Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA ITuúmskcÍiuUa | (StofnuO 1SS6) Kemur út i hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst g fyrirfram. AUar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD._________________________ j§ tju yiSskifta bréf blaSinu aSlútandi sendlst: jj ií-nager THE VIKINQ PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIUSKRINQLA S53 Sargent Ave., Winnipeg --------------------------------------------------------- | ‘‘Helmskringla” is published and printed by THE VIKINQ PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Uan. Telephone: 86 537 r....................!H;,iilUHIIIIllilllllli:LM:'limilllilllllHllliHllii.HÍiilliiilHIHUHtHlllli;tiiliiUlliHlS WINNIPEG, 1. MARZ 1939 RÆÐA YIÐ SETNINGU 20. ÁRS- ÞINGS ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Kæru vinir, heiðruðu þinggestir! Með þessum þingfundum, sem hefjast hér í dag, byrjar félagsskapur vor 21. árið. Það eru liðin rúm 20. ár, frá fundinum 7. jan. 1919, er haldinn var hér á þessum stað, til að ræða um stofnun allsherjar Þjóðræknisfélags meðal íslendinga í Ame- ríku. Það má eiginlega segja að með þeim fundi hafi félagið verið stofnað, þó sá raunverulegi stofnfundur væri ekki haldinn fyrr en nokkrum vikum síðar (25. marz). Með þessum jan. fundi, er var fjölmennur, voru menn vaktir af dvala er þeir höfðu hnigið í, yfir ófriðarárin og til umhugsunar um framtíð íslenzkrar tungu vestan hafs og íslenzks þjóðernis er á þessum tímum höfðu farið halloka fyrir andúð þeirri í þjóðfélaginu sem lýsti sér gegn öllu því sem nefnt var “útlent”. Svo einróma voru raddirnar tá fundinum, með félagsstofnuninni, að samþykt var í .einu hljóði að byrja þegar að undirbúa stofnun félagsins. Með þenna nývaknaða áhuga fóru menn svo heim, og á skömm- um tíma færðu hann inn í þau íslenzk félög er þá voru starfandi í bænum, — söfnuðina, Good-Templar stúkurnar og bræðrafélögin. Gjörðu félög þessi, svo að segja strax, yfirlýsingar og samþyktir, til styrktar félagsstofnuninni, eða þau veittu úr sjóði smáar peninga-upphæðir er ganga skyldu í stofnkostnað hins fyrirhugaða félags. Svohljóðandi samþykt var gjörð á árs- fundi Fyrsta lút. safnaðar. (sbr. Lögb. 30. jan. þ. á.) : “í tilefni af hreyfingu þeirri, sem ný- lega hefir látið á sér bera meðal fslend- inga í Winnipeg, og opinberum tillögum um stofnun Þjóðræknisfélags, er nái til allra Vestur-íslendinga, lýsum vér, með- limir Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, samankomnir á ársfundi 24. jan. 1919, yfir því, að vér viljum styðja að framgangi þessa máls með ráði og dáð.” Ennfremur lagði söfnuðurinn til $20.00 í stofnkostnað. Samskonar yfirlýsingu gjörðu hin önnur félög í bænum. Oddfellow stúkan “ísa- fold” lýsti yfir á fundi 23. jan. að hún vildi hlynna að þessari félagsstofnun og veitti til hennar $5.00 úr sjóði. Hið sama mun íslenzki Unitara-söfnuður hafa gjört á ársfundi sínum 2. febr., stúkan Skuld, og Tjaldbúðar-söfnuður, auk fáeinna ein- staklinga er gáfu til þessa örlítið fé úr eigin vasa. Loksins voru þá allir íslendingar sam- mála — um eitt mál — og hafði það ekki áður komið fyrir í sögu þeirra — um þjóðræknismálið, og fór vel á því. Félagsskapurinn byrjaði með því að hljóta góðhug allra, — hina ákjósanleg- ustu aðstöðu sem kosin varð. Allir vjldu honum vel, og vil eg einmitt halda, að það sé því að þakka að hann er komihn fram á þenna dag; að hann hefir eflst og fest æ dýpri rætur með ári hverju. “Byrði betri ber at maður brautu at, en sje mann- vit mikit.” Já að vísu er það satt. En hitt er þó að engu síður jafn satt að betra veganesti ber engin “brautu at” en sé góðhugur, árnan og uppörfun samtíðarinn- ar. Og hefir félagsskapur vor notið þess, frá upphafi vega. Almenningur hefir haldið trygðir við hanp, frá upphafi, sýnt honum örlæti, treyst dómgreind hans, í flestum efnum betur, eiginlega bezt, hafi verið um skoðana- eða stefnu-mun að ræða. Þetta er skiljanlegt, og ofur eðli- legt. Þegar alt er athugað á félagsskap- urinn engin önnur málefni en málefni al- mennings. En málefni almennings eru í innsta eðli sínu málefni lífsins. Flestir þeirra, sem upphaflega gengu í félagsskapinn, og dauðinn hefir ekki heimt á burt með sér, eru enn félagsmenn. Sýnir það hverskonar hug þeir bera til félagsmálanna. En svo eru sumir, of- margir, teknir að eldast og hafa því eigi getað verið jafn starfandi og þeir voru fyrir 20 árum. Geta þeir sagt með Hólm- göngu-Bersa, “veldur elli mjer,” ef átök þarf að gjöra og þau verða í einhverri grein ósnarpari en áður fyrrum. Það er ellin sem veldur. En svo hafa þá líka yngri íslendingar gengið í málið, svo vér megum vænta hins bezta og vera kvíða- lausir. Þó það sé, og verði jafnan satt, að enginn getur komið í annars stað, — því það getur enginn, — þá er samt framtíð- inni borgið. Það er andstætt sjálfu lög- máli tilverunnar, að einn komi í annars stað, því ef svo væri, þá væri mannlífið komið á það stig, þar sem eigi væri lengur um framför eða framhaldandi sögu að ræða. Hver kynslóð eignast sitt starf, sín viðfangsefni og sitt viðhorf við lífinu. Á meðan heldur sagan áfram. Á meðan þagnar ekki kliður lífsins er hljómar eins og gleðisöngur, sigurljóð eða hergöngulag, í eyrum þeirra sem farnir eru að dragast aftur úr lestinni, en geta ekki gleymt því hve “himneskt er að lifa”. Samtök eru nú hafin meðal yngri kyn- slóðarinnar, til þess að flytja málefni fé- lagsskaparins áfram um annan aldar- fimtung og eru skipuð hinum ágætustu og gáfuðustu mönnum og meyjum, úr flokki æskumanna vorra. Hafa þegar tvær deildir, af hópi hinna yngri íslend- inga, verið stofnaðar: önnur í Winnipeg en hin í Wynyard, með fleiri í vændum, er hafa gengið í félagsskapinn sem sam- bandsdeildir. Vér vonum hins bezta til þeirra, því vér vitum að framtíðinni má treysta. En samt er það þó svo að vér söknum þeirra, sem, eins og Bersi gamli, eru rúm- teptir, þegar fólk er á engjum, eða eru horfnir út fyrir þetta tímans tjald. Hugur vor er “úr heimi hallur”, þá vér viljum hvetja hann til að þreyta skeiðið í sam- tíðinni, hálfur með þeim er horfnir eru, hálfur á skeiðhlaupi því, er vér rennum móti Þjálfa, inn í framtíðina. “En seint er um langan veg að spyrja tíðenda” og ætlum vér því enga aðra getu að því að leiða, hvað framtíðin ber í skauti. Á þessu liföna ári hafa þessi félagssyst- kini horfið úr hópi vorum. Söknum vér þeirra, hins vakandi áhuga þeirra og iðju- sömu handar í þágu góðra málefna. Vér viljum tjá ættingjum þeirra vora innilegu hluttekningu og samúð félagsheildarinnar út af missinum sem þeir hafa beðið við burtför þeirra. Nöfnin eru þessi: I Winnipeg: frú Ingibjörg Goodmundson; frú Ólína H. Johnson; frú Vilborg Árna- dóttir Thorsteinsson; frú Lára Signý Blöndal; Friðrik Stefánsson prentsmiðju eigandi; Vígl. Davíðsson; frú Sigríður Swanson; Olgeir Frederickson. í Piney: Þorsteinn Pétursson; Sigurður J. Magnús- son. f Selkirk: Elzabet Austdal. Árborg: Tryggvi Ingjaldsson. Oak Point: Andrés J. Skagfeld. Garðar: Guðbrandur Bjarnason. Hensel: Halldór Einarsson. Wynyard: Guðmundur Goodman, og ef til vill fleiri, er vér höfum enn ekki frétt um. Viðhorfið, útsýnið yfir heiminn, frá þeim vegamótum, sem vér nú stöndum á, er talsvert annað en það var fyrir 20 ár- um. Þá var heimurinn rétt að komast út úr eldrauninni miklu. Loftið, út við sjón- deildarhringinn, var hvarvetna hraunað, “hreggskýjum hringa”, eins og komist var að orði í fornri tíð, svo að ógerla mátti greina hvort ófriðarstormurinn, sem blés af allri átt, myndi fremur feykja þeim burt eða flytjá þau aftur upp á himininn. Um það gátu menn ekki verið ókvíðnir. Réttlætið hafði sigrað að álitið var, heim- urinn verið gjörður hættulaus lýðræðinu, — verið frelsaður, — en eftir var að á- kveða lausnargjaldið, og það mátti ekki vera neitt smáræði, og um það gátu deilur risið svo grípa yrði til vopna, til fullnaðar úrskurðar, á hvaða stundu sem var. Radd- irnar sem bárust út af friðarþinginu voru ekki allar mildar og mannlundaðar, heldur frekar og ófyrirleitnar. Fjarri er því að hríðarblikur þessar hafi eyðst eða horfið. Útlitið er enn skugga- legt, þær hvíla enn út við sjóndeildar- hringinn og ýmist hækka eða hníga eftir því af hverri áttinni blæs. En þrátt fyrir það er þó vænlegra yfir heiminn að horfa en þá var. Vér búum eiginlega í nýjum heimi, hinn fyrri er farinn. Þetta er ekki líkinga mál. Nýr heimur hefir skapast fyrir reynsluna og vitkun almennings, utan um mannlífið á þessum síðastliðnu tuttugu árum. Ekkert færir óss betri sönnun fyrir því, en tíðindi þau sem gjörð- ust á þessu síðastliðna hausti. Eg veit ekki hvort vér höfum gjört oss ljósa grein fyrir því, en vér búum nú í heimi sem lýtur öðrum lífsskoðunum en hinn fyrri sem áður var. Vér höfum lifað af Ragna rökur. Móði og Magni hafa að vísu erft Mjölni, en nýrri jörð hefir skotið upp úr sænum. Gulítöflumar háfa fundist í grasinu. Líf og Lífþrasir hafa bjargast við morgundöggina. Undursamlegir hlut- ir hafa skeð svo að maður bíður með óþreyju og eftirvæntingu sögu hinna næstu tuttugu ára. Ef að líkum hefði látið, hins eldra hugsunarháttar, þá ætti heimurinn nú í allsherjar stríði er búið væri að kosta miljónir mannslífa. Snemma á þessu hausti hefði sá ófögnuður byrjað. í september mánuði var eigi annað fyrir- sjáanlegt, en að öll Norðurálfan yrði kom- in í bál og brand innan fárra daga. öðru megin deildu þýzkar þjóðir, staðráðnar í því að hlíta engum fortölum en beita of- beldi og ójöfnuði nema öllum þeirra kröf- um yrði fullnægt; hinum megin stóðu hinar brezku þjóðir og Frakkar er halda vildu friði meðan tök væri á. Auðvitað spratt allur þessi eldur upp af Versala samþyktunum, tuttugu ára gömlu, er á þeim tímum voru nefndir friðarsamning- ar! En þá gjörðist sá atburður , er verða mun rómaður meðan vit og djörfung eru nokkurs metin í þessum forna heimi, sem afstýrði þessum ófögnuði. The Rt. Hon. Neville Chamberlain, forsætisráðherra brezka veldisins, stoltasta og voldugasta ríkjasambandsins í veröldinni, gekk í mál- ið. Fyrirvaralaust afræður hann að heim- sækja Adolph Hitler, leiðtoga Þýzku þjóð- arinnar, á sumarheimili hans í Berchtes- gaden, 15. sept. og leita samninga við hann til að afstýra þessari hættu sem yfir vofði. öll blöð og allar fréttastofur stóðu á öndinni. Flest, stórblöðin er hugsuðu út frá viðhorfi hins forna heims, sem hrun- inn var, töldu þetta hina mestu ósvinnu og óvirðingu, svo að brezka veldið hlyti að bíða við það hina mestu heiðursskerðing er hugsanleg væri, er aldrei yrði bætt. Það átti að svara þessari frekju með kúlna- regni og manndrápum. Chamberlain gaf sig ekkert að slíkum eggjunum en fór sínu fram. Hann fékk talið svo um fyrir Hitler að stanz varð á herútboði. Tvær aðrar ferðir gjörði hann, 21. september til Godesberg við Rín, og síðast, 30. septem- ber, til Munchen. Var þá loks bundinn endi á ófriðarhættuna, að vér vonum, um langan tíma, með samningum er gaf Þjóð- verjum leyfi til að innlima þýzk land- svæði, er “friðarsamningarnir” gömlu höfðu lagt undir nýtt ríki “Czecho-Sló- vakíu” er aldrei hafði áður verið til í sög- unni. Bæheimur var til, sem sjálfstætt konungsríki, um margar aldir, og er enn, verði landamerkjum Munchen samning- anna ekki breytt. Um hvað var deilt Yfir 3,500,000 Þjóð- verjar voru klofnir frá þjóðlandi sínu og lagðir undir þessa nýju ríkisstofnun, sem aldrei hafði átt sér nokkum stað í sögu Norðurálfunnar, með Versala-samningun- um. Þetta fólk heimtaði, sem viðurkend- an sjálfsákvörðunarrétt sinn, að mega sameinast aftur þjóðlandi sínu. Að synja þeim þess, var ekki réttlætanlegt og sízt af öllu gild ástæða til þess að steypa allri Norðurálfunni, allri hinni hvítu siðmenn- ingu, í glötun. Eða þannig leit Chamber- lain á það. Hann er nú hnigin að aldri, rúmt sjötugur, og þessvegna ef til vill naumast eins uppnæmur fyrir hverjum pólitískum þjósti prentlistarinnar og yngri menn, en átök hefir þetta kostað hann, meir en almenningi er lj/óst. Aldraður maður, stígur inn í hinn nýja heim, gegn uppivöðslu og æsingi, meðráð- herra sinna, sem æpa, eins og Kaifasarliðið forðum, “Blóð hans komi yfir oss og börn vor”, og velur braut friðarins, þessi mað- ur er óalgengur maður. Eg vil halda að Neville Chamberlain, sé mesti stjórnmála- maður samtíðarinnar, mesti maðurinn sem nú er uppi, og að það sé meir en lítið fagn- aðarefni, að hann skuli vera mestu ráð- andi í ríki því sem vér búum í sem er okkar heimili og kjörland, og höfuð veldi hins mentaða heims. Eg vil trúa því, eins og í efni hefir gjörst, á þessu hausti að það séu sannmæli, sem Dr. Guðm. Finn- bogason sagði við mig í hitt eð fyrra: “Brezka ríkið er samvizka Norðurálfunn- ar.” En eg vil þá líka bæta því við, að forsætisráðherra Neville Chamberlain, er þá líka samvizka Brezka ríkjasambands- ins, brezka veldisins. Eg vil ekki eyða orðum að öllum þeim átökum og árásum sem hann hefir sætt, af hálfu óhlut- vandra blaða bæði hér og annarsstaðar, sem ekki hafa annað flutt, en fáránlega WINNIPEG, 1. MARZ 1939 —— ........... eggjan til ófriðar, sem þau þó ekki myndu þora að kannast við, en benda heldur á hitt að nýr heimur er að rísa úr sæ. — Þau orð eru að rætast sem skáldið mælti fyrir aldarfjórð- ungi síðan: Þegar sérhver ganti og gjóstur Grunnhygnina æsti í róstur — Stærstan huga þurfti þá, Að þora að sitja hjá! Þann huga hefir forsætisráð- herrann sýnt, hvað sem póli- tískir loddarar, eins og Sir An- thony Eden og aðrir hafa gefið í skyn, eða fréttastofnan, sú erma uppbretta ráðskona her- gagna iðjunnar hefir um hann sagt. Einmitt vegna hans, er nú viðhorfið út um heiminn hreinna og fegurra en það var fyrir 20 árum. Alþýða Englands hefir líka sýnt að hún metur þessi verk hans. Við kosningarnar í Oxford í haust býður sig fram ein af hinum “lærðu og látínu fróðu mönnum”, gegn flokks- manni stjórnarinnar, en fyrir fylgi almennings — karla og kvenna, sem heimurinn, metur lítils af því að þau búa ekki á hinni háu hyllu, fer hina eftir- minnilegustu sneypuför. Hingað til hafa orðin: “Friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum” verið skráð á himininn. En fyrir tilverknað manna sem Cham- berlains verða þau með tíman- um færð niður á jörðina, skráð á “hlíð og dal og sjávarströnd”, er “af frið og frelsi Ijóma.” Um starf félagsins á liðnu ári þarf ekki að fara mörgum orð- um. Nefndin hefir unnið flest þau verk sem henni voru falin, og nokkur fleiri. En flestu þessu starfi er svo háttað, að það er framhaldandi, ,frá ári til árs, og er því aldrei lokið, en hlýtur að véra tekið á dagskrá á hverju þingi meðan félagið er við lýði. Þar til má nefna útbreiðslumál, útgáfumál, fjármál og sam- vinnumál, og vísast í því efni til dagskrárinnar. Útbreiðsla fé- lagsins hefir tekið miklum fram- förum á þessu ári. Deild “yngri fslendinga” (Young Icelanders) hefir verið stofnuð að Wynyard, í líkingu við deild “Yngri íslend- inga” hér í bæ er stofnuð var á síðastl. ári. Vonum vér að þessi nýja deild sæki um upptöku í fé- lagið nú á þinginu. Stofnun þess- arar deildar er sérstaklega að þakka ágætu starfi þeirra Dr. J. A. Bíldfell, Árna Eggertssonar, K.C., og séra Jakobs JónssOnar. Við Árborg og Riverton hefir félagið eflst að mun á þessu ári, og er nú f ráði að þar verði stofnaðar deildir, innan skamms. f Winnipeg hefir meðlimatala “Fróns” aukist, og hin nýja deild “Báran” að Momitain, N. Dak., hefir sem næst tvöfaldað félagatölu sína. Allar þessar framfarir eru að þakka áhuga og starfi heimamanna á þessum stöðum, sem ekkert tækifæri hafa látið ónotað til að útbreiða félagið. Við kynningar starfið út á við, hefir próf. Richard Beck verið ötulastur eins og áður fyrri. Á félagið honum mikið að þakka. AUs hefir hann á þessu ári flutt 12 ræður og erindi á ýmsum stöðum í Norð- ur Dakota, Minnesota, Wiscon- sin og Manitoba. Þá hafa nokkur útvarpserindi verið flutt í tilefni af fullveld- isdegi fslands, bæði hér í bæ og syðra. Ennfremur ritaði Guðm. dómari Grímsson ágrip af stjómmálasögu fslands, er birt var í öllum helztu blöðum Da- kota ríkis. Próf. Sveinbj. John- son, fyrir félagið “Vísi”, flutti í útvarp eitt hið snjallasta íslands minni, er á ensku máli hefir verið samið. Og loks má geta, þó eigi væri það undir umsjón félagsins, útvarpsins héðan úr bæ til Reykjavíkur, og kveðju forsætisráðherra íslands. Tókst þetta sérstaka útvarp að allra dómi vel og heyrðist yfir þvera Ameríku. Samvinna við ísland hefir verið víðtækari á þessu ári en á nokkru öðru undanförnu ári. Er iþað fyrst og fremst að þakka fyrv. dómsmálaráðherra, Jónasi alþm. Jónssyni er kom hingað vestur síðla í júlímánuði og heimsótti allar íslenzkar bygðir hér í álfu. Ræður flutti hann hvar sem hann fór, ög hvatti menn til samtaka að vinna að eflingu “hins andlega íslenzka ríkis”. Þá mun hann hafa átt drýgstan þátt í því, að fjögur skáld vor: Guttormur J. Gutt- ormsson, Þorst. Þ. Þorsteinsson, J. Magnús Bjarnason og frú Jakobína Johnson voru sæmd heiðurslaunum í viðurkenningar skyni fyrir bókmentastarf þeirra. Eins og kunnugt er var Guttormi skáMi boðið heim á ríkiskostnað, og dvaldi hann heima sumarlangt. Undir þenna lið má þá líka telja, samvinnu þá er hafin var á þessu hausti til aðstoðar “Sýningarráðs íslands”. Nefnd var skipuð, að tilhlutan félagsins, eftir beiðni utanríkis- málaráðuneytisins, er gengst fyrir fjársöfnun til að koma upp við sýningarskálann íslenzka kopar afsteypu af Leifs Eiríks- sonar myndinni, er Bandaríkja þjóðin gaf fslandi 1930. Hefir nefndinni orðið vel ágengt með fjársöfnunina, “þó betur megi ef duga skal”. Fjárhagur félagsins er í góðu lagi og rúmum $500 meira í sjóði en var við áramótin í fyrra. Annars verða skýrslur lagðar fram öllum þessum málum við- komandi, svo þarflaust er að fara um J?að fleiri orðum. Segi eg þá þing þetta sett og býð yður öll hjartanlega velkomin í nafni félagsins. Rögnv. Pétursson —21. febr. 1939. ÁVARP FORSETA Flutt á Frónsmóti 22. febr. 1939. Það hefir verið venja að for- setinn segði nokkur orð við þetta tækifærið og eins fyrir það þótt hann væri hreint ekki fær um það, og eg tel mig alls ekki fær- ann um það, svo vel fari. En eg verð\að reyna að bera mig mannalega, og láta það eitthvað heita úr því eg er hingað kom- inn, til að viðhalda venjunni. Það er dæmisaga sem eg las þegar eg var barn að aldri og barn að hugarfari, sem eg vildi minna ykkur á, og eins fyrir það þótt eg viti að flest ykkar kannist við hana. Hún hefir orð- ið mér minnisstæð sem kemur sennilega til af því, hvað hún er sönn og lærdómsrík. “Maður gekk yfir heiði í dimmviðri og þoku, sýndist honum ófreskja koma á móti sér. En sem þetta færðist nær sá hann að það var maður, og þegar þeir mættust þá var það hann bróðir hans.” Þannig hefir það oft og einatt verið með okkur, að við höfum séð hvern annan í fjarlægð og þoku. Myrkri andúðar og sund- urlyndis. Þetta hefir verið eitt hið mesta og róttækasta þjóðarböl íslendinga frá frystu tíð, bæði á heimalandinu og hjá okkur sem hingað fluttum. Er ekki kominn tími til þess, að við áttuðum okkur á því — svo smá og fá sem við erum, og fækkum með hverju líðandi ári að við gerðum okkur það Ijóst, að gott samlyndi og sam- komulag, væri okkur mesta heill, að við mættumst og kyntumst með samúð og vinsemd, er“óneit- anlega veitti okkur réttan skiln- ing á því að við erum bræður og börri' sömu móður. Eg man eftir því frá íslenzku sveitalífi í ungdæmi mínu, að það þótti prúður bæjarbragur, þegar samlyndi ríkti á milli

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.