Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.05.1939, Blaðsíða 2
Ý. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. MAf 1939 LEYNIÞJÓNUSTA BREZKU STJÓRNARINNAR Njósnanetið um allan heim Bretar veita árlega mikla f jár- hæð, 500,000 sterlingspund eða sem svarar 2Vz milj. dollara, til njósnastarfsemi stjórnarinn- ar “Secret Service’’, sem kölluð er. Þingið veitir þetta fé á fjár- lögum eins og aðra útgjaldaliði, en aðeins örfáir menn hafa nokkurntíma hugmynd um hvernig fé þetta er notað. Einu sinni kom það fyrir að þingmaður einn í neðri málstof- unni vildi fá um það að vita, hvernig fé þessu væri varið. Þetta var nokkru fyrir heims- styrjöld 1914. — Forsætisráð- herrann, sem þá var Balfour, svaraði stuttur í spuna: Fyrsta skilyrði fyrir leynilegri starf- semi er að hún sé leynileg. Var málið með því af dagskrá. í raun og veru eru það aðeins tveir menn sem vita glögg skil á því hvernig þessu fé er varið. Og þeir vita þá líka hvaða árang- ur starfsemin ber. Annar þeirra er forstjóri fjármálaráðuneytis- ins, Sir Waren Fischer. Hann heldur sjálfur reikning yfir öll þessi útgjöld, og færir þau inn í bók. Bókina geymir hann 1 traustum járnskáp og skilur lyk- ilinn að skápnum aldrei við sig. Hinn maðurinn sem veit um þetta er Sir Robert Vansittart í utanríkismálaráðuneytinu. Hann hefir skrá yfir nöfn allra þeirra manna sem starfa í hinni “leyni- legu þjónustu.” Sérfræðingar einir ekki æfintýramenn Almenningur veit því næsta lítið uni starfsemi þessa. Ein- staka sinnum kvisast ofurlítið út um eitt og annað, sem njósnar- amir komast að. Þegar hið mikla njósnamál kom upp í Ameríku ekki alls fyr- ir löngu, þá komst það út, að komist hefði upp um spæjara þessa á þann hátt að brezka leyniþjónustan hefði bent á þá, og hvernig lögreglan ætti að ná tangarhaldi á þeim. Leyniþjón- ustan brezka hefði komist að því,1 að hárgreiðslustofá ein væri eins * konar “pósthús” fyrir spæjara, og bækistöð fyrir þá, en þaðan væri svo beint samband til Þýzkalands. En allar skáldsögurnar um leyniþjónustuna eru helber heila- spuni. Þar eru engir Sherlock Holmesar, aðeins sérfræðingar, sem hafa tamið sér að nota aug- un vel, hvar sem þeir koma og hvert sem þeir fara, menn, sem 'eru æfðir í að draga réttar á- lyktanir, og þekkja til hlítar all- ar þær starfsaðferðir sem not- aðar eru í því mikla njósnamáli sem nú nær um allan heim. Leyniþjónusta Breta er undir stjórn utanríkismálaráðuneytis- ins. En auk þess hefir landher, floti og lofther hver sína “þjón- ustu”. Fréttastofnun hermála hefir það sérstaklega með hönd- um, að vinna gegn njósnum er- lendra þjóða. Það voru starfs- menn þessarar stofnunar sem gáfu Bandaríkjastjórn vísbend- ingu um, að Þjóðverjar vissu meira en góðu hófi gegndi um flugher Bandaríkjanna. En út frá því spunnust spæjaramálin í New York. Starfsemi sú, sem vinnur gegn erlendum njósnum er margþætt. Eitt af því er það, að láta er- lendum spæjurum í té rangar upplýsingar. Er það aðallega gert með þeim hætti að “merkum skjölum er stolið”, þ. e. a. s. það sem “skjölin” sýna er eintóm vitleysa, en þessi vitleysa er þannig útbúin að erlendum spæj- urum er ætlað að trúa henni. Það, sem Bretar sáu á Spáni Það hefir verið venja í styrj- öldum, að þjóðir sem barist hafa, hafa boðið fulltrúum hlutlausra þjóða að koma og vera sjónar- vottar að bardögum. En þetta hefir ekki átt sér stað hvorki í Kína, í Abyssiníu eða á Spáni. Þó geta menn ver- ið vissir um að spæjarar brezka hersins hafa haft sín öruggu fréttasambönd á vígvöllunum, ekki sízt í Spánarstyrjöldinni, því það er alkunnugt mál, að ýmsar þjóðir hafa notað ófrið- j inn á Spáni sem einskonar her- æfingu með hin nýjustu vopn sín og manndrápstói. Fyrir tveim árum síðan var orusta háð á Guadalajaravíg-1 stöðvunum, sem talin var mesta orusta með brynvörðum vögnum er háð hefir verið. Hundruðum brynvarðra þýzkra og ítalskra j vagna var beitt í orustunni til' Vín Vísdómur BRIGHT Vitið þér það að framleiðslumagn Bright’s vínekranna fer yfir 4,000,- 000 galóna á ári? Þetta gerir þeim mögulegt að láta vínið móðna í tré- sáum áður en það er látið á flösk- urnar. öll þeirra vín berast yður því í bezta ásigkomulagi. $ri& W I N E S HERMIT PORT C O N C O R D HERMIT SHERRY CATAWB A This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. The Commlssion is not responsible for statements made as to quality of products advertised. þess að þeir gætu rutt Franco braut til Madrid. En brynvagna- áhlaupi þessu var hrundið með vopnum af nýrri gerð og áður ó- þektu herbragði. Það kom brátt í ljós, að brezka herstjórnin fékk nákvæma vit- neskju um það sem iþarna fór 'fram. Því undir eins var farið að vinna að alveg nýrri bryn- j vagnagerð fyrir Englendinga. — En Þjóðverjar fleygðu óðara frá Jsér 4 herdeildum léttra bryn- iVagna, sem hershöfðingjar Breta höfðu haft mjög illan bifur á. Ensku sendimennirnir á Spáni gáfu líka skýrslu um alveg nýja gerð sem þar sást fyrst af þýzk- um byssum sem ætlaðar eru til að verjast loftárásum, og notað- 1 ar hafa verið í liði Francos. — Hvorki Spánverjar hé ítalir fengu leyfi til að koma nálægt þessum byssum. Þýzkir dátar !og liðsforingjar einir handléku þær. En samt fréttist strax í | ibrezka hermálaráðuneytið nm byssur þessar, er sýndi sig að j vera sænsk framleiðsla. Kom mjög fljótlega mikil pönfun frá brezku herstjórninni til sænsku verksmiðjunnar er gert hafði byssur þessar. Þegar ráðist var á þýzku njósnastöðina í Englandi f sömu svifum og ófriðurinn braust út 1914 upprætti enska lögreglan alla njósnastarfsemi Þjóðverja í Englandi. Þetta 'gerðist á einni nóttu. 25 erind Irekar þýzku njósnanna voru teknir fastir. En hluturinn var> að í heilt ár hafði enska lögregl- an vitað um alla þessa njósnara og haft vakandi auga á þeim. Það var óvarkárni Þjóðvferja eins að kenna að lögreglan fékk vit- neskju um þá. Þjóðverji þessi kom í heim- 'sókn til London og lögreglan á- kvað, án þess sérstakt tilefni væri til þess, að hafa sérstakar gætur á honum. Það vakti grun- semdir að þessi maður fór í heimsókn til rakara eins í riorð- 1 anrerðri borginni. Er lögreglan fór að athuga starfsemi rakar- ans nánar, kom það í ljós, að hann hafði undramikil bréfavið- skifti. Þegar farið var að at- huga bréf hans, þá varð lögregl- an þess brátt áskynja, að rak- arinn var einskonar póstmeist- ari fyrir alla þýzku njósnarana í Englandi. Síðan beið lögreglan átekta og hreyfði sig hvergi, lét alt óáreitt, þangað til réttur tími var til kominn að taka al’a mennina fasta. Dulmálslyklarnir Eitt af vandaverkum leyni- þjónustunnar er að ráða fram úr dulmálsskeytum. Meðan á heims- styrjöldinni stóð var stofnrið sérstök skrifstofa í flotamála- i ráðuneytinu til þess að þýða þar dulmálsskeyti og búa til lykla að þeim. Forstjóri fyri.r déild þess- ari var Sir Alfred Ewing. Þarna voru þýdd dulmálsskeyti þýzka flotans, og gerðir lyklar að þeim. Þess vegna var þarna hægt að lesa skeytin sem send voru til þýzka flotans, er honum var skipað út til orustu í Norðursjó, og sjóorustan var háð við Jót- landssíðu, er Englendingar unnu. En Englendingar gátu þakkað það þessari starfsemi, að þýzki flotinn kom þeim ekki að óvör- um. Þarna voru líka þýdd og lesin skeytin frá utanríkisráðherra Þýzkalands, Zimmermann, sem1 varð til þess að Bandaríkin fóru 1 í stríðið. Skeyti þessi voru til, þýzka sendiherrans í Mexico, þar sem honum var fyrirskipað ! að bjóða Mexicomönnum fylkið Texas í Bandaríkjunum og meiri lönd Bandaríkjamanna, ef Mex- ico fengist til að leggja út i ó- friðinn við hlið Þjóðverja. Meðan á ófriðnum stóð vildi það til eitt sinn, að dulmálsorð- sending fanst á spássíunni á ensku blaði, sem var í pósti til Hollands. Eftir orðsendingu þessari tókst að hafa hendur í hári njósnaranna í London. En leyniþjónustan hélt áfram bréfa- viðskiftum við njósnastöðina í Hollandi og sendi henni alskon- ar vitleysu og blekkingar. Þeir sem í Hollandi sátu vissu lengi ekki betur en félagar þeirra í London væru heilir á húfi, og frá þeim væri allur sá “fróðleikur” er sendur var til Hollands. Fyrir “njósnir” þessar var sent ríflegt þýzkt gull til London, svo góð borgun, að keyptur var m. a. vandaður bíll handa leyniþjón- ustunni, sem lengi var notaður í þágu hennar og nefndur “Fritz”. Það er smátt og smátt orðin heil vísindagrein að þýða dul- málsskeyti. Hafa menn m. a. gefið út nákvæmar töflur yfir það, hve oft hver bókstafur kem- ur fyrir í ýmsum tungumálum. Á þann hátt er hægt að leggja grundvöll að ráðning dulmáls. Það sem áður þurfti mikil heila- brot til að leysa, leysist nú með tiltölulega einföldum reikningi. Sagt er að ráðningamenn dul- málsskeyta í brezka hermála- ráðuneytinu þurfi aldrei meira en viku til að þýða dulmálsskeyti og semja viðeigandi dulmáls- lykla. 10. þús. manna við áróðursstarfið Á ófriðartímum hefir leyni- þjónustan mikla áróðursstarf- semi með höndum. Meðan á heimsstyrjöldinni stóð voru 10 þús. manna starfandi við ýmis- konar áróður í þjónustu brezku herstjórnarinnar. Þó gat brezka áróðursliðið aldrei sýnt önnur eins afrek eins og þýzka áróð- urssveitin. Eitt af því sem kom á hana frægðarorði var þetta. Það var árið 1917. ítalir voru að yfirbugast í ófriðnum. Upp- reisn hafði brotist út í Norður- ítalíu, og slegið í blóðuga bar- daga í Turin. Spæjarar Þjóð- verja náðu í nöfn þeirra er féllu, og þeirra er fluttir voru á spítala. Þeir sömdu og nákvæma frásögn af atburðum þessum, og allri starfsemi uppreisnarmanna og sendu fregnirnar til Þýzkalands. Því næst var prentað þar fals- að tölublað af ítalska blaðinu Corriera della Sera, þar sem sagt var frá öllu þessu, og blað- inu síðan smyglað í þúsundatali yfir í skotgrafir ítalskra her- manna á vígstöðvunum í Norður- ítalíu. Nokkru síðar gerði þýzki her- inn áhlaup á skotgrafir þessar. Þar biðu ítalir mikinn ósigur. —Lesb Mbl. Lausl. þýtt. Þórarinssonar, mentamálastjóra og fyrrum skólastjóra í Flens- borg. * * * Skemtiferðaskip 16 talsins munu koma hingað í sumar á tímabilinu 27. júlí til 16. ágúst. Verða 6 þeirra frá New York, 4 frá Þýzkalandi og 4 frá London.—fsl. 5 apríl. * * * Úr Suður-Þingeyjarsýslu er ritað 31. marz í dag er borinn til grafar að Nesi í Aðaldal Vilhjálmur Jónas- arson á Hafralæk, faðir Konráðs skálds á Oddeyri, 76 ára að aldri, maður einkennilegur að ýmsu leyti bæði í sjón og í tali. Hann bjó eigi stórbúi en var fastur í sessi, átti sauði jafnan, fáeina og heyfyrningar. — Hann hafði í handraða alt til síðustu ára fá- eina gullpeninga, og á allar lund- ir var hann fornbýll. Hann las eigi mjög mikið, en mundi alt, er hann heyrði, kunni allgóða grein á skáldskap, og þótti honum Einar Ben. taka öllum skáldum fram í djúpúð og viturleik. Um smáskáld sagði hann að þau væru “aðeins vísufær”. Orðalag og áherzlur gamla mannsins voru með þeim ágæt- um, að átt hefðu þau að geym- ast í hljóðnema um aldur og æfi. Þessi er ein málsgrein Vil- hjálms mælt fyrir 3—5 árum: “Eg er orðinn eins og sprek í barði, — fauskur í blásnu barði, sem allir stormar, — vindar úr öllum áttum blása um og næða um og þornar inn í sig meira og meira og er til þess eins að fara í eldinn.” Hann var maður elskur að átt- högum, frændrækinn og hneigð- ur til þeirra lifnaðarhátta, sem hann ólst upp við í æsku, örlynd ur og kunni að grípa tækifærin á því sviði, sem hann náði yfir, féfastur en þó skilamaður, fór vel með skepnur sínar. WELCOME AT ANlf PARTY Þar mundi drjúpa smjör af hverju strái.—G. F. —ísl. 5. apríl. ÆFIMINNING ÍSLANDS-FRÉTTIR eftir Akureyrar blöðunum Vegna gengisbreytingar hefir matvara í K. E. A. hækk- að í dag um 10—15%. Byggingarvörur hækka um 15—20%. Járn og glervara um svipað. Enn hefir ekki verið hækkað verð á neinni vefnaðar- vöru eða tilbúnum fatnaði. Ekki heldur á eigin framleiðsluvörum kaupfélagsins. Þótt segja megi, að þessi hækkun sé tilfinnanleg, þá er aðgætandi, hvað flestalla nauð- synjavöru snertir, að verð á þeirri vöru var orðið mjög lágt fyrir gengisbreytinguna. — T. d. er verð á flórmjöli hjá K. E. A. nú eftir hækkunina 38 aurar pr. kíló, en var á sama tíma í fyrra 44 aurar. Verð á rúgmjöli er nú 25 aurar, en var á sama tíma í fyrra 28 aurar. — Má af þessu sjá, að tilfinnanleg dýrtíð er ekki yfirvofandi þrátt fyrir þetta.—Dagur, 5. apríl. * * * Dánardægur Aðfaranótt 28. marz, lézt í Húsavík frú Þórunn Havsteen kona Júlíusar Havsteen sýslu- manns, mjög vinsæl og vel metin kona. Banamein hennar var blóðeitrun. Frú Þórunn var dóttir Jóns Veturinn hefir verið veður- mildur en þó eigi jarðsæll síðan um jól. Þá gerði eina hina hvössustu þriggja sólarhringa stórhríð, sem komið hefir í mörg ár, og flýðu undan henni sj'ó- fuglar upp um sveitir og biðu bana. Sú nýlunda hefir orðið hér, að dilkær tvílembd mun ganga af, svo að segja í heimahögum í svo- nefndri Litlufjörutorfu, en hún er austan í ógöngufjalli og rétt vestan við ós Sjálfandafljóts. — Ófært er í torfuna á vetrum vegna snarbratta, og þarf að fara yfir fjallsegg, sem nálega er eins og uppreist hella. í haust hlóð krapasnjó í skriðuna ofan við torfuna og fraus í gadd, og þótti ófært að tefla á þær tvær hættur. En þó mundi hafa mátt fara í þessa torfu í löngum köðlum 60—100 faðma. Það er furða að ærin skyldi haldast við á þessu bersvæði í jólahríðinni hvössu, og oft og lengi hefir verið jarðlítið í þess- ari fjallsvuntu. En þó eru mæðg- inin enn á ferli, og er vonandi, að þejm sé nú borgið. Þrenning þessi duldist þannig í haust, að hún sást eigi fyrri en eftir vet- urnætur, og var þá kominn gadd- ur í skriðubrúnina og hálka. Það er ótrúlega undarlegt, að úti- gangsfé skuli vera svo að segja fyrir augum bygðarmanna lið- langan vetur. Ærin er eign mín og hefir mér oft orðið að renna huganum til hennar, einkum í jólahríðunum. En heldur kaus eg að hún félli þarna, en að hætta sonum mín- um í slysför upp í þenna jötun- heim. Eg mun geta um afdrífj ærinnar, þegar þau sjást til fulls. j í þessari torfu gengu tvö lömb veturinn eftir mislingasumarið alræmda, voru rekin þangað fjögur að haustlagi. En tvö hröpuðu í áfrera. Hin urðu feit á næsta hausti. f þessari torfu er sumarganga fyrir 20—30 f jár. Þann 22. marz s. 1. andaðist að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar Eiríks G. Eiríkssonar að Markerville, Alta., húsfrú Þóra Gísladóttir Sveinson, fædd 19. marz 1859 að Hólakoti í Flóa í Árnesýsslu á íslandi. Fluttist þaðan í æsku með foreldrum sín- um Gísla Gíslasyni og Sólveigu Þorkelsdóttir, að Reykjakoti í Mosfellssveit þar sem hún síðan dvaldi til 1887 er hún giftist Guðmundi Guðmundssyni í Mið- dal í sömu sveit, og fluttust þau hjón sama ár vestur um haf til Winnipeg í Canada. Næsta vor námu þau land í nánd við Churchbridge, Sask. Hún misti mann sinn 1891, en giftist síðar Jóni Sveinssyni. — Árið 1902 fluttu þau hjón vest- ur til Alberta og settust að í nánd við Markerville, þar sem þau síðan bjuggu. Að Jóni látn- um, 1933 brá hún búi og settist að hjá dóttur sinni Mrs. Gróu Erikson, og dvaldi þar síðan til dauðadags eins og áður er sagt. Börn hennar: með Guðmundi Guðmundssyni, eina dóttur, gróu konu Eiríks G. Eiríkssonar að Markerville, Alta. Með Jóni Sveinssyni átti hún fimm syni og eina dóttur: 1. Guðmundur Thomas, dáinn 1931, lét eftir sig ekkju Þórdísi Björnsson og fimm börn; 2. Gísli kvæntur og búsettur suður í Californíu; 3. Valdimar, býr á föðurleyfð sinni að Markerville; 4. Sigurður, búsettur í B. C.; 5. Guðlaugur, búsettur að Marker- ville. Eru þeir allir kvæntir konum af hérlendum ættum. 6. Halldóra Sigríður, gift H. C. Johnston, búsett að Markerville. Alta. Einnig syrgja hana 18 barnabörn. Af 7 systkinum Þóru sál. eru tvær systur á lífi, þær Sigríður Goodman í Winnipeg og Gíslína H. Kvaran í Reykjavík á íslandi. Þóra sál. var elskuð og vir-t af öllum sem hana þektu, sérstak- lega var hún heitt elskuð af öil- um börnum sínum, sem er sönn- un fyrir því hve góð og um- hyggjusöm móðir hún var. Sem sönnun fyrir því hve hjartnæm hugtök hún átti í hjörtum ná- búa sinna, var hve margir fylgdu henni til grafar. Það var mikil hugsvölun fyrir eftirlifandi skyldfólki hinnar látnu, að þrem dögum fyrir dán- ardaginn, sem bar mjög óvænt að, var hún heimsótt af öllum nærstöddum börnum, barnabörn- um og skyldfólki sínu, til að halda upp á áttugasta afmælis- daginn hennar, og gleðja hana, þótt engum kæmi þá til hugar að skilnaðar stundin væri svona nærri. Jarðarför hennar fór fram frá lútersku krikjunni í Markerville sunnudaginn 26. marz að við- stöddu fjölmenni. Hún var jarðsungin af presbytera presti, séra Robert Taylor, einnig tal- aði séra Pétur Hjálmsson nokkur kveðjuorð á íslenzku. Hún var borin til moldar af fjórum son- um sínum, og jarðsett í Tinda- stól grafreit. Blessuð sé minning hinnar látnu. A. J. C.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.