Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 1. MARZ 1939 HEIMSKRINCLA 5. SÍÐA hjóna og hjúa og allra á heim- ilinu. Það var sannreynd, að þar sem samlyndið festi dýpstu rætur, blómgaðist hugur heimil- isins best, í því er samræmi alls þess góða og göfuga fólgið, þar var heimilislífið glaðvært, þar var gott að eiga heima, þar áttu gestir skemtilega nótt. Þjóðræknisfélagið mætti kalla einskonar sveitafélag íslendinga vestra, er þeir ráða sínum sér- málum að eigin vilja. Og mætti þá benda á Frón sem eitt af þeirra sérstöku heimilum innan vébanda þess, og við sem að því stöndum erum heimilisfólkið. — Yið erum heimilismennirnir á Fróni. Ef okkur tækist að sam- eina alla okkar orku á þessu heimili í því samlyndi sem þekti eina löngun og eitt áhugamál, að vera samtaka í því sem gæti orðið okkur til blessunar og fé- lagsskap þessum til uppbygging- ar — þá væri alt fengið. Þá yrðu fslendingar öðrum til fyrir- myndar, þjóðinni sem við erum komin frá til sóma, og þjóðinni sem við búum með til heilla. Að andlegum skilningi erum við öll tengd íslandi með órjúf- anlegum böndum. Þar standa rætur okkar í raun og sannleika, og eins þótt við höfum búið hér í þessu góða landi um langa æfi, og sum æfilangt. Þær ræt- ur mundu dýpka og aðrar nýjar vaxa og blóm æsku vorsins brosa til okkar sem erum að verða að gamalmennum. Það eru bestu launin fyrir æfistarfið, og senni- lega eru það einu launin og eina gjaldið sem verður í fullu gildi hjá framtíðinni. Einkunnarorð mitt í kvöld og öll önnur kvöld og alla morgna er gott samlyndi. Höfum gott samlyndi, berum hlýhug til starfsins, og vinnum öll í hjart- anlegri einlægni að þjóðræknis- málum Fróns. Þá þykir okkur gott að koma hér saman og gott að eiga hér heima, og við vónum að gestir þeir sem með okkur dvelja eigi hér skemtilegt kvöld. Með þakklæti til ykkar fyrir komuna bið eg ykkur öll velkom- in á þetta mót deildarinnar Fróns. S. Thorkelsson Y í S U R Þessar vísur eru tileinkaðar frú Ingibjörgu Walters á Garð- ar, N. Dak., af þeim hjónunum Guðbjörgu og Magnúsi Snow- field. íslenzka höndin heldur á nál í hugmynda ríkum geimi, Á skarlat og purpura skrifar það mál Er skilja allar þjóðir í heimi. Úr ullinni spinnur hún ágætan þráð Og indælar vefur í rósir Og dulsagnir aldanna á dúka fær skráð, Sem dregur þér almennings hrósið. Heyrðu mig skáldið sem skýrt hefur mál Og skráð getur hugsanir sínar, Um guðvefjar skikkju sem skreytt hefir nál Og skrifað á frægðirnar þínar. Magnús Snowfield Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. Kennarinn: Hvað var Adam lengi í Paradís? óli litli: Til hausts. Kennarinn: Til hausts? Óli: Já, þangað til'eplin voru þroskuð. DÁN ARFREGN Látin að aftni sunnudagsins, þess 19. febr. á almenna sjúkra húsinu í Selkirk, Mrs. Elín María Anderson, ekkja Baldvins skipstjóra Anderson, Gimli, Man. Hafði hún þjáðst og lengst af á sjúkrahúsi verið frá s. 1. hausti. Hún var fædd 13. sept. 1877. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson Sigurðssonar fræðimanns frá Njarðvík, í N.- Múlasýslu, og Vilborg Ásmunds- dóttir. Tuttugu ára að aldri giftist Elín Baldvin skipstjóra. Þau bjuggu lengst af á Gimli, og þar andaðist hann fyrir nærri þremur árum síðan. Þau áttu einn son, Elis Gladstone að nafni, bónda á föðurleyfð sinni, giftur Gooróse Johnson. Pétrína dottir Baldvins heitins kona Guðjóns Árnasonar á Espihóli við Gimli, fóstraðist þar upp, en auk hennar gekk Lína heitin (eins og hún var venjulega nefnd) 5 öðrum börnum, er ól- ust upp á heimili hennar, í góðr- ar móður stað. Fósturbörnin eru: Jóhanna, kona Bessa Pét- urssonar á Gimli; Björn bróðir hennar, er dó ungur sveinn; Elinborg, systurdóttir hinnar látnu, gift Þóroddi Einarssyni á Gimli; Elmer Gilbert Guðbjörn, til heimilis á Laufskála, og Sig- tryggur, systursonur Elínar, einnig heima. Þar nutu for- eldrar beggja hjónanna að- hjúkrunar sín efstu ár og önd- uðust þar. Af ofangreindu er auðráð- ið að allmikil störf hafði hin látna af hendi leyst. — Elín vár kona ötul til starfa, stjórnsöm og afkastamikil. Ár- um saman stundaði hún bú sitt og stjórnaði því með aðstoð Elísar sonar síns og hjálp fóst- urbarna sinna. Hún rækti einnig hin félagslegu störf kvenfélög- um og söfnuði sínum til styrkt- ar; hún var ein þeirra góðu kvenna er ekkert mátti aumt sjá, svo að hún ekki reyndi úr að bæta, fórnfús og göfug í framkomu og að hjartalagi, góð- lynd og ljúf er ávalt þráði aðra að blessa, einkum þá er dvöldu skugga megin í lífinu. Hennar er því sárt saknað af eftirskild- um ástvinum og öllum er henni kyntust. Systkini hennar eru: Jón, fiskiútvegsmaður í River- ton, kvæntur Þórhildi Jónas- dóttir, ættaðri af Norðurlandi; Guðlaug Björg, gift Oddi bónda Anderson á Vígri; Sigurbjörn, búsettur í Winnipeg, kvæntur konu af þýzkum ættum. Út- förin fór fram frá heimili hinn- ar látnu og frá kirkju Gimli- safnaðar þann 22. febrúar, að viðstöddu margmenni. Útförin fór fram undir umsjón sóknar- prestsins séra B. A. Bjarnason- ar, en sá, er þetta ritar mælti einnig kveðjuorð. Hlý þakklæt- iskend og innilegur söknuður fyllir hugi ástvina, frændaliðs og samferðafólks við lát hennar og stórt skarð er fyrir skildi við burtför hennar, en fögur minn- ing hennar göfgar huga ‘og varpar sólstöfum á söknuðinn. S. ólafsson V í S U R Helgi Péturs bygði brúna beina yfir heljarósinn; efni hennar einlæg trúin og óslökkvandi dýrðarljósin. Hvað er að? Erlendur segir ekkert um fjölhæfan son. Er það ellin sem beygir eða hin svikula von? Helgi Marteinsson 8. marz n. k. verður skemti- samkoma í neðri sal Goodtempl- ara hússins undir umsjón leik- flokks stúkunnar “Skuld”. ís- lenzkur gamanleikur í elnum þætti, upplestur, söngur, dans, veitingar og margt fleira verð- ur til skemtunar. » TIL JÓNASAR PÁLSSONAR Kæri Jónas: Bréf þitt til mín í 21. tlbl. Heimskringlu meðtekið í dag og lesið með gaumgæfni og varúð, en eg neyðist til að viðurkenna að vitsmunir þeir, sem þú segir að eg eigi yfir að ráða, reynast mér með öllu ónógir til þess að ráða efni þess og áform. Samt vil eg sýna ofurlítinn lit á svari, þó það að sjálfsögðu keyri nokk- uð fyrir ofan garð og neðan. Mér yrði máske lagt það út til lasts og mínkunar ef eg hunds- aði alveg tilskrifið. Kurteisin er strangur yfirboðari. Vel gæti eg trúað að þú ættir í fórum þínum gletni nóga til þess að brjála, af ásettu ráði, þinn eigin skilning á grein minni, svo að rangfærslur og mótmæli gætu átt einhvern rétt á sér. ^Gáski manna verður á stundum göfugmenskunni yfir- sterkari, Og má þá hamingjan vita hvar lendir. En hinsvegar grunar mig að peningamálin séu enn svo ofarlega í huga þér að þættir veruleikans eigi bágt með að komast að. Það eru al- menn einkenni. Fésýslan er bú- in svo að sýra hugsanalíf mann- kynsins að skilningarvitin öll eru komin að nokkru leyti á hennar vald. Og þegar svo er, má ekki of mjöglega lá einum þó hann hnjóti á þeim skerjum. Eg verð því að láta reka á reiðanum með það, af hverju rangfærslurnar stafi. Það gerir minst til hvort fordómur eða stráksskap er í sannleika um að kenna. En af því að þú lagð- ir bréfið fyrir almennings sjón- ir áður en það var afhent mér, finst mér gamninu fylgja nokkur ábyrgð. Einhverjir aðr- ir en þú, ef til vill, hafa einnig misskilið grein mína. Þú gengur út frá því sem sjálfsögðu að brauð, sem útbýtt er ókeypis, sé nauðsynlega náð- arbrauð, er einhverjir auðugir einstaklingar láti af hendi í ölmususkyni, eða þá að það verði að falla af himni ofan eins og brauðið “manna” kom til Gyðinganna í eyðimörkinni forðum daga. Og þú álítur að þegar brauð og önnur nauðsyn- leg gæði verða ekki lengur seld gegn peningum í ráðstjórnar- ríkjunum, þá verði ástandið þar orðið óumræðilega bágborið. Þú virðist líta svo á, að þegar svo sé komið, verði öll þjóðin komin á “relief”. Það er hverj u orði sannara, að undir því fyrirkomulagi, sem við búum við hér, fæst ekki brauð né annað ókeypis á annan hátt. Og jafnvel Aberahart og þeir, sem á hann trúa, sjá ekki annað meðal til alsnægta en veltufé, og víxla. En svo er náttúrunni fyrir að þakka að hún kærir sig kollótta hvort jörðin er veðsett eður ekki, eða hvort bóndinn á nokkuð í buddunni. Hún fram- leiðir nákvæmlega eftir því, sein skilyrðin útheimta án mann- greinarálits. En þjáist bóndinn af fjármála áhyggjum er hætt við að skilyrðin líði við, og á þann hátt einan verður náttúr- unni aftrað að gera sína skyldu. Eg get ekki hugsað mér neinar aðrar órsakir fyrir því, að nátt- úrunni sé bannað að framleiða alt, sem þjóðirnar æskja. Á Rússlandi einu, af öllum löndum heimsins, er nú svohátt- að að þjóðin í heild sinni á alt ríkið og alt, sem framleiðist ár frá ári, og er því aldrei um neina ölmusu þar að ræða. Þar er engin þörf fyrir hjálpræðisfé- Jög ,enda eru þau þar ekki til, og ölmusa er harðlega bönnuð. Allir, sem tilkall eiga til fram- færslu vegna vanheilsu eða ann- ara annmarka fá sinn hluta án niðurlægingar og öllum öðrum þegnum ríkisins er borgið. — Þjóðin er í raun og sannleika eitt gríðar mikið hlutafélag þar sem hver og einn á sinn hlut að jöfnu við alla aðra. Arðinum er útbýtt á ýmsa vegu eftir því, sem föng eru á og þörf gerist. Og þar, sem svo er að verið, er það vissulega hástig misskiln- ings eða ósvífni að nefna inn- tektirnar ölmusu.Það er erfitt að hugsa sér fullkomnari eignarétt en þann, að hafa framleitt vör- una sjálfur. En af því að þjóðin hefir ver- vinna fyrir sér sjálfir. En þess ber að gæta að þeir hugsa eðli- lega eftir forskrift fésýslunnar, þar sem hver verkmaður fær aðeins einn tíunda af framleið- slu sinni í laun. En það yrði fljótt öðru máli að gegna þar, sem hver fær sitt að fullu og er þar að auki sér vitanlega að reka sitt eigið fyrirtæki. Jafn- ið nauðbeygð til að verja stórum lvel her> í,ar sem allur hávaði hluta af erfiði sínu og afrakstri til landvarna og til þess að stofn- setja orkuver, verksmiðjur, samgöngukerfi og alskonar fyr- irtæki, bæði til velmegunar og menningar, hefir þurft að klípa ýmsar nægtir við neglur sér, enn sem komið er. Við, hér í Can- ada, höfum gert okkar skerf í því að setja henni stólinn fyrir dyrnar, eigi síður en aðrir. Og svo er enn sú snurða á í stjórnarfari þeirra að peningar eru látnir ráða skiftum, og veld- ur það eðlilega nokkrum ójöfn- uði, því menn eru misjafnlega hepnir og hygnir, eins og við vitum. Og einmitt til þess að fyrirbyggja misfellur, er af því stafa, eru brauðin nú látin út- ganga til allra gjaldeyrislaust. Fyrir löngu síðan var sama stefna tekin í sambandi við mjólk, mentun, mannbætandi skemtanir og fleira, en náði þó aðeins til þeirra, er erfiðisvinnu stunduðu mót lágri borgun og báru að einhverju leyti skarðan hlut. Þegar öll framleiðslan verður loksins komin á þann rekspöl að óhætt þykir að láta hana út ganga skilyrðislaust til allra, verður öllum ljóst að engra pen- inga er lengur þörf, og verða þeir þá, góðu heilli, úr sögunni. Þeirra eina afrek er, og hefir ávalt verið, aðeins það, að tak- marka framleiðsluna og ójafna arðinn. Nú veit eg að þú munir spyrja ívað sé um þá, sem ekki tilheyri félagsskapnum og bannað er að íjálpa efnalega, svo sem fyrver- andi bankamenn, prestar, kaup- menn og aðrir, sem andvígir eru ráðstjórnarstefnunni. Því þó að olöðin okkar hafi borið Rússun- um á brýn flest af því, sem ljótt ?ykir, hafa þau aldrei þorað að fullyrða að allur sá lýður hafi verið myrtur. Já, víst er um það, að æði nokkuð af þesskonar fólki mun vera þar enn að verki — og það er nú eitt stærsta meinið. En með því að samkepni við iðnað alríkisins og staðreyndir veru- eikans er afar erfið, fer sú mót- staða smá mínkandi og einn af öðrum sameinast heildinni. Og æss fljótar sem öryggið vex, og þess fleira, sem útbýtt verð- ur ókeypis til þegnanna, þess fyr hverfur andróðurinn inn- ayrðis. En þangað til er ó- hyggilegt og ógöfugt að styrkja þann lýð. Eg veit að æðsta hugsjón þín er að allir gætu orðið hluthafar Montreal bankans svo þeir gætu lagt árar í bát og lifað eins og kóngar á rentunum. Og ótal fleiri í landi voru hafa líkar skoðanir. En Rússinn var sýni- lega hræddur um að brauðið úr bankanum yrði ekki mjög saðsamt, og kæmi kannske jafn- vel of seint til að bjarga öllum börnunum, svo hann uppleysti bankann og tók höndum saman við hin lífrænu öfl náttúrunnar með hispurslausri trú og al- vöru. í því liggur hin stóra synd hans gagnvart hinum vest- ræna átrúnaði .og hinn mikli mismunur á hugsjónum hans og þinnar. En fyrir víkið er nú ráð- stjórnarríkið eina landið í hin- um siðaða heimi þar sem ekkert “relief” á sér stað, né á sér þörf, og er í stöðugum uppgangi á meðan allar aðrar þjóðir eru að sökkva niður í fen eymdar og úrræðaleysis með öll skuldabréf sín og féskírteini í vösunum. Enginn efi er á því að mörg- um heldri mönnum þætti hart að gengið, fyrst í stað, að þurfa að aflans er hrifsaður af herrunum ganga menn með ákafa í æfi- langan þrældóm séu þeir aðeins haldnir af þeim misskilningi að þeir séu að reka framtak á eigin spýtur. Framleiðsla, við réttlát kjör, er heillandi og heilsusamlegt æfintýri. Má vera að eg hafi nú þegar gengið fram úr því, sem að- finslur þínar gáfu tilefni til, en það sakar ekki að miklum mun, því eg hefi verið sannleikanum svo trúr og haldið fram aðeins því, sem er svo bersýnilegt, að lítil hætta mun vera á að fjöld- inn trúi. Fasistarnir hafa alt aðra aðferð og viða tiltrú manna, þar af ieiðandi, að sér svo létti- lega. Lýgin er hið daglega brauð manna ásamt trúnni á hið flókna og yfirskilvitlega, og á meðan svo er hefir litla þýðingu að tala um hveitibrauðið og frelsið á Rússlandi. P. B. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgSlr: Henry Ave. Eut Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA HVERNIG INDVERJI LITUR Á CANADA forna heimi, getum mikið lært af hinum nýja heimi, af Banda- ríkjunum ekki sízt. En eins og á stendur nú í heiminum, virð- ast mér Bandaríkin ekki nota vigt sína á metaskálum heims- málanna eins og þau ættu að gera. Það er eins og þau hafi annað hvort ekki gert sér grein fyri hættunni, sem lýðræðið er nú statt í, eða fyrir hinum voldugu og miklu möguleikum sínum til verulegra átaka. Ef þau væru sér þessa fyllilega meðvitandi, mundu þau tala svo hátt og skýrt, að áform þeirra yrðu ekki framar neinum vafi. ▲ Af öllu sem mér þótti mikið koma til í Canada, hreif mig ef til vill ekkert sem það, hvað hollir Canada-menn eru öllu því sem við köllum andleg verðmæti, þrátt fyrir hin mörgu ytri tákn efnishyggjunnar í menningu þeirra. Mér þóþti vænt um að finna hjá mörgum þeirra eins lifandi trú og eg varð var við. f hvert sinni er eg talaði við þá um trúarleg efni, virtist mér það vera þeim mikil ánægja. Eg varð hrifinn af þeirri göfgi, umburðarlyndi og hinni óviðjafnanlegu vináttu, sem eg Frh. frá 1. bls. fyrir hefir komið í Evrópu og Asíu í dag, getur átt sér stað í Vesturheimi á morgun. Ef við ihugsum okkur að bjarga lýð- ræðisskipulaginu og einstakl- ingsfrelsinu í heiminum, verðum átti hvarvetna að mæta hjá Can- við að vera sem einn- maður um adamönnum, er um trúmálin var það. Eg varð heldur ekki ann- að ræða, vitandi það að eg var ars vísari, en að flestir hugsandi Múhameðstrúarmaður, sem menn og konur í Canada, litu fæstir þeirra eru. Eg varð sömu augum og eg á það mál. samferða á lestinni frá Montreal Að íbúum þurfi að fjölga í til Winnipeg biskupum ensku sléttufylkjunum sem í öllu Can- kirkoanna í Calgary, Algoma og ada, er hverjum manni ljóst, er Victoria. Elskulegri menn og frá hinum þéttbýlu fylkjum aðdáunarverðari, er ekki hægt Indlands kemur. í Canada eru að hugsa sér en þá. Þeir buðu helmingi færri mannsren í einu mer alIir að vera 1 kirkJu hía fylki í Indlandi, (Punjab-fylki ser- ES átti kost á, að þiggja d.). Og þar er samt sem boð eins Úeirra> Úess frá Vic- áður ekkert atvinnuleysi, sem toria' Þegar til kirkjunnar kom hugann hertekur, þó vitanlega var e& leiddur í sæti þau, er séu ekki allir ríkir. Eg hefi æl;luð eru fylkisstjóra og húsi verið að furða mig á því hvort hans- 1>að hlýtur að hafa horft að hugmyndir vestrænna þjóða emkemiilega við kirkjufólki, að séu ávalt réttar, hvort lífsþæg- sía Múhameðstrúarmann sitja í indin sem þar er gerð krafa til mesl;a virðingarsæti í kirkju, " farsæl, og hvort að engin sem aðra tru boðaði en þá, sem verðmæti mannsins hafi glatast hann hafði, en kirkjuför minni vegna umhugsunarinnar um 1 Þel;1;a sinn gleymi eg aldrei. auðinn. Mundi endilega leiða Eg heti ekki 1 annan tíma lifað af því að ef íbúatala Canada sælli stun(1> en í þetta sinn í væri helmingi meiri en hún er, yn£sl:u biskupa-kirkju Canada. að styrkþegum hér fjölgaði að Að síðustu langar mig svo því skapi? Vissulega eru járn- til að minna ykkur á gamlan brautir og auðæfi landsins næg persneskan málshátt, sem þó fyrir miklu fleiri íbúa, en nú gamall sé á erindi til vor nú, eru þar. Eg væri ekki frá því, eif?i síður en fyr á tímum. Sá að Canada hefði gott af að senda málsháttur minnir oss á það, að nokkra af sínum leiðandi mönn- sá maður, sem ekki á guð í um til Indlands, til að kynna sér hjarta sínu, sé eins og sykur- brezka stjórnarfarið þar og reyr >sem tapað hefir sætleika, hvernig járnbrautirnar eru eins og næturgali, sem ekki get- starfræktar. Við getum ávalt | ur sungið, eins og rós án ilms, lært eitthvað hver af öðrum og eins og fiðla án hljóms. eg veit það, að við í hinum I Aðsent. Verið Velkomin A Laugardags spilakvöldin í Sambandskirkjusalnum Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 4. marz. Byrjar á slaginu kl. 8! Takið eftir: Spilaðar verða 20 hendur. Verðlaun veitt á hverju kvöldi fyrir hæztu vinninga. Að Bridge-spilinu loknu, verða frambornar kaffi- veitingar. Þar á eftir fara fram ýmiskonar skemtanir. Munið eftir hvað vel þér hafið skemt yður undan- farna vetur á þessum spilakvoldum. Undir umsjon yngri deild kvenha í Sambandssöfnuði. The Saturday Night Club

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.