Heimskringla - 22.02.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.02.1939, Blaðsíða 4
Hrimskritt^la (StofnuO lttt) Kemur út A hverjum miBvikudegt. Elgendur: THE VIKINO PRESS LTD. 153 og S55 Sargent Avenue, Winnípeg Talsímia S6 537 Verð blaðslns er »3.00 éirgangurlnn borglat . tyrtrfram. Allar borganlr sendlat: THE VIKINO PRESS LTD. t>U vlðskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendlat: jfenager THE VIKINQ PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjári 8TEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIUSKRINOLA S53 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskringla” ls pubUshed and prlnted by THE VIKIVQ PRESS LTD. I53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Uan. Telephone: 86 637 WINNIPEG, 22. FEB. 1939 SYIPMIKIL HETJUSAGA Eftir prófessor Richard Beck Jón Magnússon: Björn á Reyðar- felli. Einyrkjasaga. Reykjavík, í safoldarprentsmið j a, 1938. yngri systkinin fljúga einnig er stundir líða úr hreiðrinu. Á gamalsaldri missir Björn konu sína, og er nú um hríð einn á bænum, þangað til yngsti sonur hans, sem lífið hefir leikið grátt, leitar athvarfs á heiðarbýlinu. Að lokum sækir sjúkleiki á Björn og liggur hann um skeið á sjúkra- húsi undir læknishendi, en er honum þykir vonlaust um bata, stígur hann á bak Faxa, uppáhaldsgæðingi sínum, ríður heimleiðis sem ekkert væri, og bíður þar dauða síns. Björn á Reyðarfelli er stórbrotinn mað- ur og heilsteyptur, og sann-íslenzkur; hafa menn honum andlega skyldir orðið á vegi okkar allra, sem alin erum upp í íslenzkri sveit, því að hann hefir átt og á þar enn marga sína líka. Þóttamikill er hann og stærilátur,. og lætur engan á sér sjá, þó skorturinn sverfi fast að. Hann er höfð- ingi í lund, sem hefir áformað “við rausn að búa” og halda hlut sínum fyrir hverjum sem er. En þessi stakkur stærilætisins er aðeins sjálfsvörn Björns gegn almenn- ingsálitinu og þungum örlögum. í einrúmi og á andvökunóttum heyir hann harða baráttu við sjálfan sig og horfist djarf- lega í augu við kaldan virkileikann, þegar vonleysið sækir fastast á hann; en sigr- andi gengur hann af þeim hólmi og reynist trúr sjálfum sér og ákvörðun sinni til dánardægurs. Er því sálarstríðri hans lýst glögglega í kvæðinu “Fardagar”: Hinum mörgu vinum og aðdáendum Jóns Magnússonar hefir verið það mikið fagnaðarefni, að fylgjast með honum á óslitinni þroskabraut hans í kveðskapnum. Með fyrstu kvæðabók sinni, Bláskógum (1925), fór hann óvenjulega vel úr hlaði, sýndi, að hann var bæði smekkvís og ljoð- hagur. Drjúgum færðist hann þó í auk- ana í næstu ljóðabók sinni, Hjörðum (1929) ; kvæðaþrótturinn var meiri en áð- ur, yrkisefnin fjölbreyttari og listatökin vissari; enda er hvert kvæðið öðru prýði- legra í safni þessu. Þriðja kvæðabók hans, Flúðir (1935), bar því vitni, að hann var enn um margt á þroskaskeiði, markvissari og kjarnorðari en verið hafði; sló hann einnig á nýja strengi, t. d. í kvæðaflokkinum “Vígvellir” Af kvæðunum í safninu kvað þó einna mest að ljóðaflokknum “Úr æfisögu Björns sýslumanns”, var auðsætt, að þar var að skapast merkileg ljóðsaga og heillandi, ef skáldið yki við hana, eins og margt benti til. Og nú er sagan komin fullsögð frá skáldsins hendi í hinni nýju ljóðabók hans Björn á Reyðarfelli; ætla eg, að hún valdi eigi vonbrigðum neinum af aðdáendum höfundarins, því að hún er vafalaust jafn- besta og tilþrifamesta kvæðabók frá síð- ari árum. Teljandi eru einnig þeir kvæða- flokkar íslenzkir, sem þar koma til saman burðar. Fyrri kvæði Jóns hafa borið því órækan vott, að hann er kvistur sprottinn úr ís- lenzkri mold; enda er hann borgfirskur sveitapiltur, alinn upp við fátækt og örð- ug kjör, en jafnhliða í faðmi tilkomumik' ils og söguríks umhverfis, þar sem heil- brigð og haldgóð sveitamenning hefir átt sér skjól kynslóð eftir kynslóð. Það er því hreint engin tilviljun, að hann sækir efnið í þenna kvæðaflokk sinn beint í ís- lenzkt þjóðlíf; frásögnin á sér einnig stoð í veruleikanum; söguhetjuna þekkja Borg- firðingar, þó að skáldið fari auðvitað mjög sinna ferða í meðferð efnisins. Hann stiklar á hátindunum í sögu Björns, nem- ur einkum staðar við þá atburði, sem marka tímamót í æfi hans. Mætti þá ætla, að frásögnin væri æði sundurlaus og bláþráðótt, en svo er þó eigi, því að skáldinu hefir hugkvæmst það snjallræði, að brúa bilið milli kvæðanna með köflum í óbundnu máli. Þessi svipmikla einyrkjasaga segir frá ungum og atgerfisríkum sýslumannssyni, sem stundar laganám og á að verða eftir- maður föður síns. En þegar það vitnast, að hann leggur ástarhug á eina vinnu konuna á sýslumannssetrinu, slær í harða brýnu með þeim feðgum; Björn, sem er, bæði stórlyndur og heillundaður, lætur eigi kúgast, en fer úr föðurgarði, snaúður að kalla, kvænist unnustu sinni og reisir bú að Reyðarfelli, eyðijörð ofan við bygð- ina. Kvæðaflokkurinn lýsir síðan stríði og starfi þeirra einyrkjanna á heiðarbýlinu; barnahópurinn stækkar og oft er þröngt í búi, en þau hjónin eru samhent og Björn, sem er garpur mikill og ofurhugi, glímir hraustlega við örðugleikana, og ber sig jafnan borginmannlega, þó á móti blási. En þungar sorgir hlaðast honum á herð- ar, er hann missir elzta son sinn, Leif heppna, með voveiflegum hætti í veiðiför; Þá braust um sú hugsun sem hamstola dýr: af hólmi hvort skyldi eg víkja og gefa upp sakir við örlög mín öll og ást mína í trygðum svíkja, en beygja mig niður með bæn um náð og brauðið með velþóknun sníkja. Mér andspænis raðaðist norn við norn með nístandi flærðarglotti. Þeim ískruðu hlátrar ofan í kverk, sem ólgaði suða í potti. Þá dró eg í hnefann mitt ítrasta afl og endurgalt smánina sí>otti. Og nornirnar hurfu sem draugar í dys. Þá dreifðu sér geislar um veggi. Það var eins og skrifað með skínandi hönd: Þig skyldan til manndáða eggi. , Ef gæfan þér synjar um fimm hundruð fjár, þá fram teldu horn þín og leggi. Ekki er innra manni Björns síður lýst með næmum skilningi og hinni dýpstu samúð í kvæðinu “Á grafarbakka”, en þar gerir hann upp reikningana við sjálfan sig og samferðamennina: Hver var mín sök? Eg seldi ei hjartans auð, en setti markið hátt, sem skyldan bauð. Eg vissi ei hvað í fang eg var að færast og fáu barg, en því, sem var mér kærast. Þeim lægsta hlut eg lotið ekki gat, að lifa fyrir aðeins von um mat. Hinn unga mann um auðlegð heims ei varðar, ef aðalsmarkið fallið er til jarðar. -Mun hverjum þyngst að dylja sína sorg. Mín sár eg aldrei borið hef á torg. En marga stund mig brendi tregans tund- ur, sem taugar mínar væru að bresta sundur. Menn voru oft að ráðgast um mitt ráð. Þeir rægðu mig við sína gæfu og náð. Það læddist út frá lygurum og nöðrum: eg lygi jafnt að sjálfum mér sem öðrum. Eg stóran draum um akra og auðlegð bar, en örbirgð sérhvern hlut við neglur skar. Eg hóf mig upp með hrokafullri tjáning, en huldi alt mitt stærsta, sem var þjáning. Og satt er það: Eg hefi hatað þá, sem hróður sinn af öðrum mönnum flá, en kaupa fylgi, hvar sem hundar flaðra, og hylja sína skömm í níði um aðra. f falskri mynt er réttur ríks og snauðs. Því réðst eg oft á múrvegg drambs og auðs En mér var kær hver maður, sem var góður, því manngildið er lífsins æðsti sjóður. Hin heilbrigða og göfuga lífsskoðun skáldsins sjálfs er hér einnig fegurlega skráð. Manngildinu skipar hann í öndvegi, hreinni lund og heilli; það fólk, “sem tign ar trúmenskuna í verki”, er honum að skapi; það kveikir þau bál, sem bjarma varpa inn á lönd framtíðarinnar. Hreinum dráttum dregin og oft bein- línis snildarleg er því mynd sú, sem Jón bregður upp í kvæðaflokki þessum af hin- um íslenzka einyrkja uppi við heiðarræt- Öll kvæðin í flokknum eru vel kveðin, málið fagurt, yrkisefni og bragarhættir smekkvíslega samræmt. Prýðileg og til- þrifamikil eru kvæði “Þorranótt”, “Skírn- arveislan”, “Kaupstaðarferð um vetur”, “Andvaka”, “Nótt á fjöllum” og “Afsal”. í slíkum kvæðum skáldsins draga stílþrótt- urinn og málkyngin sérstaklega að sér at- hygli lesandans. Annarsstaðar er það hin ljóðræna feg- urð, sem heillar hugann, eins og í byrjun- arerindum kvæðisins ,‘Slysið á sumardag- inn fyrsta”, um sviplega druknun elsta sonar Björns, sem er eitthvert fegursta og áhrifamesta kvæðið í bókinni: Hinn fyrsti sumardagur var genginn loks í garð með geislasveig um höfuð og vor í bláum augum. Og bærinn upp við fjallið hinn unga morgun varð svo yndislega fagur sem glói hönd í baugum. Út göngin hlupu börnin sem lambahjörð að lind. Þau léku sér um varpann á grænum spariskónum. En sunnan flugu lóur hinn létta morgunvind. Þær leituðu uppi granda, sem auðir voru í snjónum. Náttúrulýsingar og árstíða láta Jóni ó- venjulega vel. lyvæðið “Heilög jól” hefst á þessu snjalla erindi: Eins og ljómalogn á hafi liggur mjöll í heiðaveldi. Tunglið eins og sól á sumri sveipar jökla hvítum eldi. Fólkið verður alt að æsku auknablik á jólakveldi. Með sama handbragði er lýsingin á Reyðarfelli: Reyðarfell í bláins djúpi blikar. Bygðin hverfur þar að heiðalöndum. Yfir gnúpum kveldsins logi kvikar. Kastar ljósi að fjarstu skýjaröndum. Hemra mjallahvít í fossum fellur, feld í sínar þröngu gljúfraskorður. Hvítblár jöklum sjór um bóga svellur. Synda þeir sem hvalir geiminn norður. Hvort sem litið er á yrkísefnið eða með- ferð þess, er kvæðaflokkur þessi því hið merkilegasta verk. En saga einyrkjans, sem ekki lætur bugast af örðugleikunum en bíður ofureflinu byrginn, er langtum meira en hetjusaga hans eins fyrir skygnum sjónum skáldsins; hann sér þar speglast örlög þjóðar sinnar: Mér fanst hann vera ímynd þeirrar þjóðar, sem þúsund ára raunaferil tróð og dauðaplágum varðist gadds og glóðar, en geymdi altaf lífs síns dýrsta sjóð. —Því gat ei brostið ættarstofninn sterki, þótt stríðir vindar græfu aldahöf, að fólk, sem tignar trúmenskuna í verki, það tendrar eilíf blys á sinni gröf. Og ekki er þá að kynja, þó að sá maður, sem þeim skilningi er gæddur, láti sér ant um þann hluta þjóðar sinnar, sem býr utan ættlandsins, og skilji öðrum fremur kjör og afstöðu þeirra barna hennar. Það hefir Jón gert bæði í hinni hjartahlýju “Kveðju til Vestur-íslendinga 1930” og kvæðinu fagra “Vestur um haf”, sem end- urprentað var hér í blaðinu nýlega. Sama glöggskyggni og samhygð einkenna eftir- farandi erindi úr kvæðinu “Andvaka” í þessum nýja Ijóðaflokki skáldsins: Hinum þeim, sem flýja í f jarrar álfur, fylgir allur bróðurvilji minn. Uggir mig, að þeirra hugur hálfur hvarfli þrátt í kringum bæinn sinn. Þar sem fyrstu störfin vermdi vorið, verður okkar kærsta og hinsta bygð. Á þeim stað, sem barn af jörð er borið, blikar stöðugt gleði manns og hrygð. (Skrifað fyrir Mbl. og Hkr.) Bæjarráðið í Goderich (Ontario) hefir sett það ákvæði í lögreglusamþykt bæjar- ins, að enginn karlmaður megi bera “Hitl- ^rsskegg”. Lögreglunni hefir verið lagt ríkt á, að sjá til þess að bannið væri hald- ið. Fríman var einn af vorum kynlegu kvistum. öllum ókunn- ugum varð starsýnt á hann. Þar sem hann var maður bráðgáfað- ur og vel ritfær, mun margur verða forvitinn og vilja lesa sögu hans sjálfs. Eg (sem þekti hann allvel) hafði sérlega gaman að bókinni og mintist orða Sverr- is konungs: Við dauða minn látit bert andlit mitt. Látit þá sjá bæði vini mína ok úvini, hvárt þá birtist nokkurt á líkama mínum bann þat, er úvinir mínir hafa bannat mjer eða bölvat” o. s. frv. Frímann hefir látið bert and- litið, og lýst lífi sínu erlendis með miskunnarlausri bersögli.— En við það birtist okkur sú stað- reynd, að það, sem varnaði hon- um sigursælda í lífsbaráttunni, var ekki sjálfum honum að kenna, heldur voru það með- fæddir skapbrestir, sérvizka og lélegt uppeldi. Mér þótti bókin girnileg til fróðleiks á borð við Játningarn- ar eftir J. J. Rousseau. En sum- ir kaflar mjntu mig á Píslarsögu séra Jóns Magnússonar. Eg óskaði að vísu, að Minn- ingar Frímanns hefðu náð yfir alla æfi hans, en því til uppbót- ar vill svo vel til, að útgefand- inn, Geir magister Jónasson, hef- ir stórlega hjálpað upp á sak- irnar, með ágætlega rituðum eft- irmála. Þar gefur hann lesend- um glögga mynd af Frímanni og lýsir ætt hans og uppruna og helstu æfiatriðum, fram til hins síðasta. Af því, sem þar er sagt, hjó eg sérstaklega eftir því, og vil undirstrika það, að Vatns enda-Rósa var afasystir hans, en hún var, eins og flestir kann- ast við, andleg frænka Saffóar hinnar grísku. Blessuð sé þeirra minning! Það var skylt með Frímanni og Rósu, að hann var einnig skáld, þó hann kynni ekki að ríma eins vel og hún. Hinsvegar var hann henni fremri að háum hugsjónum, já, himinháum, sem hann brann af löngun og óþreyju eftir að koma í fram- kvæmd. En óþreyjan var til taf- ar. Eg skal nefna dæmi. Hann vildi með jarðgöngum ræsa fram hættulegustu eldfjött heimsins, til að gera þau mein- Iaus, og um leið hagnýta hitann. Ennfremur vildi hann breyta stefnu Golfstraumsins, svo að loftslagið á íslandi yrði margfalt betra. Hefði hann fengið að ráða, og veist nóg fé til framkvæmdanna, væru nú máske þessar tillögur hans fullkomnaðar í verki, og — að eg ekki tali um smáræðið það, þá væru einnig allir stærstu fossarnir okkar fyrir löngu beisl- aðir og aflgjafi allrar Norður- álfu! Hann sagði mér sjálfur, að hann hefði reiknað þetta alt saman út, og sýnishorn af þeim reikningum má lesa á bls. 103, þar sem hann er að bora sundur eldfjöllin. Gatið á Heklu kost- aði ekki nema 30 miljónir! Eg brosti að þessu, eins og fleiri með mér, en hver veit nema það hafi verið að kenna heimsku vorri og smásálarskap. Við gátum ekki fylgst með, þeg- ar Frímann vildi sannfæra okk- ur, og “önd hans fló á vængjum þöndum”. Hann hafði alla æfi æft penna sinn í að lýsa torskildum við fangsefnum. Honum verður því heldur ekki skotaskuld úr því að lýsa sjálfum sér, en þó mest óbeinlínis, kostum sínum og löst um, stórgáfum og skapbrestum, sjálfsálitif-háum hugsjónum, fá tækt og nægjusemi, heilsu og vanheilsu, og öllu baslinu við að vilja vinna öðrum gagn (og sjálfum sér frægð?) og þeim mörgu skrokkskjóðum og á rekstrum, sem heftu för hans. Þarna mega allir sjá hann enn, ljóslifandi, — þeir sem þektu hann. En hinum, sem ekki þektu hann, eru til leiðbeiningar tvær myndir, önnur framan á káp- unni, en hin framan við lesmálið, og bæta þær hvor aðra upp. Því I sú fyrri sýnir Frímann vondan, en hin góðan. Öll erum við þannig gerð, að í okkur býr bæði guð og djöfull. Þannig var og um Frímann, og var stundum skamt á milli að þessar höfuðskepnur birtust 1 yf- irbragði hans. Það var vandi að umgangast hann. Hann gat reiðst snögglega af litlu, og um hverfðist allur. Mér fanst, sern sjálfur Satan væri þá hlaupinn í hann og birtist í svipnum. Hins- vegar gat honum fljótt runnið reiðin, ef vel var farið að hon um. Þá lýsti ásjóna hans af hýrlátri góðmensku og minti mig á ásjónu Drottins — á lýzkri glansmynd — í tjaldinu í Mamreslundi — með Abraham og englunum, og Sara trakter- aði þá á kálfasteik og hveiti- örauði. Frímann var enginn skapdeild- armaður. Hann átti bágt með að rökræða mál stillilega. Hann hélt sig sjálfan vita betur, og aðra fara með staðleysur. Þessi sjálfbirgingsskapur varð honum þröskuldur í vegi, svo að slitnaði samvinna og samkomulag við aðra. Um þetta bera Minningar han$ vott, hvað eftir annað. En þar að auki var hann óstöðugur í rásinni og ekki við eina fjöl feldur. Hann leitaði eftir lukk- unni og fór úr einni stöðu í aðra f og þóttist fær í flestan sjó. í æsku var hann talinn ofviti og réði sér sjálfur. Hann las og lærði alt, sem hann náði í, áður en krakkar á hans reki voru orðnir læsir. Ritninguna las hann spjalda á milli, sjö ára gam all og tók strax að gagnrýna helgan innblástur hennar. — Upp frá því var hann sílesandi allar skruddur, en jafnframt þróaðist viljinn til að semja og rita sjálfur og miðla öðrum úr sínum nægtabrunni. Til þessa fann hann hjá sér mikla hæfi- leika og niðurstaðan varð sú, — fyrir vorum sjónum, — að Frí- mann varð mikill fróðleiksmaður og skáld, ötull alþýðufræðari og postuli rafmagns og verkvísinda, en enginn vísindamaður eftir nú- tímans kröfum. Um skólamentun þá, sem Frí- mann B. Arngrímsson fékk í Canada, er erfitt að gera sér ljóst, hve undirstöðugóð hún var. Skólar voru þar þá (og eru að vísu ennþá) með öðru sniði en í Evrópu. Verulegt háskólapróf, í þeim skilningi, sem við leggjum í orð- ið, hefir Frímann ekki tekið. Það sem Canadamenn kalla high school svarar til gagnfræðaskóla og kennaraskóla hjá okkur. Það sýndi sig Hka þegar til Englands kom og Fraklands, að prófskír- teini hans urðu honum til lítilla meðmæla, og hann var ekki tal- inn hlutgengur í kennara- eða aðstoðarmannsstöðu í skólum eða rafmagnsvinnustofum. * v En svo mikið er víst, að af öllu, sem hann lærði í Canada varð rafmagnsfræðin hans upp- áhaldsgrein. Upp frá því varð rafmagnið hans átrúnaðargoð og hans mesta áhugamál að út- breiða þekkinguna á gagni þess og gildi. Með það evangelíum fór hann til íslands. En þegar þangað kom var jarðvegurinn ekki meira undirbúinn undir boðskapinn en hjá Efesabúum forðum, sem ekki höfðu, svo mikið sem heyrt heilagan anda nefndan á nafn. Frimann hafði yfirgefið Canada af því hann fann sig ekki metinn þar ið verðleikum. Hann fór þaðan í fússi og hugðist aldrei aftur koma. ▲ Þegar nú líkt fór á íslandi, þá reiddist hann á ný — og fór í /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.