Heimskringla - 08.03.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.03.1939, Blaðsíða 1
 ' J DEPENDABI-tJ y. V s« DYERS&CLEANERSLTD. FIBST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061/ LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. MARZ 1939 NÚMER 23. HELZTU FRETTIR 3,000 Sudeten-Þjóðverjar setjast að í Vestur-Canada Fréttir bárust frá London s. 1. föstudag, um að 3,000 Þjóðverj- ar frá Sudeten-héruðunum, sem ekki sættu sig við stjórn Hitlers þar, flytji til Canada á komandi vori. Hafa samningar þegar verið gerðir um þetta milli Breta og Canada-stjórnar. Innflytjendurnir er gert ráð fyrir að setjist að í Peace River héraðinu og norður hluta Sask- atchewan fylkis. Stjórnin í Tékkóslóvakíu hef- ir ltofast til að leggja þeim fé, er nemur $2,000^000, um $1,500 með hverri fjölskyldu eftir að hingað er komið. Þetta er bæði gjafa og lánsfé, sem stjórnir Breta og Frakka hafa safnað. Hinir fyrstu af innflytjendun- um koma snemma í apríl. Síðan Hitler hremdi Sudeten- héraðið, hafa menn þessir átt við mikið harðrétti að búa af því að þeir neituðu að verða þýzkir borgarar. Þeir hafa verið hraktir frá óðulum sínum og stjórnin í Prag hefir séð þeim fyrir verbúðum (Camps) að búa í. Það er skilyrði Canada-stjórn- ar, að innflytjendurnir séu vanir landbúnaði. Pacelli kosiim páf i Símon Pétur, sonur Jónasar, upphaflega fiskimaður á Galilea- vatni, var fyrsti páfi; hann var Gyðingur. Síðan hafa verið 262 páfar, að meðtöldum hinum nýkosna. Og í fjórar aldir eða síðan 1526 hafa þeir verið ítalskir. Eúgenio Pacelli kardináli, er hinn nýi páfi, er kosinn var & 1. fimtudag í Róm. Hann var áður ritari í Vatikaninu og öllum öðr- um handgengnari Píusi XI., hin- um nýlátna páfa. Hann tekur sér nafnði Píus XII. Það var á sextugasta og þriðja afmælis- degi hans, að hann var kosinn páfi rómversk kaþólsku kirkj- unnar. Það þykir eftirtektavert við kosningu nýja páfans, hve skjótt hún gekk. Hann var kosinn við þriðju talningu, sem kvað vera með öllu óvanalegt, enda eru yfirburðir hans sagðir hafa ver- ið auðsæir yfir alla kardinál.- anna Hann er sagður mikill lær- dómsmaður, stjórnmálamaður og tungumálagarpur. Sem dæmi af tungumálakunn- áttu hans er sagt, að hann hafi á blaðamannafundi eitt sinn í Vatikaninu talað í nærri þrjá klukkutíma á öllum þeim tung- um, er fulltrúunum voru eigin- legastar, en þeir voru víðast hvar að úr hinum kaþólska kirkjuheimi. Hann byrjaði á ítölsku; við f ulltrúana f rá Frakk- landi, Belgíu og Svisslandi talaði hann á frönsku;; spönsku, portugölsku, þýzku talaði hann við fundarmenn frá þessum þjóðum bæði í Evrópu og Suður- Ameríku. Og við fulltrúa frá Bandaríkjunum og úr Breta- veldi talaði hann ensku. Hann lauk máli sínu á latínu. Sagði Píus XI'., hinn nýlátni jáfi, er talaði á eftir honum, að hann gæti ekki leikið eftir Pacelli að tala á svo mörgum málum. En Pacelli var þess utan fram- úrskarandi áhrifamikill í samn- ingamálum og var oft í sendi- íerðum fyrir páfann til annara landa. Hann var í Þýzkalandi eftir stríðið og víðar um Evrópu, að sameina kaþólska. Hann kom til Bandaríkjanna 1936 til þess að setja ofan í við "föður" Coughlin í New York, fyrir á- rásir hans á Roosevelt forseta. Pacelli er fæddur í Róm 2. marz 1876. Faðir hans var há- skólakennari í Róm og hafði mikið samband við Vatikanið. Sonur hans varð prestur 1899, svo biskup og hefir haft marg- breyttari störf með höndum fyr- ir páfadóminn, en nokkur annar maður. Hann er sagður að hafa verið mestur trúnaðar-maður Píusar XI. og dáður af honum. Bretar lofa Hollandi hernaðar aðstoð Hitler hefir af og til verið að minna Hollendinga á, að þeir séu í hendi hans, þegar honum býður svo við að horfa, og hefir gefið í skyn, að Þýzkaland krefj- 'ist br'áðum yfirráða nýlenda þeirra við Austur-Indland, í stað nýlendanna er Frakkar og Bretar tóku af Þjóðverjum í síðasta stríði. Chamberlain hef- ir nú að sagt er heitið Hollandi aðstoð Breta, verði á þá ráðist og tilkynt Hitler, að ef hann láti ekki Hollendinga í friði, verði það skoðað sem ýfirlýsing um stríð á hendur vestlægu sam- bandsþjóðunum í síðasta stríði (Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, o. s. frv.). Ekkert stríð 6. marz Mánudagurinn 6. marz, sem yfirleitt var álitið að væri dag- urinn, sem einræðisherrarnir ætluðu að láta til skarar skríða í Evrópu og steypa Norðurálf unni út í stórstríð, er kominn og lið- inn án þess að nokkuð óvanalegt bæri til tíðinda. Það virðist eitt- hvað hafa skeð í millitíðinni, sem ekki var tekið með í reikn- inginn. Það lítur meira að segja út fyrir, að Hitler og Mussolini séu þessa stundina óvanalega stiltir og rólegir. Leikurinn átti að byrja í Tun- isíu með árás á Frakkana, eftir því sem blað Virginio Geyda "Rödd ítalíu", hélt fram. Það sem í spilið hefir komið frá því um mánaðarmótin jan- úar og febrúar, sem orðið hefir, til að fresta áætlun einræðis- herranna, er margt og skal hér á sumt af því minst. Hinn mikli og hraði herútbún- aður Breta og það, að þeir tala nú í alt öðrum tón við einræðis- herrana en áður, veldur eflaust einna mestu um sinnaskifti Hitl- ers og Mussolini. ítalska blaðið sem á var minst hér að framan, telur afstöðu Breta nú svo breytta frá því sem áður var, að það býst eins vel við, að þeir ráðist á andstæðinga sína í Ev- rópu. Annað sem allir vita að mikil áhrif hefir haft út um heim, en ekki sízt í Þýzkalandi og á ítalíu, er afstaða Roosevelts forseta til einræðislandnana. — Forsetinn hefir ekki látið sér mörg tæki- færi úr greipum ganga, að lýsa vanþóknun sinni á framferði þeirra. Hann tók síðast tæki- færi til þess þó fæstir ef til vill byggjust við því á 150 ára stofn. afmæli congressins, er nýlega var hátíðlega minst í Washing- ton-þinginu. Rödd Bandaríkj- KONSÚLL DANA OG ISLENDINGA Grettir Leo Jóhannsson Heimskringla meðtók s.'l. viku bréf frá Mr. G. B. Holler yfir- konsúl Dana í Montrealj með til- kynningu um það, að Mr. Grettir Leo Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg, hefði verið skip- aður konsúll Dana (Honorary Danish Consul) í Winnipeg. Mr. Grettir Jóhannsson, er einn úr hópi hinna ungu, hér innfæddu mentuðu Vestur-fs- lendinga. Hann er sonur Á. P. Jóhannssonar fasteignasala, fæddur 11. febrúar 1905 í Win- nipeg. Hann hlaut hér mentun sína, fyrst á barnaskóla, svo d Wesley College og gíðast á Mani- toba-háskóla. Og með því að hann hugsaði sér að leggja fyrir sig skrifstofustörf gekk hann einnig á Success-verzlunarskól- ann. Hann er því, að því er mentun áhrærir, vel undir þessa ábyrgðarstöðu búinn. En hann er auk þess ötull og áhugasamur við störf sín, réttsýnn og hinn bezti og einlægasti drengur. — Hann nýtur sérstakra vinsælda á meðal landa sinna fyrir mikla og virðingarverða þátttöku í ís- lenzku félagslífi. Staða þessi hefir verið óskipuð síðan í maí á s. 1. ári, að Mr. Albert John- son dó. Eftir að Mr. Jóhannsson lauk skólanámi, var hann um nokkur ár skrifstofustjóri hjá Clare Bros. Western Ltd. Störf hans hafa að öðru leyti en þessu og þann tíma sem hann var á fs- landi við tóbaksverzlun, verið forstjórastaða hjá á. P. Jó- hannsson og sonum hans. Hann giftist 1933 konu af amerískum ættum. Skrifstofa hans verður að 910 Palmerston Ave., Winnipeg. Konsúllsstaðan er mikil á- bygðarstaða. En Mr. Grettir Leo Jóhannsson er fyllilega verður þess trausts, sem til hans er borið með því að fela honum hana. Heimskringla og hinir mörgu vinir Mr. Jóhannsson óska hon- um til lukku. anna hefir ef til vill aldrei heyrst gleggra út um allan heim en síðan Roosevelt fór að láta sig utanríkismálin skifta. Á Þýzkalandi ríkir óeining innan nazista-flokksins út af samvinnu Þjóðverja og ítala. — Hermann Göring, sem nú er á ítalíu, er sagt að telji nær, að koma fjögra ára starfsáætlun- inni í framkvæmd, en að æða út í stríð í Norður-Afríku. Og ítalía mun vita þetta. Aðrir inn- an nazista flokksins vilja þó stríð og helzt sem fyrst. Fjár- hagur Þýzkalands er nú sá, að stjórnin getur ekki öðru vísi greitt vopnaframleiðendum sín- um, en með loforðum um það, þegar ríkisbankinn hafi peninga til þess. Að Mussolini er ekki vissari en þetta um aðstoð Hitlers, dregur heldur flug úr fjöðrum hans. Efnahagur ítala er og sízt betri en Þjóðverja. Frakkar hafa verið að Ipfla her sinn mjög í Tunisía. Og af Miðjarðarhafsflota Breta og Frakka er óvanalega mikið nú við Spán og á, vestur hafinu. Þá eru Pólverjár alt annað en leiðitamir við Þjóðverja. Fyrir rúmri viku heimsótti Ciano, utanríkismálaráðherra ftala Pól- land og var tekið hið bezta. — Meðan á þeim veizluhöldum stóð, gerðust ungir pólverskir ættjarðarvinir heldur óspakir og gerðu skemdir á eignum Þjóð- verja í Póllandi; þeir höfðu og kröfugöngu úti fyrir hallardyr- um Þýzka sendiherrans. Stjórn Pólverja bað Hitler af- sókunar á þessu og það fékst umyrðalaust. Stoyadinovitch, forsætisráð- herra Yugoslavíu, sem var pró- fasisti, hefir orðið að segja af sér. Ennfremur er forsætisráð- herra Ungverja, sem var Júða hatari, horfinn af sjónarsviðinu. Hitler og Mussolini, sem ætluðu sér alla stjórn í þessum löndum, kenna Bretum um þessar breyt- ingar þar til hins verra. Þegar kemur nú til að jafna sakirnar milli Frakka og ftala, er haldið að Mussolini verði ekki eins spertur og hann hefir verið. Stríðshættan í Evrópu hefir með þetta alt fyrir augum, að minsta kosti rénað um hríð. Friðrik Kristjánsson dáinn Friðrik Kristjánsson frá Wynyard, Sask., lézt á Victoria Hospital í Winnipeg s. 1. fimtu- dag. Hann var liðlega 72 ára, fæddur á Akureyri 22. febrúar 1867. Á Akureyri ólst hann upp og rak verzlun og útgerð um mörg ár í félagi með bróður sín- um Magnúsi. Vestur um haf kom hann 1909 einsamall; hafði hann mist konu sana hdjma nokkrum árum áður, en börn þeirra, þrír drengir komu ári síðar vestur. Hétu þeir Jakob, Eðvald og Karl. En dóttir þeirra, Margrét er búsett á íslandi. — Friðrik sál. var atgerfis og gáfu maður. Hann hefir síðan vestur kom verið formaður við hveiti- lyftur í Saskatchewan jafnframt því, að hann hefir rekið búskap. Jarðarförin fór fram s. 1. mánudag frá Sambandiskirkj- unni í Winnipeg. Séra Jakob Jónsson jarðsöng. Hins látna verður frekar minst síðar. Frá Spáni Á Spáni gengur á ýmsu. Eftir að Frakkland og Bretland við- urkendu stjórn Francos, félst lýðveldissinnum mjög hugur. — Og ein afleiðingin af því varð sú, að nokkrir leiðandi menn innan flokksins tóku sig saman um að koma Dr. Negrin frá stjórn í því 'skyni að hætta stríðinu og isemja frið við Franco. Hét sá Sigismundo Casado, og er yfirmaður hers lýðveldissinna, sem þessu kom til leiðar. Hann fékk brátt alla lýðræðisflokka þingsins í lið með sér og tók við völdum. Dr. Neg- rin lét strax af stjórn er honum var tilkynt, að stefna hans um að halda stríðinu áfram hefði tapað. Forsætisráðherrann flúði til Frakklands ásamt utanríkis- ráðherra sínum Vayo. Um 500 lýðveldissinnar er sagt að flúið hafi landið af ótta við hegningu frá Franco. Er nú búist við að Casado semji brátt frið við Franco. f morgun eru þó fréttirnar frá Spáni þær, að kommúnistar hafi gert uppreist á móti Casado og nýju stjórninni. Hversu alvar. legt það er, er ekki hægt að f ull- yrða neitt um. SAMANDREGNAR FRÉ T TIR Frumvarp Mr. J. T. Thorson, K.C., um rétt Canada^þingsins til að gera út um það, að þjóð þessa lands fari í stríð, var les- ið upp í þinginu í gær og vekur mikla eftirtekt um alt land. í frumvarpinu er í raun og veru falið, að þing Canada ráði sínutn málum með konungi, en ekki brezka þinginu eða brezka ríkis- ráðinu. Það er því stórt spor stigið í fullveldis-áttina með frumvarpinu. Og ummæli ýmsra blaða eru þau, að frumvarpið verði til þess að styrkja og efla einingu Canada, sem einmitt var hætt komin út af stríðinu 1914. * * * Hon. Robert Weir, fyrrum akuryrkjumálaráðherra Bennett stjórnarinnar, dó s. 1. mánudag af slysi í grend við Weldon, Sask. Hann varð undir vagni af korni, er valt um koll. Hann átti búgarð í nefndu héraði, er einkennilegur er talinn í sléttu- fylkjunum fyrir hinar margvís- legu ræktunar tilraunir Mr. Weirs. Brenbyssu-samningarnir voru ekkert óhræsi fyrir suma lög- fræðinga liberala, heldur en sjálfa byssusmiðina. L. A. For- syth, K.C., var einn þeirra er fyrir stjórnina vann við rann- sóknina; hann var málsvari her- málaráðherrans. Hann hefir nú sent stjórninni reikning sinn. — Kaupið sem hann gerir kröf u til, eru $200 á dag. Rannsóknin stóð yfir í tvo mánuði; allur reikningur hans nemur tíu þús- und dólum. * * * Fyrir rúmum þrem vikum kallaði Hitler alla helztu ráð- gjafa sína og alla leiðandi menn í hernum og lögreglunni á leyni- fund í Berchtesgaden. Það sem hann vildi raðfæra sig um við þá, var hvort hann ætti nú þegar að leggja af stað í stríð, eða bíða með það hagkvæmari tíma. Himmler, yfirlögreglumaður lagði það til málanna, að því lengur sem það væri dregið, því betur yrðu Frakkland og Bret- land undir búin og erfiðari við- ureignar. Allir yfirmenn hers- ins töldu óvit að fara í stríð fyr en að Þýzkaland hefði komið upp flugherstöðvum á Spáni og í Morokkó Spánverja. Sú skoð- un virðist hafa orðið ofan á. Óstaðfest frétt gengur manna á milli um það, að Robert Coul- andre, sendiherra Frakka í Berlín, hafi fullvissað frönsku stjórnina um það, að Þjóðverjar mundu ekki styðja ítalíu í stríði, þrátt fyrir ræðu Hitlers um það í ríkisþinginu 2. febrúar. Sendi- herrann segir að Þjóðverjar fari ekki í stríð út af Miðjarðarhafs- málunum. Máli sínu til sönnun. ar segir hann meðal annars, að flugritum sé útbýtt í Þýzka- landi, er svo hljóði: "Við förum ekki í neitt stríð í þakklætis- skyni fiyrir svik ítala við okkur 1915." SAGA VESTUR- ÍSLENDINGA Á nýafstöðnu Þjóðræknisþingi var borin upp eftirfarandi tillaga undirrituð af nokkrum málsmet- andi mönnum: "Frá því Þjóðræknisfélagið fyrst var stofnað og alt til þessa dags hefir því verið hreyft öðru hvoru, bæði utan þings og inn- an að eitt aðal nauðsynja- og skyldustarf félagsins væri það að gangast fyrir útgáfu á land- námssögu íslendinga vestan hafs. Nú eru tuttugu ár liðin án þess að af nokkrum verulegum framkvæmdum hafi orðið í þessu máli. Væri það því vel viðeig- andi að því yrði hrundið af stað á þessu tuttugasta ársþingi og starfið hafið nú þegar. Eftir því sem lengra líður verður verkið erfiðara, og með hverju ári hverfa menn og kon- ur úr hópnum, sem ýmsum gögn- um hafa yfir að ráða — og gögnin þannig glötuð. Sérstak- lega á þetta við um ýmislegt það er fólk geymir í minni sér og hvergi er skráð, en margt af því er ómetanlega mikils virði. Nú vill svo vel til að hér er staddur vor á meðal maður sem bæði hefir tíma, hæfileika -og fullan vilja til þess að leysa þetta vandaverk af hendi vel og sómasamlega. Vér eigum hér við skáldið og rithöfundinn Þ. Þ. Þorsteinsson. Með sínum á- gætu bókum "Vestmenn" og Brazilíusögunni hefir hann sýnt það og sannað að hann er í fylsta máta hæfur til þess starfs; bækur hans njóta al- mennra vinsælda og hylli. Vér leyfum oss því að leggja það Itil (að Þjóðræknisfélagið byrji nú þegar á þessu starfi og leiti liðs og samvinnu allra Vestur-fslendinga, utan félags- ins jafnt sem innan, og að það kjósi á þessu þingi sérstaka níu (9) manna nefnd meðlima sinna er heimilað sé að bæta við tölu sína jafn mörgum völdum mönnum utan félagsins. Winnipeg, 21. febrúar 1939. Soffanías Thorkelsson J. K. Jónasson Davíð Björnsson G. Árnason S. Pálmason R. Árnason Karl Jónasson Sig. Júl. Jóhannesson S. Ólafsson E. Fáfnis B. Dalman Hjálmar Gíslason Sigurður Sölvason Þessi tillaga var rædd alllengi; voru allir því samdóma að nauð- synlegt væri að hef jast handa í málinu. Nefndin var svo kosin og er skipuð eftirfarandi mönn- um: Séra V. J. Eylands Próf Richard Beck Séra Jakob Jónsson Soffanías Thorkelsson Séra R. Marteinsson J. K. Jónasson E. P. Jónsson, ritstj. S. Pálmason Sig. Júl. Jóhannesson Formaður nefndarinnar er séra Eylands. Samþykt var á þinginu að nefndin ynni í sam- ráði við stjórn Þjóðræknisfélag'?- ins. Sig. Júl. Jóhannesson ritari nefndarinnar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.