Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 1
LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 29. MARZ 1939 HELZTU FRÉTTIR /__________ . ____ _____ Þjóðverjar og flugstöð á fslandi Frétt sú barst vestur um haf s. 1. miðvikudag (22. marz), að Þjóðverjar hefðu sótt um leyfi hjá stjórn fslands að setja upp flugáningastöð á íslandi. Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra tilkynti Alþingi þetta áminstan dag. Gaf hann þá skýringu um leið, að Þjóðverjar virtust líta svo á, sem iþeir hefðu leyfi til þessa og væri veitt það í viðskiftasamningum sínum við fsland frá 1931, en sá samningur nær til fleiri beztu viðskifta- þjóða íslands. Áleit þingið að hér hlyti því um misskilning vera að ræða og tjáðu Þjóðverj- um, að þetta væri ekki hægt að veita einni þjóð fremur en ann- ari, en málið skyldi frekar íhug- að, er beitiskip þeirra Emden kæmi til fslands, sem ákveðið hefði verið. Blöð hér vestra líta þetta ó- hýru auga og þykjast sjá, að með þessu ætli Þjóðverjar að koma upp hernaðar-flugstöð heima og herja í vesturveg o. s. frv. Auðvitað er það ekki ann- að en getgátur. Það er Luft- Hansa flugfélagið þýzka, sem fram á það fer, að fá flugstöð bygða á komandi sumri og hefja flugferðir að því búnu milli fs- lands og Evrópu. Og þannig stendur málið unz þýzka skipið Emden kemur til íslands. * * * * í sambandi við það sem í ,mörg- um blöðum hér vestra var minst á í tilefni af þessari' frétt að heiman, og sem laut að því, að Þjóðverjar hefðu átt að vera að rannsaka dýpi hafna, á íslandi, er þeir voru þar riýlega að rann- saka náttúru íslands, til þess að geta bæði haft þar sjóflotastöð og flugflotastöð, er það að segja, að það mun flest eða alt vera haft eftir blaðinu Manchester Guardian á Englandi, er grein birti um þetta efni 7 marz. Þar er öllu þessu haldið fram og miklu fleiru, sem sanna á, að Þjóðverj- ar vilji koma upp þessum flota- stöðvum á íslandi til þess að hindra sjóferðir bæði austur og vestur um haf og um Norður- sjóinn. — Vísindaleiðangurinn þýzki, sem á skipinu “Meteor” var þar, á aðeins að hafa verið að rannsaka hafnir og lending- arstaði. f greininni í Manchest- er Guardian er ennfremur sagt, að þýzkir hermenn ihafi farið um götur Reykjavíkur syngj- andi nazista-söngva. Þeir eigi og að hafa smyglað vopnum í land til íslenzkra nazista, sem séu að hefja byltingu á íslandi og sem úr verði skorið með vopnum, ef nazistar nái ekki völdum með öðru móti. Við- skifti íslands við Þýzkaland seg- ir blaðið ennfremur, að aukist hafi síðan borgarastyrjöldin á Spáni hófst og nú séu Þjóðverj- ar ennfremur að taka þar verzl- un af Bretum, o. s. frv. Um alt þetta ritar Alþýðu- blaðið í Reykjavík, dagsett 8. marz, sem nýkomið er vestur og telur greinina ií Manchester Guardian sem það foirtir í ís- lenzkri þýðingu skáldskap einn. Og blaðið furðar sig á hver hafi skrifað greinina. Færir það nokkrar líkur að því, að aðstand- endur “Þjóðviljans”, blaðs ís- lenzkra kommunista í Reykavík, muni eiga eitthvað í henni og telur fulla ástæðu til að utan- ríkismála-ráðuneytið á íslandi rannsaki þetta mál. Því má hér bæta við, að blað- ið Manchester Guardian á Eng- landi, er strang-liberal og and- vígt Þjóðverjum og hefir að öll- um líkindum þótt pólitískur mat- ur í greininni. En svo er að sjá, sem blöð hér hafi skoðað inni- haldið sem góða og gilda vöru og dreifðu því fróðleik óspart úr henni innan um efni fréttarinn- ar af Jbeiðni Þjóðverja um að gera flugstöð á íslandi. Til minnis Fyrsta marz fór, sem kunnugt er, atkvæðagreiðsla fram í brezka þinginu um vantrausts- yfirlýsingu á hendur Chamber- lain og stjórn hans. Vantrausts- yfirlýsingin stafaði af viður- kenningunni á stjórn Francos á Spáni. Tillagan, sem gerð var af stjórnarandstæðingum, var feld með 344 atkvæðum gegn 137. Anthony Eden fylgdi stjórn- inni að málum er til atkvæða- greiðslu kom, enda þótt hann mótmælti viðurkenningunni harðlega við umræðurnar í þing- inu; hann greiddi með öðrum orðum atkvæði á móti sinni eigin skoðun. Madrid gefst upp í fréttum frá Evrópu í gær, er hermt, að Madrid hafi gefist upp og Franco-liðið hafi haldið inn í borgina, en Jose Miaja hers- höfðingi og forsætisrðherra lýð- veldisstjórnarinnar hafi flúið til Valencía. Hann tók við forustu lýðveldissinna af dr. Negrin og var sá, er varði Madrid svo hraustlega í október 1936, að Franco varð frá að hverfa og skoðaði borgina óvinnanlega. — Með þessum sigri Francos, má nú allur Spánn heita á valdi hans. Hvítur fáni, fáni sigurs- ins blakti við hún um alla borg- ina. Á ítalíu hélt Mussolini ræðu út af sigri Francos og sagði að sami ósigur og lýðveldisins á Spáni biði allra lýðræðisríkja, sem í höggi ættu við fasista. Viðskifti Rússa við einræðisríkin Það mundu færri ætla, að mikil viðskifti ættu sér stað milli Rússa og einræðisríkjanna. Ef dæma ætti af ummælum þeim, er stjórnarformennirnir •hafa hvorir um aðra, þegari þannig liggur á þeim, væri miklu sennilegra, að við stríði lægi, en að þeir væru að semja sín á milli um friðsamleg viðskifti eins og beztu vinir. En nú er það mála sannast að Rússar skifta við Þjóðverja fyrir hundruð miljóna á hverju ári. Sama gildir um ítalíu og Japan. Hefir nýlega verið gerður verzlunarsamning- ur milli Rússlands og ftalíu, þar sem samið er um að útflutningur frá Rússlandi til ítalíu skuli aukinn um 600 miljón líra upp í 1000 miljón (60 miljón dollara) á ári, og eru meðal útflutnings- varanna kol, olía, málmar og aðrar vörur, sem notaðar eru mjög í hernaði. Dönsk kona heggur af sér hendina í brjálæðiskasti Nýlega gerðist sá óvenjulegi atburður í smábæ einum á Jót- landi, að fimtíu ára gömul kona hjó af ásettu ráði af sér vinstri höndina. Framdi hún þennan verknað á eldhúsborðinu og þurfti þrjú axarhögg til þess að ftafa af sér hendina. Það er upplýst, að konan hefir gert þetta í brjálæðiskasti, sem greip hana eftir þátttöku í trú- boðsviku í bænum, sem hún býr í, en konan hefir lengi verið of- stækisfull í trúarefnum. Hún segist hafa ætlað að fara eftir biblíuorðinu: “Ef hönd þín hneykslar þig, þá höggðu hana af og kastaðu henni burt.” Frá Russlandi Krupskaja, ekkja Lenins, and- aðist 28. febrúar, 70 ára að aldri í Moskva. í Moskva hefir loftskeytamað- urinn Wossnssenski, sem annast hefir veðurfregnir til Norður- íshafsins, verið dreginn fyrir lög og dóm, ákærður um svika- starfsemi. Hann var meðal ann- ars kærður fyrir að hafa verið valdur að dauða Levenevskys með því að. gefa honum rangar veðurfregnir, sem ætlaði að fljúga frá Moskva til Ameríku yfir norðurheimskautið, en fórst í nánd við Alaska. Wossness- enski hefir verið dæmdur í 20 ára fangelsisvist. Rit með greinum um ísland Eftirfarandi rit hafa Heims- kringlu borist með greinum um ísland og íslendinga: “Scandinavian Studies and Notes”, ágúst hefti 1938. Rit þetta er gefið út í Menasha, Wis. Því er haldið úti til þess að efla þekkingu á skandinavisk- um bókmentum. Fyrsta greinin í þessu áminsta hefti, er um Bjarna Thorarensen skáld, og er skrifuð af dr. Richard Beck, ít- arleg og góð grein. Grand Forks Skandinav, er blað sem gefið er út í Grand Forks í Norður Dakota á norsku. Hefir Hkr. verið sent eitt númer af því. Er í því grein eftir dr. Richard Beck er hann nefnir “Vigeland og Snorre Sturlason. Fylgir henni mynd af styttu þeirri af Snorra Sturlusyni, er Vigeland hefir gert og sem ráð- gert er að Noregur gefi íslandi 1941, en þá eru 700 ár liðin frá dauða Snorra. Greinin er all- löng og er þar greinilega skýrt frá ritstarfi Snorra. Marz-heftið af The American- Scandinavian Review ár 1939, hefir Hkr. einnig borist í hend- i ur. f því er birt grein með fyrirsögninni “Cooperative Ice- land”, um samvinnuhreyfinguna á fslandi. Er greinin skrifuð af Ragnari^Ólafssyni, sem nú er við nám í New York. Saga sam- vinnuhreyfingarinnar er þar rakin í stórum dráttum. Fylgja greininni nokkrar góðar myndir. Greinin er ljóst skrifuð og ætti að gefa enskumælandi mönnum hér nokkra hugmynd um sam- vinnustarfið á fslandi. Home Cooking Sale Hjálparnefnd Sambandssafn- aðar er að efna til útsölu á heimatilbúnum mat, þriðjudag- inn 4 apríl. Til sölu verður: Rúllupylsa, lifrapylsa, kæfa, kaffibrauð, blóðmör og allskon- ar bakningar. Salan byrjar kl. 2 e. h. Að kvöldinu, bridge-spil fyrir þá sem vilja. Samkoman verður haldin í Samkomusal Sambandskirkju og stendur til miðnættis. Nefndin. MIKILVÆGT SAMVINNUSPOR Á mánudaginn í þessari viku barst mér svohljóðandi símskeyti frá Reykjavík dagsett 27. þ.m.: “Reykjavík 27. 16:48 Hjálmar Bergmann, Winnipeg, Man. Alþingi samþykti frumvarp gefa allar nýjar bækur háskól- anum Winnipeg. Vinsamlega fráskýrið rektor og blöðunum. Formaður Utanríkismálanefndar.” Þessu símskeyti til frekari skýringar vil eg vitna í grein herra Jónasar Jónssonar, er birt- ist í Tímanum 29. des. 1938 und- ir fyrirsögninni “Samstarf fs- lendinga austan hafs og vestan.” Grein þessi var tekin upp í bæði íslenzku blöðin hér, og sá hluti hennar, sem þetta mál snertir, er á þessa leið: “Háskólinn í Winnipeg verður að vissu leyti þýðingarmestur fyrir íslendinga vestra, því að hann er mitt í höfuðbygðum þeirra. Eru líkur til að þar verði innan skamms stofnað prófessors-embætti í íslenzkum fræðum, eingöngu fyrir forgöngu og framlög íslendinga vestra. Aldraður maður \ Winnipeg, Arnljótur Olson, náfrændi og nafni Arnljóts Ólafssonar, hefir gefið háskólanum í Winnipeg al- eigu sína, en það er prýðilegt ís- lenzkt bókasafn, 2500 bindi. — Þessi gjöf er fullkomin undir- staða að íslenzkri bókadeild við háskólann. — Löndum vestra myndi þykja viðleitni sú, að halda við íslenzkum fræðum, studd riéttilega, ef Alþingi léti eintak af hverri bók, sem hér er prentuð, koma ókeypis framveg- is í þetta safn. Mun því máli verða hreyft á þingi nú í vetur.” Ofanskráð símskeyti tilkynnir, að þessi tillaga hefir verið sam- þykt af Alþingi. Með þessu er framtíð íslenzku bókadeildarinn- ar við háskólann trygð. Með þessu er einnig hugmyndinni um stofnun kennara embættis í ís- lenzkum fræðum við háskóla þessa fylkis veittur byr undir báða vængi. Þessi samþykt er stórmerki- legur, sögulegur viðburður í lífi bæði Austur- og Vestur-fslend- inga. Við Vestur-íslendingar fá- um seint fullþakkað þann hlýhug og þá hjálpsemi, sem að baki þessarar samþyktar liggur, né þá drengilegu aðstoð, sem okkur er með henni veitt. Hún ætti að vel-ða okkur hvöt til nýs áhuga og nýrra framkvæmda hérna megin hafsins. Hjálmar A. Bergmann Ragnar Ólafsson lögfræðingur frá Reykjavík, sem dvalið hefir í New York í vetur við fram- haldsnám við Columbia háskól- ann, er væntanlegur til Winnipeg í næstu viku. Kemur líklega um miðja vikuna og dvelur hér nokkra daga hjá föðursystur sinni, Mrs. Finnur Johnson, ste. 14 Thelmo Mansions. Hann var í Toronto um síðustu helgi og birtir Toronto Daily Star sam- tal við hann hinn 25. þ. m. Þeir eru yfirleitt ekki mjög fróðir um ísland og fslendinga í Austur- Canada og blaðamaðurinn, sem við hann talaði, hefir víst haldið að kuldinn á íslandi væri óskap- legur, en Ragnar sagði honum að Canadamenn hefðu litla á- stæðu til að vorkenna íslending- um kuldan því sjálfir ættu þeir við miklu meiri kulda að búa. “No one need feel sorry for the Icelanders”, sagði Ragnar blaða- manninum og bætti því við, að íslendingar væru framfaraþjóð og lifðu yfirleitt góðu lífi. THORFINNSSONS BRÆÐRUM SÝNDUR SóMI Á 25 ára afmæli “The Little Country Theatre” við búnaðar háskóla ríkisins í Fargo, N. D. Fyrir nokkrum dögum, var einn af vinum “Heimskringlu” í Dakota, svo góður að senda henni fáorða lýsingu af þessu hátíðahaldi við búnaðarháskól- ann, sem fór fram snemma í febrúar síðastl. Hann segir: “Eg veit ekki hvort þú hefir heyrt um það, að snemma í feb- rúar var haldið upp á 25 ára afmæli “The Little Country Theatre” á Búnaðarháskólanum í Fargo, og að próf. A. G. Ar- vold, sem stofnaði þetta háskóla- leikhús og hefir verið stjórnandi þess allan þenna tíma, jafnframt því sem hann er kennari í mælskufræði (prófessor of Public Speaking) við háskólann, bauð sérstaklega þeim' sonum Mr. og Mrs. Thorl. Thorfinnsson á hátíðina, sem heiðursgestum samkvæmisins. Aðal hátíðar- veizlan var haldin á fæðingar- dag Lincoln’s forseta (12. febr.) í svonefndum “Lincoln’s Log Cabin”, sem er partur af leik- húsinu. Fluttu þeir bræðurnir þar sína ræðuna hver að beiðni próf. Arvolds. Eru þeir mælsku- menn með afbrigðum eins og kunnugt er. Auk þess flutti Snorri, próf. Arvold kvæði (sem hér fer á eftir) og Hjalti söng “Ó Guð vors lands.”-------- Þessir fjórir bræður hafa all- ir útskrifast að Búnaðarháskól- anum, og halda nú stöðu hjá Bandaríkjastjórninni, hver á sínum stað, við búnaðarmál í mið-vestur ríkjunum. Matthías og Theodore, elztu bræðurnir voru meðstofnendur “The Little Country Theatre” og meðal fyrstu leikjanna sem leikhúsið sýndi var leikur eftir Matthías og Briem er kallaðist “Snow- drops”. Við kveldsamsætið sögðu þeir bræður innihald leiks- ins, og var gerður að því hinn bezti rómur. Foreldrum þeirra bræðra, Mr. og Mrs. Thorl. Thor- finnsson var boðið á mótið sem heiðursgestum, en sökum las- leika hennar gat Mrs. Thorfinns- son ekki farið.” f gamalli “Hkr.” mun getið um stofnun þessa leikhúss, í sambandi við það að próf. Ar- vold fékk Friðrik Sveinsson mál- ara til að koma suður til Fargo og mála leikhús tjöldin. Var hann þar syðra og aðstoðaði við leikæfingar. Fórst honum það vel eins og jafnan og lét próf. Arvold þá ósk í Ijósi að hann mætti njóta hjálpar hans í fram- tíðinni, sem þó ekki gat látið sig gera sökum fjárskorts skólans og fyrirtækisins. “The Little Country Theatre” á því að nokkru leyti íslendingum að þakka upphaf sitt og æfiferil fram til þessa. R. P. The Light of the Plains In the year of Nineteen fourteen When the world was plunged in war . On the plains of North Dakota First was seen a tiny star ■ Just a faintly glowing flicker Like some half remembered i dream NÚMER 26. VALDINE CONDIE Á síðast liðnu sumri lék þessi 9 ára íslenzka stúlka einspil á piano hjá New York Civic Or- chestra og hlaut hin beztu um- mæli fyrir tækni sýnda í með- ferð erfiðra laga, sem í Saint- Saens Concerto í G. Minor, hjá blöðum New York borgar. f gærkveldi kom hún fram sem “Guest Artist” í Toronto Symphony Orchestra; spilaði hún Liszt Concerto í E. Flat Major. Var hljómleiknum út- varpað og þótti mjög mikið koma til meðferðar Valdínu litlu á svo erfiðu viðfangsefni. Brightening up the snowswept prairie With a friendly, hopeful gleam. As the years passed by it bright- ened Every corner of the land Rural hamlets sought with plea- sure For its helpful friendly hand, For it sent them plays and pageants Helped them organize debates, Rural fairs, and native drama; Bringing joy to many states. So, the gleam was fed by stud- ents; Many folks it did amaze How they found themselves in working, Writing and rehearsing plays. And the guiding light above them Tho the world was filled with strife Ever beckoned on and onward To the finer things of life. Blazing not in garish splendor It is like an inward glow Like the soul of men diffusing Light of love, on earth below. Helping youth to grow to man- * hood Bringing hope, instead of fears See that gleam of Nineteen four- teen Glowing, steady through the years. He who first held up the beacon Holds it still with steady hand Faithful to his dream of Service Widely known in many a land. Always building for the future Seeking neither wealth or fame And his countless friends will tell you Alfred Arvold is the name. Kvenfélag Sambandssafnaðar- ins í Riverton, hefir silfurte og sölu á heimatilbúnum mat í Par- ish Hall í Riverton, miðvikudag- inn 5. apríl frá kl. 2.30—5.30 e. h. Kl. 3.30 mun Miss Stefanía Sigurðsson hafa við þetta tæki- færi, erindi um gjafir Andrew Carnegies til bókasafna. Einnig verður hljóðfærasláttur til skemtunar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.