hann getur barist með hnefunum og flogist á af mestu list, eftir því sem mér er sagt. Hann heitir Jules Rondeau, og sigrar alla skógarmennina í áflogum. Þeir segja að hann sé sterkasti maður hér í sveit.” Hann opnaði hliðið. “Fólk sagði það nú líka um mig einu sinni,” bætti hann við hálf raunalega. “Bara eg hefði sjónina til að sjá þig fást við Jules Rondeau.” Framdyrnar Á hinu forna húsi Cardigans opnuðust og gömul kona, silfurhærð kom út og heilsaði Bryce. Það var Mrs. Tully, hin gamla bústýra Johns Cardigans og næstum því móðir Bryce. “Æ, hérna er þá drengurinn minn kominn!” hrópaði hún og hljóp í faðminn i' á Bryce, sem heilsaði henni með innilegum kossi. Er hann kom inn í fordyrið á hinu gamla heimili sínu, þá þefaði Bryce tortryggnislega eins og veiðihundur. Mrs. Tully stóð með hendurnar í síðunum og horfði á hann með gleðisvip. “Eg finn einhverja lykt,” sagði hann og gekk inn eftir forstofunni, þefandi eins og hundur, og þaut svo út í eldhúsið og lézt vera að gelta. Mrs. Tully rólaði á eftir og fann það, sem hann hafði fundið þefinn af, tvær berjakökur, nýteknar út úr ofninum. “Þetta eru óræktuð ber,” sagði hún all mikið upp með sér. “Eg mundi eftir því hvað góðar þér þóttu þessar berjakökur, svo eg sím- aði út til skógarhöggsfólksins og fékk það til að tína þessi ber.” “Eg get rakið spor þeirra ennþa,” Mrs. Tully, “og þú ert ennþá sama gæðablóðið og þú varst. Mér þykir líka vænt um, að eg mundi eftir þér áður en eg lagði leið mína í áttina til sólsetursins.” Hann klappaði henni á grá- hærða kollinn. “Mrs. T.”, sagði hann, ‘“eg kem með hálskraga handa þér úr írskum knipl- ingum — eg keypti hann í Belfast, og veistu hvað? Hann er festur saman utan um hálsinn með fílabeins nælu, sem eg keypti í Burma og var áður eign Hindúa drotningar einnar. Mrs. Tully ljómaði af gleði og sagði að drengurinn sinn væri of góður. “Þú hefir ekki breyst minsta hót,” sagði hún hreykin. “En berjakakan?” “Nei, ekki heldur.” “Hvað margar bjóstu til?” “Tvær.” “Má eg þá eiga aðra einsamall, Mrs. Tully ?” “Já, það máttu víst, góði minn.” “Þakka þér fyrir, en eg ætla ekki að eiga hana sjálfur, Mrs. Tully; veltu gera svo vel og vefja utan um hana og senda hana, strax og Georg Sæ-Otur kemur heim með bílinn, til hússins hans Penningtons og afhenda hana Miss Sumner? Sú stúlka heldur sjálfsagt, að hún hafi bragðað rétt til búna berjaköku, en mig langaði til að sannfæra hana um að svo er ekki.” Hann tók spjald upp úr vasa sínum, settist niður og skrifaði á það: Kæra Miss Sumner: Hér með sendi eg yður mjög dýrmæta, volga berjaköku, sem bökuð var mér til heiðurs. Hún er svo góð, að mig langaði til að þér brögðuðuð á henni. Á allri æfi yðar hafið þér aldrei smakkað þvílíkt góðgæti. Yðar einlægur, 1 Bryce Cardigan Hann fékk Mrs. Tully spjaldið og hélt svo til herbergis síns, til að þvo af sér ferðarykið, áður en hann settist að snæðingi með föður sínum. Eitthvað tuttugu mínútum síðar var hið óvenj ulega offur hans borið fram fyrir hina sænsku vinnukonu Penningtons ofursta, er samstundis færði það Miss Sumner, sem sat að borðum í hinn skrautlega borðsal ofurstans, var sá borðsalur allur þiljaður með rauðviðar- xiljum, eru voru með einkennilegri víund er var öll í sveipum rétt eins og þiljurnar væru unnar úr rót. Undrun Miss Sumner var svo mikil yfir þessari sendingu, að hún gat ekkert sagt en horfði ýmist á kökuna eða spjaldið, sem fylgdi henni. Því næst fékk hún frænda sínum spjaldið, sem setti á sig gleraugun og las bréfið með athygli.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.