Heimskringla - 22.02.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.02.1939, Blaðsíða 1
iital& ¦ J UEP£NDA3í.eJ *r U * DYERSfiCLEANERSLTD. FIBST CLASS ÐYEBS & I)KV CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. FEB. 1939 NÚMER 21. HELZTU FRETTIR Þjóðræknisþingið Þjóðræknisþingið kom saman s. 1. þriðjudagsmorgun í G. T. húsinu á Sargent Ave. Við setningu þingsins var all-fjöl- ment, þrátt fyrir mikla frost- bitru og þegar leið á dag var orðinn húsfyllir og hefir svo verið þennan hálfan annan dag sem þingið hefir staðið yfir. — Áður en þing var sett, voru fréttaritarar dagblaðanna komn- ir á vettvang með byssur sínar myndavélarnar, og tóku myndir af utanbæjargestum og stjórn- arnefnd. Að því búnu kvaddi forseti Þjóðræknisfélagsins dr. Rögnvaldur Pétursson sér hljóðs. Var fyrst sunginn sálmur: "Ó blessa guð vort feðrafrón", .þá lesin bæn af séra Rúnólfi Mar- teinssyni skólastjóra. Að því búnu voru skeyti lesin frá ís- landi: Frá biskupi fslands, frá þremur stjórnarflokkunum á ís- landi, eitt skeyti, undirskrifað af formönnum flokkanna, frá út- varpi íslands og fslandsbanka. Að skeytunum lesnum, sem mjög var fagnað af áheyrendum, flutti forseti Þjóðræknisfélags- ins ávarp sitt, hið spaklegasta erindi og gerði þingheimur góð- an róm að því. Þá bað Ásm. P. Jóhannsson sér hljóðs. Afhenti hann þinginu að gjöf, hamar fyrir forseta, að kveða sér hljóðs með á fundum. Er hamar sá mesta gersemi, tegldur úr fíla- beini af Ríkarði Jónssyni og á hann letruð ferskeytla eftir E. B. og f leira af hinum mesta hag- leik. Þegar þingheimur hafði þakkað fyrir minjagripinn, var tekið til algengra fundarstarfa, kosningu nefnda o. s. frv. og hélt því áfram til kvölds. Eftir hádegi voru lesin nokkur nýkom- in skeyti frá fslandi: frá f orsæt- isráðherra, Hermanni Jónassyni, dr. ó. ófeigssyni, Jónasi alþm. Jónssyni og alþingi fslands. Bréf barst þinginu frá Vil- hjálmi Þór, formanni íslenzku sýningarinnar í New York. Tjáði hann þinginu, að hann hefði ver- ið beðinn að mæta þar af stjórn íslands, en þótti fyrir, að geta ekki orðið við þessu, vegna þess að skeytið kom seint til hans og hann hafði ráðstafað tíma sín- um áður. En á komandi sumri bjóst hann við að heimsækja ís- lendinga hér nyrðra. Af þessum fyrsta degi þings- ins er svo ekki fleira að segja hér. Að kvöldinu (þriðjudags- kvöld) héldu svo "The Young Icelanders (Þjóðræknisfélag ungra fslendinga) samkomu, mjög fjölmenna. Fluttu þar ræður dr. Lárus Sigurðsson for- seti og Árni G. Eggertson, K.C. Töluðu báðir um framtíðarmál félagsins unga. Fluttu þeir ræð- ur sínar á ensku. Piano solo hafði Miss Guttormsson, ein- söngva söng Miss L. Baldwin; ennfremur sungu Fjeldsted- -bræðurnir frá Árborg. Þá sýndi Arni raffræðingur Helgason frá Chicago myndir frá íslandi. — Flutti hann langt og fróðlegt inngangs-erindi að myndasýn- ingunni og sagði frá hinum ó- trúlegu framforum seinni ára á fslandi og framtíðar-möguleik- um landsins. Leyndi sér ekki í orðum hans ást hans á íslandi, en það bezta var, að hann hafði ávalt gætur á því sem hagkvæmt var og sýndi að hér væri ekki aðeins um tilfinningamál að ræða, eða draum, sem ekki gæti orðið að veruleika. Um mynd- irnar er það að segja, að þær eru einar hinar beztu, sem íslending- ar hér hafa séð. Oss er óhætt að fullyrða, að í hugum fslend- inga býr þakklæti til Mr. Helga- sonar fyrir komuna og hina ó- viðjafnanlegu skemtun, sem hann veitti þeim, með erindi sínu og myndasýningunni. Hernám Hainan-eyju sameinar Frakkland, Bretland og Bandaríkin móti Japönum Nýlega tóku Japanir eyjuna Hainan, isuður af Kína. Hún tilheyrði Kína, en er svo nærri löndum Frakka (French Indo- China) eystra, að auðvelt væri að herja á þau þaðan Eyjan er 13,900 fermílur að stærð og hef- ir um 2 miljónir ibúa. Um það leyti sem Japanir tóku Canton, vöruðu Bretar og Frakkar þá við, að snerta ekki Hainan-eyju. En Japanir eru ekkert smeykir við slík vopn og tóku eyjuna ný- lega. Þeir ætla að nota hana fyrir flugstöðvar. Ástæðan fyrir að Japanir fóru af stað og tóku Hainan, er af sumum sögð sú, að þeir hafi verið að aðstoða Mussolini með því að sýna Frakklandi fram á, að það gæti kostað nokkuð, að taka ekki nýlendu-kröfur ítalíu til greina. Þetta áttu Japanir, ftalir og Þjóðyerjar að hafa brætt með sér nýlega á fundi eystra. Samtök þeirra eru meira en í orði. Bretar og Frakkar hafa ver- ið að hugleiða þetta og eru nú ráðnir í að láta Japani vita að þeirmótmæli hernámi eyjunnar. Og í byrjun þessarar viku fóru Bandaríkin að láta til sín heyra út af framferði Japana og báru við, að Philips eyjum þeirra væri hætta af þessu búin. Philips- eyjarnar eru nú 7 til 800 mílur burtu og eru því ekki í eins bráðri hættu og Kína Frakkanna og Hong Kong, höfuð nýlenda Breta, sem lítið eru yfir 200 míl- ur burtu. En fjarlægðir hjálpa nú lítið orðið og hvað sem um það er, eru Bandaríkin komin í leikinn með Bretum og Frökkum í Asíumálunum. Fyrir þeim vakir að taka ákveðnari stefnu móti Japönum og láta þá vita, að frá þeirri stefnu verði ekki vikið. En það er þó hætt við, að lýð- ræðisþjóðirnar verði að sýna þetta í verki áður en Japanir líta á það sem alvöru. Manitoba-þingið Fylkisþing Manitoba kom sam- an s. 1. mánudag. f hásætisræð- unni, sem lesin var að vanda af fylkisstjóra W. J. Tupper, K.C., er ekki gert ráð fyrir neinni nýrri löggjöf eða nýju máli. Af- sakaði forsætisráðherrann það með því, að svonefnd Golden- berg-nef nd væri að rannsaka hag fylkisins og lyki ekki starfi sínu fyr en í marz, en að gera nokkuð fyr en nefnd þessi hefði látið til sín heyra, væri óráðlegt. Að taka saman höndum við sam- bandsstjórnina um Youth Train- ing-hugmyndina og fá því til vegar komið að sveitir eða bæir gætu tekið lán beint frá sam- bandsstjórninni, svo ekki væri verið að kvabba í fylkisstjórn- inni um slíkt og stofnun dóm- stóla til verndar þeim er hús eða jarðir eiga fyrir lánfélögum, eru einu löggjafarmálin sem á er minst í hásætisræðunni. Á kon- ungskomuna er auðvitað einnig minst og eitthvað á f jármál Win- nipeg-borgar, en þá er líka alt upptalið. Er það nokkur furða, þó George McCullagh, ritstjóri Globe and Mail, fari fram á að fylkisþingin í Canada séu lögð niður? Mr Willis, foringi íhaldsmanna var ekki á þingi sökum veikinda og mun ekki taka þátt í umræð- unum um hæsætisræðuna þessa viku. Stuðningsmenn hásætisræð- unnar, verða John Bracken for- sætisráðherra sjálfur og J. A. Munn frá Dufferin. Palestínu-málin Það er sjaldgæft að sjá nú orðið frétt frá Palestínu, sem ekki segir frá uppþotum, mann- drápum og ýmsum hermdar- verkum. Sumar fréttirnar eru eflaust ýktar, ekki sízt þær, er frá Þýzkalandi og ítalíu eru sprotnar, en hitt mun ekki f jarri, að Bretar verði þar jafnt og þétt á her að halda til þess að bæla niður uppreistir. Palestínu-m-álin eru afar flók- in og skal hér í stuttu máli gerð grein fyrir þeim. Fyrir stríðið mikla voru Arab- ar undir yfirráðum Tyrkja. Þeir undu hag sínum illa, en um sam- tök þeirra á meðal, sem Ung- Tyrkjanna heima fyrir getur ekki. En saldáninn óttaðist Araba þá eigi síður en þjóðern- issinnana, sem nær honum voru. En þó hann gerði sitt af hvoru og sumt ófagurt til að bæla allar frelsishreyfingar niður, gat hann ekki yfirstigið þær að fullu. Arabisku þjóðflokkarnir sem alt landið bygðu þá frá Indlands- hafi og norður að Taurus fjöll- um og frá Rauðahafinu austur að Persa flóa, áttu lítið saman að sælda. Þeir höfðu lítil kynni hver af öðrum, voru ósamtaka og var það eitt sameiginlegt, að þeir lutu Tykja-soldáni. Bretastjórn hafði sýnt sig hlynta þjóðernissinnum. Skoð- aði þá sér eflaust hættuminni í Egyptalandi en soldáninn og veitti þeim stuðning, er þess var æskt. Á móti Tryklandi fór Bretland samt ekki verulega fyr en sol- dáninn fór með Þjóðverjum og Austurríki í stríðið mikla. Þá bauðst tækifærið af sjálfu sér, að kaupslaga við þjóðernissinna. Fyrir byltingasinnuðum Aröbum var þá Hussein, emír frá Mecca. Hann var til með að gera bylt- ingu á móti soldáni, með því skilyrði að Arabar fengju að stríðinu Ioknu yfirráð sín í hend-1 ur. Sir Henry McMahon gekk að þessum skilmálum fyrir hönd Breta árið 1915 með nokkr- um breytingum, en ekki mik- ilsverðum. — Og 1916 hóf Hussein byltinguna. Sagan af henni er saga Lawrence af Ara- bíu, manns er var í leyniherráði Breta þar eystra; hann varð for- ingi upprQisJtarsinna og varð frægur fyrir ráðsnild sína og sigursæld. Nokkru síðar þegar Bretar, Frakkar og Rússar skiftu með sér reitum Tjjrkja, urðu samning arnir um þær ekki sem bezt sam- hljóða samningum Breta við Hussein. Og þá var það (1917), að Balfour lýsti yfir hvaða ráð- stöfun gerð væri um Palestínu; hún var í því fólgin, að Pale- stína skyldi gerð að framtíðar- heimili Gyðinga. Mánuði síðar gafst Jerúsalem upp og nokkru síðar Damaskus. Stríðinu í Vestur-Asíu var lokið. Og nú var sezt á ráðstefnu, er þannig lauk, að Arabar fengu ekki sjálfstæði sitt, eins og fram á var farið í samningi þeirra. Sambandsþjóðirnar í stríðinu gengu að því, að reyna að gera Palestínu að heimili Gyðinga. Og þetta ákvæði er eitt af þeim, sem í samningunum eru sem í Sevres voru gerðir. En yfirráð Palestínu voru fal- in Bretum. Kepti engin þjóð við þá um þau. Og Bretar hafa síðast liðin 20 ár verið að reyna að koma í framkvæmd tillögu Balfours. Þegar Bretar tóku við þessum yfirráðum 1919, var íbúatala Palestínu 700,000; þar af voru 580,000 Moslemar (Múhameðs- trúarmenn), 58,000 Júðar og 74,000 annara þjóða menn. Á árinu 1938, var íbúatalan metin 1,415,700; af þeim voru Moslem- ar 989,500, Júðar 401,601} og aðr- ir 24,600. Á síðast liðnum 20 árum hafa um 245,000 Júðar fluzt inn í landið og 25,000 Moslemar. Og f jölgun íbúanna af fæðingum hefir verið svo ör, að öll met brýtur. í löglegum skilningi hef ir eng- inn óréttur verið framin gegn Aröbum. Þeir hafa ekki verið reknir frá eignum sínum. Jarðir og fasteignir í bæjum, sem nú eru komnar í hendur Júða, hafa verið keyptar og verð þeirra er í vösum Araba. En Arabar hafa haft það á tilfinningunni, að þeim hafi verið þröngvað til að víkja fyrir Gyðingum. Tvær konunglegar nefndiv hafa rannsakað Palestínu-málin. önnur þeirra íhugaði skiftingu landsins milli Gyðinga og Araba og hélt það eina ráðið að aðskilja þannig þessar óvinaþjóðir Önnur hagfræðisnefnd sem rannsakaði málið var ekki með skiftingu landsins, heldur ríkis- rekstri á iðnaði. En að endan- legri niðurstöðu verður ekki komist neinni fyr en sættir kom- ast á; og það er það sem fund- urinn í London er að reyna að vinna að þó erfiðleikarnir á því séu miklir og margir. Frakkar biðja Breta um heraðstoð ítölsk blöð hafa undanfarið verið æst út af þrályndi Frakka, að hafa á móti því, að Mussolini fái eitthvað af nýlendum þeirra. Héldu þau fram í byrjun þessar- ar viku, að 30,000 hermenn yrðu bráðlega sendir til Libíu og Frakkar ættu ekki að loka aug- um fyrir því, þar eru um 32,000 hermenn fyrir. Frakkar taka þetta til greina og eru að efla her sinn einnig í Tunisía og flot- ann á Miðjarðarhafinu. En til þess að gera þetta svo val sé segja þeir að þurfi alt að því 500,000 manna her. Fara þeir nú fram á við Breta, að þeir leggi til nokuð af þessum mikla her; þeirra sé þörfin ekki minni, ef þeir ætli ekki að láta ítali taka Gibraltar og fá þeim yfirráðin á Miðjarðarhafinu vestanverðu í hendur. Bretar hafa áður heitið Frökum herstyrk, en þegar þessi beiðni kom fyrir þingið á Bret- landi í gær, komu fram skiftar skoðanir um hana. Og blöð Beaverbrooks hafa öll hervæðst á móti beiðni Frakka og segja Samuel Hoare, utanríkismála- ráðherra hafa lýst þvi yfir í október, að Bretland væri nú laust allra mála, um að senda her til meginlands Evrópu og fyrir herskyldu þyrfti ekki framar að kvíða út af því. Hér, segir blaðið, er farið fram á svo til herskyldu, ef gegna ætti því. j Verði reyndin sú, að Bretar hlaupi ekki undir bagga fer að vandast málið fyrir Frökkum. Iðnaðurinn í Þýzkalandi ekki eins mikill og ætlað er Herman Göring, sem um framkvæmdir sér á fjögra ára starfsáætlun Þýzkalands, til- kynti nýlega, að iðnaðarrekstur- inn gengi ekki eins vel og vera ætti. Hann benti á að þeir þyrftu um 4,000 fleiri járn- brautakatla en þeir hefðu, og um 100,000 fleiri vöruflutninga- vatna. Smíðina kvað hann ganga of seint vegna skorts á verkamönnum og hráefni. Kola- framleiðsla í Ruhr hefði verið rekin af kappi, en nægði þó ekki þörfinni. Stálframleiðslan nem- ur aðeins 20 miljón tonnum, en þörfin kallar fyrir 28 miljón tonn. Afleiðingin af þessu er sú að 6 til 8 vikur þarf til að fram- leiða vél, sem á tveim vikum mætti smíða. Bæjarráðið í Winnipeg greiddi s. 1. viku atkvæði með $12,500 veitingu til undirbúnings lvið konungskomuna. Nefnd hefir þegar verið kosin til að annast undirbúninginn . Frá fylkis- þinginu er búist við veitingu og einstökum viðskiftahöldum, er hækka muni upphæðina í $50,000. ARSFUNDUR SAMBANDSSAFNAÐAR Útdráttur úr fundargerð Ásfundur Sambandssafnaðar var settur í kirkjunni að aflok- inni guðsþjónustu, sunnudaginn þann 5. febrúar s. 1. Forseti safnaðarins Dr. M. B. Halldórson stjórnaði fundi. Flutti hann stutt ávarp og skýrði frá aðal viðburðum síðasta árs. Kvað hann frekar tíðindalítið hvað fé- lagsskapinn áhrærði, engin stór óhöpp eða skaðar. Tillög ein- staklinga kvað hann eitthvað lægri en undanfarin ár. Þrátt fyrir það kvað hann afkomu fjármálanna sæmilega, eins og skýrslurnar mundu sýna. Félög innan safnaðarins, kvað hann hafa unnið vel og dyggi- lega og verið traustar stoðir safnaðarins. Bæði kvenfélögin, og leikfél. kvað hann sérstak- lega hafa lagt drjúgan skerf til kirkjunnar f járhagslega. í nafni Sambandssafnaðar vottaði hann svo öllum félögum innan safn- aðarins, sem og utan safnaðar fólki, sitt innilegasta þakklæti fyrir styrk þeirra við málefnið á ýmislegan veg. Þá mintist forseti sunnudaga- skóla kennaranna. Kvað þá hafa unnið af dygð og hollustu. Kvað hann þeirra verk líkt og trjá- plönturnar maíinsins, meira fyr- ir framtíðina en nútíðina, meira fyrir ókomnar kynslóðir en þær sem nú lifa, og er þessvegna, þó stundum sýnist lítill árangur í fyrstu að, uppskera sáningar- innar kemur síðar greinilega í Ijós og bera ávöxt og ávaxtast margfaldlega. Áríðandi kvað hann að fræða börn og unglinga um ábyrgð þá, sem á manninn er lögð, og um dygðir þær, er þau eiga að rækja sér og öðrum til sældar í nútíð og framtíð. "Vér stöndum því," sagði for- seti, "í stórri þakklætisskuld við vora sunnudagaskóla kennara, og það er vor skylda að veita þeim alla þá aðstoð, sem oss er unt." Þá þakkaði forseti söngflokn- mikið, að Bretar yrðu að grípalum, organista, sön^stjóra og sólóista, fyrir ágætt, ánægju- legt og vel unnið starf. Þá fór forseti nokkrum orðum um útbreiðslumál safnaðarins. — Skýrði frá hve margir og hverj- ir hefðu gengið í söfnuðinn á liðnu ári og hvatti til meira sam- starfs og áhuga fyrir útbreiðslu- málunum. Að endingu mintist hann með nokkrum saknaðar Og þakklætis orðum fjögra meðlima safnað- arins, sem dáið höfðu á liðnu ári, og eru: Mr. Sigurður Þorsteinsson Mrs. Anna Sigurðsson Mrs. Vilborg Bjarnason Mrs. Sigríður Sveinsson. Þessu næst lýsti forseti því yfir að gengið yrði til kosninga í safnaðarnefnd fyrir næsta ár. En þess kvaðst hann vilja þiðja söfnuðinn að kjósa sig ekki í nefndina fyrir næsta ár. Þakk- aði hann söfnuðinum fyrir það traust og velvild er sér hefði verið sýnd, með því að kjósa sig í safnaðarnefndina á hverju ári síðan söfnuðurinn var stofn- aður 1921. Prestur safnaðarins, séra P. M. Pétursson, þakkaði dr. Hall- dórsyni fyrir alla þá trúmensku og trygð er hann hefði sýnt í starfi sínu söfnuðinum til heilla og hamingju. Gerði séra Philip tillögu er Mrs. Steindór Jakobs- son studdi, að söfnuðurinn geri dr. M. B. Halldórsson að heiðurs forseta safnaðarins til lífstíðar. Mr. ó. Pétursson bar upp til- löguna og var hún samþykt með því að allir risu úr sætum, með dynjandi lófaklappi. Þá var gengið til kosninga og voru þessir útnefndir og kosnir: Steindór Jakobsson Bergþór E. Johnson Ingi Stefánsson Friðrik Kristjánsson Jón Ásgeirsson Þorleifur Hansson Davíð Björnsson Gæslumenn við guðsþjónust- ur: Gísli Borfjörð Jónas Þorsteinsson Yfirskoðunarmaður reikninga safnaðarins, var endurkosinn: Páll S. Pálsson. Bergþór E. Johnson gerði grein fyrir starfi útbreiðslu- nefndar. Kvað hann sex fundi hafa verið haldna á árinu, ýms mál tekin til meðferðar. Till frá Th. Borgf jörð að safn- aðarnefnd skipi menn í útbreið- slunefnd fyrir næsta ár, og var það stutt og samþykt. Með því var nú orðið áliðið kvölds, gerði Ólafur Pétursson tillögu er studd var af B. E. Johnson að fundi sé frestað til 12. þ. m. Framh. Síðasta kvöld Þjóðræknisþingsins Á fimtudagskvöld, síðasta kvöld Þjóðræknisþingsins, fer þessi skemtun fram: Ræður flytja G. J. Guttorms- son, Rev. V. J. Eyjands og J. J. Bíldfell. Kvæði flytur Þ. Þ. Þor- steinsson. — Einsöngva syngja Mrs. K. Jóhannesson og séra Egill Fáfnis. * * * Jónas Helgason frá Baldur, Man., kom til bæjarins í gær; han varð fyrir því slysi að hrasa á hálku svo að mjöðmin laskað- ist. Hann er á almenna sjúkra- húsinu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.