Heimskringla - 11.01.1939, Page 7

Heimskringla - 11.01.1939, Page 7
HEIMSKRINCLA 7. SÍÐA WINNIPEG, 11. JANÚAR 1939 ÚR BRÉFI AÐ HEIMAN (Mr. S. Sigfússon, Oak View, Man., hefir góðfúslega leyft heimskringlu að birta eftirfar- andi kafla úr bréfi, er hann fékk nýlega að heiman. Nafns bréf- ritara, sem er menta og gáfu kona, kann hann ekki við að birta að henni fornspurðri. Hkr.) 6. des. 1938 “----Að heyra endurvarpið 1. des. að vestan, það var alveg að sínu leyti eins og 1930. Vestur- íslendingarnir, það voru þeir og þeirra koma sem settu allan há- tíða svipinn á dagana. Endur- varpið frá ykkur, það var hin stóra hátíðastund fullveldisdags- ins. Ræðurnar heyrðum við hér í baðstofunni eins og alt væri á næ.stu grösum. Eg sat hrærð í hjarta. Það segi eg satt eins og við góða guðsþjónustu væri. Þetta var hin stóra stund. Að allir hittust í andanum — austur og vestur — það var orðið eitt. Þið voruð öll komin aftur heim á gamla Frón. Með ykkar marg- brotnu og stórbrotnu reynslu, aukna þekking, aukna stórkost- lega menning. Og í fátækum sveitabaðstofum — eigi síður en í velbúnum stofum og dýrum salarkynnum, var ykkur fagnað af hjarta. Þetta var aðal hátíðin í mín- um huga------” RÖDD ÚR EYÐI- MÖRKINNI (Sit venia verbo!) Bóndi úr Snæfellsnessýslu skrifar Eimreiðinni 26. sept. s. 1. á þessa leið: : Herra ritstjóri! Eg sendi yður með þessum línum “Rödd úr eyðimörkinni”, ef þér kynnuð vilja — svona til gamans — ljá henni rúm í Eim- reiðinni. Þér munuð fljótt sjá, að eg hefi eigi mikla trú á þessum svo- nefndu “ræðum”, svo sem lýð- ræði, þingræði, þjóðræði. Eg er hræddur um, að skipulagning- in ein í þessum efnum lækni seint meinsemdir þjóðfélagsins eða þjóðarinnar, þótt hinsvegar kunni eitt fyrirkomulagið að vera eitthvað skárra en anttað. Hin gamansama, rímslýnga “rödd” þessa lesanda Eimreið- arinnar fer hér á eftir: ótakmarkað einræði allir telja gjörræði; margir lofa lýðræði, en lýðræðið er skrílræði. Skrílræðið er skaðræði, skjótverkandi glapræði, óþolandi úrræði, sem ætti’ að drepa í snarræði. Sumum þykir þingræði þjóðar mesta bjargræði, fult þó sé af fláræði, fégirnd, heimsku’ og sjálfræði. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth.................................J. B. Halldórsson Antler, Sask..........................-K. J. Abrahamson Árnes.................................Sumarliði J. Kárdal Árborg...................................G. 0. Einarsson Baldur.............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville................................Björn Þórðarson Belmont.......................................G. J. Oleson Bredenbury............................. H. O. Loptsson Brown.................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge...........................H. A. Hinriksson Cypress River.............................Páll Anderson Dafoe.....................................S. S. Anderson Ebor Station, Man.....................K. J. Abrahamson Elfros................................J. H. Goodmundson Eriksdale................................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.......................Rósm. Árnason Foam Lake................................H. G. Sigurðsson Gimli..................................... K. Kjernested Geysir..................................Tím. Böðvarsson Glenboro......................................G. J. Oleson Hayland................................Slg. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa....................................Gestur S. Vídal Húsavfk.............................................John Kernested Innisfail........................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar..................................S. S. Anderson Keewatin...................................Sigm. Björnsson Lanttruth.............................. ....B. Eyjólfsson Leslie................................Th. Guðmundsson Lundar.........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville.......................... Ófeigur Sigurðsson Mozart......................................S. S. Anderson Oak Point..............................Mrs. L. S. Taylor Oakview...............................................S. Sigfússón Ottu .......................................Björn Hördal Piney ....................................S. S. Anderson Red Deer.............................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík.............................................Árni Pálsson Rivprton..............................Björn Hjörleifsson Selkirk.............................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson Steep Rock..........................................Fred Snædal Stony Hill................................. Björn Hördal Tantallon..........................................Guðm. Ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Vfðir...............................................Aug. Einarsson Vancouver...............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................Finnbogi Hjólmarsson Winnipeg Beach........................................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash.... ........Séra Halldór E. Johnson Cavalier.............................. Jón K. Einarsson Crystal.................................Th. Thorfinnsson Edinburg.............................. Th. Thorfinnsson Garðar..................................Th. Thorfinnsson Grafton..................................Mrs. E. Eastman Hallson.................................Jón K. Einarsson Hensel...................................J. K. Einarsson Ivanhoe..............................MIss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton................................................S. Goodman Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain.................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Einarsson Upham....................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Limited Winnipeg; Manitoba Þá skal nefna þjóðræði, það er brot af hagfræði. Hollara virðist harðræði held’r en taumlaust frjálsræði. Mikið fum og fljótræði fer á mis við snjallræði; voði stór og vandræði verða’ af mörgu smáræði. Víða kemst að vélræði, veldur það oft illræði. Mér finst bölvað bráðræði að bindast nokkru stórræði. Svika’ og lyga samræði sízt er göfugt jafnræði. Kenning sú er kvalræði að kalla þetta heilræði. —Eimreiðin. í SLAN DS-FRÉTTIR Námagröftur í Hornafirði Meðal aðkomumanna hér í bænum um þessar mundir, er Guðmundur J. Hoffell, bóndi að Hoffelli í Nesjum. Hann hefir í sumar unnið í silfurbergs- og kalksteinsnámu í Grasgiljatindi, sem er í landareign Hoffells. — Kalksteinn þessi er óvenjulega hreinn og harður, svonefnt ara- gónit. Af því hefir Guðmundur unnið 12 smálestir, samkvæmt ósk húsmeistara Guðjóns Sam- úelssonar. Hefir það verið not- að í múrhúðun háskólaþygging- arinnar. Þá hefir Guðmundur og unnið nokkuð af silfurbergi. — Sumt af því hefir Vilhjálmur Þór haft með sér vestur um haf á sýninguna í New York. Mun það verða notað til að skreyta með sýningarskála íslendinga og meðfram boðið til sölu. f Þýzkalandi er einnig nægur markaður fyrir silfurberg, en verðið heldur lágt. í landareign Hoffells er óvenjulega mikið af fágætum og fögrum steinum og bergtegundum. Þar er mikið af gabbró og auðvelt að komast að því, en vegalengd um 25 km. til Hafnar. Þar er mikið af jaspis, kalcedon og ópal. Hefir Guð- mundur mörg sýnishorn með sér af þessum óvenjulega fögru steinum. Og heima fyrir á hann mikið og fjölbreytt steinasafn. —Tíminn, 13. des. HJóNASKILNAÐIR OG ORSAKIR ÞEIRRA Hjónabandið er einhver elsta og þrautreyndasta stofnun þjóð- félagsins, en þrátt fyrir allar breytingar og byltingar, hefir það staðist sína raun og verið að lokum í heiðri haft. Hjóna- bandið hefir þó verið misjafn- lega harðreyrt að hjónunum, og hefir þess margt orðið valdandi t. d. trúarskoðanir og þjóðar- þroski, en það mun óhætt að fullyrða, að hjúskapurinn lýtur þyngri lögmálum meðal suð- rænna og blóðheitra þjóða, en hjá hinum norrænu og rólyndu þjóðflokkum. Á þessari skipulagningarinnar öld, 20. öldinni, hefir verið öllu meira los á hjúskapnum, en þekst hefir fyr á tímum, og í Ameríku mun hjónaskilnaðar- metið vera, eins og öll önnun met. Þetta vandamál hefir verið rætt allmikið þar vestra, bæði af þeim, sem haldið hafa hjúskapnum í heiðri og hinum, sem öll bönd hafa brotið af sér og fengið lausn úr hjúskapnum, ogt niðurstaðan hefir orðið sú að flest hjúskaparslitin ættu rót sína að rekja til eins, — aðeins eins, — fjárins — of mikils eða of lítils eftir atvikurm Biblían skýrir svo frá að á- girndin sé rót alls ills og þótt þúsundir ára séu liðnar frá því er sá sannleiki fanst, er mann- kynið hið sama enn í dag. Vegna fjárins drýgja menn glæpi og heilar þjóðir fara í stríð, og vegna fjárins er háð barátta á þinium þrönga vetvtangi hjú- skaparins, sem harla oft leiðir til hjúskaparslita. Þetta kemur að vísu ekki fram í málafærsl- unni í hjúskaparmálunum þann- ig, að réttarins bækur beri það með sér, og blaðagreinar, sem um þessi mál eru ritaðar skýra heldur ekki frá þessu, en nýlega sneri amerískt kvennablað sér til lesenda sinna með fyrirspurn iþví viðvíkjandi, af hverju hjóna- skilnaður stafaði oftast og öll svörin voru nokkurn vegin sam- hljóða um að fjármálin réðu úr- slitunum. Þó bárust þessi svör frá öllum stéttum, og reyndum sem óreyndum, lærðum og leikn- um, kaþólskum og\ Lútherstrúar- mönnum, sveitakonum og borg- arbúum, réttlátum sem ranglát- um á öllum aldri, og amerísku konurnar eru ekki myrkar í máli. Þær segj a að skilnaðarorsökin sé venjulega talin ill meðferð, ótrúmenska eða brotthlaup ann- arshvors aðilans, með því að þetta séu þær ástæður, sem lög- unum þóknist að taka til greina, en hinsvegar sé þetta herfileg- asta blekking, með því að orsök- in sé altaf ein og hin sama — peningar — peningar — pening- ar. Hjúskapurinn þolir oft og ein- att þá eldvígslu, sem samfara er drykkjuæði (delirium tremens), afbrýðissemi, gerólíkum lífsvið- horfum, ágreiningi um uppeldi barnanna og öðru slíku, en neist- inn, sem öllu hleypir í bál, þótt hann sé lítill í upphafi er af öðr- um rótum runninn. 30,000 kon- ur voru spurðar um tíðustu or- sökina til hjónaskilnaðar og 20,000 þeirra töldu deilur milli hjóna eiga upptök sín í fjármál- unum. Arthur W. Sullivan er ritari við hjúskaparréttinn í Suffolk í U. S. A., og hefir því hlustað á ótölulega fjölda hjónaskilnaðar- mála, en hann er á sömu skoðun og konurnar, að þær ástæður, sem oftast séu færðar fyrir hjónaskilnaði séu tylliAstæður einar, en hin sanna orsök sé ann- aðhvort fjárhafslegir erfiðleik- ar, eða deilur rísi út af smávægi- legum fjárhagsatriðum, sem síð- an leiði til skilnaðar. Fái konan ekki nýjan hatt eða nýja skó leiði það til sundurþykkis, sem ágerist þar til hver taug er kom- in úr skorðun, en þá geti ekkert hjónaband yfirunnið ágreining- inn, en skilnaðurinn einn fái úr þessu ástandi leyst. í þessu sambandi er þó rétt að taka fram, að af þeim konum, sem höfðu haft minni laun til umráða en kr. 6,000.00 á ári, töldu aðeins 65 af hundraði að aðalorsökin til hjónaskilnaðar væri fjármálaþras, en hinsvegar töldu 74% af þeim, sem meiri tekjur höfðu orsökina vera í þessu fólgna. Einkanlega virtist það eftir- tektarvert, að þær konur, sem lægst höfðu launin til umráða töldu skilnaðarorsökina yfirleitt ekki þessa, enda getur það verið eðlilegt, með því að ef úr litlu er að spila, hjálpast hjónin að í sparneytni og njóta hverrar krónu sameiginlega, en eftir því sem tekjurnar aukast verða þarfir, hvors þeirra um sig fleiri og um leið fleiri ágreiningsatriði. Hinsvegar er það talið ein- kenni nútíma kvenna að þær vilja vera sjálfráðar athafna sinna; og geta ekki þolað' að eiginmaður- inn telji hverja krónu eftir þeim, og ef þær þarfnist einhvers verði þær að fara í eigin sparibauk, til að ráða bót á þörfunum, og þeim mun síður láta þær sér þetta lynda, ef maðurinn er að öðru leyti ekki íheldinn á fé. Dýrar lífsvenjur leiða einnig oft til skilnaðar, og einkum get- ur konan ekki sætt sig við að maðurinn sinni henni ekki með því að hann þurfi að leita sér hressingar og skemtunar á öðr- um sviðum. Golf-ekkjan er al- þekt fyrirbrigði, og konan ein- mana, með því að maðurinn er að veiða lax í stað þess að hugsa um hana, og þá hefir útvarpið gert sitt til að auka á aðskilnað- inn, með iþví að maðurinn situr og hlýðir á það, meðan konan vaggar skælandi börnum. Alt - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. * Skrifstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnni á skrlfstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. HeltnUl: 46 AUoway Ave. Talsími: 33 15* Thorvaldson & Eggertson B.A., LL.B. Lögfræðingar 702 Confederatlon Llfe Bldg. Talsími 97 024 OvriCí Phons Res Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUIUDINQ Orric* Hoors 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. iND BT APPOINTMENT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR 6, öðru gólfl 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa elnnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta. fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talsiml SO 877 VlOtalstlmi kl. S—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur útl meðöl I vlðlögum Vittt&lstfmar kl. 2—4 «. fc. 7—8 a?5 kveldinu Slml 80 867 666 Vlctor St. J. J. Swanson & Co. Ltd. RSALTOR8 Rental, Inrurance and rinancial Agents Slml: 94 221 600 PARIS B120Q —Winnlpeg A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur telur bann allskan&r mlnnlsvarða og legsteina. 843 8HERBROOKE 8T Phone: 66 607 WINNIPKQ Gunnar Erlendsson Planokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 thl watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaat aUskonar flutninga fr&m eg aítur um bœinn. Rovatzos Floral Shop «06 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Freah Cut Flowers Dally Pl&nts in Season We specialize In Weddlng & Concert Bouquets & FuneraJ Deslgns Icelandic spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 506 Somerset Bldg. 654 BANNING ST. Office 88 124 Res. 36 883 Phone: 26 420 — hjálpast þetta að, og hjónaskiln- uðum fjölgar ár frá ári. f Bandaríkjunum eru gifting- ar og skilnaðir á árunum 1930 |—36 svo sem hér greinir: Giftingar Skilnaðir 1930 1,126,856 191,591 1931 1,060,914 183,664 1932 981,903 160,338 1933 1098,000 165,800 1934 1,302,000 204,000 1935 1,327,000 218,000 Þessir tíðu skilnaðir hafa vak- jið ýmsa hugsandi menn til íhug- unar á því, að eitthvað þurfi að gera til þess að ráða bót á þess- um vandræðum, og ýmsar til- lögur hafa komið fram til úr- lausnar. Skólamennirnir hafa t. d. viljað stofna skóla handa ung- um hjónum, þkr sem þeim væri jkent að gera réttar kröfur til jlífsins miðað við fjárhagslega getu, en síðar gengu hjónin á ! einskonar háskóla til þess að læra æðri fjármálasiðareglur, sem gilda skyldi í viðskiftum milli hjóna og allir aðrir vitring- ar þjóðarinnar hafa lagt sitt til málanna og bygt á þeirri lífs- speki, sem þeir hafa aflað sér. Einstaka menn hafa hinsvegar hallast að þeirri skoðun, að hið eina sáluhjálplega fyrir hjónin væri það að maðurinn hætti að gefa konunni sælgæti, til þess að hún gæti unað heima meðan hann væri úti að skemta sér, en gæfi henni í saðinn smám saman það sem hún þarfnaðist til þess að fara með honum tjl þess að leika golf eða veiða, eða stunda annað það, sem hann hefði sér til dægradvalar. En þrátt fyrir allar viturleg- ar og vísindalegar umræður um þessi mál fjölgar hjónaskilnuð- um ár frá ári, og píslarvottar þessara atburða — börnin — verða að horfa upp á þessi loka- viðskifti foreldra sinni í barns- legu skilningsleysi. Þeim er sagt að pabbi fari snöggvast að heim- an eða að mamma fari til ömmu, en þau eru skilin eftir í full- komnu reiðileysi og.fara á mis við umhyggju og blíðu góðra for- eldra. Einn af hinum amerísku sér- fræðingum hefir komist svo að orði í umræðum um þessi mál: “Ef með þarf skalt þú berjast, ef konan þín dansar of oft við laglega manninn í næsta húsi, skamma þú tengdamóður þína, sem kom til vikudvalar, en hef- ir búið hjá þér í átta mánuði; grát þú af reiði þegar maður- inn þinn kemur ölvaður heim, þrætið um trúmálaágreining og deilið um uppeldi barnanna ykk- ar, en rífist aldrei út af pen- ingamálum. Talið skynsamlega um fjármálin, og ef nauðsynlegt er, þegar þú sér manninn þinn verða súran á svipinn, eða ef konan þín byrjar að verða há- vær, — þá skuluð þið grípa ljóðabók og lesa upphátt, þang- að til óveðrið er liðið hjá. “Því að ástin flögrar út um gluggann, þegar aurarnir velta inn um dyrnar”. Þetta segja þeir í Ameríku. —Vísir.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.