Heimskringla - 12.04.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.04.1939, Blaðsíða 4
4. SfÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 12. APRÍL 1939 iinmffliiiiiniBiiiuiiiiiiniiiiiiiiiniranflmiiiifflrainniiiniinBHininniiiinBnBBnnniimffliniBiDniirainnaraiam^ íCuHmskriiuiUi 1 (StofnuB 1S86) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talslmis 86 537 Ver6 blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. t>ll viðskiíta bréf blaðinu aðlútandl sendlflt: K -nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstfórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg E M -------------T—“ “Heimskringla” is published and printed by THE VIKINO PRESS LTD. 1 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. ö Telephone: 86 537 ÍlHlfflHIIIHIllllllillM WINNIPEG, 12. APRÍL 1939 SVISS, HEIMKYNNI FRIÐAR OG ÁNÆGJU Svissneska þjóðin ágirnist ekki eigur náungans. í 500 ár hefir ekki svissneskur hermaður stigið fæti út fyrir landamærin með hernað í huga. Þjóðin lifir í sátt og friði við umheiminn. Og samt skortir Svisslendinga margt, ef til vill meira, en nokkura aðra þjóð. En þeir hóta ekki eins og margaj" þeirra gera nágrönnum sínum kúlnaregni út af því. Landið er lítið og þéttbygt. Og yrkjan- legt land er svo lítið, að þar af fær ekki nema lítill hluti þjóðarinnar framfærsiu sína. Þar er og hvorki járn, kol né olía. Hráefnaforði landsins nægir ekki þörf ' iðnaðarins. Og Sviss á hvorki nýlendur eða aðgang nokkur staðar að sjó. Þjóð sem við þetta á að búa, gæti ekki farnast vel eftir kenningu einræðisþjóð- anna, Þjóðverja, ftala og Japana, sem við meiri landgæði eiga að búa en þetta, en sem samt eru hættar að éta smjör og kaupa byssur fyrir það, svo þeim geti farið að líða vel. Svisslendingurinn hlýtur að eiga við fátækt og ílt líf að búa, ef af þessu ætti að dæma afkomu hans. En um hvað ber reynslan vitni ? Við álítum Bandaríkja þjóðina auðug- ustu þjóð heimsins. Á hinum góðu árum eða árið 1928, var auður landsins metinn $2,098 á hvern mann, sem óneitanlega er mikið. En á þessu sama ári var auður Svisslendinga á hvern mann $3,126. — Bandaríkjamenn stæra sig ennfremur af því, að búa við meiri nægtir, en nokkur önnur þjóð í heimi. En Svisslendingar eru og þar enginn eftirbátur. Fæðið, klæðnaðurinn, húsakynnin og skemtanirn- ar, sem Svisslendingurinn getur veitt sér fyrir sín daglaun, er að vorri skoðun betra og meira, en Bandaríkja-þegninn getur veitt sér. Tala atvinnulausra í Sviss nemur ekki fyllilega 2% af tölu allra íbúanna. Hvernig er við þessu séð? Ástæðan fyrir hinni góðu afkomu Sisslendinga liggur aðallega í hugsunar- hætti þjóðarinnar. Þeir eru þjóð sem ekki er hrædd að horfast í augu við erfiðleikana og er ákveðin í að sigrast á þeim, hversu miklir sem þeir eru. Þeir eru þjóðræknir menn í fylsta skilningi, en eru lausir við “nationalista” ofstæki. Þeir eru einstakl- ingssinnar, en geta flestum betur unnið saman, bæði sín á milli og við aðrar þjóðir. Svo öldum skiftir hefir Svisslendingur- inn horfst í augu við þann sannleika, að landið hans er frá náttúrunnar hendi fá- tækt og ólífvænlegt. Þrjá fjórðu af allri matvöru verður að flytja inn í landið og náiega alt hráefni til iðnaðarins. Þetta er staðreynd, sem Svisslendingar hafa orðið að haga sér eftir. Og þeir hafa gert það. En það hefir ekki verið erfiðislaust. Þeir hafa orðið að vinna flestum meira, eftir því sem nú gerist. Auk sunnudaga, hefir þjóðin aðeins tvo helgidaga á ári. Og ann- an þeirra ber upp á sunnudag, en með hinn er það þannig, að það er unnið allan daginn, en hans minst með hátíðahaldi að kvöldinu. Þar sem Svisslendingar verða að lifa á því sem þeir selja út úr landinu og þeir geta ekki kept við aðrar þjóðir í að fram- leiða í stórum stfl, er eina vopnið þeirra í samekpninni, vöruvöndun. Verkamenn í Sviss hafa orðið að læra að vinna verk sín betur en aðrir. Þeir hafa gert landið að einu aðdáunar- verðu verkstæði. Ferðamaðurinn tekur ef til vill ekki eftir því. Augu hans hvíia á svip landsins, hinum miklu snjó og jökulbreiðum og tindunum mörgu sem eru eins og hermenn á verði út við sjóndeildar- hringinn. Ef hann gæfi mikinn gaum því sem nær sér væri, mundi hann sjá annað Svissland. Hann mundi þá sjá verkstæðin hjá Baden t .d. og Brown-Boveri, sem dreifast um hlíðarnar, eins og fénaður á beit. Á einni aðal járnbrautarstöðinni er vagnlest af kolum frá Syíþjóð, önnur af járni frá Lorráine. Frá stöðvunum eru aftur fluttar hinar stórkostlegustu túrbín- ur og orkuvélar (generators) til stóriðn- aðar rekstursins út um allan heim. Hann mundi og sjá verkstæði sem framleiddu til útflutnings silki, blúndur, lyfjabúðar- vörur, gler, súkkulaði, ost, leirvöru, liti og margar framúrskarandi vandaðar vörur, sem enginn kostur er á að framleiða án sérfróðra og þaulæfðra verkamanna, þ. e. a. s. hvers einstaklings við starfið. Hver iðnaðargrein er aðeins rekin í vissu héraði. f Jure héraðinu t. d. tala allir um úr og lifa á úrasmíði. Hlíðarnar eru alsettar smáum verksmiðjum. Ein verksmiðjan býr aðeins til fjaðrir í úr, önnur eingöngu umgerðina. Mikið af verki þessu er enn unnið heima hjá sér. Einstaklingurinn fer til aðal-verksmiðj- unnar á mánudag og fer með vikuverkið heim með sér. Hann og sonur hans vinna við sama smíðaborðið. Að fimtíu árum liðnum vinnur hann að öllum líkindum við sama borðið með sonum sínum, er líklegir eru til að hafa fundið eitt eða annað upp til þess, að leysa af hendi ennþá fullkomn- ara verk, en hann. Það er bráð nauðsyn fyrir Svisslending- inn, að vera á undan nágrannaþjóðum sín- um í að finna upp eitthvað nýtt, er fram- leiðslu hans bætir; það verður hver þjóð að gera, sem alt á undir útlendum við- skiftum komið. Bandaríkjamenn álíta sig mikla uppfyndingamenn. Leyfi sem stjórnin veitir fyrir uppgötvanir, nema 160 á hverja miljón manna árlega. f Sviss eru leyfin 930 á hverja miljón manna. Svisslendingar eru á undan öllum öðrum þjóðum í ýmsri framleiðslu. Um- búðapappír (cellophane), gerfisilki og rit- vélar er, ásamt ótal mörgu öðru það, sem þeir framleiða allra manna bezt. En fyrir Svisslendingnum kemur ennþá fleira til greina en vöruvöndun og hugvit. Hann má ekki gleyma dygð sparseminnar. Utanríkisviðskifti þeirra hafa verið þeim óþagstæð um hundruðir ára. Eina ráðið til að standa þann straum af sér, hefir verið fyrir Svisslendinginn, hvern einasta mann, að eyða ofurlítið minnu, en hann hefir unnið fyrir. Árangurinn af þessu er auðsær af því, að af 4 miljón íbúum, sem landið byggja, hafa 2,800,000 reikn- ing á sparibanka. Og vátryggingar eru hærri á hvern mann í Sviss en í nokkru öðru landi. Um alvarlega fátækt er ekki mikið að ræða á meðal íbúanna í Sviss. En þar er heldur ekki mikið um stór-auðmenn. Þeir eru miklu færri en við hefði mátt búast. Og þó eru tekjur eða eignir auðmanna þar ekki með sköttum af þeim teknar. Stór- tekjuskattar í Sviss og erfðaskatturinn, er par lægri en í Bandaríkjunum. Og samt eru viðskiftastofnanir í Sviss til sem stór- ar mega heita jafnvel á ameríska vísu. En hvorki fjármálamenn né stóriðjuhöldar hika við að leggja fé sitt fram, ef það er þjóðfélaginu til góðs, þó hagurinn af fyrir- tækinu sé ekki eins mikill og ameríkumenn eiga að venjast. Eins fjarstætt og það kann að virðast, hugsar Svisslendingurinn ekki um auðsöfn- un í stórum stíl. Það virðist ekki tízka. Og það á ekki heima í menningu Sviss- lendinga, að sýna sig mikla *með því að eyða fé hóflaust í það sem einkisvert er og verra en það eins og siður er ríkismanna í öðrum löndum. Og þeir eru fráhverfir fjárglæfraspili. Komist þeir sæmilega af, nægir þeim það. Auðvitað er ekki með þessu sagt, að ekkert megi að Svisslendingum finna. — Maður saknar á meðal þeirra glaðværðar Austurríkismannsins, hinu megin við landamærin. En þeir eru mitt í alheims- kreppunni öðrum fremur efnaðri og í hófi glaðir og ánægðir í heimi fullum af van- sælu. Ástæðunnar fyrir þessu er ekki ein- göngu að leita í eðli Svisslendinga; þar kemur ef til vill stjórnskiplagið meira tii greina. Svisslendingar eru tortrygnir er um það er að ræða að fela einum manni of- mikil völd. Framkvæmdarvaldið í landinu er í höndum sjö manna nefndar. í þeirri nefnd er forsetinn og er hann hinum nefndarmönnum ekki vitund æðri. Fram- kvæmdarráðið er háð þingi, sem verður að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um nálega hvert einasta frumvarp eða mál sem upp kemur. Stjórnarstarfið er því oftast rekið af sömu mönnum, hvernig sem kosningar fara og áður höfðu það. Löggjafarvaldið er í fylsta skilningi hjá alþýðunni, en ekki hjá stjórn eða þingi. Fylkin (the cantons) hafa aftur á móti mikið vald og eru mikið til sjálfum sér ráðandi. Og miðstjórn landsins er ekki leyft, að draga í sínar hendur neitt af því valdi. Þetta er eðlilegt þegar á alt er litið. Svisslendingar eru þjóðernislega sitt hvað. Frakkar, Þjóðverjar og ítalir eru fjölmennastir, en svo eru þar nokkrir einnig af öðrum þjóðum. Þar eru fjögur tungumál töluð jöfnum höndum. f augum útlendinga eða ókunnugra, er oft erfitt að sjá, hvað þessir þegnar eiga sameiginlegt. Tökum til dæmis bónda í Ticino-fylki, í suður-hlíðum Alpafjallanna, aðskilinn af hinum mikla fjallgarði frá öðrum fylkj- um landsins. Hann er kaþólskur, talar ítölsku; hann ræktar olífur og vín eins og ítalinn ,Við landamæri hans. Hvað á hann yfirleitt sameiginlegt við verkamenn í Zurich, Þýzkutalandi, prótestanta, og þjóð- ernislega tilheyrandi nábúum sínum, Bav- aríumönnum? Þó hafa þessir menn svo öldum skiftir unnið saman stjórnarfars- lega. Þeir eru umburðarlyndir mjög um alt er lýtur að menningu eða venju hvers um sig. Svisslendingar reyna aldrei að þröngva samborgurum sínum til að láta steypa sig í einu og sama móti. í innan- landsmálum gera þeir út um öll sín ágrein- ingsmál með almennu atkvæði og sætta sig ávalt við meiri hluta úrskurð. í utanrík- ismálum standa þeir saman og einkunnar- orð þeirra er: “einn fyrir alla—allir fyrir einn”. í Sviss er stjórnin á bak yið viðskiftin, en hún hefir þau ekki með höndum. Sviss- lendinginn fýsir að reka sín eigin við- skifti, án allrar íhlutunar stjórnarinnar sem auðið er, en viðurkennir samt, að svo geti staðið á, að stjórnin verði að taka fram fyrir hendur viðskiftamannanna. En þegar hann leyfir það, hefir hann miklar gætur á stjórninni. Svo árum skiftir hefir stjórnin ákveðið verð á hveiti hærra en verið hefir á heims- markaðinum og greitt hallan sjálf. Þegar gjaldeyrir flestra landa hrundi eftir stríð- ið, greiddi stjórnin veg þeirra, er iðnað framleiddu fyrir erlendan markað, með því að greiða þeim gjaldeyristapið. Enn- fremur takmarkaði hún frhmleiðslu á ýms- um afurðum. Það eru enn í gildi lög sem banna að stofna nýjar úra-verksmiðj- ur nema með leyfi stjórnarinnar. Þegar heimskreppan olli því að mjög tók fyrir skemtiferðalög til Sviss, bannaði stjórnin að reisa ný gistihús. Mestur hluti atkvæðisbærra manna sætt- ir sig við þessa skerðingu á frelsi sínu, enda þótt það geti verið einum eða öðrum persónulega óhagur, vegna þess að sam- vinna þeirra og stjórnarinnar er svo náin. ”Stjórnin?” segir hann. “Eg er stjórnin”, hvort sem hann er bankari, járnbrauta-þjónn eða- bóndi. í Sviss er engin tilraun gerð í þá átt að framleiða alt, sem þjóðin þarf með. Þess væri heldur ekki kostur. Landið verður að kaupa mikið erlendis. og það verður að selja öðrum löndum sem því svarar. Sviss- lendingar trúa á frjálsa verzlun. Tolllög nota þeir með mestu varkárni. Þá fýsir að sjá öðrum löndum farnast vel; telja sér hag í því. Og þeim búnast jafnvel furðu vel þó því sé ekki að skifta. Eins og önnur nágranna lönd Sviss, hefir það orðið fyrir barðinu á fasista og kommúnista ágengni. Eftir stríðið, var fyrst í stað flestum sundum lokað áhrær- andi erlend viðskifti. Atvinnuleysi jókst og því fylgdi óánægja, verkföll og æsingar. Þá komu kommúnistar inn í landið og varð nokkuð ágengt um skeið. En það óx fasistum í augum. Þeir komu einnig á vettvang og mynduðu félög, þar á meðal eitt er kallaði sig “járnsópinn”. Það lofaði hátíðlega að sópa lýðræðinu burtu úr landinu. Fasistarnir voru sem annars staðar oftast klæddir einkennisbúningi, höfðu kröfugöngu og viðhöfðu kveðjur fas- ista hvar sem á þeim bólaði. Þeir voru ráðnir í að vekja þarna upp aðra fasista þjóð í heiminum. En hvað hefir nú orðið úr öllu þessu? Kommúnismi er dauður í Svisslandi. Og “járnsópurinn”, sópaði ekki betur en það í síðustu kosningum, að hann átti fult í fangi með að koma einum manní að á at- kvæðum allra fasista í landinu. í sambandi við það hvernig einræðis- hreyfingar þessar dóu út, er ekki neina spennandi sögu að segja. Það reis ekki upp neinn stór foringi, enginn borðalagður herforingi, til þess að reka kommúnism- ann af höndum sér. Það var engu valdi beitt við fasista. Engir götu- bardagar. Kenningar kommún- ista og fasista féllu í grýtta j jörð í Sviss og stormarnir blésu sáðkorninu burtu. Það hefir ekki verið neinn leikur fyrir lýðríkið svissneska, að halda sjálfstæði sínu óskertu; og það er það ekki ennþá, þó fasismi og kommúnismi hafi verið kveðnir niður. Þjóðverj- ar í Sviss eru um 150,000, en þrír fjórðu af þjóðinni tala þýzku og eru þjóðernislega eins þýzkir og Prússar eru. Og nú vita allir, að stefna nazista er að koma öllum Þjóðverjum undir' þýzk yfirráð. Hitler talar stund-1 um um “hina týndu kynkvísl í Sviss.” Og æsingum og áróðri hefir í meira en tvö ár flætt yfir landið í útvarpsræðúm og með urmul flugrita. Áróðri hefir meira að segja verið haldið fram stundum með oifbeldi í þdim hluta landsins er þýzkastur er, um að sameina hann Þýzkalandi. Svisslendingunum geðjast illa að þessu. Það hefir á meðal Þjóðverja sjálfra í Sviss mætt svo mikilli mótspyrnu, að skip- un hefir orðið að gefa út um það í zurich, ef mynd af Hitler birt- ist á hreyfimynd, að gera engan usla eða hávaða út af því. Það er vandfarið með annað eins mál og þetta af svissnesku stjórnirtni. Land með aðeins 4 miljónir íbúa á fáa leiki á borði á móti þjóð sem hefir 70 miljón ir íbúa og er auk þess nágranna- þjóð, er á fáeinum mínútum get- ur sent fluglið sitt þangað. Útlendingurinn í Sviss hefir að miklu leyti sömu réttindi þar og þegnar landsins; hann getur ferðast aftur og fram, haft hvaða skoðun sem er, og rekið hvaða viðskifti sem um er að ræða og lögmæt erui og notið fullrar verndar, sem hver annar þegn landsins. En nú er svo komið, að póiltískar æsingar hef- ir orðið að banna. Útlending er ekki leyft að flytja pólitískar æsingaræður. Bendingar frá er- lendum mönnum um hvaða stjórnskipulag skuli taka upp í Sviss, eru ekki lengur með góðu þegnar af þjóðinni. Það hefir verið talað um það síðan 1914, að Þjóðverjar mundu ráðast á Frakka og nota Sviss sem Belgíu forðum til þess að komast að þeim. Til þess að búa sig undir (slíka innrás^ hafa Svisslendingar verið að hressa upp á víggirðingar sínar á landa mærum Þýzkalands og Austur- ríkis, síðari árin. Her þeirra er um 300,000 manns. Með hern- aðar-útbúnaði sínum eiga Sviss- lendingar auðvitað ekki við ann- að, en bráðabirgðavörn. Þeim búa ekki landvinningar í huga. Eftir stríðið vildu sum héruðin í Austurríki sameinast Sviss- landi, þau er næst því liggja, en Svisslendingar neituðu því á- kveðið, þó stórveldin sum mæltu með því. En land sitt er sagt að þeir séu reiðubúnir að verja eins lengi og nokkur maður stendur uppi. Og þó ekki komi það að neinu, er við stórþjóð er að etja, er haldið fram að hver vinnufær maður sé að nokkru kunnur hernaði. Svisslendingar standa því saman eins og þeir 'hafa gert um 700 ár. Þeir standa á milli þjóða, sem eru brjálaðar af hern- aðaræði. Þeir heyra umhverfis sig kröfur einræðisþjóðanna: “Gefðu okkur land, nýlendur, hráefni — eða við tökum það.” Þeir svara því á þessa leið: “Þetta eru ekki helztu lífsskil- yrði mannsins. Það eru ekki stríð, sem skapa velgengni, held- ur samvinna, inn á við og út á við.” Það eru til menn sem litla trú hafa á lýðræði, sem óttast að það sé ekki hagkvæmt og eigi ekki framtíð. Sá sem kynnir sér fyrirkomulagið í Sviss, mun brátt verða annars áskynja, en að lýðræðisstefnan sé ófram- kvæmanleg.— (Lausl. þýtt). PÁSKADAGSRÆÐA Flutt af séra Philip M. Pétursson í Sambandskirkjunni í Winnipeg “En það segi eg, bræður,— að hold og blóð getur ekki erft guðsríki.”—(1 Kor. 15:50). f dag koma menn saman í öll- um kristnum löndum til þess að syngja guði lof fyrir komu vors- ins, til að fagna yfir endurvakn- ingu lífsins og voninni um eilíft líf. Víða lesa menn aftur kafl- ana í guðspjöllunum um upprisu Krists, frá dauðum, og atburði þá sem sagt er að hafi þá átt sér Stað. Einu sinni var það siður í ýmsum löndum að menn heils- uðust á páskunum með orðun- um: “Hann er upprisinn” — og var tekið á móti kveðjunni með því að segja: “Hann er að vísu upprisinn.” Það getur verið að þessi siður tíðkist enn í sumum löndum. í öllum kirkjum krist- inna landa eru fagrir söngvar sungnir um upprisu Krists, — líkt og þeir. sem voru sungnir hér í kvöld, og syngja menn hina velkunnu páskasálma. — Margir hyggja að með sögunni um upprisu Krists eins og henni er lýst í guðspjöllunum, að þeir hafi fengið sönnun fyrir áfram- haldi af þessu lífi í öðrum heimi, þegar það hverfur héðan, og hef- ir það verið skoðun manna frá upphafi Kristinnar kirkju. En einnig hafa margir efast um sannsögli sögunnar frá því fyrsta, eins og orð Páls til Kor- intumanna, benda til, og einnig eins og skilja má af orðunum sem hann skrifaði til Timóteus- ar. í fyrra Korintubréfinu spyr Páll: “En ef nú Kristur er pré- dikaður, að hann sé upprisinn frá dauðum, hvernig segja þá nokkurir á meðal yðar, að upp- risa dauðra sé ekki til?” Og í síðara bréfi til Tímóteusar kvartar hann undan því að sum- ir “segja upprisuna þegar um garð gengna, og umhverfa trú sumra manna.” En þó að Páll ávítaði þá sem héldu ekki með kenningunni um upprisuna, þá trúði hann sjálfur eigi á líkamlega upprisu, — eins og sézt af orðum-textans, “það segi eg, bræður, að hold og blóð getur ekki erft guðsríki.” Enn- fremur segir hann: “Sáð er nátt- úrlegum líkama, en upprís and- legur líkami. Og eins og vér höfum borið mynd hins jarð- neska, munum vér einnig bera mynd hins himneska.” En þó að þessi orð séu rituð glögglega og fyrir alla að lesa sem það vilja gera, þá er því enn haldið fram af mörgum mönnum að upprisa Krists hafi verið lík- amleg, og að ef vér trúum eigi á líkamlega upprisu missum vér alla sönnun fyrir því, að menn- irnir séu ódauðlegs eðlis. En er það nokkur sönnun fyr- ir því að sál mannsins sé ódauð- leg, þó að vér trúum því, að Kristur hafi risið í líkamlegri mynd? Getum vér öðlast trú á eilíft eðli sálarinnar á engan annan hátt? Er það nauðsyn- legt, eða skynsamt að halda því fram, að vér getum ekki öðlast sönnun fyrir ódauðleika sálar- innar nema með því, að hafa trú á eitthvað sem er gagnstætt öllum (lögum nálttúrunnar og gagnstætt allri reynslu og þekk- ingu mannanna? Eg hygg að svo sé ekki. Trú vor á eilífðareðli manns- andans þarf ekki að styðjast við öfga eða helgisagnir til þess að fá sönnun. Lífið sjálft, andinn sem í oss er, mælir sjálfur með því að hann sé ódauðlegur. Það er ekkert meira kraftaverk í því fólgið, að hann skyldi lifa líkama vorn en það, að hann skyldi hafa orðið til í fyrstunni. Eins og John Fiske komst einu sinni að orði: “Sú skoðun að lífið deyji með líkamanum er ein hin grundvallarlausasta tilgáta sem hefir þekst í sögu heimspekinn- ar.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.