Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. MARZ 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Þessu næst veik hann að Sunnudagaskóla málinu. Upp að þessu kvað hann kennarana hafa orðið að annast mest sjálf- ir um hag skólans og bera á- byrgðina af rekstri hans, sem væri þó í raun réttri verk safn- aðarins. Lýsti hann því yfir að nú væri nýr bekkur stofnaður, sepi nefndist “ungmennadeild” sunnudagaskólans, og væri Ein- ar Árnason kosinn stjórnandi þessarar deildar. Þá óskaði hann eftir að sunnudagaskóla nefnd yrði kosin og stakk upp á þessum í nefndina: Mrs. Steindór Jakobsson Miss Helgu Reykdal Miss Margrét Pétursson Mr. Einar Árnasion Og sjálfur óskaði hann eftir að eiga sæti í nefndinni. Þessu næst lét hann í ljósi þakklæti sitt til allra félaga, og margra einstaklinga innan safnaðarins, fyrir ágætt starf og góða og á- nægjulega samvinnu á árinu, og lauk svo máli sínu með því að þakka söfnuðinum í heild sinni fyrir liðið kirkjuár. Þá gerði dr. R. Pétursson til- lögu er studd var af Th. Borg- fjörð, að þakka presti safnaðar- ins fyrir þessa ágætu skýrslu og biðja ritara að færa hana til bókar. Samþykt. Skýrsla kvenfélagsins var þessu næst lesin af ritara þess, Mrs. J. Kristjánsson. Mintist hún með nokrum vel völdum orðum fjögra félagskona er kvöddu á árinu, sem höfðu verið ágætar starfs- og styrktarkonur félagsskaparins og öllum kærar. Þá kvað hún félagið hafa unnið með líkum hætti og undanfarin ár. Tíu fundir voru haldnir á árinu. Á sex af þessum fund- um hafa verið flutt erindi, sem hér segir: Barnaskólar og heimili—Mrs. Lára Sigurðsson, Bókin, The Nile—Emil Ludwig —Mrs. G. Johnson Davíð Stefánsson skáld—Mrs. Finnur Johnson Madame Marie Curie—Mrs. L. Sigurðsson Vikivakar og dansar—Mrs. G. Johnson Okkar litli félagsskapur og við sjálf—Mrs. G. Johnson öll þessi erindi kvað hún hafa verið bæði skemtileg og fræð- andi. Las hún svo fjárhags- skýrsluna er var, sem hér sýnir: Inntektir alls á árinu ....$510.31 f sjóði frá fyrra ári... 39.06 $549.37 Útgjöld ................ 541.04 í sjóði við árslok .....$ 8.33 Skýrsla yngra kvenfélagsins; forseti þess, Mrs. S. Jakobsson flutti stutt ávarp og þakkaði söfnuðinum fyrir alla þá hjálp og margvíslegu aðstoð og styrk við félagsskapinn. í sjóði 31. des. 1937 ..$ 24.95 Inntektir á árinu....... 355.81 $380.76 Útgjöld ................ 368.34 í sjóði 31. des. 1938 ..$ 12.42 Mrs. B. E. Johnson las skýrslu leikfélagsins, sem var þannig: í sjóði frá fyrra ári ..$ 14.05 Inntektir á árinu ...... 540.16 $554.21 Útgjöld ................ 532.55 í sjóði 1. febr. 1939 ..$ 21.66 í stjórnarnefnd leikfélagsins næsta ár eru þessir skipaðir: Forseti—B. E. Johnson Ritari—Steina Kristjánsson Féhirðir—Kristín Johnson Leikstjóri—Árni Sigurðsson Eignav.—Steindór Jakobsson Þá talaði Dr. Rögnvaldur Pét- ursson nokkur orð og lýsti ánægju sinni yfir því hvað alt hefði gengið vel og áunnist á ár- inu. Kvað hann alt starfsfólk safnaðarins hafa gert betur en von var til. Óskaði hann söfn- andi starfsári og þakkaði frá- farandi forseta, Dr. M. B. Hall- dórson, fyrir langt og gott starf. kvaðst óska þess að söfnuðurinn ætti um mörg ár enn eftir að njóta styrktar hans og leiðbein- inga. Þá voru kosnir 7 í hjálpar- nefnd og hlutu þeir sömu kosn- ingu, sem í nefndinni voru s. 1. ár. Mr. B. E. Johnson, forseti safnaðarins, mælti nokkur orð að endingu og hvatti til einlægr- ar samvinnu og kvað hina ný- kosnu nefnd langa til þess að störf hennar yrðu áhrifarík og vinsæl, að allir störfuðu í eining að heill og framgang málefna safnaðarins, svo þau lifi og dafni í sjálfstæði og bróðurþeli. Með því nú var orðið áliðið og engin ný mál lágu fyrir, var fundi slitið. Davíð Björnsson, ritari SILFURBRÚÐKAUP t VANCOUVER, B. C. Tuttugu og fimm ára gifting- ar afmæli áttu þau hjónin, herra og frú Herbert S. Le Messurier þ. 18 jan. s. I. Fyrir þessu samsæti stóðu aðallega nokkrar ísl. konur, úr kvenflaginu “Sólskin” sem nú er orðið víðfrægt 'hér á strönd- inni fyrir rausn og skörungs- skap á öllum ísl. mannamótum, hér í bæ, að minsta kosti. Þær nutu og aðstoðar annara ísl. kvenna í sínu nágrenni sem þó því mið’ur, ekki hafa enn skrá- sett sig í nafnabók kv.fél. “Sól- skin”. En þar ættu þær allar að vera frá þjóðræknislegu sjón- armiði skoðað, — “því margt smátt gerir eitt stórt”. — f fé- laginu eru nú um eða yfir 30 konur, og er það fallegur hói>- ur! Og þær sjálfar fallegar. Konurnar, sem aðallega höfðu alla umsjón og stjórn á hendi þetta kvöld, voru sem hér segir: Mrs. Jóhanna Pearson, (ekkja) 2117 William St.; Mrs. Emily H. J. Thorson, 1784 E. 34th St.; Mrs. Þorbjörg Anderson(ekkja) 841 16th Ave.; Mrs. Ragnhildur Hugo Davies, 3360 E. Pender St. Og það sem þessar konur og ó- tal margar fleiri í sameiningu, taka sér fyrir hendur, að fram- kvæma í okkar ísl. félagslífi hér í Vancouver, standa þær full- komlega einhuga og jafnfætis, öllum öðrum ísl. kvenfélagskon- um, sem eg hefi þekt. — Jafn- vel þeim þar í Winnipeg. — Og á eg þar við, bæði ísl kvenfélög- in þar, sem eru löngu nafnfræg- ar og þjóðkunnar, um alla Vest- ur-Canada, fyrir “fegurð og borðveizlur” og alla, aðra glæsi- mensku, á íslenzkan mælikvarða. En svo eiga flestar kvenfél. kon- ur, hér sem annarsstaðar, “hauka í horni” þar sem bænd- ur þeirra eru, og aðrir giftir og ógiftir stuðningsmenn! Að minsta kosti hafa þeir flestir góða list á kaffi og pönnukök- um og hringdansi í ómakslaun. Þessi silfurbrúðhjón, sem að ofan eru nefnd, giftu sig ihér í Vancouver 18. jan. 1914, og hafa búið hér síðan. Heimili þeirra er að 2142 Kit- chener St. Maðurinn er cana- diskur, af frönskum ættum, en konan al-íslenzk, fósturdóttir þeirra valinkunnu hjóna J. Mag- nús Bjarnasonar og konu hans Guðrúnar Hjörleifsdóttur, þau búa í Elfros, Sask. Husfrú Alice Le Messurier skipar nú forseta-sæti í kvenfé- Iaginu “Sólskin” og fer það starf vel úr hendi, því hún. er höfðingleg kona og vel máli far- in, og félagslynd meira en í með- allagi, gestrisin og huppleg heim að sækja. Þessvegna átti það vel við fyr- ir hinar “Sólskins”-konurnar, með aðstoð nokkurra utanfé- lagskvenna að heiðra hana með heimsókn, ásamt eiginmanni hennar, á tuttugu og fimm ára í þeirri gleði tóku þátt aðrir vinir hjónanna sem tvímæla- laust eru margir. Og þetta kvöld, var hús þeirra hjóna sem nokkurskonar mið- stöð, því þangað lágu allar göt- ur, enda er hús þeirra hér um bil í miðri borginni. Og þegar þann sem þetta ritar bar þar að, garði, var þar komin húsfyllir af fólki úr öllum áttum, og bif- reiðarnar lágu þar í löngum röðum meðfram gangstéttinni, eins og allra landa-skip gera við hafnarbryggj ur borgarinnar. ■— Og ein bifreiðin, að minsta kosti, var þar aðkomandi úr öðru ríki, því á hana var fest: “Blaine, Washington” ökuleyfis skírteini, og grunaði mig strax á leiðinni í gegnum “sálarhliðið” að hér mundi vera kominn hinn góði hirðir, n.f.l. íslenzki frjálstrúar prsturinn okkar, hann séra Al- bert Kristjánsson, til að hafa mál fyrir mönnum og forystu við þessa afmælis athöfn, því án prests er engin giftingarveizla fullkomin, og sízt siiljfurbrúð- kaup. Og grunur minn reyndist réttur, því hann var fyrsti mað- ur að heilsa mér í anddyri húss- ins og bjóða mig velkominn í nafni forstöðukvennanna, og á sama máta þrýsti eg hönd hans hlýlega og þakkaði honum fyrir uðinum allrar blessunar á kom-1 giftingarafmæli þeirra hjóna ogjsamsætinu og var því vel undir- búinn, að öllu leyti, nema því, að hann kom hempulaus” út-! vortis, en sálin var iskrúðklædd j og tungan liðug, og öll fram- J koma hans prúðmannleg og eft- j irtektaverð. Þar næst reis hann | úr sæti og mælti á ensku, og hafði mikið en gott að segja;‘ en að endurtaka það hér yrði of langt mál í þessari fréttagrein. Hann beindi máli sínu sér- staklega til silfurbrúðurinnar, því hann sagðist hafa kynst fósturforeldrum hennar þegar hann Var þar skólakennari fyrir allmörgum árum í þeirra bygð- arlagi. Og þá sagðist hann hafa frétt um hana, að hún væri gift kona vestur í Vancouver, B. C. Um hjónaband hennar sagð- ist hann lítið geta sagt, en þó hefði hann frétt að það mundi alt hafa gengið sinn vanagang eins og í fornsögum okkar ís- lendinga. Og eitt sagðist hann vita, að þau ættu tvö mannvæn- leg börn, gifta dóttur og son ógiftan. Nöfn barna þeirra eru þessi: Kathaleen, nú frú Cum- mings og Gordon. Hann sagðist áður hafa verið gestur á heimili þeirra hjóna, og mætt þar sömu gestrisni og gleði viðmóti, eins og austurfrá hjá fósturforeldrum hennar, og KOL FYRIR KALDA VEÐRIÐ Winneco Coke .................$14.00perton Algoma Coke .................. 14.75 “ Semet-Solvay Coke ............ 15.50 “ Pocahontas Nut ............... 14.00 “ Bighorn Saunders Creek Lump... 13.50 “ Foothills Lump ............... 12.75 “ Heat Glow Briquettes ......... 12.25 “ McCurdy Supply Co. Ltd. Símið 23 811—23 812 1034 ARLINGTON ST. ganga í kring með “pentu”-dúka og diska, sykur og rjóma, kaffi og óteljandi tegundir af góm- sætum bakelsum, eins og venja er til í öllum stórveizlum, og sátu allir kyrrir í sætum sínum, því gestastofan var tæplega nógu stór ummáls eða víð til veggja fyrir langborð, en samt sem áður varð víst enginn út- undan, og þó mikið væri étið og drukkið, þá var altaf meira til í eldhúsinu og búrirtu. Og svo í ábætir fengu allir staup af sagðist því með góðri samvizku messuvíni og væna ..sneið af að vera kominn alla þá leið, til! vilja endurnýja hinn forna 25. j brúðarkökunni sem silfurbrúð- að taka sinn stóra skerf í þessu ára hjóna-sáttmála og af heilum'urin skar og lét útdeila í veizlu- og heiðrajhug, að biðja þeim allrar bless- lok. afmælis samkvæmi silfurbrúðhjónin með annari giftingarræðu, því hér í bæ búa engir ísl. prestar, né aðrir ræðu- skörungar, sem alstaðar eru þó ómissandi við ýms tækifæri. Kl. 8. síðdegis voru allir boðs- gestir mættir, og vísuðu frammistöðukonur þeim til sæt- is, meðfram öllum veggjum í unar í næstu 25 ár, svo þau mættu þá halda gullbrúðkaup, og náttúrlega yrði hann sjálf- kjörinn að sitja þá veizlu líka, til að bæta upp það sem hann léti ósagt, eða hefði gleymt að segja í þessu samsæti. Síðan bað hann alla að standa Þá bað sér hljóðs einn af gest- unum, hr. Halldór Friðleifsson og mælti mörg og falleg orð til afmælishjónanna, síðan las hann upp 1. eða 2. kvæði eftir okkar góðu gömlu þjóðskáld, t. d. Hannes Hafstein, “Egi uni á flughröðu flugi”. Honum var þakkað með lófaklappi. Og sem nú var komið fast að á fætur og syngja “Hvað er svo gestastofunni og boðsalnum, og glatt”. urðu það tvær raðir nokkurs-í Næst kallaði frú Emily Thor- j mið;ætti> fór fóik að týja sig konar skjaldborg! Að því búnujson á Þróð Kr. Kristjánsson,: til heimferðar, og kvaddi hús- voru silfurbruðhjonm kidd til.til.að flytja þeim hjónum frum- jráöendur með kossi og handa- ort kvæði á íslenzku og var gerð- bandi. Og munum við gestirnir ur frekar góður rómur að því. sætis í öndvegi, en á miðju gólfi * stóð dúkað borð með brúðarkök- unni og tuttugu og fimm kerta- ljósum og ilmandi brúðarkransi lengi minnast þessarar indælu Að þessu loknu, bað prestur- 'og ánægjulegu kvöldstundar. — Um 40 manns voru viðstaddir. i inn sér hljóðs í annað sinn, til að Slæ eg svo botninn í þessa á silfurstjaka, sem tákn um 25 lesa upp þetta sama kvæði j ............................ __ ara giftingarafmæh og velvild-j enskri þýðingu eftir Pál skáld umsögn með þakklæti og vin arhug allra sem viðstaddir voru. Bjarnason, sem hann gerði fyrir semd til allra, sem áttu hlut- Og þegar hér var komið sögu, höf., sökum þess að hr. Le Mes- deild í þessu samkvæmi. reis upp úr sæti sínu, húsfrú surier skilur ekki ísl. til hlítar. Emily Thorson (áður Anderson, Eg tel engan vafa á því að þýð- dóttir Wm. sál. Anderson fyrr- ingin sé góð, enda klappaði fólk- um í Winnipeg) og mælti á ið Vel og lengi. enska tungu, og fórst það snild- arlega. Hún ávarpaði' brúð- hjónin og óskaði þeim til ham- ingju ög bað þau að fyrirgefa | brúðguminn'hefði“ekkT iært "ís- Jan þessa ovæntu heimsokn; en lenzku af konu sinni> því þó sagðist geta fullvissað þau um, enskan væri tölu8 af fleiri tung. að hmgað hefðu allir komið sem Þórður Kr. Kristjánsson K V E Ð J A til hjónanna Alice og Herbert S. Og sér Albert sagði nokkur | Le Messurier á tuttugu og fimm orð í því sambandi. Hann sagði ára giftingarafmæli þeirra 18. að sér )>«tti sl*mt að silfur- 1939 . Vancouver> c. l ium og víðlesnari en vort eigið Þegar meyja er manni fest og gefin, bræður og systur til að sam- j mál) þá væri þó íslenzkan tíu í minning þess er drukkin gleðjast með þeim, og ,óska j sinnum fa]legra mál og 15 sinm I hjónaskál; þeim alls goðs í mmmngu um um gagnorðari, en 25 sinnum Þá skáld Prestar vanda veizlu afmæhsdaginn; sömuleiðis bauð|frumlegri og djúpsærri sem| stefin, hun alla boðsgesti yelkomna og þjóðmál! En sér í lagi sem Sem vökva ástarblóm í þeirra þakkaði þeim fyrir velvild og. skáidmái( enda væri hér um bil j sál- alla aðstoð sem þeir hefðu veitt fjórði hver maður og kona skáid Og boðsgestirnir, blessun yfir framkvæmdarnefndinni til und-jmeð ísienzku þjóðinni og hefðij Þau le8KÍa írbunmgs fynr þessa heimsókn.jafnan gvo yerið frá iandnams_ T brúðargjöfum innan fjögra Ennfremur sagðist hún vilja tíð. Bæði kvæðin fylgja þessari geta þess að frú Alice hefði af^ritgerð, samkvæmt ósk silfur- alúð og skyldurækni ætíð staðið framarlega í kvenfélaginu “Sól- skin” síðan það var stofnað, t. d. verið ritari þess í mörg ár. Og nú s. 1. 2 ár forseti þess, og jafn- an leyst öll sín félagsstörf af hendi með árvekni og sóma. Þar næst var borið inn lítið en laglegt silkidúkað borð, og á því stóð skínandi skrautlegt silfur- setti, sem var kaffi- eða te- kanna á silfurbakka, ásamt syk- ur og rjóma krukku, reglulegt gersemi! Og nú í annað sinn ávarpaði hún brúðhjónin og til- kynti þeim, að þessi litla gjöf væri þeim gefin, sem vináttu- tákn, frá félagssystrum hennar, og annara vina þeirra hjóna. Að máli sínu loknu kallaði hún á séra Albera Kristjánsson og bað hann að hafa prestleg orð fyrir gestum, en sér í lagi, að endur- nýja gamla giftingu á þeim hjónum Alice og Herbert Le Messurier. Séra Albert hafði verið fyrir- fram boðinn að taka sinn þátt í brúðhjónanna og ýmsra fleiri. Þessu næst kallaði frú Emily á húsfreyju Kristínu, gifta A. T. Anderson byggingameistara. — Hann er af norskum ættum. Frú Kristín hafði framsögn (Recitation), las kvæði á ensku með viðeigandi inngangsorðum til þeirra hjóna. Og létu allir ánægju sína í ljósi til hennar, með dynjandi lófaklappi, því hún er kona gáfuð, bráðskemti- leg og vel máli farin. Og nú gat silfurbrúðurin, Alice, ekki lengur orða bundist og stóð nú upp af brúðarbekknum og flutti snjalla þakklætisræðu til allra viðstaddra. En sér í lagi til kvenfélagsins fyrir þá höfð- inglegu silfurgjöf, áðurnefnda, og alla aðra velvild í orði og verki og veizlukosti, sem hún sagðist aldrei mundi gleyma, og prestinum lofaði hún því, að halda öll sín æsku loforð í næstu tuttugu og fimm ár, eins og hún hefði gert fram til þessa dags. Þessu næst fóru konurnar að ÞÉR GETIÐ RÆKTAÐ PEANUTS NORTHERN GROWN Improved Early Spanish Alveg' eins góðar íeanuts má rækta viðast hvar i Can- ada edns og syðra, ef til útsæðis eru notaðar Improv- ed Elarly Spanish. —• Þessi tegund sprettur fljótast og er ávaxtasöm. Belgimir eru 'smáár og' stdnnir og hnetan stór og dnkar kjamgóð. Upplýsingar um ræktun fylgja. Bréfið á lOc, póst- gj<ald 3c; mörkin 40c, potturinn 65c póstfrítt. Pantið strax. ólrpvnie st6r 1939 útsæðis °S UKeypiS----ræktunarbók. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Frú Alice kær og Herbert Le Messurier, Til síðast kvölds í sólskins trygða festum, Þið sitjið jafnan glöð í Van- couver. Að hamingja drottins heimilið ykkar blessi Til hinsta dags, vor allra kveðja er þessi. Þórður Kr. Kristjánsson TO ALICE AND HERBERT Le MESSURIER By Theo. C. Christie (Translated by P. B.) veggja. " N Og hér í dag, skal athöfn endur taka Við áramót, um fjórða part úr öld; Og líta um öxl, þá óraleið til baka, Með okkar heiðurs gestum hér í kvöld. Vor silfur brúðhjón brúðarbekk- inn skreyta, Á brá og vanga sézt ei elli þreyta. Og þið eruð ung í anda og svip sem forðum, Og augnaljósin brenna skær sem fyr; Þau endurspeglast yfir veizlu- borðum Frá insta sæti og fram í bæjar- dyr. Svo oft var í ykkar “Glaumbæ” glatt á hjalla, Og glæsimenska jafnskift fyrir alla. Með heillaósk frá öllum ykkar gestum, When love a man and maiden had united, With matrimonial toasts the welkin rang, As bard and minstrel many a lay recited, The muted heartstrings in their bosoms sang, While friends about the happy pair were pressing, To pay their compliments and give their blessing. That glad event, your friends are now renewing, For ’neath the bridge of time the years have flowed, And while with Fancy’s film we are reviewing, Their five and twenty years upon the road, We see them still the seat of honor gracing, No signs of wear their placid brows are tracing. Despite the years, you show no signs of aging, Your shining eyes that miracle reflect, Your beaming faces, bright with smiles engaging, The buoyant spirits of your guests infect, Your home has been a house of joy and beauty, Where high and low were wel- comed as a duty. That luck be with you on the way forever, We wish now, Alice dear and Herbert, both, May “Sunlight” beam so bless each high endeavor, That bliss profound will crown your lengthy troth, So when you leave for life’s supreme manouevre, You will live in hearts that beat in fair Vancouver.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.