Heimskringla - 12.04.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.04.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 12. APRÍL 1939 HEIMSKRINGLA 3. SíÐA var það ekki orðið að iðnaðar- veri, sem dældi baðmullardúkum út um heim allan og gerði sína Dolfusa og Kochlina að miljóna- mæringum. Tuttugu og fimm árum síðar, þegar Villermé kom til Alsace, var mannuxi (Minotaur) kapi- talismans, verksmiðjurnar, búin að velta sér yfir landið með öllu föstu og lausu. Hin óseðj- anlega girnd jötunuxa þessa á mann-þrælum var búin að draga fyrirvinnurnar frá heimilum sínum, til þess að geta því betur pressað úr þeim isíðasta fjör- kippinn. í þúsundatali flokkast þrælarnir nú að, úr öllum áttum, þegar eimpípan blæs; og fullur þriðjungur þeirra verður að þramma margar mílur fram og til baka sökuni þess, að hin háa húsaleiga umhverfis verkstæðin hefir orðið þeim um megn. “Að Mulhouse í Dornach,” segir Villermé, “byrjar vinnan klukkan fimm að morgni og hættir kl. átta síðdegis, sumar og vetur. Meðal grúans sá eg ótal fölleitar konur margar yfirpils sín brett upp yfir höfuð yfirpils sín bætt uppi yfir höfði sér ef rigning eða snjór var í lofti, því regnhlífar yoru þeim of kostbærar. En ennþá fleiri voru unglingarnir í þvögunni, og voru þeir einnig veiklulegir í útliti, skitnir og tötrum klæddir. En smurningsolían, sem drýpur stöðuglega yfir þá allan daginn, gerir föt þeirra að miklu leyti vatnsheld, svo aðal áhyggjur þeirra á leiðinni eru það, að verja brauðmolann, sem á að halda í þeim lífinu til kvölds- ins.” “Við hinn langa vinnudag, sem telja má minsit 1 kl.st., bætist þannig hið langa og þreytandi ferðalag kvölds og morgna. Eru þeir aumingjar því ávalt orðnir svo þreyttir og syfjaðir þegar heim kemur að nóttin nægir ekki til að endur- nýja starfskraftana fyrir næsta dag.” “í þorpinu sjálfu hafast tvær fjölskyldur oftast við í sama hreysinu og sofa, hver í sínu horni, á hálmbeðjum, sem girt er í kringum með fjalastúfum. Og svo aumt er ástand og viður- væri þessa fólks að helmingur allra ungbarna þess deyr innan tveggja ára aldurs. “Vinnan”, segir Villermé, “er ekki bara vanalegur þrældómur, hún er pynding, sem börn 6 til 8 ára gömul verða að þola, eigi síður en fullorðnir. Glæpamenn í fangelsum landsins vinna að- eins 10 stundir á dag, þrælarnir í Vestur Indíú eyjunum aðeins 9, en eftir borgara byltinguna á Frakklandi 1789, sem átti að innleiða mannréttindi og frelsi og létta ánauðinni af hinum und- irokuðu, urðu þeir að erfiða 16. kl.st. á dag, að fráskildum hálf- um öðrum tíma, sem leyft var til snæðings.” Hvílík hrakför og endaskifti á hinni borgaralegu byltingar hug- sjón! Hvílík gjöf Njarðar á vegi framfaranna! Aðalsmenn )g “mannvinir” tigna þá og lofa, sem auðugir hafa orðið án til- verknaðar og “gefa” öðrum at- vinnu í verkstæðum sínum. En ólíkt mannúðlegra væri að kveikja landfarsóttir og sá eitri í vatnsuppspretturnar en að stofnsetja verksmiðjur í frjóvu landbúnaðar héraði. Þar, sem þær komast að, kveður heilsan, ánægjan og frelsið. Þaðan flýr alt, sem fagurt er og eftirsókn- arvert. Hagfræðingar vorir, hver af öðrum, tala til lýðsins og segja: “Vinnið til þess að auka hinn eiginlega auð,” en þá segir hinn háttvirti spekingur Destutt De Tracy: “Alþýða hinna fátækari þjóða býr ávalt við viðunanleg kjör, en meðal hinna ríku er hún einatt félaus og á vonarvöl.” Og Cherbuliez, sem var lærisveinn hans, bætir við: “Með því að hamast við að sí-auka framleið- slu tækin er þrælastéttin að vinna að því, sem fyr eða síðar I svartklæddu, tóbakssósuðu færir niður hennar eigin laun.” Og ekki lætur kirkjan standa á sér að ráðleggja fólkinu iðjusemi og auðmýkt. Hinn voldugi bisk- klerkar.” í staðinn fyrir að nota kreppu- tímabilin til þesS að taka sér verðskuldaða hvíld og baða í up ensku kirkjunnar, Town- rósum og alsnægtum á meðan shend, segir með einlægni og birgðirnar endas:t, standa þræl- andakt: “Vinnið, vinnið dag og nótt. Þess meira, sem þið vinn- ið, þess fátækari verðið þið, og þeim mun viljugri til að halda áfram að vinna. Að þurfa að neyða ykkur með v^ldi til að vinna veldur of miklum kostnaði, ryskingum og usla. Hinsvegar er hungrið ekki einungis hljóð og látlaus hvöt til þess að leita at- vinnunnar heldur einnig ábyggi- legasti drifillinn til hinna ítrustu afkasta.” Vinnið og vinnið því kaup- þrælar, svo þið verðið æ fátækari og fátækari. Vinnið til þess að hin vaxandi fátækt veiti ykkur enn meira knýjandi ástæðu til að hamast — svo þið megið verða enn óhamingjsamari. Það er hið ófrávíkjanlega lögmál í verk- fræði kapitalismans. Með því að hlýða á kenningar hagfræðinganna og gefa sig löst- um vinnumenskunnar á vald, bæði til sálar og líkama, hafa þrælarnir steypt mannkyninu í hver vandræðin á fætur öðrum með offramleiðslu. Yfirfljótan- legar vörur og skortur' á kaup- endum veldur því að verkstæð- unum er lokað og hungrið húð- strýkir vinnufólkið með sínum þúsund hirtingarólum. Þrælarn- ir, sem orðnir eru að skepnum, sökum trúar sinnar á ánauðar- okið, skilja ekki að þeir baka sér sitt eigið böl með of mikilli á- stundun á velti-tímunum, og fara því ekki í stór-hópum til hveitigeymanna og segja: “Við erum soltnir og viljum fá mat. ÍAð sönnu höfum við enga skild- jinga til að borga með, en það vorum við, sem uppskárum þetta korn og týndum hrúgurnar.” — Þeir gera ekki aðsúg að vöruhús- um herra. Bonnets, sem uppgötv - aði 'þrælaklaustrin, hrópandi: Herra Bonnet, hér eru vinnu- konur þínar, sem spunnu og ófu silkið í strangana þína. Þær skjálfa af kulda í útslitnum baðmullar druslum, en samt eru kjólana á allar dömur Kristn- innar. Þær, vesalingarnir, sem unnu 13 kl.st. á dag hafa engan tíma haft aflögu til þess, að hugsa um isitt eigið útlit. En nú, þegar engin vinna er fáan- leg, hafa þær nægan tíma til að punta sig og skrjáfa í silkinu, sem þær hafa spunnið. Ávalt síðan- þær mistu barns-tennurn- ar hafa þær beitt sér fyrir vel- ferð þinni, og iðkað sjálfsaf- neitun, en nú hafa þær nægar tómstundir til að njóta þess, sem þær hafa framleitt. Láttu sjá, herra Bonnet, og gefðu þeim silkin þín. Herra Harmel skal láta þeim í té sín músselín, herra Pouyer-Quartier síp lérefti og herra Pinet skó á, blessaða litlu fæturna, sem eru svo rakir og kaldir. Klæddar í þannig skart frá toppi til táar verða þær svo glaðar og yndislegar á að líta. Engar undanfærslur, herra Bonnet, því þú ert vinur fólks- ins og kristinn dánumaður í ofanálag, er ekki svo? Láttu þeim lausan auð þann, er þær hafa aflað þér með kröftum sínum og þjáningum. Þú æskir að hressa upp á viðskiftin með því að koma vörunum á fram- færi — og hér eru ótal neytendur við hendina, sem þarfnast aðeins ótakmarkaðan gjaldfrest. Þú ert nauðbeygður til að treýsta spek- úlöntum út um víða veröld, sem þú þekkir ekki frá Adam og Evu og aldrei hafa gefið þér svo mikið sem eitt glas af vatni. Vinnustúlkur þínar munu gjalda eins fljótt og þeim er unt. Ef þær eiga ekkert, sem hægt er að taka lögtaki þegar upp er sagt, getur þú heimtað að þær minnist þín í bænum sínum. Þær myndu arnir hungraðir við dyr verk- smiðjanna og biðja um atvinnu. “Góði herra Chagot,” segja þeir, eða, “elskulegi monsér Schneid- er, gefðu okkur atvinnu. Það er ekki sultur, sem að okkur amar, heldur ástríðan til að vinna.” Og þessir ræflar, sem varla eiga | nóg þrek eftir til að standa upp- j réttir, selja hinn langa vinnudag sinn fyrir hálfu minna verð en þegar þeir höfðu brauðbita á borðum sínum. Og dánumenn- j irnir, sem iðnaðinn reka, ábatast á uppihaldinu, vegna ódýrari vinnukrafts á eftir. Eins og krepputímar óumflýj- anlega fylgja mikilli framleiðslu og valda alsherjar atvinnuleysi og hörmungum, svo einnig leiðir hún til óhjákvæmilegs gjald- þrots. Svo lengi sem iðnrekinn getur fengið lánsfé gefur hann j vinnuæðinu lausan tauminn. — Hann skuldar og skuldar fyrir hráefnin og heldur áfram að framleiða án þess að íhuga hve takmörkuð kaupgeta fólksins er, og það, að víxlarnir falla í gjald- daga, hvað sem sölu vörunnar líður. í vandræðum sínum grát- biður hann bankann um hjálp og býður framtíð sína, líf sitt og heiður til veðs. En hinn verald- arvani Rothschild svarar: “Of- urlítið gull er langtum þyngra á metaaskálunum. Þú hefir 20,- 000 pör af sokkum í vöruhúsinu, sem metaslt á 20c parið. Eg skal taka þá á 4c parið.” Svo | selur bankinn sokkana í slump á I 6c til 8s parið og hirðir þannig nokkra spræka dollara, sem j enginn á neitt í, en verksmiðju eigandinn sækir í sig veðrið til nýrrar átrennu. En svo á sínum tíma kemur j hifunið og vöruhúsinu fara að láta út goz sitt, og þá f$r svo mikið út um gluggana að enginn skilur í hvernig það fór alt að komast innxum dyrnar. Varn- ingur upp á mörg hundruð milj- ónir dollara er eyðilagður með ásettu ráði. Hann er ýmist það þær, sem bjuggu til skart-'t>rendur eða honum er kastað í ana. En áður en sú ákvörðun hefir verið tekin er búið að leita að kaupendum um alla víða veröld. Stjórnin hefir verið lempuð eða neydd til að taka Congo og Ton- quin herskildi og brjóta niður kínverska veginn með kanónu kúlum til þess að veita vefnaðar vörunni útrás. Á næstliðnum öldum hafa England og Frakk- land barist með oddi og egg um verzlunar einkaréttinn í Ame- ríku og Indversku eyjunum. — Þúsundir ungra og hraustra manna roðuðu höfin með blóði sínu í hjáleigu styrjöldum sext- ándu, seytjándu og átjándu ald- anna. Það er ofnóg af verzlunar vörum, eigi síður en lánsfé, á boðstólum. Auðmennirnir eru oft ráðalausir með að finna því öllu framrás. Þá fara þeir út á meðal hinna hamingjusömu kyn- flokka, sem liggja æðrulausir í sólskininu og njóta lífsins. Þar láta þeir leggja niður járnbraut- ir, reisa verksmiðjur og innleiða bölvun atvinnunnar. Og svo einn dag þegar minst varir lendir all- ur þessi útfluningur franskra verðmæta í stjórnarfarslegum millilanda flækjum. í Egypta- landi, til dæmis, lá nærri að Frakkland, England og Þýzka- land ^tæðu hvert uppi í hárinu á öðru út af því hver okrarinn ætti fyrst að fá sitt. Stundum vindur til ófriðar, eins og í Mexi- co, þar sem Franskir hermenn voru hafðir sem löggæzlumenn, til þess að innheimta vafasamar skuldir. En hversu ferlegt og inngróið sem alt þetta persónuleg^ og fé- jlagslega böl virðist, myndi það við aðkomu ljónsins þegar verkamannastéttin segir: “Eg vil.” En 'til þess að eignast þann ásetning verður hún að traðka undir fótum sér alla hjátrú og fordóma kirkjunnar og allar kenninfear og siði hins borgara- lega valds. Hún verður að end- urheimta sínar eðlilegu hvatir og aðhyilast réttmæti letinnar, sem er þúsundafalt meira göfg- andi og heilagt en hin blóðlausa frelssisskrá, er samin var af lög- mönnum borgarastéttarinnar. — Hún verður að venja sig á að vinna aðeins þrjár stundir á dag og nota hinn tímann til veizlu- halds og skemtana. Hingað til, í þessum rökræð- um, hefir verk mitt verið tiltölu- lega einbrotið og auðvelt. Eg hefi aðeins þurft að draga fram raunverulega og öllum-kunna á- galla hins viðtekna fyrirkomu- lags. En að sannfæra verka- fólkið um að siðfræðin, sem því 'hefir verið kend, sé mannskemm- andi, að hin taumlausa vinnu- fýst, sem það hefir gefið sig á vald um hundrað ára skeið, og meira, sé sú hræðilegasta plága, sem yfir mannkynið hefir dunið, að vinnan eigi í rauninni að vera aðeins kryddmeti með nautnum iðjuleysisins, eða réttara sagt, notaleg og hressandi þjálfun líf- færanna, og þar af leiðandi, á- kjósanleg ástríða, sé hún vitur- lega meðfarin og bundin við mest þrjár stundir á dag; það er verkefni, sem eg játa að sé mér í sannleika um megn. Enginn nema kommúnisti, sem væri há- lærður í eðlisfræði, líkamsþjálf- un og sannverulegri hagfræði, gæti með öryggi tekist það verk á hendur. í því, sem á eftir fer, ætla eg því aðeins að sýna fram á, að þar, sem vélamenningin hefir komist á, sé nauðsynlegt að stemma stigu fyrir hinni svæsnu ástríðu verkafólksins til vinnunnar og neyða það til að nota upp vörurnar, sem það framleiðir. Framh. RÍKISERFINGI ÍSLANDS OG DANMERKUR HEIM- SÆKIR BANDARfKIN Kemur við í Chicago TILKYNNING Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man.,. og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. Friðrik ríkiserfiði íslands og Danmerkur og tilvonandi drotn- ing, Ingiríður, eru nú á leið vest- ur um Atlants ála í kynnisför til Bandaríkjanna — en ekki til * landrána eins og sumra þjóð- höfðingja er siður nú á dögum. Á vesturleið fara þau um Pan- ama skurð, þá norður með strönd, en stíga á land í Cali- forníu. Þaðan halda þau austur um land og dvfelja þrjá eða fjóra daga í Chicago. Vegleg veizla er í ráði að þessum valinkunnu og fágætu ges'tum verði haldin af hálfu Dana og íslendinga hér í borg og fólki af þeim ættum. Vinnur fjölmenn nefnd að undirbún- ingnum, þar á meðal einn íslend- ingur, Árni Helgason, forseti Vísis, íslendingafélagsins í Chi- cago. Ráðgert er að samsætið fari fram 25. apríl í Stevens gisti- höllinni. Ræður flytja þar að sjálfsögðu ríkisstjóri, borgar- stjóri og margt annað stór- menni. Prófessor Sveinbjörn Jónsson hefir lofað að mæla þar fyrir munn fslendinga. öllum ræðunum verður eflaust útvarp- að. Eins og öllum er enn í fersku minni, fögnuðum við tuttugasta afmælisdegi fullveldis íslands fyrir skemstu. Þegar saga mis- klíðarinnar, sem endaði með fengnu fullveldi, er borin saman við það sem nú fer fram víða um heim, er munurinn auðsær. Eng- an skyldi því furða, þegar ver- öldin vaknar af vímunni sem nú virðist halda henni dauðatökum, og þegar roða tekur af komandi röðli endurvaktra, nýrra og hærri réttlætis hugsjóna, þá verði aðferðin við úrlausn vanda- málanna sniðin eftir fyrirmynd og hugsjónum smáþjóðanna við norður-heimsbaug. Það er því ekkert efamál, að Vestur-íslendingar bjóða þessa gesti velkomna alveg í sérstök- um skilningi, engu síður en þeir er af dönsku bergi eru brotnir. E. Fyrir sögu landpóstanna á ís- landi er óskað eftir að fá mynd- ir og frásagnir af þeim tveim póstum er flutt hafa- hingað vestur og sezt hér að, og hér skulu nefndir: Sigurður Bjarnason, ættaður úr Árnesþingi var lengi póstur milli Reykjavíkur og Akureyrar, en flutti vestur 1877, þá sextug- ur. Dvaldi hann þá fyrst í Nýja íslandi, en þar næst á Akra, N. D. Síðast settist hann að í Pembina og þar dó hann 1909. Þar er hans getið í landnáms- sögu þess héraðs eftir Þorska- bít. (Alm. O. S. Th. 1921). Eng- in er þar mynd af honum og ekki heldur frásagnir af póstferðum hans. Magnús Hallgrímsson Eyfirð- ingur að ætt, var póstur milli Reykjavíkur og Akureyrar, en flutti vestur 1874 og nam land í Fljótsbygð, sem getið er í land- námssögu Nýja-íslands eftir Þorleif Jóakimsson. Engin er þar mynd né frasagnir af póst- ferðum hans. En því efni viðvíkjandi hefir verið leitað til náinna ættingja hinna tilnefndu pósta, en orðið árangurslaust. Ef einhver skuli þó eiga í fór- um sínum og minnisgáfu þau skilríki sem óskað er eftir að geta fengið, er hér vinsamlega mælst til að sá gefi þau fram til birtingar í hinni væntanlegu póstsögu. Viðtöku veitir: Magnús Sigurðsson á Storð, Árborg, Man., Canada KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Deild yngri kvenna í Sam- bandssöfnuði í Winnipeg, sem staðið hafa fyrir Saturday Night Club skemtununum, efnir til Carnival Tea laugardaginn 6. mai, eftir hádegi og að kvöldi. * * * Kensla í íslenzku fer fram á hverjum þriðjudegi og föstudegi í Wynyard High School, kl. 4 e. h. Fræðslunefnd yngri þjóð- ræknisdeildarinnar stendur fyrir námskeiðinu. Kennari er séra Jakob Jónsson. Allir eru vel- komnir. * * * Athygli skal vakið á því að bráðnauðsynlegt er að allir nemendur laugardagsskólans sæki kenslustundir stundvíslega þar til að skólanum verður sagt upp með árssamkomu skólans 22. apríl n. k. koma þér nær Paradís en hinir hverfa eins og hérar og úlfar MOFFA 7 gera matreiðslu skemtilega • ‘C vWV/V«J -—' 6 SIMI 848 131 Ef matreiðslan yfir daginn hefir þreytt þig og orðið þér vonbrigði, þá gerið þetta! Kaupið nýja 1939 MOFFAT eldavél í stað hinnar gömlu. Þá kemstu að raun um hve auðvelt er að gera Ijúf- fengar máltíðir og baka gómsæt brauð og kökur. Láttu oss skýra fyrir þér hvernig HOFFATS Therm-O-Matic Control, ‘Red-Spot’ Elements, Waterless Cooker, Smoke- less Grill and Grid Pan, gera eldamenskuna einfalda og auðvelda. Kaupið á kjörkaupunum sem HYDRO býður Aa f- A með ÍÍTILLI NIÐURBORGUN og mánaðar- borgun sem oft nemur ekki meiru en. CITY HYDRO PORTAGE and EDMONTON — 55 PRINCESS Street

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.