Heimskringla - 26.04.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.04.1939, Blaðsíða 2
?. SíÐA HEIMSKRINCLA ÁSMUNDUR JOHNSON Fæddur 16. marz 1869 Dáinn 25. júlí 1937 Ein af okkar íslenzku bygðum, hér vestan hafs sem hljótt hefir verið um hin síðari árin, er bygð- in Sinclair, Manitoba, og er or- sökin, að nokkru leyti sú, að sá maður er oft hafði orð fyrir ís- lenzkum málum og mönnum þeirrar sveitar féll í valinn sum- arið 1937. Sá var vinur okkar Ásmundur Johnson, einn af frumbyggjum sveitarinnar. — Vegna þess að enginn mér kunn- ugri honum hefir getið hans í blöðum okkar, vildi eg minnast hans að nokkru. Hann var borinn að Syðri- tungu á Tjörnesi í Suður-Þing- eyjarsýslu 16. dag marzmánaðar 1869, og átti að foreldri Jón Jónsson, bónda þar og konu hans Arnbj örgu 'Aradóttur. Föður sinn mun hann hafa ungur mist, því um sex ára aldur er hann kominn til Húsavíkur og dvelur um tíma hjá sr. Kjartani Einars- syni. Tæplega á fermingaraldri eða um 1882 flytur hann með móður sinni til Ameríku og setj- ast þau að í Argyle-bygð í Mani- toba, þar sem skyldfólk hennar hafði land numið. Næstu árin dvelur hann í þeirri bygð, en um 1893 er hann kominn til Mel- ita, Man., vinnur sem járnbraut- arþjónn (brakeman') þar nokkuð en jafnframt |er hann vegvísir og ökumaður landaleitar-manna vestur á bóginn til Sinclair sveit- ar sem þá var lítt numin. Nemur hann þá sjálfur þar land um 1891 og reisir bú sitt að frumbyggja sið á jörð sinni vorið 1894 og dvaldi þar síðan að heita mátti, þótt vetursetu hefði hann á stundum annars- staðar síðustu árin eftir að synir hans tóku við búi hans og honum var mögulegt að draga sig nokk- uð út úr starfsbaráttu lífsins. í febrúar seint 1894 giftist hann Sigríði Friðfinnsdóttur Þorkelssonar frá Mývatni. Þeim varð sex barna auðið:.l. Christ- ian, býr á óðalsjörð föður síns við Sinclair; 2. Kjartan, vinnur víða en á heimili að Sinclair; 3. Friðfinnur, hárskeri á heima að Rock Island, Ulinois, U. S. A.; 4. Thelma, (Mrs. Smith) Chi- cago, 111.; 5. Helga Emily, dó að Moose Jaw, Sask., 1924, 18 ára að aldri og 6. Alexander Edward, sem býr á einu af landi föður síns við Sinclair. Sigríði, konu sína misti hann í febr. 1912 eftir ástríka sambúð, og varð hún honum harmdauði enda lætur hann bú sitt meira eftir sonum sínum frá þeim tíma. Seint á ár- inu 1914 giftist Ásmundur Svein- björgu Stefaníu Flóventsdóttur frá Húsavík, S.-Þing. en hana missir hann eftir tuttugu ára sambúð, 8. jan. 1934. Þau eign- uðust einn son Sigurð Flóvent, sem stjórnar farand-hljómsveit víðsvegar í Manitoba. Hin síðari árin kendi Ásmund- ur oft lasleika en sagði um fátt og bar með stillingu, en þegar ágerðist var hann fluttur til Virden, Man., og á spítalanum þar lifði hann sína hinstu stund rólegur og alls sáttur, 25. júlí 1937 eftir tíu daga legu. Jarðarför Ásmundar fór fram 27. júlí 1937 að Sinclair, Man., og hvílir í grafreit sveitarinnar. Þessi vissi eg systkini Ás- mundar: Jónína og Kristjana búsettar heima á fslandi; Sigríð- ur, (Mrs. J. Dalmann) dáin í Winnipeg; Bergvin, bóndi við Antler, Sask.; Sigtryggur, við Rock Island, 111., og Sigrún, ekkja Arngríms Jónssþnar, í Winnipeg. Ásmundur heitinn var fullur meðalmaður á vöxt, vel vaxinn, léttur í spori og fjörmaður hinn mesti, snyrtimaður í fasi og framgöngu. Hann var drengur góður, Ihjálpsamur og vildi leggja sig fram til góðs hvar- vetna. Hann átti ákveðnar skoðanir á málefnum og mönn- um og hélt fast fram sinni stefnu, einbeittur og fastmæltur. Virðingar naut hann jafnan, meðal þeirra er þektu hann fyrir framsýni og jafnvægi í skoðun- um. Hagsýnn í fjármálum og stóð framarlega í öllum félags- skap sveitar sinnar hvort heldur, var um íslenzkan eða hérlendan félagsskap að ræða. Hann sat í skólaráði bygðarinnar lengi. Var einn af stjórendum samvinnu- félags bænda, um kornsölu, auk ýmsra annarn trúnaðarstarfa. Kirkjumaður alla æfi heill og ó- skiftur. Bú hafði hann gott sem var meir akuryrkja en nautf járrækt. Auk síns landnáms, keypti hann fleiri lönd og færðist mikið í fang. Bæ sinn húsaði hann vel og fundu gestir að höfuðból var heim að sækja hjá honum. — Hann hafði yndi að bókum og varð vel isjálfmentaður maður, sem gat rætt um mál og menning af þekkingu. Talsvert skrifaði hann í blöð af fréttum og fleiru og þektu hann því fleiri en þeir er næstir honum bjuggu. Grun ur minn er sá að hann hafi verið hagmæltur þó dult færi með. - Með honum hefir hnigið einn enn af okkar góðu frumbyggj- um, sem reyndust sannir menn þjóð sinni til sóma og landi sínu hér til gagns og gengis. Sveit hans finnuf skarð fyrir skildi, og íslenzkur félagsskap- ur í Sinqlair bygð hefir mist einn sinna beztu manna. Með þökk og stolti megum vér minnast hans. E. H. Fáfnis ALÞÝÐUKVEÐSKAPUR Eins og kunnugt er strandaði “Goðafoss” hinn eldri á Straum- nesi vestra rétt fyrir jólin 1916 Um sömu mundir kom út ljóða- bók Hannesar Hafstein í auk- inni og endurbættri útgáfu. Þá gerði Matthías Jochumsson eft- irfarandi vísu og sendi Hannesi: Þú hefir sent oss þjóðarhnoss, þú hefir létt oss mikinn kross, þú hefir kveðið þrótt í oss, þú hefir borgað Goðafoss. Séra Árni Jónsson, sem lengi var prestur á Skútustöðum, fór til Ameríku á yngri árum sínum og dvaldist þar um tíma, en hvarf svo heim aftur, og þegar hann sá ísland rísa úr hafi, kvað hann þessa vísu: / Gleði mín og gæfu þín gylfi stýrir hæða, sárin þín og sárin mín saman skulu blæða. Sigurður bóksali Kristjánsson gerði þessa vísu þegar hann gaf út prédikanir séra Páls Sigurðs- sonar í Gaulverjabæ: Djöfla óðum fækkar fans fyrir góðum penna, unz á hlóðum andskotans engar glóðir brenna. Séra Matthías Jochumsson heimsótti eitt sinn Sigurjón bónda á Laxamýri. Þegar hann fór, skildi hann eftir á stofu- borðinu svohljóðandi vísu: Eina góða ósk eg hef, ef þér viljið trúa, að eg kynni að yrkja stef eins og þér að bú^. Kristján Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli í önundarfirði kvað þessa vísu: Störf með áhug færa frið, fljótt svo líður stundin. Ánægjan er ekki við auð né völdin bundin. —Alþbl. This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible'for statements made as to quality of products advertised. Bókaforlag eitt í Ameríku g£ nýlega út bók Hitlers “Mej Kampf”, í enskri þýðingu. i góðanum af sölu bókarinnar i kvað forlagið að verja til styrk ar þýzkum flóttamönnum. út af þessu hafa risið máh ferli, þar eð forlagið viðurkenni ekki eignarrétt Hitlers á útgáf bókarinnar. RÆÐISMAÐUR ÍSLANDS OG DANMERKUR í WINNIPEG (Eftirfarandi grein um Grett- ir Jóhannsson birtist í “Tíman- um” nýlega ásamt mynd af hon- um er hann var skipaður ræðis- maður.—Ritstj. Hkr.) Tíminn flytur nú mynd af eina íslendingnum, sem ráðinn hefir verið af utanríkisstjórn Dana, sem ræðismaður fyrir ísland og Danmörku. Það er Grettir son- ur Ásmundar Jóhannssonar í Winnipeg. Grettir mun hafa tek- ið við þessu starfi snemma í vet- ur. Eitt af fyrstu verkum hans í hinni nýju stöðu var að koma til leiðar með fjölmörgum öðr- um ágætum fslendingum vestra hinu virðulega útvarpi 1. desem- ber, bæði hingað heim og endur- varpi héðan til fjölmargra bygða í Ameríku. Talið er að 5 út- varpsstöðvar vestra hafi sýnt löndum þá vinsemd og heiður að taka þátt í þessu hátíðaútvarpi. Þótti þetta mikill og áhrifaríkur atburður í lífi íslendinga vestan hafs og austan. Grettir Jóhannsson er mörg- um kunnur frá dvöl sinni hér heima fyrir nokkrum árum. — Hefir hann auk þess ferðast mik- ið hér á landi með Ásmundi föð- ur sínum, en hann hefir svo sem kunnugt er, dvalið hér langdvöl- um og með endurteknum komum sínum átt mikinn þátt í að byggja upp hið nýja viðhorf milli landa í Vesturheimi og þeirra, sem byggja gamla landið. Þegar ræðismannsembættið í Winnipeg losnaði fyrir skömmu þótti einsýnt að í það yrði valinn íslendiúgur, því að Danir eru miklu færri í þeirri borg. Var völ margra ágætra manna í þessa stöðu, en svo fór að alment og óvenjulegt samkomulag varð um Gretti Jóhannsson. Var hann studdur af mætum mönn- um úr báðum kirkjufélögunum, af aðalræðismanni Dana í Mont- real, af stjórnarvöldum á íslandi, og loks útnefndur af utanríkis- stjórninni. Grettir er giftur canadiskri konu, sem hyggur á íslandsferð hið bráðasta, ekki sízt til að sjá ættarstöðvar manns síns og tengdaföður. — Henni þykir “Húnavatnssýsla” fegurst orð á íslenzku. Grettir er líkur föður sínum, drengur góður, athafnasamur og mikill íslendingur, bæði vestan hafs og austan. j, j; —Tíminn, 21. marz. FRÁ OFURÖPUM TIL OFURMENNA T 7lÐ lifum nú á mikilmenna- * öld, eða réttara sagt ofur- menna. Eða svo virðast margir líta á. Hvað eru allir þessir ein- valdsherrar annað en ofur- menni? Það eru einvaldsherrar í Þýzkalandi, ítalíu, Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi, Ungverja- landi, Frakklandi, Portúgal, Al- baníu 0g mörgum ríkjum í Suð- ur-Ameríku. Og hver einvalds- herra virðist vera ofurmenni, höfðingi ofur-kynþáttar, ofur- ríkis. Einvaldurinn istjórnar, lýður- inn eltir. Hann skipar, og allir hlýða. Hann einn veit alt, leyfir alt, bannar alt. Hann setur kyn- þættinum lög og vald ríkisins heyrir honum einum til. Ein- valdurinn er Hann, hinn æðsti. í einræðisríkjunum er alt líf fólksins skipulagt, svo að jafnvel einn skeggbroddur má ekki vaxa í óleyfi á kinnum karlmanna né háh á augnabrúnum kvenna. — Allir menn, karlar og konur, eru skyld að vera á einu máli. Eitt er nauðsynlegt, að allir samein- ist einum rómi í innfjálgum fagnaðarópum: “Heil Hitler!” “Duce, Duce!” “Faðir Stalin!” f raun og veru er það svo, að í mestum hluta heimsins eru mennirnir ekki lengur einstak- WINNIPEG, 26. APRÍL 1939 lingar. Þeir hafa gerst aðeinsjfylgja viðteknum venjum, til limir á sameiginlegum líkamaíþess að elta altaf foringjann. kyn,þáttarins, sjálfsvitundar- )Það var sama hatrið og ofbeldið lausir hlutar úr ríkisvélinni. gegn einstaklingum af öðrum kynþætti, sem til þeirra hafði Þegar á alt er litið virðist til- veran öll í einræðisríkjunum bera einhvern keim af þeim tóm- leika og tilkomuleysi, sem hvílir yfir skemtistað á sunnudags- morgni í hráslagarigningu, þeg- ar engin sál sést á ferli. Einai tilbreytnin eru fangabúðirnar í Þýzkalandi, útlegðareyjar ftala í Miðjarðarhafi eða fanganýlend- ur Rússa á freðmýrum Siberíu auk aftökuskothríða við hátíð- leg tækifæri. Stundum er þó reynt að dubba upp á eymdina með stórfengleg- um hersýningum, fjölda skrúð- göngum, glæsilegum einkennis- búningum, og öðru hvoru heldur ofurmennið sjálft margra klukkustunda langar útvarps- ræður. Ef Marsbúi kæmi snögga ferð í heimsókn til Róm eða Berlín, gæti hann haldið að þessi kyn- þáttardýrkun og kynþáttarfor- ingi væri eitthvað flukunýtt. En vér vitum að svo er ekki. Vér vitum að slíkt hefir áður tíðkast meðal mannanna. Að vísu ekki síðustu áraþús- undirnar. Þetta átti sér stað áð- ur en saga menningar vorrar hófst, þegar maðurinn gat naumast talist maður, heldur manndýr, náskylt hinum æðri öpum. Nú vita allir, að apar eru f jar- lægir ættingjar mannanna. Sé svo að heimurinn sé nú á dögum auðugur að ofurmennum, þá var ekki síður gnótt af ofur-öpum í gamla daga. Fyrir um það bil miljón ára var ein hliðargrein á afa apakynstofninum að þróast, ofurhægt, óendanlega hægfara hænufetum, yfir í nýja tegund. Loksins, fyrir um það bil 200,- 000 árum síðan, varð hún að mannskepnu með ýmsum apa- einkennum að vísu. En það var mannskepna, sem gat gengið upprétt, hugsað og talað. f þessu rökkri fortíðarinnar var þróun apamannsins til manns að þokast áleiðis víðsveg- ar um jörðina. Hér og hvar hafa í fornum jarðlögum fundist steinrunnin bein er sanna þetta. Austur á Java í Indlandseyjum hafa fundist slíkar leifar af mannskepnu, sem var komin svo langt í þróuninni, að hún var rófulaus, gat gengið upprétt og að líkindum bablað eitthvert undarlegt mál. Javamaðurinn hefir \verið meðal hinna efnilegri af for- feðrum vorum. Þeir voru fé- lagslyndir, lifðu í smáhópum, sem .skiftust eftir þynþáttum. Allir höfðu þeir lurka og grjót að vopnum. En innrætið og út- litið var ekki frýnilegt, og hvað eftir öðru, og líklega þættu þeir lítt samkvæmishæfir á nútíma- vísu. Nýlega fanst í Suður-Afríku beinagrind úr apamanni í helli einum. Þegar hellirinn var rannsakaður nánar, fanst þar ein tönn úr mannskepnu, sem talin er að vera um 200,000 ára gömul. Sennilega var þetta dýr- mætasta tönnin í heiminum, því að hún var úr manntegund einni, sem verið hefir einskonar milli- liður milli manna og apamanna, forfeðra mannkynsins. Merkilegar ályktanir má draga af rannsóknum, sem gerð- ar hafa vreið í sambandi við slíka fornleifafundi á félagslífi og lifnaðarháttum apamanna. Samfélag þeirra virðist í mörgu hafa verið skipulagt á líkán veg og gerist í einræðisríkjunum nú á dögum. f raun og veru má lesa í félagsháttum apamanna sögu hins fyrsta og frumstæða einræðisskipulags á jörðunni. Samfélag apamanna var gegn sýrt af samskonar fjandskap til alls og allra sem utan kynþátt- arins voru, eins og glymur í gíf- urmælum einvaldsherrana nú á dögum. Það var sama miskun- arlausa kúgunin til þess að vilst. Og alveg eins og í ein- ræðisríkjunum fylgdu apamenn- irnir í auðmjúkri undirgefni for- ingjanum, sem hæst gat öskrað og bezt hafði bareflið. Þessir ættfeður mannkynsins höfðu af engu meira yndi en að skreyta sig. Þeir hengdu um hálsinn allskonar blómviðjar og vafningsjurtir, útskorin bein og marglita steina. Og þegar þeir höfðu skreytt sig, fylktu þeir liði 0g gengu í skrúðgöngu með alls konar tilburðum og ýmiskonar látæði og göngulagi, fyrst hægt og tignarlega og síðan var tiplað og hoppað. Einkennisbúningur, hanagang- ur og fjöldaskrúðgöngur eru því ekki neitt nýtízku uppátæki eins og ýmsir halda. Apamennirnir höfðu hinar mestu mætur á öllu þessu. öll ríki í Evrópu vígbúast nú hvert í kapp við annað af meiri áfergju en nokkru sinni fyr. Lýðræðisríkin eru knúin til þess að reyna að standa einræðisríkj- unum á sporði í þessu. Svo er að sjá, sem allar þjóðir búist í stríð til þess að "“útrýma hver annari. En útrýmingarhernaður er heldur ekki nýr. Hann á rætur sínar og fyrirmyndir aftur í grárri forneskju, eins og ein- ræðisherrarnir. Hann er sá draugur, sem fylgir kynþátta- farganinu. Vér vitum, að skyldir kyn- þættir apamanna fluttu sig af einum hluta jarðar á annan eftir því sem lofslag skiftist eða höf breyttu legu, og voru strádrepn- ir af öðrum kynþáttum, sem þeir höfðu lent á meðal. Vér vitum, að allur sá ætt- bálkur hinna gÖmlu steinaldar- manna, sém nefndir hafa verið Neanderdalsmenn, leið undir lok einhverntíma fyrir 440,000 til 25,000 árum f. Kr. Þeir höfðu sigrað og gjöreytt betur gefnum kynþætti, sem lent hafði meðal þeirra, og svo síðar kom röðin að þeim, að verða máðir burt af jöhðinni. Hver kynþátturinn eftir ann- an hefir þannig verið afmáður í útrýmingarstyrjöldum, frá því löngu áður en sögur hefjast, og sama hættan ógnar mannkyninu enn í dag. Eini munurinn er sá, að áður börðust menn með lurk- um og grjóti, en nú með sprengj- um og eiturgasi. En afleiðing- arnnar eru hinar sömu. Neanderdalsmenn urðu al- dauða en svo virðist sem andi þeirra tóri enn í félagsmálavið- horfi nútíðarmanna. Þróun alda og áraþúsunda hefir breytt apamönnum í nú- tíðarmenn. En á víðáttum Af- ríku og Suður-Ameríku þrífst fjöldi apategunda enn í dag. Og fornfræðingarnir láta sér ekki nægja að leita að steinrunnum beinum í jarðlögum löngu lið- inna tíma til þess að grafast fyrir um uppruna manna og ætt- armót þeirra við hina horfnu apamenn, heldur rannsaka þeir líka siði og félagshætti apanna. Uppgötvanir þeirra benda á ýms atriði, sem eru stórlega at- hyglisverð fyrir oss, menn tutt- ugustu aldar. Miðlulngsapi í flokki kynbræðra sinna hagar isér að ýmsu leyti á sama veg og miðlungsmaður í mergð sinna kynbræðra. Ef ráðist er á einn apa í flokknum fyllist hópurinn óðara ógurlegri æsingu. Þeir öskra allir einum rómi, og því meira sem þeir öskra, því æstari verða þeir, og létta ekki æsingunni og óhljóðunum fyr en þeir örmagn- ast. Þó að meiri hluti apahópsins sé friðsamur ,eru altaf fleiri eða færri óeirðaseggir sem ekki linna látum fyr en þeir hafa komið illindum af stað. Oft verður flokkurinn þannig grip-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.