Heimskringla - 22.03.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.03.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. MARZ 1939 Alt í einu staðnæmdist hann fyrir framan hana. “Moira, þú ert heppin stúlka,’’ sagði hann. “Eg hélt í morgun, að þú værir á leiðinni út í verbúðirnar, þaðan sem þú komst. Og mér þótti það sárgrætilegt að bregðast þér á þann hátt.” Hann faðmaði hana að sér eins og hún væri systir hans. “Nú er haust í skógunum og allur undirskógurinn gullroðinn.” Hún brosti, þó að vetrarkuldi færi um hjarta hennar. XX. Kapítuli. Einn dráttanna í lyndisfari Shirley Sumn- er var stolt og var það ekki minsti drátturinn. Stolt fólk er venjulega sjálfstætt og heiðarlegt. Shirley var mjög stolt. Hún var stolt yfir ætt sinni og að vera kona, og þeirri stöðu í mannfé- laginu, sem forlögin höfðu úthlutað henni. Og hún var drenglynd mjög og strang heiðarleg. Hún var frábrugðin hinum virðulega frænda sínum, og flestum öðrum konum í því, að hún hafði mjög ákveðna siðferðilega sannfæringu um hin sígildu lögmál hlutanna í tilverunni. Drengskapur hennar líktist riddaraskap hinna drenglyndu manna sögunnar, hún gat elskað heitt og hatað innilega. Er Shirley gerði sér grein fyrir tilfinning- um sínum gagnvart Bryce, eftir að hann bjarg- aði lífi hennar út í Penningtons skógunum, fann hún að undir betri kringumstæðum hefði hún vel getað orðið ástfangin í honum, vegna hinna mörgu góðu eiginleika, sem hún fann að hann hafði. En á móti þessum verðleika dálki var annar listi, sem gerði henni ætíð gramt í í geði og fylti hana reiði gegn hinum gæfusama unga manni. Hann hafði verið heiðraður með heimboði, og verið að svo miklu leyti sem hún vissi, vel- kominn gestur Penningtons frænda hennar, og næsta dag hafði hann misþyrmt verkamönnum ofurstans og það fyrir engar sakir eða litlar, nema til að skeyta skapi sínu á þeim, og hótað þeim öllu illu. Auk þess hinn stöðugi fjand- skapur er hann sýndi hinum ástkærasta og nán- asta ættingja hennar, og svo hafði hann verið svo ósvífinn, að lýsa í sömu andránni aðdáun sinni og virðingu fyrir henni. Meira að segja, þegar hún hugsaði til þessarar yfirlýsingar hans, fann hún, að þessi undarlegi náungi hafði orðið að leggja höft á sjálfan sig, að játa henni ekki hreint og beint ást sína, og það sem kórón- aði alt þetta var það, að hann hafði í hendinni tvíeggjaða öxi og annað augað á óvinum sínum. En allir þessir brestir voru í raun og veru smávægilegir bornir saman við aðal móðgunina, sem hann hefði sýnt henni. Það sem henni gramdist mest var það, að þegar hún hafði kunngert honum að hún fyrirliti hann, hafði hann horft á hana, glott dálítið og neitað að trúa heníii! Ofan á alt þetta bættist að for- lögin sjálf höfðu eins og til að sanna málstað hans leyft honum að bjarga lífi hennar og frænda hennar. Það hafði hann gert á mjög hraustlegan og drengilegan hátt og kom henni þannig í skuldbindingu, sem henni var örðugt að viðurkenna og eins örðugt að losna við. Þar var það sem skórinn krepti að. Áður en sá dagur var liðin hafði hún neyðst til að viðurkenna með skírum orðum þá þakklætis- skuld, sem hún stóð í við hann eða þegja og viðurkenna að hún væri gunga. Svo hún hafði símað honum og opnað honum þannig leið að hinni fyrri vináttu þeirra. En hvílíka óhæfu hafði hann ekki framið. Hann skelti aftur hurðinni svo að segja í andlit hennar. En til allrar lukku fyrir þau bæði, þá hafði hún heyrt, honum óafvitandi, orðin sem lýstu eftirsjá hans, að þetta þurfti svona að vera. Og það var alt sem bjargaði honum frá fyrirlitningu hennar. Hinni sáru fyrirlitn- ingu konu, sem hefir verið lítilsvirt. Shirley ákvað því að gleyma Bryce, þegar hún fann það út eftir nokkrar vikur að honum var alvara að gleyma henni. En hún sá hann oft, las um hann umgetningar í Sequoia Verð- inum og heyrði blístruna í mylnunni hans á hverjum degi. Alt þetta gerði henni þetta örðugt að gleyma honum. Þessvegna greip hún til þess óyndis úrræðis að ganga frá far- angri sínum, og flytja suður í ríkið. Eftir sex vikna dvöl þar, hafði fjarveran hin venjulegu áhrif á hjarta hennar. Hún brann af forvitni að vera nálægt honum og athuga þrjótinn í návist hans, og sjá ef mögulegt væri hvaða þorpara stryk hann væri nú að brugga. Um þessar mundir lagði sá höfðinglegi kvilli er gigt nefnist, frænda hennar í rúmið, og taldi hún sér þá trú um að það væri heilög skylda sín að fara til Sequoia og stunda hann, fyrst að hún hefði nú náð taumhaldinu á Shirley Sumner að síðustu og öll hætta væri liðin hjá. Töfrar þeir sem ljósið hefir á fiðrildið eru of alkunnir til þess að lýsa þeim hér. Shirley lét það eftir sér að fara upp í Risadalinn, og sagðist fara þangað til að tína ber. Hún hafði verið að hugsa um sérstaka berjaköku, en hún minti hana auðvitað á Bryce Cardigan, og á drenginn í hnébuxunum, sem fylgdi henni þangað fyrst. Hún mundi mjög vel eftir litla hringleikhúsinu, þar sem sólargeislarnir krýndu legsteininn með dýrðarljóma. Hún spurði ’sjálfa sig hvort ári'n hefðu breytt þessu nokk- uð, og ákvað að það væri enginn skaði skeður, 'þótt hún gengi sjálf úr skugga um það. Þann dag hitti hún Moiru McTavish og vináttan, sem þær stofnuðu til endurnýjaði al!a hræðslu hennar. Moira, sem vissi ekki að Shir- ley þekti Bryce (misskilning, sem Shirley vegna skiljanlegrar ástæðu reyndi ekki að leiðrétta), sagði henni margt um hann. Fyrir hugsun Moiru var hann eini maðurinn í heiminum, sem vert var að hugsa um, og það er eðlilegt fyrir kvenfólkið að ræða oft og lengi um það, sem helst hvílir á hug þess. En það eru þrjú mál- efni. Karlmenn, föt og sjúkdómar þeir sem dauðlegur líkaminn er undirorpinn, en piltarnir eru samt alt af fyrst á dagskrá. Smátt og smátt varð það því svo, er Moira varð þess vör, að Shirley átti næga kjóla, í raun og veru alt of marga, og að hún var heilbrigð bæði á sál og Mkama, að umræðurnar snerust um Bryce, og lýsti hún honum mjög nákvæmlega fyrir hinum eftirtökusama áheyranda sínum. Hún sagði frá mannkostum hans, sem birtust dag- lega og ósjálfrátt í geðsemi hans og greiðvikni, eða glaðlyndi hans, trygð hans við föður sinn og hin sífelda umönnun fyrir verkafólki þeirra Cardigans feðganna. Hæfileikar hans voru ræddir og dugnaður, hin dásamlega hirðusemi með neglurnar og hinn dásamlegi smekkur hvað hálsbindi snerti, unggæðingsháttur hans á sum- um sviðum og svo hvað hann var fullorðinsleg- ur á öðrum. Og brátt fór iþað svo, að kali sá, sem Shirley bar til hans í aðra röndina hvarf, og sú löngun fæddist í huga hennar að einhvem daginn mundu þau hún og Bryce mæt- ast á strætinu. Hann mundi lyfta hattinum og brosa á þennan fallega hátt, sem honum var eiginlegur, og því næst reyna að koma sér í mjúkinn hjá henni og neyða hana til að játa hina breyttu skoðun hennar á honum og gleðj- ast yfir þeim sigri sínum. Shirley var komin á þetta stig, þegar John gamli Cardigan reyndi að bjarga málefnum sínum og selja Risadalinn. Shirley hafði stuttu eftir komu sína til Sequoia, heyrt frænda sinn segja söguna af J. Cardigan og Risadalnum hans. Þessvegna vissi hún hve þýðingarmikill hann var fyrir eign frænda hennar. Að fá ekki dalinn og leiðina niður að sjónum, skaðaði hann eitthvað hundr- að þúsund dali á ári og var það þrályndi John Cardigans að kenna. “Eg mundi glaður gefa honum hundrað þúsund dali fyrir þennan skógartopp skolla, og gefa honum tvær ekrur í kring um gröf kon- unnar hans, ef þessi gamli bjáni gæti hlýtt skynsamlegum fortölura,” sagði ofurstinn gremjulega við frænku sína. “Eg hefi boðið honum þetta verð hvað eftir annað, og hann segir mér að eignin sé ekki til sölu. Jæja, sá hlær bezt sem síðast hlær. Nái eg ekki þessum bletti fyrir tífalt verð þá skal eg ná honum einhvernveginn öðruvísi þótt það kosti mig miljón dali.” “Hvernig?” hafði Shirley spurt. “Það er sama, góða mín,” svaraði hann íbygginn. “Þú mundir ekki skilja það, þótt eg reyndi að segja þér frá því. Eg verð að fara marga hringi og láta mikið fé, en að lokum fæ eg það aftur með rentum og rauðviðarskóga Cardigans. Gamli maðurinn getur ekki varað æfinlega eins og hann rekur starf sitt. , Hann er hér um bil gjaldþrota. Eg býzt við að semja við skiftaráðanda þrotabúsins áður en árið er liðið.” Eins og áður er frásagt var Shirley við- stödd er Pennington neitaði boði John Car- digans að kaupa Risadalinn. Hið hatursfulla sigurhrós, sem skein úr hinu fríða andliti of- urstans, fór eigi fram hjá henni, og mintist hún nú hinna fyrri ummæla hnas, að hann byggist við að semja við skiftaráðanda þrota- bús Cardigans. Einnig mintist hún heimkomu Bryce. Hávaxni öldungurinn, sem faðmaði son sinn að sér, og lagði hrukkótta vangann að vanga sonar síns, eins og maður sem leitar huggunar eftir margra ára raun og finnur hana. Alt í einu datt henni annað í hug. Hún vissi að Bryce Cardigan leizt vel á hana. Hún hafði gefið honum tækifæri til að vera vin- gjarnlegur á ný, en hann hafði hafnað því, þótt honum væri það þvert um geð. Vikum saman hafði hún brotið heilann um hvernig á því stæði, og nú þóttist hún sjá ástæðuna fyrir þessu leyndardómsfulla háttalagi hans. í Se- quoia var Bryce skoðaður sem erfingi að há- sæti stærsta timburkóngsins í Humboldt hérað- inu, en Shirley vissi að kórónan hans var Mk- leg til að verða úr silfurpappír. Var það vit- neskjan um þetta, sem kom honum til að forð- ast hana? “Það skyldi þó aldrei vera,” hugsaði hún. “Hann er stoltur. Ef til vill hefir hið yfirvof- andi gjaldþrot gert honum ógeðfelt að stofna til frekari kunningsskapar hér í umhverfi sínu Máske ef hann væri viss um afkomu sína, Æ, já! Aumingja drengurinn! Hann þurfti nauð- synlega á fimtíu þúsund dölum að halda!” Hún fékk hjartslátt. “Æ, Bryce, Bryce,” tautaði hún. “Eg hugsa að eg skilji berserksganginn í þér þarna úti í skóginum. Hann var óskiljan- legur, en eg er viss um að þú ætlaðir ekki að verða svona hræðilegur. Æ, góði minn, ef vin- átta okkar hefði haldið áfram eins vel og hún fór af stað., þá lofaðir þú mér kannske að hjálpa þér nú. Því til hvers eru peningarnir nema til að hjálpa góðum vinum í neyð þeirra. En samt veit eg að þú fþægir ekki hjálp mína, því að menn eins og þú þiggja ekki svoleiðis hjálp, hve mikið sem þeim liggur á. En samt þarft þú ekki nema eina smávægilega fimtíu þúsund dali!” Shirley bar áhyggjur þeirra Cardigans feðganna með sér í rúmið það kvöld og næsta morgun símaði hún Moiru MacTavish og bauð henni til hádegisverðar með sér þann dag. Hún ætlaði sér sem sé að spyrja Moiru, til að fá frekari upplýsingar. Þegar Moira kom, sá Shirley að hún hafði verið að gráta. “Aumingja Moira!” sagði hún og faðmaði gest sinn að sér. “Hvað veldur þér slíkrar sorg- ar? Er faðir þinn kominn aftur til Sequoia? Fyrirgefðu mér að spyrja þannig. Þú hefir aldrei minst á hann, en eg hefi heyrt—. Svona, svona góða mín! Segðu mér nú hvernig á þessu stendur.” Moira lagði höfuðið á öxl Shirley og grét um stund. “Það er vegna Mr. Bryce,” sagði hún grátandi. “Eitthvað hefir hent hann. Honum Mður svo illa. Þeir ætla að selja eignina hans, og þeir vilja ekki missa þær. Gamli John Cardigan er veikur í rúminu, og rétt áður en eg fór út af skrifstofunni, kom Mr. Bryce inn og stóð svolitla stund og horfði — á mig — svo raunalega. Eg — eg spurði hann að hvað fyrir hefði komið. Þá klappaði hann mér á vangann — ó eg veit að eg er bara einn af skjólstæðingum hans — og sagði: ‘Aumingja Moira! Altaf óheppin,’ og fór svo inn í sína skrifstofu. Eg beið dálítið og fór svo inn á eftir honum; og — æ, Miss Sumner, höfuð hans hvíldi á skrifborðinu og þegar eg lagði hendina á höfuð hans tók hann um hendi mína og lagði hana við vanga sinn, rétt sem snöggv- ast og eg fann að vangi hans var tárvotur. Það er miskunarlaust af guði að gera hann svona óhamingjusaman. Hann er góður — of góður. Og eg — eg elska hann svo heitt, Miss Sumner. Eg elska hann svo heitt og hann mun aldrei, aldrei fá að vita um það. Eg er bara skjólstæðingur hans, ein af þeim mörgu eins og þér vitið, og eg ætti ekki að vera að þessari vitleysu. En enginn hefir nokkurntíma verið mér góður nema Mr. Bryce og þér, og eg get ekki gert að því, að elska fólk, sem er mér gott og vingjarnlegt við þá, sem ekkert eru eins og eg.” Þegar þessi ekkaþrungna framsögn var lið- in hjá, leiddi Shirley stúlkuna upp í hina snotru setustofu uppi á loftinu og kom ungu stúlkunni til að fara í einn af kjólum sínum. Saga Moiru og þessi ástarjátning hennar, sem var svo raunaleg vegna þess, hve vonlaust var fyrir hana að elska Bryce, hafði mikil áhrif á Shir- ley. Hún settist andspænis stúlkunni og studdi höndunum undir hökuna. “Það er svo sem auðvitað góða mín að þú gætir ekki séð nokkurn sem þú elskaðir, líða þannig án þess að finna sjálf til. Og þegar slíkur maður sem Bryce Cardigan missir móð- inn, þá er það átakanlegt. Hann þráði hlut- tekningu, Moira, hluttekningu konu og það var mjög fallegt af þér að veita honum hana.”' “Eg mundi með gleði láta líf mitt fyrir hann,” svaraði Moira einlæglega. Æ, Miss Sumner, þér þekkið hann ekki eins vel og við, sem vinnum fyrir hann. Ef þér gerðuð það, munduð þér elska hann líka. Þér gætuð ekki hjá því komist, Miss Sumner.” “Hann elskar þig kannske líka, Moira,” sagði Shirley með mestu erfiðleikum. Moira hristi höfuðið vonleysislega. “Nei, Miss Shirley. Eg er bara eitt af þessum mörgu vandræðamálefnum hans, og hann vill ekki bregðast mér vegna gamallar vináttu. Við lék- um okkur saman fyrir tíu árum síðan, þegar hann dvaldi hjá okkur í skólafríinu úti í skóg- unum, þegar faðir minn var formaður. Hann er Bryce Cardigan, og eg — eg — vann í eld- húsinu í verbúðunum þeirra úti í skógunum.” “Það skalt þú aldrei hirða um Moira. Hann elskar þig kannske, iþótt þig gruni það ekki. Þú mátt ekki vera svona svartsýn. Forsjónin fer sínar leiðir er hún greiðir þesskonar mál. En segðu mér, hver eru vandræðin sem þjaka honum ?” “Eg held það sé peningaleysi. Hann hefir haft þungar áhyggjur um langa hríð. Eg er hrædd um að fyrirtæki hans gangi ekki sem bezt. Þennan tíma sem eg hefi verið þarna, finst mér ætíð einhver skuggi hvíla yfir brosi hans. Þeim tekur það mjög sárt að þurfa að selja Risadalinn, en þeir mega til. Pennington ofursti er sá eini, sem líklegur væri til að kaupa hann, en þeir vilja ekki láta hann hafa hann, en samt mega þeir til að selja honum hann.” “En eg veit að hann vill ekki kaupa hann, Moira.” “Jú, en ekki fyrir það verð, sem þeir vilja selja hann á. Þeir hafa altaf hugsað að hann væri fús að kaupa, þegar þeir vildu selja, en nú segist hann ekki vilja hann, og gamli John Cardigan er veikur yfir þessu öllu saman. — Bryce segir að faðir sinn sé nú loksins búinn að missa kjarkinn, æ góða mín, málefnin eru komin í svo ilt efni. Mr. Bryce fór að segja mér frá þessu öllu og svo standsaði hann og vildi ekki segj mér meira.” Shirley brosti. Henni fanst hún skilja á- stæðuna fyrir því. En hún eyddi samt ekki tímanum í að hugsa um það. Því að það sem henni fanst mest liggja á var að hugga Moiru. “Það er heimskulegt af þér að vera að gráta yfir þessu,” sagði hún við Moiru. “Þú segir að frændi minn vilji ekki kaupa Risadal- inn ?” Moira hneigði sig þá til samþykkis. “Frændi minn veit ekki hvað hann er að tala um, Moira. Eg skal sjá til þess að hann kaupi hann. Hvaða verð vilja Cardigans feðg- arnir fá fyrir dalinn?” “Pennington ofursti hefir hvað eftir annað boðið þeim hundrað þúsund dali fyrir hann, en í gærkveldi dró hann sig í hlé með kaupin. Þeir buðu honum svo að selja fyrir fimtíu þúsund, en ofurstinn sagðist ekki vilja kaupa hann.” !' “Hann þarfnast dalsins og hann er virði hundrað þúsund dala. Vertu nú ekki að fárast um þetta, góða mín, vegna þess, ,að eg skal láta hann kaupa dalinn samstundis; en þú verður að lofa mér því að láta engan um þetta vita, og ekki segja Bryce Cardigan frá því. Viltu lofa því ?” Moira greip hendi Shirley og kysti hana. “Jæja,” bætti Shirley við. “Þá er þessu máli lokið og allir eru ánægðir. Þarna kemur Thelma með hádegismatinn. Hrestu nú hug- ann góða min, og mundu eftir því, að ein- hverntíma seinnipartinn í dag sérð þú Bryce Cardigan brosa og það glaðlega. Þegar Moira var farin til skrifstofunnar hringdi Shirley á herbergisþernu sína. “Færðu j mér utanyfirfötin mín Thelma og kallaðu á ekilinn og segðu honum að koma með bílinn.” Síðan settist hún fyrir framan spegilinn sinn og setti svolítið af andlitsdufti á fallega nefið sitt. “Þú mikli Cardigan,” tautaði hún glaðlgea. “Þú Mtillækkaðir mig og særðir sjálfstæðis- tilfinningu mína. Lézt mig standa í þakklætis- skuld við þig, og lézt eins og eg væri ekki til. Jæja, drengur minn. Við náum okkur öll niðri einhverntíma, eins og þú veist, og eg ætla að gjalda mínar skuldir með rentum, eða eg heiti annað en Shirley Sumner. Svo einhverntíma síðar, þegar sólin skín þér í heiði á ný, munt þú koma til mín og vera mjög auðmjúkur. Þú ert altof sjálfstæður Mr. Cardigan. En ham- ingjan góðasta! Eg vona að þú þurfir ekki svona mikla peninga, því að eg verð í stand- andi vandræðum að ná í þá handa þér, ef þú átt ekki að komast eftir hvaðan þeir koma, því ef alt fer um koll hjá þér verður þú alveg óviðráðanlegur. En þú ættir það skilið. Þú ert svo flónskur að elska ekki hana Moiru. Hún er reglulegur engill, en eg er mjög hrædd um að eg sé ekkert nema hrekkjóttur púki, sem leitast við að hefna mín á-----” Hún þagnaði skyndilega. “Nei, eg skal ekki gera það heldur,” sagði hún. “Eg skal eiga það sjálf til að græða á því. Eg skal sýna Seth frænda, að eg hefi vit á fjármálum. Hann átti kost á að kaupa Risadalinn, eftir að hafa beðið eftir því árum saman, og nú hefir hann slept því tækifæri með fullum vilja, til þess að koma fram lítilfjörlegri hefnd. Eg er hrædd um að Seth frændi minn sé ekki mjög dreng- lyndur, þegar tekið er tillit til þess hvað Bryce gerði fyrir hann og mig, þegar hann stansaði vagninn okkar á gilbrúninni. Eg verð að kenna honum að berja ekki gamlan mann, þegar hann er fallinn og beiðist friðar. Eg ætla að kaupa dalinn, en leyna því fyrir öllum, og þegar Seth frændi kemst að því að einhver ókunnugur hefir keypt hann, fær hann flog, og svo getur það verið, að hann selji mér allan skóginn sinn, áður en hann áttar sig — en hann fær aldrei að vita að eg er kaupandinn. Eg held að það verði févænleg eign, sé það geymt f nokkur ár ennþá. Shirley, góða mín, eg er ánægð með þig. Og satt að segja skildi eg það aldrei fyr en nú, hvers vegna karlmennirnir eru svo áfjáðir í kaupskapinn. Verður það ekki gaman að ganga á milli Seth frænda og Bryce Cardigans, rétta upp hendina eins og lögregluþjónn og segja: “Hættið þið þessu drengir. Engin áflog fram- ar, ef þið viljið vera svo góðir. Og ef einhver vill vita hver hefir völdin hér um slóðir þá er bezt að þeir fitji upp á illindum og vita hvernig fer.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.