Heimskringla - 18.01.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.01.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. JANÚAR 1939 ar í íslenzku blöðunum vestra. Þær verða einskonar frumdrætt- ir að starfsskrá fyrir þjóðrækna íslendinga bæði hér og í Vestur- heimi. Eg hefi auk þess lokið við stutta grein um andlega strauma í félagsmálum íslendinga í Vest- urheimi. Sú grein kemur út inn- an skamms í ritgerðasafni því, sem ungir samherjar mínir gefa út um þessar mundir. Eg mun hér nefna tvær af til- lögum mínum um aukið samband við landa í Vesturheimi. Hin fyrri er sú, að þjóðin leggi meg- in áherzlu á að byggja stórt skip, sem haldi uppi föstum ferðum milli New York og Reykjavíkur, í því skyni að beina verzlun lands ins til stórra muna vestur á bóg- inn, greiðá fyrir að landar vest- an hafs geti ferðast heim og fólk frá íslandi sótt nám og kynningu til Ameríku. Hitt at- riðið er, að hefja sérstakt stutt- bylgjuútvarp frá Reykjavík einu sinni í viku til landa vestanhafs. Þarf vel til þess að vanda, svo að löndum vestra finnist tign og göfgi móðurmálsins bera til þeirra yl og orku frá því landi, er þeir nefna “Landið helga”. —Tíminn. HEIMSKRINGLA 3. SfÐA mig í gegnum gleraugun sín. “Trúið eigi allri þeirri lýgi, sem sögð er um “Sæso”, sagði hún við mig. “Hann var ekki rekinn úr guðfræðingadeild há- skólans eins og sagt hefir verið um hann. Eg varð að taka hann þaðan vegna vanheilsu. Það var einnig þess vegna að hann þoldi eigi að vinna á skóverkstæði föður síns né fara erinda um frosin og fannbarin stræti borg- arinnar að sækja skófatnað til aðgerðar. En hann stofnaði jafnaðarmannafélög innan skó!- 'ans eftir kennignum Karl Marx. Hann var svo skýr og skynsam- ; ur og uppreisnarandi hans vel vakandi, frá því hann var á 15. I ari. I SKÓSMIÐSSONURINN, sem er voldugri en nokkur keisari hefir verið Eftir Ignatius Phayre fsl. hefir Gunnbj. Stefánsson Framh. Rödd hrópandans hefir ennþá mjög sterk áhrif á Stalin. Með því á eg við Vladimir Ilich Ouli- anov, (sem var Nicolai Lenin). Mér var sýnt eitt af bréfum Lenins. Af öllum þeim bréfurr er hann ritaði, hefir aðeins tek- ist að bjarga frá glötun um einu þúsundi af þeim. í bréfum hans gætir mjög hinnar innfæddu böl- sýnis. í þessu bréfi segir hann meðal annars: “Æfi mín heldur sinn vanagang, einangruð og á- rangurslítil. Bréf hans lýsa honum eigi svo mjög sem stjórnmálamann- inum, sem er í leit að tækifær- unum, heldur sem manninum, er nauðsynin knýr áfram til að verja lífskröftum í þágu þeirra málefna, sem hann skoðar óum- flyjanleg. Honum segist svo: “Hin sorglegu sannindi, er snerta stöðu vora, og að vér verðum að haga oss eins og vér gerum, eru þau, að vér getum eigi ráðið mannlegum lyndisein- kunnum, en verðum að nota þær eins og þær eru lagðar oss í hendur.” Eg horfði lengi á Stalin, þenna þrekvaxna mann frá hálendis- héruðum Asíufjallanna, er sat andspænis mér. Liðin æfi hans hefir verið svo erfið og ótrúleg að eigi er auðið að skilja hana til hlítar. Hann ritar ennþá og talar rússnesku eins og erlent tungumál, eða á svipaðan hátt og Adolf Hitler talar þýzka tungu. Hin aldna móðir Stalins, — Ekaterina Ozugashvilli, sem dó í s. 1. júnímánuði, 77 ára gömul, kunni ekkert í rússneskri tungu og varð að hafa túlk, er hún var stödd í Moskva. “Keke”, eins og þvottakonan frá Tiflis, var köll- uð, bjó í tveimur litlum her- bergjum í höll fyrverandi vísi- greifa keisarastjórnarinnar. — Hún þreyttist aldrei á að segja sögur af syni sínum, sem hún skoðaði sem nokkurskonar hálf- guð. Á síðustu árum keisara- stjórnarinnar, þektist Stalir undir nafninu “Kæba” hjá leyni lögreglunni, sem hvorttveggja í senn hræddist hann og hataði. í huga móðurinnar var hann alt- af hinn sami “Sæso”, gælunafn- ið, er hann bar í æsku á fátæku heimilinu hennar, þar sem hann átti að læra fyrir prestsstöðu öðrum lífsstöðum framar. Þessi gráhræða, grannvaxna kona, klædd grófgerðum ullar- búningi, er smábændakonur í Georgian-fylkinu bera, horfði á Á skólaskýrslur Sæsos skrifuðu kennarar skólans: reik- ull í ráði. En jafnvel þá gerði þvotta- konan í Tiflis sér miklar vonir |um son sinn, og lagði mikið í sölurnar, að hann gæti fengið prestaskólamentun. f dag er vald Sæsos hennar ó- takmarkað, jafnt í utanríkis- málum ráðstjórnarríkjanna eins og í hvernig hagað er vefnaði og sölu á skóreimum. Þó er staða þessa manns mjög einkennileg. Hann hefir aðeins lága stöðu í miðstjórninni, en sakir þess að hann er alræðis- maður kommúnistaflokksins, sem hefir einkunnarmerki sitt, hamarinn og sigðina þrykta á 87 tungumálum út um heiminn, þá eru áhrif hans mjög víðtæk. Það er kommúnistaflokkurinn, sem ræður skipulagi hverrar stjórnar í hinu stærsta sem hinu minsta ráðstjórnarríki á út- kjálkum Asíulandanna. Stalin er einnig aðalhöfundur hinnar einkennilegu stjórnarskrár, er samin var fyrir rússnesku þjóð- ina s. 1. vetur og sem eg minnist á síðar. Þó að Stalin sé æðsti valdsmaður alls Rússlands, þá er hann aðeins einn af 27 mönnum, er sæti eiga í miðstjórnarráðinu, sem kosið er af þingi ráðstjórn- arríkjanna, en það hefir fram- kvæmdarvaldið yfir sambands- ríkjunum. En þau ná yfir svæði er nemur 8,144,228 fermílum. — Landssvæði sem er stærra en alt meginland Norður-Ameríku, og helmingi stærra en öll Ev- rópa. Á meðal hinna svonefndu ráðstjórnarríkja, get eg bent á Checken-Ingush, Agerbaijan, Georgia, Circassia, Uzbek og Turkoman ríkin og Tajikstan. Svo nær veldi Rússanna um hin gífurlegu svæði Asíu, alla leið að landamærum Manchukuo, hinu kínverska konungsríki und- ir hervaldsstjórn Japana. Yfir þetta víðlenda ríki nær vald Stalins og er staða hans sem landsstjóri kommúnista. — Á meðal þeirra er nú hinni sömu stefnu fylgt, sem Lenin æskti eftir, ekki einungis sem sam- eignastefnu heldur og sem út- breiðslustefnu. Stjórnmálaskoðanir Stalins ná að einhverju leyti til allra landa alla leið frá Bretlandi til Banda- ríkja Norður-Ameríku og til Kína og Peru. Á að giska eru þó eigi fleiri en rúmar tvær miljón- ir manna sem aðhyllast kom- 'múnistastefnuna utan Rúss- lands. En sakir hinnar miklu andstöðu og ofsókna gagnstæðra stjórnmálaskoðana, þá hefir starfsemi flokksins þótt mjög líkast leynisamtökum og fram- kvæmdir þeirra verið skoðaðar dularfullar. Það mætti líkja stjórnskipu- lagi þeirra við pyramida. Efst situr allsherjar ráðstjórn af 10 frábærum hæfileikamönnum, sem allir eru handgengnir Stal- in og skoða hann sem óskeikul- ann foringja sinn. Þessi .ráð- stjórn er yfirstjórn alríkisins og sumir þessara manna eru æðstu menn í ríkisstjórnarráðinu, þar á meðal menn eins og Klementy Voroshilov, landvarnarráðgjafi. V. N. Molotov, sem hefir þær tvær ábirgðarstöður með hönd- um að vera forsætisráðgjafi og aðstoðar landstjóri næstur Stal- in að völdum. Þá er Mikhail Ivanovich Ka^inin, hinn “litli faðir” bændanna, góðlátlegur maður með gráann geitartopp og efrivararskegg og lítil góðleg augu bak við gullspengd gler- augu. Svo að auðið sé að trúa því, þarf að sjá þau ógrynni bréfa er berast honum fjær og nær úr ráðstjórnarríkjunum. — Börnin skrifa honum: “Kæri afi”, og biðja hann um fallegar bækur til að lesa. Honum er skrifað á einkennilegum tungu- málum úr fjærstu ríkjunum. — Menn og konur sækja ráð til hans, um beztar aðferðir við jarðyrkju, hver verkfæri séu bezt til notkunar og um ráð ti1 að bæta kvikfjárræktina. “Ef til vill getur þú sagt mér, hvar eg get fengið rafleiðslu til að lýsa upp samkomuhús okkar.” Undirskrifað: Kuzovlez, forseti bræðrafélags frjálsra manna, í Korobinsk, í Satlanshéraði í einu af fylkjum Vestur-Síberíu.” Þá snúum vér oss að hinum mikla Stalin sjálfum, þar sem hann situr og reykir pípu sína á hinni tómlegu skrifstofu og ræðir við höfund þessarar grein- ar. í sannelika sagt, þá á þessi maður úr. stáli æfisögu að baki sér sem á engann sinn líka og er bæði ótrúleg og svo æfintýrarík, að furðu sætir. Fyrir meira en þrjátíu árum eða kringum árið 1906 var Stal- in á sífeldum flótta fyrir hinni miskunnarlausu “Ochrana”, — leynilögreglu keisarans. Þó að hann væri meðal uppreisnar- manna, þá lagði hann á ráðin í að sprengja upp og ræna öllum gullstykkjaforða í aðalbanka Tiflisborgar, sem í aðsígi var að flytja til járnbrautarstöðvanna og þaðan undir strangri lög- gæslu til Moskva höfuðborgar til öryggis geymslu. Hvernig vörður sá hinn vel búni að vopn- um og öðrum útbúnaði er gæta skyldi gullsins var sigraður í á- hlaupi, er gert var á hann á aðal svæði hinnar hálf-austrænu borgar og hvernig Josef Stalin slapp með miljónir gulls úr höndum hinnar harðskeyttu lög- reglu, er slíkt stigamenskubragð sem vestræn kvikmyndahús hafa aldrei getað sýnt neitt á borð við. Þó að ránið hepnaðist og upptök byltingarinnar væru í að- sígi, fórust allar þær tilraunir fyrir. Hinir fífldjörfu fors- prakkar flúðu landið. — Josef Stalin var sá eini sem eftir varð í Rússlandi, og var höfuðsetinn landshornanna á milli. Eftir að hafa verið handtek inn mörgum sinnum, dæmdur í ótal fangelsi, sem hann á ó- skiljanlegan hátt slapp úr og einnig frá Síberíu, þá var þessi mikli bardagamaður, þessi stóri uppreisnarandi dæmdur í æfi- langt fangelsi, tveim árum áður en heimsstyrjöldin skall yfir. Sögur um hvernig hann strauk úr fangelsum og flótti hans undan hinni rússnesku leynilögreglu eru einstæðar í sögunni. Vér skulum hugsa okkur, þar sem hann hættir sér til Pétursborgar og situr á upp- reisnar leynifundum með örfá- um mönnum og skýrir fyrir þeim sameignarstefnuna. Ári fyrir hafði einn af ráð- gjöfum keisarastjórnarinnar, Stolypin, verið myrtur. Hann hafði sem áhugasamur vinur landsins og aðalsins fengið keis- aralegt bann eða lög gegn hinni áköfu útbreiðslu byltingarinn- ar. Sá sem skaut hann var mentaður Gyðingur, Mordka Bogrov að nafni, og átti það sér stað í sönghöllinni í Kiev, þar sem keisarafjölskyldan og margt af aðalsfólki var samankomið. Um þessar mundir var Kæba (Stalin) skoðaður af leynilög- reglunni sem skæðasti óvinur lands og þjóðar. Stigamanna afrek John Dill- inger í Bandaríkjunum eru að- eins barnaleikur í samanburði við uppreisn Stalins, þessa póli- tíska eldibrands Rússlands. Vorið 1913 er hann handtek- inn eftir langan eltingaleik og dæmdur í lífstíðar útlengð til fangaþorpsins Turukhansk í kuldabeltislöndum Síberíu. Svo var litið á, að þár myndi honum eigi endast æfin lengi — að minsta kosti kæmist hann aldrei þaðan lifandi. Þó meðan Stalin dvaldi þar, tókst honum eigi að- eins að fá fréttir af byltingar- hreyfingunni á Rússlandi, heldur gat hann sent uppreisnarbræðr-1 um sínum ráð hvernig haga' skyldi hinum svæsnustu árásar- tilraunum. Þó að hann sé ef til vill skoð- aður sem hættulegastur allra al- ræðismanna og hataður af um-I heiminum meira en nokkur þeirra, þá er eitthvað hetjulegt við hið líkamlega þrek og sál- ræna kraft þessa manns. Varð hin miskunnarlausa vistarvera í kuldabeltis hálendi Síberíu, þar sem dauði líkamans er aðeins tíma spurning, sú ógn ér læst gæti í dróma sálar- þrek Úsef Vissarionovich Dzug- ashvilli? Því fór fjarri. Hann gat jafnvel glaðst yfir dag- draumum sínum sem framtíðar (Voja) leiðtogi sameignarflokks- ins. Undir hinni harðsvíruð- ustu gæzlu varð hann afburða fiski og veiðimaður. Á refa, úlfa og bjarndýraveiðum varð hann betri skytta en hinir æfðu gælsumenn hans. Þá er hér er komið frásögninni, er árið 1917, í hinum örlagaþrungna mánuði ársins, mars, er keisarastjórn Rússlands er lokið. Lenin fer frá Þýzkalandi til Rússlands undir verndarhendi Vilhjálms Þýzkalndaskeisara. Hinn örgeðja Trotsky flytur úr örbirgð sinni í New York borg heim til Rúss- lands. Þá hafði Rússland lagt niður vopnin í heimsstríðinu. Vér skulum gefa gaum að, er hinn mikli hermaður og hers- höfðingi Alexeicv, segir Rússum sannleikann: “Vér skulum í ein- lægni gera oss grein fyrir sann- indunum. Hinn voldugi her vor er algerlega að þrotum kominn. Ógnir og harðræði stríðsins, hef- ir gert fólkið óttaslegið að mæta óvinunum. Það þráir frið um- fram alt. Hið síðasta vopn sjálfsvörnin til að verja lífið hefir verið gripið og stéttaskift- ingin hefir brotist fram með þeim krafti, sem eigi verður stöðvaður!” Framh. ÍSLANDS-FRÉTTIR fónplötum og eflaust líður held- ur ekki á löngu þar til Hollywood nær í hana. Nola Day er dökkhærð og fríð sýnum. k Þannig er frásögn danska blaðsins.—Mbl. 22. des. * * * Norðmenn sýna ólaf Tryggvason Norðmenn hafa ákveðið að láta reisa geysimikið líkneski af Ólafi konungi Tryggvasyni á heimssýningunni í New York. Er það tekið fram, að þar sem íslendingar ætli að reisa líknesk- ið af Leifi hepna, þá verði Norð- menn áð reisa líkneski, sem geti sýnt Ameríkumönnum ólaf Nor- egskonung, með því að þegar Leifur fann Ameríku þá hafi hann numið þar land og helgað sér það í nafni Noregskonungs. —Mbl. * * * Hetjuverðlaun úr Camegie-sjóði Þrír íslendingar hafa hlotið verðlaun úr hetjusjóði Carneg- ies. Eru það tvær stúlkur og einn karlmaður: Guðjón Vigfús Árnason sjó- maður, Ráðagerði á Akranesi fékk 500 krónur. Jónína Elías- dóttir, Nesi í ísafjarðarsýslu, 300 kr. og Elísa Elíasdóttir, sama stað, kr. 300. —Mbl. 20. des. * * * Dönsk börn eiga að læra íslenzka þjóðsönginn Á fyrsta fundi norrænna kenslu málaráðherra var samþykt að auka enn kennaraskifti þau, sem átt hafa sér stað milli Norður- landanna. Skifti kennararnir eiga ekki aðeins að kenna móðurmál sitt, heldur og önnur fög, svo sem sögu, þjóðfræði og bókmenta- sögu. Tillaga kom fram um það á fundinum, að börnum á Norður- löndum yrði kend íslenzka og finska og að öllum dönskum börnum yrði gert að skyldu að læra að syngja þjóðsöngva fs- lands og Finnlands á málum við- komandi landa. Fulltrúi íslands á kenslumála- ráðherrafundinum er Sveinn Björnssbn sendiherra. —Mbl. 20. des. ÆTTLANDSSTÖKUR Girðir úthaf gamla Frón, Grund þess öldur slíta. Finst þó mörgum fögur sjón, Fjalley þá, að líta. Landið mitt er liðug spönn, Látum það samt vera. Við höfum löngum frost og fönn: Fengið þar að bera. Fannland mitt er fögur grund, Fjöllin brött þó hafi. Og þar víða um svörð og sund: Svellin ör sig grafi. Þar, sem enginn þekkir nótt Þíða vors um daga: Allir safna orku’ og þrótt Ættlands bezt við haga. Jón Kernested KIND BJAPGAÐ ÚR FÖNN EFTIR 22 SóLARHRINGA Gunnar salomonsson skarar fram úr f aflraunasamkepni sem ný- lega var háð milli frægra afl- raunamanna í National Scala í Kaupmannahöfn, vann fslending- urinn Gunnar Salómonsson og þótti hann skara langt fram úr keppinautum sínum. —Vísir, 10. des. * * * íslenzk(?) söngkona fræg í Bandaríkjunum Eftirfarandi grein birtist ný- lega í dagblaði í Kaupmanna- höfn: — Ung trésmiðsdóttir frá Reykjavík er um þessar mundir frægasta “hot”-söngkonan í Bandaríkjunum. — Söngkonu- nafn hennar er Nola Day, og hún syngur fyrir hið víðfræga út- varpsfélag National Broadcast- ing Company. Söngkonan er svo vinsæl að útvapsfélagið lætur útvarpa söng hennar þrisvar í viku, og í hvert skifti snemma að kvöldinu, en svo góð kjör eru sjaldgæf meðal þeirra er í út- varp syngja. Hið rétta nafn Nolu Day er Nora Dagg. Faðir hennar var lengi trésmiður í Reykavík, en er nú búsettur í Bandaríkjun- um. Nora Dagg gekk í skóla í Reykjavík og var þá þegar þekt fyrir söngrödd sína. En það var þó ekki fyr en stúlkan frá ís landi kom til Bandaríkjanna, að hún fékk áhuga fyrir “hot”- hljómlistinni. Það mun ekki líða á löngu þar til við fáum að heyra rödd hennar á grammó- f ofviðrinu mikla, er togarinn ólafur fórst, urðu margir bænd- ur hart úti, með því að fé þeirra var á beit, og skall veðrið svo skyndilega á, að ekki var ráð- rúm til að smala fénu í tæka tíð, og hrakti það því og fenti. Jón Jónsson bóndi að Daða- stöðum á Reykjaströnd í Skaga- firði hefir nýlega skrifað kunn- ingja sínum, og sýnir hann svo frá, að hann hafi mist alt fé sitt í fönn, en eftir mikla leit og erf- iðleika tókst honum að finna það og grafa úr fönninni, að undanteknum tveimur ám, sem ekki fundust. Leið nú og beið, en hinn 12. des. fanst önnur kindin, og gerð- ist það með þeim hætti, sem hér greinir, og er sú frásögn orðrétt tekin eftir bréfinu: “Eg mun hafa sagt þér frá því í síðasta bréfi, að mig vantaði tvær ærnar mínar, og nú í dag kemur til mín maður ofan úr fjalli, var að ganga við rjúpur, spyr mig að hvort eg vilji ekki ganga með sér upp í fjall með skóflu. Segist hafa séð holu grafna í skafl, eftir tófu. — Við á.stað og förum að grafa í skafl- inn, fylgjum eftir göngunum, sem tófan gróf, og voru þau 6 álna löng, og þar finnum við aðra ána lifandi, svo mælum við skaflþyktina yfir henni og var hún rúmar 4 álnir. — Eg tek ábyrgð á að rétt sé frá skýrt. Ærin er þá búin að standa þarna í algerðri sveltu (því að það var bara melur í gilinu, sem hún stóð í) í 22sólarhring, tófan var búin að bíta utan um munninn á henni og sáum við að töluvert hafði blætt úr ánni, en þegar j við vorum búnir að ná henni upp, gat hún gengið hjálparlaust heim, með hvíldum þó. — En mögur var hún orðin, sem ekki er að furða. Nú er spurningin, verður hægt að láta hana lifa? Það verður áreiðanlega reynt, því engin hætta er með dýrbitið því það var grunt og alveg nýafstaðið. Við leituðum mikið að hinni ánni, en höfum ekki fundið hana ennþá. Er afar hræddur um að hún sé undir sama skaflinum, skamt frá. Það er sárt að hugsa til þess ef kvelst úr henni lífið, því óvíst er að tófan vísi á hana. Þessi ær hefði aldrei fund- ist með lífi ef tófan hefði ekki grafið göngin, og svona heppi- lega viljað til að maður kom að — sennilega strax á eftir, því annars hefði tófan verið búin að drepa ána, sem gat sér enga björg veitt---” Um Henry Hudson-brúna yfir Harlemfljótið í New York, er einhver mesta umferð í heimi. Daglega fara 22,222 farartæki um brúna. * * * París er eina borgin í Frakk- landi, sem á vínekrur og ræktar þær fyrir eigin reikning. Vínekr- ur þessar eru í brekku einni á Montmartre. Ágætis vin er framleitt úr vínberjunum, sem þar vaxa, og er vínið ekki selt heldur veitt á bæjarráðsfundum. KOL FYRIR KALDA VEÐRIÐ % Winneco Coke ...............$14.00 perton Algoma Coke ................ 14.75 “ Semet-Solvay Coke.......... 15.50 “ Pocahontas Nut ........... 14.00 “ Bighorn Saunders Creek Lump.. 13.50 “ Foothills Lump ............. 12.75 “ Heat Glow Briquettes ....... 12.25 “ McCurdy Supply Co. Ltd. Símið 23 811—23 812 1034 ARLINGTON ST.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.