Heimskringla - 11.01.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.01.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JANÚAR 1939 RISADALURINN “Er ekki þessi ungi maður mjög eftirtekta- verður, Shirley?” sagði hann. “Ja, eg hefi nú aldrei heyrt neitt þessu líkt. Hefði hann sent þér heilt fang af amerísku rósunum, sem gróa í garðinum hans föður hans, mundi eg haf; skilið það, en berjaköku! Hamingjan góða!” “Eg sagði þér að hann væri óvenjulegur maður,” svaraði hún. Og til mestu undrunar fyrir Pennington, virtist henni ekki finnast þetta neitt spaugilegt. Colonel Pennington stakk gafflinum sín- um gegnum brúna skorpuna á kökunni. “Ætli hún sé eins góð og hann segir að hún sé, Shirley ?” “Auðvitað. Væri hún' það ekki mundi hann ekki hafa sent hana.” “Hvernig veistu það?” “Af hyggjuviti mínu,” svaraði hún og skar einn fjórða af kökunni og gaf frænda sínum bitann. “Þetta var reglulegur bráðlætisbiti,” sagði hann fáum mínútum síðar, er Shirley skenkti kaffið inni í baðstofunni. “En sá smekkur af manni með hans mentun að senda stúlku, sem hann rétt hefir kynst heita berjaköku!” “Mér finst það ljómandi smekklegt af hon- um,” sagði hún eins og dreymandi. “Þú meinar hlægilegt.” “Eg sagði smekklegt. Bryce Cardigan er maður með unglings sál og unglingshjarta. Mér finst það einstaklega vingjarnlegt af honum að gefa mér með sér af berjakökunni sinni. — Hefði hann sent mér rósir, mundi mér hafa fundist að hann væri að biðla til mín, en þar sem hann sendi mér berjaköku, sýnir að hann er bara einlægur, óbrotinn og heilbrigður ná- granni — maður sem stúlka getur átt fyrir góð- an vin án þess að þurfa að giftast honum.” “En eg endurtek að þetta er fjarskalega einkennilegt.” “Bara vegnaj þess að þetta er ekki venju- legt, að ungir menn fari þannig að. En því skyldi hann ekki senda mér berjaköku, ef hann hélt að mér þætti vænna um hana, en fang af rósum, og auk þess, sendir hann kannske rós- irnar á morgun.” “Fjarskalega einkennilegt!” endurtók Pennington. “Og við hverju öðru væri að búast frá svo sérstökum manni. Hann er sérstaklega glæsi- legur álitum, getur orðið sérstaklega þung- brýnn, og brosað sérstaklega aðlaðandi á vin- gjarnlegan og göfugmannlegan hátt, án allrar flærðar eins og sumum karlmönnum er títt. Já hann er einmitt þesskonar maður sem mundi senda stúlku berjaköku.” Ofurstinn sá rólegt smábros hvíla á hinum fríðu og göfuglegu vörum hennar. Hann ósk- aði að hann gæti af hyggjuviti sínu vitað um, hvað hún var að hugsa — og einnig hvaða áhrif heita berjakakan hefði á endanum á minnihlut- ann, sem hann átti í Lagune Grande timbur- félaginu. IX. Kapítuli. Þegar máltíðinni var lokið, fóru feðgarnir inn í bókastofuna og drukku þar kaffi og reyktu vindlana sína, eftir svolitla stund braut Bryce Cardigan upp á efni því sem faðir hans hafði fyr minst á viðvíkjandi fjárhag sínum. “Jæja, John Cardigan,” sagði hann á- nægjulega. “í dag er föstudagur. Eg ætla að nota laugardaginn og föstudaginn til að heilsa upp á gamla kunningja og til að slæpast um bæinn. Mánudagsmorguninn ætla eg að setjast við skrifborðið þitt og gefa þér hvíld þá, sem þú átt meira en skilið. Hvernig líst þér á þá fyrirætlun, félagi?” “Málefni okkar eru með þeim hætti, að það gerir hvorki til né frá hver fer með þau eins og nú er komið,” svaraði Cardigan gremju- lega. “Við erum næstum úr sögunni. Eg beið of lengi, og var of ógætinn og nú er svo komið — jæja eftir eitt ár hér frá verðum við gjald þrota.” “Setjum svo að þú byrjir á upphafinu og segir mér alla söguna til enda. Georg Sæ-Otur sagði mér, að þú ættir í brösum við þennan ný- komna fugl, hann Pennington ofursta. Er hann náunginn sem hefir náð yfirtökunum á okkur ?” Gamli maðurinn hneigði höfði til sam- þykkis. “Er það skógarsvæðið hans Penning- tons?” spurði Bryce. Aftur kinkaði gamli maðurinn kolli til samþykkis. “Þú skrifaðir mér um þetta alt saman,” bætti Bryce við. “Þú hafðir hann alveg í sjálfheldu hvert sem hann sneri sér var hann innbyrgður. Eina ánægja sem hann hefir af þessari eign er vitneskjan um það, að hann á þarna tvö þúsund ekrur af skógi og þau einkaréttindi að gjalda, skatt af þeim — í raun og veru getur hann gert alt við þær nema unnið skóginn, sem á þeim stend- ur og fengið þannig féð aftur, sem hann lagði í þær. Það hlýtur að vera fremur óþægileg með- vitund.” “En á hinn bóginn,” bætti faðir hans við, “hvað sem tilfinningum Penningtons líður þessu viðvíkjandi, þá erum við báðir í sömu gröfinni. Eg sá það ekki fyr en eg flutti héðan til San Hedrin og hóf skógarhöggið þar að eg var alveg eins heimskur og hann.” “Já, það er enginn vafi á því, að þú seildist þar um hurð til lokunnar.” Þeir þögðu um stund. Hugsanir Bryce hurfu aftur í tímann til fyrsta ársins í San Hedrin, þegar regnflóðið hafði fleytt viðnum hans föður hans út á sjó. Hann sá í huganum rauðu tölurnar, sem Sinclair- skrifstofustjóri föður hans hafði sýnt við árslokin. Gamli maðurinn virtist ráma í hvað sonur hans hugsaði. “Já, Bryce, það var skaðvænlegt ár. Það eitt að missa viðinn var stórskaði, en auk þess varð að greiða töluvert fé til að þægja viðskiftavinum okkar. Eg hafði margar pant- anir það ár, og verðið var lágt, og eg bjóst ekki við að græða á þeim. Eg tók þessar pant- anir aðeins til þess að veita mönnum mínum, atvinnu. Þú skilur það, Bryce. Þeir voru hinir bestu verkmenn hér um slóðir og hefði eg hætt vinnu þá hefðu þeir dreifst út í veður og vind og þú veist hversu örðugt það er að smala slíkum hóp saman á ný. Auk þess hafði eg aldrei brugðist iþeim. Helmingur sögunarmylnanna í landinu var hættur vinnu og neyðin var mik- il meðal atvinnuleysingjanna. Eg gat ekki gert það, Bryce.” Bryce hneigði sig til samþykkis. “Og þeg- ar þú mistir viðinn gast þú ekki staðið straum af pöntunum, og viðurinn tók að hækka, þrjá dali hver þúsund fet á þremur mánuðum—” “Nákvæmlega rétt sonur minn. Og við- skiftavinir mínir, tóku að þrýsta að mér, að standa í skilum. Svo var fyrir að þakka að þeir vissu að eg var ekki þesskyns maður, að bregðast loforðum mínum er viðurinn var hækkaður. Þótt þetta tjón væri ekki mín sök, gat eg samt ekki ætlast til að þeir sköðuðust á því ásamt mér, er þeir urðu að kaupa hærra verði annarstaðar. Þessvegna galt eg mismun- inn á viðnum sem þeir keyptu og þeim sem eg hafði lofað þeim. Og töfin að fá viðinn jók á skaða þeirra.” “Hvað mikið?” “Næstum hundrað þúsund dali hér heima. Auk þess átta verzlunarhús í Englandi áttu pantanir hjá mér, þrjár miljónir feta, og er þessir erlendu viðskiftavinir fengu ekki við- inn stefndu þeir mér og fengu mig sektaðan fyrir tjón það, sem þeir höfðu biðið, en skaðinn á skipsleigunum neyddi mig til að fara til bankanna og lána fé.” Hann reykti þegjandi dálitla stund. “Eg hefi altaf verið fátækur vegna þess hve mikið land eg átti,” sagði hann í afsökunarrómi. — “Hafði aldrei stórar fjárupphæðir fyrirliggj- andi til vara ef eitthvað kæmi fyrir. Þegar eg hafði fé fyrirliggjandi, þá varði eg því til að kaupa skóga í kring um San Hedrin, vegna þess að eg vissi að einhverntíma mundi járn- brautin koma sunnan að, og þá mundu skóg- arnir aukast um helming að verði. Og ennþá hefi eg ekki fengið sönnun fyrir hinu gagn- stæða, en-----” bætti hann við angurvær — “járnbrautin er svo lengi á leiðinni.” Þarna ræddi John Cardigan um þýðingar- mesta atriðið. Það var lífsspursmál fyrir landið að fá járnbraut, sem tengdi það við járnbrautarkerfi þjóðarinnar. Vegna lands- lagsins var örðugt að framkvæma þetta í Humboldt-sveitinni, og var hún því einangruð frá umheiminum nema farið væri á sjó, og jafnvel sú leið var oft lokuð dögum saman, þegar ilt var í sjó, vegna hafnanna. Að undan- teknu fimm mílna breiðri landræmu og þrjátíu mílna langri, sem var flatt og frjósamt land niður í sjávarmál, þá voru hin bröttu fjöll, er klædd voru hrikaskógi, sá farartálmi járnbraut- arlagningar, sem gerðu þær erfiðar og mjög dýrar. Norðvestur Kyrrahafsbrautin hafði smátt og smátt lengst frá San Francisco norð- ur eftir Marin og Sonoma héruðunum til Willits í Mendocino héraðinu, en þar stansaði hún og beið þess, að forstjóri hennar og eigendur fengju fé og hugrekki til að afljúka hinu risavaxna þrekvirki, að halda brautinni áfram tvö hundruð milur suður gegn um fjöllin til Sequoia við Humboldt flóann. f tuttugu ár höfðu Humboldt frumbyggjarnir* beðið þessa, en smátt og smátt dóu þeir eða stóðu á grafar- barminum, án þess að sjá vonir sínar rætast. “Vertu óhræddur pabbi, hún kemur; hún hlýtur að koma,” sagði Bryce við fööður sinn. “Já, en ekki á mínum dögum. Og þegar hún kemur verður eign þín í San Hedrin kannske komin í hendur ókunnugra, og þeir skera þá upp ávextina af lífsstarfi mínu. Eftir stundar þögn tók gamli maðurinn aftur til máls. “Það var glappaskot — þessi timburvinsla í San Hedrin. Eg hefði átt að sjá það fyrsta árið, en gerði það ekki. Hefði eg látið alt eiga sig þar, látið undan og keypt af Pennington fyrir tvo dali þúsund fetin, væri eg vel stæður nú. En eg var þrár. Eg hafði leikið þennan leik svo lengi. Eg gat ekki hugs- að til að láta þennan Pennington kúga mig, svo eg hélt áfram í-San Hedrin á ný. Við settum þrjátíu miljónir feta af viðarbolum í ána það ár og þegar regnið kom gekk McTavish furðu vel að koma þeim niður ána, en hann var allan veturinn að því, en eftir urðu eitthvað miljón fet í grunna vatninu við bakkana og önnur miljón varð eftir uppi á bökkunum þegar vatn- ið fjaraði út. Það voru engin ráð til að hreyfa þessa jötna úr stað, svo eg lét þá eiga sig þar sem þeir voru komnir. “Eg man það, félagi.” Hefði eg unnið þar þriðja árið hefði farið á sömu leið. Auk þess gat vatnsflóð valdið enn meiri skaða, og þá var eg gjaldþrota. Eg gat ekki átt það á hættu.” “Þá var tími til að gefa Pennington ofursta tækifæri að græða á skóginum sínum hérna, félagi.” “Hefði eg séð eins vel aftur í tímann eins og eg sá fram í hann og sjónin hefði ekki bilað mig, væri eg ekki í þessari klípu nú,” svaraði gamli maðurinn rösklega. “Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, og auk þess var eg einhuga í því að vernda hagsmuni þína á öllum sviðum, hvar sem á þá væri ráðist.” John Cardigan réttist upp í stólnum og studdi góm vísifingurs hægri handar á lófa vinstri handar. Hérna er sýnishorn af þessu Bryce. Hérna í miðjum lófa mínum er Sequoia, en fingurgómarnir merkja San Hedrin skógana tuttugu mílum sunnar. Ef járnbrautin kæmi sunnan að þá ynnir þú, en komi hún gegn um Grand Pass norðan frá Oregon þá endar hún hér í Sequoia tuttugu mílur frá skóginum þín- um.” Bryce kinkaði kolli. “í því tilfelli erum við engu nær en eins og Pennington með sinn skóg. Við hefðum þá huggunarríku tilfinningu, að við ættum hann og borguðum af honum skatt- ana, en gætum ekki gert nokkum skapaðan hlut við hann annan.” ’ “Þú hefir rétt fyrir þér. Og eina ráðið var þá að ná í skóg hér fyrir norðan, og vera þann- ig við öllu búinn, og það gerði eg.” Þeir þögðu um hríð. Bryce horfði inn í eldinn og rifjaði upp fyrir sér það tímabil í starfi föður síns er þetta skeði. Gamli Bill Henderson hafði komið heim til þeirra og borð- að með þeim miðdagsverð dag einn. Alt í einu, þegar hann var að borða súpuna, hafði þessi gamli refur litið á húsráðanda og þrumað: “John, eg heyri sagt að þú hafir keypt sex þúsund ekrur af skógi hér norðurfrá.” John Cardigan kinkaði bara kolli til sam- þykkis og hinn hélt áfram: “Ætlarðu að vinna skóginn eða selja hann með ágóða?” “Hann var ódýr,” hafði Cardigan svarað, “svo að eg keypti hann. Býst við að Bryce vinni hann einhverntíma.” “Þá vildi eg að Bryce væri orðinn stærri, John. Líttu nú á nágranni góður, eg ætla að skrifta fyrir þér. Eg tók peningana, sem Pennington borgaði mér fyrir skóginn, sem eg seldi honum og keypti skóg við hliðina á þínum þarna norðurfrá. John, eg mundi byggja mér mylnu ef þú vildir selja mér blett undir hana niður við sjóinn og eg mundi flytja bolina hing- að ef-----” “Eg skal selja þér blettinn Bill og það sanngjarnlega. Þú mátt líta á það sem klapp- að og klárt.” “Það er fallega gjört af þér, John, en þú hefir samt ekki greitt úr nema helmingnum af vandræðunum mínum. Það verður að byggja tólf mílna langa braut, til að koma trjánum að mylnunni, og eg hefi ekki nægt fé til þess. Þessvegna væri réttara að við legðum saman John og bygðum veginn báðir og notuðum hann í félagi. “Eg vil ekki ganga í félag við þig, Bill, jafn gamall og eg er og byggja tólf mílna langa járnbraut. Eg vil ekki þurfa að bera áhyggjur út af henni og viðhaldi hennar. En eg skal lána þér peningana, án tryggingar-----” “Þú verður að taka orð mitt að veði, því alt sem eg á er þegar veðsett.” “----alt sem þú þarft til að byggja braut- ina og flytja eftir henni,” svaraði Cardigan. “í staðinn verður þú að bera allar áhyggjurnar af henni og gangast inn á að flytja viðinn minn að norðan hingað, fyrir hálfan annan dal þúsund fetin. Það minsta sem eg flyt verða tuttugu og fimm miljón fet og hið mesta fimtíu miljón fet----” “Selt!” hrópaði Henderson. Og þannig varð það. Bryce hrökk upp frá hugsunum sínum. “Og nú?” spurði hann föður sinn. “Eg veðsetti Sen Hedrin skógana suður- frá til að kuapa þá sem hér eru fyrir norðan, sonur minn. Svo þegar eg tók að vinna þar norður frá komu mörg harðæri. Eg stóðst þau og beið betri tíma. Eg gat ekki hugsað til að loka mylnunni minni og hætta skógarhögginu, vegna þess að eg gat borið skaðann miklu betur en þeir, sem unnu fyrir mig og treystu mér að sjá fyrir sér. En árin héldu áfram að vera erfið. Bill Henderson dó. Synir hans mistu móð- inn og----” Nýtt Ijós rann upp fyrir Bryce Cardigan. “Og þeir seldu Pennington ofursta,” hrópaði hann. “Einmitt. Hann tók upp samningana við mig, ásamt öðru sem kaupunum fylgdu og varð eg að standa við þá. Hin síðustu tvö árin er verðið á rauðviði gott og hefði eg getað fengið hámark fetatölunnar eftir járnbraut Penning- tons, hefði eg komist úr klípunni, en--” Honum tekst að halda þér við lágmarkið, tuttugu og fimm miljón fet á ári. Hvað?” John Cardigan játaði því. “Hann segist ekki hafa nógu marga vagna — að skriður og eldur hafi skemt járnbrautina. Hann getur alt af fundið nægar afsakanir fyrir því, að Cardigans bolirnir koma ekki í tæka tíð. Bill Henderson lék aldrei þá list. Hann flutti það sem eg þurfti og hélt sér aldrei við lágmarkið.” “Hvað langar Pennington til að ná í, fé- lagi?” “Hann vill fá,” sagði John Cardigan hægt, “Risadalinn minn og rétt til að leggja veg eftir landi mínu niður til hafnar.” “Og þú neitaðir honum?” “Auðvitað. Þú veizt hvað eg ætlaði mér með þessi stóru*tré.” Höfuð hans hné ofan á brjóstið. “Fólk kallar það rauðviðinn hans Cardigans, og Pennington ætlar að höggva hann. Æ, Bryce. Maðurinn er alveg sálarlaus!” “En eg fæ ekki séð hvað tapið á Risadaln- um hefir að gera við gjaldþrot Cardigans timb- urfélagsins,” sagði sonur hons. “Við höfum meira en nægilegan skóg.” “Tíu ára samningurinn er útrunninn eftir eitt ár. Nýlega reyndi eg að fá Pennington til að endurnýja hann. Hann var mjög þægilegur og viðfeldinn, en hann gerði mér tilboð um að endumýja samningana til fimm ár, og kostnað- urinn að flytja hver þúsund fetin var þrír dalir. Það verð er altof hátt og setur okkur á höfuð- ið.” “Nei, ekki þarf það að vera,” sagði Bryce rólega. “Er ekki einhver ríkisnefnd, sem ræð- ur flutningaverði hér?” “Jú, á opinberum járnbrautum, en járn- braut Penningtons er einkabraut.. Samningar mínir renna út næsta ár, og Pennington er ó- viljugur að endurnýja þá, og maður getur ekki selt né unnið við, nema maður hafi viðarboli til að saga, eins og þú veist.” “Þá skulum við loka mylnunni þegar samn- ingarnir eru’ úti, geyma skógara okkar og selja þá með ágóða þegar járnbrautin verður lögð og lifa hér rólega og einföldu lífi.” John Cardigan hristi höfuðið. “Alt sem eg á er veðsett,” mælti hann. “Og Pennington hefir verið sí og æ að kaupa skuldabréfin sem hvíla á eignum mínum. Hann hefir svo mörg þeirra að hann getur ráðið úrslitunum. Hann mun kaupa San Hedrin skógana á nauðungar uppboði, og til að fá það aftur og bjarga ein- hverju af því handa þér, verð eg að ganga að ofurkostum. Eg verð að láta hann fá skógana mína, sem liggja að eignum hans hérna fyrir norðan ásamt Risadalnum, í staðinn fyrir skóg- ana mína í San Hedrin. En millan mín ásamt öllum verkamönnunum og skylduliði þeirra færi út í veður og vind, en þú verður fátæklingur með stóra eign, en ekki neitt fé til að borga með skattana. Marðir svona,” og hann sló hægri hnefanum ofan í lófa vinstri handar. “Kannske, en ekki bardagalaust,” svaraði Bryce, þótt hann vissi, að sá bardagi væri svo að segja vonlaus. “Eg skal gefa þessum ná- unga, honum Pennington, nægilega fyrirhöfn áður en hann nær þeim, eða þá fer eitthvað annan veg en ætlað er.” Síminn hringdi á borðinu við hliðina á honum og hann lagði áhaldið að eyranu og sagði: “II^lló”. “Hamingjan-góða,” svaraði hin skæra og þýða rödd Shirley Sumner. “Eruð þér í svona slæmu skapi, Mr. Cardigan?” f annað sinnið á æfinni fann Bryce næst- um til sársauka af gleði. Hann hló. “Hefði eg vitað að það væruð þér, mundi eg ekki hafa verið svona hastur Miss Sumner,” svaraði hann. “Jæja, eg fyrirgef yður vegna margra á- stæða, en einkum vegna hinnar indælu berja- köku, sem þér senduð mér. Reyndar litaði hún tennurnar mínar um tíma, en það er mér sama um. Kakan var virði þess og þér voruð fjarskalega góður að hugsa þannig til mín. Þakka yður kærlega fyrir.” “Mér þykir vænt um að yður féll kakan, Miss Sumner. Eg vona að hafa þá ánægju, að sjá yður einhverntíma áftur.” “Auðvitað. Svona góð kaka á laun skilið. Eitthvert kveldið í næstu viku, þegar pabbi þinn getur af þér séð, þá þætti yður kanske gaman að, að sjá borðstofuna okkar. Hún er klædd rauðviðarþiljum unnum úr mjög rætn- um við, og Seth frændi minn er mjög upp með sér af henni. Eg hefi verið hér svo skamman tíma, að eg veit ekki hvenær hann borðar mið- degisverð, en læt yður vita það seinna og eins daginn. Mundi fimtudagskveld vera yður þægi- legt?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.