Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 2
V. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 19. APRÍL 1939 FRJÓSEMI SJÁVAR VIÐ ÍSLANDS STRENDUR æxlast við skifting. Þeir, eru þetta 6—60 “mý” á stærð, en eitt “mý” er, sem kunnugt er, þúsundasti hluti úr millimeter. Þegar þessir einsellungar æxl- ast með því að skifta sér, þá hanga sellurnar oft saman í nokkuð löngum röðum, þó hver sella sé sjálfstæð lífvera. En við þessa skifting eða kynlausu því hvers ,vegna svifþörung- iæxlun verða sellumar smátt og Frásögn dr. Finns Guðmunds- sonar f þessari stuttu frásögn lýs- ir dr. Finnur Guðmundsson arnir hafa sérstaklega góð lífsskilyrði í sjónum hér við land. En þeir eru undirstaða alls sjávarlífs, og þeim er því auðlegð fiskimiðanna fyrst og fremst að þakka. f björtum vinnustofum At- vinnudeildarinnar vinnur hinn ungi vísindamaður dr. Finnur Guðmundsson, sonur Guðmund- ar Bárðarsonar, að rannsóknum sínum. Hann hefir tekið sér fyrir hendur að rannsaka svifið í sjónum, m. a. smálþörungana, sem eru undirstaðan að öllu sjáv- arlífi, eins og hinn græni jarðar- gróður er undirstaða alls lífs á löndum jarðar. Hér um daginn hafði eg tal af Finni og spurði hann dálítið um þetta mikla og merkilega verk- efni hans. En sú stutta lýsing sem hann gaf mér á svifinu og lífsskilyrðum þess gefur einkar glögga skýringu á því hvaða skilyrði það eru hér við strendur íslands, sem eru sjávarlífi hent- ug og eru undirstaða að auðlegð fiskimiðanna hér við land. Dr. Finnur komst að orði á þessa leið: Þó svifið hafi verið talsvert rannsakað hér við land, hafa þær ransóknir verið mjög á dreifingi. Svif hefir t. d. aldrei verið tekið á sömu slóðum á öllum tímum 4rs, svo hægt væri nákvæmlega að fylgjast með breytingum þess eftir árstíðum. En þegar eg tala um svif, þá á eg aðallega við smáþörunga þá, sem lifa í sjónum, og eru þar frumstig alls lífs, of svo mætti að orði komast. Annars er svif kallað alt það sem lifir í sjó, bæði dýr og plöntur, sem er svo lítið, að það berst með straum- um. Smávaxinn gróður Þýðingarmesti þörungaflokk- urinn við strendur íslands eru hinir svonefndu kísilþörungar. Þeir eru örsmáir og eru á lægstu tilverustigum jarðlífs, hvað þroska snertir, einsellungar, sem smátt minni, uns þær alt í einu taka sig til og renna saman tvær og tvær, og mynda þannig stóra sellu, er verður formóðir að nýjum ættlegg er æxlast ó- kynjað og myndar röð eða sellu- band, sem hangir saman, uns það aftur leysist upp þegar kyn- æxlan fer fram næst, og þannig koll af kolli. Fjölmargir þör- ungar æxlast þó eingöngu kyn- laust. Blaðgrænan í sjónum Það merkilegasta við þessa ó- fullkomnu þörunga er, að þeir hafa blaðgrænu, eins og gróður jarðar. En blaðgrænan í þess- um þörungum hefir vitanlega þann sama eiginleika sem ann- arsstaðar, að með henni geta þörungarnir bygt upp lífræn efnasambönd (kolefnasambönd) úr kolsýru sjávarins. Þess vegna verða þessir ör- smáu svifþörungar að þeirri undirstöðu- sjávarlífs, sem.þeir eru. Þeir eru næring smárra dýra — svifdýra, sem síðan eru næring etærri dýra, og þannig koll af kolli, í mismunandi mörg- um stigum, uns komið er til nytjafiskanna. En þar hefir síldin þá sérstöðu, að “milliliður- inn” milli hennar og svifþörung- anna er ekki nema einn, og það eru krabbaflæmar svonefndu, og er “rauðátan” sú tegund krabba- flóa, sem hefir mesta þýðingu sem síldarata. Krabbaflærnar eru svo litlar að þær lifa bein- línis á þessum örsmáu svifþör- ungum. Þeir mynda haglendi síldarátunnar. En eftir síldar- átunni fara síldargöngur og síld- veiði. Svifþörungarnir hljóta því óbeinlínis að hafa áhrif á síldarmagn og síldargöngur, enda þótt oft sé erfitt að rekja sambandið þar á milli. Milli svifþörunga og annara nytjafiska eru milliliðirnir fleiri og “næringarkeðjan”, ef svo má segja, flóknari. En þegar alt kemur til alls, þá eru það sem sé fyrst og fremst þessir örsmáu svifþörúngar, sem í sjónum hafa sama hlutverk, eins og gróðurinn á landjörðinni, hinn græni gróður, sem með blaðgrænunni gerir gróðri mögu- legt að nærast á kolsýru lofts og mynda undirstöðuna að því sem dýrin, æðri sem lægri, hafa sér til lífsviðurhalds. Stærðarmunur og þroskamun- ur er ndkkuð mikill, á þessum |“gróðri” sjávar og gróðri jarðar, ;háu grasi og miklum frumskóg- um í landi, og þessum örsmævis- gróðri sem flýtur í yfirborði sjávar. Næringarefnin á landi og í sjó En þessi sjávargróður hefir fleira sameiginlegt við gróður j jarðar, en mönnum í fyrstu dett-1 ur í hug. I Eins og menn vita eru það j i þrjú efni, eða þrenn efnasam- :bönd, sem hafa mest áhrif á þroska þess gróðurs sem vex rót- ‘PRÓFIÐ ÞAÐ’ Þetta er það sem innkaupsmenn vorir krefjast af rannsóknar- stofunni, þegar þá fýsir að vita hvernig- vörurnar eru. Sokkar og fatnaður vor yfir- leitt er prófaður með “Mullen Tester” áhöldum, er sýna ná- kvæmlega, hve haldgott efnið í þeim er. Olíudúkar, leðurvörur og annað, er prófað ti að sjá hvað það endist. Overalls og verkáföt eru toguð og teygð svo um styrkleik þráðsins er ekki að efast. Gerfisilki er prófað til þess að sjá hversu vel það þolir þvott og sléttun. Fataefni ýmislegt er reynt í rennandi vatni áður en það er auglýst til þess að vita hvort að það þoli regnskúrir. Höttum er dembt í vatnsfötu eða haldið tmdir vatnskrana til að vita hvað þeir þola. Fatnaðir eru teknir sund- ur til að vita hvemig innri frá- gangurinn, er. Borð eru máluð og látin út til þess að sjá hvem- ig málið þolir veður. Yfir undir fastur í mold, og það er köfnun- sængur og spring er svo dögum skiftir ekið jámveltum með motor til að vita hvort ekki séu sæmilega endingargóð. Með prófun sem þessari, er oss hægt að ábyrgjast vömr þær, sem auglýstar em í vömskrá vorri; þær reynast þeSsvegna svo óyggjandi. Með auglýsing- um sínum meinar Eaton’s það sem sagt er. óþrotlega tilraun- ir hafa sýnt, að alt sem þar er sagt, er satt. EATONS arefni, fosforsýra og kali. Hve ! þroskavænlegur gróðurinn er, | fer eftir því, hve miklu jurtirn- ar ná, af því efni af þessum j þrem, sem þær fá minst af, sam- kvæmt Lágmarkslögmáli Lie- bigs, ef önnur almenn vaxtar- skilyrði eru fyrir hendi, svo sem nægilegur hiti, ljós og raki. Svifþörungarnir í sjónum eru sömu lögmálum háðir, að því cr snertir nauðsynina á ákveðnum næringarefnum. Þeir hafa altaf nægilegt kali. En þá eru eftir hin tvö efnin, köfnunarefnið og fosforsýran, sem setja þroska þeirra takmörk. Næringarveitur frá botni. Köfnunarefnis- og fosfor- sýrusambönd myndast í sjónum fyrst og fremst af rotnuðum leifum dýra og jurta. Þessi efni eru því fyrst og fremst við sjáv- arbotninn. Nú fer að vandast málið fyrir þörungunum. Til þess að þeir geti lifað, þurfa þeir að vera uppi í yfirborði sjávar þar sem þeir njóta sólarljóss. En “á- burðarefnin” sem þeir þurfa, myndast niður við botn. Það getur því brugðist mjög til beggja vona með það, hvort þessi efni komast nokkurntíma þangað sem þeirra er mest þörf, til svifþörunganna í yfirborðinu. Til þess að þetta geti átt sér stað þurfa að vera tíðir straum- ar upp frá botni og upp í efstu lög sjávarins. Séu slíkir straum- ar ekki fyrir hendi, berast þessi “áburðarefni” mjög af skornum skamti til yfirborðsins. Heit höf verða “dauð” í suðlægum höfum, þar sem sólin vermir að staðaldri sjávar- flötinn, þar er hita sjávarins þannig háttað, að sjórinn er jafnan heitastur í yfirborði, en kólnar eftir því sem neðar kem- ur. Þar geta því engir strumar myndast frá botni og upp í sjó- inn. Því heita vatnið, léttara vatnið, flýtur vitskuld ofan á því sem kaldara er og þyngra. í norðlægum höfum aftur á móti, þar sem mikill munur er á árstíðum, er sjávarhita þannig háttað að á sumrin er hitinn mestur við yfirborð,.en á vet- urna verður sjórinn við yfir- borð kaldari.og um leið þyngri en sjórinn við botninn, og leitar því niður, en sjór frá botni leit- ar upp að yfirborðinu, og tekur með sér “áburðarefnin” þaðan og flytur þau til smáþörunganna sem lifa við yfirborðið. Þannig verður þetta upp- streymi frá botni einskonar nær- ingarveita fyrir hina örsmáu svifþörunga, frjóvgandi straum- ar fyrir þetta mikla “haglendi” sjávardýra, sem kallað er svif og hefir úrslitahlutverk, er vold- ugt að mergð, en svo örsmátt að vexti að hver einstaklingur er ósýnilegur mannauganu nema í smásjá. Vantar þorskseiðin “haga”? — Eg hefi, sagði Finnur, farið 14 ferðir héðan til Vestmanna- eyja s. 1. ár og tekið sjó í öllum þessum ferðum til þess að rann- saka svifið. Svifmagnið hefir reynst vera ákaflega mismunandi mikið, alt frá 50 “einstaklingaf” í 5 lítrum af sjó og upp í 8 miljónir. Eftir að fengist hefir vit- neskja um hina árlegu þróuja svifsins og orsakir þær, sem valda hinu mjög mismunandi magni og samsetningu svifsins | eftir árstíðum, þarf að athuga | hvaða þýðingu þessi miklu til- j brigði í svifinu hafa á annað sjávarlíf. Hér er mikið verkefni fyrir j höndum. sem enginn getur séð fyrir til hvers leiðir. T. d. vakn- ar sú spurning hvort það sé ekki svifinu að þakka eða kenna hve vel eða illa tekst með þorsk- stofninn á hverju ári. Er það svo, að þegar lítið kemst upp af þorski, þá hafi hrognin eyði- lagst? Eða er það hitt, að hin örsmáu þorskseiði hafi ekki nægilega “haga” í svifþörung- unum, þegar forðanæring þeirra þrýtur, sem náttúran gefur þeim úr hrogninu í veganesti? —Lesb. Mbl. V. St. í Sviss eru á nokkrum hættu- legum stöðum uppi í fjöllum hafðir meðalaskápar úti á víða- vangi, sem skíðamenn og aðrir ferðalangar geta gengið í, ef slys ber að höndum. SKOÐUN MÍN Á SKRÍPALEIKNUM Stöku sinnum verður maður þess var, að verið er að minha oss á það í blöðunum, bæði í ljóð- um og lausu máli, að ekki sé við- eigandi að ræða stjórnmál, nema á meðan á kosninga skarkalanum standi. Þetta er viturlega mælt, eða hitt þó heldur, þar sem líðan vor og barna vorra grundvallast algerlega á því hvernig með þau mál er farið. Að sönnu veit maður að þess- háttar ráðleggingar eru aðeins dindil dingl leiguleppa valdhaf- anna, sem vilja láta taka eftir fylgispekt sinni við húsbændur sína. Ekki verður því mótmælt, að þetta sífelda afskiftaleysi og þögn alþýðunnar er hið öflug- asta varnarvígi valdhafanna. Innan þeirra þagnar múra geta stjórendurnir hagað mál- um eins og þeim best þóknast í trausti þess að alþýðan sofi sæt- um svefni, þar til hringt er til næstu kosninga, og þá þjóta málsvarar fólksins fram, þandir út af þjóðarvilja og með alla vasa útsteytta af loforðum. Fólkið hrekkur upp við hring- inguna, því nú er þingmaður kjördæmisins kominn í héraðið. Fólkið þýtur eins og eldi- brandur til samkomustaðarins til þess að mæta þingmanninum, sem heilsar öllum með handa- bandi, sem væri það jafningjar hans, en fólkið verður snortið af lítillæti mannsins. Naumast þarf að taka það fram, að nú er fólkið búið að steingleyma öllum loforðum frá síðstu kosningum, sem auðvitað heyrðust aldrei nefnd, að kosn- ingunum afstöðnum. Enda ætl- aðist þingmaðurinn aldrei til að verið væri að leggja slíkt á minnið, það væri aðeins til að raska ró fólksins, og gæti jafnvel veikt álit þess hjá yfirvöldun- um, sem góðra og löghlýðinna borgara. Einnig gæti slíkt háttalag orðið til þess að stjórn- in bannaði þingmanninum að lofa eins miklu í framtíðinni, og yrði þá ver farið enn heima set- ið. Stórt stryk er því dregið yfir hina liðnu tíð, en allir blossa af áhuga fyrir framtíðar málunum og þingmanninum er boðið orðið. Eftir að ræðumaður hefir ávarp- að áheyrendur og lýst nægju sinni yfir því, að geta einusinni enn ávarpað þessa tryggu vini sína, sem ávalt hefðu sýnt hina dýpstu skarpskygni og árvekni gagnvart landsmálunum, eins og atkvæðagreiðsla þeirra hefði borið vott um, tók hann að lýsa því, sem fyrir augu hans bar á ferðalaginu um kjördæmið. Margt var það, sem sært hafði tilfinningu þessa viðkvæma manns. Vegir í slæmu ástandi, flóar og fen, sem ræsa þyrfti fram. Fjós þök léleg, neta möskvar of stórir. Sauðfé ullar stutt og of togkent það litla, sem á því væri. Skilvindurnar gamlar og gigtveikar. Sláttu og rakstrarvélar gamlar og gliðn- aðar. Þetta og margt fleira ætl- ar nú þingmaðurinn að lagfæra í einu snarkasti ef hann verður endurkosinn. Vegina á að gera að héraðs- speglum svo að bændur þurfi ekki annað en að rölta út að næsta vegspotta með skegg- rakstraráhöld sín. Eftir þessum héraðsspeglum geta uxarnir þot- ið tvöfalda ferð við það, sem bestu eldishestar orkuðu á hin- um eldri og óhæfu vegum. Fjós- in eiga að breytast í danshallir, þar sem unga fólkið geti skemt sér á meðan kýrnar eru að njóta ilmgresisins á framræsju flóun- um. Aðeins skulu notaðir hengi- lásar frá Quebec fyrir fjósin. Möskvar netanna skulu nú minkaðir svo mjög, að tugir þús- unda fleiri fiskar en áður var megi í þeim flækjast. Hér auð- TVOFALT SJALFGERT BÓKARHEFTI CAarifecWL VTNDLINGA PAPPÍR ENGIN BÚIN TIL BETRI vitað átt við sjávar eða vatna fiska. Unga og fjöruga kynbóta hrúta eiga bændurnir að fá aust- an frá Ontario, sem hafa svo dúnmjúka ull að hún líkist jap- önskum silkidúkum. Allir tollar skulu fjúka eins og fis, nú þegar af öllum akuryrkju verkfærum og allar gamlar skilvindur tafar- laust seldar til Japan til þess að jafna á Kínverjum fyrir að hafa verið svo vitlausir að tilheyra Þjóðabandalaginu. Vel vaxnar húsfreyjur skulu nú ekki lengur þurfa að eyði- leggja vaxtarlag sitt á skakstri við gamlar skilvindur. Áheyr- endur voru nú orðnir frá sér numdir af gleði og lofuðu ham- ingjuna fyrir að mega nú um stundar sakir búa í þessari jarð- nesku paradís. Lófaklappið dundi við í salnum eins og verið væri að vegsama gerðir Cham- berlains og hlutleysisnefndar- innar viðvíkjandi Spánarmálun- um. Fólkinu fipast ekki að virða það, sem vel er gert. En nú hljóp óvænt snurða á þráðinn. Einn í áheyrenda hópnum stóð á fætur og spurði þingmanninn hvort nokkur líkindi væru til, að þessi loforð yrðu frekar haldin en þau, sem hann hefði lofað í þremur undangengnum kosning- um, sem öll hefði verið svikin. Þingmanninn rak í roga stans, hann leit til mannsins fyrirlitn- ingaraugum og sagði að þessi maður hlyti að vera hreinræktað ur kommúnisti. Fólkið heimtaði að maðurinn yrði rekinn út, og það var gert, en þegar út var komið þyrptust ungu stúlkurn- ar utan um manninn og töluðu allar í einu, en ein talaði þó hæðst allra hinna og sagði: “Eg skal nú bara segja þér það, að þetta var jú argasti dónaskap- ur, þú hefðir þó átt að heyra hvað þingmaðurinn sagðist ætla að láta gera við fjósin.” Fundinum var nú slitið og hver fór heim til sín, glaður og ánægður yfir hinum mikla á- rangri fundarins. Þingmaðurinn var endurkosinn í fjórða sinn, og fólkið féll í hina fyrri póli- tísku værð. Alt gekk nú sinn vana gang. Uxarnir röltu jórtr- andi eftir hinum gömlu og ó- slettu vegum, og bændurnir héldu áfram að raka sig við litla spegil krílið. Fjósin héldu á- fram að leka og kýrnar ösluðu upp í kvið í forarflóunum, elt- andi hvert ýlustrá. Fiskarnir böðuðu uggunum og syntu með sælukend í gegn um hina rúm- góðu möskva. Engin breyting ■sjáanleg frá því, sem áður var, akuryrkju verkfærin og skilvind- urnar hækka sífelt í verði, en varan, sem bændurnir hafa til framboðs lækkar að sama skapi, en þrátt fyrir það verða þó neyt- endurnir að kaupa hana hærra verði. En um það hvar gróðin lendir verð eg að segja eins og Þ. E.: “Eg má til að þegja um það, það má enginn vita.” Það sem sagt er hér að fram- an, er sönn mynd af hinum póli- tíska skrípaleik, eins og hann hefir komið mér fyrir sjónir, mestan hluta æfi minnar. En hin síðastliðnu fjögur ár hafa leikendurnir þroskað list sína miklu hraðari skrefum en á nokkru öðru tímabili, frá því sögur hófust. Nú hafa þeir tækni til þess að getá, svo að segja á svipstundju hrundið heil- um þjóðum, og það sínum eigin skoðanabræðrum og systrum á spjótsoddana hjá blóðþyrstum morðvörgum, og hlotið lof fyrir. En sárst er þó að vita til þess, að sjálf alþýðan skuli standa á svo lágu stigi, að klappa slíkri andstygð lof í lófa. Hver veit nema að þeir, sem nú gleðjast mest yfir hugarstríði og þján- ingum þeirra sem nú eru að heyja sitt dauða stríð, verði ein- mitt sjálfir næstir til að hefjast upp á spjótsodda fasistanna. — Ekki annars að furða þó að þessar bust-rellur bragða ref- anna, sem sífelt eru að mjaka sér eftir matarlyktinni, vilji láta sem minst um þessi mál tala. Má eg að síðustu biðja fólk að hafa í huga gamlan málshátt, sem er svona: ‘‘Utan gljáir á hann, en innan fáir sjá hann.” Mér finst vel við eigandi að enda þessar hug- leiðingar með orðum Stephans G.: “Takið mág minn og móður, mína systur og bróður, takið börn mín og konu, þið stríðsgarpar góðu! en í guðsbænum takið ei mig!” Jónas Pálsson SAMS KO T Vestur-íslendinga fyrir eir- líkan Leifs Eiríkssonar, íslandi til auglýsingar í Ameríku. Gjafaskrá nr. 16. Winnipeg, Man.: Joe Tihorleifson............$1.00 Mrs. G. Johnaon ............. 2.00 Gimli, Man.: Miss Signrbj. Stefánsson .... 2.00 Akra, N. D. (B. S. Thorvardson, safnandi): Mr. og Mrs. J. Hannesson, Svold .............. 1.00 Fargo, N. D.: Mrs. S. G. Ámason ......... 1.00 Dr. og Mrsj B. K. Bjomson, Christian, Sydney, Mar- garetta .................•... 5.00 Mrs. P. H. Blue ..............50 Mrs. N. B. Johnson ...........50 Mr. og Mrs. T. W. Thordarson 5.00 Lakota, N. D.: Dr. John Einarson ......... 1.00 Einar Johnson ............. 1.00 Hillsboro, N. D.: Mr. og Mrs. John Freeman .... 2.00 Williston, N. D.: S. Th. Westdal .............. 1.00 F. P. Bergman ............... 1.00 Alls .......................$ 24.00 Áður auglýat ............... 2,336.35 Samtals ....................$2,360.35 —Winnipeg, 17. apríl, 1939. Rögnv. Pétursson, forseti Ásm. P. Jóhannson, féhirðir Bréf Stephans G. Stephanssonar, fyrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.