Heimskringla - 26.04.1939, Side 1

Heimskringla - 26.04.1939, Side 1
Beer at its best— KIEWEL’S CWhiUSzaSr BEER Phone 96 361 Phone 96 361 ^ Country Club ' BEIR “famous for flavor” LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. APRÍL 1939 NÚMER 30. HELZTU FRÉTTIR Stjórnin viss um heimsókn konungshjónanna brezku Það eru nú ekki nema rúmar tvær vikur þar til að George VI. Bretakonungur og Elizazeth drotning leggja af stað í hina á- ætluðu heimsókn til Canada og Bandaríkjanna. Er stjórnin í Ottawa vongóð um, að stríðs- málin í Evrópu muni ekki aftra heimsókninni, nema eitthvað sem nú er ófyrirsjáanlegt komi fyrir. Skýrslur Lloyd-félagsins nafn- kunna í London sýna og að fleira mælir nú með því að af heim- sókninni verði, en fyrir þrem vikum. ófriðarhorfurnar í Ev- rópu eru minni en þær voru Undirbúningi í höfuðborg Can- ada og öllum þeim bæjum er konungshjónin heimsækja er nú langt komið. Til Quebec er áætlað að komið verði 15. maí. Skipið sem kon- ungur og drotning koma á er herskip 32,000 smálestir að stærð og heitir Repulse. Daginn eftir verður svo haldið áfram til Montreal. Til Ottawa verður komið 17. maí og þar staðið við til 20 maí. Á þeim degi verður afmælis konungsins minst um alt Canada. f Ottawa afhjúpar konungur- inn einnig minnismerki fallinna hermanna. Að því búnu verður haldið til Toronto og komið við á leiðinni í Cornwall, Brockville og King- ston. f Toronto slítur konung- urinn fylkisþinginu í Ontario 22. maí. Til Winnipeg verður komið 24. maí, á afmælisdegi langömmu konungsins, Victoríu drotningar. Verður á leiðinni hingað komið við í Chapleau, White River — sem fræg er fyrir að þar eru elzt jarðlög í Canada — Schreiber, Port Arthur og Ft. William. í Winnipeg flytur konungurinn útvarpsræðu; var frekar skýrt frá undirbúningi hátíðarinnar hér í síðasta blaði. í Regina verða konungshjónin 25. maí. Þaðan verður haldið til Banff, en komið við í Moose Jaw, Medicine Hat og Calgary. í Banff verður hvílt einn dag, 27. maí. í sambandi við það rifjast upp eftirfylgjandi orð konungs- ins nýlega: “Opinbert starf mitt helga eg fús þjónustu ríkisins, en eg beið- ist þess einnig er hverjum og einum þegna minna er svo dýr- mætt, að njóta einveru og hvíld- ar í sanngjörnum mæli.” Frá Banff verður haldið til Kamloops, Vancouver og Vic- toria. Og 31. maí verður lagt af stað austur aftur, komið við í New Westminster, Chilliwack og staðið við einn dag í Jasper- þjóðgarðinum. Þaðan liggur svo leiðin til Edmonton. f Saskatoon verður staðið við í tvær klukkustundir 3. júní, á afmælisdegi föður^ konungsins, George V. f Melville verður einnig staðið við og svo komið til Winnipeg. Til Bandaríkjanna verður far- ið 7. júní hjá Niagara Falls, en áður skoðaðir ýmsir bæir í Aust- ur-Canada, og námahéraðið mikla í Sudbury. í Bandaríkj- unum verður dvalið 1 4 daga. Til Moncton í New Brunswick rerður komið 13. júní og siglt frá Halifax 15. júní, eftir rétta mánaðardvöl vestan hafs. New- foundland mun einnig verða heimsótt í heimleiðinni; það er elzta nýlenda Breta. Yfirvöldin gefa nazistum í Kitchener gaum Því er haldið fram að nazistar hafi haft með hótunum fé út úr hundruðum manna í bænum Kit- chener í Ontario til styrktar nazista-áróðri í Canada. Eru yfirvöld bæjarins og fylkis- stjórnin að rannsaka hvað mikið kveður að þessu. Vopnið sem nazistar nota til að véla út féð og þröngva mönn- um til að ganga í félag þeirra, er það, að ögra mönnum með því að skyldmennum þeirra heima í Þýzkalandi hefnist fyrir, ef þeir þverskallist við kröfunum. íbúar í Kitchener, sem áður hét Berlin, eru mjög margir af þýzkum ættum. Þó þrjár kyn- slóðir séu síðan að Þjóðverjar heiman frá Þýzkalandi tækju sér þar bólfestu, eru margir þar sem náin skyldmenni eiga í föð- urlandinu. Og áróðursmenn naz- ista hér, eru býsna fundvísir á þann skyldleika, ekki sízt sé um auð að ræða í ættinni. Fjöldi Þjóðverja hér er and- vígur stefnu Hitlers. En það eru þeir, sem nazistarnir gera sér dælast við. Það er gengið upp að mann- inum á götu úti, svo dæmi sé nefnt af starfsaðferðinni, og honum er sagt að hann sé á móti nazistum. Þá er hann mintur á, að í Þýzkalandi sé hundruðum manna smalað í fangaverin — (concentration camps), eingöngu vegna þess, að þeir eigi ættingja í öðrum lönd- um, sem séu andvígir stefnu Hitlers. Eftir það er gefið í skyn, að til þess að sanna vináttu sína við Þýzkaland, séu tvær leiðir. Önn- ur er sú, að gefa fé í sjóð naz- ista, en hin að rita sig í eitthvert félag þeirra. Með því væri hann og skyldfólk hans firt öllum grun og vandræðum. Nokkur hópur ungra Þjóð- verja frá Kitchener hvarf fyrir skömmu heim til Þýzkalands. Þótti það hálf grunsamlegt og menn undruðust, hvaðan þeim hafði komið fargjald. Nú er haldið fram, að því hafi verið safnað meðal íbúa þorpsins, á þann hátt, sem hér að ofan er greint frá. Stundum er viðskiftamönnum hótað með því, að flestir íbúarn- ir séu nazistar og það sé ekk heillavænlegt, að vera þeim and- stæður. Ennfremur eru menn mintir á það, að enginn kostur sé á því fyrir þá, að heimsækja Þýzka- land, nema því að eins að þeir gerist nazistar. Því svara margir Þjóðverjar hér með því að segja, að slík reglugerð verði aðeins í gildi meðan Hitler er við völd, en þeir hugsi sér ekki að heimsækja ætt- jörðina fyr en eftirmaður hans sé tekinn við. í Kitehener er sagt að Þjóð- verjar séu að gera ráð fyrir að mynda félag, sem á móti naz- ista áróðrinum vinni. Bretar og Bandaríkjamenn eru að gera vöruskifta samning með sér. í honum er gert ráð fyrir að Bandaríkin selji Bret- land 10 miljón bagga (bales) af bómull og 100 miljón mæla af hveiti C skiftum fyrir tin og tog- leður frá Bretum. Sendiherra Breta farinn á ný til Berlínar Þegar Hitler tók Bæheim og Moravíu, var sendiherrann brezki í Þýzkalandi, Sir Neville Henderson, kallaður heim til London. Hefir hann verið í Eng- landi síðan, þar til s. 1. sunnu- dag, að hann var aftur sendur til Berlínar. Þegar Chamberlain var spurður hverju þetta sætti og hvort að gróið væri aftur um heilt milli Þjóðverja og Breta, svaraði hann, að för sendiherr- ans væri í því fólgin, að láta Hitler vita sem nákvæmast um afstöðu Breta áður en hann svaraði friðartillögum Roose- velts og uppræta allar blekking- ar eða grillur um, að Bretum væri ekki alvara með að mynda samtök við Pólland, Rúmaníu, Grikkland og Rússland um að stöðva yfírgang hans. Sir Neville Henderson, sem stefnu nazista væri hlyntur, væri lík- legastur til að leiða Ribbentrop og Hitler fyrir sjónir hvert stefndi, ef tillögum Roosevelts væri hafnað. Þetta er nú gott og bless'að, en vegna þess að stjórnin á Eng- landi er á. sama tíma að senda mann til ítalíu til að leita hófa um sættir á ný við Mussolini, vaknar sú spurning hjá stjóm- arandstæðingum, hvort annar Munich-samningur sé ekki á ferðinni í Þýzkalandi, og för sendiherrans þangað lúti að því? Á brezka þinginu spurðu stjórnarandstæðingar ennfrem- ur hvað gengi með samvinnuna við Rússa. Svaraði Chamber- lain því máli á þá leið, að útgert væri ekkert um það og ákveðið svar því ekki hægt að gefa, en samvinnutilraunin héldi áfram. Sir Percy Loraine verður sendiherra Breta á ítalíu og tek- ur við af jarlinum af Perth. Með því þykir sjáanlegt, að Bretar ætli eklfi að gera veður út af Albaníu, sem Mussolini tók ný- lega. Og hvað er þá um innlimum Tékkóslóvakíu í Þýzkaland? Er hún ekki samþykt af Bretum um leið og sendiherrann tekur aftur til starfá í Berlín? spyrja stjórn- ar-andstæðingar. En brezka stjórnin neitar, að för Sir Neville breyti í nokkru afstöðu Bret- lands um að stöðva yfirgang Hitlers. Hvað sem öllu þessu líður, tala þýzk blöð nú undir eins um komu Sir Neville Hendersons til Berlínar sem sönnun þess, að Bretar séu horfnir frá innilok- unarstefnu sinni; hafi séð að hún gat orðið þeim dýr. Og sendiherra sinn, Herbert von Dirksen, segja þeir senn fara til London. Hugmynd brezkra blaða margra er sú, að Sir Neville Henderson muni bjóða Hitler Danzig og Pomorze (pólska hlið- ið), fyrir nokkra ára frið, eða lofi þeim, að fá Pólverja til þessa. Mun ekki þurfa að knýja á Joseph Beck, forsætisráðherra Póllands, til að ganga að þessu, því hann hefir verið aðal þrösk- uldurinn á vegi, að fá Rússa í hringinn um Þýzkaland. Hann er nazistavinur sem Mr. Hender- son og fleiri góðir menn í öllum löndum heims. Que Taichi, kínverski sendi- herránn í London hefir farið fram á það við Bretastjórn, að hún lofi Kína að vera með lönd- um þeim, er samtök myndi með sér um að verjast yfirgangi ein- ræðismannanna. óttast Canada hryðjuverk af hálfu “írska lýðveldishersins ? ” Stjórnin í Canada hefir ákveð- ið að koma á fót öflugri vernd gegn hryðjuverkum “írska lýð- ræðishersins” og spæjara starf- semi af hverju tæi sem er, í þessu landi. Eins og kunnugt er, hefir lög- reglan á Englandi átt í höggi við óaldarmenn, sem reynt hafa þar að sprengja í loft upp ýms þýð- ingarmikil mannvirki, eins og t. d. rafmagnsstöðvar, vatnsveitur og hergagnasmiðjur. Komu þeir fram nokkrum slíkum hryðju- verkum. Lögreglan komst brátt að því, að skemdarvargar þessir voru menn í “írska lýðræðishernum” svonefnda. En hann var stofn- aður á þeim árum, er fjandskap- ur var sem mestur milli Breta og íra. Var það einkum mark- mið hans, að þreyta Breta til undanlátssemi með sífeldum skemdarverkum. Ýmsir helztu leiðtogar íra, eins og t. d. de Valera, hafa á tímabili verið meðlimir þessa félagsskapar. Nokkru seinna og eftir að ír- land var skift í tvö ríki, Eire og myndin að koma upp stofnunum í 8 fylkjum landsins til að vinna að þessu. í Quebec mun ekki átt við það. Konurnar sem lagt hef- lir verið til að aðstoðuðu Miss i Hyndman við þetta eru: Senator 'Cairine Wilson, Senator Eva Fallis, Mrs. George Black sam- Ibandsþ.m., Mrs. Mitchell Hep- |burn, kona forsætisráðherrans í I Ontario, Mrs. George A. Drew, j kona leiðtoga íhaldsmanna í On- ítario og Miss Emily F. Lynch, jlögfr. í Windsor, Ont. Hug- myndin er að kvenfélög gangist fyrir þessu, en ekki landstjórnin sem þó virðist hennar verkefni. ♦ * ♦ Frakkar hvetja Breta til að lögleiða herskyldu; þeir ætla að- stoð Rússa auðfengnari með því. * * * f Norður-Saskatchewan fylki eru fjögur fasista félög er til samans hafa um 19,000 meðlimi, segir G. E. Dealtry, ritari Trades and Labour Council í fylkinu. ' * * * Það sem Rússum og Bretum virðist bera á milli um að mynda samtök á móti yfirgangi Hitlers Ulster, var þessi bardagaaðferð lögð niður. Og loks var “írski lýðveldisherinn” bannaður með lögum. Eire-lýðveldið írska er því nú ekki að baki honum, eða þeirra manna, sem enn halda á- fram skemdarverkunum og skoða starfi hersins ekki loknu. Það er og ætlun Englendinga, að hópurinn sé mjög fámennur. En hvaðan þeim fámenna hóp kemur máttur til að halda uppi starf- inu, er Bretum enn ráðgáta. En að það sé eitthvert útlent ríki, leikur mjög sterkur grunur á. Á Englandi voru nokkrir írar handteknir og það dró mikið úr starfsemi óaldarmanna þessara þar. En á sama tíma lét “írski lýðveldisherinn” blöð hafa eftir sér á Englandi hótanir um, að hryðjuverkunum yrði innan fárra daga haldið áfram í Can- ada. Það er nú hér að vísu ekki mikið lagt upp úr þessum hót- unum. Það er óvanalegt, að áform um ódæðisverk séu aug- lýst fyrirfram. En Canadastjórn þykir samt sem áður allur var- inn góður. Hefir hún því á- kveðið að hafa miklar gætur á þessári starfsemi hér. Hefir vörður verið aukinn um allar vopnaverksmiðj ur, á járnbraut- um, í orkuverum og við allar opinberar stofnanir. Auk þess er nú verið að íhuga lög um hvað birta skuli af starfi stjórnarinn- ar í Ottawa áhrærandi herút- búnað. Er ætlað að lög sem gerð verði um þetta nái til þing- manna og þeim verði með þeim og Mussolini, er það, að Bretar vilja að Rússar veiti Rúmaníu og Grikklandi í vissum mæli vernd, og Bretar geri eins fyrir Póland. En Rússar vilja að allar samvinnu-þjóðirnar veiti hverri annari að málum, ef á þarf að halda, eins og ein þjóð væri. * * * Hitler svarar friðartillögum Roosevelts n. k. föstudag. Er sagt að Mussolini hafi ráðlagt honum, að neita ekki tillögunum afdráttarlaust, heldur semja nýj- ar eftir höfði einræðismanna. * * * Fylkisþinginu í Manitoba var slrtið s. 1. viku. Verður í næsta blaði sagt frá því helzta, er það hafðist að. * * * Hon. C. H. Dunning, fjármála- ráðherra Kingstjórnarinnar lagði reikning yfir fjárhag þjóð- arbúsins fyrir sambandsþingið í gær. Á fjárhagsársinu 1938— 1939 er gert ráð fyrir 56 miljón dala tekjuhalla. Allar tekjur á árinu nema $501’677,000, en út- gjöldin $557,343,000. Nett skuld Canada 31. marz 1939, nemur $3,157,334,000 .(eða rúmum þrem biljón dölum). Meira um þetta síðar. FJÆR OG NÆR Mr. Grettir Jóhannsson kon- súll og frú fóru suður til Minne- apolis s. 1. laugardag og voru viðstödd hátíðahöldin, sem Frið- bannað að svara þó upplýsinga sé leitað um eitt eða annað á- hrærandi her- eða vopnaútbún- að landsins. Slík lög eru nú í gildi á Englandi og eru “officiai secrets act” nefnd, en í daglegu tali “gag”-lög (ginkeflið). SAMANDREGNAR F R É T T I R Hreyfing virðist farin á stað í Ontario, er í því er fólgin, að skrásetja hverja einustu konu í Canada. Miss M. P. Hyndman, K.C., skýrði frá því á fundi í Toronto s. 1. fimtudag, að unnið ihefði verið að undirbúningi að þessu í 6 mánuði. Þetta var byrjað á Englandi í janúarmán- uði og tilgangurinn er sá sami hér eg þa», vife iínið rwin- afla landsins líður. Er hug- riki Danakrónprins og Ingiríði krónprinsessu voru þar haldin í vikulokin. Þau heilsuðu upp á krónprinshjónin og áttu tal við þau. Fór krónsprinsinn vinsam- legum orðum um íslendinga og bað hann konsúlinn fyrir kveðju frá sér til þeirra; sagðist hon- um þykja fyrir að geta ekki hemsótt þá til Canada. Krón- prinsessan átti langt tal við frú Jóhannsson og bað hana fyrir sérstaka kveðju til íslenzku kvenþjóðarinnar. Móttökur krón- prinshjónanna voru hinar ágæt- ustu í Minneapolis; var hinum tignu gestum þar sem annar staðar á ferð þeirra um Banda- ríkin hrósað fyrir alúðlega fram- komu. Á öðrum stað í þessu blaði, er birt ræða sú, er VaJdi- mar Björnsson flutti í veizlu krónprine hjónanna. Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu verður leik- urinn “Stapinn” sýndur í 3 kvöld 1, 2 og 3 maí. Er hægt að fá aðgöngumiða hjá flestu leik- fólkinu nú þegar. Einnig eru aðgöngumiðar til sölu í búð Steindórs Jakobssonar á horn- inu á Victor og Sargent. Er fólk beðið að minnast þessa og tryggja sér aðgöngumiða í tfma. * * * f gær lögðu þrjár íslenzkar stúlkur af stað frá Winnipeg til New York. Eru þær ráðnar til að starfa á íslenzku sýningunni í New York, tvær til þriggja mán- aða, en ein til tveggja mánaða. Stúlkurnar eru Miss Mildred Anderson, dóttir Mr. og Mrs. Guðm. Andreson, Lipton St.; Margaret Sigurðsson, dóttir Mr. og Mrs. Sigurjón Sigurðsson, Ár- borg, Man., og Miss Kristín Johnson, dóttir Mr. og Mrs. Hin- riks Johnson í Virden, Man. — Sýningin verður opnuð 30. apríl. * * * Söngmót í Wynyard Söngmót (Musical Festival) verður haldið í Wynyard dagana 27. og 28. apríl, fimtud. og föstu- dag þessa viku. — 83 atriði verða á söngskránni í alt og yfir 700 einstaklingar taka þátt í mótinu, ýmist sem söngvarar eða hljóðfæraleikendur. Eru menn væntanlegir frá Sheho að aust- an, Dafoe að vestan og Wadena að norðan. — Það er enn í manna minnum, hve ánægjulegt var að sækja söngmótið í Foam Lake í fyrra og munu engir hafa talið eftir sér kostnað eða fyrir- höfn. Ekki skal hér gerð til- raun til að gera út um, hvað helst eigi skilið aðsókn almenn- ings, enda mun mótið sem heild verðskulda athygli, og ættu bygðarmenn að sýna, að þeir kunni að meta þann heiður, sem Wynyard er gerður með því að hafa mótið þar. íslendingar hafa ástæðu til að sýna sér- stakan áhuga, bæði er efni- legir þátttakkendur úr þeirra hóp koma fram, og ekki sízt þegar söngflokkur íslenzku kirkjunnar syngur, en það verður síðara kvöldið. — Auk þeirrar skemtunar sem slík söngmót hafa í för með sér, eru þau einsonar alþýðufræðsla í söngment. Aðalatriðið er ekki, að einum hepnist “að bíta” ann- an, heldur að allir geti haft eitt- hvað gott af því, er fram fer. Jakob Jónsson * * * Athygli manna norður á Lundar, Ashern og Árborg, skal vakin á auglýsingu frá Árborg- ar leikflokknum í þessu blaði. — Leikflokkurinn er kunnur fyrir að leysa verk sín ágætlega af hendi og leikurinn sem hann sýnir á áminstum stöðum, er eins skemtilegur og hægt er að hugsa sér. Léttið yður upp og sækið þessa leiki Árborgar flokksins. * * * Jóhannes bóndi Pétursson frá Árborg, Man., kom til Winnipeg s. 1. miðvikudag, norðan frá Lundar, en þangað fór hann til þess að vera við útför systur sinnar Mrs. Kristínar Þorsteins- sonar, konu Péturs Þorsteins- sonar að Lundar. * * * Hinn 18. þ. m. varð bráðkvadd- ur hér í Blaine, Wash., Jón Mag- nússon, 64 ára, sonur Magnúsar frá Fjalli, afburða fjölhæfur maður andlega og verklega og góður drengur sem vildi öllum gott gera; kom frá íslandi sum- arið 1887. Skilur eftir konu og háaldraðan föður.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.