Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 1
ÍltglK. s ^^ cepÉnoableJ </ t '» DYERS6CLEANERSLTD. FIBST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. MARZ 1939 NÚMER 22. HELZTU FRETTIR Þ j óðræknisþingið f síðasta blaði var ofurlítið minst frétta af fyrsta þingdeg- inum. Það mun nú víst, að f undargerðin verði birt við hent- ugleika, en nokkra atriða, er gerðust tvo síðari daga þings- ins skal þó lauslega minst á. Á miðvikudag, sem var annar dagurinn er þingið stóð yf ir, var haldið áfram með að lesa skýrsl- ur embættismanna, deilda Þjóð- ræknisfólagsins og millijþinga- nefnda. Deildirnar höfðu furðu góða sögu að segja, höfðu sum- ar aukið félagatölu sína. Og samkomur þeirra og annað starf er þær hafa með höndum, á vin- sældum að fagna. Þegar þingið hafði afgreitt þessar skýrslur, hófust umræður um önnur dag- skrár-mál, svo sem útbreiðslu- mál, fjármál, fræðslumál, sam- vinnumál, útgáfumál, sýningar- málið í New York o. s. frv. Ársskýrsla féhirðis bar með sér að tekjur á árinu, með því sem í sjóði var frá fyrra ári (um $3,000) nema $6,367.24. — Útgjöldin voru um $500 minni á árinu. Af ársskýrslu ráðsmanns "Baldursbrár" að dæma hafa 237 manns greitt áskriftargjöld blaðsins, er nemur $118.50. Hef- ir Þjóðræknisfélagið þar orðið að hlaupa undir bagga með $170 styrkveitingu á fjárhagsárinu (samkvæmt skýrslun féhirðis Þjóðræknisfélagsins, Árna Eg- gertssion). Það er ekki ofsög- um af því sagt, að það gangi eitthvað að blöðumim okkar! Að kvöldi annars þingdagsins hafði þjóðræknisdeildin Frón í Winnipeg íslendingamót sitt. — Var það hið myndarlegasta og skemtilegasta í alla staði. Með ræðum skemtu auk forseta, S. Thorkelssonar, Hjálmar Berg- mann, K.C., og Þ. Þ. Þorsteins- son, en kvæði flutti Lúðvík KristjánssOn og varð eins og fyr, að því loknu, að gera svo vel og koma með annað ef hann vildi í friði búa við áheyrendur. Með söng skemti barnakór undir stjórn R. H. R., pianosolo, ung. frú Snjólaug Sigurðsson og ein- söng frú Sigríður Olson. Að þessari skemtfskrá lokinni var sezt að snæðingi og svo tekið til óspiltra mála og dansað til kl. 3 eftir miðnætti. Síðasta þingdaginn var gengið til stjórnarnefndarkosninga og hlutu þessir kosningu: Dr. Rögnv. Péutrsson, forseti; dr. R. Beck, vara-forseti; Gísli Jóns- son, ritari; séra V. J. Eylands, vara-ritari; Árni Eggertsson, fé- hirðir; Ásm. Jóhannsson, vara- féhirðir; Guðmann Levy, fjár- málaritari; sr. Philip Pétursson, vara-fjármálaritari; S. W. Mel- sted, skjalavörður. Eitt af þeim málum er miklar umræður urðu um síðasta þing- daginn, var um beiðni eða áskor- un er undirrituð var af nokkrum mönnum um að hefjast handa í að skrifa heildarsögu Vestur- fslendinga. Var í beiðninni far- ið fram á að 9 manna nefnd væri kosin í málið og henni væri heimilað að ráða mann til starfs. ins; maðurinn var Þ. Þ. Þor- steinsson. Áður á þinginu hafði nefnd verið kosin til að safna drögum til sögunnar; er skoðun margra að það sé þörfin mesta, og fyr en því verki sé lokið, sé ekki að ræða um að rita heildar- söguna. Níu manna nefndin var kosin, en ákvæðið um kostnaðinn af að ráða mann nú þegar til starfsins, sá þingið sér ekki fært að afgreiða og firti sig vanda með að vísa málinu til st j órnarnefndar. Að kvöldi síðasta þingdagsins var ágæt og uppbyggileg skemtiskrá. Ræður fluttu þá J. J. Bíldfell, fyrv. ritstjóri Lög- bergs, Guttormur skáld Gutt- ormsson, séra V. J. Eylands; ennfremur kvaddi Hjörtur Hall- dórsson Vestur-fslendinga, er hér vestra ihefir dvalið í nokkra mánuði, en er nú að hverfa til baka. Þorst. Þ. Þorsteinsson skáld las upp kvæði. Og ein- söng sungu Mrs. K. Jóhannes- son og sr. Egill Fáfnis. Þarna var því gott til skemtunar. — Ræða G. J. G. vaktí ekki aðeins upp aftur og aftur hjartanlegan hlátur áheyrenda, heldur var þess á milli nautn að skáldleg- um og skörpum athugunum hans á umræðuefninu. Gutt- ormur er ekki einungis kýmnis skáld og rithöfundur, heldur jafnframt einn af okkar gáfuð- ustu skáldum og hugsuðum. Að heiðursfélögum voru tvær konur gerðar, frú Guðrún Finns- dóttir Johnson, fyrir það sem hún hefir-lagt til íslenzkra bók- menta með skáldsögum sínum, og frú Jakobína Johnson fyrir ljóðagerð hennar. Bæði ensku dagbölðin í þess- um bæ, gátu af og til frétta af þinginu og skrifuðu auk þess hlýlegar greinar í garð fslend- inga og þjóðræknissamtaka þeirra. Bera þeim þakkir fyrir það. Frekari fréttir af þessu árs- þingi, sem vér teljum að hafi verið eitt af þeim ánægjulegustu og ógleymanlegustu verða nú ekki sagðar hér, en f undargerð- ina munu menn brátt eiga kost á að lesa í blöðunum. Þorramót í Riverton Frá Riverton er Hkr. skrifað: Á annað hundrað manns sótti Þórramót sem hér var nú í fyrsta sinn haldið 11. febrúar; stóð Sambandssöfnuður fyrir því. Samkoman var haldin í Parish Hall. Með skemtun þess- ari vorum við mint á miðsvetr- armótin gömlu og þótti okkur þessvegna ekki sízt mikið til þess koma og óskum við þess, að slík samkoma verði haldin hér á hverju ári hér eftir. Við mun- um þá til þess líta, sem þið í Winnipeg til ykkar góða og vin- sæla Frónsmóts. Mr. S. Thorvaldson var forseti mótsins; vék hann máli sínu að miðsvetrarmótunum til forna og kvað þetta í fyrsta sinni, sem Þorramót hefði verið haldið í Nýja-fslandi. Annar ræðumað- ur mótsins var séra Eyjólfur J.^ Melan og lýsti hann hvernig miðsvetrarmótin hefðu farið fram til forna og merkingu þeirra. Hefði eg gaman að sjá bæði þessi erindi birt í okkar kærkomnu Heimskringlu. Skáldin Guttormur J. Gutt,- ormsson og dr. Sveinn Björns- son ortu kvæði við þetta tæki- færi; hefir kvæði dr. Björnsson- ar nú birst í Heimskringlu og vildum við að G. J. G. birti sitt einnig. Tímóteus Böðvarsson, póst- meistari á Geysir, Man., kvað nokkrar vel valdar rímur, sem mikil skemtun var að. Meðan á snæðingi stóð og hinna mörgu íslenzku og ágætu rétta, sem þarna voru svo prýði- lega frambornir, var neytt, spil- uðu þeir Thorbergur Thorvald- son of Alan Benedicktson sam- an á piano. Að máltíð lokinni var stiginn dans. Er það á orði haft hér að nýstárlegri og skemtilegri samkoma hefði hér ekki lengi verið haldin. Eg hefi það eftir Mr. Thor- valdson og fleirum þjóðræknum dugnaðar og framfaramönnum hér, að í undirbúningi sé að mynda hér Þjóðræknisfélags deild af Þjóðræknisfélagi Vest- ur-íslendinga. Ætti svo að vera því hvað sem um okkur er sagt og jafn- vel þó vér sýnum þess ekki ávalt mikinn vott í hinu ytra, erum við í insta eðli okkar ómengaðir íslendingar og getum stært okk- ur af því að yngri börn sem eldri í þessari bygð tala íslenzku fullum fetum. Nýja-fsland er elzta bygð fslendinga hér vestra og er ennþá ef til vill hin ís- lenzkasta. Viðstaddur íslenzk sönglög fyrir börn Ragnar H. Ragnar hefir ný- lega gefið út allstóra söngbók (með 28 lögum) til þess að nota við kenslu barna í íslenzkum <söng. Hann hefir valið og radd- sett lögin sjálfur. Er ekki ann- að að sjá en að lögin séu vel valin; þau eru að minsta kosti öll al-íslenzk og þjóðleg. Mr. Ragnar hefir orðið nokkra æf- ingu í að kenna bórnum söng og árangurinn af kenslunni hefir reynst mikill og góður. Val og raddsetning þessara laga má því segja, að sé á reynslu bygð; þeir sem eiga viðLþað að kenna börn- um hér íslenzkan söng, standa mun betur að vígi til þess með þessa bók í höndunum, hvort sem kenslan fer fram í stórum stíl eða smáum, þ. e. við leið- beiningu kóra, eða á heimilum. Þetta er fyrsta isöngbókin, sem hér hefir verið gefin út af þessu tæi, fyrsta sporið sem stigið hefir verið í þá átt, að semja sérstaka bók við byrjun kenslu í íslenzkum söng. Til- gangurinn er svo þarfur og fag- ur, að bókin á skilið að vera keypt upp og komast inn á hvert heimili. Eftir því hve salan á henni verður mikil, fer og það hvort haldið verður áfram við slíka útgáfu eða hvort völ verð- ur á annari bók, er þessi lög hafa verið lærð og sungin. Gunnar Erlendsson hefir prentað bókina í prent-vél sinni og er frágangurinn góður. Bókin kostar í lausasölu, eitt og eitt eintak $1.25, en séu fleiri bækur keyptar $1.00. Frakkar og Bretar viður- kenna stjórn Francos í gær hélt Franco, foringi uppreistarliðsins á Spáni hátíð mikla í bænum Burgos á Norð- ur Spáni í tilefni af því, að Frakkar og Bretar hafa viður- kent stjórn hans. Lítur svo út, sem Bretar og Frakkar hafi veitt viðurkenn- inguna án þess að fá kröfur sín- ar uppfyltar nema að litlu leyti. Franco lofar að vísu að heiðri Spánar, sem sjálfstjórnarríki, skuli borgið, en gleyma segist hann ekki sinni ástkæru ítalíu eða Þýzkalandi. Annað atriði, sem Frakakr og Bretar fóru fram á, var að hefndum væri ekki beitt. í ávarpi Franco til brezka þingsins, er hefndarkröf- unni hispurslaust haldið fram. öllum glæpamönnum í liði lýð- veldissinna kveðst hann hegna. Ákvæði þetta er ekki svo smá- vægilegt, þegar þess er gætt, að allir sem nokkurn virkan þátt tóku í vernd lýðveldisins, eru í augum Francos glæpamenn. Sú krafa Negrins, forsætis- ráðherra lýðveldissinna um að spanska þjóðin fái að greiða atkvæði um hvaða stjórn hún vildi, virðist á ráðstefnunni í Burgos, sem Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og ftalir sátu á, hafa verið of heimskuleg til að vera tekin til greina. Páfakosningin í Róm hefst í dag. Við úrslitum er ekki búist fyr en um næstu helgi. * * * Roosevelt forseti hefir nýlega ákveðið að Canada skuli aðnjót- andi 86.2% af öllum kaupum af nautakjöti, sem Bandaríkin gera frá öðrum þjóðum. * * * Lög hafa verið samin í Þýzka- landi, sem ganga í gildi 1. apríl, sem gera ráð fyrir 40% tekju- skatti á barnslausum hjónum, piparsveinum og piparmeyjum. Um lVá miljón manna er sagt að skatt þennan verði að greiða. * * 0 í ræðu sem Errick F. Willis leiðtogi íhaldsflokksins í Mani- toba hélt s. 1. mánudag í þing- inu, kvað hann engra framfara von meðan Brackertstjórnin sæti við völd; stjórnarbúinu líkti hann við fornleifasafn (Fossil Bur- eau). * * * C. E. Johnson, social credit SAMANDREGNAR FR ÉT TIR • Sudeten-Þjóðverjarnir eru nú sagðir óánægðari undir stjórn Hitlers en Tékkóslóvaka. Hér- aðið er ekki sjálfbjarga og af- koma íbúanna hefir versnað. —- Undir stjórn Tékkanna, gerðu þeir hagkvæm viðskifti bæði við Bandaríkin og Bretland. Nú verða þeir að verzla við Þýzka- land og hafa stórum tapað við það. En Þýzkaland er heldur ekki hrifið af þessum viðskift- um og telur héruðin hafa orðið sér þunga byrði. Segir ritið News Review, sem gefið er út á Englandi, að Hitler hafi boðið Tékkum að gefa þeim landið aft- ur, en Tékkar hafi ekki viljað þiggja það. trúaþing þeirra kæmi saman í; eg sá á honum að hann las út úr spurningu minni, að eg vissi, að ekki væri um neina slíka borg að ræða! ? Á Indlandi er nú friður, nægjusemi, lög og regla og sam- hugur ríkjandi, sem eg er viss um að ekki hefði getað átt sér þar stað án yfirráða einhvers voldugs ríkis, eins og Breta, sem lengi og látlaust hafa að því stefnt, að hvetja þjóðina til að verða húss síns ráðandi. Ef að það hefði ekki verið fyrir Bret- land, gæti nú vel verið eins ástatt fyrir Indlandi og er fyrir Kína. í stað þess er nú í 7 fylkjum af 11 alls stjórn með sama skipu- lagi og er í hverri annari sjálf- stjórnarnýlendu Breta. Um stjórnarframkvæmdir annast þingið með fulltrúum, sem kon- unginum sverja hollustu eið^ er þeir taka við starfi, sem þing- menn og ráðgjafar. Mér þótti þ.m. frá Bow River, Alta., lagði vænt um að geta frætt Canada- nýlega til á sambandsþinginu, menn á því, að í Indlandi eru að stjórnin ábyrgðist bændum ekki, eins og margir þeirra virt- 95c fyrir hvern mæli af hveiti ust halda, miljónir óánægðra, ó- í bygðinni. Hon. J. S. Gardiner rórra uppreistarmanna, heldur akuryrkjumálaráðherra svaraði, menn, sem eru þakklátir í huga að þetta næmi $1.15 verði í Ft. fyrír það ágæta starf, sem Bret- William. Nú ábyrgðist stjórnin ar hafa þar unnið með því að 80c í Ft. William og sem væri sameina þjóðina og því að kenna henni þungar búsif jar, svo henni þá tungu, sem heimurinn þungar, að stjórnin gerði ráð svo »ð segja hugsar á og sem fyrir að lækka verðið. Ef við viðskiftin austur og vestur, stjórnin hefði nú ábyrgst verðið, norður og suður er notuð, og sem Johnson færi fram á, hefði fyrir lýðræðisskipulagið, sem í það kostað hana 150 miljón doll- ^Su Austurlanda er nýtt fyrir- ara, eða tveim þriðju meira, en ^ngði. það nú gerði. ^- ferðum mínum um Indland, * * * talaði eg við bónda nokkurn í Samkv. því er segir í dönsku Punjab-héraði og spurði hann, dagblaði urðu 2429 menn gjald- |hvað honum sýndist um hið nýja . 1 þrota í Stokkhólmi árið 1937 og 2875 árið 1938. HVERNIG INDVERJI LÍTUR Á CANADA Þjóðræknisfélagið Til að brúa Atlanz-ál enn er stefnt til þinga, þar sem hugur, hönd og mál hyllir fslendinga. Vermir brjóstin viðkvæm þrá virða jafnt sem kvenna, ennþá hjarta Frónsins frá fránir eldar brenna. Þótt oss bæri Fróni frá fley að Vínlands ströndum, lifir minning heit oss hjá helgum vafin böndum. Þar er okkar móður mál ment og fræða snilli, sem að brúar breiðan áJ bræðra sveita milli. Fylgjumst vel með táp og trygð tengdir landi nýju, vígjum starfið, bæ og bygð bræðra þeli hlýju. Geymum ættar gullin bezt göfgi norræns anda, þá er ment og farsæld fest framtíð beggja landa. M. Markússon þing og valdið, sem það leggur Indverjum sjálfum í hendur. Hann svaraði með því að segja stjórn Breta hafa verið stjórn hinna fátæku. Eg spurði hann við hvað hann ætti. Hann ind- skýrði orð sín Þanníg- að Eng- verskur Múhameðstrúarmaður. i ^ndingar hefðu innlpitt réttlát- sem nýlega hefir ferðast um afa skiP"lag, svo að ef að hinir Canada, skrifar um ferð sína í fatæku væru orétti eða moð2un blaðið Saturday Night á þessa ^1^ af hinum ríkari' eins °« leig. þer, þá gætu þeir nú leitað rétt- "Eg kom til Canada og ætlaði ar síns og sett bá eða bi« f mér að flytja erindi um ýms »fangelsi* efni, svo sem stjórnarskipún Indlands, trúarbrögð Indverja, E% kom til Canada þegar Indland fyrrum og nú, ensk Tékkóslóvakíu deilan stóð sem tunga og skilningur manna um hæst- E& var hvarvetna spurð- allan heim og Bretland og Ind-! ur> hvað Indland mundi gera, ef land. Það var þetta síðasta England yrði dregið út í stríð í efni, sem mér fanst Canada- Evrópu. Eg sagði ekki nokkurn menn hafa mestan áhuga fyrir. efa á því, að Indland svaraði Þá fýsti alstaðar að vita, hvort kalii sin". ríkisheildinni til stjórn Breta á Indlandi væri verndar á sama hátt og það hefði eins hjartalaus og ófullkomin,' gert í síðasta stríði. Forsætis- sem oft er látið í veðri vaka af ráðherrann í Punjab-fylki og óvinum Englands. Mér gafst prinsarnir mörgu, buðu aðstoð þarna tækifæri, að segja þeim, S1'na meira að segja án þess að að sannleikanum væri ekkert j fram á slíkt væri farið og áður fjær en þetta. Bezta gjöfin sem en nokkur þörf var á því. f Indlandi hefir áskotnast er tæki. | síðasta stríð fórH ein miljón og færið sem Bretar hafa veitt þeim íjögur hundruð þúsund manns til þess að læra að stjórna sér fra Indlandi. Yfir 500,000 af sjálfir, með stofnun þings og >eim komu frá Punjab. Þrjátíu fulltrúastjórnar, er ótakmarkað og sjö þúsund féllu. Árið 1914 vald hefir til að semja og smiða fórum við í stríðið eingöngu sér þau lög, er þjóðin æskir. fyrir konung vorn, því þá vorum Mönnum sézt mjög alment við ekki búnir að fá það frelsi yfir það, að Indland hafi sjálf- og vald, sem við nú höfum. Nú stjórn. Eg man eftir því í berjumst við ekki aðeins fyrir veizlu í Toronto, að við hlið mér konunginn, heldur einnig, fyrir sat Frakki. Hann spurði mig vort eigið land og þjóð. í þessu hvenær Bretar ætluðu að veita er ástæðan fólgin fyrir því, að Indverjum heimastjórn. — Eg Punjab-fylki lét ekki standa á skýrði fyrir honum stjórnar- svari sínu um það, hvað Indland skipunarlögin frá 1935, sem gerði, ef Bretland þyrfti á að- veitir okkur Indverjum sömu stoð að halda. Og eiffs og eg réttindi og þið hafið í Canada, ] minti vini mína í Canada á, er að hermálunum undanteknum. það blekking ein að halda, að þó Þá hrósaði eg ást Frakka á lýð- að land þeirra sé mörg þúsund ræði og jafnrétti en spurði í'mílur frá ófriðarstöðvum, að gletni, hvað borgin héti í Norð- [ stríð nái ekki til þess. Það sem ur-Afríku Frakkanna, sem full-! Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.