Heimskringla - 11.01.1939, Side 5

Heimskringla - 11.01.1939, Side 5
WINNIPEG, 11. JANÚAR 1939 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA orði “Nichevo”, sem þýðir hið sama og austurlandaorðið “Kis- met”: örlögin eru blind og óvið- ráðanleg. “Það er kraftur í þjóðarsál vorri,” mælti förunautur minn. “Þú munt einnig verða hans var hjá hinum harðgerðu Japönum. Að jarðskálftanum afstöðnum árið 1923, þegar hinir ægileg- ustu stóreldar og sjávarflóð höfðu lagt hina gömlu höfuðborg þeirra Tokyo í rústir svo langt sem augað eygði, þá tautaði þetta lágvaxna fólk aðeins fyrir munni sér: “Shikata ga nai”, (Við þessu verður eigi gert.) Svo hófu þeir starfið að reisa úr rústum miklu veglegri höf- uðborg en þá sem lá í ösku, hina nýju Tokyo. Og svo bætti hann við: “Eða hvernig lízt þér annars á hina nýju Moskva okkar?” Eg sagði honum, að eg væri alveg forviða á hinni miklu breytingu er orðið hefði á henni. Hversu mjög eg saknaði hinnar miklu gullnu Krists kirkju og hins mikla Sukharevsky turns, sem Pétur mikli lét reisa til minningar um að hinn fyrsti rússneski sjóhersfloti var mynd- aður. Fimtán ár voru liðin frá því að eg hafði séð Moskva síð- ast. Nú kannaðist eg við fátt í borginni nema hina risavöxnu Kremlin höll, sem gnæfði hátt við loft, þögul og einstæð eins' og hún hafði gert öldum saman líkust þjóðsögu, höggvin úr steini, með alla byltingasögu Moskvaborgar greypta í hina gráu múrveggi hennar. Eg gat dáðst að, hversu smekklegar kvenfata og skraut- munabúðirnar voru meðfram Oulitja Gorkavo strætinu. — Eða þá Metropole hótelið þar sem eg bjó við Novo Mortov- skaia strætið. Eg bar það sam- an í huga mér við Savoy hótelið, þar sem eg dvaldi meðan borg- arstyrjöldin stóð yfir árið 1921. Þá voru húsmunir af skornum skamti, engin rúmföt eða hrein- læti, ónóg fæði og rottur og'ó- þrifnaður alstaðar. Gert er ráð fyrir, að í hinni nýju Moskva búi að minsta kosti 5 miljónir manna á svæði er nær yfir 230 fermílur. Hún á að verða stór- borð með himingnæfandi hallir og sambýlis stórhýsi, og fagra listigarða. Strætin eru af nýjustu gerð, haglega steinlögð, og ljósmerki greiða fyrir umferðinni. Við undirgöng stræta og spor- brauta, standa lögregluþjónar í hvítum einkennisbúningi á verði. Hinar gömlu hestakerrur með sína 14 þúsund ökuþóra er nú hvorki hægt að finna í hinni nýja Moskva né hinni nýju Tokyo. Og þá er hið fræga Rauða Torg. Er nokkurt sýning- arsvið í hinum gamla eða nýja heimi, sem eins stórvægilegar sýningar fara fram á ? Það voru einkunnarorð og markmið Nik- olai Lenin: Safnið fólkinu út á torgið. Sækið starfsfólkið til út- hverfa borgarinnar og látið það ganga í fylkingu framhjá for- stjórum sínum til að sannfæra þá um hinn sameinaða kraft og bróðurhug hins mikla fjölda al- þýðunnar. En nú vorum við komnir að Kremlin-höllinni, Umansky og eg. ( Berghnýptir múrarnir blöstu við, með hinum hvössu turnum. — Á flestum þeirra voru ennþá hinir gullnu ernir, skjaldarmerki Romanoffs keisaraættarinnar. Býst eg við að því ráði meira en nokkuð annað hugmyndaflug eða þjóð- arstolt rússneska kmmúninstans. “Hvílíkur heimur er eigi þetta útaf fyrir sig,” varð mér að orði, er við lögðum leið okkar gegnum fjögur rammger hlið. Kurteisir verðir hneigðu sig fyrir okkur og gáfu mér strax í skyn að ónauðsynlegt væri fyrir mig að sýna þeim ferða- skjöl mín, er þeir sáu hver fylgd- armaður minn var. “Stalin okkar hefir aðeins tvær litlar stofur til íbúðar,” sagði Umansky við mig. “Auð- vitað eru stjórnarskrifstofur hans miklu stærri. Fyrverandi íbúð keisarafjölskyldunnar er nú öll notuð fyrir ríkissöfn.” Að síðustu opnaði skrifstofuþjónn fyrir okkur sal á að giska 60 feta langan með stórum glugg- um og svipaði fremur háskóla- kenslustofu en stjórnarskrif- stofu. Öðru megin salsins var langt borð með rauðu áklæði úr grófu efni. Á borðið var raðað bunkum af • stjórnarskýrslum. Húsgögn öll voru mjög einföld og aðeins hin nauðsynlegustu af hverri tegund. Á veggjunum héngu myndir af Marx, Engels og Lenin og nokkrir uppdrættir af hinni væntanlegu sigurhöll Ráðstjórnarríkjanna, sem reisa á í hinni nýju Moskva og á að verða hæsta bygging heimsins, eða hærri en ellefutíu hæða rík- isturninn í New York borg. Innan í rykugum glergeymir gaf að líta andlitsmynd af Lenin gerða úr gipsi, eins og hann leit út er hann var dáinn. Við stórt skrifborð, fjarst í öðrum enda skrifstofunnar, sat voldugasti einvaldur heimsins, niðursokk- inn við blaðalestur. Hann var að lesa Krestyanskaya Gazeta, eða “Fréttablað bændanna”. — Þarna sat skósmiðssonurinn frá Georgíu (eitt af ráðstjórnar- ríkjunum í Kákasus héruðum), Yusef Vissarionovick Dzugash- villi, sem er þektur um heim all- ann sem Jósef Stalin, en á rúss- nesku þýðir nafnið Stalin orðið stál. Þarna sat hann og reykti jsvörtu pípuna sína. Hárið var , þykt og hæruskotið um aldur 'fram, augnabrýrnar loðnar, — Efrivaraskeggið snyrtilega klipt, augun djúp (“litlu apaaugun”) eins og Lenin var vanur að kalla þau. Kjálkabörðin voru nokkuð áberandi og andlitið bólugrafið. Þarna var hvorki glæsilegur þjóðverskur Hitler, né ítalskur Mussolini, eftir lík- amlegu útliti að dæma. Þegar hann stóð á fætur að heilsa mér, sá eg að hann var klæddur einföldum hermanna- búningi, hneptum að hálsi, engin einkenni né orður er gæfu til kynna neina sérstæða tignar- stöðu. Þó gat hann brosað viðkunn- anlega, þessi einvaldur yfir ein- um sjötta parti af yfirborði jarðar. Harðstjórinn, sem ræður yfir 180 miljónum manna og 180 þjóðflokkum, er tala 70 mismun- andi tungumál. Að mæta þess- um Stalin í eigin persónu, gæti fremur líkst öfgakendri þjóð- sögu, því að þjóðríki hans teyg- ir sig þvert yfir tvær heimsálf- ur, Evrópu og Asíu, fjarst í austur að landamærum hinnar skáeygðu hirðingjaþjóáðar, sem byggir Norður Mongólíu, og nú er undir vernd Rússlands. Þessi hættulegi Stalin, sem stendur fyrir framan mig í eigin per- sónu, er í raun og veru Rúss- neska þjóðin í þeirri merkingu, sem hinn veiklyndi og ógæfu- sami keisari Nikulás, aldrei gat orðið. Enginn lifandi maður skilur eins hina dularfullu (Rus- kaya duska) eða þjóðarsál Rússa, eins og þessi Stalin, sem þó er fæddur utan landamæra Rússlands. Hann sagði með nokkru þjóðarstolti, að fæðingar borg sín væri Tiflis, fjarst aust- ur í Kákasuslöndum í Asíu. — Einn af samverkamönnum Stal- ins, Grasdkankin Krassin,, og um leið þjóðbróðir, minti brezka þingmanninn, Sir Arnold Wil- son á, að þjóð þeirra (hans og Stalins) hefði verið ómentaðir þrælar um þúsund ára skeið, sem hefðu gengið kaupum og sölum með landeignunum eins og hest- ar og kýr, á svipaðan hátt og svertingjarnir í Bandaríkjunum fyrir stjórnartíð Abrahams Lin- colns. Vér verðum ef til vill lengur en heila öld að gera þá algerlega frjálsa, en enginn get- ur neitað því, að vér höfum eigi byrjað á því hlutverki.” Ef hægt er að skoða Adolf Hitler, er einu sinni var lítils- metinn húsamálari á strætum Vínarborgar, sem óskeikulann einvalda yfir Þýzkalandi, og Benito Mussolini sem alræðis- mann yfir hinu nýja, metnaðar- fulla konungsríki, ítalíu, þá er hægt að fullyrða um alþýðu- manninn frá Georgíu-fylkinu, að sem alræðismaður yfir hinu mikla Rússaveldi, þá hefir hann meira vald en nokkur keisari eða þjóðvaldur hefir áður haft. Gaf eigi Hitler það ákvæði í skyn í stjórnarræðu sinni þ. 7. marz 1936, að Jósef Stalin hefði ótakmarkað hervald, og að her- jnarskálkur hans gæti boðið út út 17 og hálfri miljón hermanna til varnar Rússlandi á mjög skömmum tíma, ef þörf gerðist. En svo er nú alt er Rússlánd | snertir í stórum stíl. “Hvað eigum við að tala um?” spurði eg Stalin. “Um alt annað en stjórnmál,” svaraði hann. Mér til undrunar virtist hann eigi vera í neinum sérstökum flýti, og var að því leyti all ólíkur hinum alræðis- mönnunum, er eg hafði kynst, alla leið frá Róm til Angora og Nanking. Eg furðaði mig á, hvað það gæti verið, er lægi þar í landi og þjóðerni, er gerir Rúss- ana svartsýna í lífsskoðunum sínum. Eg mintist þess, þegar H. G. Wells ferðaðist til Rúss- ands til að kynnast þeim af al- ræðismönnum, er hann hafði eigi kynst áður og hversu hann reyndi að breyta skoðun Stalins á stéttabaráttu, er hafði átt sterkastan- þáttinn í stjórnar- oyltingunni. “Þú gerir fyllilega ráð fyrir, hr Wells,” sagði Stalin kulda- ega, að allir menn séu góðir. En mér getur eigi gleymst að bófar og illmenni eru margir á lífi um þessar mundir eins og þeir hafa verið á| öllum öldum.” » Framh. SKÁLDSÖGURNAR OG FóLKIÐ Fyrir skömmu flutti Banda- ríkjatímaritið “The Atlantic Monthly” grein eftir ritdómar- ann nafnfræga Howard Mum- ford Jones, þar sem hann ræðir um vissa tegund skájdsagna, sem undanfarið hefir verið all- mikið í móð bæði í Bandaríkjun- um og víðar. Eru hér tilfærð nokkur atriði: Eg hefi nýlega verið að lesa skáldsöguna eftir Mary Sandoz, til þess síðan að ritdæma hana. Sagan heitir “Slogum House”, og gerist þar þetta meðal annars, að móðir rekur allar dætur sínar út í skækjulifnað og flesta syni sína út í rán og morð ((vegna græðgi sinnar í peninga) o. s. frv., o. s. frv. Skáldsögur eins og Slogum House eru nú í móð. Eg tek til dæmis 6—7 þeirra, sem mér hafa nýlega verið sendar til um- sagnar. Sú fyrsta fjallar um nauðgun, morð, upphlaup og annan óþverra. Önnur er um dóttur leynivínsala eins, í þeirri sögu eru flestar persónurnar af- brotamenn. Sú þriðja gerir sögu Ameríku að sögu eintómra aulabárða. Hún er full af morð- um, skrílsuppþotum, spillingu, mútuþágu og svikum. f þeirri f jórðu er því lýst, hvernig syrgj- andi eiginmaður uppgötvar eftir dauða konu sinnar, að hún hafi verið blygðunarlaus skepna. Sú fimta endar á morði og fjallar Tveir Landnemar Kristján og Elías Jónssynir Kernested að Víðinesbygð í Nýja-fslandi ------fjölhæfari og frægri bændur finnast seint í Gimli-bygð. Jón Stefánsson óðum hinir eldri hverfa deyja. ísland hefir nóg af því að segja. Frændur tvo, sem fæddust reyndar heima: Þá fær nú kjörlands moldin þeirra að geyma. Við bjarkareit, þá báða fær að dreyma. Með þeim fyrstu, að kanna kjörlands bygðir, Komu þeir, og sýndu feðra dygðir: Óþreytandi orku og sterkan vilja. Og þann sannleik væri ei rétt að dylja; Orðstír þann má eigi við þá skilja. Kunnu báðir kröftum vel að beita: Kristján, með andans fjörið heita; Elías, með orkulyndið spaka. Áttu báðir fáa sína maka. Ljóst mun það — ef litið er til baka. Jón Kernested Hjá Halli og Höllu ---- f vetrarbyl ---- Hann blæs, hann blæs. Það bylur enn á norðan. Og bygðin orðin hvít af djúpum snjó, Það gengur fljótt á gjöf og heyjaforðann, Það grillir vart í nokkra mosató. Það hvílir vá og vetur yfir öllu. Það vaknar kvíða-mas í hverjum bæ. Og þó er sól í hreysi Halls og Höllu, Sem hýrt þar skín í lífsins kuldablæ. Og hvað er það, sem lífi gefur ljóma Og lífgar alt í þeirra smáu höll, Svo alt þar lýsir sigri og sönnum blóma Þó setji að úti snjó, um dal og fjöll? Það verður öllum vandi helzt að greina Þótt víkingseðli geymi þeirra lund Hvar þau fá afl við afgjörð sinna meina Og örvun þá, er styrkir hug og mund. Það lýsir góðvild geðslag þeirra hjóna, . Hvert glaðlegt orð er þeirra meginstoð. Og hann er smiður. Hún kann vél að þjóna Og hugró bæði semja marga voð. Og í því tel eg leyndardóm þann liggja, Sem lýsir sér í allri þeirra gerð. Á fagran máta framtíð sína tryggja, Og forhygð sú er ætíð mikilsverð. Jón Kernested meðal annars um tvær nauðgan- ir, sækju, ógæfusamt hjónaband og framhjátökur. Ef eg væri aðkomumaður og ætti að dæma ástandið í Banda- ríkjunum eftir þessum og svip- uðum skáldsögum, sem nú ber svo mikið á, þá mundi eg komast að þeirri niðurstöðu, að líf fólks- ins hér væri ein hryllileg sam- steypa af ofbeldi, örvæntingu, ránum, morðum og hverskonar brotum á lögum og siðgæði. f sjálfu sér hefi eg enga óbiet á ofsafengnum skáldsögum, og eg álít einnig að rithöfundar eigi að lýsa efnum, sem þeir hafa sérstaklega mætur á, — og skapa þær persónur, sem þeim eru geðfeldastar. Eg er á móti allri ritskoðun eins og eg er á móti því, að listinni sé sniðinn einhver ákveðinn siðgæðisstakk- ur. Því eg hefi ekki trú á að slíkur stakkur geti nokkurn- tíma farið vel, hve góð sem meiningin með honum er. En mér leiðast þessar skáld-| sögur samt, og eg held, að fjöldamörgum öðrum lesendum leiðist þær einnig. Eg held það væri einhver mesti velgerning- ur, sem hægt væri að gera menningunni í landinu, ef skáld- sagnalesendurnir risu upp gegn öllum þessum skara af veik- lyndum og huglausum, hrotta- legum og siðlausum, kynskæld- um og kynviltum mönnum og konum, illa uppöldum börnum og garmslegum bændum, fólsku-1 legum atvinnurekendum og und- irhyggjulegum verkamönnum, sem fult er af í sumum skáld- sögum vorum. Það er ekki ruddaskapur, klúryrði, sadist- iskar kynferðislýsingar, sifja- spell, nauðganir, rán, morð og allskonar álíka djöfulsskapur, sem gerir skáldrit að bókment- um. Oss langar til að kynnast í þeim siðfáguðu fólki, heil- brigðú heimilislífS, samræðum með menningarbrag. Þetta er ekki sagt af tepruskap eða vand- lætingasemi, heldur af því að hver almennur lesandi verður blátt áfram leiður á gumsinu til lengdar. Skáldsagnahöfundar hinnar hroðyrtu stefnu þykjast vera raunsæismnen og vera að lýsa lífinu eins og þeð kemur þeim fyrir sjónir. Sama hafa fylgj- endur bókmentastefna á öllum öldum þózt vera að gera, og eg sé enga ástæðu til að halda, að ríkjandi tízka í skáldsögum sé nokkuð nær veruleikanum en Þér *em notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BtrgrSLr: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA oft áður. Mér er nær að halda að síðari tíma bókmentafræð- ingar muni dæma þessa tízku engu óvægilegar en nú er stund- um dæmdur sálmakveðskapur 17. aldar eða riddarasögur frá síðari hluta miðalda. Auðvitað er efnið í mörgum skáldsögum samtíðarinnar ann- að og meira en ruddalegar lýs- ingar. Margar þeirra fjalla um þjóðfélagsleg vandamál. Þær lýsa óánægju fólksins, göllum þjóðskipulagsins o. s. frv. Það er ekki nema sjálfsagt, að rétt- lát gremja skáldanna fái útrás í verkum þeirra. Oft getur það bætt ríkjandi ástand, og er von- andi að svo verði einnig nú. En árangurinn verður áreiðanlega minni, þegar persónurnar, sem gremju höfundarins eiga að túlka, eru hálfgerðar ófreskjur og afstyrmi.------ Það er hrein og bein lýgi, að lestir og siðleysi séu aðalein- kenni þjóðarinnar. Aðaliðja barn anna er ekki að kasta óþverra og klæmast á vegum úti, né hinna fullorðnu að sýna samborgurum sínum ósvífni og ruddaskap. Eg þekki ekki þessa menn, les- endurnir kannast ekki við þá, — menn eins og atvinnurekendur, sem hugsa um það eitt að kúga verkamenn sína, og verkamenn, sem eiga enga ósk heitari en að geta barið vinnuveitendur sína til óbóta eða klekt á þeim ein- hvernveginn. Þessar mannhaturslegu lýs- ingar þreyta lesendurna, og þeir eru fyrir löngu búnir að fá meira en nóg af þeim. Oss vantar nýj- an, heilbrigðan anda inn í bók- mentirnar. Og auðvitað kemur hann, því listin lifir allar stefnur og allar öfgar hér eftir eins og hingað til.—Eimreiðin. Eg undirritaður óska eftir að komast í bréfasamband við ís- lenzka pilta og íslenzkar stúlkur á aldrinum 14 til 18 ára. Skrifa íslenzku. Valdimar B. Ottósson, Bíldudal, Arnarfirði, Iceland All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINTON BUSTNESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FTRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.