Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 2
1K SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 1. MARZ 1939 MIXM GUÐANNA (Flutt á Þorrablóti) I. Efalaust mun það vera til hneykslunar strangtrúuðum mönnum, að kristinn prestur rísi úr sæti sínu, til að blóta heiðin goð. En það hefir lengi þótt loða við okkur Eyfirðingana, sem ein- kenndi forföðurinn, Helga hinn magra, að við værum blendnir í trúnni, og tel eg þettat reyndar ekki að öllu leyti ljóð á voru ráði. Sízt af öllu væri hægt að telja það trúleysi, að blóta marga guði. Fremur mætti það kallast hið gagnstæða. Virðist mér því svo, að forfaðir vor, Helgi hinn magri, hafi með því að heita á Þór eða Krist til skiftis, eftir því sem honum þótti betur við eiga, sýnt sig að vera trúmann mikinn og ástvin guða, en hins- vegar færi fjarri því að hann væri þröngsýnn eða ofstækis- fullur í trúnni. Og vildi eg gjarna, að þetta einkenni hefðum vér einnig erft af honum. Skrifað stendur það að vísu í lögmáli Gyðinga og þeirra boð- orðum, að eigi skulir þú aðra guði hafa, og gerðu þeir mikið veður út af því Gyðingarnir, sem altaf voru að berjast móti fleir- gyðistrúnni, að þeirra guð væri mjög vandlátur eða afbrýðis- samur guð, sem ekki þyldi neina hjáguðadýrkun og reiddist henni ákaflega. En eg ætla, að inn í þessa miklu afbrýði, sem þeir eignuðu guði sínum, hafi ofist snar þáttur af þeirra eigin lundareinkennum. Nær sanni fari sú hugmynd, sem nýja testamentið gefur oss um guð- dóminn, að hann láti sína sól upp renna yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Með þessari lýsingu er. horfin öll afbrýði úr lundarfari guð- dómsins. Hann stendur þar ekki framar með refsivöndinn á lofti, eins og mörgum er svo gjarnt á að hugsa sér, yfir öllum þeim, sem ekki tilbiðja hinn eina sanna Jahve Gyðinganna. Bezt gæti maður trúað því, að slíkur guðdómur spyrði hreint ekki að því, með hvaða nafni mennirnir ákölluðu guði sína, heldur spyrðu hann hverskonar guðir það væru, sem þeir tilbæðu, hversu fagrir og góðir, hversu vitrir og mildir. Þvi að í guðshugmyndunum, sem auðvitað grípa aldrei með fullum skilnnigi yfir veruleik- ann sjálfan ,speglast þó að minsta kosti mikið af eðli mann- anna. Þær eru mælikvarðinn á hæðir og dýptir vitundarlífs- ins, drauma vorra og 'þrár og ímyndunarafl, og eru að því leyti sannar, sem hið æðsta og bezta í oss reynist sannara og lífinu samkvæmara og heilla- drýgra, en hitt, sem vér köllum ilt eða óguðlegt. Það er í þess- um skilningi, sem eg vil mæla nokkur orð fyrir minni hinna fornu guða feðra vorra. II. Fyrst væri gott að gera sér ljóst af hvejju fleirgyðishug- myndimar byggjast. Allar kynslóðir hafa skilið það, að þær eru fæddar tiltölu- lega vanmáttugar og fávitandi inn í heim, sem yfirstígur jafnt skilning þeirra og krafta. Svo mikið hafa menn þó skilið, að þessi veröld hefir mikla víðáttu, og er hið mesta völundarsmíð. Þeir frumkraftar, sem í tilver- unni búa, eru svo fjölkunnugir og margvísir í sköpun sinni, að við þeim sjáum vér ekkert. •— Þetta er hin fyrsta ályktun trú- arinnar, sem birtist í öllum trú- arbrögðum. Næsta atriðið verður það, að gera sér grein fyrir eðli þessara vitsmunaafla, sem skapað hafa alla hina sýnilegu tilveru og oss eru snjallari, og fer sú greinar- gerð eða þær hugmyndir auð- vitað mjög eftir andlegum og vitsmunalegum þroska þeirra þjóða, sem um er að ræða. Hugs- um okkur t. d. grísku guðina, í sólskini Hómerskvæðanna, fagra og íturvaxna og ásthneigða. í þeim birtist fegurarþrá og lista- þroski þessarar suðrænu þjóðar. Vorir guðir hinir norrænu eru hinsvegar kraftajötnar, vitrir og ástúðarríkir, en fremur stríðlyndir. í því birtist skaps- einkenni víkinganna. Uppruna- lega hugsa mennirnir sér að hverju einstöku fyrirbrigði nátt- úrunnar stjórni sérstakur guð- dómur. Það eru guðir láðs og lagar, guðir skógar og jarðar- gróða og guðir sólar og himin- tungla. Svo koma guðir kraft- arins, guðir vitsins og skáld- skaparins, guðir stríðsins og guðir ástanna og endurfæðingar- innar. Grikkir og Rómverjar höfðu guði fyrir alt þetta og í vorri fornu goðafræði samsvör- uðu þessum ýmsu náttúrufyrir- brigðum guðir eins og: Ægir og Freyr, Baldur og Þór, óðinn og Týr, gyðjurnar Freyja og Iðunn o. s. frv. Það sem gerist með eingyðis- trúnni er reyndar aðeins það, að starfsvið og eðliþættir þessara mörgu guða er dregið saman í eitt. Menn fara að gera sér í hugarlund, að hér sé reyndar ekki um starfsemi margra guða að ræða, heldur að í einum sönn- um guði lifi og hrærist allar þessar starfsemdir. Sá guð sé almáttugur, frá honum sé kraft- urinn — en það er starfssvið Þórs. Hann sé alvitur. Það er starfssvið Óðins, sem úr Hlið- skjálf sá yfir heima alla og vissi hverskonar speki. Frá hon- um komi sól og regn, gróður og uppskera. Það er starfssVið Freys. Hann heyri stormsins hörpuslátt og gerþekki alt sjáv- ardjúpið. Það er starfssvið Ægis. Hann búi í því Ijósi, sem enginn fær til komist. Það eru Breiðablik Baldurs. Hann sé guð lífsins og endurfæðingar- innar. Það er verksvið þeirra Freyju og Iðunnar. Þannig má lengi halda áfram að telja og mun það þá koma í ljós, að hin heiðnu goð, sem svo eru nefnd, eiga reyndar flest heima við hirð guðs almáttugs, jafnvel Loki, sem er fulltrúi hins fallna engils. Og á þennan hátt verður það því mjög rétt- lætanlegt, að vér blótum hin fornu goð, þegar vér sjáum að þau standa reyndar aðeins sem fulltrúar eða nafngiftir sér- stakra eðlisþátta guðs allsherj- ar. Hinir glæsilegu guðir forn- aldarinnar voru því ekki aðeins óskabörn ímyndunaraflsins og trúarinnar á þeim tímum, þeir standa ennþá sem fulltrúar á- kveðinna lífssanninda og ákveð- inna hugsjóna, sem vér trúum á. Þegar þess er gætt, að í þess- um guðum persónugerðu for- feður vorir, eins og aðrar þjóðir, aðeins þau skapandi öfl, er þeir skynjuðu hvarvetna að baki til- verunnar, þá er það í sjálfu sér ekkert annað en hið sama sem vér gerum, í vorri guðshugmynd. Það, hvort guðinn telst einn eða fleiri, skiftir þá ef til vill ekki svo mjög miklu máli, meðan vér erum ennþá komin skamt á veg og Mtt handgengin guðum. í þrenningarlærdómi og dýrlinga- trú kaþólsku kirkjunnar bryddir reyndar aftur á tilhneigingunni til fleirgyðis, sem oss hefir á öll- um öldum gengið svo erfiðlega að losa oss við. Aðalatriðið er líka það, að skynja hið guðdóm- lega, trúa því, að guðirnir séu miklir og góðir — og fagrir, bættu Grikkirnir við. Því að þeir eru höfundar þeirrar hugs- unar, sem Emerson setur fram, að fegurðin sé það stimpilmerki, sem guð setji á hið góða. Yfir öllum draumum trúarbragðanna hefir síðan logað ljós fegurðar- innar. Villan og heiðnin byrjar þar fyrst sem guðirnir eru grimmir og ljótir, fylking þeirra er fá- skrúðleg eða þar sem þeir eru þröngsýnir og ofstækisfullir. Og það sem unnið var við að setja þessa guði saman í eitt, var reyndar fyrst og fremst það, að þá skapaðist réttari afstaða þeirra á milli, einn eðlisþáttur- inn kom síðar til að yfirgnæfa annan. Guðshugtakið stækkaði að fegurð og göfgi, og mennirnir stækkuðu með því að andlegu víðsýni og menningu. III. Það er jafnvægið og víðsýnið sem nauðsynlegast er af öllu til andlegrar menningar. f fleir- gyðinu liggur fólgin hætta hins blinda ofstæðis og þröngsýnis. Þó að Snorri Sturluson fylki goðum vorum öllum í hina skemtilegustu fylkingu, þá var það þó ekki algengt til forna, að menn tryðu á guðina, á þann hátt eins og ætla má af Eddu. Lang algengast mun það hafa verið, að sumir hafi dýrkað Þór, 'aðrir Tý, sumir Frey eða óðin og sumir Freyju. Villan hjá 1 þessum mönnum lá reyndar aðal- lega í því, að þeir dýrkuðu svo mjög einn guðinn, að þeir gleymdu öðrum. Og þegar við förum að athuga málin nánar, þá er þessi villa reyndar býsna algeng ennþá. Því að enda þótt svo heiti, að við séum kristin, þá blótum við samt ennþá hin fornu goð í miklu víðtækara mæli, en við gerum oss alment ljóst. Það er ekkert að marka hvaða trú vér játum. Vor rauverulega trú kemur fram í verkunum. Og í verkunum trúum við á hin heiðnu goð, því miður ekki eins og vitringurinn Snorri, og jafn- vel naumast eins og okkar ágæti forfaðir Helgi hinn magri. Villa okkar er sú, að við erum of ein- hæf í trúnni. Það eru ennþá til menn, sem trúa aðallega á Þór — eða fulltrúa hans á þessari öld, sem vér getum kallað véla- kraftinn. Það eru þeir menn, sem halda að járnöld hin nýja geti bætt öll mannanna mein. Það eru til menn, sem dýrka Óðin, eða vitsmunina á mjög ein- hæfan hátt. Þetta eru vísinda- Imennirnir, sem eyða allri æfi sinni í það, að kljúfa atóminn, eða búa til eiturgas. Þá dreym- ir að vísu um það, að vitið eitt eða framfarir í vísindum megni að færa alt í lag á jörðinni. En þess má um leið minnast, að óðinn hafði það til, að skjóta geiri sínum niður á jörðina og spruttu þá upp illdeilur og or- ustur. Vísindin eru tvíeggjað sverð, sem jafn reiðubúið er til ills eins og góðs. Framfarir í vísindum geta jafnt leitt til böls sem batnaðar, eins og sjá má af hinum vísindalega herbúnaði vorra tíma. Þá vitum vér hversu margar af þjóðunum trúa ennþá á stríðsguðinn Tý, og sjáum til hvers sú trú leiðir. Ennþá er trúað á Ægi og Frey til sjávar og sveita og ýmsir útlendir guð- ir eru nú komnir til sögunnar eins og Mammon og vínguðinn Bakkus. Loks megum vér ekki gleyma Freyju, sem átt hefir marga ástvini fyr og seinna, með öllum þjóðum, og eru þeir marg- ir sem leita sér yndis af hennar föruneyti. En freyju fylgja kettirnir, sem draga vagn henn- ar, og eru þeir bæði slægir og grimmir og hafa margir hlotið illar skráveifur af þeirra völd- um, sem of mjög hafa orðið handgengnir þessum guðdómi. Þannig má lengi halda áfram, og hnígur þá alt að hinni sömu niðurstöðu, að ennþá blótum vér heiðin goð, bæði leynt og ljóst. Og hví skýldum vér ekki gera það, einungis á skynsamlegan hátt? öll standa þau sem full- trúar ákveðinna lífssanninda og lífsgæða. Þór er góður — vélakraftur- inn, þessi jötunorka, sem beizl- uð hefir verið og á vafalaust eftir að létta miklum hluta hins þyngsta erfiðis af herðum mannkynsins. En krafturinn dugir ekki einn. Þór er heimsk- ur og það þarf að hafa vit fyrir honum. Þá getur hann með Mjölni sínum lagt að velli hin ægilegustu tröll fátæktar og erf- iðleika, sem staðið hafa í vegi mannanna. Óðinn er ágætur. Hvað er betra en skilningurinn og vitið, ef því er beitt til góðs. En óðinn þarf handleiðslu kær- leikans. Týr er fulltrúi hugrekkisins og hreystinnar. Altaf er jafn- mikil þörf á því, þótt vér notum það ekki til að drepa hvert annað. Og hver vildi algerlega afneita ástargyðjunni Freyju, þó að bannsettir kettirnir séu í fylgd með henni, en það merkir, að ástin, sem hún stendur sem fulltrúi fyrir, geti orðið grimm, afbrýðissöm og undirförul. Hver þessara guða er ágætur á sínum stað. Þeir eru ennþá förunautar vor allra. En hvað er það sem vér höfum leitast við að gera við þá í kristinni trú? Vér höfum leitast við að skipa kraftinum undir vitsmunina og vitsmununum undir kærleikann. Svo hét það að vísu, að Þór væri sonur óðins og Óðinn væri því honum æðri. En gallinn á óðni var sá, að hann var kald- rifjaður og slægvitur og verald- arhöfðingi hinn mesti. Freyja átti að sönnu nokkur ítök í honum, en bæði var, að Freyja var aðeins fulltrúi hinnar lík- amlegu ástar, enda var óðinn marglyndur í ástunum,> skreið inn í hamarinn til Gunnlaðar og átti vingott við huldur og hamragýgi og hafði fjölmargar valkyrjur sér við hlið. En þar sem forfeður vorir áttu reyndar engan fulltrúa fyr- ir meðal sinna vitru og ágætu guða var hinn andlegi kærleikur, miskunnarlundin, sem hafin er yfir allar mannlegar ástríður. Þeir áttu engan guðdóm fyrir líknarlundina, þá meðaumkun, sem nær til aumra og volaðra, hinna þjáðu og bágstöddu, nema ef það væri Eir, þerna Friggjar, og er þá þessari skapseinkunn ekki gert hátt undir höfði — enda var yfirleitt harðúðugt lundarfar víkinganna og voru þeir hvergi viðkvæmir fyri; sárum eða bana. IV. Það var Hvíti Kristur, sem kom til að fylla upp í þetta skarð. Hann líktist að vísu Baldri í hreinleik og sakleysi, en var honum þó stórum öflugri í miskunnarlundinni og kærleik- anum. Engum efa er það orpið, að upprunalega gerðu forfeður vorir, eins og .Helgi magri, lítið annað en að bæta honum við i guðahópinn. En smámsaman varð mönnum það ljóst, að hann var um aðra fram fulltrúi hins hæsta guðs, því að “þeirra var kærleikurinn mestur”: Þá tóku sumir ofstækismenn að yrkja níð um hin fornu goð og segja: : “Grey þykkir mér Freyja”. Hefir mér jafnan fundist, að maklega hafi Hjalti Skeggjason verið útlægur gerr af landinu fyrir svo íheiskulegan kviðling, því að það er eins og að níðast á foreldrum sínum, að svívirða þá helgu dóma, er vér tignuðum áður, þó að síðar þykjumst vér komast til fyllri sannleikans við- urkenningar. Og mér leikur ávalt grunur á, að þeir sem við- hafa slíkan ofsa í trúarefnum risti heldur aldrei djúpt í hinum nýja sið og trúi sér því hvorki til sáluhjálpar á einn guðdóm eða annan. Þessvegna dáist eg að Helga hinum magra, forföður vorum, sem hét á Þór í sæförum og harðræðum, þegar karlmensk- unnar þurfti við, en trúði á Krist til hinnar friðsamari iðju. Þessi vitri og víföruli maður, sem bæði að uppeldi og ætterni stóð með annan fótinn i heiðinni menningu en hinn í kristninni, kunni vafalaust vel að meta þau menningarverðmæti, sem hvor- tveggi átrúnaðurinn hafði í sér sér fólgin. Því að í trúarbrögðum þjóð- anna speglast þeirra andlega reynsla í óteljandi ættliðu. Þar er kristölluð skáldleg sýn og hugsæisgáfa vitrustu manna kynstofnsins. í vorum fornu guðum sjáum vér því ekkert annað, en þá kosti og bresti, þann heiftareld og ástarbríma, sem dýpst bjó í eðli vors kyns frá örófi alda. Vér sjáum hug- sjónir þeirra og draum persónu- gerfast, vér sjáum raunir þeirra og vonbrigði, fögnuð þeirra og lífsþrótt. f sögu guðanna, þeirra sem safnast saman undir Aski Ygg- drasils, tré lífsins, og heyja þar örlög sín, sjáum vér um leið sögu ættar vorrar og hennar ör- taga-dóma. Þessvegna getum vér heiðrað þessa glæsilegu guði feðra vorra, enda þótt vér höf- um valið oss hinn hvíta Krist að leiðtoga. Vér getum ennþá sagt: Lifi vaskleikur og vit, lifi hug- dirfð og hreysti, lifi fegurð og frjósemi jarðar, ástir og endur- fæðing! Lifi Þór og Óðinn, lifi Týr og Baldur og Freyr! Lifi gyðjurnar Iðunn og Freyja! Benjamín Kristjánsson —Dagur, 19. jan. 470 atvinnulausir Skráning atvinnulausra hér í Reykjavík lauk í gær. Alls komu til skráningar 470, þar af tvær konur. Er þetta lægsta tala atvinnulausra hér í byrjun febrúar síðan 1930. í fyrra voru á sama tíma 769 skráðir atvinnulausir, 1937—939 og 1936, 690.—Mbl. 5. febr. íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. ÁRSFUNDUR SAMBANDSSAFNAÐAR tJtdráttur úr fundargerð Framh. Sunnudaginn þ. 12. febr. eftir niessu, var framhalds fundur Sambandssafnaðar haldin í sam- komusal kirkjunnar. Kvenfélögin höfðu látið þau boð breiðast út, að þau biðu öllu safnaðarfólki, ásamt vinum þess, er þiggja vildu, til veizlu þetta sunnudagskvöld. Var því fjöldi af yngra og eldra fólki þar saman komið. Fjögur lang- borð voru dúkuð í samkomusaln- um, og þar settist fólk að borð- um að risnulega framreiddum réttum og kræsingum. Að aflokinni máltíð var tekið til fundarstaTfa. Dr. M. B. Halldórson setti fundinn og -stjórnaði honum. — Mælti hann nokkur vinsamleg lorð til kvenfélaga safnaðarins og þakkaði konunum fyrir hinar ágætu og höfðinglegu veitingar, sem allir voru búnir að gæða sér á. Þessu næst voru lagðar fram skýrslur. Skýrsla hjálparnefndar, lesin af Mrs. B. E. Johnson: f sjóði frá fyrra ári ....$ 93.98 Inntektir á árinu ........ 71.65 $165.63 Útgjöld ................ 145.65 í sjóði 8. febr. 1939 ....$ 19.98 Skrýsla sunnudagaskólans, lesin af séra P. M. Pétursson: í sjóði frá fyrra ári...$ 45.55 Tekjur á árinu ......... 77.94 $123.49 Útgjöld ................$ 92.92 f sjóði frá 29. jan. 1939 $ 30.57 Sunnudagaskóla börn kvað hann 64 að ungmenna flokknum meðtöldum, og kennara átta. Fjármálaritari, Th. Borfjörð, las þá skýrslu sína. Tekjur alls á árinu $4, 068.47. Þakkaði Th. Borgfjörð nefndarmönnum sín- um fyrir góða samvinnu og ósk- aði hinni nýju stjórn heilla og velgengis. Skýrsla féhirðis, Ól. Péturs- sonar, kvað hann fjármálarit- ara hafa gert svo vel að varla væri hægt að komast yfir það, því þrátt fyrir marga og margs- konar erfiðleika, hefði unnist svo vel á árinu að tekjurnar væru að mun meiri en í fyrra. f sjóði frá fyrra ári....$ 377.73 Frá fjármálaritara .... 4,068.47 $4,446.20 Útgjöld ............... 3,746.20 í sjóði 13. febr. 1939....$ 700.00 Dr. M. B. Halldórson kvað nú skyrslurnar liggja fyrir til um- ræðu og afgreislu. Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu er studd var af Stefán Einarsson, að skýrlurnar séu viðteknar eins og þær voru lesn- ar. Samþ. Þessu næst las prestur safn- aðarins, séra P. M. Pétursson, skýrslu sína. Gerði hann grein fyrir því að 42 enskar guðsþjónustur hefðu farið fram á árinu, og 43 á ís- lenzku. Af þessu kvað hann aðra hafa messað 13 sinnum, 6 á ensku og 7 á íslenzku. Út- varps guðsþjónustur 2. Flutti hann sjálfur aðra, en séra Jakob Jónsson, prestur í Wynyard, hina. 5 börn voru skírð. 13 hjón gefin saman. Og 14 voru jarðsungnir. Þá mintist hann á að nefnd hefði verið kosin til þess að sjá um notkun á kirkjunni. Var í henni forseti hvers félagsskap- ar auk eins annars. Dró þessi nefnd upp funda áætlun er farið var eftir og kom það í veg fyrir að nokkur árekstur yrði með út- lán á kirkjunni. Byrjið sparisjóðs innleg við Bankann— Peningarnir eru óhultir og þér getið tekið þá út hvenær sem þér viljið. Á 12 mánuðum gerðu viðskiftamenn 10,500,000 innleggingar á The Royal Bank of Canada; vottur um það traust sem almenningur ber til þessarar stofnunar, sem að eignamati fer yfir $800,000,000. THE ROYAL BANK O F CANADA --yfir f— — — l|

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.