Heimskringla - 11.01.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.01.1939, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JANÚAR 1939 ÞREYTA miðstöðvarinnar um í líkamanum, segja til Þreyta er hugtak, sem allir þekkja af eigin reynslu. öll mikil eða langvarandi áreynsla á eitt líffæri eða fleiri hafa meiri eða minni áhrif á allan lík- amann og sálina líka. Frá heil- anum liggja taugaþræðir um all- an líkamann eins og símaþræðir í borg. Þessir símaþræðir bera fréttir til ástandið um þreytuna eins og annað sem aflaga fer. Heilinn gerir svo sínar ráðstafanir til þess að öll störf líffæranna gangi sinn eðli- lega gang í réttri samstillingu. Heilinn krefst hvíldar til handa þeim líffærum, sem þreytt eru orðin af erfiði. Hann krefst svefns og hvíldar handa sjálfum sér. Þreytutilfinningin er var- úðarmerki um að líffærunum sé ekki ofboðið með starfi. Sé þessu varúðarmerki ekki gef inn gaum- ur, fer svo að hið örþreytta líf- færi leggur niður vinnu, það verður aflvana. Þreytan stafar af því að áreynsla og erfiði hafa aukin efnaskifti í för með sér og aukna framleiðslu óþarfra og ónýtra efna, eins og meiri reyk- ur og orka myndast við aukinn bruna í ofni og eldavél. Þessi efni þurfa að losna burt úr lík- amanum á sem fljótastan og fullkomnastan hátt. Það er blóðið, sem þvær þau burtu og gerir þau óvirk jafnóðum. Eftir því hve fljótt eða seint þetta starf blóðsins tekst, verður þreytan minni eða meiri. Til þess að líkaminn geti af- kastað miklu erfiði útheimtist tvent. í fyrsta lagi fullkomin næring, það er næring sem veitir líkamanum öll þau efni til upp- bótar á þeim efnum, sem eyðast við starfið. í öðru lagi verður líkaminn að geta losnað fljótt og á öruggan hátt við úrgangefnin. Sé vel fyrir þessu séð, þá getur líkaminn leyst mikil störf af hendi án þess að þreytan segi til, og verið hraustari og æfðari á eftir. En hvíldin er þá ætíð nauðsynleg. Hvíld og starf þurfa að haldast í eðlilegu jafnvægi. Líkaminn er að því leyti svipað- ur rafhlöðu. Starfið eyðir raf- afli úr rafhlöðunni. Svefn og hvíld gefa tíma og tóm til end- urhleðslu þess, sem eyðst hefir við starfið. — Sérstaklega er svefninn nauðsynlegur fyrir taugakerfið. Til þess að blóðið sé ötult í starfi sínu að flytja frumum líkamans næringu og taka aftur til burtflutnings óhrein 'efni, verður það að vera rétt samsett, svo engu efni sé þar áfátt. Blóð- ið er og verður að vera lútar- kent eða alkaliskt sem kallað er. Brensluefnin, sem það flytur burt, eru aftur á móti sýrugæf. líkamans að vera vel starfhæf og blóðið vel lútarkent. Til er tvennskonar þreyta. — Fyrst sú þreyta, sem stafar af áreynslu við eðlileg og nauðsyn- leg störf. Sú þreytutilfinning, sem þeim störfum er samfara, er vinsamleg bending eða aðvörun- armerki frá náttúrunnar hendi um að gæta hófs með starfið. Þessi efni verður blóðið að vera i Hin tegundin er sú þreyta, sem megnugt að gera óvirk, annars er hætta á ferðum fyrir vellíðan líkamans og lífið. Talið er að lík- aminn sé alt að því 80% sam- settur af lútargæfum efnum, en aðeins 20% af sýrugæfum efn- um. Þess vegna er það nauð- synlegt að næringin sé að meira leyti lútargæf en sýrugæf. Við fæðuval verður að taka tillit til þessa. Lútargæf eða alkalisk næring ver menn betur gegn þreytu heldur en sýrugæf. Þetta er afar þýðingarmikið þegar um fæðuval er að ræða. Frumefnið natrium er t. d. lútargæft. Ef skortur er á því í fæðunni, þá veldur sá skortur óeðlilega hægri ferð blóðsins frá þörmun- um til lifrarinnar, eða of mikilli kyrrstöðu. Þegar dr. Vilhjálmur Stefáns san var að sýna, að lifa mætti eingöngu á fæðu úr dýraríkinu, varð hann að neyta fitu að 75% og kjöts aðeins að 25%, og þar að auki var það, sem hann kall- aði kjöt, heili, nýra og lifur úr dýrum. Hann varð líka að láta mala beinin til þess að fá nóg af lútargæfum efnum. Sýrugæf eru kjöt, fiskur, egg og ostur og flestar tegundir af kornmat. Aftur á móti eru á- vextir, grænmeti og flestir garð- ávextir lútargæfir. En jafnvel þó grænmeti sé lútargæft í nátt- úrlegu ástandi, getur það orðið sýrugæft við suðu. Þannig get- ur matreiðslan breytt lútargæf- um næringarefnum í sýrugæf. Þetta hefir mikla þýðingu þegar er að ræða um næringu, sem ver menn fyrir þreytu. Þau dýr, sem eru kjötætur verða tiltölu- lega fljótt þreytt, en jurtaætur þola betur áreynslu án þess að þreytast. Þannig getur hestur með mann á bakinu uppgefið ljón á hálfum degi. í raun og veru er þreytan og óþægindatii- finning, sem henni fylgir, of- hleðsla blóðsins af sýrugæfum efnum, en við því verður að sporna. Til þess að það megi takast, verða hreinsunartæki This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality oj products advertised. stafar af óeðlilegum ástæðum. Hún getur stafað af því, að sýklar hafa tekið sér bólfestu í líkamanum og framleiða sýru- kent eiturefni, sem berst inn í blóðið. Hún getur stafað af nautn eiturefna, svo sem tóbaks, alkóhols og lyfja. En tíðasta orsökin til þessarar tegundar af þreytu er langvarandi nautn ó- heppilegra fæðutegunda, þeirra fæðutegunda, sem svift eru að meira eða minna leyti nauðsyn- legum lífefnum eða vitaminum, málmsamböndum og ómeltanleg- um trefjaefnum eða miklu af eggjahvíturíkum fæðutegund- um.. Þessi tegund af þreytu stafar öllu fremur af langvar- andi mettun blóðsins af óhrein- um sýrugæfum eiturtegundum. Þessi þreyta tekur líkamann svo föstum tökum, að hún hverfur ekki á stuttum tíma. Hún lækn- ast aðeins með breytingu á nær- ingu. Þessi þreyta rænir menn lífs- gleði, ef mikið kveður að henni. Hún rænir menn áhuga og fram- takssemi, árvekni og afkasta- semi til andlegra og líkamlegra starfa. Hún gerir menn skap- leiða og bölsýna, vekur tauga- óþol og óeðlilega taugavið- kvæmni qg verki um allan lík- amann. Hún gerir menn þegar til lengdar lætur sjúka og gamla áður en þeir vita af. Þessi teg- und af þreytu er langvarandi og hverfur ekki við hvíldina eina. Hún gerir menn sljóa og dregur úr dómgreind þeirra um leið og hún spillir líðan þeirra. Yfirleitt má segja um þessa tegund af þreytu, lífsþreytuna, að hún sé fyrsti áfanginn á meir og minna langri og erfiðri braut þrauta og þjáninga feiknarlegs fjölda manna meðal menningar- þjóðanna. Annar áfenginn er kvillasemi og sjúkdómar. Þriðji áfanginn er gleðilaus og þrauta- •full elli, sem gerir menn óstarf- hæfa og þjáða löngu fyr en ætla mætti eftir árum. Síðasti á- fangastaðurinn er þrautafullur dauði löngu áður en eðlilegt verður að telja. Honum er þó fagnað sem góðum gesti til þess að leysa menn frá óbætanlegum þrautum og þjáningum óeðli- legra sjúkdóma. Meginorsakirnar til þess að lífið leikur menn svo hart eru ekki forlög. Þær eru vanþekk- ing og vanræksla í meðferð lík- amsvélarinnar. Sterkasti eða meginþátturinn í þessu orsaka- sambandi er röng fæða, óheppi- legt matarval og óheppileg nær- ing. Rétt næring er sterkasti þátturinn í viðhaldi heilbrigðs lífs bæði líkamlega og andlega séð. Óhreinkun og langvarandi mettun blóðsins með þeim efn- um, sem þreytu valda, er fyrsta afleiðing þess, að neyta til lang- frama óheppilegrar eða dauðrar fæðu. Lifandi, efnarík fæða samfara heilnæmum lifnaðar- háttum, varðveitir ein andlegan og líkamlegan þrótt. Hvaða sjúkdómar eru það, sem reka fólkið í stórum hópum til læknanna hér á fslandi? Ef það mál er vel rannsakað, þá hlýtur svarið að verða: óeðlilegt og óheppilegt fæði og einnig ó- heppilegir og heimskulegir lifn- aðarhættir. Það eru ekki sjúk- dómar, sem stafa af eðlilegu striti við náttúrleg og nauðsyn- leg störf, heldur vanþekking á meðferð á líkamsvél manna. Sú vél er allra véla verst meðhöndl- uð. Hvað mundi vera sagt um þann vélgæzlumann, sem færi með þá aflvél, sem honum er trúað fyrir eins og menn fara með sjálfa sig, eins og þeir fara með meltingarfæri sín, til dæmis þegar þeir hella í sig alkóholi, sem gerir þá aflvana og örvita, eða hvernig menn leika tauga- kerfi sitt og æðar með tóbaks- nautn. Þreytan er ætíð fyrsta sjúk- dómseinkennið þegar er að ræða um þá mjög tíðu kvilla, sem stafa af vitamínskroti. Hún er fyrsta áberandi einkennið við svtokallaða efniskiftasjúkdóma. Hún er fyrsta einkennið við blóðleysi. Allir þessir kvillar eru hinir algengustu meðal menn- ingarþjóðanna. f þessum sjúk- dómum er þreytan ekki lengur vinsamlegt aðvörunarmerki. — Hún er SOS. Hún er neyðaróp um hjálp. Náttúran heimtar þá, ekki deyfingu þrautanna, held- ur burtnám orsakanna. En hvað er gert við þessu neyðarópi? Hver er hin tíðasta lækning hinnar sjúkdómskendu (patha- logisku) þreytu? Nútíðarreynsl- an svarar: Lyfjainngjöf. Menn leitast við að bæta úr þessari þreytu með kaffisvolgri, með því að neyta meira af óheppi- legri og óheilnæmri fæðu heldur en þeir hafa gott af, og spilla þannig áður illri líðan. Þeir grípa til alkóhols og tóbaks- nautna og gera þannig sjúk- dómsástand sitt margfalt verra og sjálfa sig aumari en áður. Síðast koma læknarnir með meira og minna eitruð deyfilyf, sem síður en svo lækna, heldur fela í bráðina vanlíðunina. Or- sökinni er leyft að halda áfram sínum skaðsemdarverkum. Líkami og sál eru nátengdari hvort öðru en flestir hyggja. í heilbrigðum líkama og heil- brigðri sál ríkir samræmi og samstilling allra afla. Áhrif hvers á annað eru gagnkvæm. Líkaminn verður að vera rétt fóðraður til þess að sálin njóti sín vel. Eg tel það óhrekjandi sannindi að rétt valin og náttúr- leg næring ráði mestu um líkam- lega hreysti, fegurð og hæfni. Ef það er rétt, þá hlýtur sami jarðvegur einnig að skapa full- komnara og fegurra sálarlíf. Mataræðið, næring líkamans, er að vísu ekki hin æðstu gæði lífsins, en hitt er víst, að á henni hvílir þyngst og öruggast, ekki aðeins líkamlegur styrkur og fegurð, heldur og andleg göfgi og samstilling andlegs lífs. Það er víst, að óheilnæm nær- ing og eiturnautnir og yfir höf- uð óheilnæmar lífsvenjur spilla og ófegra sálarlífið og trufla störf þess. Það er viðurkent, að menn með sjúk meltingarfæri eru undantekningarlítið amalynd ir eða geðillir. En öll meltingar- truflun stafar af óheppilegri næringu. Hreint og heilbrigt blóð er sá blómbeður, sem á þríf- ast ekki aðeins líkamleg hreysti og vellíðan, heldur og fagrar og göfugar hugsanir og vilji til þess að láta gott af sér leiða í hví- vetna. Það er sagt um einn frægan leikara, að hann hagaði matar- æði sínu í hvert sinn eftir því hlutverki, sem hann þurfti að leika. Þegar hann átti að leika ruddamenni og ribbalda borðaði hann mikið af kjöti og neytti alkóhols. En þegar hann átti að leika göfugmenni, þá neytti hann aðeins heilnæmrar fæðu úr jurtaríkinu og snerti hvorki vín né tóbak. Með þessu móti taldi þessi leikari sig nálgast sálar- ástand þeirra manna, sem menn átti að sýna á leiksviðinu. "Maðurinn lifir ekki á einu saman bruaði," sagði sá meist- ari, sem vér þekkjumeinna full- komnastan að andlegri fegurð og göfgi. Sálarlífið þarf til and- Iegs þroska einnig heilnæma and- lega næringu. Andleg blóm þurfa til eflingar þroska síns andlegt sólskin og hlýtt og gott umhverfi. Heilnæmt andlegt um- hverfi hefir svipuð áhrif á sálar- lífið og sólskinið á blómin. f sólskini opna blómin krónur sín- ar og gefa frá sér (indælan ilm. Þannig verður það einnig um hin andlegu blóm sálarlífsins. Sagt er, að ekki þurfi nema einn gikk í hverri veiðistöð. — Þess eru dæmi að einn maður hefir haft spillandi áhrif á fjölda manna, sem hann hefir umgengist. Aftur á móti eru þess mörg dæmi um aðra, að þeir hafi haft fegrandi og bæt- andi áhrif á breytni og hugsun- arhátt þeirra manna, sem þeir hafa umgengist. Eg tel, að hin líkamlega nær- ing hafi afar víðtæk áhrif á sálarlífið, bætandi eða spillandi eftir hollustusemi þess. Rithöf undar, sem skrifað hafa víðlesnar bækur, hafa meiri og víðtækari áhrif á sálarlíf manna en þeir gera sjálfum sér ljóst. Rithöfundar eru nokkurskonar andlegir lesendur sýna ýmist heilnæma eða óheilnæma and- lega næringu. En andleg heil- brigði þeirra fer að allmiklu leyti eftir næringu þeirra. Mat- reiðslustarfið er ábyrgðarmikið starf hvort heldur er um efna- lega eða andlega matreiðslu að ræða. Matreiðslustarfið út- heimtir nákvæma þekkingu, ekki aðeins á útliti fæðunnar, heldur fyrst og fremst áhrifum henn- ar. Ef samvizkusljóir menn hafa slíkan starfa á hendi getur það haft afaróheppileg og spillandi áhrif á heilsufarið, bæði and- lega og líkamlega. Rithöfund- ar, sem bera á borð fyrir lesend- ur sína klámsögur og glæpasög- ur, eru nokkurskonar andlegir sóðar. Andleg og líkamleg hrörnun fara vanalega saman. Undirstaða þeirrar hrörnunar er líkamleg vanfóðrun, ónáttúrleg- ar lífsvenjur og óheilnæmt and- legt umhverfi. Sú stefna er mjög áberandi meðal margra nútíðarmanna, að þeir gera háar og miklar kröfur á hendur öðrum mönnum, en lág- ar og litlar kröfur til sjálfra sín. Slíkt hugarfar ber greinilegan vott um andlega og líkamlega hrörnun. í heilbrigðum manns- líkama hafa allar frumur hans aðeins eitt takmark, það er vel- ferð alls líkamans. Svipaða hug- arstefnu ættu allir þegnar í hverju ríki að hafa. Þá væri betur séð fyrir mörgu sem af- laga fer. Yfirleitt eru flestir nútíma- menn sljóir fyrr því, að lifnað- arhættir og mataræði er komið út í hinar ferlegustu og ónáttúr- legustu öfgar, sem leiða til á- framhaldandi kvillasemi og hrörnunar. Þessir menn hneyksl- ast mjög á því, sem þeir kalla öfgar og ofsa þeirra manna, sem andæfa óheilnæmum lífsvenjum. Þeim finst sínar öfgar eðlilegar og náttúrlegar. Ekkert ber greinilegri vott um að eitthvað meira en lítið sé bogið við nútímamenningará- stand, heldur en hið stöðugt vaxandi át eitraðra deyfilyfja, sem þagga niður þreytutilfinn- ingu án þess að ráða bót á orsök- um hennar. Til þess að ráða bót á mein- bugum menningarinnar þarf fyrst að ráða bót á næringunni, bæði hinni efnalegu og andlegu. Þá fyrst lagast alt, sem aflaga fer, af sjálfu sér. Jónas Kristjánsson, —Gangleri. héraðslæknir skóla. Stalinn var iðinn nem- andi, en lagði þó meiri rækt við byltingarrit Karl Marx en biblí- una, og var því rekinn úr skólan- um, þegar hann var 18. ára. — Fjórum árum síðar gekst hann fyrir verkfalli, var dæmdur í V2 árs fangelsi og sendur til Síbir- íu, en tókst að strjúka þaðan von bráðar. Á næstu árum stjórnaði hann skipulögðum árásum á gull- flutninga bankanna, var enn nokkrum sinnum sendur til Sí- biríu, en tókst jafnan að stjúka. Óljósar sagnir herma, að hann hafi dvalið nokkurn tíma í Lon- don 1906. Annars var hann stöðugt í Rússlandi og sýndi með því meira áræði en aðrir foringjar kommúnista, sem bjuggu yfirleitt erlendis. Áhrif hans ukust stöðugt í flokknum, en hann kom þó lítið fram opin- berlega. í byltingunni sýndi hann mikinn dugnað. Á næstu árum notaði hann sér veikindi Lenins og annríki Trotskys við skipu- lagningu hersins, til að koma fylgismönnum sínum í helztu trúnaðarstöður flokksins. Hann vann því auðveldan sigur í valdabaráttunni gegn Trotsky, eftir að Lenin dó, enda honum langtum snjallari í allri bak- tjaldavinnu. Stalin er sagður mikill starfs- maður. Han er hneigður fyrir tónlist og er góður taflmaður. Hann býr oftast í stórri höll skamt f rá Moskva og er hún um- kringd skotgröfum og víggirð- ingum. Hann hefir verið þrí- kvæntur og á þrjú börn á lífi. —Tíminn. BRÉF TIL HKR. UM STALIN "Lenin treystir Stalin, en Sta- lin treystir engum," var einu sinni máltæki í Rússlandi. Það síðara hefir sannast áþreifan- Iega, því enginn einvaldi nú á dögum hefir jafn öflugan líf- vörð, og hinar stöðugu aftökur á helstu valdamönnum kommún- ist sýna að Stalin treystir eng- um. Hinsvegar vita menn nú, að fyrri hluti máltækisins er rangur. Lenin vantreysti Stal- in, vildi ekki að hann yrði ritari flokksins og óskaði að Trotsky yrði eftirmaður sinn. Stalin heitir réttu nafni Jo- sep Djugashvilij og er fæddur í Georgíu 1879. Foreldrar hans sendu hann á kaþólskan presta- Akra, N. Dak., 7. jan. 1939 Herra ritstjóri: j Það var grein í Heimskringlu þann 28. des. s. 1. eftir H. W. van Loon, er G. St. íslenzkaði. Fyrir- sögnin: "Friður er f jarlægari en nokkru sinni áður". Við þessa grein langar mig til að gera dá- litla athugasemd. Mér finst að van Loon vera að gefa í skyn hvað einfaldur og auðatrúa Chamberlain sé gagnvart her- kænsku og stjórnspeki Hitlers. Eg gef hér með dálítinn útdrátt úr grein van Loons: "Honum, Chamberlain, hefði þá skilist að land þeirra (Czecho-slóvaka) var dauðadæmt, ekki sem harð- stjóri gegn þjóðbræðrum þýzku heimaþjóðarinnar heldur af þeirri ástæðu að ríki þeirra var eina lýðstjórnarríkið sem eftir var í Mið-Evrópu og því eini þröskuldurinn á vegi Hitlers til að ná drotnandi yfirráðum yfir öllu hinu gamla meginlandi Mið- Evrópu. Þar reiknar van Loon skakt að Chamberlain hafi misskilist. — Sannleikurinn er að Chamberlain skildi þetta mæta vel því þetta var einmitt program aðalsins a Englandi með Chamberlain í broddi fylkingar. Ástæðan fyrir þessari stefnu var þessi: Þeir voru sannfærðir um að kommúnistar undir áhrif- um Rússlands mundu ná algerð- um yfirráðum yfir allri Evrópu ásamt Englandi. Eini vegurinn til að frelsa þá frá þeim ósköpum var að hjálpa Hitler til að ná yfirráðum yfir allri Mið-Evrópu. Aðallinn reikn- aði það út að betra væri að Hitler og Mussolini réðu yfir Evrópu en kommúnistar, því þeir viðurkendu þá trú, eignar- rétt, og persónulegt frelsi að minsta kosti fyrir hinar hærri stéttir Englands. Það bendir margt á það að þetta hafi verið stefna Englands nú í seinni tíð. Fyrst og fremst hafa helztu blöð aðalsins á Englandi verið hlynt nazista stefnunni og stjórnin hefir sýnt það í mörgu að hún vill hlúa að Hitler og Mussolini jafnvel þó það gæti orðið hættulegt fyrir framtíð Frakklands, sem er þó félagi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.