Heimskringla - 22.03.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.03.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 22. MARZ 1939 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA mis við ýmislegt, sem núl er orð- ið nauðsynlegt, enda þá óþekt. En nú finst mörgum styrkþega sjálfsagt að hafa radio og önnur nýtízku tæki, lsem efnað fólk getur veitt sér. En þó þetta eigi sér alhoft stað þá eru þó margir sem mundu reyna að bjarga sér, ef kostur væri, en með vélavinnu sem nú er viðtek- in er það nærri ómögulegt. Ná- lega alt sem unnið er eru vélar brúkaðar við, en menn hafa ekki nokkurt tækifæri. Til dæmis var unnið hér á friðarbogaveg- inum í þrjá mánuði s.l. haust, og eytt á annað hundrað þúsund dölum, en mannafli var aðeins um tíma við að ryðja í burtu skógi og brenna það, en alt ann- að gert með vélum. Vélarnar eru borgaðar með sköttum þeirra sem þá geta borgað, og allur viðhaldskostnaður og það gengur alt til auðfélaga, mest í öðrum löndum. Og svo þurfa skattgreiðendur að borga fram- færslustyrk þeirra sem látnir eru horfa á að vélarnar taka vinnuna frá þeim. Þegar þetta er athugað í ró, er tæpast að furða þó margir séu famir að spyrja hvað þetta geti haldist lengi. Sumir halda að íorsjónin fari að taka í taUmana, en eg held það verði ekki fyr en í ó- tíma, með þeim hugsunarhætti sem nú virðist ríkjandi. Á meðan stjórnirnar og almenn- ingur lætur auðhöldana kaupa sig og verzlunarvald landsins ræður öllu, er varla við öðru að búast en því sem er. Það verð- ur auðvelt fyrir hverja harð- stjórnarklíku og einvalds böðla að hanga við völd á meðan kjós- endurnir keppa um molana, sem falla af borðum þeirra, og fjöld- inn hugsar aðeins um sinn eigin maga. Og þó fáeinir kveði upp úr og segi óþekt sína á ein- hverju, verður oft lítið úr fram- kvæmdum þegar á herðir. Það er nú mikið talað um að fullveldi Canada sé svo traust að Canada þurfi ekki að taka þátt í stríði með Breturn, þó þeir fari í stríð, og er það víst rétt, að Bretar geti ekki heimtað þessa þjóð í stríð, 'þó eitthvað sýnist vanta í fullveldið, þar sem ekki er hægt að afgreiða nokkurt ný- mæli, nema að leita álits leynd- arráðs Breta um staðfestingu. En hvað sem fullveldinu líður, er ekki ómögulegtð að Bretar geti tapað stríði, og orðið að borga stríðsskuldir, eins og aðrar þjóð- ir hafa stundum orðið að borga þeim, væri þá óhugsandi, að Canada kynni að verða litið girndaraugum af sigurvegurum. Það er áreiðanlegt að bæði Þjóð- verjar, ítalir og Japanir berjast allir fyrir landvinningum og Canada er eins girnilegt, eins og nokkrar nýlendur í Afríku. Og fái einhver þessi þjóð sigrast á Bretum, er óvíst þeir láti Bren byssurnar hans King setja sig aftur. Það hefir stundum verið all-mikið látið yfir því hvað sum- ir liberalar á sambandsþinginu segðu stjórninni hiklaust skoð- anir sínar, og settu út á sumt sem stjórnin hefir aðhafst, en það hefir oftast slegið nokkrum skugga á sannfæringar guðmóð- in í þeim, þegar til atkvæða- greiðslu hefir komið. Fyrir nokkru kom sú frétt frá Ottawa, að J. T. Thorson, hefði ætlað að bera fram frumvarp, um sjálf- stæði Canada, en það hefir enn ekki heyrst meira um það svo eg viti. Það er vonandi að málinu verði sint. En eg hefi stundum verið að brjóta heilann um það, hvoru megin J. T. Thorson og aðrir friðarvinir á sambands- þinginu myndu greiða atkvæði, ef til þess kæmi að King léti fara fram atkvæðagreiðslu um það, að fara í stríð, eða sitja hjá. Við getum ímyndað okkur að þetta yrði stjórnarfrumvarp, og að vafi gæti leikið á að stjórn- in hefði nægilegt fylgi til að á- kveða að fara í stríð, mundi Mr. J. T. Thorson og aðrir frið- samir liberalar greiða atkvæði á móti stjórninni með það í huga að fella stjórnina? Eða mundu þeir greiða atkvæði ofan í sjálfa sig? Þá yrði tækifæri til að dæma um sannfæringarkraft þeirra. Það reynir ekki á kapp- ann fyr en á hólminn er komið, segir gamalt máltæki. Eg hefi hér að framan minst á Mr. Thor- son, en það er ekki af því mér sé nætt í nöp við hann. Eg trúi fastlega því, sem flestir sem um hann hafa nokkuð að segja, þeim ber flestum saman um að hann sé góður maður og áhrifamikill, þar sem hann beitir sér fyrir. lím gáfur er ekki að efa. Það er því vonandi hann láti ekki flokksfylgið draga sig í flokk ó- sjálfstæðra skrumara, og að hann verði í framtíðinni talinn með þeim sem þora að standa við sannfæringu sína, hvort sem flokksbræðrum hans líkar betur eða ver. Flokksfylgið er orðið svo blint, ekki frekar eins flokks en annars, að kallast má sýki, þar sem hverjum leppalúða sem myndar flokk til að auðga sjálfan sig, tekst að safna hóp í kringum sig af ósjálfstæðum alsleysingjum og óvönduðum bröskurum sem ekkert láta ó- gert, til að ná völdum. úr þess- um flokkum, eru svo þeir óvönd- uðustu látnir fræða þá ófróðu um hag og velferð lands og þjóð- ar. Hvenær skyldi fólk vort verða svo þroskað, að það fari að reyna að hugsa sjálft, í stað þess, að láta óvandaða braskara segja - sér alslags öfgasögur f jórða, fimta hvert ár, sögur sem sjaldnast eru annað en ósann- indi og kryddað með loforðum sem aldrei er meint að standa við. Það eru þó góðar fréttir, að ýmsar raddir eru farnar að láta til sín heyra, sem kveða við ann- an tón, en verzlun og stríðs- gróða, í flestum löndum og mörgum stærri flokksblöðum. — En þó sumir góðir menn voni að friður geti haldist, eru litlar lík- ur til að nokkur friður sé mögu- legur eins og nú stendur, þar sem æðsta boðorð stórþjóðanna virðist vera blóð og rán. Ein- ræðis þjóðirnar keppa að því að breiða myrkur og þrældóm yfir heiminn en lýðræðisþjóðirnar, sem svo eru kallaðar, byrgja ný- valdana upp með vopnum og pen- ingalánum til að framleiða enn meiri og ægilegri drápstól. Þessi lán eru sögð gerð til að koma á sættum og tryggja frið. Trúi hver sem vill. En það er líklegt að Bretar og Frakkar séu farnir að sjá hvert stefnir og hugsi sem svo að frestur sé á illu bestur, því svo hefir ,verið í pottinn búið, að það hlýtur fyr eða síðar, að koma þeim sjálfum í koll. En eg ætla nú ekki að fara lengra út í það hér, þvtí við höf- um svo yfirgripsmikinn ójöfnuð við að etja hér í landi, að öll þörf virðist að fólk fari að rumskast og hrista af sér deyfð- ina og aðgerðaleysið, því það er orðið skamt til að sjá, að járn- greipar harðstjórna og ranglætis kyrki hverja göfuga hug|sun. Framferði stjórnarvaldanna sýn- ir, svo glögt, hvert stefnir. Kaup- lög mannanna og dómaranna, sýnir svo ljóst, hvað stjórnar- völdin, eru að hugsa. Það er rif- ist um fá cent til verkamann- anna, sem vinna langan vinnu- dag, harða vinnu, svo skipar stjórnin nefnd til að rannsaka kjör þessa fólks, og þeir sem í nefndirnar eru skipaðir taka, og er borgað athugasemdalaust svo hundruðum dala skiftir á dag. í þessar nefndir eru nærri æfinlega skipaðir vildarvinir stjórnarinnar, þeir menn sem stjórnin getur altaf treyst, að breiða rækilega yfir allan ósóm- ann. Svo til að kóróna allan ö- fagnaðinn er sjaldnast tekið hið minsta tillit til þess, sem þessar nefndir hafa að segja, svo alt sem þjóðin græðir á þessum nefndum er að borga þeim nokkrar miljónir af sveltufé í Marsmánuði (Eftir Archibald Lampman) Nú vorsól skín og vakir sunnan blær í veðri’ er gufa af brjósti jarðar þungu. Hvert skot og laut er skuggsjá krystals tær Nú skoppa lækir gegn um hverja sprungu En bak við himins miklu, mjúku ský Nú málar sumar tjaldið perlubláa. Og fram úr gili flýgur enn á ný Hinn fyrsti hrafn, um vegu lofsins háa. Nú síðstu snjóa leysir lífsins vor Þar leika geislar dátt við harðan klaka Og börnin stíga dans með dúnlétt spor En dagsins hljóma fjöllin endurtaka. Og eg með dapurt haust í huga geymt Nú hefi kulda og þrautum vetrar gleymt. S. E. Björnsson við að eiga lengur hjá mér, bið fyrirgefingar á að |það hefir dregist lengur en vera skildi, vonast eftir kvittiringu. Svo óska eg þér og blaðinu alls góðs og langa lífdaga. Með kærri kveðju til allra fs- lendinga sem blaðið lesa. Þinn einlægur, Þ. G. ísdal VAR PÉTUR POSTULI FYRSTI PÁFINN? þjóðarinnar. Eg er ekki kommúnisti á rúss- neska vísu. Eg held það væri mögulegt að lagfæra sumt, ef fólkið væri vakandi sjálft. Það þarf að heimta og standa við það til framkvæmda, að fjár- mála fyrirkomulaginu sé breytt. Nú sem stendur hefir altaf sterkasti pólitíski flokkurinn í landinu, þ. e. stjórnarflokkurinn, í það og það skifti, fjármál þjóð- arinnar í sínum höndum. Þessi stjórn skipar svo ráðherra sem sér um fjármál þess opinbera. Þessi maður er oft ófær í fjár- málum, en hann er altaf ótrauð- ur vildarvinur þess flokksfor- ingja sem velur hann í stöðuna. Stjórnir fara svo til bankana, semja við þá um lán, allir skatt- ar sem reittir eru af fólkinu ganga í gegnum höndur banka, sem svo taka rífar prósentur af öllu. Þannig er að öllu leyti stefnt að því að koma hér á auð- söfnun og einveldi í fjármálum. Eg á hér ekki frekar við einn flokk en annan, því þó stundum komist menn í flokkana og jafn- vel nái völdum, sem vilja hreinsa og vinda úr flokksdulunni, þá segir það lítið á meðan undir- stöðulög þjóðmálanna eru látin standa óhögguð. Mér finst að í fjármálanefnd alríkisins ættu að vera skipaðir sérfróðir hag- fræðingar, helst kosnir af fólk- inu; þessir menn ættu að vera kosnir án tillits til þess hverjum flokki þeir tilheyra í pólitík, auðvitað yrðu öll fjármál að vera undif umsjón stjórnarinn- ar, þó sérfróðir menn sæu um framkvæmdir þess. Eg held. að það yrði haft á stjórnina, til að hrúga peningum í vasa óvand- aðra flokksgæðinga, eins og nú er gert. Það kunna nú margir að spyrja, hvort nokkrum sé treyst- andi. Við höfum hér í landi um 11 miljónir manna og að líkind- um helming af því fullorðið fólk, hvers er að vænta af þjóð sem telur svo marga menn og konur ef ekki væri hægt að finna, við skulum segja 10—12 ráðvanda menn og konur. Þeim yrði kannske ekkert ver trúandi en körlunum, en hvort sem þetta þætti nú framkvæmanlegt eða ekki er án efa þörf á bráðri breytingu, og það áður en alt er komið á kaf í botnlaust hyldýpi, andi, og það finst mér augljóst, áð norræna Ása-blóðið sé farið að þynnast í þeim íslendingum, sem ekki sjá aðra leið út úr ó- göngunum, en Tartarista ein- ræði, þar sem einn blóðhundur getur. dæmt og drepið marga beztu landsins sonu án dóm og laga, til að tryggja sjálfum sér valdið. Þetta er nú orðið mikið lengra en eg ætlaði í fyrstu svo eg held að bezt sé að hætta. Þó langar mig að minnast á eitt sem virð- ist hafa sett suma í hreyfingu, en það eru ummæli R. B. Ben- nett að trúin hafi brugðist mönnunum. Það hefði nú verið viðkunnan- legra, að segja að mennirnir hefðu brugðist trúnni, þó þar sé varla annað en orða munur. En eitt er víst að leiðtogar kirkj- unnar hafa brugðist Kristi. Sú kirkja, sem kend er við Krist, var reist á öðrum og hreinni grundvelli, en sú kirkja hefir staðið, sem við hann hefir verið kend. Það hefir verið lítið kent af kristindómi í kirkjunni lengst af, en þar hafa verið kend heil fræðikerfi, sem kallað hefir verið kristindómur, en er ekki, Gamla testamentinu að ólöstuðu. Er það ekki kristindómur, og Jesús | hreint og beint mótmælti mörgu sem þar er kent. Kristindómur- inn byrjar með fjallaræðunni, þar sem bræðralags, kærleiks og sannleiks boðskapurinn skín eins og ljós guðdómsins, svo að svart myrkur ofbeldis og ranglætis hröklast í burtu, en kirkjunni tókst fljótt að breiða fyrir ljós sannleikans, og tendra hræfar- ljós hervalds og fjársöfnunar, hræsni og kúgunartaki harð- stjórna, þó að innan kirkjunnar hafi altaf skinið ljós kærleiks og bróðurþels, og það væri rangt að halda því fram að allir hafi ver- ið eins, kirkjan hefir altaf átt gott og trúað fólk, en það hefir sjaldnast verið ríkjandi fram- kvæmd kirkjumálanna. Aðferð þeirra, sem trúboðið höfðu með höndum, var oftast lengi fram eftir sverð og eldur handa öllum sem ekki voru nógu fljótir til að jskifta um skoðun. Áhrifin af slíku trúboði var oftast sú, að tryggja einhverjum miskunar- lausum harðstjóra að komast á veldisstól. Það sem þið viljið j að mennirnir geri yður það skul- Þér s«m notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgfflr: Henry Ave. Es*t Sími 95 551—95 552 ' Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA í 23. tölublaði Heimskringlu er frétt um páfakosninguna, sem er nýafstaðin, og í henni er skýrt frá því, að Símon Pétur, sem upprunalega var fiskimaður á Galileavatni á Gyðingalandi og varð einn af hinum tólf nán- ustu fylgjendum Jesú frá Nazar- et, hafi verið hinn fyrsti páfi. Þessi arfsögn (tradition) ka- þólsku kirkjunnar um Pétur postula hefir ekki við nein sögu- leg rök að styðjast, enda hefir hún margoft verið dregin í efa. Það eru engin líkindi til þess, að Pétur hafi nokkurntíma komið til Róm. Þvert á móti má telja það hér um bil víst, að hann hafi alið allan aldur sinn á Gyðinga- landi og dáið þar. Arfsögnin um biskupsdæmi hans í Róm verður ekki rakin lengra aftur en til miðbiks annarar aldar eða þar um bil. Þeir sem halda því fram, að Pétur hafi farið til Róm og orðið biskup þar—um páfa var auðvitað ekki að ræða á þeim tímum, og biskupar voru þá ekk- ert annað en umsjónarmenn yfir söfnuðum — hafa ekkert annað til síns máls en þessa arfsögn, sem enginn veit hvernig er til komin eða hvort hún hefir við nokkuð að styðjast nema imynd- un manna, sem vitanlega voru að hugsa um að gera biskups- embættið í Róm æðra og veg- legra en öll önnur biskupsem- bætti. Söfnuðurinn í Róm var snemma fjölmennur og áhrifa- mikill, og það útskýrir hvers vegna biskupinn þar varð með tímanum nokkurs konar yfir- biskup vestrænu kirkjunnar, þ. e. kirkjunnar á ítalíu og í Mið- og Vestur-Evrópu. Sannleikur- inn er sá, að menn vita mjög lít- ið um Rómabiskupa á fyrstu þremur öldunum eftir fæðingu Krists. Ágústínus kirkjufaðir, sem var uppi frá 354 til 430 kall- ar biskupinn í Róm höfuð hinnar vestrænu kirkju. En kirkjan reyndi auðvitað að styrkja arfsögnina með tilvitnun í biblíuna, sem átti að sanna að hún væri rétt, og tilvitnunin var 1 hin alkunnu orð Mattheus- ar guðspjalls: “Þú ert Petros (klettur) og á þessum kletti mun eg byggja söfnuð minn o. s. frv.” Matth. 15:17-19. En þessi orð eru mjög grunsamleg. Þau finnast hvergi nema í Matt- heausar guðspjalli, Lúkas og Markús segja frá atburðinum, sem á að hafa gefið tilefni til orðanna; Jóhannes getur ekki um hann. Það eru líkindi til þess að hefði Jesús þannig gert Pétur að einskonar yfirmanni kristninnar, sem þá var aðeins í byrjun, þá hefðu tveir af þeim þremur guðspjallamönnum, sem á atburðinn minnast, ekki þag- að um það, sem hlaut að vera aðalatriðið. Því hefir þess vegna verið haldið fram, að út- skýring kaþólsku kirkjunnar á þessum orðum sé röng, eða jafn- vel að orðin sjálf séu innskot frá síðari tímum, sem vel getur ver- ið. Að minsta kosti bendir alt til þess, að arfsögnin hafi mynd- ast fyrst og að útskýringin hafi komið eftir á, til þess að sanna hana. Fjöldamörg önnur dæmi um samskonar aðferð eru auð- vitað til. Vitanlega er það algengt að blöð birti svona staðhæfingar, og það skiftir ekki miklu máli, hverju menn trúa um það. En það er líka sjálfsagt að gera at- hugasemdir við þær, því að bezt er að vita það sannasta í hverju máli sem er, enda þó að það sé fjarlægt okkar daglegu áhuga- málum. G. Á. Aths. ritstj.: Það er að vísu satt, að nauðsynlegt er að leiðrétta söguleg atriði, sem ekki er rétt farið með í blöð- um, en væri ekki æskilegt einnig að leiðrétta þau annar- staðar, t. d. í almennum heim- ildarritum, sem alfræðibókum? í þeim er ekki annað að finna, en sankti Pétur sé höfuð kirkjunn- ar í Róm, að hann hafi komið þangað, verið krossfestur með höfuðið hangandi niður og á þeim stað sem Vatikanið er nú. Þetta getur alt verið tilbúning- ur fyrir því sem eg veit um það, “arfsögn”, eins og í ofan- skráðri grein segir. En Heims- kringlu datt aldrei í hug að segja frá því í neitt alvarlegri merkingu en sem arfsögn í sambandi við kosningu nýja páf- ans að sa'nkti Pótur væri talinn hinn fyrsti páfi. Eg býst held- ur ekki við að lyklasagan um hann sé mikið annað en þjóð- saga eða “arfsögn”, en á að fara að banna manni þessvegna að minnast nokkru sinni á Lykla- Pétur, nema geta þess rækilega um leið, að það sé “arfsögn”. — Prestarnir mættu nokkrum sinn- um taka það fram, að þetta eða hitt væri nú þjóðsaga eða arf- sögn sem þeir væru að segja frá, ef farið væri alment að krefjast slíks. VIÐ KVIÐSLITI? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stal og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. sem varla er nú langt undan landi. Eg gat þess hér að framan að eg væri ekki rússneskur kom- múnisti, þó eg sjái að okkar fyr- irkomulag sé að gleypa okkur með húð og hári. Mér dettur ekki í hug að efa að fram- kvæmdir og líðan fólks á Rúss- landi, hafi ekki breyst til muna, á síðustu árum, en flest af því sém þaðan er skrifað er auðsjá- anlega svo flokkslitað, að fyrir okkur í fjarlægðinni, er hart að greina á milli hvað rétt er og ekki rétt, fulgritin með og móti eru auðsjáanlega svo lituð, að ekki verður um vilst, en eitt er víst, að fólk, sem vant var við hina svívirðilegu kúgun að búa sem ríkti á Rússlandi fyrir bylt- inguna, gerir sig ánægt með sumt, sem okkar fólk mundi tæpast telja siðuðu fólki bjóð- uð þér og þeim gera, hefir og sjaldan bergmálað hjá valdhöf- unum. Ölver var ekki kristinn, en hann bannaði að henda börn á spjótum, af því var hann kall- aður barnakarl. Skildi hann ekki hafa bannað að tæta börn og konur í sundur með sprengj- um. En það er þó að minsta kosti gleðilegt að yngri menn kirkju’nnar eru farnir að flytja kristindóm og skilja að full þörf er að standa á verði og að sú hugsjón er að breiðast út, að full þörf sé, að fara að greina kristindóm frá gyðinglegri guð- fræði, og kaþólskum helgisagna graut. Eg ætla nú að láta verða af að hætta, og þakka þér fyrir síð- asta árgang Heimskringlu og senda þér með þessum línum, | andvirði blaðsins. Býst ekki við, að sú kringlótta standi sig Verið Velkomin A Laugardags spilakvöldin í Sambandskirkjusalnum Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 25. marz. Byrjar á slaginu kl. 8! Takið eftir: Spilaðar verða 20 hendur. Verðlaun veitt á hverju kvöldi fyrir hæztu vinninga. Að Bridge-spilinu loknu, verða frambornar kaffi- veitingar. Þar á eftir fara fram ýmiskonar skemtanir. Munið eftir hvað vel þér hafið skemt yður undan- farna vetur á þessum spilakvöldum. Undir umsjón yngri deild kvenna í Sambandssöfnuði. The Saturday Night Club

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.