Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 1
Beer at its best— KIEWEL'S Phone 96 361 iityta* Phone 96 361 QV*' + Country Club * BEER "famous for f lavor" LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN,, 3. MAf 1939 NÚMER31. Margrét Jóhannsdóttir Markússon 5. nóv. 1856—7. apríl 1939 "CVrir tæpum mánuði — 7. apríl -*¦ — á föstudaginn langa, and- aðist að heimili sínu 854 Ban- ning St., hér í bæ, Margrét Jó- hannsdóttir Markússon, á áttug- asta og briðja aldursári, einhver bezt þekta og ástsælasta konan í hópi hinna eldri íslendinga í Winnipeg. Lát hennar kom öil- um óvænt, jafnt skyldum, sem vandalausum, er til hennar þektu, því svo að segja nokkrum dögum áður var hún hin glað- asta og reifasta og engin merki þess sjáanleg, að hún væri á förum, svo fljótt sem raun varð á. Hún bar aldur sinn svo vel, að vel gátu þeir sem ekki vissu annað, álitið hana um sextugt. Hin glaða lund hennar og góðfúsa, þrek hennar og starfsemi, lífsgleði og lífsþrá héldu henni sí-ungri. Það var ávalt bjart umhverfis Margrétu, og með návist sinni dreifði hún skuggunum — skuggum saknað- ar og veikinda* er falla gerðu á vegferð ástvina hennar og ættingja. Hún var altaf að lifa, í stað þess svo margir eru altaf að deyja. Margrét Rakel — en svo hét hún fullu nafni — Jóhannsdóttir Markússon, var fædd, eftir því sem næst verður komist, 5. nóv. 1856 á Tjörn í Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýslu. ¦—¦ Foreldrar hennar voru þau hjón Jóhann Jóhannesson frá Unastöðum í Kolbeinsdal og Guðrún Halls- dóttir hreppstjóra á Reykjum í Hjaltadal Jónssonar á Bjarna- stöðum Jónssonar læknis Pét- urssonar í Viðvík. Þau Margrét og Jóhannes, fyrv. bæjarfógeti í Reykjavík voru því þremenn- ingar að skyldleika, og Anna kona Dr. Valtýs Guðmundsson- ar í Kaupmannahöfn. Tveggja ára að aldri misti Margrét föður sinn, fluttist þá Guðrún móðir hennar vestur í Skagafjörð, með son sinn ung- ann er Hallur hét, og síðar varð bóndi í Garði í Hegranesi, en Margrét varð eftir hjá prests- hjónunum á Tjörn, séra Jóni Bjarnasyni Thorarensen og konu hans og var hún þar þangað til fóstri hennar andaðist 1869. Fór hún þá á eftir móður sinni vest- ur í Skagaf jörð og dvaldi á ýms- um stöðum hjá ættingjum sín- um þangað til Hallur bróðir hennar kvæntist og fór að búa, að hún fór til hans að Garði. Þar var hún þangað til hún gift- ist eftirlifandi manni sínum Jóni syni Markúsar Árnasonar og Filipíu Hannesdóttur, prests að Ríp- Voru þau gefin saman í Garði 30. des. 1882 af séra Árna Þorsteinssyni presti á Ríp. Fyrsta búskaparár sitt bjuggu þau í Garði en fluttust þá að Enni í Viðvíkursveit og bjuggu þar í fimm ár eða þangað til að þau seldu bú sitt og fluttu af landi burt til Vesturheims, 188S, og settust að' í Winnipeg, og hafa búið hér síðan. Eina hálfsystur á Margrét á lífi, Pálínu ekkju Guðmundar G. Goodman í Wynyard, Sask. Tvo börn eignuðust þau Jón og Margrét, er bæði eru búsett hér í bæ: Engilráð Dalman, gift Páli Sigfússyni Dalman og Jó- hann Philip, kvæntur Guðrúnu Ástu Helgadóttur, frá Reykja- vík. Með þessum fáu orðum er að- eins getið helztu æfiatriða Mar- grétar og vantar mikið á að þau geti heitið æfisaga. Lengi vel, meðan vesturferðir voru tíðar, leituðu sveitungar þeirra nýkomnir, fyrsta athvarfs hjá þeim Jóni og Margréti, með- an þeir voru að koma sér fyrir. Þá stóð hús þeirra líka jafnan opið gestum utan úr sveitum, er dvöldu þar dögum saman. Um mörg ár var heimilið á vetrum einskonar stúdentagarður. Þang- að leituðu þeir margir, er af smáum efnum voru að brjótast gegnum háskólanám. Margir þeirra eru enn á lífi, og skipa ýmsar stöður, er minnast munu hins glaða og uppörfandi við- móts Margrétar og hennar móð- urlegu umhyggju. Verður henni' það seint þakkað sem vera ber. Hún var í öllu hin ágætasta kona. Margrét andaðist, sem' að framan er sagt, á föstudaginn langa, 7. april; fór útför hennar fram, þriðjudaginn næstan eft- ir, 11. apríl frá kirkju Sam- bandssafnaðar. Yfir leifum hennar töluðu prestur safnaðar- ins, séra Philip M. Pétursson, og séra Rögnv. Pétursson. Hún var jarðsett í Brookside grafreit og báru sveitungar hennar og vinir hana til grafar. Blessuð veri minning hennar hjá öllum hennar samferða- mönnum, ættingjum og vinum! R. P. Svar Hitlers Ræða Hitlers í þinginu í Ber- lin 28. apríl, og sem aðallega var svar við tillögum Roosevelts for- seta um að þjóðir Evrópu semdu með sér 10 ára frið, var að öllu leyti hreint og beint afsvar alls friðar. Hann telur ekki stríð eða ágengni vaka fyrir þjóð sinni og hafi aldrei vakað, þrátt fyrir það þó hún hafi á skömm- um tíma tekið hvert landið af öðru og þrátt fyrir að Hitler í þessari ræðu heimti Danzig og nýlendum Þýzkalands skilað. — Með tilraun Breta, að slá hern- aðar skjaldborg um Þýzakland, telur hann sig lausan allra mála um flotasamning sinn við þá. Og með því að Pólland sé einn anginn í þessum hernaðarsam- tökum á móti Þýzkalandi, sé friðarsamningunum sem fyrir nokkrum árum voru gerðir, milli Þjóðverja og Pólverja, lokið. En eftir þessar yfirlýsingar kennir þó dálítillar væmni í ræðunni í garð Breta og hann gef ur í skyn að hann geti hlustað á þá, ef þeir hafi nú eitthvað nýtt -við sig að tala. En að Roosevelt beinir hann þeim orðum, að Bandaríkin hafi ekki unnið frelsi sitt sitjandi við borðið og hafi þó Þýzkaland ekki verið aðilinn, sem þau áttu við. Ennfremur telur hann Roosevelt í háði nú, þar sem hann sé búinn að bæta úr öllu heima fyrir, vera farinn að leita að stærra og verðugra verkefni, sem sé því, að bæta allan heiminn. Svar Hitlers til Við komu Friðriks krónprins Danmerkur og íslands til Minneapolis nýlega, var hann boðinn velkominn af Valdimar Björnssyni af hálfu íslendinga vestan hafs og Hjálmar Petersen fyrir hönd Dana. Á myndinni er Mr. Björnsson að taka í hönd krónprinsins, en lengst til hægri á myndinni er Mr. Petersen fyrverandi ríkisstjóri í Minnesota. Roosevelts, er með öðrum orðum ekkert — nema skammir — og þær þess eðlis, að ekki koma málefninu við. Og þá er efni ræðu hans alt talið, nema hvað hann varð auðvitað um leið, að skamma Þjóðbandalagið og Ver- salasamningana og minna þjóð sína á enn einu sinni hvernig hann hafi hafið hana til vegs og valda í heiminum. Manitoba-þingið Eins og getið var um í síðasta blaði, var fylkisþinginu í Mani- toba slitið 17. apríl. Hafði það þá starfað í 40 daga. Þetta var þriðja þing tuttug- asta stjórnartímabilsins, eða þriðja þingið^frá því er kosning fór síðast fram. Það eru þvi ekki líkur til að kosningar fari fram fyr en á næsta ári (1940) í fyrsta lagi. Á þessu ári er varla um þær að ræða. Lögin sem fylkisþingið af- greiddi voru 122. Fyrir þingið voru alls 134 frumvörp lögð, en 12 af þeim voru lögð á hilluna til næsta þings. Hin helztu þessara laga voru stofnun dómstóla til þess að gera út um skuldamál bænda, um eftirlaun stjórnarþjóna, og reglugerð um sölu á bændaaf- urðum, eða á verði og framleið- slumagni á þeinj, til þess að koma skipulagi á markaðinn. Önnur allmerk frumvörp lutu að breytingu á sveita-lögum að því leyti, ao sveitir geti sjálfar tekið fé að láni frá sambands- stjórninni með sömu kjörum og fylkið. Ennfremur að samvinna sé sem bezt við sambandsstjórn- ina í húsasmíðismáli hennar. Breytingu á stofnskrá Winni- peg-borgar, að ráði Goldenberg- nefndarinnar, var frestað þar til á næsta þingi. Eigi að síður hef- ir bæjarráðið leyfi til að nota $1,200,000 úr varasjóði, til ýmsra nauðsynja; verður málið um það frekar atihugað, hve nærri varasjóði bæjarins skuli gengið. Bærinn má skatta bíla og áfengi, eins og hann hefir gert. Bændaláns-lögin verða endur- skoðuð og reynt að innkalla eitt- hvað af skuldunum og leggja svo stofnun þá niður, þar ekkert er nú lánað . Ný lög voru samin er lúta að bólsetningu hesta eða kaupum á bóluefni til varnar svefnsýki í þeim. Þá var gert ráð fyrir sjóðstofnun til rannsókna á kvikfé með því, að stjórninni væri greiddur $1 af hverjum grip, sem seldur var. Gripa- kaupmenn halda honum eftir af verðinu og afhenda fylkisstjórn- inni. VOR Hvert strá fær yl og styrk í dag hver strengur hljómar gleði lag. Því nú er Vor um ver og láð af valdi lífsins skráð. Við upprisunnar megin mátt hið minsta verður frítt og hátt, frá öllum tungum talar f jör og traust, við sældar kjör. Ó fagra Vor með ljóssins laug og lífrænt afl í hverri taug. Þú mýkir lífsins sorg og sár við sól og daggar tár. Þinn andi boðar áframhald með endurlausnar kraft og vald er hrífur sjón og huga manns í hæð til gjafarans. Á meðan væna Vorið grær og vermir mildur sunnan blær, er tíð að hef ja hönd og lund því hröð er æf i stund, og bráðum kemur hinsta haust með húm og kalda dauðans raust, þá verður hver með sjóðinn sinn að sýna reikninginn. M. Markússon Dómstóllinn sem innkallað hefir smáskuldir er námu 50 döl- um áður, innkallar nú upp að $100 f járhœð. ökuhraði í bílum að degi til utan bæja, er 50 mílur á tíman- um, en ekki meira. Sú breyting var gerð á lögun- um um skyldu eiginmanna að sjá fyrir konúm og börnum, að eig- inmaðurinn getur skilið við kon- una neyti hún áfengis að stað- aldri. Veitingin til Manitoba háskóla var hækuð um $50,000 og er því nú $307,000. Áður hefir þingið boðið alt að Kí $600,000 lán eða ábyrgð hverju félagi sem koma vildi hér upp sykurgerð. Það boð stendur enn. Ein all-merkileg löggjöf var sú, að leyfa sveitum að reka olíu- verzlun, ef-þau fýsti og sam- þykt yrði með atkvæðum sveit- arbúa. Þá var samþykt kauphækkun þingmanna og stjórnarþjóna, sem áður hefir verið minst á í þessu blaði. Nemur kauphækk- un stjórnarformanns $950 og annara ráðgjafa $712. Þing- mannakaup hækkaði úr $1674 í $1837, og nær sú umbun til þingstarfsins á þessu ári. Það var ekkert bið á þessari greiðslu. Á milli foringjanna andstæðinga flokka stjórnarinnar var $2200 skift þannig, að Mr. Willis fær $1,200, S. J. Farmer $600 og Rogers, social credit foringi $400. Á milli annara stjórnar- þjóna var fjárhæð skift er nam $207,000. Þessi kauphækkun má stórmerkilega telja í annari eins dýrtíð og nú er. Skemtana skatturinn er nú alt frá $5 til $25 eftir sætafjölda; var áður jafn fyrir alla. Menn frá öðrum fylkjum, er sýna eitt- hvað greiða $25. Sportsfélög greiða $5 skatt af hverjum leik- anda. Áfengislögunum var breytt þannig, að nú má selja 3 flösk- ur af bjór í stað 6 áður. Og bjórsölu tími á degi hverjum er nú til kl. 11 í stað 9 áður; þetta «r yfir alt fylkið. Frá fyrsta maí, verður gild 5 centa verðlækkun á gasolíu, «em keypt er til notkunar við búnað. Veiðimenn og fiskimenn njóta einnig þessara hlunninda. Áætlaðar tekjur á árinu í fylkinu, eru $16,109,837.91; út- gjöld $15,788,897.02. Tekjuaf- gangur er því áætlaður $320,940. fyrir árið 1939-40. En í þessu eru engin útgjöld talin til at- vinnulausra, svo hér er ekki alt sem sýnist. Hydro-kerfi fylkisins á að efla og verja til þess $750,000. Og til þess að yfirfara lög fylkisins á að kjósa nefnd og verja til þess $45,000. Eric Willis fariingi íhalds- manna bar upp eitthvað nærri 40 frumvörp til lagabreytinga, en fá eða engin af þeim voru heyrð. Miss Salome Halldórsson lagði til að peningamál fylkisins væru athuguð með breytingar á þeim fyrir augum er social credit sinnar trúa á. Töldu margir þingmanna það óþarft og aðrir litu á það sem einbera vitleysu. En frumvarp hennar var samt samþykt. Litlu eða engu öðru var komið fram af öðrum social credit sinnum og formaður flokksins sagði ekki einu sinni orð um hagsreiknngana. Miss Halldórsson virðist eiginlega hafa dregið forustuna úr hönd- um þeim og ætti að vera leið- togi flokksins. Olga Jónasson Þessi efnilega íslenzka stúlka, sem myndin hér að ofan er af, er aðeins fimtán ára að aldri. Hún heitir fullu nafni Olga Aðal- björg Jónasson. Faðir hennar var Aðalbjörn Jónasson, smiður, dáinn fyrir tæpum tveimur ár- um. Móðir hennar er Sigríður Finnbogadóttir, Hjálmarssonar, frá Winnipegosis, alþekts fræði- manns og hagyrðings. Olga gengur á Daniel Mclntyre skól- ann og er hin bezta námsmey. Hún hefir þegar ort, allmörg kvæði á ensku, og hafa sum þeirra verið prentuð í árbók skólans. Tvö kvæði eftir hana, tekin af handahófi, birtast hér í íslenzkri þýðingu, og spá þau góðu þegar þess er gætt, hve höfundurinn er kornungur. Er gott til þess að vita, að íslenzka ljóðrænið sýnir^ engin dauða- mörk með hinni ungu íslenzku. kynslóð hér í vesturvegi. G. St. TVÖ KVÆÐI Frumort á ensku eftir Olgu Jónasson TUNGLSKINSVÆTTIRNAR Þær birtast munu mér á ný er mánann sveipa slæðuský. Og rís hann hátt um hvolfin biá með hraða skýin þjóta hjá. Er skuggar leika létt um jörð um lífið nóttin heldur vörð, þá skil eg glöggt og vör þess verð að vættir tunglsins eru á ferð. (Og blómin hneigja höfði lágt, eg heyri ei þeirra andardrátt.) Og líkt og svipir líða fjær í ljósi og skuggum felast þær. Við loft þar skógar brúnin ber í bjarkaskuggann hverfa mér. SLÉTTUBÝLIÐ Fjarst við austurhiminn hneigir höfuð kyrlát morgunn dís. Heiman, langt sem augað eygir öldumynduð sléttan rís. Lágt eg heyri þrusk við þakið þaðan blandast einum róm: draumaþýða dúfnakvakið, dimmum kúabjöllu hljóm. Hér skal enginn orði mæla inst í minni sál eg f inn: að fegurð, ást og sveitasæla sitja vörð um bæinn minn. G. St. Saturday Night Social Club heldur hrífandi kvöldskemtun laugardagskvöldið 6. rftaí; spil og dans og hljóðfærasláttur fyr- ir unga og gamla, allir velkomn- ir. Komið með vini ykkar og léttið af ykkur byrði og þunga dagsins í glaðværum hóp, verð- laun fyrir spil. Enginn inngang- ur settur, en fólk beðið að koma með sína drætti í "fishpond" sem seldir verða á Carnival Tea, þann 13. maí í samkomusal Sam- bandskirkju. Nefndin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.