Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 3. MAÍ 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA FASISTAR NÆSTUM ÞYÍ ÞURKAÐIR ÚT AF ÞINGI 1 BELGÍU Kosningarnar, sem fram fóru í Belgíu 2 apríl, hafa næstum því þurkað rexistana — hinn belg- iska fasistaflokk — út af þingi. Þeir höfðu áður 21 sæti í full- trúadeild þingsins, en töpuðu 17 þar af, svo að þeir hafa nú að- eins 4. Annars unnu hinir borg- aralegu miðflokkar, frjálslyndi flokkurinn og kaþólski flokkur- inn, lítið eitt á, en jafnaðarmenn töpuðu fáeinum sætum. Eftir kosningarnar er full- trúadeild þingsins þannig skipuð (tölurnar í svigunum sýna þing- sætafjölda flokanna fyrir kosn- ingarnar): Kaþólski flokkurinn —73 (63) Jafnaðarmenn .........64 (70) Frjálsl. flokkurinn ....33 (23) Rexistar ............. 4 (21) í öldungadeild þingsins hefir kaþólski flokkurinn, sem nú er sterkasti flokkur þingsins, bætt við sig 4 nýjum sætum, og frjálslyndi flokkurinn 5. Það vekur mikla eftirtekt, að í héraðinu umhverfis Eupen og Malmedy, við austurlandamærin, sem Belgía fékk frá Þýzkalandi eftir heimsstyrjöldina og kosið var á milli belgisks og þýzks frambjóðanda, var belgiski framþjóðandinn kosinn með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða.—Alþbl. 3. apríl. ÁNÆGJULEG STUND Samkoma sumardagsins fyrsta í Sambandskirkjunni, 20. apríl síðastl., var í alla staði hin á- nægjulegasta. Mrs. Skaptason, forseti kvenfélagsins, stjórnaði samkomunni. Pálmi Pálmason, hinn góð- kunni fiðluleikari, var fyrstur á skemtiskránni. Þá söng Pétur Magnús, söngstjóri Sambands- kirkjunnar tvö lög, ágætlega_ vel. Barnakór frá General Wolfe Junior High School, söng þar nokkur lög, undir stjórn Miss Esther Lind. Var mjög ánægju- legt að sjá og heyra hve börnin voru vel æfð og samstilt. Þá flutti dr. Rögnvaldur Pét- ursson fagra og fræðandi ræðu um sumarfagnað íslendinga að fornu og nýju. Hefir “Heims- kringla” birt ræðuna. Miss Ragna Johnson, dóttir þeirra Gísla og Guðrúnar Finns- dóttir Johnson, söng tvö lög. Rödd Miss Johnson er hljómfög- ur og hrein, og fór hún vel með bæði lögin, sem hún söng. Vona eg að hún skemti oftar með söng sínum. Ragnar Stefánsson las skemti- sögu. Er Ragnar einstakur upp- lesari að því leyti, að hann lærir sögurnar orðrétt utanað og leik- ur éfni þeirra svo vel, að lærður leikari gæti ekki gert það betur. Að samkomunni afstaðinni var sezt að höfðinglegum veit- ingum sem kvenfélagskonurnar framreiddu. Það er eitthvað há-íslenzkt og ánægjulegt við það að koma saman á sumardaginn fyrsta og fagna sumrinu. Davíð Björnsson HITT OG ÞETTA Um fátt eru nú meiri getgátur en það, hvert sé næsta markmið Hitlers og hvaða ríki hann ætli næst að leggja undir yfirráð Þýzkalands. f þessu sambandi rifjar enska blaðið News Chronicle það ný- lega upp, að þegar tékkneska lögreglan framkvæmdi húsrann- sókn á bækistöðvum Henleins- flokksins í Prag s. 1. vor, fann hún meðal annars lista yfir fyr- irhugaða landvinninga Þjóð- verja. Hann hljóðaði á þessa leið: Vorið 1938: Austurríki. Haustið 1938: Tékkóslóvakía. Vorið 1939: Ungverjaland. Haustið 1939: Pólland. Vorið 1940: Júgoslavía. Haustið 1940: Rúmenía, Búl- garia. Vorið 1941: Frakkland, Sviss, Luxemberg, Holland, Belgía, Danmörk. Haustið 1941: Ukraina. Þannig átti að halda áfram og vorið 1948 var gert ráð fyrir því að öll Evrópa og Litla-Asía lyti yfirráðum Þjóðverja. * * * í litlu 'þakherbergi í New York fanst lík af öldung einum, er dáið hafði úr hungri, eftir því sem læknirinn sagði, er skoðaði líkið. Þetta gamalmenni hafði legið veikt í langan tíma, en átti ekki einn einasta eyri til að kaupa sér mat fyrir. Enginn skifti sér af sjúklingnum og svo dó hann úr sulti. Það einkennilega við þetta er það, að þessi maður — hann hét Alexander Mailschew — var yfirmatsveinn Rússakeisara. — Furstar, konungar og keisarar, er sátu í hirðveizlum Rússakeis- ara, dáðust að matartilbúningi þessa manns, og ef til vill hefir enginn maður átt völ á meiri né betri mat en hann. í bylting- unni flýði haon, gat unnið fyrir sér í Ameríku meðan hann var heill heilsu, en nú er hann dá- inn úr hungri. Einkennileg ör- lög. * * * Canadiski iðjuhöldurinn Sir Robert Horn þjáðist af svefn- leysi og þótt hann fteri eftir ráð- leggingum óteljandi lækna og notaði öll þau svefnmeðul, sem fáanleg voru í lyfjabúðum, var alt árangurslaust. Hann fékk sér meira að segja dáleiðslu- mann, en það dugði ekki heldur. En einu sinni var hann á ferð í járnbraut og sofnaði þá óvenju vært. Þettá varð til þess, að hann tók upp á því, að ferðast með járnbrautum allar nætur og svaf altaf prýðilega. Þetta hafði að vísu ekki aðeins mikinn kostnað í för með sér, heldur einnig mikil óþægindi, því að annan hvern dag var hann altaf staddur mörg hundruð mílur frá skrifstofum sínum. Nú hefir hann látið búa sér til sérstakt rúm heima hjá sér, sem skröltir og hossast, og síðan sefur hann eins og steinn. * * * Eskimóarnir á Lawrence-eyj- unni (ca. 150 km. frá Alaska- ströndum) hafa öðlast nýja hjónabandslöggjöf, sem gerir hjónaböndin mun auðveldari en áður ýar. Áður þurftu menn- irnir, sem kvæntust, að vinna í fjögur ár hjá væntanlegum tengdaföður sínum, áður en hann fékk að gifta sig. Nú hefir þetta verið fært niður í eitt ár. Ennfremur 'hefir hjónabands- löggjöfin verið endurbætt að því leyti, að nú má fólk giftast, ef það sjálft langar til þess, en áður voru foreldrarnir einir, sem höfðu vald til að ákveða hjóna- böndin — og börnin urðu að hlýða. INNXOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth.......................;......J. B. Halldórsson Antler, Sask........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Elriksdale.............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli................................................K. Kjernested Geysir..............................:.Tím. Böðvarsson Glenboro................................ G. J. Oleson Hayland............................ Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík................................John Kernested Innisfail......................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin............................. Sigm. Björnsson Langruth............................................B. Eyjólfsson Leslie............................................Th.( Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndai Markerville........................ ófeigur Sigurðsson Mozart...............!...;..............S. S. Anderson Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor Otto......................................Björn Hördal Piney...............v...................S. S. Anderson Red Deer.......................................ófeigur Sigurðsson Reykjavík................................ Árni Pálsson Riverton.............................Björn Hjörleifsson Selkirk------------------------- Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.............................. Fred Snædal Stony Hill................................Björn Hördal Tantallon..............................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Vfðir..................................-Aug. Einarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hj álmarsson Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard.............................. S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. BreiðfjörS Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Crystal...............................Th. Thorfinnsson Edinburg..............................Th. Thorfinnsson Garðar...............................Th. Thorfinnsson Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarssom Hensel.................................J. K. Einarason Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National Ci'ty, Calif....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold................................Jón K. Einarsson. Upham..................................E. J. BreiðfjörO The Viking Press Limited Winnipegj Manitoba KOMA KONUNGSHJÓN- ANNA BREZKU TIL WINNIPEG Samkvæmt ferðaáætlun sem þegar hefir opinberlega verið auglýst þá koma konungshjónin Brezku til Winnipeg með Canad- ian Pacific járnbrautinni þann 24. maí n. k. kl. 10.30 að morgni. Kl. 10.45 fara þau frá vagnstöð- inni og suður aðalstrætið til bæjarráðshússins. Stansa þar þar til kl. 11.08, en fara svo suð- ur aðalstrætið, vestur Portage Ave. suður “The Mall” og Mem- orial Boulevard, að suðurdyrum þinghússins, þaðan til móttöku- sals fylkisstjórans og koma þar kl. 11.20. Kl. 11.35 taka kon- ungshjónin á móti almenningi undir umsjón fylkisstjórnarinn- ar við norðurdyr þinghússins. Kl. 12.20 fara konungshjónin heim til fylkisstjórans. Kl. 1 e. h. talar konungurinn í útvarpið yfir CKY. Kl. 1.30 dagverður hjá fylkisstjóranum. Kl. 3.15 fara konungshjónin í kynnisför um bæinn — suð- ur Kennedy stræti, vestur As- siniboine Ave., suður Osborne stræti, eftir River Ave. til Wel- lington Crescent og eftir því og Assiniboine Drive til Assiniboine Park og koma þar kl. 3.41 e. h. Fara áleiðis til Deer Lodge spít- alans yfir St. Jaines brúna kl. 3.51. Fara frá Deer Lodge spít- alanum kl. 3.53 og koma til Polo Park kl. 4.05. Fara þaðan kl. 4.10 austur Portag Ave. að Norð- an, koma að Sherbrook stræti kl. 4.20. Fara norður Sherbrook til Bannatyne Ave., svo vestur til álmenna spítalans og koma þar kl. 4.26. Þaðan eftir Banna- tyne, Emily og William til Isa- bel, norður Isabel, yfir Salter St. brúna og eftir Salter St. til Ink- ster Blvd., koma þar kl. 4.44. Þaðan eftir Inkster og aðalstræt- inu til Kildonan Park og koma þar kl. 5.52. Til baka fara kon- ungshjónin eftir aðalstrætinu til C.P.R. vagnstöðvarinnar, dvelja þar íhálfan kl.tíma, fara svo suður aðalstrætið suður að Wat- er Ave., austur það stræti til St. Boniface, og koma til ráðshúss- ins þar kl. 6. Fara þaðan kl. 6.02 eftir Park Blvd., Cathedral og Tache Ave. til St. Mary’s brautarinnar, svo yfir Norwood brúna til Fort Garry Park. Það- an norður til C. P. R. og fara með lestinni vestur kl. 6.25. Nefndin sem það verkefni hef- ir að taka á móti þessum tignu gestum hefir ekki aðeins haft í huga að gera þeim dvölina hér i bænum eins ánægjulega og unt er heldur líka að bæjarbúar gætu notið heimsóknarinnar sem bezt Með það fyrir augum hafa svæði meðfram vegi gestanna um bæ- inn verið sett til síðu svo að fólk geti safnast þar saman og séð konungshjónin er þau fara fram- hjá, þó er þar einkum átt við skólafólk -— börn sem annars mundu eiga erfitt aðstöðu með að ná í hagkvæm pláss meðfram strætum þeim sem gestirnir fara eftir og fjörlama, eða gam- alt fólk. Eitt slíkt pláss hefir verið sett til síðu fyrir aldrað og far- lama skandinaviskt fólk, þar á meðal íslenzkt. Pláss það er á Sherbrook stræti fyrir sunnan Ellice Ave. Eina auða plássið sem er á milli Elicce Ave. og Portage Ave. á Sherbrook. Svæðið verður afgirt og í um- sjá og eftirliti lögreglunnar, meðan að á skrúðförinni stend- ur — og fólkinu sem koma kann verður séð fyrir sætum. í sambandi við þe§si hlunn- indi, eða þetta boð, þarf að taka fram: 1. Að það stendur aðeins til boða öldruðu, eða farlama fólki. 2. Þeir sem boð þetta vilja þiggja verða að senda inn skrif- lega beiðni til íslenzku blaðanna, S. W. Melsted, 673 Bannatyne Ave., eða J. J. Bíldfell, 238 Arl- ington St., þar sem frá sé greint hvers vegna að þessara hluiin- - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístofusíml: 23 674 Btundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS íinni 6 skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Aye. Talsími: 33 15t Thorvaldson & Eggertson I.ögfræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Office Phon* Res. Phone 87 298 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILDINQ Orric* Houhs: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. ANB BY APPOINTMBNT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LÖGFRÆÐINOAR 4 öðru gólfl 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur aS Lundar og Gimll og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudflg f ^hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talatml S0 877 VlOtalstiml kl. S—ö e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Leetur útl meðöl 1 viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 «. fc. 7—8 að kveldinu Síml 80 857 665 Vletor St. • J. J. Swanson & Co. Ltd. RKÁLTORS Rental, Inturanee and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg- A. S. BARDAL selur llkklstur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá beaö. — Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKB 8T. Phone: S6 607 WINNIPBO Gunnar Erlendsson PianoUennari Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watohes Marriage Licenses Issuéd 699 Sargent Ave.| Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture iíoving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allakonar flutninga fram ðg aítur um beeinn. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 054 Freah Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Deslgss Icelandlc spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 054 BANNING ST. Phone: 26 420 % inda sé æskt. 3. Fólk sem þessara hlunn- inda nýtur verður að sjá sér fyr- ir flutningi að og frá staðnum sjálft ef það er ekki rólfært. 4. Allir verða að vera komn- ir í sæti sín kl. 3 þennan dag, því eftir þann tíma verður öll umferð um Sherbrook stræti bönnuð. Enginn sem ekki hefir að- göngumiða fær aðgang að þessu plássi. En þeim verður útbýtt í tæka tíð til allra þeirra er sent hafa inn skriflega beiðni eins og tekið hefir verið fram og sam- kvæmt hugmynd þessari verð- skulda þá. í umboði Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Yesturheimi. S. W. Melsted J. J. Bíldfell FJÆR OG NÆR 410 MedKal Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og- kverka sjíikdónia 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 Heimskringlu hafa verið send nokkur eintök af f jórða bindi rit- gerða-safns Jónasar Jónssonar alþingismanns og beðin að selja þau. Verð bókarinnar er $1.15. Hér er um aðeins fá eintök að ræða. Þeir sem eignast vildu bókina, ættu þvi að kaupa hana sem fyrst. , * * * * " Kensla í íslenzku fer fram á hverjumi þriðjudegi og föstudegi í Wynyard High School, kl. 4 e. h. Fræðslunefnd yngri þjóð- ræknisdeildarinnar stendur fyrir námskeiðinu. Kennari er séra Jakob Jónsson. Allir eru vel- komnir. Te og sala á vörum sem gerð- ar eru af blindum, fer fram í the Annex of the T. Eaton Co., 2-4- 5 og 6 ipaí, n. k. Kjólar, svunt- ur, smokkar, sópar, körfur o. fl. verður til sölu. * * * Til leigu Stórt og bjart hliðarherbergi með balkoní, án húsgagna. Sími 35 909. 591 Sherburn St. * * * íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.