Heimskringla - 22.02.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.02.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 22. FEB. 1939 RISADALURINN Hugsunin um það, að hann skildi hana svona vel hræddi hana; tárin glitruðu í rauna- legu augunum hennar. Hann sá þau og lagði handlegginn bróðurlega um herðar hennar. “Svona, svona, Moira! Farðu ekki að gráta,” sagði hann hughreystandi, “við verðum að reyna að lækna þetta einhvernveginn. Þú ert of góð fyrir þessi forlög,” hann veifaði hendinni í áttina til verbúðanna. Hann hafði leitt hana að tröpjtunum fyrir framan dyrnar. “Seztu niður á þrepið þarna, Moira, pg við skul- um ræða þetta saman. Eg kom nú reyndar til að finna föður þinn, ,en eg held að mig langi ekki til að sjá hann, eftir alt saman — ef hann er veikur.” Hún horfði djarflega á hann. “Eg þekti þig ekki fyrst, Mr. Bryce, svo eg fór með ósann- indi. Pabbi er ekki veikur. Hann er drukkinn.” “Eg hélt það, þegar eg sá hva§ hleðslu- mennirnir unnu slæglega. Mér þykir það ósköp ilt.” “Mér finst það viðbjóðslegt—og eg get ekki losnað við það,” sagði hún ofsalega. “Eg er hlekkjuð við niðurlægingu mína. Mig dreymir drauma, og þeir draumar rætast aldrei. Eg — eg — æ, Mr. Bryce, eg er svo óhamingj usöm.” “Það er eg líka,” svaraði hann. “Við fáum öll okkar skerf af óhamingjunni, eins og þú veist og núna virðist eg hafa fengið viðbætir af henni. Þín ógæfa er falin í of miklu ímynd- unarafli, Moira. Mér þykir þetta sárt með hann föður þinn. Hann hefir verið lengi hjá okkur, og faðir minn hefir þolað honum heil- mikið Vegna gamallar vináttu. Hann sagði mér hérna um kvöldið, að hann hefði rekið Mac einnhvað fjórtán sinnum hin síðustu tíu árin, en ennþá hefir það ekki tekist. Því að þó að hann sé sextíu ára gamall, getur hann misþyrmt hverjum sem er í þjónustu okkar, og pabbi hefir ekki fyr sett nýjan formann, en gamli Mac hefir hrakið hann úr vinnunni. Hann neitar blátt áfram að láta reka sig, svo að pabbi er orð- inn of þreyttur til ^ð fást um þetta framar. Hann hefir verið að bíða eftir, að eg kæmi heim.” “Eg veit það,” svaraði Moira dauflega. “Enginn vill vera formaður hjá Cardigan, ef hann verður að berjast við pabba til að vera það. Mér er kunnugt um hvílíkur vandræða- maður 'hann er orðinn.” “Bryce hló. “Eg spurði pabba, hversvegna hann stæði sig ekki og léti Mac vinna kaup- laust, eftir að hafa rekið hann, er hann ekki skyldur að gjalda honum neitt, þótt hann krefð- ist að vera formaður áfram. Pabbi hefði þann- ig getað svelt hann út úr þessum skógum, en vandræðin voru þessi, að Mac Gamli kom og lofaði bót og betrun, og endaði ætíð með því að lána hjá föður mínum tvö hundruð dali, svo að pabbi varð að ráða hann áfram, til að fá þá borg aða! f rauninni er ástæðan sú, að pabba þykir svo vænt um föður þinn, að hann hefir ekki þrótt í sér til að sýna honum í tvo heimana. Það verk bíður mín, Moira, eg ætla ekki að fara í launkofa með þetta við þig. Þú segir mér að faðir þinn sé forfallin drykkjumaður.” “Eg er hrædd um að það sé satt, Mr. Bryce.” “Hve lengi hefir hann drukkið svona?” “Hér um bil í tíu ár, hugsa eg. Auðvitað fékk hann sér altaf fáein staup með hinum, þeg- ar borgað var, en eftir að móðir mín dó, þá fór hann að drekka daglega. Síðan fór hann að fara niður til Sequoia á laugardagskvöldunum og koma aftur með iestum á sunnudögunum, ennþá vitlausari en þeir, sem þar voru vit- lausastir. Eg býst við að hann hafi verið ein- mana. En hann varð ekki reglulega slæmur fyr en fyrir tveimur árum síðan.” “Einmitt þegar sjón föður míns fór að bila, og hann hætti að fara hingað upp eftir til að líta eftir Mac? Svo hann slepti hömlunum og lét sig renna undan brekkunni, og er nú að koma niður í dalbotninn. Eg gat ekki fengið hann að símanum í dag eða gær. Eg býst við að hann hafi verið niðri í Arcata að fá sér í staup- inu.” Hún játaði því aumingjalega. “Hvað sem því líður verð eg að fá trjá- bolina ofan að mylnunni, og við getum það ekki sé Bakkus formaðurinn. Svi við verðum að skifta um formann, og nýi formaðurinn verður ekki rekinn burt úr starfi sínu, vegna þess að eg ætla að dvelja hér uppfrá hálfsmánaðar tíma og venja hann við verkið. En heyrðu, er Mac vondur við vín?” “Nei, guðs sé lof,” sagði hún áköf. “Hann hefir aldrei sagt stygðar yrði við mig, drukkinn eða ódrukkinn.” “En hvernig getur þú fengið peninga fyrir föt ? Sinclair segir mér að Mac þurfi þessa tvö hundruð og fimtán dali sem hann fær á mánuði til að skemta sér fyrir.” “Eg stal þeim frá honum,” sagði stúlkan. “Svo fór eg að skammast mín fyrir það, og þessa síðustu sex mánuði hefi eg unnið fyrir mér sjálf. Mr. Sinclair var mér mjög góður. Hann ,gaf mér vinnu við að ganga um beina í borðsalnum. Eins og þú sérð, varð eg að fá vinnu hérna, eg gat ekki yfirgefið föður minn. Það varð einhver að líta eftir honum, Mr. Bryce.” “Sinclair er gamall flautaþyrill,” sagði Bryce með sannfæringar krafti. “Ekki nema það þó að formannsdóttirin, þjóni viðarhöggs- mönnum að borðum! Aumingja Moira!” Hann tók aðra hendi henar, sem var hörð af vinnu. Hnúarnir gildir og neglurnar þykkar og höfðu aldrei verið fágaðar nema þegar hún gerði það sjálf. “Manstu þegar eg var drengur og kom út í verbúðimar til að veiða og fiska? Þá var eg ætíð hjá McTavish fjölskyldunni, og í september, þegar berin voru fullvaxin, þá fór- um við saman í berjamó. Aumingja Moira. Við vorum leiksystkin og eg skal fyr láta skjóta mig en eg sjái þig líða.” Hún horfði á hann feimnislega með tindr- andi augum. “Þú hefir ekki breyst vitund, Mr. Bryce, ekki minstu vitund.” “Við skulum nú tala um þig, Moira. Þú fórst í skóla í Sequoia, var það ekki?” “Já, eg skrifaðist út úr miðskólanum þar. Fór með flutningslestinni kvölds og morgna.” “Það eru góðar fréttir! Hlustaðu nú á Moira. Eg ætla að reka föður þinn, eins og eg hefi sagt, vegna þess að hann er að vinna fyrir Bakkus gamla en ekki fyrir Cardigan félagið. Eg ætla að setja hann á eftirlaun eftir margra ára þjónustu hans, en það má hengja mig upp á það, að eg hefi ekki efni á því, sízt til að hann drekki þau út; svo það eina sem hann fær frá mér, er gamli skúrinn eða annar eins ef við flytjum og æfilangt fæði rqeð hinum verka- mönnunum, það er að segja eins lengi og við höldum áfram. Eg mundi hjálpa honum til að komast á heilsuhæli, þar sem þeir lækna of- drykkju,~ef eg héldi, ekki að hann sé of gamall til að betrast.” “Það væri kannske betra,” sagði hún dauf- lega, “að þú talaðir um þetta við hann sjálfan.” “Nei, eg vil heldur vera laus við það. Mér er vel við föður þinn Moira. Hann var maður, þegar eg sá hann síðast—slíkur maður að þessir skógar munu aldrei sjá hans líka, og mig langar ekki til að sjá hann fyr, en hann er alveg alls- góður. Eg mun skrifa honum bréf. En hvað þig snertir Moira, þá er þér vikið úr vinnunni líka. Eg vil ekki láta þig þjóna fyrir borðum hér í verbúðunum. Nei, hreint ekki. Þú átt að koma niður til Sequoia og vinna í skrifstofunni. Við getum haft þig við bókhaldið til að hjálpa Sinclair. Eg mun borga þér hundrað dali á mánuði. Getur þú lifað á því?” Hún tók fast um hendi hans, en sagði ekki neitt. “Gott og vel, Moira. Við höfum það þá svo. Hæðir og skógar, skógar og hæðir. Eg skal losa þig við þetta. Ef til vill finnur þú í Sequoia konungssoninn þinn. Nú, nú, vertu ekki að gráta. Faðir þinn vann fyrir okkur með trú og dygð í tuttugu og fimm ár, áður en hann fór að slá slöku við, svo að hann á þetta skilið.” Hún lyfti hendi hans upp að vörum sér og kysti hana. Tárin streymdu úr augum hennar, og hún gat ekki sagt neitt, því að hugur hennar og hjarta var of fult af gleði til þess. “Svona, svona, Moira! Vertu ekki að þessu,” sagði hann vandræðalega, en samt mjög ánægður með sjálfum sér. “Það er rétt eins og þú byggist við að eg mundi bregðast gömlum vinum mínum og verðir svona himinlifandi glöð þegar eg geri það ekki. Hrestu þig upp og hlustaðu nú á mig. Eg skal borga þér fyrir- fram tveggja mánaða kaup, því að þú munt þurfa föt og ýmislegt, sem þú þarft ekki hér, og mér þykir vænt um að eg get jafnað þetta við McTavish gamla, án þess að særa tilfinningar þínar. Vesalings Mac gamli, mér þykir leiðin- legt að geta ekki verjð vægari við hann en þetta, en við megum til að fá viðinn, eins og þú veist.” Hann stóð upp, laut niður og kleip hana í eyrað; því hafði hann ekki tínt ber með henni, þegar þau voru börn fyrir löngu síðan? Hún var systir hans — bara eitt vandamálið af mörgum, sem fyrir honum lágu og ekkert ann- að. “Þú skalt byrja á verkinu eins fljótt og mögulegt er,” kallaði hann til hennar úr garðs- hliðinu. Svo skall hliðið aftur á eftir honum og hann brosti og veifaði til hennar hendinni er hann gekk niður götuna, þar sem börnin og hundarnir léku í rykinu. Stundu síðar gekk Moira út að hliðinu, hallaði sér fram á það og horfði niður eftir strætinu þangað, sem Bryce hafði rekið á eftir hleðslu- mönnunum, svo að þeir unnu nú nokkurnveginn eins og í gamla daga. Svo kom dráttarvélin aftur á bak og var krækt við hina langri vagna- lest. Hún sá Bryce stökkva upp á einn vagninn og setjast á efsta bolinn þannig, að hann hlaut að sjá hana. Hún veifaði til hans og hann veifaði til hennar kossi, svo hélt lestin af stað. Þegar Moira leit svo á skógarjaðarinn, sem var sjóndeildarhringur hennar, þá ljómaði ný gleði í madonnu augunum hennar; og sjá, það var haust í skóginum, því að ofan hæðina hafði konungssonurinn komið til hennar og alt var purpuralitað og gullroðið. Þegar lestin með við Cardigans kom inn á aðal brautina, stansaði hún við verbúðir Penn- ingtons, dráttarvélin var losuð frá lestinni og var henni svo rent á bak við vagninn, sem þau Shirley og ofurstinn voru í og ýtti hún honum á undan sér til að tengja hann aftur við lestina, síðan lagði dráttarvélin aftur af stað til að komast yfir á aðalsporið, og fram fyrir lestina, en af því að halli var á brautinni gat vagn Pen- ningtons runnið sjálfur ofan að lestinni, þann spöl sem eftir var og mátti þá tengja hann við hana. Shirley hafði setið allan síðari hluta dags- ins, eftir orustuna milli Bryce og vinnumanna Penningtons, inni í vagninum. f huga hennar börðust margar tilfinnigar, en á kvenmanna vísu hafði hún létt á hjartanu með því að gráta, og var nú búin að mestu að ná jafnvægi sínu, og var nú að hugsa um hve fljótt hún gæti farið frá Sequoia og gleymt Bryce Cardigan fyrir fult og alt — þegar hin langa lest kom þrum- andi inn í rjóðrið og síðasti vagn hennar stað- næmdist rétt andspænis vagni hennar. Nú vildi það svo til, að Shirly var að horfa út um óhreinan vagngluggann í þeim svifum, og sá manninn, sem hún var að hugsa um, sitja þarna ofan á efsta stofninum á vagn- inum, alveg óminnugur þess, að hann var nú kominn aftur í land óvinanna. En sjálfsagt var þessi rósemi hans því að þakka, að rétt hjá honum, þar sem handhægt var að ná henni, stóð tvíeggjaða öxin, sem hann hafði lánað frá Pennigton svona skilmálalaust, á kafi í einum bolnum. Bryce sat og studdi hönd undir kinn með pípuna í munninum og horfði hugsandi niður fyrir sig. Shirley bjóst við, að hún vissi hvað hann væri að hugsa um. Hann var minna en sex fet frá henni, og eitthvað seiddi hana til að horfa á hann og sjá hvernig hugsanir hans birtust á hinu sterklega andliti hans. Hún hugsaði með sér, að ef hann liti upp, eða gerði sig líklegan til þess, gæti hún alt af farið frá glugganum. Hún tók ekki vélina með í reikninginn, hún rakst hart á vagninn og hrinti honum undan sér upp hallann, við hávaðann leit Bryce upp, og sá hvernig Shirley slingraði rétt fyrir fram- an gluggann. Hann átti örðugt með að verjast brosi. “Eg þyrði að veðja sálinni í mér upp á það, að hún var að gægjast á mig. Fjandans óhepni er þetta, að hittast aftur núna í kvöld. Hann tók því að stara niður á tærnar á sér á ný og leit ekki upp þótt vagninn væri nú kom- inn á aðal sporið og var krækt aftan í vagninn sem hann sat á. Hann sá útundan sér að Pen- nington gekk fram hjá lestinni og fór inn í vagn sinn. Hann heyrði vélastjórann kalla til hömlu- mannsins að vera fljótur, að skifta sporinu og fara upp í dráttarvélina. “Get ekki snúið lykilsfjandanum í lásnum, hann er ryðgaður og eitthvað er brotið í hon- um,” kallaði hömlumaðurinn. Mínúturnar liðu. Fyrst hafði Bryce gert sér það upp að hann væri annars hugar, en nú var hann orðinn það í raun og veru, því að margt þurfti hann að hugsa um, og það var ómögulegt fyrir hann að sitja iðjulaus án þess að hugsa um eitthvert vandamála sinna. — Skyndilega varð hann þess eins og ósjálfrátt var, að lestin var komin á fulla ferð, en hann mundi í því bili einnig eftir því, að hann hafði ekki fundið neinn hnykk, er hún fór af stað, og einnig það, að hún jók altaf á sér ferðina. Hann horfði fram og hárin risu á höfði hans, það var engin dráttarvél framan við lestina! Hún rann sjálfkrafa undan brekkunni, sem var tveir af hundraði og vegna hinna feykilegu þyngsla sem voru á henni, jókst hraðinn af- skaplega. Bryce varð brátt ljóst hvemig á þessu stóð. Járnbrautin var séreign, og eins og slíkar járn- brautir jafnan eru, var hún vanrækt hvað við- hald snerti og vagna. Eins voru of fáir menn til að vinna þar, og varð því hömlumaðurinn að skifta skorunum líka, en nú hafði hann vanrækt að setja á traust hömlurnar á fremsta vagninn í lestinni er vélastjórinn tók dráttarvélina frá og lokað lofthömlunum. Afleiðingin af þessu varð sú, að á hinum fimm mínútum, sem eytt var í það að ná í vagn Penningtons, og tveim mínútunum, sem fóru í að eiga við lásinn á spor- inu, lak loftið út um hinar slitnu lokur og gömlu togleður pípurnar og hömlurnar sleptu tökum á hjólunum, og lestin rann fyrirvaralaust af stað, áður en vélastjórinn gat náð henni með drátt- arvélinni, komist fram fyrir hana og stansað hana, hvað svo sem fyrir hann kom eða vélina hans. Nú varð ekki við neitt ráðið, ómögulegt að gjöra neitt nema að horfa á hana og biðja fyrir henni, því að ekkert er eins óviðráðanlegt og stjórlaus viðarflutningalest. Þegar Bryce varð ljóst hvernig ástóð fyrir honum, datt honum í hug að stökkva af lest- inni, og hætta á að sleppa með fáein beinbrot, áður en lestin fór meira en tuttugu mílur á tím- anum. Næst datt honum í hug að hlaupa fram eftir lestinni og reyna að setja hömlurnar á fyrsta vagninn, en hann sá á svipstundu, að jafnvel þótt lestin stæði kyr, gæti hann ekki stokkið yfir bilið milli vagnanna og stöðvast á hinum glerhálu stofnum, sem voru nýafbirktir, en að renna út af þeim var vís baninn. “Of seint!” tautaði hann. “Jafnvel þótt eg gæti náð fremsta vagninum, gæti eg ekki stöðvað lestina með handhömlu, þó eg gæti lokað hjólunum þá mundi lestin hafa náð fimtíu mílna hraða á klukkustundinni, og fremsti vagninn mundi skrika og steypast út af tein- unum og hrúga öllum vögnunum saman, og eg yrði undir þeim og öllum bolunum.” En nú mundi hann eftir einu. f hinum ruggandi vagni, sem var aftast í lestinni, var Shirley Sumner og frændi hennar, og tvær míl- ur framundan þeim var knöpp beygja rétt á gil- barmi. Bryce vissi að fremsti vagninn mundi aldrei komast yfir þá beygju, á slíkri ferð, sem á lestinni var, heldur mundi hann renna beint áfram út af gilbrúninni, með alla lestina og fólksflutningsvagninn á eftir sér, og alt mundi velta og steypast niður gilið og ofan í fljótið. “Það verður að losa fólksflutningsvagninn frá lestinni,” hugsaði Bryce með sér, “og það verður að gjöra það fljótt. Hér fer ekkert sér- stakt forgörðum, og eg bið guð að varðveita minn gamla föður.” Hann hnykti öxinni út úr trjábolnum og i' hjó henni djúpt í viðinn í enda bolsins og notaði skaftið til að styðja sig við. Er hann var kom- inn, aftur á enda leit hann niður að vagn- tengslunum. Á vagninum voru þrír trjábolir. Hinn efsti var sextán fet að þvermáli, en hinir tveir sem undir voru, voru átján fet að þver- máli. Fyrir það var Bryce forsjóninni þakk- látur, er hann rendi sér niður á stallinn sem þannig myndaðist. Hann var samt fimm fet fyrir ofan vagntengslin. Með því að halla sér út yfir þennan ruggandi og hoppandi pall, sem hann stóð á gat hann sveiflað öxinni og höggvið í sundur togleðurspípuna, sem leiddi loftið milli vagnanna í hömlurnar. “Fjandans pípan kynni að halda vögnunum saman, eftir að eg hefi dregið út þolinmóðinn í tenglslunum,” hugsaði hann. “Eg stend mig ekk við að eiga slíkt á hættunni nú.” Engu að síður lagði hann í hættu, því að hann stökk með öxina í hendinni niður á stallinn framan á fólkflutnings vaginum og rak and- litið um leið á vagninn; það sem bjargaði hon-, um frá að falla niður á milli vagnanna, var járnteinninn sem lá frá þaki vagnsins niður að handhömlunni. Hann náði utan um þennan tein og hékk þar í hættu mikilli á milli vagnanna. Hanii, teygði annan fótinn niður, kom tánni undir slána, sem hélt teininum í vagntengslun- um, hnykti að sér fætinum og teinninn varð laus. Hinir miklu stálkjaftar tenglsanna opn- uðust og vagninn varð laus við lestina. En beygjan var rétt fram undan. Innan tveggja mínútna mundi hann fara sömu leiðina, með þeirri ferð, sem komin var á hann. Bryce hékk á hömluteininum í augnablik. Hann var dasaðuraf högginu, sem hann fékk, er hann stökk niður á tengslin, og rak andlitið á vagn stofninn. Haka hans var marin, flegin og blóðug, nef hans var brotið tveir blóðstraum- ar runnu úr nösum hans. Hann þurkaði framan úr sér blóðið, hjó öxinni á kaf í timbrið sem stóð fram undan á vagninum og skildi hana þar eft- ir, klifraði síðan upp hinn þrönga járnstiga, sem var upp stofninn á vagninum, rétt hjá sömlu- teininum, þangað til hann komst upp á þakið. Hann stóð í stiganum og tók um hömluþjólið og sneri því fast en þó með gætni smátt og smátt, þangað til hömlumar fóru að bíta sig í hjólin. Þá reyndi hann á kraftana og tók á hjólinu með sínu heljar afli en spymti við með hnján- um í vagngaflinn og hélt hjólinu kyrru. Hömlurnar emjuðu, en ferðin virtist ekkert mínka. “Hann komst á of harða ferð!” stundi Bryce. “Ferðin er meiri en eg hefi orku til að ráða við. ó, elsku Shirley mín! Guð hjálpi þér!” f örvæntingu leit hann um öxl sér niður að tenglsunum. Hann var að vinna á eftir alt saman. Það voru eitthvað sex fet milli vagn- anna. Ef hann gæti bara enst til að halda þess- um heljartökum á hjólinu í einn mílufjórðung enn, þá gæti hann kannske stöðvað vagninn. Aftur færðist hann í aukana, spymti hnjánum fastara í stofninn, og sneri hjólinu þangað til vöðvar hans ætluðu að springa. Honum fanst eilífðartími líða þangað til hann á ný dirfðist að gæta að vógnunum fram- undan. Aftasti vagninn var þrjú hundruð skref á undan, en ffá vagnhjólunum kom sviðalykt eins og eitthvað væri að brenna. “Eg hefi lokað hjólunum á þér!” stundi hann. “Skrjálaðu! Það er rétt! Skrjálaðu og flettu út fjandans hjólin. Ha! Þú ert að stansa! Þú ert að stansa! Eg -hefi þig á valdi mínu áður en við komum að beygjunni. Brendu! Logaðu upp!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.