Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.03.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. MARZ 1939 RISADALURINN Hjólin veinuðu er járn þeirra nísti járn- brautarteinana. Hinn tröllvaxni forustu vagn kom að beygjunni, sentist fram af brúninni eftir að hafa hikað þar augnablik. Trjábolir, sem vógu tuttugu smálestir.sentust út í loftið eins og afkvistir. Bryce gat séð þá sem snöggv- ast þyrlast um og hverfa svo niður 1 gilið með ógurlegum gauragangi, hann heyrði hvellinn þegar þeir duttu í vatnið og sá mikinn reykjar- mökk. Fólksflutningsvagninn skreið emjandi ofan að beygjunni, þar sem lestin hafði farið fram af og tekið með sér járnbrautarsporið. Hjól vagnsins lentu út í moldina, þeim megin sem brekkan var, og vagninn staðnæmdist á svip- stundu, skalf og ruggaði, misti jafnvægið og féll upp að sneiðingunum við brautina eins og augafull kerling. Bryce, sem hélt sér í hömluhjólið var við þessu búinn, og datt því ekki af vagninum. — Hann gekk rólega niður stigann, tók öxina, klifraði upp á þakið, læddist svo þaðan upp á hæðina og settist rólega undir maganita runna og beið átekta, því að hann var viss um, að farþegar vagnsins hefði hvergi sakað nema vegna hræðslu og harðrar ferðar, og honum var forvitni á að sjá hvernig Shirley Sumner tæki þessu. Pennington ofursti kom fyrst út úr vagn- inum. Hann hljóp léttilega niður þrepin, hljóp fram fyrir vagninn og bölvaði innilega er hann horfði eftir brautinni og sá hvernig komið var. Því næst hljóp hann aftur fyrir vagninn. “Alt er gott og1 eins vel hreiðrað niður og ormur undir höggspæni,” sagði hann. “Guði sé lof fyrir, að vagninn okkar kræktist af. Eg býst við að hömlumanns flónið hafi gleymt að setja ásinn í lokuna er hann krækti vögnunum saman, og þegar vagninn lenti út af sporinu, þá losnaði hann auðvitað við lestina og datt á hliðina. Komdu út góða mín.” Shirley klom út. Engin tár voru í augum hennar en hún var náföl. Ofurstinn lagði handleginn utan um hana, og hún lagði höfuðiö upp að öxl hans. Hrollur fór um hana. “Svona, svona! góða mín. Alt er gott þeg- ar endirinn er góður.” “Lestin,” hrópaði hún hásum rómi. “Hvar er hún?” “í smá molum niðri í fljótinu,” sagði hann og hló ánægjulega. “Og eg átti ekki trjá- bolina! Hvað vagnana snertir þá voru þeir allir forngripir og ekki til neins nýtir nema til að draga bolina hans Cardigans. Eitthvað hundrað skref af brautinni ónýtt og það er alt tjónið, sem eg hefi beðið, því að vagnamir voru löngu búnir að borga sig.” “En Bryce Cardigan?” sagði hún með ekka. “Eg sá hann — hann sat ofan á viðar- ækinu á einum vagninum. Hann — ó, guð hjálpi honum!” Ofurstinn hristi hana með mesta ofsa. “Cardigan yngri,” hrópaði hann ákafur. “Var ofan á einu ækinu. Ertu viss um þetta?” Hún kinkaði kolli, ag axlir hennar skulfu af ekka. “Þá er Bjyce Cardigan farinn,” sagði Pen- nington alvarlega og ákveðinn. “Enginn mað- ur, sem fer fram af þessari brún með vagnlest hlaðinni viðarbolum, kemst lifandi af. Fjand- inn sjálfur gæti það ekki.” Hann varpaði önd- inni og bætti við: “Jæja það hreinsar talsvert til, þó að þrátt fyrir alla gallana sem hann hafði, taki mig þetta sárt föður hans vegna. En það verður ekkert við því gert. Shirley vertu ekki að gráta, góða mín. Eg veit að þetta er hræðilegt. Svona, svona, ástin min. Hrestu þig upp. Þrátt fyrir allan bölvaðan hrakninginn, sem hann gaf mér, vildi eg heldur hafa tapað miljón dölum, en að þetta hefði komið fyrir.” Shirley grét mjög sárt, en hjarta Bryce komst við af því og gladdist um leið, því að hann skildi ástæðuna. Hún hafði sent hann frá sér í reiði og hann hafði dáið á leiðinni; af því leiddi, að Shirley mundi ekki lengi fyrirgefa sjálfri sér. Bryce hafði ekki ætlað að koma henni í augsýn svona blóðugur og útleikinn og hann var, en sorg hennar var meiri en svo, að hann gæti staðist. Hann hóstaði svolítið, og hinn eftirtektasami ofursti sá hann samstund- is. ' “Ja, hver þremillinn,” sagði ofurstinn svo hjartanlega að það var næstum átakanlegt. “Eg hélt að þér hefðuð farist með lestinni.” “Mér þykir leiðinlegt að hryggja yður, kunningi,” sagði Bryce með mestu spekt. En eg er þrár í eðli mínu. Þessi hreinsun sem þér töluðuð um rétt áðan, er því miður ekki orðin. Hún er fjarri nú en nokkru sinni fyr.” Er Bryce fór að tala sneri Shirley sér við og leit á hann. Hann hélt vasaklútnum fyrir blóðugu andlitinu, svo að hún yrði ekki hrædd við að sjá hann. Og hann hefði getað rekið upp gleðióp, er hann sé fögnuðinn, sem Ijóm- aði í hinum tárvotu augum hennar. “Bryce Cardigan,” sagði hún í skipandi rómi. “Komdu hingað ofan eftir undir eins.” “Það er ekki fallegt að sjá mig, Shirley, svo að það er bezt að eg fari leiðar minnar.” Hún stappaði niður fætinum. “Komdu hingað!” “Jæja, fyrst þú krefst þess,”'svaraði hann og rendi sér niður sneiðinguna. “Hvernig komstu þarna upp — og hvað meinarðu með því að fela þig þarna og njósna um mig. Þú — þú — ó þú!” “Segðu eitthvað ljótt, ef það léttir á skap- inu,” sagði hann góðlátlega. “Eg mátti til að hafa mig frá augum þér og þarna uppi í hlíð- inni var bezti staðurinn. Eg var uppi á vagn- þakinu þegar hann valt á hliðina, svo alt sem eg þurfti að gera var að stíga af þakinu í land og setjast niður.” “En hversvegna sastu þar þá ekki áfram,” spurði hún reiðuglega. “Eg gat það ekki þín vegna,” sagði hann kurteislega. “Og þegar eg sá þig gráta vegna þess, að þú hélst að eg væri kominn til engl- anna, þá gat eg ekki varist að hósta, til að láta þig vita, að eg væri hér ennþá að flækjast, álíka glæsilegur og bóksali.” “En hvernig meiddir þú þig svona á and- litinu, Mr. Cardigan?” “Eg var að réyna að móta hina klassisku andlitsdrætti í framstafninum á vagninum þín- um, það er alt og sumt.” “En þú varst uppi á viðarbolunum á síð- asta vagninum.” “Vissulega, en eg var ekki svo vitlaus að bíða þar, þangað til við kæmum að beygjunni. Eg vissi nákvæmlega hvað fyrir mundi koma, svo eg klifraði niður á brúnina framan á fólks- flutningsvagninum, losaði hann frá lestinni, klifraði upp á þakið, gat náð stjórn á honum með handhömlunni; svo skreiddist eg upp í runnann þarna, vegna þess, að eg vissi að þú varst inn í honum og — en vel á minst ofursti, héma er öxin yðar, sem eg lánaði í dag. Kæra þökk fyrir lánið. Síðasta lestin hingað upp- eftir, bíður líklega á hliðarsporinu hjá Ferska- vatni, til að láta þessa horfnu en sártsyrgðu fara fram hjá sér; af þessu leiðir það, að ef þið gangið áfram eina mílu fáið þið far til Sequoia. Gangið í hægðum ykkar, nægur er tíminn. Hvað mið snertir, þá er eg í mesta flýti, og autt sætið mitt er ykkur æskilegra en eg, svo eg ætla að leggja af stað.” Hann lyfti hattinum, snerti sér við og gekk hratt niður sporið. Shirley bjóst til að kalla á hann, hugsaði sig um og hætti við það. Þegar ,hann var kom- inn í hvarf datt henni það fyrst í hug, að hann hefði bjargað lífi hennar og hætti til þess lífi sínu. “Seth frændi,” sagði hún alvarlega, “hvað hefði komið fyrir okkur ef Bryce Cardigan hefði ekki komið hingað upp eftir til að berja á formanninum þínum?” “Þá værum við nú bæði í fyrirheitna land- inu,” svaraði hann, eins og satt var. “Fyrst svo er,” hélt Shirley áfram, “ættum við þá ekki að gleyma því, sem fyrir kom í dag og láta eins og það hefði aldrei komið fyrir?” “Mér er ekkert illa við þennan unga mann, Shirley, en áður en þú lætur hrífast af þessari hetjudáð hans, er hann losaði vagninn frá lest- inni, þá væri vert fyrir þig að muna eftir því, að líf hans sjálfs var í veði. Hann hefði losað vagninn jafnvel þótt við hefðum ekki verið í honum.” “Nei, það hefði hann ekki gert,” staðhæfði hún, því að vitneskjan um að hann hefði gert þetta fyrir hana var henni mjög unaðsleg til- hugsun. “Lokuð inni í vagninum, vissum við ekki að lestin var strokin með okkur, en Bryce Cardigan, sem sat úti, hlaut að vita það strax. Hann hafði því tíma til að stökkva af áður en lestin náði of mikilli ferð, og hann hefði gert það, frændi vegna föður síns.” “Jæja; hann beið vissulega ekki mín vegna, Shirley.” Hún þurkaði sér um augun og stokkroðn- aði. “Seth frændi,” sagði hún og tók vin- gjarnlega um handlegg hans, við skulum vera vinir Bryce Cardigans; við skulum hafa fund og koma okkur saman við hann um sanngjarn. an flutning á brautinni okkar.” “Nú erum við farin að blanda tilfjnninga málum inn í viðskiftin,” sagði hann, “og niðurstaðan verður rugl. Cardigan hefir að miklu leyti borgað fyrir hina ruddalegu fram- komu sína í dag, og eg skal fyrirgefa honum og koma kurteislega fram við hann framvegis; en mig langar til að þér skiljist það Shirley, að það gefur honum ekki leyfi til, að skreiðast upp á hné mér svo að eg strjúki honum. Hann er sama sem fátæklingur nú, sem gerir hann lélegan viðskiftavin, og þú gerir mér mikla þægð með því að láta hann alveg eiga sig, og halda honum í fjarlægð.” “Það mun eg ekki gera,” sagði hún svo á- kveðin og áköf, að frændi hennar leit á hana snögglega og rannsakandi augum. Hann hefði samt ekki þurft að bera áhyggjur út af því. Bryce Cardigan vissi alt of vel um fjárhags- ástæður sínar til að lítillækka sig svo, að biðja Shirley Sumner að taka þátt í þeim með sér. Auk þess var hann kominn út í bardaga — sem hann ætlaði ekki að hætta við fyr en hann sigraði. XVIII. Kapítuli. Georg Sæotur kom og sótti húsbónda sinn, sem var í alt annað en góðu ástandi. Þegar Bryce kom til Sequoia hitti hann lækni félags- ins, sem færði nef hans í samt lag og batt sár hans. Bryce líktist föður sínum í því, að þegar gert hafði verið að meiðslum hans, fór hann til skrifstofu sinnar og vann þar þangað til klukk- an var sex og vinnu var hætt. Gamli Cardigan beið eftir syni sínum við garðhliðið. Georg hafði sagt honum undir og ofan af frá æfintýrum sonar hans, og beið hann nú eftir Bryce til að fá söguna eins og hún gerðist í raun og veru, og heyra um þennan nýja skaða, sem þeir höfðu beðið, því að skaði var það í raun og veru. Viðurinn sem fór for- görðum er lestin fór fram af var smámunir, tvö eða þrjú þúsund dalir, en aðal skaðinn fólst í tapi vagnanna. Þeir vissu það báðir feðg- arnir, að Pennington mundi nota þetta tækifæri til að tefja viðarflutinginn. Það mundi verða tafið fyrir honum alt, sem auðið væri, og af því leiddi, að sögunar mylnan yrði að hægja á sér og pantanirnar yrðu ekki afgreiddar. Pen- nington vissi það líka vel, að þetta firti þá feðga viðskiftavinum. “Jæja, sonur minn,” sagði John Cardigan, “annað áfall, eða hvað?” “Já, herra minn, rétt beint framan á nef- ið.” “Eg átti nú við arfleifð þína, sonur minn.” “En eg er nú meira að hugsa um nefið á mér, félagi. Ef satt skal segja, þá er eg ekkert að hugsa um arfleifð mína. Eg hefi gert á- kvörðun því viðvíkjandi. Við munum berjast meðan blóðdropi er í okkur. Og vel á minst, eg byrjaði bardagann eftir hádegið í dag. Eg gaf formanni ofurstans ærlega ráðningu og barði úr honum gorgeirinn, sá bardagi var tileinkaður þér, John Cardigan. Eg hreinsaði heldur en ekki til og gaf sjálfum ofurstanum svolitla slettu um leið.” “Það var gott, Bryce, vel gert. Mig lang- aði til að formaður þessi fengi ráðningu. Hann hefir misþyrmt mönnum okkar um langa hríð. Hann gerði sig að kóngi yfir þeim, eins og þú veist.” Bryce létti fyrir brjósti. Faðir hans vissi þá ekkert um skemdirnar í Risadalnum. Það styrkti þann ásetning sonar hans, að jafna yfir skemdirnar, áður en uppskurðurinn veitti föð- ur hans sjónina á ný. Feðgarnir leiddust upp að dyrunum. Rétt þegar þeir komu inn, hringdi síminn og Bryce svaraði. “Mr. Cardigan,’? sagði Shirley Sumner í símann . “Bryce,” leiðrétti hann. Hún lézt ekki heyra leiðréttinguna. “Eg — eg veit ekki hváB" eg á að segja við þig,” stamaði hún. “Það er engin þörf á að segja neitt, Shir- ley.” “En þú bjargaðir lífi okkar, og hefir þess- vegna rétt til að búast við réttri og sómasam- legri viðurkenningu frá okkar hálfu. Eg hringdi hingað til að segja þér, hve dásamlegt og hetjulegt þrekvirki þitt var----” “En eg var líka að bjarga mínu eigin lífi, Shirley.” “Þú varst ekki að hugsa um það þá.” “Já, en eg var ekki heldur að hugsa um líf frænda þíns,” svaraði hann án nokkurs innileika. “Eg er viss um, að við getum aldrei endur- goldið þér, Mr. Cardigan.” “Þú skalt ekki einu sinni reyna til þess. Hinn virðulegi frændi þinn, kærir sig ekkhum það, og því skyldir þú reyna það?” “Þú gerir mér það talsvert örðugt að — að endumýja vináttu okkar, Mr. Cardigan. Við höfum lifað mjög viðburðaríkan dag, og ef til- finningar mínar eru eins vingjarnlegar og þær eru í kvöld, finst mér að þú ættir að gera þinn hluta — og hjálpa til.” “Blessuð vertu,” tautaði hann. “Hugul- semi þín að hringja og tala við mig, gerir mig þér skuldbundinn. En heyrðu Shirley, er mér óhætt að tala við þig fáein orð í hreinskilni?” “Það hugsa eg, Mr. Cardigan.” “Jæja þá, hlustaðu nú á mig. Eg er ó- vinur frænda þíns þangað til dauðinn skilur okkur að. Hvorki hann né eg veitum nokkra vægð, og eg ætla mér að brjóta hann á bak aftur ef eg get.” “En þá brýtur þú mig á bak aftur um leið,” sagði hún til að vara hann við. “Einnig vinátta okkar. Það þykir mér slæmt. En þetta verður að framkvæmast, geti eg gert það. Eigum — eigum við þá að kveðj- ast, Shirley?” “Ja—á!” það var grátstafur í rómnum. “Vertu sæll, Mr. Cardigan. Mig langaði til að láta þig vita þetta.” “Vertu sæl! Jæja, þá er nú búið að klippa þennan þráð,” tautaði hann með sjálfum sér, “og þarna brast annar fagur dagdraumur.” — Án þess að vita það, talaði hann í símaáhaldið, og Shirley, sem vonaðist eftir að hann segði eitthvað meira, heyrði þetta eintal hans, — öll merking orðanna, sem þótt þau væru venjuleg, voru svo þrungin eftirsjá, að þau báru vott um hina fyrstu raunverulegu sorg Bryce. “Æ, Bryce!,’ kallaði hún hastarlega. En hann hafði hen^t áhaldið upp og heyrði því ekki til hennar. Næsta vikan eftir þetta var sérstök fyri’- það, hve vel Bryce vann að rannsókninni á fjárhagsástandi föður síns og heimsókn Donald McTavish. Bryce fann hann í skrifstofunni einn morguninn þegar hann kom þangað. “Komdu sæll McTavish,” sagði hann við skógarformanninn og rétti honum hendina vin- gjarnlega. Gamli maðurinn tók báðum hönd- um utan um hana eins og barn. “Jæja þetta er þá litli drengurinn sjálfur,” drundi hann. “Mér þykir vænt um að sjá þig drengur minn.” “Þú hefðir séð mig í fyrradag, hefðir þú verið sjáanlegur,” sagði Bryce og brosti glað- lega. “Mac, gamli kunningi, þeir segja mér að þú sért á beinni leið til fjandans.” “Eg ber ekki móti því að eg fæ mér svo- lítið tár við og við,” sagði formaðurinn hrein- skilnislega, en samt var áhyggju- og vandræða j' svipur á honum. Bryce settist niður við skrifborðið sitt, kveikti í pípunni sinni og horfði alvarlega á McTavish. Formaðurinn var stórskorinn og beinastór Skoti, rauðhærður og mjög hæru- skotinn, og féll hárið ofan á herðar. Afskapa- lega mikið nef og reis hátignarlegarlega fram úr andlitinu, sem var svo stórskorið og harð- neskjulegt, að árangurslaust var að leita þar eftir karlmannlegum fríðleika. Hann var arm- langur og hengu Iiandleggirnir niður eins og á mannapa. Hann var dálítið lotinn eins og af því að hafa borið þungar byrðar. En ern var hann, þrátt fyrir sextiu ár að baki, en Bakkus hafði ekki verið eins nærgætinn og árin. Bryce sá, að utan á Mac voru eitthvað þrjátíu pund af brennivínsfitu, og að hin hvössu, bláu augu hans voru óeðlilega útþanin, sem sýndi að vín- andinn var farinn að vinna á heila hans. Hend- ur hans skulfu er hann stóð frammi fyrir Bryce, og hann fitlaði við uppbrotið á skyrt- unni sinni. Sá Bryce að Mac bjóst við að hann byrjaði samræðurnar, svo að hann neyddi sig til að hefja þetta óþægilega verk. “Mac, Moira færði þér skilaboðin?” “Já.” “Jæja, eg býst þá við að við skiljum hver annan, Mac. Var það eitthvað annað, sem þig langaði til að tala við mig um?” MacTavish mjakaði sér að borðinu. “Þú ferð ekki að reka gamla Mac svona fyrirvara- laust?” sagði hann hreystilega. “Maður, þú hefir ekki hjarta til að gera það eftir öll þessi ár. Bryce kinkaði kolli. “Ef þú hefir hjarta til að taka kaup og vinna ekki fyrir því eftir öll þessi ár, þá hefi eg hjarta til að setja betri mann í þinn stað.” “Þú varst alt af gefinn fyrir að spauga.” “Þa^ er ekki til neins að þrátta um þetta, Mac. Þú ert ekki framar á kauplistanum og kominn á eftirlaun. Skúrinn þinn úti í skógin- um, fæðið í matsalnum, föt og tóbak, sem eg sendi þér. Ekkert meira né minna!” Hann seildist yfir á borðið og tók ávísun. Hérna er kaupið þitt upp til hins fimtánda. Það er síð- asta Cardigan ávísunin, sem þú færð. Mér þykir þetta hræðilega slæmt, en eg er alveg staðráðinn í því, að þetta verði svo.” “Hvern ætlar þú að setja í minn stað?” “Það veit eg ekki, en það verður ekki örð- ugt að finna betri fprmann en þig.” “Eg læt hann ekki vinna,” urraði Mc- Tavish. “Þú komst upp með það við föður minn. Reyndu það við mig og þú skalt sjálfan þig fyrir hitta, eg skal sjálfur sjá um það. Snertu eftirmann þinn með þínum minsta fingri, Mac, og þú skalt deyja á öreiga heimilinu hérna í •sveitinni. Engar hótanir kunningi! Þú þekkir Cardigans feðgana, þeir segja það sem þeir meina.” Þeir horfðust í augu fáein augnablik, þá fór titringur um formanninn og hann leit til jarðar. Bryce vissi að hann hafði sigrað að lokum, og McTavish vissi það líka, því að hann fór alt í einu að gráta. “Rektu mig ekki drengur,” grátbað hann. “Eg skal vinna vel og ekki bragða whiskey framar.” “Þetta er þýðingarlaust, Mac. Smakkaðu ekki whiskey í heilt ár, og eg skal láta eftir- mann þinn fara og gefa þér starf þitt aftur. En nú sem stendur gildir þessi ákvörðun mín og er óhagganleg. Þú skalt hætta vinnunni.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.