Heimskringla - 18.01.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.01.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 18. JANÚAR 1939 íiictmskciniila | (StofnuO ÍSM) Kemur út á hverjum miOvikudeoi. Elgendur: rHE VIKING PRESS LTD. HS3 oo 355 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 36 537 VerO Dlaðslns er »3.00 áirgrangurlnn borglBt . rvrtrfram Allar borganlr sendlat . THE VIKING PRE8S LTD. -H viðskrfta bréf blaSinu aSlótandl sendlst: v -ager THE VIKINO PRESS LTD 353 Sargent Ave., Winnlpeg <titat1&ri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstlórans SDITOR HEIUSKRINOLA 153 Sargent Ave., Winnipeg selmskrlngla” ls publlshed and printed by ' HE VIKINO PRESS LTD • ■>* Sargent Avenue, Winnipeg Uan Telephone 86 537 WINNIPEG, 18. JANÚAR 1939 OTTAWA-ÞINGIÐ Eins og undanfarin ár riðu þingfulltrú- ar úr hlaði í öllum fylkjum landsins til Ottawa í byrjun siðast liðinnar viku til að sitja sambandsþing. Það kom saman s. 1. fimtudag; hásætisræðan var lesin í efri- deild af landstjóra. Sú ræða er hvorki meira né minna en dagskrá eða tafla yfir stj órnarstarfið, sem fyrir þinginu liggur. í byrjun þessarar viku byrja þingmenn- irnir að ga^nrýna aform stjórnarinnar og spyrja spurninga. Gengur það iðulega svo langt, að spurningarnar og svörin fylla margar síður í Hansard (þingtíðindunum) og áður en þeir ljúka máli sínu, eru allir sem guð hefir ekki gefið því meiri þolin- mæði farnir út úr þingsalnum, en veslings fréttaritararnir sitja eftir sifjaðir og með sárt enni og áhyggjur út af því, að þeim takist aldrei að semja lspsilega frétt af þessu fyrir blöðin og almenning. Oft er hásætisræðan ástæða þessa. En um hana má aldrei annað segja svona yfir- leitt, en að hún hafi verið góð af því að hún er flutt af konungsfulltrúa, land- stjóra. En hún er auðvitað samin af stjórnarformanni, þó sjaldan eða aldrei sé á það minst, því það er hann, sem ræður því, hvað stjórnin hefst að. Með augu á því hvernig nú hagar til í þjóðfélagi þsesa lands, er hásætisræðan í þetta sinn eitt stórt vindhögg og gefur ekki minstu von um að nein veruleg til- raun verði á þessu þingi gerð til þess að bæta úr stærstu misfellunum svo sem at- vinnuleysinu, eða athafnalífinu, sem hér er í kalda koli, svo almenningi eru allar bjargir bannaðar. Þetta gengur svo langt, að það er full ástæða til að spyrja til hvers þing þetta sé haldið. Þingið á að túlka, vilja almennings. Farist það fyrir bregst það um leið þjóðinni. En hér skal nú minst á helztu atriðin og þau er mestu máli skifia, sem fyrir þessu þingi liggja og sem gert er ráð fyrir í há- sætisræðunni. Fyrsta málið sem á er minst, er koma konungshjónanna og þau boðin velkomin í nafni þjóðarinnar. Ætlum vér að ekkert atriði túlki vilja alþjóðar betur en þau orð er að þessu lúta í ræðunni. En þá er líka alt upp talið, sem til óska hennar nær, í áætlun stjórnarinnar. Annað atriðið er um uuknar hervarnir. Um það atriði skal fátt s gi. Hitt er víst, að það þótti ekki neinn g ðsviti, er King- stjórnin hækkaði útgjöld til hersnis úr 15 eða 17 miljón í 35 miljón á s. 1. ári. Eins mun mönnum nú liggja j ungt hugur um að auka herútgjöldin enn í 50 miljón dollara. En það er altaf sagt leiðinlegt, að fylgjast ekki með tízkunni enda þótt hún sé ekki annað en villimenska stór- þjóðanna. King mun finnast það eins eðlilegt, að fa-ra að annara þjóða dæmi f þessu og að klæðast Windsor-búningi sín- um í hvert sinn er hann kveður til þings. f augum þjóðarinnar er þetta hvort- tveggja ef til vill jafn mikilsvert. Þriðja atriðið er viðskiftasamningur* inn við Bandaríkin og Bretland. Fyrir þinginu liggur að samþykkja hann. Verða að líkindum heitar umræður um þennan samning, því við hann er margt að athuga. Það er sagt að sex ólíkir dómar hafi verið kveðnir upp í sambandi við skatt á einum einasta hlut, síðan samningarnir gengu í gildi, 1. janúar 1939. Fjórða atriðið er atvinnuleysið. Um það er sagt, að leitast verði við að styðja fylki og bæi landsins í að afla mönnum atvinnu, með peningaveitingum, og sér- staklega hafi stjórnin í huga að láta vinna meira að opinberum störfum en áður. — Þetta er alveg það sama og stjórnin segði, að í atvinnuleysismálinu yrði ekkert meira aðhafst en verið hefir undanfarin ár. Og menn vita nú hver árangur hefir af því orðið. í eitt ár enn, er enginn lausn frá atvinnuleysinu og eymdinni. King segist láta vinna meira að “opinberum störfum”. Það má til sanns vegar færa, að vegar- spottar eða eitthvað þessháttar verði gerð- ir hér og þar, af þeirri einföldu ástæðu, að líklegt er, að kosning fari fram á næsta ári og það verði notað til að milda hugi kjósenda til stjórnarinnar eina viku eða mánuð áður en kosningar fara fram. En það er nú skollaleikur, sem sambands- stjórnin og margar fylkisstjórnir hafa leikið undanfarið fyrir hverjar kosningar. Varanleg bót á atvinnuleysinu er engin að því, enda ekki til þess ætlast. Það minn- ir á slefutuggu, sem stungið er upp í kálfa til þess að komast í burtu frá þeim með skjóluna. Fimta atriðið er kensla unglinga í vinnu sem þeir fá aldrei og sem er ekki annað en húmbúgg. Sjötta atriSið álirærir kornverzlunina; hvað þar er átt við, er ekki tekið fram. Sjöunda atriðið er frumvarp um að kjósa nefnd til að stjórna fangelsum landsins. Á fleiri mál er fá minst í hásætisræð- ui\ni og allra sízt er nokkru varða. Bren- byssumálið verður að sjálfsögðu rætt á þinginu. Ennfremur er líklegt, að íhuguð verði skýrsla Rowell-nefndarinnar, sem að mestu leyti mun nú samin. En þó þessi mál sem hér hefir verið minst á, kunni að vera einhvers verð í sjálfu sér er erfitt að sjá, að þau áhræri nema að sára litlu leyti þau mein þjóðfélagsins sem mest há því og alvarlegust eru. En við getum lifað vongóð um það, að þingmennirnir skemti sér vel eins fyrir því. UM R. B. BENNETT í blaðið Winnipeg Tribune skrifar mað- ur vikulega greinar er G. C. Porter heitir og er hersir að nafnbót. Greinar hans hafa allar eina og sömu fyrirsögn: “The Old Timer Talks.” Nýlega ritaði hann grein þá er hér birtist, lauslega þýdd, um Rt. Hon. R. B. Bennett. Fjörutíu og eitt ár eru liðin síðan The Rt. Hon. R. B. Bennett kom til Vestur- Canada. Og nú er hann að hverfa héðan til hins nýja heimilis síns í Englandi. Þegar eg lít til baka, virðist mér ekki eins langt síðan og raun er á, að þessi ungi lögfræðingur, fullur af lífi, kom frá Atlantshafsfylkjunum og tók sér bólfestu í Calgary. Bæjarbúar voru þá um 3,000, og þeir hyltu “R. B.” svo að segja sam- stundis, að því er eg hefi ávalt haldið, i vegna þess, að hann var bæði mjög ólíkur öðrum um margt og vegna vitsmuna hans. Bennett var ólíkur öðrum að því, að hann gekk með háan silkihatt á höfði, klæddist Prins Albert frakka og var svo niðursokkinn í lögfræðisstarfið, að hann hafði engan tíma til að taka þátt í leikj- j um; hefir ef til vill brostið áhuga fyrir því. Á þeim tímum skoðaði eg þennan mann sem fyrir átti að liggja að verða stjórnarformaður Canada, einn hinn ein- stæðasta ungan mann, sem eg hefi þekt — og um leið sólgnastan í nám og lestur. Lögfræðisstörf byrjaði hann hjá hinu gamla velþekta lögfræðingafélagi Sir James Loughead. Strax fyrsta daginn sem hann vann þar, vakti hann jafnvei meiri athygli en hinn aldni og vinsæli Mr. Loughead sjálfur, er hvatt hafði hann til að yfirgefa lögfræðisstarf sitt í Chatham N. B., og koma vestur. í lögfræðinni var hann eflaust stálsleginn, en það var ákafi hans og röskleiki í starfinu, sem eftirtekt vöktu. Þannig eru mínar fyrstu minningar um Bennett. Hann átti heima um þessar mundir í gamla Alberta-hótelinu, er sá maður stjórnaði þá, er George Pearley hét. Við matborðið settist hann aldrei án þess að hafa bók fyrir framan sig; oftast var það einhver lögfræðisskruddan, eða jafnvel málskjöl. Hvað hann át, virtist hann ekki gefa mikinn gaum. Og það var oft gaman að því hent, að hann væri svo niðursokkinn í lesturinn, að færa mætti honum alt annan mat en hann hefði beðið um, án þess að hann tæki nokkurn hlut eftir því. En það vakti brátt eftirtekt um héraðið hvernig hann undirbjó mál sín í rétti. Og þegar hann varði mál í réttarsalnum og yfirheyrði vitni, var ekki að sjá, að hann setti neitt fyrir sig, að ské kynni að hann yrði einhverntíma stjórnmálamaður, sem á fylgi þessara manna þyrfti síðar að halda. Við vorum á þeim tímum vissir um, að þessi nýi félagi Lougheads, hefði engan áhuga fyrir stjórnmálum, er vér heyrðum hann spyrja vitnin. En svo berorður sem hann oft var, duldist það aldrei, að hann var hinn einlægasti og vildi ekki að sannleikurinn dyldist, hverj- ar afleiðingar sem það hafði. Útileiki okkar sótti hann aldrei og 1 Rancher’s klúbbnum, þar sem saman voru oft komnir mestu vitgarpar og yngri glæsimenn, sást hann aldrei. Á götu úti sást hann aldrei nema staðar til að tala við menn, ekki einu sinni þá, er hann var í eitt eða annað skifti að verja mál fyrir. En þegar um fjársöfnun var að ræða fyrir klúbbinn, var nafn Bennetts ávalt á skránni við álitlega fjárupphæð. Og svo ótrúlegt, sem það virðist, var Bennett ekki búinn að vera nema eitt ár í Calgary, þeg- ar hann er kosinn fulltrúi og sama sem gagnsóknarlaust í sveitarráðið. Hefi eg ávalt síðan verið þeirrar skoðunar að það hafi verið vegna álits manna á vitsmunum Bennetts og einskis annars, sem hann var knúður út í stjórnmálin. Hann hafði ekki sýnt neitt af þessum silkimjúku persónu- legu áhrifum í viðkynningu, sem eru hverjum meðal-stjórnmálamanni svo mik- ilsverð til þess að ná í atkvæði. Þetta á auðvitað við Bennett á meðan hann var að ná viðurkenningu. Hann not- aði ekki persónulega viðkynningu til þess að ná henni. Honum virtjst, mér liggur við að segja, standa á sama um hvort fólki geðjaðist að honum eða ekki. Að viður- kenningunni fenginni breyttist hann. — Hann mildaðist með aldrinum og varð al- þýðlegri. í dag er það hans mesta yndi að vera kallaður af kunningjum sínum “R. B.” Og vinum sínum heilsar hann nú oftast nær með því að nefna þá fyrra nafni sínu. Og þeir vinir hans eru margir. Eg held mér sé óhætt að segja, að hann þekki hvern borgara í bænum Calgary persónu- lega og marga út um fylkið og um alt land nú. Til þessa á orðatiltækið rætur að rekja: “Bennett er ósigrandi í heimaborg sinni.” Samt tapaði hann einu sinni kosningu í West-Calgary, en aðeins með 16 atkvæða mun. En það kom ekki aftur fyrir. Ekki veit eg hvort að Mr. Bennett, sem nú er 68 ára, tekur sér nú staup eða ekki. En þegar eg var í Calgary, gerði hann það áreiðanlega ekki. í framfaramálum öllum voru fáir honum fremri. Og á ræðu- pallinum var hans enginn líki og voru þó margir góðir ræðumenn í bænum um það leyti. f sveitarráðinu kyntist Bennett Hon. Arthur Sifton, er síðar varð yfirdómari og forsætisráðherra Alberta. Lenti þeim brátt saman. Og í þeim orðasennum vann Bennett sinn fyrsta sigur. Mr. Sifton átti engan sinn jafningja í kappræðum um hvaða mál sem var áður en Bennett kom til sögunnar. Og þeir leiddu oft hesta sína saman á opinberum fundum bæjar- búum til mikillar skemtunar. En leikar fóru oftast svo, að hinn aldni garpur fór halloka fyrir unga lögfræðinginum. En aldrei var Calgary eins stolt af Bennett og eftir ræðu sem hann hélt kvöld eitt, er 40 menn úr hinum fræga Wash- ington Gridiron klúbb heimsóttu borgina. Menn þessir frá höfuðborg Bandaríkjanna, voru áhrifamestu blaðamenn álfunnar. — Þeir voru á ferð um Canada. Þegar frétt- ir bárust um að þeir kæmu til Calgary, var byrjað á að efna til veizlu fyrir þá. Þetta var árið 1905, er sléttufylkin keptust við að draga fólk til sín og auglýsa sig. Og dagurinn sem blaða-jöfranna var von, var 4. júlí, þjóðminningardagur Bandaríkj- anna. Charles W. Rowley var forseti samsætis- ins og móttökunefndin sýndi mér þá virð- ingu, að fela mér að mæla fyrir minni gest- anna. Bennett var ekki í bænum, þegar við fórum að velja ræðumennina. Á með- al þeirra sem fengnir voru, voru Fred Haul- tain, P. J. Nolan, K.C., Frank Oliver, Dr. Brett og fleiri. En mig vantaði Bennett. Eg komst að því, að hann ætlaði að koma í bæinn sama daginn og samsætið fór fram og fór til móts við hann er hann kom af lestinni. Hann var auðvitað önnum kaf- inn, en lofaði samt að halda ræðu; fyrir Calgary varð að gera alt sem hægt var hvernig sem á stóð, var skoðun hans. Eg veit því, að hann hafði lítinn eða engan undirbúning. Um 400 manns voru samankomnir í Queens hótel þetta kvöld. R. B. var einn af síðustu ræðumönnunum á skemtiskránni. Eg held að gestirnir, sem vanir voru við að hlýða á úrvals ræðu- menn í Bandaríkjunum, hafi verið farnir að þreytast. Og nú var komið að Bennett. Hann talaði í 20 mínútur og hafði úrið sitt fyrir framan sig. Það var engu líkara en áheyr- endurnir hefðu verið snortnir rafmagni. Efljir að Bennett hafði sagt fáein orð hvíldu allra augu á honum og menn hlýddu undrandi á mál hans. Eg hefi oft hlýtt á Richard Bedford Bennett og oft heyrt hann tala óviðjafnanlega vel. En eg man ekki eftir að honum hafi nokkru sinni tekist eins upp og við þetta tækifæri fyrir 33 árum síðan. Ræðan sem áð efni til var um brezka þjóð hvar í heimi sem væri, um fólk af sama bergi brotið með sömu hugsjón- um, var ekki einungis vel samin, heldur og flutt af þeim sann- færingarkrafti að hver einn og einasti maður sem þarna var stóð upp úr sæti sínu þegar hann var kominn fram í miðja ræð- una og klappaði ræðumanni ó- spart lof í lófa. Blöð bæði í Canada og Banda- ríkjunum og nokkur einnig á Englandi, gátu um heimsókn þessara gesta til Calgary og fóru lofsamlegum orðum um móttök- urnar, en sérstaklega þó ræðu Bennetts. Og svo um gjafir sem Ben- nett gaf án þess á bæri til vel- ferðarmála ýmsra og einstakl- inga. Eg heyrði um margar þeirra talað, en væri hann mint- ur á þær, gerði hann lítið úr því og sagði okkur að dirfast þess ekki að setja það í blöðin. Fyrir nokkrum árum sagði Rev. Geo. Kerby, forseti Mount Royal- skólans og prestur frumbyggj- aranna, að hann hefði langað á- kaflega mikið að bregða sér heim til Englands, en hefði ekki getað það vegna efnaleysis. — Bennett komst að þessu og einu sinni þegar hann mætir klerki á götu úti þrýstir hann 500 dollara ávísun í hönd hans. Þessi prest- ur er enn á lífi í Calgary. Eg ímynda mér'að hann hafi ekki gleymt þessu. Það hafa mragir látið undrun sína við mig í ljósi yfir því, hve Bennett hafi getað orðið ríkur á lögfræðisstarfinu. Eg er ekk- ert hissa á þessu. Á þessum árum streymdu menn til vestur- landsins; þeir kcmu til Calgary svo að segja með hverri lest, sem þangað kom. Þeir þurftu flestir á lögmannsstarfi einhverju að halda. Lönd og lóðir gengu kaupum og sölum daglega og stundum sömu eignirnar oft á dag. Það var þá ekki hægt að komast hjá því að verða ríkur. Og eg er viss um að margir góð- ir lögmenn hafa á þeim árum haft engu minni tekjur en Ben- nett. En hann virðist hafa kunnað þeim flestum betur að halda í peningana, þrát fyrir þó hann gæfi mikið. Það hefir að- eins sannast þar þetta, að það er engu minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Lög- fræðingur sem annað eins orð fór af og Bennett, gat ekki orðið nein skotaskuld úr að verða rík- ur. Mig furðar jafnvel á að hann varð ekki ríkari en hann er. En því mun valda, að hann hafi aldrei teflt fé sínu á tvær hættur fyrir það að verða ríkari. Járnbrautirnar voru að breið- ast út um vesturlandið. Jarðir bænda voru hver af annari brytj- aðar upp í bæjar lóðir og seldar með þúsundföldum fiag. Ýmsar stofnanir risu upp í bæjunum. Bennett, sem skoðaður var sér- fræðingur í lögum áhrærandi slíkar stofnanir, hafði mikið að gera fyrir þær. En hann lagði ekki fé í spákaupmensku og eyddi því heldur ekki í ó- þarfa. Það er satt, að hann keypti fyrsta bílinn sem til Cal- gary kom, en hann hafði svo mikið að gera, að hann komst ekki til að ferðast neitt í honum. Max Aitken, sem nú er Bea- verbrook lávarður, var skóla- bróðir Bennetts. Urðu þeir miklir vinir. Nokkrum árum eftir að hinn fymefndi flutti til Englands, hvatti hann Bennett til að flytja þangað. Fór Ben- nett að sjá sig um þar, en ekki varð þá af því, að hann tæki sér þar bólfestu. Eg hefi heyrt því haldið fram, að “R. B” hefði verið frá- bitinn allri kýmni á yngri árum hans. Eftir einu atviki man eg, sem mér virðist benda á ann- að og sem eg var sjálfur sjónar-. vottur að. Járnbrautafélögin höfðu synj- að Bob Edwards, sem gaf út Calgary Eye Opener um leyfi til að selja blaðið á lestunum. Ritstórinn leit svo á, að Ben- nett gæti létt af banninu, en það var nú ekki gert. Tók þá rit- stjórinn upp á því að prenta í hverju einasta blaði mynd af járnbrautarslysi. Það gerði ekkert til hvar jámbrautarslys- ið var; undir myndinni stóð eitt- hvað um að það hefði orðið “ein- hversstaðar á sléttunum.” Yfir- leitt hlógu menn að þessu eins og öðru í blaðinu, en járnbrauta- félögunum stóð nú samt sem áður ekki á sama um það, því blaðið var víðlesið. Þetta var um það leyti sem Alberta fylkið var myndað og 1 fylkiskosningunum sótti Bennett um þingsæti fyrir Calgary, sem foringi íhaldsflokksins í fylk- inu, en tapaði kosningu. Daginn eftir kom blaðið “Eye Opener” út. Á fyrstu síðu þess var tveggja dálka mynd af Bénnett og stóð undir myndinni: “Eitt járnbrautaslysið enn!” Það vildi svo til að eg var á skrifstofu Bennetts, þegar blaðadrengurinn kom inn og lagði blaðið á borðið fyrir fram- an hann. Bennett leit á það og hló svo hjartanlega að því að eg hefi sjaldan séð honum betur skemt. Hann sagðist ekki oft hafa séð svona góða skrítlu, *— keypti nokkur númer af blaðinu og sendi kunningjum sínum. — Þegar Bennett og ritstjórinn hittust síðar dáðist Bennett að skrítlunni við hann og urðu þeir upp úr því beztu vinir. Og sú vinátta hélzt meðan Edwards lifði. Bennett gat metið kýmni á sínum yngri árum eins og hver annar. Nú er “R. B.” að flytja til Englands og fylla hóp hinna mörgu nafntoguðu Canada- manna, er þangað hafa áður flutt, svo sem Beaverbrook, Bev- erley Baxter, Hamar Greenwood og fl., sem og allir munu kunn- ingjar hans vera. Þó persónu- legir vinir Bennetts sakni hans, vita þeir hitt, að hann lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að efla heill og hróður Canada eins og hann hefir frá því fyrsta gert. Canada á marga góða syni, og Bennett tel eg í hópi hinna fremstu þeirra. MARGUR ÁGIRNIST MEIRA EN |>ARF Eftir Guðmund Friðjónsson Sumar gamlar vísur hafa lifað öldum saman á vörum þjóðar- innar, jafnvel þó að þær virðist ekki hafa til brunns að bera mik- inn skáldskap. Stundum gerir sannleiksgildi þeirra gæfumun- inn. Þegar eg var á unga aldri, lærði eg af gamalli konu vísu þá, sem nú skal greina: “Margur ágirnist meira en þarf, maður einn fór að veiða skarf og hafði fengið fjóra, elti hinn fimta og í því hvarf ofan fyrir bjargið stóra.” Þessi kveðlingur lætur lítið yfir sér, þetta er hvorki líkinga- né rósamál, en hver vísuhending hittir alveg beint í mark. At- burðurinn er málaður með sva Ijósum litum, að upphafið botnar sig sjálft, svo að segja. Hver. mannsskaði verður jafnan minn- isstæður þeim, sem næstir standa, en þarna verður mann- skaði minnisstæður þjóðinni svq öldum skiftir, jafnvel þó að mað-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.