Heimskringla - 18.01.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.01.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JANÚAR 1939 RISADALURINN “Já, það er ágætt, þakka yður margfald- lega fyrir.” Hún bauð honum góða nótt. Er hann sneri sér frá símaáhaldinu leit föður hans upp. “Hvað ætlarðu að gera á morgun dreng- ur?” spurði hann. “Eg verð að hugsa ráð mitt á morgun,” svaraði Bryce. “Þessvegna ætla eg að fara upp í Risadal og hugsa þar. Þar uppfrá gétur maður hugsað gagnlegar og þróttmiklar hugs- anir.” “Já, alt er þar nú í blóma, rósviður og runnar eru að springa út,” tautaði gamli mað- urinn raunalega. Bryce vissi hvað hann var að hugsa um. “Eg skal færa mömmu þangað blóm,” sagði hann og bætti hörkulega við. “Eg skal líka hugsa um bardagann fyrir þig. Við töpum kannske, en þessi náungi hann Penning- ton skal vita þegar lokið er að hann hefir verið í bardaga.” Hann þagnaði, því að hann mundi alt í einu eftir því, að hann átti að borða miðdegis- verð í Pennington húsinu næsta fimtudag — og hann var ekki þesskyns maður, sem brýtur brosandi brauð með fjandmanni sínum. X. Kapítuli í mylnu Cardigans hafði verið klukka ein mikil, sem var sett eftir stjörnuturni Banda- ríkjanna og leiðrétt á hverri klukkustund af símafélaginu. Þetta var eina stundaklukkan af því tagi í Sequoia, og fólk leiðrétti úrin sín eftir henni, eða réttara sagt eftir eimblístrunni í mylnunni. Með því að Zeb Curry var ljóst, hve þýðingarmikið hlutverk klukka þessi hafði, en hann var yfirvélfræðingur myllunnar og allra manna stundvísastur, þá brást það aldrei að blístran kvæði við á réttum tíma. Með spá- mannlegum svip starði hann á klukkuna og hélt með sérstaklega óhreinni hendi um blístru- strenginn um leið, og beið þangað til klukkuna vantaði hálfa mínútu til að vera sjö. Þá lét hann blístruna kveða við, þangað til klukkan var sjö. Það var venja Zeb Curry að hrósa sér af því, að í þau sextán ár, sem klukkan hafði verið þar, gat enginn maður sagt, að undan- skildum einum morgni, að eimpípan hefði blás- ið einni sekúndu of snemma eða of seint. Þessi eina undantekning kom til af því, að Bryce Cardigan hafði farið inn í vélaherbergið og hafði stytt blístrustrenginn, þangað til endinn var sjö fet frá gólfinu, svo að Zeb, sem var lítill maður og feitur hafði orðið að hoppa upp mörgum sinnum, áður en hann gæti náð hon- um. Allan þann dag hafði skynsemi Zebs verið völt í söðli, því að Bryce fékk hvern verkamanninn á fætur öðrum, að fara til hans og segja, að hann væri orðinn of gamall, fyrst ekki væri lengur hægt að treysta honum til að blása eimpípunni á réttum tíma. Næsta morgun eftir komu Bryce Cardig- ans, setti Zeb Curry vélar sína af stað fimtíu og átta mínútur eftir sex. Það veitti hinum miklu bandsögum tíma til að komast á stað og ná fullri ferð og gaf Dan Kenyon, yfirsögunar- manninum nægan tíma að renna gufuknúða flytjaranum út á enda brautarinnar, því að Daniel var líka allra manna stundvísastur. — Þegar klukkuna vantaði hálfa mínútu til að verða sjö, læstist hendi vélameistarans um blístru strenginn og Dan Kenyon, sem stóð á flytjaranum tók sér hálfrar mínútu hlé, til að horfa út um hálf óhreina gluggann á móti en þar út um gat hann séð þurkunar svæðið og dyrnar á mylnu skrifstofunni. Blístran hætti að blása, en Dan Kenyon stóð þrátt fyrir það kyr og mundi ekki eftir hinum hungruðu sögum. Tíu augnablik liðu og Zeb, stein hissa á þessu kæruleysi kipti tvisvar snögt í strenginn, en við það raknaði Dan, ýtti stönginni yfir og rendi bolnum að söginni. Næstu fimm stundimar hafði Zeb engan tíma til að ræða þetta mikilvæga atriði við yfirsögunarmanninn, en klukkan tólf flýtti hann sér yfir í matsalinn, þar sem verkamenn- irnir voru famir að moka ofan í sig matnum, með þeirri lyst sem námu og skógarhöggsmönn- um einum er gefin. Dan Kenyon settist við enda borðsins, sem var heiðurssæti er honum bar vegna stöðu sinnar. Þegar Zeb Curry fékk tíma til að tala, frá því að tyggja, leit hann á Dan og sagði: “Heyrðu Dan, hvað gekk að þér í morgun. Þú varst sextán sekúndur á eftir tíma með bol- inn. Fyr en varir verður þú orðinn svo hirðu- laus og seinn, að annar verður að taka við starfi þínu.” “Eg var alveg utan við mig af undrun. Eg stóð eins og ein þessara, hér höggnu mynda. f gærkveldi er eg hélt heim frá vinnunni heyrði eg að ungi maðurinn væri kominn heim. Hann kom rétt þegar við vorum að hætta. Og í morg- un, þegar þú tókst til, Zeb, þá sé eg hvar hann kemur að skrifstofu dyrunum og fálmar eftir fekránni. Já, herra minn! Drengurinn kom heim í gærkveldi og tekur við verki föður síns morguninn eftir.” “Átt þú við Bryce Cardigan,” spurði Zeb efablandinn. “Já, vissulega.” “Það er ómögulegt,” staðhæfði Zeb. Þú hefir séð nýja bókhaldarann kannske, en ekki Bryce. Hann er ekki svo ólmur í vinnuna. Ekki svo að skilja að hann sé letingi, en eg á við, að hann sé ekki svo vinnugefinn, 'að hann komi hingað klukkan sjö fyrsta morguninn, sem hann er heima, nýkominn frá Evrópu.” “Eg skal veðja við þig tíu dölum móti ein- um, að eg sá hann,” svaraði Dan ákveðinn, “og það sem meira er, eg skal veðja við þig vindli tíu centa vindli, að hann fer ekki heim fyr en klukkan sex í kvöld.” “Eg tek því,” svaraði yfir maskínu maður- inn. Frá sjö til sex er verkatími skógarmann- anna, og engir aðrir en flón og hestar fara að dæmi þeirra.” Sögunar formaðurinn beygði sig fram yfir borðið og barði hnífsskaftinu í það, þangað til hann fékk hljóð. “Eg skal segja ykkur nokkuð drengir,” sagði hann. “Alt af síðan gamli maðurinn varð svo að hann gat ekki litið eftir sínum eigin sökum, hefir alt gengið á tréfótum hér við mylnuna, en því verður nú kipt i lag. Hvernig veit eg það? Það skal eg segja ykkur. Eg hefi rent augunum við og við að skrifstofu dyrunum í morgun — eg get séð þær gegnum gluggann; og vitið þið hvað, gamli maðurinn kom ekki fyr en klukkan tíu, en það hefir hann aldrei gert ennþá. Sannar það ekki að drengurinn hefir tekið við starfi hans ?” Nú varð mikill kliður er sumir játuðu þessu, en aðrir neituðu. Dan bankaði aftur með hnífnum til að fá hljóð. “Heyrið þið,” sagði hann. “Þrjátíu ár hefi eg staðið á flytjara hans Johns Cardigans; í þrjátíu ár hefi eg náð öllum þeim við út úr bolnum, sem mögulegt var að ná, sem er ekki hægt að segja um ykkur sem sneiðið utan af röðunum á borðunum. Og margir eru þeir, sem hér eru á kaupi, sem vinna ekki fyrir því, svo væri eg í þeirra sporum, breytti eg til hið bráðasta ef eg ætlaði mér að hafa vinnuna á- fram. Eg hefi haldið því fram í meira en ár, að góðum annars flokks við, sé brent með hverju öðru rusli, en það verður ekki framar. Mér er sagt að Bryce hafi farið til að líta eftir þessu, svo að þið skuluð gá að ykkur.” “Hvaða þekkingu hefir hann á að stjórna sögunarmylnu ?” spurði heflingarmaðurinn. — “Þeir segja mér að hann hafi verið á skóla og ferðalagi hin síðustu sex árin.” Jæja, þú skalt tala við hann einhvern- tíma og vita hvað hann veit um sögunarmylnu. Þú munt furða þig á því hvað hann veit. Já, hann veit heilmikið um hana. Einu sinni í skólaleyfinu týndi hann upp þakspón hérna í mylnunni, og mér þætti gaman að sjá aðra gera það betur. Auk þess hefi eg látið hann oftar en einu sinni saga boli og stjórna flytjaranum, auk þess flokka viðinn og vinna að útskipun. Ykkur er óhætt að trúa því að sá drengur getur sortérað við.” “Og eg skal segja þér eitt,” mælti Zeb Curry. Ef nýi húsbóndinn segir þér að vinna eitthvert verk, eins og hann vill að þú vinnir það, þá skaltu gera eins og hann segir, og hafa ekkert um það að segja sjálfur, hvort sem þú veist meira um það en hann eða ekki.” Já, bætti Dan við, “það er margt að ykk- ur hér og margt hefir gengið illa í kring um mylnuna upp á síðkastið. En takið eftir því, að þetta breytist. Bryce Cardigan er sonur föð- ur síns. Hann verður framkvæmdarmaður.” “Hvern einasta morgun í þrjátíu ár, nema þegar aðgerðir stóðu yfir, og þegar hann var að heiman, hefir John Cardigan komið hingað þegar vinnan byrjaði. Einum tvisvar sinnum síðan hann misti sjónina hefir hann verið seinn, vegna þess að hann varð að fara gætilega. f morgun liggur hann fram eftir í rúminu í fyrsta sinnið á fimtíu árum. Það sannar að sonur hans er tekinn við____” Dan Kenyon þagnaði alt í einu og svo gerðu allar samræðurnar, er Bryce Cardigan kom inn um dyrnar, kinkaði kolli í kveðjuskyni til mannana og settist á bekkinn hjá sögunar- formanninum. “Komdu sæll Dan — komdu sæll Zeb”, sagði hann og tók í hendina á hvorum þeirra. “Mér þykir mjög vænt um að sjá ykkur aftur. Eg er nýji yfirmaðurinn, svo eg bjóst við að réttast væri. að eg hitti ykkur. Hér eru svo mörg ný andlit, eg heiti Bryce Cardigan.” Já, ’ svaraði Zeb Curry, “og hann er líkur pabba sínum. Hann skammast sín ekki að vinna með mönnum sínum né éta með þeim heldur. Þykir vænt um að þú ert kominn heim aftur drengur minn — mjög vænt um það. Dan þarna er ónýtari orðinn en gömul Indíána kerling, og þarf einhvern til að líta eftir sér, um hina er það að segja------” “Eg tók eftir þessu með Dan,” sagði Bryce stríðnislega. “Hann er að verða seinn. Hann hlýtur að hafa verið fimtán sekúndur of seinn í morgun, eða þú hefir kannske verið þetta mikið á undan réttum tíma.” Dan brosti og Bryce hélt áfram með mesta alvörusvip: “Dan, eg er hræddur um að þú sért orðin of gamall að standa á þessum flytj- ara, þú hefir gert það of lengi. Svo í fylstu vinsemd þá ætla eg að víkja þér úr vistinni. Eg vildi segja þér það núna. Þú þekkir mig Dan. Mér fellur altaf illa að vera með vífilengjur.” “Rekinn! Augun í Dan tútnuðu út af undrun og skelfingu. “Rekinn eftir þrjátíu ár,” tautaði hann. “Rekinn,” sagði Bryce ákveðinn, “en þú ert ráðinn á ný með hærri launum, og verður mylnueftirlitsmaður. Þú getur gert það, Dan, geturðu ekki? Vegna þess,” bætti hann við svo að hinn hæðst ánægði Dan gat ekki komist að, “að þú verður að taka þennan starfa, eg rak sem sé manninn sem hafði hann — núna í dag. Hann hefir látið of mikið fé fara forgörð- um. öll mylnan er í óstandi. Vatnslaugan gömul og fúin, stæðist ekki hundrað punda þrýsting; vatnahöldin tóm. Eldslökkvurnar fullar af ónýtum efnum. Smáeldur mundi verða óviðráðanlegur undir stjórn slíks manns. Eg sá mennina setja gölluð borð í fyrsta flokks viðinn. Viðskiftavinirnir finna kannske ekki að því þótt einstöku borð slæðist þar inn, sem ekki er sem bezt, en það er ekki nema sann- gjarnt að selja honum annars flokks við tveim dölum minna.” “Jæja,” tautaði Zeb Curry, “þeir sortéra nú ekki viðinn eins samvizkusamlega nú á tímum eins og áður en þú fórst. Penmngton ofursti segir að við séum hér langt á eftir tím- anum, og alt of rýmilegir hvað flokkunina snertir. Hið fyrsta afrek hans hér var að kalla alla viðarframleiðendur í Humboldt héraðinu saman á fund, og stofna félag með þeim. Þá fékk hann flokkunarreglum viðarins breytt. — Þeir sem keyptu hann kvörtuðu um tíma, en urðu þessu vanir smátt og smátt.” “Gekk faðir minn í þetta félag?” spurði Bryce. “Já, hann sagði Pennigton, að hann ætlaði ekki að verða þrándur í götu viðskiftanna, en hann andmælti flokkunarreglum Penningtons. Sagðist vera orðinn of gamall og hafa verið of lengi í þessari iðn, til að svíkja viðskiftavini sína í ellinni. Að lokum sagði hann sig úr fé- laginu.” “Það var fallega gert af John Cardigan,” sagði Bryce. “Eg geri ráð fyrir, að það megi græða dálítið meira á að svíkja viðinn en viðar- gæði okkar eru svo vel þekt að viðurinn mælir með sér sjálfur og þarf enga farandsala að selja hann og það sparar líka fé.” Zeb náði sér í tannstöngul og mælti alvar- lega: “Að svo miklu leyti, sem eg fæ séð, þá er þessi ofursti ekki mjög vandur að virðingu sinni í viðskiftunum.” Að svo mæltu hraðaði hann sér ásamt Dan út úr borðsalnum að hætti skógarhögsmanna, sem éta eins mikið og fljótt og þeir geta og deyja á endanum úr elli, frem- ur en úr meltingarsjúkdómum. Bryce át há- degisverð sinn hægara og fór að honum loknum út í eldhúsið. Hvar átt þú heima, matreiðslumaður?” spurði hann saðgreifann. Er hann hafði fengið svar við því, fór hann út í skrifstofuna og hringdi upp slátrarann. “Bryce Cardigan er að tala,” sagði hann við slátrarann. “Kaupir þú nokkurntíma svín frá matreiðslumanninum í mylnunni okkar?” “Nei, ekki nú orðið,” svaraði slátrarinn. Hann sveik einu sinni inn á mig eitthvað tólf grísi. Þeir litu vel út, en þegar eg hafði slátr- að þeim reyndust þeir að vera aldir upp á soð- skolpi og heyi.” „ “Þakka >ér fynr,” sagði Bryce og hringdi af. Eg vissi að matreiðslumaður þessi er eyð- slusamur,” sagði Bryce við bókhaldara föður síns, er Sinclair hét. “Hann ónýtir matinn til Þess að geta farið heim með nóg af leyfum handa svínunum — og enginn lítur eftir honum. Málefnin hér um slóðir hafa vissulega farið út um þúfur.” “Það er ekki mín sök,” sagði bókhaldarinn. Eg hefi aldrei haft yfir neinu að segja nema hérna inni á skrifstofunni. Faðir þinn leit eftir öllu hinu.” Bryce horfði á Sinclair. Það var magur, lítill maður, taugaveiklaður á sextugsaldri. Þótt hann væri nefndur forstjóri, þá var hann í rauninni ekkert annað en trúnaðarskrifari og bókhaldari — ágætisbókhaldari. Bryce var það vel Ijóst, að við stórvirki það, sem beið hans væri engrar hjálpar að vænta frá Sinclair. “Já, faðir minn leit eftir öllu hinu — með- an hann gat. “ó, þú færir þetta alt saman í lag á stutt- um tíma,” sagði Sinclair hughraustur. Já, mér þykir vænt um að eg byrjaði í dag, fremur en á mánudaginn kemur, eins og eg ætlaði mér í gærkveldi.” Hann fór út að glugganum og leit út. — Gúfuskip og seglskip lágu við bryggjuna í hlé við timburstaflana. Allskonar starfsmenn nutu hvíldarinnar þangað til yfirmenn þeirra sendu þá til vinnunnar á ný. Til hægri og vinstri handa voru þurkunarsvæðin. Með strætum og skotum á milli. Dráttarhestarnir átu úr hauspokanum fóðrið sitt en kraftalegir menn, sem stöfluðu viðnum, sátu á viðarstöfl- unum í smáhópum og töluðu við mylnumenn- ina. Er Bryce horfði á þetta, steig hvítur reykjarmökkur upp úr þaki gömlu mylnunnar og merki var gefið, að klukkan væri orðin eitt. Mylnumennirnir flýttu sín til sinna starfa, aðr- ir klifruðu upp á viðarsta£lana en sumir réttu þeim upp borðin. Vindurnar um borð í skipun- um rumdu og ráin á gufusnekkjunni sveiflaðist áfram, og brátt stigu tvær byrðar af óþurkuð- um viði upp, sveifluðust með ránni inn yfir þilfarið og sigu ofan á það. Alt í kring um Bryce var starf og hreyf- ing, og hann hugsaði: “öllu þessu kom faðir minn í verk og nú er það skylda mín að halda því áfram. Allir þessir menn í mylnunni og á bryggjunum og á skipunum, sem flytja viðinn til fjarlægra hafna, eru skjólstæðingar mínir, og faðir minn áminti mig um það forðum, að bregðast þeim ekki. Ætti eg þá að standa að- gerðarlaus og sjá alt þetta fara forgörðum, til þess að þóknast óseðjandi metnaðargirnd ó- kunnugs aðkomu manns?” Hinar stóru hendur ans kreptust. “Nei,” hreytti hann út úr sér grimdarlega. Ef eg hangi í þessari skrifstofu eina ' minútu len*ur verð eg ærður,” hreytti hann út ur ser. “Smclair, gerðu svo vel og færðu mér arsskyrslurnar yfir fimm síðustu árin.” Hinn gamli bókhaldari kom með skilríkin, Bryce stakk þeim í vasa sinn. Þremur stundar- fjorðungum síðar var hann kominn inn í litla hnngleikhúsið í Risadal og stóð þar steini lostinn af vandlætingu. Einn risanna lá þar yfir rjÓðrÍð- Um leið hann ell hafði hann brotið litla steininn á gröf móð- ur hans, en rekið steinbrotin langt ofan í jörð- ína. Þessi feykilegi brúna bolur spilti gersam- lega fegurð rjóðursins vegna þess að hann myndaði fimtán feta háan garð, þvert yfir það mittl Rúmiega þrír fjórðu af stofninum höfðu alhð ínn a meðal hinna trjánna, er ennþá St°ðu- , Að tréð var fallið var ekki nema auka- ftriðl íJf4 finu’ að hvorki stormur né elding ofðu felt það að jorðu, heldur hin vanhelg- andi mannshönd. Trjástofninn sýndi mörkin eftir þverskeruna og fjögra feta hár byngur af hoggsponum var hjá stofninum. UlJCe stóð ^ar Þegjandi um stund og horföi á þetta helgibrot. Hann fann bæði til reiðl °ug Jlðbjóðs °S mælti við skógarandana: Her hefir fjandmaður verið að verki Og á gröfinni hennar!” Innan skamms náði hann jafnvægi sínu og gekk með bolnum uns hann gat stigið yfir hann Hann geldí öðru megin með honum uns hann atti eftir fimtíu fet að enda hans og þá sá hann astæðu vandalans að fella tréð. Þetta var vörtu tre. Þar sem Bryce stóð hafði feykilega stór kula vaxið ur úr stofninum, sem líktist feikna- stom vörfu. Þessar trjávörtur voru mjög eftirsoknarverðar í borðplötur og veggþiljur. Viðurmn í |)eim Var allur í kyrfingum og sveipum a hinn einkennilegasta hátt, og var agur mjog alitum þegar viðurinn var fægður og oliuborinn. Bryce sá að vartan hafði verið tek- m af, mjög hönduglega. Hún var ein tíu fet að þvermáli og hafði verið flett niður með þver- skeru i þunnar sneiðar, rétt eins og þegar kona sneiðir brauð, hverja sneiðina af annari. Hann gat ser til að þessum sneiðum, Sem voru kringl- ottar hefði verið velt út úr rjóðrinu, og að vagm, sem tók þær burt. Bryce furðaði sig á þv! að þeir skyldu hafa felt tréð, til að ná þessum groðri. Þeir þurftu ekki annað, en að reisa pall hjá því og saga af vörtuna, án þess að skemma treð. En það var auðséð að þeir, sem heföu gert þetta vildu bæta móðgun ofan á tjomð sem þeir gerðu. Bry^ce athugaði mörkin á stofninum með mestu nákvæmni. Með því að hann hafði mikla reynslu í þessum efnum, duldist honum ekki að >etta hafði verið gert fyrir ári síðan eða meira, og var því ekki um merki að ræða, er rekja mætti til þorparanna, sem þjófnaðinn fromdu. Vesalings pabbi!” hvíslaði Bryce. “Mér bJkirvænt um að hann gat ekki komist upp eftir hingað, til að sjá þetta. Það hefði hrygt hann stórlega. í sumar ætla eg að láta kljúfa þetta tré niður í girðingarstaura og sprengja UPP rætumar. Eftir að búið er að skera hann upp og hann hefir fengið aftur sjónina, þá mun hann koma hingað, en hann má aldrei um þetta vita. Eg fylli upp holuna og planta þar runnan. Sennilega man hann ekki hve mörg trén voru-----”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.