Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. MAÍ 1939 RISADALURINN Henry Poundstone reyndist að vera einn á fremur fátæklegri skrifstofu í Cardigan bygg- ingunni. Buck hafði fast sctt sér að borga hon- um niður fyrir tilvonandi starf þúsund dali, eða meira, en þegar hann hafði séð Henry ákvað hann að hafa það ekki meira en tvö hundruð og fimtíu dali. Hinn ungi Poundstone var ljós- hærður og veiklulegur með stór kringlótt gler- augu, með mjög afturdregna höku. Hann var alluh í uppnámj^er þessi skjólstæðingur birtist, svo að Buck áleit að borgarstjórinn hefði sím- að honum, að hann fengi viðskiftavin og afleið- ingin af þeirri fágætu frétt, væri sú að hann gat varla talað af geðshræringu, þess vegna tafði hann ekki lögmanninn á jafn miklum smámunum og samningum um laun, heldur ritaði út ávísun fyrir tvö hundruð og fimtíu dölum, fékk honum hana með einu af þessum þýðu brosum og sagði: “Jæja, Mr. Poundstone, nú getum við snúið okkur að efninu. Þessi niðurborgun er ekki mikil, en verkið sem hún er greidd fyrir er það ekki heldur. Síðar meir, ef störf okkar aukast hér, þá búustum við auð- vitað við að semja um hærri borgun og fasta laun, eins og allir lögmenn félags vors fá. Eg yona að yður sé það nægilegt.” “Já, þó það væri nú, stamaði ungi maður- * „ 99 ínn. “Jæja, látum okkur þá komast að efninu.” Buck dró út úr leðurtösku skjalasafn mikið og sagði: “Eg hefi hér samning landeigendanna á því svæði, þar sem N. C. & 0. járnbrautin á að leggjast. Þar sem þeir lofast til að gefa járnbrautarfélaginu innan árs frá þessum tíma, löglegt eignarbréf fyrir landi undir járnbraut- ina, en því er nákvæmlega lýst í þessum skjöl- um. Nú þarf eg að fá þessa fullnaðar samninga útbúna til undirskrifta, svo að þeim verði þing- lýst eins fljótt og mögulegt er.” “Þeir skulu vera tilbúnir um þetta leyti á morgun,” svaraði Henry. Henry yngri var nú hnakkakertur í fyrsta sinnið síðan hann fór að fást við lögmensku í Sequoia, en það voru sex mánuðir. Það var óvenjulegt sigurhrós í bláhvítu augunum hans er hann sentist inn í skrifstofu föður síns í ráð- húsinu. “Heyrðu, pabbi!” hrópaði hann fagn- andi. “Eg hefi loksins matað krókinn og veitt stórfisk.” “Farðu þér nú hægt drengur minn, mundu að eg sendi þér þennan fisk,” svaraði faðir hans með blendnu brosi. “Hvað átt þú að gera fyrir Ogilvy og hvað hátt kaup geldur hann þér?” “Eg á að útbúa fyrir hann samninga um landið undir brautina. Venjulega er goldið fyrir þetta fimtán dalir, en hann fékk mér tvö hundruð og fimtíu. Pabbi, það er meira, en þú hefir á mánuði fyrir að vera borgar- stjóri.” “Jæja, það eru ekki slæm laun, svona til að byrja með, en það væri ekki nein laun í San Francisco.” “Lestu þetta,” sagði Henry og ýtti gulu símskeyti upp að nefinu á bæjarstjóranum. — Hann lagaði á sér gleraugun og las: “Nauðsynlegt að farið sé af stað með brautina strax. Svartsýni fólks í umhverfinu skaðvænleg, dráttur hættulegur. Verðum að reynast vel trausti vina okkar í New York. — J. P. M. krefst að fá að vita hvernig aðstaða bæjarráðsins í Sequoia sé gagnvart okkur. — Hittu þá strax og fáðu bráðabirgðar leyfi ef mögulegt er að fara yfir Vatnsstræti og B stræti og leggja sporið eftir Framstræti. — Samningar þínir við Cardigan, að nota bryggju braut hans og höfn samþykt af stjómamefnd- inni, en álitið rán dýrt. Ef það er skoðun þín, að ævarandi leyfi, verði ekki rándýrt þá byrj- aðu strax á undirbúnirfgi þess að fá það í gegn. Notaðu starfskraftana, sem eru fáanlegir í grendinni. Fæ ekki fullkomlega lýst nauðsyn- inni að hraða þessu þar sem brautin verður að byggjast á þrem árum, eigi áætlun vor að hepnast og tíminn er stuttur. Skýrðu þetta jtarlega fyrir bæjarstjóminni og símaðu mér svo á morgun.” Hockley Borgarstjórinn sá að þetta símskeyti hafði komið þennan dag, og var til Buchanan Ogilvy, Sequoia gistihúsinu í Sequoia, Calif. Einnig sá hann, að það hafði verið sent frá San Fran- cisco eftir heimsóknina til hans. “Ah-ha!” sagði hans hágöfgi. “Þessvegna. mintist hann ekki á þetta við mig er hann kom hér í dag. Er hann kom heim fann hann símskeytið og fór af stað undir eins. Það veit Júpíter, að þetta virðist vera alvara. Henry, hvemig komst þú yfir þetta skeyti?” “Það hlýtur að hafa flækst inn í skjölin, sem Ogilvy fékk mér. Eg fann það á borðinu þegar eg var að raða þeim niður, og þar sem eg er lögmaður N. C. & 0. hikaði eg ekki að lesa það.” “Jæja, ekki nema það þó. Hver skyldi þessi Hockley vera. Heyrði hans aldrei getið í sam bandi við N. C. & O.” “Það gerir ekkert til um Hockley,” svar- aði Henry drýgindalega, “þó að eg þyrði að veðja, að hann er einn þessara ríku í Wall Street og líklegast einn af varaforsetum J. P. M. J. P. M. er auðvitað maðurinn á bak við þá.” . “En hver fjandinn er þessi J. P. M.?” Henry brosti af meðaumkun yfir fáfræði og sakleysi föður síns. “Jæja, hvernig væri að geta til, að það væri J. Pierpont Morgan?” spurði hann. “Ja, fari það í logandi!” sagði Poundstone borgarstjóri og kiptist við eins og hann væri bitinn af slöngu. “Eg skyldi segja að þú hafir fengið á krókinn. Drengur, þú hefir veitt heilan hval!” Og borgarstjórinn blístraði lágt af fögnuði og undrun. “Að hugsa sér, að þú skyldir komast inn undir hjá slíkum hákörlum. Afskaplegt, reglulega afskaplegt. Sagði Ogilvy nokkuð um framtíðarstarf fyrir þig?” “Já, eg held nú það. Sagði að ef eg reynd- ist vel, mundi hann ráða mig og gjalda mér sömu fastalaunin og öðrum lögmönnum félags- inns.” “Já, það væri betra fyrir hann líka að ráða þig! Eg hafði hugmynd um að þessi fugl, hann Ogilvy vissi hvoru megin sneiðin væri smurð og hver smyrði hana.” “Gæti eg útvegað Mr. Ogilvy þetta bráða- birgðarleyfi, sem minst er á í símskeytinu, þá gæti það hjálpað mér að komast inn undir hjá J. P. M.”, sagði hinn efnilegi sonur. Það væri nú líka amalegt að komast inn sem lögmaður hjá Morgans félaginu. Eða hvað?. Heyrðu, þeir borga þeim ekki minna en fimtíu þúsund dala árslaun.” “Ná því, ná því!” öskraði faðir hans. “Eg hefði nú haldið það! Eg skal sýna J. P. M. og hans flokki, að þeir tóku alminlegan mann þegar þeir réðu þig fyrir lögmann sinn í Se- quoia. Eg ætla að kalla saman aukafund í þessu bæjarráðsskrífli mínu og drífa þett^ bráðabirgðar leyfi í gegn, áður en þú telur upp að tíu!” i “Eg skal segja þér hvað við skulum gera,” sagði Henry. “Eg skal semja þetta bráðabirgð- ar leyfi í kvöld og við skulum svo láta sam- þykkja það, segjum klukkan tíu í fyrramálið, án þess að minnast á það við Mr. Ogilvy. Þeg- ar bæjarritarinn er búinn að undirrita og vott- festa það, og innsigli bæjarins er komið á það þá ætla eg að taka það svona ‘eins og ekkert sé um að vera með mér og fá Mr. Ogilvy það. Auðvitað fellur hann í stafi af undrun og spyr mig hvernig eg hafi fengið þetta og----” “Og þú setur upp undrunar svip,” hélt faðir hans áfram — “rétt eins og þú skiljir ekkert í hvað hann sé að fara. Láttu hann endurtaka orð sín, þá segir þú: ‘ó, það! Það er ekki neitt, Mr. Ogilvy. Eg fann símskeytið í skjölunum, sem þér skilduð eftir, las það, og leit svo á, að þér hefðuð skilið það þar eftir til að láta mig skilja hvar fiskur lægi undir steini, og eg gæti náð í leyfið fyrir yður. Hér norðurfrá er það ætíð venjan að fá lögmann til að ná í leyfið, svo eg hugsaði ekkert meira um þetta, en fór og fékk leyfið handa yður. Sé það ekki rétt, hvað, þá skal eg fara og gera það rétt.” Poundstone gamli gaf syni sínum olnbogaskot í síðuna og deplaði augunum. — “Láttu hann fá þá hugmynd að þú sért vel vakandi og hugsir um störf þín.” “Láttu þinn einlægan sjá um það,” svar- aði Henry. Faðir hans tók nákvæmt eftirrit af sím- skeytinu. “Hm!” rumdi í honum. “Vilja fara yfir Vatnsstræti við B og leggja brautina út Fram- stræti. Eg er viss um að enginn hefir út á það að setja. Ekkert nema vöruhús og timbur- staflar á þeirri leið. En þegar eg fer að hugsa um þetta, þá rís Pénnington upp á afturfót- unum gegn þessu. Hann mun óttast að neist- arnir frá N. C. & O. kveiki í viðnum sínum, og honum mun ekki lítast á að þurfa að setja hlið þar og hafa varðmann, en hann verður að borga helminginn af þeim kostnaði.” “Hann verður á móti því af öllum mætti, vegna þess að á fundi timbursalanna, var minst á N. C. & O. og Pennington talaði á móti því. Hann sagði að N. C. & 0. ætti að fá mótbyr ef það væri löglegt fyrirtæki, sem hann efaði vegna þess að eðlilegasta leiðin fyrir járnbraut væri sunnan að frá Willits, í Mendocino hér- aðinu til Sequoia. Hann sagði að N. C. & O. næði ekki til aðal rauðviðarskóganna og sín járnbraut gæti flutt að brautinni að sunnan. Eg segi þér satt, hann verður algerlega móti þessu.” “Þá segjum við honum ekkert frá þessu, Henry. Við höldum þennan aukafund og gleymum að bjóða fréttariturunum. Þegar þessu er öllu komið fyrir, getur Pennington rifist alt sem hann vill. Við látum ekki slíkt tækifæri sem þetta ganga úr greipum okkar, án þess að ná í stélið á því. Nei, óekkí.” “Ekki mikið!” sagði Henry alvarlega. Og svo varð það. Alt bæjarráðið var við- statt nema Thatcher, sem var veikur. Yates félagi hans var viljugur til að gera alt sem í hans valdi stóð til að hjálpa hinni langþráðu járnbraut. Hann hafði því ekkert á móti því að veita sextíu daga bráðabirgðar leyfi. Hann var altof vanur að fylgja Thatcher að málum, en hina í bæjarráðinu þekti hann vel og var mjög tortrygginn gagnvart þeim. Hann stóð því upp á fundinum og benti á, að þótt hann og margir aðrir merkisborgarar í þessum bæ þráðu að sjá járnbrautina koma, þá væru það samt margir, sem bentu á þá hættu að veita hjálp og uppörfun flokk ábyrgðarlausra manna og fasteignabraskara. N. C. & 0. gæti vel verið skálkaskjól slíkra manna, er ætluðu sér með þessu að koma af stað fasteignasölu og hækka verð skóganna, sem Trinidad viðarfélagið ætti, en ef svo væri fyndist sér betra fyrir bæjar- ráðið að hafa vaðið fyrir neðan sig, og gefa hinu fyrirhugaða járnbrautarfélagi bráða- birgðarleyfi er næði aðeins yfir þrjátíu daga. Ef að félagið sýndi á þeim tíma, að því væri alvara að hefjast handa, skyldi hann með á- nægju greiða atkvæði með framlengingu leyf- isins um þrjátíu daga, svo hægt væri að koma ævarandi leyfi í kring á löglegan hátt. Þessi aukatillaga fékk góðar undirtektir borgarstjóra og lét hann þær í ljósi til að styrkja hina fjóra, sem óslitið fylgdu honum. En í raun og véru var hann hræddur við að snúast gegn Yates í þessu einfalda máli, hann óttaðist sem sé að Yates kynni að reiðast og fara með málið í blaðið. Það var venja hans. Borgarstjórinn áminti því bæjarráðið um nauðsynina, að þessi samþykt f*ri leynt fyrst í stað, bar síðan upp tillöguna eins og hún var með breytingartillögu Yates og var hún samþykt í einu hljóði. Klukkan hálf tólf á fimtudaginn, kom Henry Poundstone með leyfið og samningana, sem hann hafði unnið að meiri hluta næturinn- ar, til Ogilvys þar sem hann átti heima á gi-sti- húsinu í Sequoia. Buck átti bágt með að dylja undrun sína þegar Henry rétti ihonum leyfið eins og ekkert væri um að vera. Reyndar hafði hann komið hinu falsaða símskeyti fyrir milli skjalanna, en hann hafði aldrei búist við, að þeir feðgarnir mundu gleypa það svona með húð og hári. Hann hafði aldrei búist við öðrum árangri af þessari ágætu hugmynd sinni, qn þeim, að Henry sýndi föður sínum bréfið og að gamli maðurinn fengi vingjarnlegar tilfinning- ar gagnvart N. C. & O., ásamt voninni um góða stöðu fyrir son sinn, ,sem hálaunaðan lögmann félagsins. Þegar hann náði valdi yfir sér, horfði hann með aðdáunar augum á Henry Poundstone. “Mr. Poundstone,” sagði hann alvarlega. “E£ hefi hitt marga bráðgáfaða lögmenn á æfi minni, en þér eruð eins og skínandi stjarna saman borin við þá. Væri yður sama þótt þér segðuð mér hvernig þér fóruð að því að ná þessu leyfi og hvers vegna þér fenguð það án sérstakrar beiðni frá mér?” Henry reyndi af öllum mætti að sýnast undrandi. “Hvað þá?” sagði hann. “Þér gleymduð símskeyti um þetta efni hjá mér. Eg hélt að þér skoðuðuð símskeyti þetta sem næga skýringu, eða hefðuð gleymt að nefna við mig um leyfið. Eg vissi að þér eruð önnum kafnir, svo að €g vildi ekki tefja yður á þessu; eg fór því og lagði inn beiðnina fyrir yður. Var það rangt af mér?” “Vissulega ekki. Það er alveg dásamlega rétt af yður. En hvernig komuð þér þessu í gegn?” Henry glotti. “Faðir minn er vélameistar- inn,” sagði hann hreinskilnislega. “Ef þér þurfið að fá leyfið framlengt, þá skuluð þér sjá mig. En nú sem stendur veit enginn um þetta eða fær um það að vita. Mér datt í hug að Pennington ofursti kynni að verða yður þrándur í götu þarna á vegamótunum, svo Buck Ogilvy rétti út hendina til að blessa yfir hann og lagði hana svo blíðlega á öxl Henrys, sem titraði af eftirvæntingu með hjartað í hálsinum meðan hann beið eftir yfir- lýsingu hins mikla Ogilvys. ' “Kæri Poundstone,” sagði ihann alvarlega. “Eg er ekki gleyminn þegar einhver sýnir slíka snild af sér og þér hafið sýnt. Á sínum tíma mun eg------” Hann brosti einu þessu fallega brosi sínu. “Þér skiljið auðvitað að eg tala aðeins fyrir sjálfan mig og get engin ákveðin loforð gefið yður. Samt sem áður—” Hann brosti á ný. “Ætla eg bara að segja þetta, að þér munuð duga!” “Þakka yður fyrir,” sagði Henry Pound- stone yngri. “Þakka yður kærlega fyrir.” XXVII. Kapítuli. Þrjátíu ára reynsla í fjármálaheiminum, hafði kent Seth Pennington ofursta það, að þýðingarlaust var að þreyta heilann við að hugsa árangurslaust um leyndardóma. Um æfileiðina hafði hann stundum þurft að eiga við ýmiskonar stjórnarvöld og vissi dálítið um aðferðirnar við þau. Þar hafði hann kynst þeim sannleika, að besta vopnið til sóknar gegn fjandanum er eldurinn. Margsinnis hafði hann haft bæði gagn og gaman af því, að vita hvernig ýmsir menn eyddu fé sínu og tíma, og þar sem hann var sjálfur ætíð önnum kafinn varð hann að fá einhvern annan til að smala þessum fróðleik fyrir sig. Þegar N. C. & 0. félagið fór að halda vöku fyrir ofurstanum, þá vissi hann að eina ráðið til þess að njóta nætur hvíldarinnar var að fá sérfræðing til að kanna þennan leyndardóm. Á liðnum árum hafði honum reynst spæjarafélag eitt hið þarfasta þing auk sumra hinna miklu verzlunarfélaga, því sneri hann sér nú til þessara trúu og þörfu þjóna, til að fá nægilega og langþráða útskýringu á þessum Norður Californíu Ófögn- uði! útskýringin sem hann fékk frá Dun og Bradstreet var óljós og ófullnægjandi. Þeir gátu engar skýringar gefið viðvíkjandi fjár- hag N. C. & 0. Ennþá sem komið var, hafði félagið enga skrifstofu, en málefni þeirra í San Francisco var í meðferð merks lögmanns, sem hafði neitað að gefa nokkrar upplýsingar en lofað þeim síðar. Stjórnarnefnd félagsins var þessi lögmaður, hinir tveir skrifstofuþjónar I' hans, ritarinn hans og Mr. Buchanan Ogilvy. Höfuðstóll félagsins var fimm miljón dala, sem skift var niður í jafnmörg hlutabréf. — Fimm hlutabréf höfðu verið seld á einn dal hvert. Hann fékk eftirrit af löggildingunni/ en um það hafði hann áður lesið í blöðunum. “Þetta er eitthvað bogið,” sagði ofurstinn við fulltrúann sinn, “og eg er sannfærðari um það en nokkru sinni áður, að þetta er bragð Trinidad félagsins til að selja skógana sína, en það getum við ekki horft á þegjandi vegna þess að áður en langt um líður, hljóta þeir að átta sig og selja okkur ódýrt. Svolítil framlenging járnbrautarinnar okkar nær inn í skógana þeirra, þessvegna erum við þeir einu, sem geta haft gagn af þeim og* ættum að hafa ráð þeirra í hendi oss. En að vera viss um hlutina, er eina ráðið til að verða ánægður. Símaðu til San Francisco og fáðu spæjarafélagið, sem njósnaði í síðasta uppskipunarmanna verk- fallinu, til að senda okkur, tvo sinna bestu njósnara og láta þá koma hingað með næstu ferð, og koma strax á minn fund.” Þegar njósnararnir komu gaf ofurstinn þeim stuttar og skýrar skipanir. Eg vil fá að vita alt sem hægt er að vita um mann að nafni Ogilvy, sem er nú hér norður frá áð kaupa land undir N. C. & O. járnbrautina. Finnið hann, fylgið honum allan daginn, og færið mér daglega fréttirnar.” “Það var auðvelt að finna Buck. Annar njósnarinn fékk vinnu hjá honum, en hinn hafði auga á Ogilvy og skrifara hans. Frá- sögnin um athafnir þeirra fræddi ofurstann ekki mikið, fyr en fyrsta daginn, sem Buck kom heim til Sequoia. Þá fékk ofurstinn ritaða skýrslu, sem kom honum til að setjast upp. Skýrslan var á þessa leið: Ogilvy var í herbergi sínu þangað til kl. 12 á hádegi. Fimm mínútum eftir 12 fór hann of- an í borðsalinn, en fór þaðan kl. 1 e.h. til skrifstofu Cardigan timburfélagsins. Njósnar- inn, sem faldi sig á bak við timburhlaða, sá inn í skrifstofuna. Eftir því að dæma hvernig Bryce Cardigan og hann heilsuðust, er það álit njósnarans, að þeir hafi ekki hitst fyrri. Ogilvy dvaldi inni í skrifstofu Cardigans hálftíma, öðrum hálftíma eyddi hann í samtali við dökk- hærða stúlku í aðal skrifstofunni. Er hann kom til gistihúss síns, ritaði hann fáein bréf í setustofunni; kl. 3 e. h. var hann kallaður að símanum, tveim mínútum síðar flýtti hann sér yfir 1 Cardigans skrifstofuna, fór inn í einka- skrifstofuna án þess að vera boðið þangað; kom þaðan fáum mínútum síðar og gekk hægt í þungum þönkum. Þar sem B stræti og Cedar stræti skerast, smelti hann fingrunum og flýtti sér að 'símabyggingunni, og talaði við einhvern langt í burtu. Hann bað um skrif- stofu Cardigans í San Francisco. Hann lauk , símtalinu 3.32, hélt þaðan til ráðhúsinss og fór inn í skrifstofu borgarstjóra 3.43, og kom þaðan út 4.10. Hann fór síðan heim í gisti- húsið, sat í forstofu þess uns hann fékk sím- skeyti 4.40, því næst fór hann inn í klefann og símaði einhverjum, þaðan kom hann 4.43 og fór inn í herbergi sitt. Hann kom þaðan 4.46 og flýtti sér yfir á skrifstofu Henry Pound- stones lögmanns. Þar var hann þangað til kl. 4.59 og hélt svo hægt heimleiðis, og bar svo- litla leðurtösku. Hana hafði hann líka þegar hann fór til skrifstofu Poundstones.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.