Heimskringla - 18.01.1939, Page 1

Heimskringla - 18.01.1939, Page 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. JANÚAR 1939 FIKST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 87 061 NÚMER 16. HELZTU FRÉTTIR i________________________ Chamberlain kominn heim Neville Chamberlain forsætis- ráðherra Breta kom heim úr för sinni á fund Mussolini s. 1. laug- ardag. Er sagt að hann skýri þinginu frá því í dag er gerðist í Rome. Mussolini fylgdi Chemberlain úr hlaði. Halifax greifi, er með var í förinni, hafði lagt af stað fjórum klukkustundum áður til Genf til þess að greina George Bonnet utanríkismálaritara Frakka, sem þar var staddur, frá öllu því er gerðist á fundin- um í Róm. Um fundinn eru því blöð ófróð og sagnafá. Samt þykjast þau hafa að því komist, að engir nýir samningar hafi verið gerð- ir. Samtal Chamberlains og Mussolini laut að því, að hvor um sig lét skoðun sína í ljóis, en umræður hófu þeir ekki um það sem á milli bar og sem var þó mikið. Til dæmis er sagt að Musso- lini hafi verið á móti sambandi Frakka og Breta; hafi viljað að Bretinn skyldi við þá. Þeir (Frakkar) væru aðal-þröskuld- urinn í veginum í Spánarmálun- um, er friður ylti nú svo mikið á. En ítök ítalíu og Þýzka- lands á Spáni væru nú svo mikil, að þau yrðu ekki af hendi látin með góðu. Miðjarðarhafsmálin og nýlendukröfur ítala yrðu að bíða eða um þau yrði ekki samíð fyrri en Spánarstríðið væri til lykta leitt. ítalíu og Þýzkaland vantaði höfn fyrir neðansjávar- flota á Spáni. Chamberlain greindi áreiðanlega á við Mus- solini um þetta. Á Bretlandi sögðu blöð í gær, að Mussolini hefði tjáð sig fús- an til samvinnu við Chamberlain um að gera víðtæka tilraun til að sjá landflótta Gyðingum far- borða. Samningur Breta og ítala, sem gerður var 16. apríl 1937 en í gildi kom 16. nóv, er af báðum aðilum viðurkendur sem áður. í förinni heimsótti Mr. Cham- berlain páfan og var tekið þar með mikilli viðhöfn og vináttu, sem og af Mussolini, þó í stefn- um þeirra greindi þá á. Brenbyssu-málið Skýrsla H. H. Davis dómara, sem rannsóknina í Brenbyssu- málinu hafði með höndum hefir nú verið birt. í stuttu máli finn- ur skýrslan ekki neina sök hjá nokkrum einasta aðila málsins og telur þá alla hafa hreinar hendur. En eitt leggur þó dóm- arinn til og það er að sérstök nefnd <sé skipuð til þess hér eft- ir, að hafa eftirlit og umsjá með öllum vopnakaupum eða samn- ingum að því lútandi. Um það hvort stjórnin hafi gert rétt í því að veita þetta verk án þess að leita eftir til- boðum í það frá öðrum, er farið þeim orðum í skýrslunni, að það sé stjómarinnar eða þingsins að kveða upp dóm um það. Mál þetta verður rætt á þing- inu Og komist Ian MacKenzie hermálaráðherra hjá því að fara frá völdum, er hann lánsamari en flestir aðrir. Það var hann eða deild sú sem hann á yfir að sjá sem verk þetta lét gera, án þess að gefa nokkrum öðrum en þessum einá manni tækifæri á að bjóða í verkið eins og krafist er þó að gert sé með hvert verk, er stjórnin lætur vinna. Enda fór hann í flæmingi undan við rann- sóknina. — Þegar rannsóknar- nefndin spyr: “Þú gafst engum öðrum tækifæri til að bjóða í verkið,” er svar hans: “Það spurði enginn annar um það.” Auk þess voru svör þau er hann gaf á síðasta þingi um þetta ærið villandi. Það liggur fyrir stjórninni að gera fleiri samninga um vopna- smíði. Hvaða líkindi eru fyrir að það verði af meiri forsjá gert, en í Brenbyssu-málinu, ef stjórnin ekki kannast við yfir- sjón sína í því? Dregur að lokum stríðsins á Spáni Sjórnin á Spáni verst ennþá, en síðast liðinn mánuð hefir Franco-herinn verið jafnt og þétt að taka af henni borgir og héruð og nú rétt nýlega borg- ina Tarragona á suðurvígstöðv- unum við hafið. Vígstöðvarnar eru nú nærri því í beinni línu norður frá þeirri borg og eru ekki nema 35 mílur þar sem skemst er frá Bareelona. Og í gær voru fréttimar þær, ac Franco væri að búa sig út í úr- slita-orustuna. ítalir og Þjóðverjar hafa lagt honum til bæði vopn og lið þrátt fyrir alla hlutleysissamninga. — Hann hefir 800 flugherskip, öll frá þeim, en stjórnin hefir að- eins nokkur flugvarnarskip, eng- in til árásar-hemaðar. Og af tfallbyssum og skriðdrekum (tanks) hefir hann ærið einnig frá þessum þjóðum. Stjórnin er einnig allvel að þessum vopn um búin, en þó miður en Franco og veitist nú erfitt að bæta upp fyrir það sem eyðist, síðan hert var á hlutleysisreglunum gagn- vart henni. Gerir hún því lítið annað en að verjast og lætur heldur undan síga. en að eiga á hættu að tapa vopnum, ef um það er að ræða. Hermannatala Franco, kvað vera alt að 500,000 og fjöldinn allur eða um 80 til 100 þúsund af þeim frá ítalíu. Her stjórnarinnar hefir ekki verið nema helmingur þessarar tölu fyr en ef hann er það nú, eftir að hver sem vetlingi getur valdið hefir verið kvaddur í her- inn. Ofan á þetta bætist vista- skortur stjómarinnar. Frakkar kváðu nú vera mjög óróir út af því, að þeir sjá yfir- vofandi fall Stjórnarinnar. En Bretinn hefir tjáð þeim, að hann láti sig stríðið á Spáni ekki skifta. Og það er sama sem að segja Frökkum að sitja kyrrum. Stríðið á Spáni hefir nú staðið í 21/2 ár. Mannfjöldinn í hér- uðum Francos, er sagður um 14 miljón, en um 8 miljón í héruð- um stjómarinnar. Franco ræð- ur nú yfir 37 af 49 stærri borg- um landsins, en stjórnin yfir 12. Stjórnarborgirnar eru Alacante, AJmeria, Albasete, Barcelona, Cuenca, Ciudad Real, Gerona, Guadalajara, Jaen, Madrid, Mur- cia og Valencia. Blöð fasista hóta Frökkum stríði í gær voru blöð Mussolini- stjórnarinnar full af áróðri og skömmum á Frakka og tjáðu þeim, að ítalía væri reiðubúin til að fara í stríð, ef Frakkar æsktu þess. Ástæðan fyrir uppþoti þessu er sú, að stjórnin á Frakklandi var að íhuga það mjög alvarlega, KVEÐJUR Á nýári 1939 Að heiman eg sigldi, og heima eg var, að hálfu í álfunum tveim, og heimkominn er eg, og heim aftur fer, sem helmingur skorinn úr þeim.— Þau fimm árin liðug—þau fimm árin stutt— en fimm árin landnemuip grimm, þau hjuggu í vinanna skjólgarðinn skörð— þau skörð biðu eftir mér dimm. Frá eitt þúsund níu hundruð þrjátíu og þrjú . til þrjátíu 0g níu—í dag— í huga mér vekja upp þann hljóðsama flokk, sem hvarf eins og útgöngulag. í eyrum er söngurinn—umhverfið hljótt við æfinnar þagnaðan slag, og augu mín sjá hina aldimmu nótt, en ekki hinn signaða dag. Þótt kveðji eg ykkur ei kirkjunum í, eg kveð ykkur vildasta hug, með þökk fyrir alt ykkar æfinnar starf og alla ykkar sjálfsfórn og dug. En stærstu þökk sjálfur frá samferð eg geld til sumra ykkar hóp þessum í, og geymi frá mörgum hin mætustu hnoss, sem minningin varðveitir hlý. Fyrst dauði þess aldna er ungviði líf, eg ásaka ei bana um neitt. Hann undirbýr gróðrarmold gróanda þeim, sem gleðistund dagsins er veitt. En örlaga nomirnar íslenzku þrjár, eg ásaka og stefni til dóms, sem sköpuðu arfleysi æskunnar sveit, og óminni tungunnar hljóms. Er landnema merkið hér fellur að fold, hver fæst til að upplyfta því til íslenzkra vorstarfa á vínlenzkri grund því Vestmanna þjóðlífi í, sem missir nú óðum sitt úrvala lið, sem öndvegin skipaði fyrr? Ei fylla þau skörð vorir mætustu menn, sem mistu sinn íslenzka hyrr. Vort þjóðlíf er arin-log—eldurinn sá, sem arfgjöfum heilagur var. Hann lýsti upp aldir frá ómuna tíð, unz ísland við himininn bar. Þann eld tóku Vestfarar allir með sér í íslenzkra nýbygða leit, og bjarmi hans lýsti upp bjálka-kot öll og bæi og kirkjur og sveit. En arin-glóð vestræn og eldsókn þess lífs, sem íslenzkir fluttu sig til rann saman við forn-eld, í sál þeirra og líf, og sumarsins færði þeim yl. Og þetta er vort íslenzka heima-líf hér með hyrinn frá álfunum tveim, sem myndaði oss þjóðlíf, þótt það væri brot, sem þekti ekki veg sinn um heim. Og þetta var æfi ykkar, þjóðlíf og starf, sem þögnina hafið nú gist. Þið voruð mörg ramm-íslenzk, valdasta lið, en Vestmenn þó alstaðar fyrst. Það funduð þið bezt þegar farið var heim, Þótt frændsemin sterk væri og hlý, að þjóðlífs og hjartnanna tengitaug mest samt togaði vestrinu í. Eg þekti svo vel ykkar huga og hönd, sem héldu um óskirnar vörð, og mér finst sem eitthvað af sjálfum mér sé hér sokkið með ykkur í jörð.— Er höggvast í vinanna skjólgarðinn skörð, þá skyggir á sjón undir brá, sem lendi í hjartastað höggið það hvert, þótt hafið mig skilji ykkur frá. Þ. Þ. Þ. þetta hefði rignt yfir sig, síð- an hann kom heim. Og einn af aðstoðar ráðgjöfunum sagði í þinginu s. 1. mánudag: “Við höfum verið nógu lengi blektir með hlutleysisreglugerðinni til þess að vita nú hvað gera skal. Að láta hræða okkur með stríði til þess að styrkja ekki vini vora eins og fasistar styrkja vini sína á Spáni, er Frakklandi smán.” að veita Spanarstjormnm að- stoð með því að afnema bannið á landamærum sínum og Spán- ar um vopnaflutning til stjórn- arinnar. Er þessa krafist af mannflesta flokki stjórnarinnar, sósíalistunum. Bonnet, utan- ríkismálaráðherra Frakka sem nýkominn er heim frá Genf, þar sem hann var á Þjóðabandalags- fundi, sagði að kröfunum um Dr. Kristján J. Austmann Dr. Kristján J. Austmann, kom frá London á Englandi til Winnipeg um hátíðirnar, en hann hefir verið í Evrópu um tveggja ára skeið við fullnaðarnám í augna-, eyrna-, nef og kverkasjúkdómum. Stundar hann nú þessar lækningar í Winnipeg og hefir opnað lækningarstofu í 309—310 í Medi- cal Arts byggingunni í Winnipeg. Dr. Austmann stundaði lækningar í Wynyard, Sask., í 10 ár áður en hann fór til Evrópu og hafði á sér almennings °rð sem góður læknir. í augna-, eyrna- og kverkasjúkdóm- um hefir enginn íslenzkur læknir verið hér síðan Jón Stefáns- son dó. Tekur nú Dr. Austmann upp þessa grein lækninga, sem sérgrein og er gott til þess að vita, því hann er starfinu vel vaxinn og er maður sem íslendingar, sem aðrir er honum hafa kynst, bera fylsta traust til. Heimskringlu býður Dr. Austmann velkominn í hóp landanna 1 Winnipeg og árnar honum heilla í hinu nýja starfi. Eimskipafélag Islands 25 ára f gær fékk Ásmundur P. Jó- hannsson svohljóðandi sím- skeyti heiman frá fslandi, sem hann var svo góður að sýna Heimskringlu: “Stjórn Eimskipafélags ís- lands minnist yðar í dag og sendir yður fyrir hönd félagsins hugheilar kveðjur og þakkir fyr- ir vel unnin störf í þarfir fé- lagsins. — Eggert Claessen.” í gær, 17. janúar var Eim- skipfélagið 25 ára. Með stofnun þess mun fyllilega mega segja, að þjóðin hafi stigið eitt af hin- um merkilegri og heillavænlegri sporum á hinni glæsilegu fram- farabraut sinni á síðasta aldar- fjórðungi. — Vestur-íslendingar árna Eimskipafélaginu heilla. SAMANDREGNAR F R É T T I R Það er búist við fleiri gestum í Winnipeg 24. maí, þegar kon- ungshjónin koma, en kostur verður á að hýsa. Á gistihús- um komast 10,000 fyrir, en við 40 til 50 þúsund utanbæjargest- um er búist. * * * * Hitler svarar gerðum Lima- fundarins með því að setja upp tvær útvarpsstöðvar í Suður- Ameríku, aðra í Lima og hina í Buenos Aires, og tala máli naz- ista á þann hátt við Þjóðverja eða afkomendur Þjóðverja, sem þar búa. Þjóðverjar eru fjöl- mennastir í suðurfylkjum Braz- Heilsa mín I ------ (Kunningi G. S. spurði hann hvernig heilsan væri og svaraði hann þegar með vísu þessari.) Góð er heilsa, gott er veður gamall á sig holdum hleður, hægir dagar, hljóðar nætur, heldur stirðna á manni fætur. Guðm. Stefánsson ilíu, Parana og Santa Catharina, fylkjanna sem íslendingar fluttu forðum til, sem Þorsteinn Þ. Þorsteinsson hefir nýlega skrif- að um. * * * C. N. R. félagið ætlar að taka um 100 manns í vinnu bráðlega í Transcona og Fort Rouge- smiðjunum í Winnipeg. Það lagði um 500 manns af í smiðj- unum s. 1. júlí. * * * f ræðu sem Hon. Dr. R. J. Manion, hinn nýi leiðtogi íhalds- flokksins hélt á sambandsþing- inu s. 1. mánudag, komst hann svo að orði um King, að hann væri einn hinn mesti endurbóta- maður, sem í þessu landi hefði fæðst, þegar hann væri ekki við völd, en einn hinn aðgerðalaus- asti maður, sem hann hefði nokkurn tíma þekt, þegar hann væri við völd. Heimskringlu bárust þær fréttir í morgun, að Mrs. Halli Axdal, Wynyard, Sask., hefði dáið s. 1. sunnudag. Jarðarförin fer fram í dag. Hinnar látnu verður síðar minst.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.