Heimskringla - 08.02.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.02.1939, Blaðsíða 1
ittgte. a J dependableJ f, £ • DYERS6CLEANERSLT0. ¦* FTOST CLASS DYERS & DBY CIÆANEBS Phone 37 061 LIII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. FEBRÚAR 1939 NÚMER 19. HELZTU FRETTIR Thorson með fullveldi Canada Á Ottawa-þinginu tilkynti landi vor Joseph Thorson, K.C., s. 1. miðvikudag, að hann hefði frumvarp að leggja fyrir þingið. Efni frumvarpsins er, að Canada sé veitt fullveldi; með því er allur vafi tekinn af um afstöðu Can- ada í stríði. Það er þá óháð í öðrum stríðum en þeim, er snerta það beinlínis, og þátttak- an algerlega komin undir ráð- herrunum eða stjórninni. í frétt- unum segir að þingið sé ekki nefnt í frumvarpinu. Spá sum blöð þessa lands að hér sé gott deiluefni á ferðinni fyrir þingið og mun ekki efi á, að frumvarpið sæti andmælum og að þar á sannist: Til lítils er að ljóða um lög og stjórnarbót, ef frelsisskráin finst ei í fólksins hjartarót. fslenzkur kvenlæknir gestur í Hvíta húsinu Fyrstri allra íslenzkra -kvenna, - svo kunnugt sé, hefir það fallið konu þeirri í skaut, er Dr. Har- riet G. McGraw heitir, að vera gestur í Hvíta húsinu í Wash- ington, en þangað var hún boðin af forsetafrú F. D. Roosevelt s.!. 11. janúar. Dr. McGraw vissi ekkert hvernig á þessum heiðri sem sér var með þessu sýndur stóð; hún hafði aldrei séð Mrs. Roosevelt áður, en forsetafrúin sagði henni að henni væri kunn- ugt um starf hennar. Dr. Mc- Graw hefir í nærri tuttugu ár gegnt læknisstörfum í fátækri útkjálka sveit einni í Nebraska- ríkinu og sýnt við það svo mikla elju, fórnfærslu og dugnað, að hún hefir hlotið alment lof og vinsældir fyrir það. Viðurkenn- ing fyrir þetta, var heimboðið í Hvítahúsið. Það er í þorpi, er North Platte heitir í Nebraska, sem Dr. Harriet McGraw á heima. Maður hennar, Mr. J. A. McGraw er þar lögfræðingur og dómari. Dr. Harriet McGraw (Hrefna er nafn hennar á íslenzku) er fædd á íslandi, en kom vestur um haf barn að aldri með for- eldrum sínum, Finnboga Guð- myndssyni og Margréti Bene- diktsdóttur frá Skárastöðum í Miðfirði árið 1887. Læknisfræði sína lærði hún í Chicago. Nýtur hún álits sem góður læknir. Kjórinn heiðursforseti Fréttir af ársfundi Sambands- safnaðar í Winnipeg, sem hófst s. 1. sunnudag verða hér ekki sagðar, enda heldur fundurinn áfram næsta sunnudag. En á eitt atriði, sem á þessum fundi, s. 1. sunnudag, gerðist, getum vér ekki látið bíða að minnast, af því að vér vitum að það er svo mörgum kærkomin frétt. Dr. M. B. Halldórson, sem verið hef- ir, að 2 árum undanskildum, for- seti Sambandssafnaðar síðan hann var stofnaður 1921, og sem nú beiddist hvíldar frá starfinu, var um leið og honum var með fögrum orðum þakkað starf hans af séra Philip M. Péturssyni, kosinn heiðursforseti Sambands- safnaðar. Dundi við lófaklapp og allir viðstaddir fundarmenn risu úr sætum sínum, um leið og presturinn bar upp tillöguna, og klöppuðu lengi. Duldist ekki þakklætishugur safnaðarmanna til dr. Halldórssonar fyrir hans langa og ótrauða starf í þágu safnaðarins. Hugsjón safnaðar- ins ann hann eins heitt og nokk- ur maður getur unnað göfugri hugsjón; hefir alt starf han3 borið 'vitni um það. Lækkuð laun við fyrv. Þýzkalands-keisara Nýlega er sagt að Vilhjálmur fyrv. Þýzkalands keisari, sem býr í Doorn á Hollandi, og eftir- maður hans, Hitler kanslari, haf i skifst á nokkrum bréfum. í bréfum sínum kvartar keis- arinn undan því, að ríkisþingið hafi lækkað nýlega laun sín eða veitingu. Segir hann Hitler að hvorki hann né nokkur í fjöl- skyldu hans hafi nokkru sinni lagt nazismanum neitt til og neitar sögum um þetta sem á sig hafi verið bornar. Bréfin er sagt að hafi verið vinsamleg og fjallað um ýms önnur mál, er þeim fjölgaði. — Keisarinn talaði með aðdáun um viðreisn hersins og landsins en varaði Hitler við vináttu ítala. Hitler er sagt að svarað hafi keisara því, að um kauplækkun- ina hafi hann ekki vitað, en hafi á sama tíma bent á, að ódýrara væri fyrir keisarann að búa í Þýkalandi. Er af þessu ætlað, að Hitler hafi í hyggju, að láta kéisarann hafa aftur einhvern af gömlu kastölunum hans. — Þyrfti þingið þá ekki að senda til Bollands $10,000 mánaðarlega til viðurværis gömlu keisara fjöl- skyldunni. Nazistar peninga-litlir Fjárhagur Þýzkalands er óvið- jafnanlegt sambland góðs og ills. Ef iðnaðar-framleiðslan er borin saman við það sem hún var 1932, þá verður hún nú 240% meiri; arður búnaðarins er jafnvel 10% meiri. Atvinnuleysi er sama sem ekk- ert. Tala vinnandi manna jókst frá 12,000,000 árið 1932, í 20,- 820,000 í lok ársins 1938. A þessum tíma lækkaði tala at- vinnulausra úr 6,000,000 í 152,- 000. Tekjur þjóðarinanr hafa auk- ist úr 45,200,0000,000 mörkum árið 1932, í 75,000,000,000 mörk á þessu ári. Vinnulaun eru hærri, en vöruverð hefir einnig hækkað. Iðnreksturinn er sagð- ur að haf a verið arðsamur. En þjóðskuldin hefir hækkað hóflaust. Hún var 24,300,000,- 000 mörk fyrir fimm árum, en er nú um 60,000,000,000 mörk. — Innflutt vara er meiri en áður, en útflutt vara hefir ægilega mínkáð; er miklu minni en s. 1. ár. Fyrir það hafa allir vara- sjóðir stjórnarinnar horfið. Ludwig von Krosigk, f jármála- ráðherra, er sagt að fyrir nokkru hafi hótað að fara frá stöðu sinni. Það var fyrir rúmum mánuði, að erfitt var að hafa saman nóg fé til þess að greiða kaup stjórnarþjóna. Fjármálaráðherrann símaði Dr. Robert Ley, stofnanda The Labor Front, og bað hann aðstoð- ar. Ley bæði gat þetta og var viljugur til þess, en vildi fá lán- ið endurgreitt í marz. Fjár- málaráðherrann skoðaði þetta móðgun og tjáði iHtler það. En Hitler tók þá hlið Dr. Ley í mál- inu og sagði f jármálaráðherran- um að fara eitthvað annað og klóra féð saman. Utvarpið 1. desember "Ó, guð vors lands'!" á geisla bárum í geimi kvað með ljúfum hreim, með hjartaslátt og helgum tárum varð heilög stund í álfum tveim.— Um firðindi og f jörusteina barst fjalladrotning, móðir mín, þar frelsisaldan fanna hreina í fullveldisdags-ljósi skín. Heyr lands vors sál, nú lyftast dómar og ljós skín bjart á ný verksvið, í eining skulu allir rómar, er upp sig hefja, tala um frið. f vilja áttu vald í hendi * og verkin sýna hvað þú mátt, því hærra sem þinn hugur rendi, því helgri minning geyma átt. Nú brú er lögð um bjarta sali að bæjardyrum sérhvers manns, og dalur hver og drauma bali er dreginn fram í minni hans. Þú hrærðir marga harða steina við hörpuslátt þinn, móðir góð, því lífið gaf oss Ijósgjöf eina það land, sem á vort hjarta blóð. Guðm. A. Stefánsson Mooney biður um skilnað Mrs. Rena Mooney, kona Tom Mooney í San Francisco, þess er slept var úr fangelsi nýlega, seg- ir frá því, að maðurinn sinn hafi krafist af sér að hún skildi við hann. Að svo komnu vildi Mr. Mooney ekki gefa neina ástæðu fyrir þessu, en kvaðst ef til vill birta hana síðar. Mrs. Mooney lýsti því yfir að hún yrði á móti skilnaði. Hún sagðist öll árin sem maður henn- ar var í fangelsi, og það voru 22 ár, hafa barist fyrir því að hann fengi frelsi sitt. "En jafnskjótt og hann var leystur úr San Quentin fangels- inu um nýárið, fór Tom fram á skilnað," sagði Mrs. Mooney. — "Ástæðan sem hann gaf var að við hefðum borist á bárum tím- ans hvort frá öðru fangavistar árin. Að hugsa til þessa er hömulegt. Mér finst of mikið á dagana hafa drifið til þess, að vera að hugsa um skilnað." Mussolini hugsandi Eftir för Mr. Chamberlains til ítalíu, er sagt að Mussolini hafi sett hljóðan við að heyra frá honum um vopna-útbúnað Frakka og Breta. Það sem einkum olli Mussolini áhyggna, var hinn hraði vopna- tilbúningur Frakka. Frakkland er nývaknað til meðvitundar um herstyrk sinn. Daladier, forsæt- isráðherra kallaði fyrir skömmu Guy La Chambre, hermálaráð- herra á sinn fund, og spurði hann hvað hæft væri í því sem sagt væri um að her þeirra væri lélegur. Þegar honum var sagt, að loftherinn væri verið að efla hröðum skrefum, hrópaði hann: "Hví læturðu ekki heiminn vita umþetta?" Hermálaráðherran varð hálf hissa og spurði hvort hann ætti við, að sagt væri frá því, sem verið væri að gera? Daladier sagðist eiga við það og skipaði honum að tilkynna það undir eins. Innan lítils tíma hafði Col. Le Petit, auglýsingaumsjónarmaður stjórnarinnar, kallað blaðamenn á fund hermálaráðherrans. La Chambre sagði þeim að fram- leiðslan væri þessi: Frá janúar til september 1938, 41 flugskip á mánuði; í desember 73; janú- ar 80; á árinu 1939 um 200 á mánuði árið út. Þingað um örlög Spánar í byrjun þessarar viku tóku uppreistarmenn á Spáni alla Catalóníu frá Barcelona og norð- ur að landamærum Frakklands. Lið FVancos sótti svo ákaft á eftir stjórnarhernum er hann flúði Barcelona, að ekkert ráð- rúm gafst til að gera víggirðing- ar, er nokkurs nýtar væru. Her stjórnarinnar flúði til Frakk- lands, eða það af honum sem uppi stóð, en það voru aðeins 100,000 manns, af 200,000 alls. í þessari síðustu árás Francos hafa því um 100,000 manns fall- ið og verið hertknir. Hafði sprengjum rignt látlaust á stjórnarliðið, er engri vörn gat komið fyrir sig. Dr. Juan Negrin, forsætis- ráðherra Spánar og Manuel Az- ana forseti, eru nú báðir í Frakk- landi. Er nú rætt um hvort til nokkurs sé að halda stríðinu á- fram lengur. Landið milli Mad- rid og Valencia, sem enn er í höndum stjórnarninar, er tals- vert að víðáttu og sagt varið svo að lengt geti stríðið til muna ennþá. En fáist þeir friðarskil- málar, sem Negrin fer fram á, er ekkert friði til fyrirstöðu. — Skilmálarnir eru þeir, að Spánn sé óháð land útlendingum og engra hefnda sé krafist. En Franco lætur enga héðan af setja sér kosti og fer sínu fram, en fullvissar Frakka þó um, að þeir þurfi ekki að óttast útlenda stjórn á Spáni (ítalska eða þýzka). Vegna þessarar frekju Fran- cos, er sagt að Negrin vilji halda stríðinu áfram og hugsi sér að fara brátt til Valencia. En forsetinn Azana er á móti því og er að leita fyrir sér um hvort Frakkar eða Bretar vilji ekki hlutast til um að viðunandi friður verði samin. En ftalír þykjast eiga til skuldar að telja á Spáni og segja að hermenn sínir verði kyrrir á Spáni fyrst um sinn þó friður verði saminn. Það er það sem Frakkar sætta sig ekki við svo hnífurinn stend- ur þar í kúnni. 2,657 ítalir f allnir á Spáni Ritið "New Leader" í London segir: "ítalía, eitt af löndunum í hlutleysisnefnd Spánar, hefir nú þegar beðið meira mann- og fjártjón á Spáni, en í Blálandi. A Spáni hafa fallið 2,657 ítalskir hermenn; í Bállandi féllu 2,313. Stríðið á Spáni hefir í peningum kostað ítalíu $1,000,000,000, en Blálandsstríðið kostaði um $600,- 000,000, nærri helmingi minna. Skauta-kappi f fimleikaskauta kepni (figure skating) sem fram fór s. 1. laug- ardag í Granite Club í Toronto fyrir alla Norður-Ameríku, vann stúlka frá Winnipeg meistara- titilinn af hálfu kvenþjóðarinn- ar. Heitir hún Mary Rose Thacker og er 16 ára gömul. Meistaratitil karlmanna vann Montgomery Wilson í Toronto, 19 ára gamall. Hafði hann titil- inn áður. Komnir heim f rá Spáni Sextíu og níu sjálfboðar frá Vestur-Canada, komu til Winni- peg s. 1. mánudag frá Spáni. — Voru þeir þar að berjast fyrir stjórnina. Af þeim voru 18 frá Winnipeg. Allir voru menn- irnir ómeiddir. Þeir sögðu að fyrir þá hefði alt verið gert sem hægt var til'þess að þeim liði vel, en fæðuskortur var orðinn ægilegur í þeinv hluta Spánar, sem stjórnarherinn réði yfir. Olson næsti forseti? Sjóslys Japanskur kafbátur fórst með skipshöfninni, 40 manns, s. 1. föstudag í Bungo sundi svo- nefndu, 400 mílur suður af Tokíó. Skipið rakst á annan kaf- Demókrata klúbburinn í San bát. Diego County hefir í einu hljóði -----------------__ lagt til, að Culbert L. Olson, rík-; isstjóri í Californíu, verði for-j setaefni demókrata í kosningun- ! um 1940. Segja klúbb-félagarnir, að allir framfara-menn séu í vestrinu. í Austurríkjunum sé . . - .., - _ ,. , mgu fynr skommu, að engum ein stefna til, su að eta hvern__mt __.__ ____ ___/.___ annan. Olson þessi er af dönsk- um ættum og lét verða sitt fyrsta verk sem ríkisstjóra, eftir SAMANDREGNAR FRÉ T TIR í Regina gerði einn stjórnar- þingmaður þá dæmafáu yfirlýs- Lincoln in Marble By Richard Beck With tinge of noble sadness on his brow, The glow of boundless kindness in his eyes; With firmness written in every line, He sits in lonely grandeur—lives in stone. The scars of martyrdom are in his face; His stooping shoulders bore a Nation's woe. His was the dreamer's crown of piercing thorns; Ours was the harvest—fetters cut in twain. kosningarnar á s. 1. hausti, að sleppa Mooney úr fangelsinu. Ferðamönnum frá Banda- ríkjunum fækkar, eftir því sem vegir versna í útvarpserindi sem Errick F. Willis, foringi íhaldsflokksins í Manitoba flutti s. 1. miðvikudag, hélt hann því fram, að ferða- mannastraumurinn frá Banda- ríkjunum til Man.itoba, mínkaði eftir því sem yegirnir versnuðu. Manitoba hef ir lítið af góðum aksturs-brautum. Samt hafa nærri 20 miljón dollarar verið lagðir hér í vegi af fylkisstjórn- inni. En þeim hefir ekki verið haldið við. Á síðari árum nemur skattur af akstur-leyf um og gas- oh'u um 3Vi miljón dollara. — Samt var á fjárhagsárinu (sem lauk 30. apríl 1938) aðeins eytt til vegagerðar í fylkinu $610,000. Taka Rússar lán í Þýzkalandi? f blaðinu Manchester Guardian á Englandi var þvi haldið fram síðast liðna viku, að Rússar væru að hugsa um að taka iðn- aðarreksturslán í Þýzkalandi. "Ef samningar takast um þetta," segir blaðið, "er hug- myndin, að Þjóðverjar kaupi hráefni af Rússum, en selji þeim aftur jtilbúnar hernaðarvörur. Mun í þessu liggja ástæðan fyr- ir því, að Hitler tók Rússland ekkert til bæna í ræðu sinni í ríkisþinginu 30. janúar. $4,000 á mínútu Það er fjárhæðin og þó vel það, sem Bretar verja til hers á þessu ári. öll verður summan á árinu $2,375,000,000. Á að hressa upp á loftherinn með einni biljón dollara og um $700,- 000,000 á að verja til sjóhersins. yrði veitt nein stjórnarvinna i ifylkinu, sem ekki væri liberal! Flokksgrúturinn hefir sjaldan soðið svona upp úr pottinum. í lok ársins 1937 nam skuld C. N. R. járnbrautakerfisins $1,221,977,399. — Arsvextirnir, sem þjóðin greiðir af þessari skuld, eru $48,888,546. Tölur þessar gaf Hon. C. D. Howe, járnbrautarráðherra á sam- bahdsþinginu 4. febrúar, er einn þingmanna spurði um skuldina. * * * A sambandsþinginu hafa í marga undanfarna daga staðið yfir svæsnar deilur um Bren- byssu samninginn. Dr. Manion lagði síðast til, að samningurinn væri dæmdur ógildur. * * * Mr. J. S. Woodsworth fór fram á það á Ottawa-þinginu, að "Padlock" lögin í Quebec væru tekin fyrir leyndarráðið á Bretlandi til þess að vita hvort þau væru lögmæt. Mr. Lapointe, dómsmálaráðherra harðneitaði að þetta væri gert. Hann kvað vera með þessum lögum. * * * A f undi liberala í South-Centre Winnipeg s. 1. viku, var Hjálmar A. Bergmann, K.C., kosinn for- seti liberal-félagsins í þeirri deild. * * * Frú Jórunn Líndal var s. 4. viku kosin forseti Winnipeg- deildar Canadian Club kvenna. f Oslo eru kvikmyndahúsin rekin af bænum. Tekjur þeirra á síðast liðnu ári námu 6.3 mil- jón krónum og hreinn tekjuaf- gangur varð um IV2 miljón kr. f Wpg. er verið að skima í all- ar áttir eftir auknum tekjum, en á þessa tekjulind, kvikmynda- húsin, kemur enginn auga. Kvenfélag Sambandssafnaðar heldur fund þriðjudagskvöldið 14. þ. m. að heimili Mrs. Jón As- geirsson 657 Lipton St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.