Heimskringla - 22.03.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.03.1939, Blaðsíða 1
LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. MARZjg39_ NÚMER 25. HELZTU FRÉTTIR Hitler rýfur Munich-samningana Hvað gerir Hitler næst? Þetta er spurning sem stjórnmálamenn heimsins hafa verið að glíma við og reyna að svara nokkur und- anfarin ár, en sem flestir eni enn jafnnær um. Án þess að nokkur vissi af var Hitler s. 1. viku búinn að um- kringja Tékkóslóvakíu með her. Menn vissu aðeins að hann var í dag að styðja Slóvaka, sem voru að brjótast undan ímyndaðri kúgun Tékkanna, og sem í sjálfu sér gat verið álitið góðverk. En iþegar menn litu út næsta morg- un var landabréfið af Evrópu orðið úrelt og á eftir tímanum; Tékkóslóvakía var horfin með öllu; en Þýzkaland að því skapi fyrirferðarmeira. Við þetta alt saman rifjast spurningin sama upp, hvað Hitl- er geri næst. Og svarið er sem áður, að það viti enginn. Fyrst eftir að Tékkóslóvakía var hertekin, sögðu Bretar og Frakkar að sér kæmi það ekkert við. Einum eða tveimur dögum síðar, voru þeir komnir að þeirri niðurstöðu, að Hitler hefði með þessu brotið Munich-samning- ana, síðasta alþjóðasamninginn, sem hann hefði skrifað undir. Og eftir þessa uppgötvun hafa þeir nú ákveðið, að viðurkenna ekki þennan nýja landvinning Hitlers og eru nú að skeggræða um það, að hafa fundi með fleiri þjóðum, að stöðva þessa víking Hitlers. Rússinn vakti að vísu fyrst máls á því, en Bretinn var ekki sammála honum um hver löndin ættu að vera, sem á móti Hitler tækju. Og svo kom auð- vitað til mála, spumingin um það hvort þetta ætti að vera hernaðar-samtök á móti Þjóð- verjum eða aðeins viðskiftabann. Hvað úr öllum þeim ráðagerð- um verður eða hvort að það verður nokkuð annað en ráða- gerð, skyldi enginn veðja miklu um. En þannig standa sakir, að Þýzkaland hefir náð Tékkósló- vakíu allri, en Bretar, Frakkar, Rússar og Bandaríkjastjórn mótmæla að Þýzkaland eigi land- ið ennþá. Hitler sefur úr sér þreytuna eftir afreksverk sín, rólegur fyrir öllu þessu og býst sjálfsagt við, að viðurkenningin komi síðar, þegar þjóðum þess- um se runnin reiðin, eins og átti sér stað með Bláland ítalanna. En að Hitler hafi brotið Mun- ich samninginn, mun enginn efi Hann lofaði eflaust þar, þeg- sem Hitler virðist nú hafa allan hug á að ná, en láta Rússland fyrst um sinn eiga sig. Þýzka- land getur ekki án meira lands haldið áfram tilveru sinni, en í stað þess að það fengi nýlendur sínar aftur, var hugmynd Breta og Frakka, að það fengi þær bættar með því að ná í Úkraníu Rússanna. En það fór nú svona, að það eru smáríkin í Suðaust- ur.Evrópu, sem Hitler álítur auð- unnari, en Rússland og tekur þau með táð og tíma, þá við- skiftum Breta og Frakka sé stór hnekkir með því ger. Vopnin hafa snúist í höndum Hitlers á Breta og Frakka sjálfa í stað Rússa. Það er því enginn efi á því að Munich-samningurinn er rof inn! Eins og full ástæða er til, er nú óttast að Hitler haldi áfram og Rúmanía verði næsta landið, er hann hefir í sigti. Pólland er heldur ekki óhult. Og Lith- uanía býður Hitler nú góðmót- lega Memel. í Tékkóslóvakíu er alt í óreiðu og eymd. Um 18,000 manns hafa verið hneptir í varðhald fyrir að standa Hitler í vegi og aftra honum frá að koma áform- hans fram EXCELSIOR (By H. W. Longfellow) ÍSLENZKU BLÖÐIN í AMERÍKU um Hitler er ægivaldur og hann meiri en menn virðast ætla. Að stríðshótanir hans séu blekk- ing eins, er ennþá ósannað. í hið merka bandaríska tímarit "For- um", marz-heftið, skrifar maður sem herstyrk þjóða virðist kunn- ugur og heldur fram, að Þjóð- verjar hafi 10 flugskip á móti hverjum fimm á Bretlandi, fjór- um í Bandaríkjunum og þremur á Frakklandi. Og svo fullkom- in telur hann loftskip Þjóð- verja, að við þau jafnist ekkert. Hann nefnir Heinkel loftskip, sem fari 280 mílur á klukku- stund í 13,000 feta hæð með eitt tonn af sprengjum og geti flog- ið 1000 mílur í einu þannig hlaðin. Sé leiðin styttri, geti þau flogið með alt að því tvö tonn. Af þessum hraðfleygustu skipum í heimi hafi Þjóðverjar nú 2500 að minsta kosti. ótti Lundúnabúa við þessar flugvélar hafi ekki verið ástæðulaus á s. I. hausti. Greinarhöfundur held- ur fram að með þessu og því um líku sé mikið í þeirri skoðun Hitlers, að stríð megi vinna með svo skjótum hætti, að engri vörn verði við komið. Eyðileggingin sem hægt sé að gera á stuttum tíma, knýi til að semja frið. 150 ára afmæli franska lýðveldisins Er skuggar kveldsins eltust ört Á Alpabæ féll nóttin svört. Þá halur tróð um hrannaslóð Sem hátt bar merki og á því stóð: Excelsior! Á enni er sorg; en augun snör Sem elding; hvöss sem beittur hjör. Og Ijóst með slifurhörpu hljóm Nú heyrist kallað skýrum róm: Excelsior! í húsum inni ljós hann leit Þar logar aringlóðin heit Hið efra jökull nam við nótt. Hans næturbæn var andvarp hljótt: Excelsior! "Legg ei á fjöll", kvað þulur þá "Nú þungt er loft og nóttin grá Á fljóti brýtur brimhvít röst." En brátt þá ansar röddin föst: Excelsior! "Far ei", kvað mær, "en hvíl þig hér. Legg höfuð þreytt að brjósti mér/' Þá vökna augu hins unga manns. Sem andvarp leið af vörum hans: Excelsior! "Ó, varast fall af fornu tré, Nú feigð á þinni leið eg sé." Var hinsta kveðja bóndans. Brátt Barst þá svar úr f jallsins átt: Excelsior! Við birting dags, með bænasnið Bernharðs helga í musterið Er munkar hljóðir lögðu leið í lofti barst sem óp í neyð Excelsior! Og ferðamann í heljar hrönn Hundur tryggur gróf úr f önn En lífs þó væri brostin bönd Þá bar enn merkið frosin hönd: Excelsior! f morgun kulsins geislagljá Hans göfug ásýnd dáin lá En röddin steig í stund og firð Sem stjarna björt í geimsins kyrð. Excelsior! S. E. Björnsson. YOUNG ICELANDERS NEWS (Eftirfarandi frétt birtist í Tímanum 25. febrúar og er ís- lenzku blöðunum hér og þeim er viðhaldi þeirra unna, kærkomin frétt, að ekki sé meira sagt). Það er erfitt að gefa út blöð á íslandi, en þó er enn erfiðara að gefa út íslenzk blöð í Vestur- heimi. Samt haf a landar í Ame- ríku gefið út tvö myndarleg blöð, Heimskringlu og Lögberg, í meir en 50 ár. Þessi blöð eru óhjákvæmileg stoð í hinni þýðingarmiklu bar- áttu landa í Vesturheimi fyrir íslenzku máli og menningu. Sú barátta er svo nátengd tilveru- baráttu íslendinga á íslandi, að sízt má vanrækja hlut þess aðil- ans, sem þyngri straum hefir á móti sér. Vókumannafélagið hér í Rvik. er nú að ef na til umf angsmikilla bréfaskifta milli unglinga á ís- landi og æskulýðs af íslenzkum stofni í Ameríku. — Vökumenn beita sér líka fyrir því, að út- vega Vesturheimsblöðunum báð- um nokkra tugi borgandi kaup- enda. Þeir vænta þess að öll helztu fyrirtæki á landinu, bank- ar verzlanir, sjúkrahús og skólar kaupi bæði blöðin. — Stjórn Vökumanna mun bréflega og símleiðis leita eftir kaupendum, en þó 'því aðeins að bæði blöðin séu keypt. Stjórn Vökumanna mun innheimta blaðgjöldin í ís- lenzkum peningum og útvega gjaldeyrisleyfi, og standa hverj- um kaupanda skil á kvittun frá útgefendum Lögbergs og Heims- kringlu. Þeir, sem vilja senda pantan- ir, geta snúið sér til Egils Bjarnasonar í Edduhúsinu, sími 2323. Hann mun væntanlega vinna mest á skrifstofu Vöku- manna að erindum fyrir landa í Ameríku. Jónas Jónsson frá Hriflu. GÖMUL VILLA LEIÐRÉTT ar honum var afhent Sudeten héraðið, að hreyfa sig ekki til frekari landvinninga í Evrópu. Hann virðist hafa gleymt því, enda hafa honum verið Skoda- verksmiðjurnar þá stundina^of- ar í huga en nokkuð annað. *w En með allri Tékkóslóvakíu fékk hann 1500 flugherskip, hvað sem öðru líður. Ungverj- um lofaði hann þó að taka Ruth- eníu eða þann skika úkraníu, sem Tékkóslóvakíu heyrði til. Svona hafði Hitler það, þvert ofan í það sem búist var við, því það var eftir Munich-samn- ingunum víst aldrei skilningur Breta og Frakka, að hann reyndi til að hnekkja hag þeirra í Aust- ur-Evrópu. Þó þeir væru að reyna að benda Hitler á að halda í austurátt, áttu þeir með því við Rússland, en ekki smáríkin í suðaustur Evrópu, Rúmaníu, Júgóslavíu, Búlgaríu o. s. frv., í ráði er að hefja bráðlega mikinn undirbúning að glæsileg- um hátíðahöldum, sem fram eiga að fara í júlí á sumri næstkom- andi, í tilefni af því, að 150 ár eru þá liðin frá stofnun franska lýðveldisins. — Mentamálaráðu- neytið hefir lagt til, að veittar verði 1500 milj. franka til há- tíðahaldanna. Sérstök áhersla verður lögð á það, að Frakkar sé hinir ánægðustu með lýðræð- isfyrirkomulagið og muni halda trygð við það og í Frakklandi muni lýðræðið standa, hvað sem gert verði til þess að grafa und- an því. Sérstök áhersla verður lögð á að taka vel á móti vinum Frakklands í öðrum löndum. Hitler, Göring, Göbbels, komnir af víkingum! Morgunblaðið í Reykjavík flutti eftirfarandi fregn 23. feb- rúar frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöf n: "Politiken birtir á fyrstu síðu í dag frétt frá Berlín um að Himler, yfirmaður þýzku leyni- lögreglunnar, ætli að senda sveit mannfræðinga til íslands í næsta mánuði, til þess að rannsaka að hve miklu leyti forvigismenn Þriðjaríkisins eigi ættir sínar að rekja til islenzkra víkinga. Danski mannfræðingurinn Fausböll lætur opinberlega í ljós að fregn þessi hljóti að vera á misskilningi bygð, þvi að það sé ómögulegt að sanna nokkurt samband milli Þjóðverja og hinna norrænu víkinga. færst í fang. Ekki einungis er það umfangsmeira, heldur einn- ig hefir það þýðingu fyrir hvert einasta mannsbarn vestan hafs, sem af íslenzku bergi er brotið; það snertir jafnt lífs og liðna, og jafnvel þá, sem óbornir eru. (Grein sú er hér fer á eftir er tekin eftir Morgunblaðinu í Reykjavík, dagstettu 17. febr. 1939). Hér í vetur birtist í Lesbók mokkur eigin handar rit af kvæð- um Jónasar Hallgrímssonar og Biarna Thorarensen. M. a. var Meiraaðsegja:Þaðerþyðingar- "J "* þar upphaf af kvæðinu Eld- FRÁ SÖGUNEFNDINNI Frá því var skýrt nýlega í ís lenzku blöðunum að á nýaf- stöðnu þjóðræknisþingi hefði verið kosin níu (9) manna nefnd til þess að hrinda af stað, ef mögulegt væri, ritum og útgáfu landnáms- og lífssögu íslendinga í Vesturheimi. Frá því var einn- ig skýrt að fyrir sérstök ráð eins nefndarmannsins hefði nefndin þegar tryggingu fyrir nægilegu láni, er gerði henni það kleift að hefja verkið tafarlaust. Til starfsins hefir nú verið ráðinn Þ. Þ. Þ. skáld. Þetta mál er ef til vill stór- vægilegra en nokkuð annað, sem Vestur-íslendingar hafa áður mikið fyrir heimaþjóðina Fyrir þeim, sem þetta mál hafa hugsað, var og er eitt aðal- atriði nauðsynlegra öllu öðru, en það er fullkomin samvinna og samtök allra vor. Og svo langt er nú málið komið að full trygg- ing er fengin fyrir þeirri sam- vinnu. í ritnefnd, sem vinnur í félagi með söguritaranum voru nefndir þrír menn; þeir eru þessir: Dr. B. J. Brandson, Dr. Rögnvaldur Pétursson og H. A. Bergmann, K.C. Fjármálanefnd hefir einnig verið valin og er hún skipuð þessum mönnum: A. P. Jóhannssyni, Soffaníasi Thor- kelssyni og Sveini Pálmasyni. Með þessum starfsmönnum gamla ísafold" í eigin handar riti Bjarna. Einn af athugulum lesendum blaðsins benti á það nýlega, að eftir handriti þessu kæmi það í ljós, að altaf hafi verið farið skakt með eina hendinguna í fyrsta erindi kvæðisins: "Og gumar girnast mær" í handriti Bjarna af kvæðinu, sem Ejnar Munksgaard gaf út í vetur, er vísuhendingin greini- lega skrifuð þannig "og guma girnist mær" enda fellur þetta að öllu leyti betur í erindinu. "Gumar girnast mær", er stirt og aukanal)egt (málfræðíslega rangt). En svona hefir þetta A general meeting was held at the home og Margret Peturs- son, 45 Home St. Mr. G. S. Thorvaldson addressed the group on "Propaganda". He said: "Propaganda is one of the greatest of modern world forces. What is Propaganda? Is it only a force for evil or is it also a force for good? It is the scienee of "mass per. suasion". It is used for the con- trol and exploitation of human emotions. The term was first applied to Christian missionaries in breaking down the paganism of the world. All social re- forms throughaut the ages have resulted from propaganda break- ing down the barriers of greed, ignorance and apathy. During the Great War, propa- ganda was one of the most im- porant weapons of both the Allies and their enemies. At the commencement of the war Ger- many commenced with an ef- ficient propaganda machine but she was soon surpassed by Great Britan in propaganda effective- ness. In October 1918 alone, the British .dropped over five million leaflets behind the Ger- man lines in France and Bel- gium. It is said that this and other propaganda so demoralized the people of the central pow- ers that the war was shortened by nearly a year. Since the Great War, in all the dictatorship countries, Rus- sia, Italy and Germany, their governments have seized control of all propaganda agencies such as the press, radio and the cin- ema. In these countries, de- partments of government known as departments of propaganda attempt to dragoon millions of people into common beliefs. — Between 1920—30 no efforts were spared by Moscow to cre- ate communist revolution in Ger- many, the British Empire and China, but without success. — And at the present time it is estimated that Herr Goebbels spends $100,000,000 a year on German propaganda both in Ger- many and in other parts of the world. The speaker concluded by as- serting that if democracy was to live in the world, the propa- ¦ ganda of the dictatorships must be matched by propaganda for democracy. Freedom of the press existed today in only a few countries of the world; and4if war should occur at the present time, press censorship would immediately cover the globe. samvinnandi hlýtur öll alþýða Verið sungið í 100 ár, hvernig manna að bera fult traust til fyrirtækisins og verða því til að- staðar. Soffanías Thorkelsson er á förum vestur á Kyrrahafs- sem á því stendur. Nítjándu ald ar mönnum hefir máske þótt það viðkunnanlegra að það væru karlmennirnir sem "girnast" konurnar. En Bjarni hefir nú Sunnudaginn 12. marz s. 1. voru gefin saman í hjónaband Miss Fjóla Sigmundson, Hnausa, Man., og Mr. Skapti O. Thorvald- son, Riverton, Man. Séra E. J. Melan gifti. Fór athöfnin fram að heimili Mr. Sveins Thorvald- son, M.B.E., Riverton. Viðstadd- ir voru um 70 gestir og veiting- ar hinar rausnarlegustu. Fyrir minni brúðarinnar talaði Mr. S. V. Sigurðsson, Riverotn. Auk þess tóku til máls Mr. S. Thor- valdson, Mr. S. Sigmundson, Mr. O. ólafson þingmaður, G. J. Guttormsson skáld og Mrs. Val- gerður Sigurðsson. strönd; ferðast hann meðfram einu sinni snúið því hinsvegar. allri ströndinni og mun gera sér far um að afla fyrirtækinu með- starfsmenn hvar sem hann fer. Sig. Júl. Jóhannesson, meðan mær girnist guma. Sennilega eru menn búnir að syngja "Eldgamla ísafold" svo lengi, að fæstir taka sér þessa ritari nefndarinnar leiðréttingu í munn hér á eftir. Afghan það, sem Kvenfélag Sambnadssafnaðarins í Riverton gerði og hafði happadrætti um, féll í hlut Dr. Gilmore læknis í Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.