Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.04.1939, Blaðsíða 4
4. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. APRÍL 1939 Heíntskxringla < StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum mUSvikudeoi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 oo SSS Sargent Avenue, Winnipeo Talsimis S6 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borglat g tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlðskiíta brél blaðinu aðlútandl sendist: Ksnager THE VIKINQ PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Winnípeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKItlG PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ............ WINNIPEG, 19. APRÍL 1939 sem hinar yfirbuguðu og þær óháðu, verða hörmungunum ofurseldar. Eg neita því, að nokkur nauðsyn sé á því, að leiða slíkt yfir heiminn. Það dylst heldur ekki að í hjarta al- þýðunnar býr heit ósk um að verða firt stríði. Þér hafið sjálfir (þ. e. Hitler) upp aftur og aftur haldið fram að þér eða þjóð yðar æsktuð ekki stríðs. Sé þetta svo, er nú engin þörf á stríði.” Á svipaðan hátt ávarpar forsetinn Mus- solini og þjóð hans. . Þessar tillögur frá Bandaríkja þjóð- inni í alþjóðamálum, sagði forsetinn hvorki stafa af sjálfselsku, ótta eða ó- styrk. Hann kvað þær af fullri einurð og alvöru frambornar með velferð alls manns- kynsins í huga. “Það er við fundarborðið, sem þjóðir heimsins gieta ráðið fram úr alþjóða málum á farsælan hátt, en með engu öðru móti,” segir forsetinn. ROOSEVELT LEGGUR TIL AÐ ÞJÓÐIR HEIMSINS SEMJI MEÐ SÉR 10 ÁRA FRIÐ “En þangað er ekki til neins að koma”, bætir hann við, “með það eitt í huga, að hafa hvert það mál fram, sem óskað er og hóta stríði að öðrum kosti.” Síðast liðinn laugardag tilkynti Roose- velt forseti blaðafregnritum, að hann hefði daginn áður sent Hitler og Mussolini skeyti þess efnis, að þeir ásamt öðrum þjóðstjórum heimsins semdu með sér 10 ára frið. Forsetinn býður þeim í skeytinu að ger- ast “milligöngumaður” þeirra og lýðræðis- þjóðanna og reyna að koma á sættum. Forsetinn spyr Hitler og Mussolini sér- staklega að því hvort þeir séu fúsir til að gefa fullvissu um, að þær rúmlega 30 þjóðir í Evrópu, sem nú séu sjálfum sér ráðandi, verði af þeim eða her þeirra látn- ar óáreittar. “Á fullvissu um þetta,” segir Roosevelt, “veltur það, hvort nokkra tilraun verður hægt að gera til sátta ekki aðeins í svip, heldur nægilega lengi til þess að koma á varanlegum friði.” “Eg legg því til að þér gefið fullvissu um, að af yðar hálfu skuli ekki nein til- raun gerð til hernaðar-árása í næstkom- andi 10 ár, að minsta kosti, en í fjórðung úr öld, ef við höfum þor í okkur til að líta svo langt fram í tímann.” “Sé slík vissa gefin af stjórn yðar, skal eg án tafar tjá það öðrum þjóðum og gang- ast strax í að þær skuldbindi sig til hins sama gagnvart þjóðum yðar.” Þjóðirnar sem Roosevelt á við, eru þess- ar: Finnland, Eistland, Latvia, Lithuanía, Holland, Belgía, Bretland, írland, Frakk- land, Portugal, Spánn, Sviss, Liechten- stein, Luxemburg, Pólland, Ungverjaland, Rúmanía, Jugoslavía, Rússland, Búlgaría, Grikkland, Tyrkland, Iraq, Arabía, Sýr- land, Palestína, Egyptaland og Iran. “Sem vinur yðar þjóða eigi siður en hinna sem nefndar eru í þessu skeyti”, segir Roosevelt, “ber eg upp við yður til- lögur mínar.” Ef allar þjóðirnar, sem hér eiga hlut að máli, verða á þetta sáttar, getur verkefnið síðar komið til umræðu um takmörkun hernaðar eða vopnaframleiðslu og að rýmka um viðskifta-möguleikana þjóða á milli. Hvenær sem æskt væri, sagði for- setinn Bandaríkin mundu verða fús til að taka þátt í umræðum og íhugunum um þessi mál. Mr.Roosevelt las skeytið á skrifstofu sinni, að fregnritum viðstöddum er hann sendi Hitler og Mussolini. Skeytin voru send klukkan 9 á föstudagskvöld. Mr. Roosevelt lagði mikla áherzlu á ótt- ann, sem í hugum manna byggi út af því að stríð virtist yfirvofandi. Kvað hann það ekki einungis áhyggjuefni Bandaríkja þjóðinni, heldur jafnframt öllum þjóðum Vesturheims. Mr. Roosevelt minnir Hitler á það, að þjóðir Vesturheims standi utan stríðshætt- unnar. Með það fyrir augum segir hann, að ekki ætti að búa efi í nokkurs manns huga um, að friðartillögur þær, sem hann fari fram á, séu af heilum huga.sprotnar, en hvorki hatri til neinnar þjóðar eða eigingirni. Hann álítur því vandalaust fyrir foringja stórþjóða Evrópu, að kom- ast að þeirri niðurstöðu, að hér sé um til- lögur að ræða, sem í þá átt stefna, að efla frið og ekkert annað, frið, sem almenning- ur úm allan heim hefir þráð svo öldum skiftir og sem hlutverk hvers þjóðstjóra sé að vinna fyrst og fremst að. Það er fyrir löngu tími til þess kominn, að leggja vopnin niður og ráða alþjóðamálunum til lykta á annan hátt en með hernaði. “Herútbúnaðurinn nú í heiminum,” seg- ir forsetinn, “er orðinn svo mikill, að hvern daginn sem úr þessu líður og honum er haldið áfram, er stórt spor stigið í átt- ina til efnalegs gjaldþrots þjóðanna.” “Ef í stað þess væri unnið að því að gera þjóðunum mögulegt að skiftast á vörum og framleiðslu sinni á sem auðveldastan og frjálsastan hátt, mundi ástandið sem nú ríkir um allan heim brátt batna og hagur og heill verða hlutskifti hverrar þjóðar,” segir Roosevelt. í lok skeytis síns, leggur Roosevelt mikla áherzlu á það, að örlög almennings í öllum löndum sé í hendi foringja stórþjóð- anna og að sagan og ókominn tími haldi þeim ábyrgðarfullum fyrir því er fram vindur. “Eg vona,” segir forsetinn, “að svar yðar við þessum tillögum verði það, er heiminum er fyrir beztu.” * * * Af isvörum þeim sem birtust s. 1. máhu- dag frá Evrópu við ofanskráðum tillögum, verður ekki annað séð, en að Hitler ætli ekki að sinna þeim mikið. Tvö aðal-atriðin er fullyrt að honum geðjist ekki að, þeim, að hætta árásum á aðrar þjóðir og að taka þátt í alþjóða friðarfundi. Það er haft eftir einum af ráðgjöfum Hitlers, er fregnritar kröfðu um svar, “að þeir væru of önnum kafnir við undirbún- ing afmælishátíðar Hitlers (en hann verð- ur fimtugur á morgun), til þess að svara bréfum!” Fyr en að afmælinu loknu verður því skeyti Roosevelts ekki svarað, er af naz- istum virðist ekki litið á öðruvísi en hvert annað blátt áfram sendibréf. Að því verði svarað sameiginlega af Hitler og Mus- solini, eftir að þeir hafa íhugað það, er þó talið víst. Bretar og Frakkar líta á tillögur Roose- velts, sem hið merkilegasta spor, sem stigið hefir verið af nokkrum stjórnmála- manni í velferðar og friðaráttina. “Þeim er öllum ljóst að stríð sem nokkuð kveður að, þó ekki nái nema til meginlands Evrópu, hefir ill áhrif á viðskifti þeirra meðan það stendur yfir og ekki einungis það, heldur einnig á afkomu komandi kyn- slóða.” öll ríki Vesturheims, að Canada með- töldu, eru tillögum Roosevelts fylgjandi. Rússland segir orð forsetan “hafa fundið bergmál í hjarta þjóðar sinnar.” Og Balkan ríkin fagna boðskap hans. Þá getur Roosevelt þess, að hann grípi nú tækifærið til að afstýra ófriði, að hann sé enn ekki byrjaður og að herþjóðirnar séu ekki famar að fylkja liði enn á neinum vígvelli. Hann minnir Hitler á, að í haust hafi hann varað við ófriði. Síðan hafi útlitið versnað mikið. “Og haldi áfram eins og nú horfir,” seg- ir Roosevelt, “virðist glötun búin hverri þjóð, sem þar á hlut að máli.” Allur heimurinn, (sigursælu þjóðirnar, Það þykir sannanlegt, að hakakrossinn sé ekki norræns uppruna, því að hann þektist í Austurlöndum fyrir Krists fæð- ingu. Nýlega var grafið eftir fornleifum austur í Sýrlandi, og þá fann prófessor Mayence frá háskólanum í Lowen í Belgíu, hakakrossmerkið í Gyðingamusteri einu mörg þúsund ára gömlu. Það sem mesta athygli vakti, var, að þessi Gyðingahaka- kross skyldi vera í sömu litum og haka- krossfáninn þýzki — svartur á rauðum feldi.—Mbl. SUMARKOMA (Erindi það sem hér fer á eftir, flutti Mr. J. J. Bíldfell á sumarmálasamkomu á s. 1. ári. Með því að Hkr. var kunnugt um, að erindið hafði ekki verið prentað áður, bað hún höfundinn um það til birtingar til að gæða lesendum sínum á nú á sumar- daginn fyrsta sem er á morgun. Varð hann vel við þeirri bón og kann blaðið honum beztu þakkir fyrir það. Ritstj. Hkr.) f dag er fyrsti dagur sumars. Þeirrar árstíðar er menn í flestum löndum heims, bíða eftir, með meiri eftirvæntingu og bjartari vonum, en flestu öðru í lífinu. Það væri ekki ófróðlegt, að athuga, sumarkomuna og á hvern hátt, að hinar ýmsu þjóðir, einkum þær sem á norður hveli jarðarinnar búa fagna sumrinu. En þess er ekki kostur hér í kveld. Eg læt mér því nægja, fyrst að minsta kosti, að láta hugan dvelja við sumarkomuna í lífi hinnar íslenzku þjóðar — okkar eigin þjóð- ar, eins og hún er mér minnisstæð, frá því “að ársól lífsins brann mér heitt á vanga” á ættlandi mínu. Fáar þjóðir hafa meiri ástæðu til að fagna yfir sumarkomunni, en hin íslenzka þjóð hafði. Langt frá öðrum þjóðum var hún einangruð og út af fyrir sig. Stað- hættir og strjálbýli landsins gerði skamm- degi vetrarins þyngra, en það var hjá fjölmennari þjóðum. Vetrar veður gerðu ferðalög og samgöngur í landinu erfiðar og ferðalög stundum með öllu ókleif hvern- ig sem á stóð, og hvað sem í veði var. Veturinn lagðist vanalega snemma að, og ríki hans var oft svo mikið, að jarðbönn lögðust yfir bithaga búpenings manna. — Heyaflinn þvarr. Málnytan mínkaði, og með henni matarforði heimilanna. Kuldi og kvíði nísti hjörtu og hugi manna. Guð einn vissi hver endir vetrarstríðsins yrði. Og við það bættist umhugsunin og óttinn, út af eiginmönnum, sonum og heimilis- mönnum, sem á vetri hverjum öttu afli við Ægir, til þess að leita sér og sínum bjargar úr djúpi hans, og máske komu aldrei til baka. Frá þessum erfiðleikum vetrarins, og skerandi kvíða, er hann bjó öllu fólki þjóðarinnar, var engin lausn, önnur en sumarið. Það eitt gat lægt of- viðrin, á landi og á sjó. Það eitt gat þýtt snjóinn og brætt klakann. Það eitt gat vermt jörðina, freðnu og köldu svo að hún framleiddi fóður fyrir menn og málleys- ingja og það eitt gat lægt kvíðann í hjörtum mannanna, og í stað hans tendrað lífs- vonir þeirra. Það var því engin furða þó sumarkoman í lífi þjóðarinnar íslenzku væri stór hátíð, og fögnuðurinn út af henni, djúpur og hreinn. Þið sem alin eruð upp við brjóst ís- lenzkrar náttúru þekkið hve aðdáanlega fagurt og frjósamt að íslenzka sumarið getur verið. Hversu loftið er heilnæmt og hressandi. Hve fríður að gróður jarðar- innar er og litbrigðin í náttúrunni töfr- andi. En sumarkoman meinti meira en alt þetta, og því, ef eg léti hér staðar numið, væri ekki nema hálf sögð saga. Það er aðeins annar þáttur fagnaðarins. Hin ytri hlið hans. Sú hliðin sem sneri að því hagkvæma í náttúrunni. En brennipúnkt- urinn í sumarfagnaðinum, var lifandi sannfæring fyrir því, að sumarið væri guðs gjöf, og það var einmitt sú fullvissa, sem ga£ sumarkomunni og sumarkomu helginni sína dýpstu þýðingu, hjá hinni íslenzku þjóð. Þjóðin var þess fullviss, að það var ekki kalt og miskunarlaust náttúrulögmál sem réði rás tímans, heldur var það bjargföst sannfæring eldri jafnt sem yngri að: “f hendi guðs er hver ein tíð — í hendi guðs er alt vort stríð — hið minsta kapp, hið mesta fár — hið mikla djúp — hið litla tár.” Margar endurminningar á eg frá komu sumarsins á fslandi og hvernig að því var fagnað á heimili foreldra minna, og í þeim héruðum sem eg þekti til í, en ein mynd, er eftirminnanlegust, áhrifamest og hugljúf- ust. Það er samræmi þess ytra — sum- arkomunnar í náttúrunni og hins innra sálarlífs mannanna. Þess fegursta sem náttúran á að veita, og þess háleitasta sem maðurinn kann að hugsa. Það var sumar fögnuðurinn mesti, í minni tíð á íslandi. Það er ekki auðvelt að lýsa áhrif- um þeim sem sumarkoman hafði á mig persónulega. Eg stóð á takmörkum tveggja andstæðna. Vetrarins, kuldans og hættanna sem voru að hverfa, og líka sum- arins sem alt var að bæta. Eg sá snjóinn þiðna, og klakan bráðna. Eg fann varma svarðarins, og sá grænkandi gróðurinn. Eg sá daginn lengjast og sólina hækka og eg fann yl hennar, sem ekki að- eins vermdi líkamann, heldur líka hug minn og hjarta, og mér fanst guð óumræðilega góður að gefa mönnunum allan þann ynd- isleik sem sumarið færði. Á einu furðaði eg mig samt all mjög, og það var, að þrátt lega undantekningarlaust “vís- indin”. Það gerir ekkert til, hvort að þeir menn þekkja fyrsta stafinn í stafrofi vísind- anna eða eki, það eru vísindin og þeir hafa satt að mæla. Þekk- ingunni á öllum sviðum mann- legra athafna hefir fleygt svo fyrir hita sumarsólarinnar, þá | fram, að undrum sætir og er sízt náði hún ekki til að bræða allan j yfir því að kvarta, ef sú þekking snjóinn og þýða allan klakann í j hefði leitt af sér, eða leiddi náttúrunni. Það sáust snjófann- af sér aukið sumar í lífi mann- ir, hér og þar, um mitt sumar, anna. En hefir hún gert það? og þegar að maður kom að þeim j Að undantekinni einni þá stóð af þeim kuldi. Grös ogu"“‘ blóm, spruttu oft alveg upp að röndum á þeim. En ekkert strá, eða blóm gat þrifist, eða lifað, í klakanum undir sjónum. Eg áttaði mig ekki á því þá, að þarna væri um mynd af mannlíf- inu að ræða. Eg hafði að vísu heyrt talað um vetur í sál mann eða tveimur greinum vísindanna er eg neyddur til þess að segja nei. Véla vísindunum hefir fleygt svo fram á vorri tíð, að menn standa undrandi yfir allri þeirri vizku og framförum, en þó sú framför hafi efalaust eitthvað gott og þarflegt í sér fólgið, þá hefir hún nú samt orðið til þess anna, en eg hélt, að þó að kaltjað auka stórum á vandræði kynni að vera, í sál sumra manna, yfir vetrartímann, þá mundi sumarið verma hana og skreyta, ekki síður en náttúruna. En með lífsreynslu og árum hef- ir mér því miður skilist að þetta er ekki æfinlega svo, heldur eru vetrarsólir virkilega til í mann- lífinu, sem eru eins ólíklegar til sumar gróðurs, eins og stráin og blómin helfjötruðu undir mifi- sumar-snjófönnunum, út á ís- landi. Eg hefi nú minst á sum- arkomuna, eins og hún stendur mér fyrir hugskotssjónum út á fslandi fyrir 50 árum síðan, en það er eins og eg heyri spurn- ingu berast að eyrum mér. Hví að vera að tala um sumarkomuna eins og hún var fyrir hálfri öld síðan ? Því ekki að tala um hana eins og hún er nú, og hér hjá oss ? Ástæða mín er sú að æsku endurminningar mínar eru bundnar við ísland, og í öðru lagi, þegar eitthvað fagurt, og eftirminnanlegt er um að ræða í fari þjóðar minnar, sem þýðing getur haft fyrir mig og yður, þá er rétt, að benda á það. Sumar koman að því, er hina ytri hlið hennar snertir, það er í náttúr- unni, er með líkum hætti hjá flestum, eða öllum þjóðum og því einnig hér hjá oss. Hún færir mönnum ávalt fegurð og yl. Hún þýðir snjóinn af slétt- unni og ísinn af vötnunum. Hún klæðir skóginn skarti sínu, og sléttuna blómum og blágresi. — Hún vekur líf á landi, í lofti og á legi. Hún er fyrirboði þeirrar fullkomnustu fegurðar sem nátt- úran getur veitt og líkamlegrar hagsséldar mannanna, sem frá hendi skaparans, eru óumræði- lega miklar í þessu landi. Hví skyldu menn þá ekki vera glaðir og fagnandi ? Það er sannarlega ástæða' til að gleðjast. En til þess að sá fögnuður geti verið fullkominn útheimtist algert samræmi, á milli hinnar ytri fegurðar og hins innra lífs mannanna. Eg er ekki kominn hér í kveld til þess að fella dóm yfir sálaryl, eða sálarástandi nokkurs manns, eg vildi aðeins óska, að þið öll sem orð mín heyrið að minsta kosti, heyrið rödd skapara tilverunnar í blíð- vindi sumarsins og finnið til kærleika hans í yl þess. Á þeim fimtíu árum sem liðiu eru síðan að eg tók þátt í sumar- komu fögnuði heima á ættlandi mínu í síðasta sinni, hefir margt breyst. Breytingarnar eru svo miklar og margvíslegar, að það er í sannleika erfitt fyrir mann að átta sig á þeim öllum, eða fylgjast með hraða þeirra. Eg ætla ekki að reyna að telja allar þær .breytingar upp, né heldur að lýsa kostum þeirra, eða ókost- um, en á fáeina drætti langar mig til að benda sem að mér virðast koma beint í bága, eða mótsögu við sumarkomu hug- sjón þá er eg hefi hér að framan verið að benda á. Ef að maður spyr menn svona upp og ofan, hvað það sé, sem þeir telji mest áberandi í fram- förum, eða framþróun síðustu fimtíu áranna þá er svarið ná- manna. Hún hefir vakið inn- byrðis óhug og áhyggjur. Aukið stríð og illvilja. Svift tíunda hvern mann atvinnu sinni og raskað heildar jafnvægi þjóð- anna. — Næst véla vísindun- um koma hernaðar vísindin. Þau hafa aldrei í sögu mannanna, náð nokkuð líkt þeim þroska sem þau nú hafa öðlast. Fyrst hefir hernaðarhugur manna aldrei fyr, náð því hámarki sem hann nú hefir. Né heldur hefir hugviti mannanna nokkurntíma fyr í sögu þeirra verið beitt eins ákveðið í þarfir hergagna fram- leiðslunnar eins og nú. Fjár- framlög 14 herskáustu þjóðanna og aflmestu, hafa aukist um 10.225,850,000 á síðastliðnum sjö árum, og mest þó á árinu sem leið og á yfirstandandi ári. — Nýjar drápsvélar koma fram á sjónarsviðið svo að segja dag- lega. Englendingar hafa eina slíka, sem getur skotið 600 skot- um á hverri mínútu, og er talið forláta verkfæri. Bandaríkja- menn voru ekki ánægðir með þau afhroð, svo þeir hafa fund- ið upp annað morðtól sem getur skotið 3400, tveggja punda kúl- um á mínútu hverri, án þess að því volgni í kverkunum. ítalir hafa fundið upp alveg nýja teg- und herskipa. Það eru snekkj- ur með sprengikúlur framan í sér, með 60 mílna hraða á kl.st. er einn maður stýrir og ekkert skip getur undan komist. Er það talin merkileg uppfynding og hið frækilegasta vopn — og væri í alla staði óttalegt, ef Banda- ríkja mönnum hefði ekki tekist, að hugsa upp aðra snekkju, sem knúð er með rafurmagni og get- ur farið 80 mílur á klukkutíman- um í sömu erindum. Rússar eru að byggja vígstöðvar við fjögur heimshöfin. Hvað þeim líður í sambandi við uppfynding nýrra morðvéla veit enginn, en hitt vita menn að þeir hafa nálega helmingi stærri flugher og loft- flota en nokkur önnur þjóð. Tala loftdreka þeirra er 4,500. Næstir þeim koma B.ríkjamenn, með 2,885. Haft er það fyrir satt, að hvergi í heimi sé eins mikið af eiturgasi samankomið og geymt eins og á Þýzkalandi. Eg vill ekki halda áfram að hampa þessum athöfnum mannanna, og hugarástandi því, sem þær spretta af, framan í yður. Eg er aðeins að hugsa um andstæð- urnar tvær, sumarkomuna, og sumarið, með fegurð sinni, yl og unaði í náttúrunni, og vetrar- ríkið ægilega, í huga og hjörtum mannanna, og líka um það, hvort að andlegur dauði sé ekki alveg óumflýjanlegur þegar menn eru hættir að vilja vera sólar megin í lífinu. Eg vona að það sem nú hefir sagt verið, nái ekki til neinna er orð mín heyra, heldur að hér á þessum stað, sé fult samræmi á milli þess, sem nátt- úran á fegurst að veita og þess, sem mennirnir kunna háleitast að hugsa og þá getum við verið þess fullviss, að sumargleði vor verður bæði hrein og einlæg. Það er einlæg ósk mín, að við

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.