Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSK.R1NGLA WINNIPEG, 3. MAÍ 1939 Heitnakringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverfum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 Ver5 blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst tyrirfram. Allar borganir sendlsit: THE VIKING PRESS LTD. tJli ylðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Mcnager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published 6 and printed by THE VIKINO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Íian. Telephone: 86 637 aiuiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiltlllilillllllllllilllillllllllllllllllllllllllilllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllilÍl WINNIPEG, 3. MAÍ 1939 þann svip, er eflaust kom miklu til vegar um það, að söngurinn varð áheyrendunum eiginlegur, þýður og samgróinn. Um leið og kvæðin bárust áheyrendunum á öldum tónanna, naut andi þeirra sín, þetta ó- gleymanlega undirspil íslenzkrar náttúru. er áin niðar, sem blóð í'æðum, eins og skáldið segir, svanurinn syngur á heiða- vötunum, sólarlagið slær roða á hafflötinn, blær vorsins vekur blómin í dölunum og fuglarnir kveða alt sem kunna. Þetta og því um líkt á ítök í hjörtum eldri fs- lendinga. Þessir textar úr biblíu íslenzkr- ar náttúru, Ijóma upp endurminningarnar. Að heyra þá í tónum túlkaða, er og verður hverjum sönnum fslendingi ávalt unun. Og fyrir það getum vér trúað því, að fram á varir margra áheyrenda hafi komið óskin til kórsins, sú er felst í þessum orðum Bjarna: Syng þú ungur mest sem mátt meðan hljóð þín fagurt gjalla— BEZTI SÖNGUR KARLAKÓRSINS ER ofmikið sagt, að Karlakór íslendinga hafi farið sigurför með söng sínum v Auditorium s. 1. miðvikudag ? Á því er ekki vafi að áheyrendunum, sem voru nokkuð á sjöunda hundrað, og sem flestir voru landar, hafi aldrei verið betur skemt með söng kórsins, en þetta kvöld. Sá er þetta ritar, er sannfærður um, að þetta hafi verið bezti söngur kórsins og sem um leið má þá einnig líta á sem vott vors og gróanda í 10 ára starfi kórsins. Styður að sjálfsögðu nokkuð að þessu, að þarna gafst kórnum í fyrsta sinni tækifæri að syngja í góðu húsi, í söngsal þar sem söng- kraftar hans nutu sín eins og þeir eiga skilið, en jafnvel þó það hafi gert söng- inn mýkri og viðfeldnari en vanalega, leyndist það ekki að söngurinn var jafn- ari og vissari yfirleitt en áður; kórinn að minsta kosti betur æfður en fyr, ef ekki er um frámför í sönghæfni, teknik, að ræða. Áhrifamestur var söngurinn nú sem fyr 1 Sverrir konungur, lag eftir Sv. Svein- björnsson, raddsett fyrir kór af R. H. Ragnar, og í Landsýn, eftir Edvard Greig; standa þar einnig að baki sögur, sem hug- stæðar eru íslendingum og lífi, manndáð og hreysti blása í þessi verk. Sóló 1 þessum lögum söng Alex Johnson örugt og vel. Með þessum meiri söngvum má og nefna: “Brennið þið vitar”, úr þjóðhátíð- arljóðum Davíðs Stefánssonar, lag eftir Pál ísólfsson. Fýsti marga að heyra kór- inn syngja það. Reyndist og söngurinn áhrifamikill, enda er snildarbragur á lag- inu í heild sinni. Ennfremur mætti með þessum lögum, sem áhrifamest voru í söng kórsns, telja landnámssönginn: “Lýsti sól” lag eftir Sv. Sveinbjörnsson. En svo létu flest eða öll smærri lögin eigi síður þítt í eyra, t. d. Söngfuglarnir, Bára, blá; sólóin þar sungin af Birni Metusalemsson. Og vögguvísan: “Bí, bí og blaka” fór svo vel úr hendi, að hana varð að endurtaka; söng Thor Otto Halls- son sólóna, sem þá “góðu lukku” gerði. Það var að einu leyti, sem kórinn hafði samt “harða lukku”. Sumir af ágætustu tenór-söngvurunum, t. d. óli Kárdal, sem syngja ætluðu, sýktust af kvefsótt sem hér hefir gengið, og urðu vegna þess, að hætta við að syngja. Kórinn er einmitt þarna veikastur fyrir, ef dæma skal nokk- uð um hann. Og það fór auðvitað ekki framhjá þeim á stöku stöðum, þetta kvöld, sem tekniskri gagnrýni beita. Á þessari samkomu mátti þetta því tilfelli heita. En með Itostunum sem hér að framan eru taldir að verið hafi á söng kórsins, er auð- vitað sanngjarnt við það að kannast, að erfiðleikar kórsins hafa lengi verið þeir, að afla sér nægilega voldugs tenórs. Þar stendur kórinn til bóta, eins og að vísu í hinu líka, frá sjónarmiði gagnrýnenda, að þjálfunar raddanna (voice training) og meiri tekniskrar þekkingar er þörf. Að afla sér þessa í dýrtíð, er spauglaust. Ef kórinn eða einstaklingar hans, gætu samt yfirstigið þetta, kæmi það brátt í ljós í fágun og fullkomnun söngsins. “Ár vas alda”, hét einn söngurinn, textinn, sem kunnugt er, tekin úr Völuspá. Lagið hefir Þórarinn Jónsson samið. Með- ferð kórsins á laginu var ágæt, söngurinn heilsteyptur og hátíðlegur. Orð og tónar luku upp fortíðinni. Sannaðist þar enn einu sinni það sem skáldið kvað: Úr forn- öldinni fljúga neistar. Og þetta minnir einnig á val taxtanna yfrleitt við þetta tækfæri af kórnum. Þeir voru svo ramm- íslenzkir (vísurnar og kvæðin) að það setti þjóðlegan íslenzkan svip á þetta söngkvöld, Einsöngva söng Gertrude Newton, fram-. úrskarandi æfð söngkona og á fiðlu lék John Waterhouse, af ágætum smekk og kunnáttu. Voru bæði kölluð fram aftur. Undirspil Gunnars Erlendssonar var nú sem fyr í senn næmt og lífgandi og með snillingsbrag. Og innri eldur söngstjórans, Ragnar H. Ragnar, brann aldrei glaðara en þetta kvöld. Ekki er það svo að skilja að elds- sins hafi ekki orðið vart undir augnabrún- unum og jarpa hárinu flaksandi eins og faxi á fjörhesti við söng kórsins oft áður. En alvaran var sjáanlega meiri en nokkru sinni fyr, og taumhaldsins stranglegar gætt, unz slétt grundin var fram undan og hættulaust og gaman var að láta gamminn geisa. Þessi ágæta stjórn á söngnum hóf hann hvarvetna, svo hann var ekki aðeins jafnbezti söngur kórsins, heldur um leið hinn hátíðlegasti, í bezta skilningi þess orðs. Og í þessu var ekki sízt sigurför kórsins fólgin þetta kvöld. PÁSKARÆÐA SÉRA PÁLS SIG- URÐSSONAR í ÞRIÐJU ÚTGÁFU f fyrra sumar var aldarafmæli séra Páls Sigurðssonar 1 Gaulverjabæ. Til minn- ingar um það hefir Snæbjörn Jónsson bók- sali í Reykjavík gefið út hina frægu Páskaræðu eftir hann í annað og þriðja sinn. Ræða þessi var gefin út í fyrsta sinni 1888, og hefir fyrir löngu selst upp. En til dæmis um vinsældir'hennar má geta þess, að hún mun víða hafa gengið manna á millum í handriti. í marz-mánuði síð- astliðnum gaf Snæbjörn (The English Bookshop, Rvík.) ræðuna út, og seldist upplagið svo ört, að þriðja útgáfa kom i sama mánuði. Þetta er lítil bók, aðeins 40 blaðsíður, prentuð á góðan pappír og með læsilegum stíl. Útgefandi ritar sjálfur all-langan inngang, þar sem hann gerir grein fyrir stefnu séra Páls og nokkrum atriðum úr æfi hans, aðallega eftir heimildum séra Matthíasar Jochumssonar, þar á meðal sendibréfum séra Páls sjálfs. Séra Páll er fyrsti nýguðfræðingurinn, sem nokkuð kveður að í íslenzkum prédikunarstól. — Ræðusafn hans, sem birt var eftir hans dag, varð svo vinsælt meðal alþýðu manna’ að engum er saman að jafna, öðrum en meistara Jóni af fyrri tíðar mönnum og prófessor Haraldi á síðari tímum. Var séra Páll ekki aðeins brautryðjandi nýrrar og heilbrgiðari stefnu í guðfræði, heldur koma fram í ræðum hans þær hugsjónir í sambandi við þjóðfélagsmál, sem mest eru í samræmi við hugsunarhátt frjálslyndra manna og jafnaðarmanna nú á dögum. (Á það var bent af undirrituðum í kirkju- þingsfyrirlestri 1937). Hinn nýji biskup íslands, Sigurgeir Sig- urðsson, ritar nokkur minningarorð um séra Pál. Segir biskup þar meðal annars: “í mínum augum er hann í hópi hinna á- gætustu þjóna íslenzkrar kirkju og kristni. Prédikanir hans tala skýru máli um lotn- ingu hans fyrir Kristni, guði og tilver- unni.” — Er þetta vel mælt, enda er biskup sjálfur frjálslyndur guðfræðingur. Um ræðuna sjálfa þarf ekki að rita langt mál. Hún fjallar um útskúfunar- kenninguna gömlu, uppruna hennar og til- drög, og ástæðurnar fyrir því, að hún enn sé boðuð. Ennfremur tekur höf. til með- ferðar hina fornu kenningu um upprisu holdsins, sem nú er orðin að hjátrú í aug- um mentaðra manna, og loks gerir hann grein fyrir hinum nýrri kenningum um dauðann, dóminn og annað líf, þykir hon- um kirkjan og fólkið alment mun seinna til að leiðrétta hugmyndir sínar um trú- aratriði en skoðanir sínar á öðrum efnum. í flestum atriðum á ræðan við enn í dag. Á stöku stað mundi þó nútímaguðfræðing greina á við séra Pál, sem von er til. Það nær t. d. ekki nokkurri átt að nota lengur hina gömlu flokkun í heiðingja, Gyðinga og kristna menn, eins og unt sé að telja alla heiðingja í einu númeri, — þá er það líka eftirtektavert, að séra Páll er uppi áður en sálrænar rannsóknir eru svo langt á veg komnar, að ísl. prestar geti haft af þeim stuðning, Röksemdir hans eru aðal- lega sóttar til nýguðfræðinnar, eins og hún var að mótast fyrir áhrif biblíurannsókn- anna og annarra trúarbragðavísinda. — Séra Páll átti í stríði miklu við sjálfan sig eftir að hann gerðist prestur, því að gamalguðfræðin var honum utan brautar, en hann var aldavinur séra Matthíasar, og hann útvegaði honum rit eftir W. J. Channing, hinn alkunna Unitaraleiðtoga. Þá var ísinn brotinn. Þannig áttu þessi tvö mikilmenni, Matthías og Channing, þátt í því að gefa íslandi einn af sínum ágætustu andlegu leiðtogum, sveitaprest- inn, sem íslenzk alþýða ásamt biskupi sín- um minnist “með þakklæti”. Jakob Jónsson HóFDRYKKJA—OFDRYKKJA (Meginmál ræðu sem flutt var í Fyrstu lutersku kirkju í Winnipeg, 30. apríl 1939 af séra Valdimar J. Eylands) “Það er rétt að" éta hvorki kjöt, né drekka vín, né gera neitt sem bróðir þinn steytir sig á.” Róm. 13:21. Mér er ánægja í því að verða við tilmæl- um stúknanna “Heklu” og “Skuldar” um það að helga þessa guðsþjónustustund um- hugsun um bindindismálið, og mér þykir vænt um að sjá svo marga af meðlimum þeirra hér stadda. Ber nærvera þeirra vott um áhuga þeirra fyrir málinu, og það að þeir vænta sér nokkurs atbeina frá kirkjunni í baráttunni fyrir hugsjónum sínum. Til þessa stuðnings frá kirkjunni eiga stúkurnar líka fullan rétt. Nú vill svo til að einnig kirkjufélag vort hefir þetta mál á dagskrá sinni. Á síðasta kirkjuþingi var það brýnt fyrir prestum kirkju vorrar að prédika og ræða opin- berlega og á annan hátt um þetta mikla vandamál. Kirkjuþingsályktun í þessa átt, hefir verið óuppfylt á árinu að því er þennan söfnuð snertir. Verður það því að álítast réttmætt og í alla staði tímabært að ræða um þetta mál í kvöld. Er um víndrykkju ræðir á vorum dög- um, er hugtakið oft greint með tveimur orðum: ofdrykkja og hófdrykkja. Orðið ofdrykkja skýrir sig sjálft. Sú tegund drykkjuskapar á fáa formælendur meðal þeirra sem bera nokkra virðingu fyrir per- sónu sinni og manndómi. Um hina svo nefndu hófdrykkju er alt öðru málí að gegna. Um þessa hlið málsins eru skoðan- ir manna mjög skiftar, og mörgum er þetta harla viðkvæmt raál. Nú er það ekki löngun mín að særa nokkurn mann með þessum umræðum. Ekki ætla eg mér heldur að ræða málið frá sjónarmiði stjórnmála eða hagfræði, þó að það nái einnig inn á þau svið heldur frá sjónar- miði trúarlífsins og hinnar kristilegu sið- fræði. Tilfærð orð postulans í bréfi hans til Rómverja gefa mér tilefni að ræða mál- ið frá þessari hlið: “Það er rétt að éta hvorki kjöt, né drekka vín, né gera neitt sem bróðir þinn steytir sig á. Postulinn er mjög hógvær i áminning sinni. Megum vér einnig athuga málið af hógværð og stillingu, en með löngun til að nema og muna það sem rétt er í þessu efni, bæði fyrir Guði og mönnum. Hverjir eru þá talsmenn hófdrykkjunn- ar á samtíð vorri? f þeirri fylking sjá- um vér hóp mætra vel kristinna manna víðsvegar í söfnuðum kirkjunnar. Ekki dettur mér í hug að kveða upp neinn stóra- dóm yfir þeim sem þannig hugsa, né heldur að staðhæfa, eins og sumir bind- indisfrömuðir hafa gert og gera enn, í eldmóði áhuga síns, að það sé ávalt og undir öllum kringumstæðum synd, að neyta áfengra drykkja. Vér erum ekki óminnugir þess, sem líka er þráfaldlega á bent, þessari skoðun til staðfestu, að Kristur sneri vatni í vín, sem síðan var neytt af veizlugestum í návist hans og að postuli Drottins löngu síðar, ráðlagði læri- svein sínum að neyta víns við meltingar- leysi. Ef vér gættum þess að neyta víns- ins, eins og vér mundum gera, ef vér vær- um oss meðvitandi um persónulega ná- vist Krists, mundi enginn hafa neitt út á þá tegund vínnautnar að setja. Að vín- andi er oft notaður sem læknislyf er þá líka staðreynd sem ekki verður hrakin. En jafnvel talsmönnum hófdrykkj unnar meðal kristinna manna gleymist návist Krists þráfaldlega þegar kvölda tekur og á daginn líður, og stundum eru kvillarnir sem vínið á að lækna ímyndun ein. Vel sé oss öllum er vér minnumst þess sem postullinn segir, að efninu til á þessa leið : “Það er ekki rétt að neyta víns ef það verður ein- hverjum veikari bróður til hneykslunar. f hópi talsmanna hófdrykkj- unnar sjáum vér einnig stóran skara kennara og uppeldisfræð- inga. Þeir hafa æskuna í huga. Alstaðar er barist um æskuna, einnig á vígvelli áfengisnautnar- innar. “Það er mesta fásinna, og líka stórskaðlegt segja þessir lærðu menn, “að telja börnum og unglingum trú um að áfengi sé æfinlega voðalegt í afleiðing- um sínúm, án tillits til þess hver drekkur, hversu oft, eða hve mikils er neytt. Unglingarnir komast að því þó síðar verði að allir sem neyta áfengra drykkja verða ekki drykjurútar, verða ekki allir ósiðsamir, verða ekki æfinlega veikir, verða ekki æfin- lega fjarvita. Vilja þessir bræð- ur halda því fram að hófdrykkja sé ekki skaðleg, — og að þá staðreynd megi ekki fela í upp- fræðslu ungra manna um þessi mál. Frá sjónarmiði uppeldis- fræðinnar er þessi kenning vafa- laust rétt, en verður þó að telj- ast harla varasöm, eins og síðar verður að vikið. í hópi talsmanna hófdrykkj- unnar eru allmargir vel þektir vísindamenn. Nefnd merkra lækna og efnafræðinga var sett á laggirnar fyrir skemstu í einu af ríkjum Bandaríkjanna (Vir- ginia). Var hlutverk nefndar- innar að leggja fram álit eða skýrslu um eðli og áhrif áfengra drykkja. Álit þetta skyldi svo leggja fyrir ríkisþingið sem frumvarp til laga um uppfræðslu unglinga í skólum ríkisins. — Nefndin lagði svo fram álit sitt á tilteknum tíma, og mentamála- deild ríkisins lýsti því yfir að skjalið væri vísindalega ábyggi- legt og mjög lærdómsríkt. í skjali þessu er gerð vísindaleg grein fyrir efnasamböndum þeim sem f/rirfinnast í áfeng- um drykkjum, og áhrifunum sem þeir hafa á hina ýmsu lík- amshluta, undir mismunandi kringumstæðum. Nefndarálit þetta kom svo fyrir ríkisþingið á síðast liðnum vetri. Eftir mikl- ar umræður var ákveðið að vísa frumvarpinu frá. Eitt stórblað- ið þar suðurfrá hrópaði með sínu feitasta letri: “Nærri þúsund dollara virði af prentuðum skjölum kastað í eldinn.” — Hversvegna féll löggjöfum rík- isins svo illa nefndarálit þetta, sem gert hafði verið að frum- varpi til laga? Vegna þess að niðurstaða skýrslunnar var þessi: “Það er vísindalega stað- fest að hægt sé að drekka áfenga drykki sér að skaðlausu, ef hófs er gætt.” Þeir sem mæltu á móti því að frumvarp þetta væri gert að lögum um kenslu barna báru engar brigður á að hér væri um vísindalegar niðurstöður að ræða. Þó eru aðrir vísindamenn, jafnsnjallir þeim sem frumvarp- ið sömdu, á öðru máli, eins og síðar er komið fram. Jafnvcl læknum og vísindamönnum ber ekki æfinlega saman. En and- stæðingar frumvarpsins á þingi óttuðust að slíkar niðurstöður, jirtar í nafni, og með innsigli vísindanna, væru blátt áfram hættulegar vegna þess að þær yrðu misskildar af óþroskuðum unglingum. Aðal andstæðingur frumvarpsins á þingi þessu lét svo um mælt: “Það kann að vera vísindaleg staðreynd að hóf- drykkja áfengis sé ekki skaðleg, en eg vil ekki láta kenna tíu ára gömlum syni mínum það.” Eg hefi fjölyrt um frumvarp þetta, vegna þess að vér erum ’hér að fjalla um kjarna þessa máls sem vér berum öll svo mjög fyrir brjósti. Mér virðist að framsögumaður andstæðinga frumvarpsins hafi haft mikið til síns máls. Það er vissulega vara- samt að kenna ungling það í nafni vísindanna að það sé alveg óhætt að drekka áfengi hóflega. f þessu máli, e_f til vill öllum öðrum málum fremur er svo vandratað meðalhófið. Sumt fólk er þannig gert að það getur ekki drukkið í hófi. Einn sopinn býður öðrum heim þangað til menn missa alt vald yfir sjálf- um sér, gleyma manndómi sínum og guðlegri köllun til lífsins. Ennfremur eru margir meðal vínsalauna og bjórstofustjór- anna í orði kveðnu talsmenn hóf- drykkjunnar. Þeir auglýsa mjög kænlega. Þeir hengja hóf- drykkjuauglýsingar á veggi búða sinna og í bjórstofurnar. Fljótt á»litið kemur þetta fyrir sem hógvær siðferðisprédikun. í insta eðli sínu er það aðeins slæleg viðskiftaauglýsing. Vín- salarnir nota sálfræðilega aðferð til að taka vopnin úr höndum veikgeðja vesalinga sem eru að berjast við sinn innra mann. Þarna sjá þeir sama boðskapinn og þann sem til þeirra kom úr hehbúðum vísindanna, á skóla- bekkjum uppeldisfræðinganna, og í fordæmi og orðaræðu sumra lærisveina kirkjunnar. “Af á- vöxtunum skulið þér þekkja þá,” segir Kristur. Hverjir eru þá ávextirnir af prédikunum og dæmi postula hófdrykkjunnar ? Hvar fyrirfinnast þeir? Farið í hegningarhúsin og þér sjáið þá þar. Farið á vitfirringahælin, og þér sjáið þá þar. Farið á fá- tækraheimilin, munaðarleys- ingjastofnanir allskonar, á gam- almennahælin og þér munið finna fjölda af fórnarlömbum hófdrykkjunnar þar. Hófdrykkj- unnar? Já, og aftur já! Að vísu eru ekki allir ávextir hóf- drykkjunnar á þessum stöðum. Margir eru nógu siðferðilega sterkir til að vera hófsemdar- menn í vínnautn alla æfi. En hinir eru miklu fleiri, sem byrja með hófdrykkju, en enda með ofdrykkju, armæðu og ótíma- bærum dauða. Eitt af allra svakalegustu sárum mannkyns- ins stafar einmitt af áfengis- bölinu — af því að þeir sem [ ætluðu sér að verða hófdrykkju- menn urðu ofdrykkjumenn. — Þetta er því niðurstaða hugleið- inga vorra: Þó það kunni að vera talið óvísindalegt, og harla gamaldags, ber oss heilög skylda til þess vegna sjálfra vor, og þeirra sem oss er trúað fyrir til uppeldis og umsjónar að kenna þeim með orðum og dæmi að halda sig frá nautn áfengra drykkja. Þessi niðurstaða er ekki að- eins sprottin upp úr reynslu og athugun á gangi þessara mála með samtíð vorri, heldur er hún ávöxtur af anda hinnar kristnu trúar, 0g í samræmi við kenning postulans um kristilega sjálfsaf- neitun. “Það er rétt að éta hvorki kjöt né drekka vín, né gera neitt, sem bróðir þinn steytir sig á.” Vér skiljum þessa áminning aðeins í hinni sögulegu umgerð sem hún stendur í. — Postullinn er hér að tala um hið nýja frelsi, sem kristnum mönn- um er gefið. Þeir eru ekki lengur þrælar lögmálsins, af því Kristur hefir leyst þá undan því. Sumir skilja þetta ekki enn til fulls, eru harla blendnir í trúnni, og vilja halda sig við hin fornu á- kvæði um mat og drykk. Hver skyldi þá afstaða hinna sem sterkari voru og skilningsbetri ? Var notkun hins nýfengna frelsis einhverjum til ásteytingar? Ef svo var, bar mönnum skylda til að neita sér um þá tegund frels- is sem hneykslinu olli. Jesúai lagði lífið í sölurnar fyrir sam- ferðamenn sína til þess að frelsa þá. Eiga þá ekki lærisveinar hans að hafa siðferðilegt þor, og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.