Heimskringla - 12.04.1939, Síða 1

Heimskringla - 12.04.1939, Síða 1
LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. APRÍL 1939 NÚMER 28. Ófriðarhættan vex en ekki minkar í Evrópu Frá því um miðja s. 1. viku, hafa fréttirnar frá Evrópu verið hinar ægilegustu. Dag eftir dag hefir mátt búast við að næsta fréttin yrði sú, að álfan logaði í stríði. Og það versta við þær fréttir er, að þær hafa verið óljósar, en hafa þó fyllilega gefið í skyn, að bæði sjó- og landher Breta og Frakka hafi verið á ferðinni aftur og fram en hvert er ekki getið um. Þær fréttir eru og óstaðfestar oftast. Það leynir sér ekki, að það er eitthvað að gerast á bak við tjöldin, sem ekki á strax að gera kunnugt. Þegar Hitler rauf Munich samninginn með því að hremma alla Tékkóslóvakíu, og gerði sig líklegan til að gera Pólland sömu skil, svo að segja í sömu ferð- inni, lýstu stjórnir Breta og Frakka því yfir, að þær ætluðu að vernda Pólland og stöðva landarán og yfirgang Htilers. Hugmynd Breta og Frakka var sú, að mynda samtök á meðal þjóðanna í Austur-Evrópu og á Balkanskaga, sem hættast var við, að ráðist yrði á. En hvað sem til kemur hafa samtök þessi ekki tekist greið- lega. Pólland er eina landið enn- þá, sem í þau hafa gengið. Rú- manía er hikandi, enda gekk Hitler þar svo frá er hann tók Tékkóslóvakíu, að hún gerir mest af utanríkisviðskiftum sín- um við Þýzkaland. Grikkland er einnig á báðum áttum, ekki sízt vert, að nazistablöðin viðurkenna Rússland, sem mesta hernaðar- land í heimi; telja það hafa meiri lofther og mannafla en nokkurt annað land og vera óá- rennilegra .heim að sækja vegna þess að vopnabúr þess séu svo langt inni í landi, að þeim verði ekki grand unnið. Það er engu líkara en að nazistar séu nú að viðurkenna, að það sé ekki kom- múnisminn, sem þeir skoði sig í heiminn borna til að uppræta, þó einræðisherrarnir hafi haft hann sem beitu í þrefi sínu við Breta og Frakka og telji það tilgang lífs síns og tilverurétt, að vernda heiminn eða að minsta kosti Mið-Evrópu frá honum. — Þeir virðast í sjálfu sér ekki eins hræddir við kommúnismann og Bretar og Frakkar. Vestlægu lýðræðislöndunum er því að líkindum ekki til mikils, síðan ítalir tóku Albaníu. Um'að trompa upp á það, að Þýzka- hin ríkin: Jugoslavíu, Búlgaríu og Ungverjaland, er tæplega að ræða. Þau urðu of bundin Þýzka- landi er Tékkóslóvakía var ■tekin, til þess að eiga á hættu að ganga í flokk óvina þjóða Þýzka- land. Tyrkland, sem nú er alt í Asíu er eitt til með að vera í sam tökunum. Við Rússland er enn verið að semja. En því þykir það kynlegt nú að til sín sé leit- að, þar sem það var ekki gert, þegar um forlög, Tékkóslóvakíu var þingað á s. 1. hausti. Það getur nú þótt undarlegt, að þjóðir þessar sem í hættunni eru, skuli ófúsar að þiggja vernd Breta og Frakka, því samtökin eru vissulega fyrir þær gerðar. En samt er það nú þannig, að land sæki Rússland heim með her bráðlega. Það eru til svo mörg lönd, sem auðveldari eru viðureignar, en Rússland — fyr- ir Hitler að hremma eða Mus-j- solini. Já — Mussolini kom nú heldur en ekki til sögunnar s. 1. viku. Hann sendi um 30000 manna her og um 30 herskip til Albaníu á föstudaginn langa og tók landið á fáeinum klukkustundum. Al- banía er landskiki á strönd Ad- ría-hafsins, um 10,629 fermílur að stærð, íbúatalan er um eina miljón. Að sunnan og suðaustan við Albaníu er Grikkland, en að norðan og norðaustan Jugo- slavía. Konungur réði landinu er Zog I. er nefndur; hann flúði það virðist sem þær efist um! til Grikklands, þegar skothríðin hverju treysta megi, enda verð- ur því ekki neitað, að Bretar og Frakkar hafa farið sér hægt í því að sýna að hugur fylgdi máli hjá þeim um að vernda smá- þjóðirnar, þar til að það skerðir að verulegu leyti þeirra eigin hag. Út af þessum tilraunum um að mynda samtök á móti Þýzka- iandi, hafa blöð nazista orðið óð og uppvæg. Hafa þau gengið svo langt, að hóta að velta Bret- um og Frökkum ofan af bakk- anum og út í Atlantshaf. Þau spottast að því að Bretar þykist ætla að vernda Pólland; telja þeim það gersamlega ómögulegt. Auk þess ala þau á því geysi- mikið um þessar mundir, einkum blað Göbbels, að æsa nazista gegn Dönum. Þegar Hitler fer frá herskipum og flugskipum Mussolini buldi á húsum þegna hans. Albanía hafði alls un( 13,000 manna her, mjög illa bú- inn áð vopnum enda var ekki um neina vörn af þeirra hálfu að ræða, nema hvað einstöku menn gripu refabyssur sínar og hlóðu og skutu úr skúmaskotum. ítalía sló eign sinni á landið eftir árás- ina, sem virðist hafa verið blóð- ug og grimm langt fram yfir það sem nokkur þörf var á. Er sagt að grimdin hafi verið í frammi höfð til þess að sýna nágranna- löndum, Jugoslavíu og Grikk- landi hvers væri að vænta, ef þau yrðu ekki hlýðin boðum einræðisherranna um að ganga ekki í samtök Breta og F'rakka á móti Þjóðverjum og ítölum. — Þegar Bretum barst frétt þessi, næst af stað, þykja allar líkur að Mussolini hefði tekið þetta þó það, að það skeður einmitt þegar Bretar og Frakkar hafa reitt hnefann á loft, og getur því skoðast sem svar einræðisherr- anna við ógnunum lýðræðisþjóð- anna. Mussolini og Hitler eru ekki hræddari en þetta við sam- tökin eða yfirlýsingar Breta og Frakka um að stöðva landarán þeirra. Hvað segja Bretar við þessu? Á því telja Bretar engan vafa að Mussolini hafi með þessu brotið samninginn, er gerður var 1938 við Bretland og laut að því, að við hlutina stæði eins og þá var, eða að Mussolini ágirntist ekki meira land en hann hafði þegar hlotið með Blálandi. En hvað sem Bretar kunna að gera í þessu síðar, er það nú sem stend- ur líklegast að þeir láti það detta niður. Það er mælt að Mussolini segi Bretastjórn, að hann líti ekki á þetta sem samningsrof, því árásin hafi verið gerð Al- baníu-búum til góðs og þeir ver- ið di;epnir hrönnum saman með sprengjum í mesta sakleysi. Hef- ir Mussolini því nú boðist til að kaila hermenn sína heim frá Spáni 2. maí, þegar Franco haldi sigurhátíð sína. Er sagt að Bretum þyki þetta allvel boðið, og þeir ætli að íhuga málið í tvo daga, að fyrirgefa Mugsolini yfirganginn í Albaníu fyrir að kalla heim 30 þúsund ítali, sem á Spáni séu, innan tveggja eða þriggja vikna. Hitler er sagt að hafi ráðlagt Mussolini að hefja Albaníu árás- ina. Og nú sendir hann Jugo- slavíu og Grikklandi tóninn, að vara sig á að gera ekki neitt sem egni Þjóðverja eða ítali til reiði. Eins og sakir standa nú, lítur út fyrir að Chamberlain vilji gefa ftölum annað tækifæri til að halda gerða samninga. Hann hefir trú á, að Mussolini sé enn- þá að treysta og að gera það sé jafnvel vegur til að veikja sam- band hans við Hitler. Frakkar virðast miklu síður trúaðir á frið en Chamberlain. Þeir eru að reyna að semja við Rússa um aðstoð að stöðva Hitler, en Rú- manía og Pólland eru því and- stæð. Og Rússlandi sjálfu virð- ist mest um það hugað, að standa utan við þetta stríðs- brask og vera óháð í næsta stríði. Það getur hafa verið gott ráð, að slíta Rússa af sér, eins og Bretar hafa gert, en það styrkir vissulega ekki lýðræðis- þjóðirnar í bardaganum við ein- ræðisríkin, ef um hann er nokk- urn að gera og þar er um annað en skrípaleik að ræða. En hvað sem því líður og hvað sem að baki öllum fréttum býr, er heldur ófriðarlegar látið í Ev- rópu nú en áður. En ef til vill bíða Bretar og Frakkar þó átaka á ný frá einræðisherrunum Hitl- er og Mussolini. Brandson. Mr. Ólafsson er starfsmaður hjá Samvinnufélög- unum á fslandi, er þeirra lög- fræðisráðunautur og mun hafa verið að kynna sér verzlunarlög I (commercial laws) í Bandaríkj- | unum. Út úr orðum hans mátti lesa, að hann er hlyntur við- skiftum við Vesturheim og kvaðst hann vona, að með því gætu með tíð og tíma einnig orð- ið nánari kynni milli frændanna hér og heima. Ber og grein er hann reit í “Tímann” nýlega og sem birt er í þessu blaði, vott um að hann hefir mikinn áhuga fyr- ir samvinnu milli Vesturheims og fslands. Mr. óalfsson er einn hinna mörgu ungu mentamanna heima, sem átökum sínum beina í þá átt, að efla framfarir þjóðar sinnar. Megi þeim mönnum alt verða að óskum. Og Mr. ól- afssyni þakka íslendingar hér komuna til Winnipeg og ákjós- anlega en því miður of stutta viðkynningu. Lúáleg árás (Eftirfarandi grein birtist ný- lega á ritstjórnarsíðu dagblaðs- ins Winnipeg Free Press um um- ræðurnar á sambandsþinginu um frumvarp Mr. J. T. Thorsons, K.C., er fer fram á það, að Can- ada hafi sjálft ákvæðisrétt í þátttöku í stríðum í Evrópu. Ritstj. Hkr.) “Það er bæði lúaleg og for- dæmingarverð hugmynd, sem kemur fram í ræðu Mr. Church á sambandsþinginu og í rit- stjórnargrein í blaðinu Globe and Mail, um það, að það sitji illa á manni, sem ekki renni brezkt blóð í æðum, að leggja annað eins til stjórnmála þessa lands og það, sem stencjur í frumvarpi, sem fyrir sambands- þinginu liggur og Mr. J. T. Thor- eigi að halda sér saman, meðan hinir síðar nefndu ráði fram úr málefnum þessa lands eftir sínu höfði. Allir vel-hugsandi íbúar þessa lands, munu kröftuglega mót- mæla anda þeim, sem í þessari lúalegu árás felst. Hér í Mani- toba, þar sem það sem íslending- ar hafa lagt til þjóðlífs Canada, er kunnast, verður víðtæk andúð vakin gegn þeim ósóma, sem sýndur hefir verið við umræður áminst máls og blaðið Globe and Mail verður að taka sér mikið fram, ef almenningur á að leggja nokkuð upp úr skoðunum þess og hæfileikum til forustu í þjóðmál- um landsins.” Lindbergh kemur til New York Síðast liðinn laugardag lagði Col. Charles Lindbergh af stað frá Cherbourg á Frakklandi með skipinu Aquitania áleiðis til New ð ork. Hann hefir ekki heimsótt Bandaríkin í meira en ár; fjöl- skylda hans er ekki með honum, en erindið er haldið að sé í þarfir viðskifta. En hver þau eru, var ekkert látið uppi um við blaða- menn. Heimili hans hefir um skeið verið í Frakklandi. “STAPINN” hið nýja leikrit eftir Jakob Jónsson frá Hrauni, sem Leikfé- lag Sambandssafnaðar í Winni- peg hefir verið að æfa undan- farnar vikur, veður að öllum lík- indum sýnt í Winnipeg fyrstu vikuna í maí. Samkvæmt viðtali við leik- stjórann, Árna Sigurðsson, hafa æfingar gengið mjög vel, þrátt fyrir leikenda fjölda, tuttugu manns, og margt af þeim byrj- endur. Leikfólkið hefir sýnt framúrskarandi áhuga og á- stundun við æfingar. Nokkrir af beztu leikkröftum íslendinga GERTRUDE NEWTON Karlakórinn hefir verið svo leppinn að fá þessa velþektu og ágætu söngkonu til aðstoðar við samkomu sína í Auditorium 26. apríl. Það mun vekja almenna ánægju að hafa tækifæri að heyra hana, því hún hefir fram- úrskarandi fagra og mikla so- prano rödd. Miss Newton hefir víða farið bæði til náms og einn- ig sungið við ágætan orðstír hér landi og Evrópu. Hún var tvö ár í London á Englandi og söng i&r í concerts, radio og oratariu. Stokkhólmi var hún sumar- angt og söng þar og einnig í Oslo og Kaupmannahöfn. Hér í Winnipeg hefir hún sungið í con- certs, oratario, opera og á radio. Einnig er hún soloisti í Knox drkjunni. son er faðir að. Frumvarpið fer fram á, að Canada ætti ekkiier“; 1 esf,UT?11.°P' , að skoða sig í stríði, ncma þvíl StaPa -Mk‘5 að eins, að konungurinn tilkynni það, að ráði canadiskrar stjórn- til að það verði Danmörk, sem hann tekur. Með Danmörku bætir hann hernaðar-aðstöðu sína bæði í Eystrasaltslöndun- um, sem eru á Vegi hans til Rúss- lands og á Norðursjónum; enn- fremur fengist með því dálítið af smjöri, sem á matskránni hefir ekki oft verið í Þýzkalandi undanfarið. Hér kemur aðeins það til greina, að Bretinn lofar Dan- mörku aðstoð nokkurri, ef á hana er ráðist. Að því hlægja Þjóðverjar ekki þó skrítið sé. Eitthvað þykir það eftirtekta- land, fór þeim ekki að lítast á. Albanía er ekki auðugt land, þar er griparækt mest stunduð; landið er ófrjótt og fjalllent. — Samt er þar nokkur olía, sem ítali munar í. En aðallega er landið mikilsvert hernaðarlega. Jugoslavía verður milli Þjóð- verja þarna að norðan og ítala nú að sunnan. Og Grikkland er auðvitað nú kostur að sækja heim með landher. Búlgaríu og Tyrklandi stafar einnig hætta af þessu. Þetta er nú ekki sem álitleg- ast. En það versta við það er Ragnar ólafsson Eins og skýrt var frá í síðasta tölublaði Hkr. kom Ragnar ól- afsson frá íslandi, en sem við nám hefir verið í vetur í New York, til Winnipeg s. 1. viku. Hefir hann dvalið hér vikutíma og leggur af stað í dag (mið- vikudag) vestur á Kyrrahafs- strönd. Síðast liðinn laugardag efndi “Félag ungra íslendinga” í þessum bæ til miðdegisverðar fyrir hann í Moore’s Cafe og tók yfir 40 manns þátt í því sam- kvæmi. Veizlustjóri var dr. Lárus Sigurðsson, en ræður fluttu við þetta tækifæri, Ásm. P. Jóhannsson, Ragnar ólafsson (heiðursgesturinn) og dr. B. J. ar. Um mál þetta var rætt mjög prúðmannlega af Mr. Mackenzie King forsætisráðherra síðast liðna viku. En það varð hlut- skifti þingmanns frá Toronto og blaðs úr sama bæ, að draga um- ræðurnar um málið niður í fen- ið (lowest possible level). Blaðið benti á, að Mr. Thorson væri af íslenzku bergi brotinn, að foreldrar hans tiefðu komið til Canada til að njóta brezks frelsis, að flutningsmaður frum- varpsins sjálfur hefði og af því notið hagnaðarins af Rhodes skólanámskeiði. Og með fárán- legustu rökum var svo gefið 'r skyn, að Mr. Thorson hefði eng- an rétt til að bera upp frumvarp sem þetta á þingi. Sama lúa- lega hugmyndin kom fram í ræðu Mr. Church. Það er ekki mikil þörf á að endurtaka það sem svo oft hefir áður verið sagt, qð aðalástæðan fyrir frumvarpi þessu er sú, að vernda sameiningu þjóðar þessa lands, en. ekki að slíta hana. Það atriði er þess vert að vera íhug- að í fylstu alvöru, eins og for- sætisráðherrann tók fram í ræðu sinni. En að baki orða þeirra Mr. Church og ummæla blaðsips Globe and Mail felst þessi skoð- un, að þegnar þessa lands, sem af íslenzku bergi eru bortnir, séu óæðri ættar, séu fyrir utan lögin, að þeir séu hér aðeins til byrði þjóðbræðrum þeirra sem breskt blóð rennur í æðum og að þeir upp margvíslegum myndum úr líf:' íslendinga austan hafs og vest- an. Hressandi glaðvær ung- menni fjalla loftsins í sveita- sælu íslenzkrar náttúru. Gömul prjónakerling, full af huldufólks- sögum. Hreppsnefndar stjórn- vitska og stimpingar ágirndar og ærlegheita. Uppreisn og heit- strenging. Einyrkja stríð í öm- uriegri fátækt í frumskógum Nýja-íslands, svaðilfarir og karl- menska í hinu nýja íslenzka ríki. Fésýslumaður frá Winnipeg, á- lög, framtíðar stólpi í íslenzkum landbúnaði á íslandi, austur og vestur íslenzk ættjarðarást, öllu sterkari.” Það tekur þig langa kvöld- stund að sjá þær allar. Það verð- ur síðar minst frekar á Stapa- fólkið, og. þá auglýst hvenær það lætur sjá sig á leiksviðinu. Ný tjöld hafa verið máluð fyrir leikinn. Fjörður, grundir, fjöll og grjót úr Stapasveit, bjálka- kofi, tréstofnar og' takmarka- laus skógur úr Nýja-íslandi, og margt fleira. Nefndin, sem sér um búninga, er á þveitingi út um allan bæ, að leita að gömlum ljósmyndum til að sníða eftir föt á Stapafólkið. Fleiri upp- lýsingar náði eg ekki í, í bráð- ina, því leikstjóririn er að fara á æfingu, en eg get ekki látið hjá líða að endingu að minnast örfá um orðum á hann. Árni Sig- urðsson hefir um mörg ár unnið í þarfir leiklistarinnar, ef til vil meir en nokkur annar Vestur- íslendingur. Hann er ekki ein ungis ágætis leikstjóri og fjöl hæfur leikari, heldur hefir hann sýnt svo frábæra hæfileika í að útbúa senur og mála leiktjöld, að fáir standa honum á sporði. Eg er sannfærður um að þegar almenningur sér þessa síðustu tilraun Leikfélags Sambands- safnaðar að sýna umfangsmik- inn leik, undir stjórn Árna Sig- urðssonar þá verði einróma lof um hve meistarlega hann hefir málað leiktjöldin og útbúið leik- sviðið. Það hefir aldrei verið fullkomlega metið það mikla starf sem Árni hefir lagt í þarf- ir íslenzkrar leiklistar vestan hafs, og verðhr “Stapinn” einn merkilegur þáttur enn, í því starfi. Eg er sannfærður um að enginn verður fyrir vonbrigð- um sem kemur að sjá þann leik. Bergthor Emil Johnson H.f. BRAGI OG ÚTGÁFA RITVERKUM EINARS BENEDIKTSSONAR Á næsta haust verður Einar Benediktsson skáld 75 ára. Hann er sem kunnugt er búsettur í Herdísarvík. Hann er maður far- inn að heilsu, að því leyti, að íann hefir gersamlega tapað minni og þarf fullkominnar ijúkrunar við. En fótavist hef- ir hann. Óefað verða kvæði Einars í áugum komandi kynslóða talin með dýrmætustu perlum ís- enzkrar ljóðsnildar. Mikils er um vert, að heildar- útgáfa komi út af verkum hans, svo fljótt sem auðið er, og verði hún svo vönduð, sem verkunum sæmir. Til þess að tryggja það, að út- gáfurétturinn verði á einum stað þegar þar að kemur, var í fyrra stofnað félag, sem keypti út- gáfurétt á öllum ritverkum Ein- ars í bundnu og óbundnu máli. Félagið heitir Bragi, og eru fé- lags menn fimm: Guðm. Gamal- íelsson bókstali, Pétur Þ. J. Gunnarsson, Páll Stefánsson frá Þverá, Valtýr Stefánsson og frú Hlín Johnson, en hún hefir í mörg ár verið bústýra Einars, og annast um hann og allan hans hag, sem kunnugt er, með stakri kostgæfni.—Mbl. 12. marz.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.